Samantekt skrifaðs efnis og kvæða eftir KRF.

Í október 1984 skrifaði ég mitt fyrsta bréf til að birta í dagblaði. Áður en tölvan varð mér hliðholl og mér mesta þarfaþing notaðist ég við kúlupenna og skrifblokk af stærðinni A4 og handskrifaði allt efni sem ég gerði.
Eitthvað 1987 áskotnaðist mér svokölluð skólaritvél, ekki rafdrifin, og notaðist við hana fram til þess tíma að ég fékk hjá vini mínum að gjöf fyrsta tölvan mín. En það er ekki fyrr en í kringum 2001- 2002.
Aldrei hef ég spurt mig hví ég nenni þessu því sannleikurinn er að nennan er enn tiltæk. Ekkert afrek og svona köllunin. Hún drífur mann skrefinu lengra.
Á hverjum degi gefst fólki margvíslegt tilefni til að setja viðburði á blað og eða velta því fyrir sér sem drifið hefur á daga fólks gegnum áranna rás. Viðburðir sem reka í veg þess í deginum vekur sumu hugsanir sem það pikkar á lyklaborði tölvu sinnar til birtingar, eða varðveislu, ofan í skúffu.
Á þessum merkilega stað tilverunnar höfum við öll staldrað við á og munum áfram gera. Líf manneskju er stöðugt streymi mynda og atburða sem birtast og hverfa um hæl. Sumt fólk yrkir um þetta á meðan annað fólk færir þá dagbókinni og annað fólk gerir það með einhverjum öðrum hætti.
Hver sekúnda er hlaðin áhugaverðu andartaki en misjafnt á hvern hátt fólk veitir andartakinu athygli.
Samantekt daglegra skrifa Konráðs.
Samantekt kvæða í eigu Konráðs Rúnars.