Sjómenn.

Hér lesum við alls konar umfjallanir um störf sjómanna og mest þó á árum áður sem og betur skilst með þeim upplýsingum að sjálfur sté maður alkominn í land um sumarið 1986 og hefur síðan vart stigið á skipsfjöl.

Konni í október 1971.-                                                                                                         Jón á Hofi ÁR- 62. Þorlákshöfn.-                                                                                                                         Konni 27. nóvember 2024.

Ungur var margur drengurinn er hann í fyrsta sinn steig á skipsfjöl, hvort sem er báts, togara eða fragtskips.

Enginn hreyfir andmælum og telur besta mál að ungt fólk vart af barnsaldri kynnist brauðstritinu fljótt. Þetta með mörgu öðru er breytt og sumir segja að hafi mátt breytast.

Um borð klæðast drengir klofstígvélum og stakk sem gleypir þá. Gúmmívettlingar á höndum drengjanna minna á skóflublað miðað við stærð handleggsins. Drengirnir taka stöðu á skipinu með þaulvönum mönnum. Engum af þeim er hlíft.

Nú er allt þetta gerbreytt.   Ungir menn nema fræðin fram yfir tvítugt og eru komnir fast að þrítugu er alvara lífsins hefst og koma þá á vinnumarkaðinn.   „Þetta lag á er miklu betra“-segja menn.  

En er það svo? Ég segi í dag. Ég veit það ekki.

Togarinn Röðull GK 518 er eign Venusar H f í Hafnarfirði. Skipið er einn nýsköpunartogarinn sem Íslendingar eignast eftir seinna stríð. Öll skipin eru byggð af Bretum og smíðuð í breskum skipasmíðastöðvum.

Samtals voru þess skip á fimmta tug og kom fyrsta skipið 1947, Ingólfur Arnarson RE og hið síðasta 1952. Fjöldi manns kom til að skoða skipið og stakk eldri togarasjómaður höfði sínu niður um eina lestarlúgu á dekkinu og gaf út að svo stór lest yrði aldrei fyllt með fiski.
“Togarafréttir dagblaðsins Vísis 1. júlí 1948.
Togararnir Röðull og Elliði fóru í gær áleiðis til Þýskalands. Sá fyrrnefndi var með um 5600 kit en sá síðarnefndi með um 4600 kit. Annar þeirra að minnsta kosti mun landa í Cuxhaven.“ Skipið er hér nýlega komið til landsins.

1974 er Röðull GK seldur til niðurrifs.

Athugið!  Nýjasta Sjóarapælingin er alltaf efst til vinstri á þessari síðu.

 

        Stóru farþegaskipin.                                       Á meðan fiskiskip vekja enn athygli.                   Fréttir frá sjávarsíðunni rifjaðar upp.                 Á árum áður.                                         Hugur og dugur manneskju er lykilatriði.

Öllu má gera skil - 20 jan. 24.

Punktar frá liðinni tíð - 19 jan. 24.

Úr sögu Austur Þýsku skipanna.

Breski togarinn Black Prins strandar.

Skundum til ársins 1953.

Tíðarandinn svaklegi.

Síldarbáturinn Eldey KE 37.

Færeyingar versla  dilkakjöt...

Hafnarjförður breyttur bær.

Togarinn Askur RE 33 nýr.

  Nýsköpunartogarar.

Samantekkt síldveiða 1968.

Þórmóður goði RE.

Erlendir atvinnurekendur.

Síldveiði íslendinga í Norðursjó.

Kaupfélagið.  Gömul stofnun.

Hvaleyri við Hafnarfjörð.

Fyrsti Herjólfur kom 1959.

Bæjarútgerð H.fjarðar stoð.

Gríðarlegar breytingar.

Bátar.  Togarar.  Og fleira.

Sumt á árum áður.

Mikilvægi góðra samgangna.

Togarar og skuttogarar.