Hvernig sem fólk lítur hlutina er sannleikurinn sá að fólk sem gerir Jesús að hlutskipti sínu í lífinu er eftirleiðis merkt honum. Það hins vegar sem trúin og gangan bætir við þetta er þessi staðfesta og ákveðni hjá einstaklingi að fara veginn, læra meira um Jesús og sér fljótt mikilvægi hans.
Jesús á krossinum segir að allt hafi verið gert fullkomið, áður en hann gaf upp annað og fortjaldið rifnaði upp úr og niður úr, eins og Biblían greinir frá.
Þetta merkir að maður, ég og þú sem trúum, getum með reisn farið þennan veg án nokkurs hiks, fums og eða fálms og höfum allt í verkið sem þarf. Við, sem sagt, eigum trú á upprisnum Jesú, Anda Guðs í hjarta okkar og bók bókanna Biblíuna, sem segir okkur allt sem við þurfum að vita.
Vilji menn ekki læra upp úr Orði Guðs og velja fyrir sig að vera eigin ábyrgðarmaður sinnar eigin trúar er þá vond afstaða og um leið röng afstaða því allir, ein og sérhver manneskju, hafa sömuleiðis til að fræðast og fá opinberar í Orði. Guðs og hver önnur. Málið getur því ekki snúist um hæfni einstaklings heldur um sannleikann að Jesús gefur einstaklingi, endurfæddum einstaklingi, átt við þá, Heilagan Anda sem eftirleiðis verður kennari manneskju. Þennan skilning er afskaplega þörf að tileinka sér og við þörfnumst hans á göngu okkar með Jesú.