Atvinnusaga og önnur saga.
Myndin er af Skoda árgerð 1966. Þessi er af sömu árgerð og minn fyrsti bíll sem ég eignast sumarið 1971 og var með á planinu heima áður en ég tók bílprófið. Beið bifreiðin þar ökuskírteinisins sem um leið og það var komið í hendi var fyrsta ökuferðin farin. Og stressið maður.
Allt fólk hefur sína eigin sérstöku sögu að segja og engin sérstök eyðisker er kemur að þessum málaflokki. Allir eiga sér vonir og tilhlökkunarefni sem börn og unglingar og velta fyrir sér hvað þau ætli að verða.
Hjá mér kom aldrei neitt annað til greina en sjómennska og að stunda sjó. Þetta varð að veruleika í janúar árið 1970. Í sextán ár gegndi ég sjómennsku. Þetta er lítill partur af lífi mínu. Störfin eru því orðin mörg og mismunandi að lit.
Hvert okkar man ekki tilhlökkunina af að taka bílpróf og vera handviss allan tímann um að kolfalla á bílprófinu sem jók svo alvarleikann um allan helming og límdi okkur pikkföst við bækurnar sem kenndu okkur alls konar um umhirðu bíls og gat um að bifreið skyldi þvegin og bónuð eftir þörfum og að visst umferðarskilti merkti að “Hægri- vinstri beygja sé bönnuð” og við aðspurð svörum með þessum hætti. Þetta er að vísu rangt svar og önnur hvor beygjan bönnuð.
Á sjálfu bílprófinu spurði prófdómari spurninga og merkti í kladdann við óspurðar spurningar með þeim orðum að svarið við þessari, þessari og þessari spurningu viti ég nú, og svo framvegis.
Í lokin var bílprófið í höfn og mér, muni ég rétt, afhent ökuskírteinið er ég yfirgaf kennslubifreiðina. Myndin fyrir ofan er af bifreiðinn, en i öðrum lit.