Svona vill mynd af manni verða sem ratar ekki á ættarmótið sem hann stefndi til og ætlaði á. Hún er ekki til eftirbreytni.

Gróttugreyið er enn á sínum stað þó að það sé ekki búið þar í dag. Staða vitavarða í þessu landi hefur að mestu verið lögð niður og þeir flestir verið sendir heim.

Konráð Rúnar 16. ágúst 2024.

Þrjár gamlar myndir úr nærfjölskyldunni.

Til vinstri. Doddi mágur (Þórður Þorvaldsson lögreglumaður í Hafnarfirði) og Biggi bróðir (Birgir Jónsson fyrrverandi verkstjóri í álverinu í Straumsvík). SRJ tók.

Til hægri: Mamma (Lilja Sigurðardóttir), Sigga systir (Sigfríður Lilja Friðfinnsdóttir) og Sólrún Þóra Friðfinnsdóttir systir.

Krakkarnir eru Sigurlína og Ágúst Helgi, Þórðarbörn. Verið er að tjalda tjaldi Konna KRF. Karólína tók. Myndin gæti verið frá árinu 1974 og tjaldið frá árinu 1972-1973.  Ekki veit ég annað en að tjald þetta sé enn til. Tjaldið var keypt í Seglagerðinni í Reykjavík sem enn er starfandi.

Myndin fyrir neðan, stóra myndin, er tekin á fyrsta ættarmóti nærfjölskyldu minnar í Landsveit 1996, 1997 sem ég var ekki á. Ég bjó þá í Neskaupstað og starfaði í Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar þar í bæ sem var starfrækt þar í áratugi en er ekki lengur. Hver ljósmyndarinn er veit ég ekki.

Frá vinstri, Konni, Ásgeir, Siggi, Dengsi (Sigfús), Kalla.  Í  Óla Sóliman grillir á bak við.

Þrjár ljósmyndir frá merkilegu, skemmtilegu og eftirminnilegu sjötugsafmæli herra Konráðs Rúnars Friðfinnssonar sem haldið var í sal Smárakirkju laugardaginn 23. september 2023. Afmælisdagurinn er 24. september. Yfir 30 manns létu sjá sig.

Myndin til vinstri er af vini mínum til margra ára, herra Ingólfi A. Ármannssyni, sem elskar eins og ég sjálfur Jesú Krist.

Myndin hér að ofan er af afmælissöngnum sem herra Gylfi Ægisson söngvari, tónskáld og lagahöfundur leiddi og fólkið myndaði utan um kór og söng við raust til heiðurs sjötugu afmælisbarninu „Hann á afmæli í dag“-og þau öll orð.

Margir siðir eru góðir siðir og er afmælissöngurinn einn þeirra. Gylfi Ægis. hefur í gegnum tíðina gefið út fjölda hljómplatna með lögum eftir sig.

Sjálfur er maður orðinn svo sjóaður í öllum þessum lífsins ólgusjó í kring um sig að kippa sér ekki orðið upp við nokkurn skapaðan hlut sem gerist.   

Myndir SRJ.  Konni í sveit í Flóanum  um sumarið 1966.                                     Konni á fermingadaginn um vorið 1967.                                                               1967. Vinirnir Konni, með fermingarúrið, og Dengsi (Sigfús)

 

Bræðurnir á fermingardegi. Sigga bróðir 1967 (Sigurður Friðfinnsson í miðjunni.) Lengi hafnarstarfsmaður við höfnina í Hafnarfirði . Honum til vinstri og hægri handar eru bræður hans Reynir og Konni. Mynd SRJ.

.

Þrjár gamlar myndir úr nærfjölskyldunni.

Til vinstri. Doddi mágur (Þórður Þorvaldsson lögreglumaður í Hafnarfirði) og Biggi bróðir (Birgir Jónsson fyrrverandi verkstjóri í álverinu í Straumsvík). SRJ tók.

Til hægri: Mamma (Lilja Sigurðardóttir), Sigga systir (Sigfríður Lilja Friðfinnsdóttir) og Sólrún Þóra Friðfinnsdóttir systir.

Krakkarnir eru Sigurlína og Ágúst Helgi, Þórðarbörn. Verið er að tjalda tjaldi Konna KRF. Karólína tók. Myndin gæti verið frá árinu 1974 og tjaldið frá árinu 1972-1973.  Ekki veit ég annað en að tjald þetta sé enn til. Tjaldið var keypt í Seglagerðinni í Reykjavík sem enn er starfandi.

Myndin fyrir neðan, stóra myndin, er tekin á fyrsta ættarmóti nærfjölskyldu minnar í Landsveit 1996 sem ég var ekki á. Ég bjó þá í Neskaupstað og starfaði í Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar þar í bæ sem var starfrækt þar í áratugi en er ekki lengur. Hver ljósmyndarinn er veit ég ekki.

Kóngsgerði, Hellisgata 15, Hafnarfirði.

Við fluttum inn um vorið 1960 úr Halldórskoti á Hvaleyri. Hét gatan þá Kirkjuvegur í hús númer 19, á þá Kirkjuvegi. 1962 breyttist gatan í Hellisgötu og húsnúmerið í 15.  Er við vorum flutt upplifði ég mig komin í höll með rennandi köldu vatni úr eldhúskrana en ekki heitavatnskrana og engu klósetti, baði né sturtu. Heitt vatn og klósett kom seinna og heita vatnið nokkrum árum á undan klósettinu. Í kjallara (tveir gluggarnir sem sjást) var kolahitun, kolum mokað í kyndingu til að hita ofna og kolapokar geymdir á bak við dyrnar inn í kjallarann.

Ingi Sót... mætti annað veifið og fór upp á þak sem þá hafði skorstein og hreinsaði sót úr strompnum og kom niður sótugur frá hvirfli til ylja. Sá maður hann aldrei öðruvísi og þekkti ekki í sjón á götu úti hreinan og strokinn. Er við fluttum vorum við samtals ellefu sem bjuggum á neðri hæð hússins. Hæð Kóngsgerðis er 80 fermetrar.

Girðingin sem hér sést var ekki þá né nokkur tré. Girðingin kemur fljótlega eftir að við flytjum út og er þá búið að selja neðri hæðina einstaklingi sem rak þar dagheimili fyrir börn í áratugi.

Gluggarnir tveir til vinstri eru kjallarinn undir öllu húsinu og geymslur fyrir efri og neðri hæð ásamt sameiginlegu þvottahúsi sem notað var til þvotta. Sjálfvirka þvottavélin leysir þvottahúsið af og færir allan þvott upp í eldhús.

Á norðurveggnum utanhúss héngu nokkrar þvottasnúrur sem tengdar voru í bílskúrsvegg sem sést lítið eitt hægra megin og tilheyrir Vesturbraut. Á vetrum minnir mig að snúrur í þvottahúsi kjallara hafi verið nýttar. Var þar enda heitt og hlýtt. Allt þetta umhverfi er eins og áður og gleðst maður yfir því.

Ég hef aldrei komið inn í Kóngsgerði frá því ég flutti þaðan út 1976 en minningar eru til og þær fjölmargar. Og þeim rænir enginn frá mér.

Kóngsgerði, Hellisgötu 15. Á neðri hæð bjuggu t.d. Kóngsgerðisbræður og ærsluðust í kringum húsið með vinum sínum, þeim Guðmundi og Erni, Dengsa og Nonna og mörgum öðrum góðum drengjum, oft glatt á Hjalla.

Lækjarskóli Hafnarfjarðar þótti einn flottasti barnaskóli landsins. Þarna sést einnig Leikfimishúsið þar sem krakkar stukku yfir hestinn og klifruðu í köðlum. Í þeirri byggingu fór og fram handavinnukennsla. Í Lækjarskóla var á þeim dögum malarvöllur en ekki malbikaður völlur, eins og hér sést. Í Lækjarskóla var einstaklega notalegt grútsyfjuðum strák af gaflarakyni að skrópa og vera einn sá allra fremsti í þeirri deild og var að því leyti í A-bekk. Var reyndar aldrei í A-bekk. Í skólanum á þeim tíma var goggunarröð sem ég fullyrði að enginn grunnskólanemandi elti neitt ólar við og léku A-bekkingar sér við C-bekkinga í frímínútum án nokkurs mórals.

Sumarið 2007, gæti ég trúað, efndi trúfélagið Vonarhöfn í Hafnarfirði til grillveislu í skálanum sem stendur við Hvaleyrarvatn. Allmargir mættu og áttum við góða stund saman. Eins og líka sæmir kristnu fólki.

Eina skellinaðran sem ég fékk mér var ég 14 ára að aldri og naðran af gerðinni Simson árgerð 1964, muni ég rétt. Hana keypti ég af unglingi mér ári eldri sem þá bjó í foreldrahúsum ofarlega á Nönnustíg og fast við Reykjavíkurveg. Húsið Sjónarhóll er þar skammt frá. Á sams konar nöðru og myndin er af þeysti maður um göturnar ásamt með reglulegu millibili að skreppa niður á bryggju og skoða bátana og hitta sjómennina og þiggja inn á milli af þeim ýsu í soðið. Í þá daga voru sjómenn enn til í að gefa bæjarbúum í soðið ef þeir báðu um og gerðu þangað til að einhver kom með reiknitölvu og reiknaði út að þetta væri allt of kostnaðarsamt fyrir útgerðina og lokað var á þessar gjafir.

Mímir. Eigandi: Magnús Magnússon skipstjóri (Mangi Snjáku). Íshús Hafnarfjarðar leigði og gerði bátinn út. Í lok janúar eða byrjun febrúar 1970 réð ég mig á bátinn sem um leið var mitt fyrsta skipspláss. Afli netavertíðarinnar var um 650 tonn sem mestallur fékkst í gríðarmiklu þorskmoki undir Krísuvíkurbergi í apríl 1970. Þorskurinn var smár og þurfti marga þorska í tonnið. Löndunarstaður þessarar vertíðar var að mestu leyti Grindavík og aflanum ekið til Hafnarfjarðar, þar sem hann var unninn.

Vertíðinni lauk 10. maí 1970 og var piltur feginn er netin lágu öll á dekki og báturinn á leið til Hafnarfjarðar þar sem allt var híft upp á bryggju og geymt til næstu vertíðar.

Þessar ljósmyndir gætu báðar verið teknar fljótlega í bankahruninu sem þjóðin fékk yfir sig í október 2008 og er myndin hægra megin af Tónlistarhúsinu sem hér er í byggingu og allar framkvæmdir við það verið stöðvaðar en farið af stað með þær aftur nokkrum mánuðum síðar og verkið klárað. Húsið sem kunnugt er fékk nafnið Harpa og er þar talsverð starfsemi í dag. Nokkuð vel rættist úr. Myndin til hægri er af tveim vina minna, þeim Hafsteini (Haffa) til vinstri og Aðalsteini (Alla) til hægri. Báðir eru þeir miklir sómamenn og heiðvirðir drengir.

Hluti áhafnar BV Maí GK 346 í október/nóvember 1971 í beittúr sem algengt var að íslenskir togarar færu í.

Konni.                                                                   Jón, hann bjó lengi á Sjónarhól.                                    Gunni Jóns og Jón að vestan.                                   Sverrir.                                                                      Bjarni.

                                    

Óskar yfir vélstjórinn um borð.                                                    Villi.                                                                Gummi.                                                               Villi og Jón.                                                         Gunni Guðmunds.

Skari Ólafs. Vann lengi í Straumsvík                 Addi annar kokkur.                                           Hilmar var árum saman á Maí.                             Gunni Guðmunds.                                                              Gunni Jóns.

Man ekki nafnið.                                           Jói og Gummi. Verið að tollskoða skipið.                Davíð, held ég muni nafnið rétt?                 Jói var pokamður á annarri vaktinni.                  Konni á frívakt. Skipið á veiðum.

 

Togarinn Maí GK 346.  Skipið var eign Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar.  Hér er skipið á fullri siglingu í mögulega seinni túrnum til Cuxhaven í Þýskalandi með í lestum sínum 260 tonn af stórufsa af Síðugrunni eftir tólf daga veiði. Samanlagt lögðu beittúrarnir sig á um og yfir eitt hundrað þúsund krónur hjá háseta og þótti það allvel í lagt. Árið er 1971.

Þessir tveir túrar í röð tóku samtals rúmar sex vikur frá því lagt var í hann frá Hafnarfirði og þangað til skipið kom aftur til heimahafnar í lok nóvember eða byrjun desember þetta ár. Er ég kom heim úr mínum fyrstu siglingum með fullt af verslun og stóra Mackintosh-dós, man ég að mér þótti sjálfsagt að versla þetta í siglingu.

Næsti túr var fiskeríistúr og sté ég í land eftir þann túr og var því ekki með jólatúrinn sem endaði með söludegi á fiskmarkaði í Grimsby í Bretlandi á nýbyrjuðu ári 1972.

Eftir þessa veru mína um borð í síðutogaranum Maí GK 345 kom ég ekki aftur þangað um borð en fór yfir á Júní GK 346 fljótlega um haustið 1973. Skuttogarinn Júní GK kom nýr á sjómannadaginn 1973 og var ég með í nokkrum siglingum til Cuxhaven í Þýskalandi og er Halldór Halldórsson þá með skuttogarann. Hann fer fljótlega frá borði og tekur við skipstjórn pólsksmíðaða skuttogarans Viðeyjar og sækir til Póllands. Stóð til að ég færi með honum yfir og verið þá með í að sækja togarann og sigla honum heim en ekkert varð af, eins og gengur og gerist í þessu.

Hvenær Halldór fer alfarið í land man ég ekki en veit að upp úr þessu fær hann sér vörubíl og verður einn vörubílstjóranna á Vörubílastöð Hafnarfjarðar.

Partur áhafnar síldarskipsins Faxaborgar GK 40 sem gert var út frá Hafnarfirði í nokkur ár og var eitt síldar- og loðnuskipanna á þeim árum.  Skoðum ljósmyndir af nokkrum áhafnarmeðlimum sumarið 1975 í Norðursjó.

Guðmundur skiptjóri.                                            Konni.                                                               Alli 2. stýrimaður.                                                                   Háseti.                                      Kokkurinn sem eldaði svo góðan mat.

1. og 2. stýrimaður. Skipið fékk í skrúfuna.      Gunni 1. vélstjóri og Doddi.                                        Siggi.                                                      Gunni og Doddi. Skipið að koma inn til Hansholm í Danmörku til að taka ís.

Hörður 2. vélstjóri.                                             Batti háseti.                                                     Segulbandið sem flutti okkur músíkina.              Alli 2. stýrimaður. Sómamaður.                               Konni.  Bjarni þriðji vélstjóri.

Doddi. Konni.  Síldar leitað.                               Konni. Löndun að ljúka.                                     Siggi. Maggi. Búið að gera við nótina.        Hluti háseta í upphafi vertíðar 1975.                          Siggi. Doddi.  Hæ!  Bæ!

 

Í júní 1973 kom siglandi til Hafnarfjarðar frá Noregi síldarskipið Faxaborg GK 40 og var í nokkur ár eitt íslensku síldarskipanna sem veiddi síld í Norðursjó er stopp hafði verið sett á allar síldveiðar hér við land 1971.

Guðmundur Gunnarsson er skipstjóri Faxaborgar og um leið eigandi bátsins á móti Halldóri Hjartarssyni búsettum í Hafnarfirði. Halldór er jafnframt framkvæmdastjóri.

1975 er ég um borð og tek sumarúthald niðri í Norðursjó til hausts og seinna úthaldið einnig sem lauk skömmu fyrir jól 1975. Þá um haustið voru síldveiðar hér við land aftur heimilar en það kerfi komið á að leyfilegum síldarafla var skipt niður á bátana sem sóttu um og fékk hvert skip eitthvert lítilræði til að veiða sem flestir nýttu en samt ekki allar útgerðir. Faxaborg hóf haust- og vetrarúthald sitt 1975 og sigldi austur eftir, landaði á Eskifirði og kláraði kvóta sinn í þrem ferðum.

Skipið hafði einn kælitank miðskips sem fylltur var sjó og ís settur í með til kælingar ásamt hellingi af salti sem sett var ofan í tankinn og sagt að yki kælinguna. Við bryggju var háfað upp úr kælitankinum og aflinn ísaður í kassa á bryggjunni sem lyftari tók og flutti í hús þar sem vinnslan fór fram. Man að kaupandanum leist vel á síldina sem tankurinn geymdi og fannst hún fersk og koma vel út í vinnslunni.

Þriðjudaginn 10. júní 1975 kom frétt í íslensku dagblaði um að Faxaborg GK 40 væri aflahæst allra íslenskra síldarbáta í Norðursjónum með 492,5 lestir, að verðmæti 13.921.119.00 krónur. Faxaborg GK 40 gekk mjög vel að fiska undir skipstjórn heiðursmannsins Guðmundar Gunnarssonar, sem þá var kornungur skipstjóri. Guðmundur lést 9. ágúst 2010.

Um haustið, eftir að síldarskammturinn af Íslandsmiðum er að baki, hefst síldarvertíð í Norðursjó og man ég að síldin gaf sig hressilega til í Skagerak og fylltum við alla kassana og tankinn líka og var landað alls sex þúsund kössum í hverri ferð sem gaf af sér mikla löndunarpeninga. Örstutt sigling var til miðanna í Skagerak og einhver tveggja, þriggja klukkutíma stím.

Höfðu menn um borð er líða tók að lokum tarnarinnar orð á hversu afskaplega þeir væru orðnir þreyttir á öllu þessu röfli í honum Konna, sem var er hér er komið sögu orðinn eitthvað þreyttur á þrældóminum. En ég var ekki einn um það að verða þreyttur eftir hálfsmánaðar stífa törn, ég var sá eini held ég sem röflaði. En allt svoleiðis er í eðli eðalgaflara á borð við mig og er einum heimilt. 

Frá þessum tíma hef ég hitt fæsta þessara ágætu manna eftir að skipið kom til Hafnarfjarðar rétt fyrir jólin 1975.  Merkilegt hvernig leiðir manna bara skiljast.  En svona er lífið.

 

 

Kíkjum um borð í skuttogarann Júní GK 345 og skoðum nokkrar áhafnarmeðlimamyndir frá mögulega árinu 1977.

 

Siggi. Fúsi.                                                             Gísli. Gvendur.                                                              Gísli.                                                           Frá vinstri Krúsi, Gunni Gunn.                   Krúsi. Oft nefndur Krúsi kafteinn.

Gísli. Gvendur.                                                    Hafliði Júlíusson stekkur til.                               Sigurður Friðfinnsson.                                        Siggi og Fúsi. Skipið er á útleið                                  Reynir (Pódi) og Haffi.

Óli Dúdda sinnir starfi á dekki.                        Unnið á dekki. Júní GK á útleið.                    Konni Friðfinns. tilbúin við spilið afturá.                 Sverrir (Sveddi) var 1. stýrimaður. Ég man ekki hvort hann var í fastri stöðu.

Gvendur Friðfinns. fer af sinni vakt.                      Villi. Vaktaskipti.                                          Man ekki nafnið en þessi er að fara á vakt.     Siggi Friðfinns. klárar vaktina.                     Trollið tekið. Fúsi á leið á frívakt.

Fúsi og Óli Dúdda voru hásetar á Júní GK og hefur Reynir (Póti) bæst við á þriðju myndinni . Allt prýðis drengir.                                         1. kokkur um borð í Júní. Ægir Sjönu.                                  KRF 220824.

Um haustið 1971 er orðið stutt í að kjölur skuttogarans Júní GK 345 sé lagður í spönsku skipasmíðastöðinni í Bilbao á Spáni.

Skipið kom nýtt á sjómannadaginn 1973. Voru þeir tímar þá enn uppi við að nýtt skip, togari, vekti Hafnfirðingum vissan áhuga.

Þegar ég var háseti á togaranum Maí GK haustið 1971 gekk lítil teikning af þessum skuttogara milli manna og var maður einn þeirra sem kíkti á teikninguna og velti fyrir sér hvernig væri að vinna á skuttogara. Sá maður langa ganga og fjölda tveggja manna herbergja ásamt ógrynni baðherbergja og velti fyrir sér hvort aðalvinnan um borð skuttogara væri að fara í bað. Það reyndist auðvitað ekki rétt tilgáta.

Eitt heillaði mig meira en margt annað með komu skuttogaranna var uppgötvunin um að engin yrði staðin trollvaktin á þessum skipum. En þær voru staðnar á dekki síðutogara á meðan skipið togaði og ekkert hirt um hvernig viðraði né hversu mikið frostið væri úti. Kalsalegt verk og umfram annað hreint svakalega leiðinlegt, fannst mér.

Er ég kom um borð í Júní, líklega um haustið 1973, hafði ég þá verið á Röðli GK 518 um tíma. Og mæti ég um borð með pjönkurnar mínar. Skipið leysir festar og heldur til veiða. Er kom að því að kasta trollinu vandast málið heldur betur. Hvernig farið væri að því að koma trollinu í sjóinn hafði ég enga hugmynd um og klóraði mér því bara í kollinum undir húfunni. Eftir nokkur skipti kom það samt allt saman. Um borð í Júní GK var ég af og til næstu ár en hætti alfarið á togurunum sumarið 1982 og allri sjómennsku sumarið 1986 og fáa hitt af þesum ágætis mönnum.  Svona er lífð og menn koma og fara.

 

Skoðum nokkrar áhafnarmeðlimamyndir farskipsins Laxár sem flestar eru teknar snemma sumars 1976.

 

Konni 1974.          Smávegis skeði í Kaupmannahöfn er herskip kom til hafnar og herskáir ungir menn frá Íslandi, hásetar á Laxá, vildu beita sér í 200 sjómílna landhelgisdeilu 1976. Í dag er ég ekki stoltur af verkinu.

Konni.                                                                  Valli bátsmaður.                                                   Hilmar. Síðar bátsmaður.                                  Sævar 2. vélstjóri. Við Sævar vorum saman á Maí og Júni GK. Ágætis náungi.

Hilmar og Stebbi kokkur.                                  Birkir háseti.                                                         Stebbi eldaði frábæran mat.                         Eyþór klár með enda afturá.                    Einar 2 vélstjóri.Skipið er í Kiel-skurðinum.

Birkir og Einar 2. vélstjóri.                                  Siggi 2. stýrimaður. Skipið er í slipp í Hamborg.   Siggi var hreint prýðis piltur.                    Valli bátsmaður.                               Stebbi kokkur.  Skipið er í Kiel- skipakurðinum.

Jón 1. vélstjóri.                                                 Hásetarnir Birkir og Eyþór með skröpurnar.                       Valli, Eyþór og Kalli.                         Valli skoðar græjurnar.                             Gamall.  Byggði upp landið. Skuldar MÉR.

 

Hvað olli því að kúvending varð í lífinu vorið 1976 kann ég enga skýringu á. Um þetta leyti er ég farin að hugsa mér til hreyfings og segja skilið við fiskimennskuna. Um stundarsakir.

Ég sótti um hjá Hafskip og nokkrum dögum síðar hringir síminn og er það ráðningarstjóri Hafskipa að tjá mér að ég geti fengið pláss á Laxá og mér jafnframt sagt að búið sé að leigja skipið til næstu níu mánaða og leigutaki sé útgerðarfélag á Kanaríeyjum og sigli yfir til Evrópu.

„Vá, maður! Kanaríeyjar. Það hlýtur að vera skemmtilegt,”-hugleiddi ég. Boðar hann mig um borð næsta dag klukkan 13. 00 og hitta skipstjóra skipsins að nafni Jón. Ég man ekki eftir föðurnafni mannsins.

Næsta dag mæti ég til skips og eru þá komnir aðrir fjórir nýráðnir menn. Ellefu manna áhöfn var á skipinu að endurnýjun er tæpur helmingur mannskapsins.

Ekki man ég umræðuna sem fram fór við skipstjóra og bara er komið að því að hann spyr einn og sérhvern okkar um nafn ásamt nafnnúmeri, heimilisfangi og símanúmeri til að færa skrifstofunni. Þetta var fyrir tíma kennitala.

Sá sem fyrstur sagði sínar tölur var svolítið rogginn og lítur hann brosandi á okkur og romsar á eftir upp úr sér tölunum eins auðveldlega og að drekka vatn og öruggur um að engir okkar léku þetta eftir sér jafn hiklaust. En svo óheppilega vildi til að við hinir kunnum okkar tölur og þuldum þær reiprennandi upp. Skipstjórinn veitti þessu athygli og hafði orð á hversu afskaplega minnugir ungir menn væru í dag og ólíkir sér sjálfum sem vart muni símanúmer sitt og hvað þá sjálft nafnnúmerið.  Skipstjórinn var talsvert eldri okkur.

Hafskip sá lengi um kísilgúrflutninga frá Húsavík yfir til Evrópuhafna og var stefnan tekin þangað. Svo óheppilega vildi til að skipið bakkaði upp í grjótgarðinn í Húsavíkurhöfn og bognaði við það stýrið en samt var hægt að sigla skipinu til Hamborgar þar sem kísilgúrinn var allur hífður í landi og Laxá tekin í flotkví. Tók viðgerðin tvær vikur en Hafskip missti leigusamninginn vegna tafanna. Tók þá við venjubundin rútína til og frá Íslandi til landa Evrópu.

Góð vist var um borð í Laxá og vann maður með ágætisstrákum þetta tæpa ár um borð en ég hef fæsta af þeim hitt frá þeim tíma en finn að sumir eru enn ágætis vinir manns. Hverjir eru enn lifandi veit ég ekki fyrir víst en veit þó að einhverjir þeirra séu horfnir yfir móðuna miklu, enda komin nærri hálf öld frá þessum tíma.

Bítlatengdar myndir.

 

Til vinstri er anddyri Bítlasafnsins á Albert Dock í Liverpool og hægt að skoða merka muni tengda vinsælustu hljómsveit allra tíma, The Beatles og heyra söguna í heyrnartólum á meðan farið er um.

Til hægri.  Bítlaplatan For sale sem út kom 1964.  Platan seldist í milljónum eintaka.

 

Í miðju.  Fyrstu ár Bítlavelgengninnar voru þeir á stöðugum tónleikaferðalögum og stóðu í tónleikahaldi. Og fylltu hvert sæti.

 

Myndin til vinstri.  The Beatles á tónleikum á einhverjum stað sem ég veit ekki hvar er og koma margir til greina. Ég reikna með spenningi í sal og háværum hrópum aðdáenda á milli.

Aukabiti. Það næsta sem maður hefur komist hvað The Bartles varðar var sérferð mín til Liverpool 2018 til að skoða aðstæður sveinanna á æskuárum sínum. Ég sá æskuheimili John Lennons, æskuheimili George Harrisons, æskuheimili Sir Ringo Starr, tilsýndar samt, og æskuheimili Sir Paul McCartney og gerði mér sér ferð þangað. Það í dag er safn sem því miður var lokað er ég var þar staddur en verið var að vinna í húsinu og neitaði fólkið mér um að skoða og hálfrak mig burt er ég knúði dyra og spurðist fyrir. Enda ekkert þar þá til að skoða nema tómt drasl. Safnið er opið á sumrin en ég var þar í febrúar 2018.

1966.  Flott í tauinu.  Þessar myndir eru teknar eftir andlát Brian Epstein, hins snjalla og útsjónarsama umboðsmanns The Beatles frá 1961 til 1966 og eru þeir hér að mæta til minningarstundarinnar sem haldin var um hann. Brian eins og margir muna lést 1966. Ég held að minningarstundin hafi farið fram í London. Frá vinstri sir Paul McCartney, Brian Epstein og John Lennon ásamt þáverandi konu sinni Cynthia Lennon.

 

Til hægri. Styttist í að kvikmyndin A Hard Dayis Night verði frumsýnd í London. Margmenni er fyrir utan og bíður.

Í miðju. Bítlaæðið er í algleymingi á götunum.

Til vinstri. Rubber Soul er ein plata Bítlanna og er hér að koma út.

Heildarsala Bítlaplatna, eða platna frá Bítlunum, hefur verið gríðarlega mikil í gegnum árin. Bítlarnir eru ein af mest seldu hljómsveitum heims og allra tíma, með yfir 600 milljónir eintaka. Rubber Soul fékk ein og sér milljóna eintaka sölu.

Til hægri. Árið 1965 er Bítlunum veitt MBE orða sem breska drottningin afhenti þeim. Orðan er viðurkenning Breta á framlagi til tónlistar. Þetta var stór stund í sögu hljómsveitarinnar og tónlistarinnar almennt. Popp og rokk var lengi vel ekki hátt skrifað en fær æ meiri virðingu fólks á sjötta áratug seinustu aldar.

Mynd til vinstri.  Gaman gaman.  Arrrg!  Bítlarnir eru fyrir innan.  Blessað fólkið.

Andlit telpunnar sem þarna sést mitt í glundroða ofurtroðnings og vaskra lögreglumanna tel ég andlit aldanna. Hvernig svona er hægt skil ég ekki og, jah, fræddu mig.

Líkt og myndirnar hér bera með sér gekk á ýmsu þarna við hallargarðshliðið og mikill troðningur ungmenna sem ólmir vildu komast nær ágætum Bítlunum og löggugreyin í hreinum vandræðum með þetta unga ærslafulla lið allt í kring að troðast.

Gott að hvíla ögn lúin bein í hestvagni sem glæsilegur
Enskur hestur dregur: „Ekki alveg ónýtt það“-myndi einhver segja.

1964. Maðurinn lengst til vinstri á myndinni er Jimmy Nicol og kom í stað ekta trommuleikara Bítlanna, Ringo Starr sem á sama tíma þurfti að láta taka úr sér hálskirtlana. Jimmy sló hljómsveitinni taktinn í byrjun þeirrar tónleikaferðar. Seinna mætti Ringo.

Myndin í miðjunni tengist fyrstu alheimssjónvarpsútsendingunni Our World 1967.

Til vinstri. 1968. Bítlarnir á Indlandi og í Richikesh. Þar sömdu þeir fjölda söngva sem rötuðu á Hvíta Albúmið.

Hluti Bítlarnna á Rishikesh 1968 með Maharishi Mahes Yogi.       Myndin í miðjunni er af The Beatles í mögulega lok hljómsveitarinnar.      Á myndinni til hægri er gamalkunn mynd sem við munum úr plötubúðinni.

 

Vart er til frægari og meira umtalaðri gangbraut en þessi sem hér sést. Sagan hefur lifað frá árinu 1969 er fjórmenningar frá Liverpool gengu þarna yfir og ljósmyndari með sem smellti af allmörgum ljósmyndum og þeir búnir að ganga nokkrum sinnum yfir téða gangbraut. Á þeim tíma eru þeir talsvert nánir vinir sumra okkar þó að aldrei höfum við hitt þá né rætt við þá augliti til auglitis og gerum líklega ekki úr þessu. Þó skal aldrei segja aldrei í heimi sem stöðugt auglýsir ferðalög og minnsta mál að skreppa hvort sem er langt eða skammt með flugi.

Já, við vitum að tengingin við gangbrautina er Abbey Road-plata Bítlanna og Abbey Road-stúdíóið sem þeir voru staddir í áður en myndirnar voru teknar. Einhverjum þeirra datt í hug gangbrautina fyrir utan sem vettvangur myndar á nýja plötualbúmi sveitarinnar með nafninu Abbey Road sem margir telja bestu plötu Bítlanna. Og tekur maður undir það álit.

Hljómsveitin Wings var stofnuð 1971 af þeim Paul McCartney og konu hans Lindu Mc Cartney. Held ég fari rétt með. Fyrsta plata bandsins kom út sama ár og hlaut nafnið Wild Life. Myndin til vinstri tilheyrir laginu Mull Of Kyntyre 1977 þar sem fram kemur á myndbandi mikil sekkjaleikarasveit að hætti Skota. Hljómsveitin starfaði til ársins 1979 og hafði á þeim tíma gefið út nokkrar hreint prýðis hljómplötur.