Gagnleg vefsíða um gönguna með Jesú.

Alls konar annan fróðleik er hér að finna.

 

Umsjónarmaður. Konráð Rúnar Friðfinnsson.

Konráð er ættaður úr Hafnarfirði, nánar tiltekið á Hvaleyri við Hafnarfjörð. Hann er fæddur 24. september 1953 og hefur gegnt margs konar störfum til sjós og lands.

Þessi heimasíða var raunverulega stofnuð árið 2000 og hét þá Friðarboðinn og var markmið starfsins útgáfa á alls konar kristilegu efni, í mynd-, hljóð- og/eða skrifuðu máli.

Einnig var, er, Friðarboðinn Sjómannastarf sem um tíma fór um borð í oft rússneska togara sem komu til hafnar í Hafnarfjarðarhöfn eftir veiðar á Reykjaneshrygg. Miklar fjarvistir frá fjölskyldu gera margan manninn meyran.

Nokkrum árum síðar skipti heimasíðan um nafn og tók upp nafnið Konni.is. Konni.is var til í allmörg ár en var lögð til hliðar og heimasíðan Spor í Sandi dregin fram.

Spor í Sandi leyfir sér smávegis afþreyingartón ásamt kristnu efni, líkt og einkennir hinar tvær.

Sjómannastarfið hefur gert Sjómannadeginum skil nú í allmörg ár og ekki annað að sjá en að það starf haldi áfram.

Dagleg skrif ritstjóra.

Nú í áratugi hefur umsjónarmaður þessarar heimasíðu sinnt daglegum skrifum og birt hér. Mest eru þetta kristin skrif um áhrif Jesú Krists á lífið og tilveru hans í yfir þrjátíu ár sem hann hefur verið til í að deila með öðrum.

  1. desember 2024.

Kyrrum samviskuna með sannleika.

Rétt er að sannleikurinn sé sagna bestur og í raun og veru að ekkert skáki honum og allt sem við þörfnumst sé að leyfa sannleikanum að ylja hjartarætur okkar og leiða okkur og stýra í lífsins ólgusjó. Ásamt að kenna okkur lexíuna. Svo sem elskum við sannleikann. Á meðan hann lætur enn vel í eyrum og að okkar áliti styður lífsmunstur okkar sem við sjálf höfum búið okkur til og, ef út í þá sálma er farið, varið okkur og hlúð að verkum okkar, að við teljum. Samviskan helst róleg og er eitthvað sem við sjálf viljum að gerist. En til þess að tryggja sig þar iðkum við og veljum áfram sannleikann. Enda aflið sem ver okkur betur öllu öðru gegn, já, öllu illu. En einnig er þar oft hængur á. Við teljum okkur öll inn við beinið prýðis manneskjur en það gæti breyst taki sannleikurinn yfir hjá okkur og órói samviskuna. Við slíkt breytist nú margt.

Tökum dæmi. Einhver styður fóstureyðingar eða hvað annað sem er, og hefur komið málunum svo fyrir sér að það og hin ósvinnan sé í besta lagi. Hróflar hún enda ekki lengur neitt við samviskunni. Nema þegar einhver kemur, sannleikurinn, og segir og styður mál sitt rökum, tala nú ekki um það að fóstureyðing, öll svik og prettir eða hvað þetta allt saman heitir, sé rangur gjörningur. Að fá slíkt í andlit sitt, af hverjum líka slíkt? Og við hleypum áfram að okkur lygi og fóðrum hann og hlúum að, en ekki sannleikanum. Honum er oft hafnað.

Að heyra sannleika um sumt í eigin lífi bregðumst við flest illa við og bara einstaka manneskja lúffar, og tekur háttaskipti hugarfarsins. Er sannleikurinn enda til þess. Við gerum ekki lítið úr mætti sannleikans.

Skoðum annað dæmi:

  1. Samúelsbók. 12. 7. Og 2. Samúelsbók. 12. 12:

„Ég gaf þér fjölskyldu herra þíns og lagði konur herra þíns í faðm þinn. Ég gaf þér Ísrael og Júda og hafi það verið of lítið gef ég þér gjarnan margt fleira.” - Og 12 vers.

Þá sagði Davíð við Natan: „Ég hef syndgað gegn Drottni.“ - Maður sem elskar í raun sannleikann lúffar fyrir hinu sanna er það knýr dyra. Þarna herðir flest fólk sig. Við ýmist elskum sannleikann eða hötum er hann birtist okkur og er þá sem svipa.

Skoðum enn eitt dæmi. Sum okkar þekkjum sögu Stefáns píslarvotts:

Postulasagan 7. 59–60.

“ Þannig grýttu þeir Stefán. En hann ákallaði Drottin og sagði: „Drottinn Jesús, meðtak þú anda minn.“ Síðan féll hann á kné og hrópaði hárri röddu: „Drottinn, lát þá ekki gjalda þessarar syndar.“ Þegar hann hafði þetta mælt sofnaði hann.” - Við sem vitum sögu Stefáns sjáum dálítið önnur viðbrögð ráðamanna á tíma Stefáns en hjá Davíð konungi. Allt heyrði fólkið sannleika Guðs, en birtingarmyndin var mjög svo ólík. Afstaða hjartna og hörð hjörtu, minn kæri.

Kyrr samviska ókyrrist af að heyra sannleikann. Einstaka manneskja tekur þó við honum og lærir af honum og er engin neitt létt verk sem þarf, er neydd til, að horfast í augu við verk og það um leið opinberað fyrir honum/henni að séu vond verk. Ekki góð verk. Samt er sannleikurinn sagna bestur en nokkuð öruggt að bara sumt fólk bregst rétt við af að heyra sannleikann. Sumt nefnilega viljum við ekki heyra. Og er það ekki oft sannleikur mála? Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

  1. desember 2024.

Sjáum um verkin sem okkur hefur verið treyst fyrir.

Enginn sleppur við að vinna né að gera verkin og eru allir menn nokkuð jafnir þar. Trúin á Jesú er vinna sem þarf að sinna og eigi vel að vera gera daglega til að hún virki eins og líka ætlast er til af henni og krafist er að einstaklingi sem um leið er eigandi sinnar trúar og ræður gangi mála hvað hann varðar. Átt er við trúarvöxtinn. Við sjáum að árangurinn er af hverju sem við gerum. Af því vinnuframlaginu.

Sjáum við ekki hvernig orðið vill draga hring utan um eina og sér hverja manneskju og segja við hann að hún sé sinnar eigin gæfu smiður? Þetta gildir í raun og veru um allt okkar líf, að sá sem ekki vill vinna á heldur ekki mat að fá. Orðið matur í þessum skilningi á eiginlega við um allt í okkar lífi og ef við skoðum það mál örlítið betur kemur í ljós að svona er þetta og ekkert öðruvísi og gæti vel undirstrikað hugtakið „Mín persónulega trú.” - Hana á eitt og sérhvert okkar en við leggjum samt mismikla rækt við og sinnum með misjöfnum hætti og vitum af hverju þetta er og að það stafar af öllu þessu sem vill toga í okkur og vekja athygli okkar á hinu og þessu. Og nú skiljum við betur mikilvægi hugtaksins „agi.”

Einnig sjáum við að allt sem þarf í þetta stórkostlega verk trúarinnar til árangurs höfum við fræðslu um í orði Guðs sem undirstrikar enn og aftur að ekkert ætti að koma okkur neitt á óvart en gerir svo oft vegna þess að við erum ekkert svo mjög upptekin af þessu merkilega orði Guðs og skiljum kannski ekki mjög vel eftirfarandi ritningu sem þó sýnir vel hvar áherslupunkturinn skuli vera. Sumt með öðrum orðum verður að vera alveg á hreinu.

Postulasagan 18. 5.

„Þegar þeir Sílas og Tímóteus komu norðan frá Makedóníu gaf Páll sig allan að boðun orðsins og vitnaði fyrir Gyðingum að Jesús væri Kristur.” - Við sjáum vel hver áhersla Páls og Sílasar er. Það er orðið fyrst og fremst sem hann á sinn hátt skilur eftir hjá heyrendum sínum og vill að það eitt verði eftir hjá öllum þessum fáu og eða mörgu einstaklingum sem í þetta skipti heyrðu þetta mikilvæga og merkilega orð Guðs er þeir hurfu á braut og fóru sína leið. Með þessum hætti virka orð Guðs svo að þau hafa tilhneigingu til að verða eftir og taka til starfa í manneskju þegar réttur tími er fyrir það að framkvæma það sem í byrjun var af stað farið með.

Okkur getur fundist eins og ekkert gangi neitt og að allt sitji bara við það sama en er rangt viðmið því hvert sem við förum til að segja frá Jesú fer hellingsvinna í gang vegna verka okkar á undan á akrinum.

Spurningin sem eftir stendur snýst því um hvort við séum svo mikið að starfa á þessum merkilega akri Guðs? Ég tel að öll séum við sammála um að geta verið meiri þar og oftar, en getum við tekið okkur taki? Og gerum það líklega þegar við skiljum betur virkni orðs Guðs.

Skoðum orðið:

Postulasagan 6. 2-3.

Hinir tólf kölluðu þá lærisveinahópinn saman og sögðu: „Ekki hæfir að við hverfum frá boðun Guðs orðs til að þjóna fyrir borðum. Finnið því, systkin, sjö vel kynnta menn úr ykkar hópi sem fullir eru anda og visku. Munum við setja þá yfir þetta starf.“ - Þeir höfðu skilið tilgang sinn í Jesú og hlupu ekki á milli verka. Hver sjái um sitt. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

  1. desember 2024.

Aukin trú leysir margt.

Sannleikurinn um trú á Jesú er að kraftaverkin sem Jesús vann, og á eftir honum lærissveinar hans á öllum tímum, unnu sama verk og Jesú gerði en samt ekki fyrr en eftir krossfestinguna og upprisuna á þriðja degi, eins og orðið greinir frá og boðaði fyrirfram gegnum Gamla testamentið sem Gyðingar einir hafa en við kristna fólkið sem trúum á Jesús höfum aðgang að gegnum mikið notuðu Biblíuna okkar. Biblíuna skal nota mikið.

Eftir að búið var að krossfesta höfðingja lífsins og Guð faðir búinn að reisa hann upp frá dauðum og kirkjan komin af stað og orðin vel virkt afl í samfélagi mannanna og sem um munar lesum við fjölda sagna um kraftaverk fyrir orð og hendur Jesú sem við vitaskuld hrífumst af og finnst mikilfenglegt og allt saman það og er hleypt í framkvæmd fljótlega eftir upprisu Jesú, er fólk fer að sjá þessa menn hans starfa af nákvæmlega sama krafti og meistari þeirra gerði og var þekktur fyrir og sem þetta fólk varð margsinnis vitni að með eigin augum. Og þetta er enn.

Að sjá og geta þreifað á og snert með fingrum sínum er ekki sama og sjá með augum trúar. Orðið bendir á mikilvægi trúar og við höfum orðið til undirstrikunar og áréttingar eigin trúar. Orðið er áfram hið gilda viðmið og er ástæðan fyrir að við sækjumst sum eftir að lesa orðið.

Með þeim hætti einum erum við þessir virku lærisveinar sem margt fer að gerast fyrir hendurnar á sem við vitum og gleymum ekki hvaðan er komið og gefum Jesú alla dýrð en hvorki okkur sjálfum eða kirkjunni sem við tilheyrum, sem við reyndar metum og virðum en er samt annað mál. Lærum að vinna og að hafa allt sem við gerum rétt gert.

Forstöðumaður/kona er ekki valdsmaður í sama skilningi og heimurinn skilur orðið. Hann kemur gegn hvers konar valdi, sem og er lenska í dag. Forstöðumanneskja er leiðtogi sem leiðir um réttan veg sannleika. Sannleikann lærum við að meta og virða og er leiðtogi minn. Munum þetta og skiljum að allir í frumkirkjunni eru lærisveinar Jesú og engin yfir annan hafin í þeim hóp og er enn hið gilda viðmið. Við hugsum eins og munum að Jesús sé upprisinn.

Postulasagan 5. bls. 12–14.

„Fyrir hendur postulanna gerðust mörg tákn og undur meðal fólksins. Allur söfnuðurinn kom einum huga saman í súlnagöngum Salómons. Fólkið virti þá mikils en enginn þorði að umgangast þá. Og enn fleiri karlar og konur trúðu á Drottin og bættust við söfnuðinn.“

Verk Krists eru enn vel sýnileg á jörðinni en nú fyrir trú lærisveina dagsins á þennan sama Jesú og steig upp til himna forðum. Og vissulega gerast kraftaverk líka í dag fyrir hendur trúar kristinna manna og kvenna. En alltaf þó af sömu ástæðu. Þessari! Jesú lifir.

Aðferðin sem Kristur kenndi og vann sjálfur eftir er virk og opinberast fyrir hendur trúar hverrar trúaðrar manneskju sem er á Jesús en mínar og þínar takmarkanir vilja oft hindra. Þarna liggur vandinn í að trú okkar vaxi lítt og við opinberum sjálf með því að vilja ekki láta nema sérstakt fólk biðja fyrir okkur sem við sjálf höfum valið og gleymum þá að fyrirbiðjanda er att fram af sjálfum leiðtoga hvers safnaðar sem Jesús treystir til að leiða söfnuð sinn. Hvað þurfum við að vita meira en að auka eigin trú? Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

 

  1. desember 2024.

Frelsi mitt er mikilvægt.

Kristur talar um frelsi mannsins til að velja sjálfum og hafna hverju sem hann sjálfur vill sem og maðurinn gerir og um leið upplifir sig þá þessa frjálsu manneskju sem er á engan hátt neinum öðrum háð hvað til að mynda sínar eigin grunnþarfir áhrærir né vera neitt upp á annan komin með sitt. Og hvað annað er þarna mikilvægara en efnalegt sjálfstæði fólks? Hvað sem menn segja að þá spila peningar nú stóra rullu í lífi manneskja og sér maður ekki alveg í hendi sér hvernig þessu verði breytt. Sjálfur tel ég að svona löguðu breyti engin mannlegu máttur né geti með árangri kúvent mannlegu eðli fólks. Sumt er ekki gerlegt.

Guð þekkir eðli manneskju og vilja manneskju til að lifa sínu eigin prívat lífi og persónulega og ræðst ekkert gegn þessum þætti mannlegs eðlis. Hóphegðun er ekki Guðs, fyrir svo utan að vera með öllu óframkvæmanleg verk til lengdar og ekkert áhlaupsverk að gera. Og þurfum við ekki að horfa neitt lengra en til sjálfra okkar hvað allt þetta varðar. Lengi hefur verið reynt að setja á einhverskonar hóphegðun fólks.

Skoðum orðið.

Postulasagan  4.  34.

„Eigi var heldur neinn þurfandi meðal þeirra því að allir landeigendur og húseigendur seldu eign sína, komu með andvirðið og lögðu fyrir fætur postulanna. Og sérhverjum var úthlutað eftir því sem hann hafði þörf til.“- Á vissan hátt er þetta áhugaverður þanki og framkvæmd en að mínu áliti samt verulega vanhugsað ráð sem engin maður getur sagt um að hindri í engu sjálfstæði einstaklings og menn hver fyrir sig búnir að selja allar eignir sínar og setja í sameiginlegan pott og hafa kannski ekki til að byrja með alveg áttað sig á að hann/hún þarf eftirleiðis að biðja aðra um pening til eigin nota. Er þetta ekki bara álíka aðgerð og er menn höggva stórkostlega í mikilvægt frelsi mannsins? Og hverjum okkar til lengdar getur líkað við að afsalað sér fjárhagslegu sjálfstæði sínu og um leið þessum lykli frelsis fyrir sig sjálfan sem því fylgir að vera fjárhagslega sjálfstæður maður sem maður getur ekki haft eftir að hafa selt allt sitt dót og ekki um annað að ræða en að biðja annan aðila um pening. Já, til persónulegra nota sem er óhjákvæmilegt að gera undir svona kringumstæðum í eigin lífi og vali. Sjáum við ekki viss óþægindi af þessu verki hópsins? Þau tel ég liggja ljós fyrir, sem og að koma til annars eða þriðja aðila og nefna við hann og jafnvel útskýra í hvað þessi peningar eigi að fara. Útilokum ekkert af þessu og vitum að menn séu samir við sig.

Skoðum orðið.

Postulasagan  4. 36-37.

„Jósef, Levíti frá Kýpur, sem postularnir kölluðu Barnabas, það þýðir huggunarsonur, átti sáðland og seldi, kom með verðið og lagði fyrir fætur postulanna.“- Þarna er þessi hugsum postula frumkirkjunnar að yfirfærast í beina framkvæmd.

Hvað sem við reynum og kannski vildum megum við ekki gleyma að hér glíma menn við mannlegt eðli um á að fá að vera hann sjálfur. Allavega öðru hvoru og allir vita að til að þetta gerist þarf til visst sjálfstæði, sem að þessu leiti byggir á fárhagslegu persónulegu sjálfstæði. Á allt grunneðli manna og kvenna verður nú tel ég seint ráðist til neins sigurs og einstaklingur hann sem Drottinn mætir og gerir frjálsan í sér. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

18. desember 2024.

Náð og miskunn, Jesús.

Þegar Jesú miskunnar sig yfir menn og náðar þá inn í ríki sitt himneska umskapast hjarta manneskjunnar sem merkir að allt verður fyrir henni nýtt og er myndin af þessari hulu sem syndin dregur upp fyrir öllum mönnum til að menn sjái ekki sannleikann og haldi áfram að meðtaka og ganga undir lygum þeim sem óvinurinn Satan eys yfir fólk alla daga og kennir hvar sem við verður komið og gerir með eitt að markmiði. Að sannleikur Guðs skili sér ekki til manna og kvenna heldur skáldverkið sem Satan er með, og svo sem setur oft í trúverðugan búning og sannfærandi en er samt enginn sannleikur og er sem fyrr mesti háskaleikur sem allir menn verða að sjá og skilja að vegirnir sem í boði eru séu bara tveir sem hver og einn verður að skera úr um sjálfur hvorn veginn hann velji fyrir sig og eftirleiðis lifa undir. Til er sem sagt réttur vegur og rangur vegur. Og punktur á eftir.

Birtingarmyndir skáldverksins sem farið er eftir blasa við hvert sem litið er og má sjá afleiðingarnar sem hefur heldur betur fylgt með og lengi velgt öllu mannkyni undir uggum og má þar nefna mengun og marga aðra óáran sem er allt sprottið af verkum og hugviti manna sem gerðu sjálfan sig að guðum og miða allt sem gert er við eigin visku og þekkingu sem og blasir við í röðum mistaka sem við vitum ekki hvernig skuli leyst og er hyggni manna í verki sem leitast við að gera sjálfa sig guði en hundsar raunverulegan Guð sem veit, getur og kann en hitt gert með þaulskipulegum hætti andavera vonskunnar í himingeimnum sem ritningarnar tala um. Og vegna þess að við trúum ekki ritningunum förum við æ dýpra inn í verk hrokans sem hvergi er að gera fólki og löndum veraldarinnar neitt gott.

Að umskapast í hjarta er að hverfa frá öllum þessum hroka og stærilæti og viðurkenna loks að til sé skapari og lifandi Guð almáttugur. Og þegar við skiljum betur málið segjum við sátt. „Þetta nægir mér alveg.“ Og lífsmyndin og lífsviðmið allt hefur breyst og miðast ekki lengur einvörðungu við fjármagn eins og var á meðan við enn lutum heimi og holdi, og höfum nú bætt inn í myndina sem skiptir öllu máli sem er vitundin um Guð og son hans Jesú sem ekki var á meðan við enn lutum holdi og heimi og opinberaði okkur ekki þennan lifandi Guð heldur annan sem við, eftir trú, vitum að er blekkingin mesta. Það er þarna sem sannleikurinn togast á við lygikenningarnar sem ganga um mikinn og merkilegan manninn. Sem hann vissulega er. En bara í Guði.

Skoðum orðið.

Postulasagan 3. 1.

„Pétur og Jóhannes gengu upp í helgidóminn til síðdegisbæna.“-

Hvenær hófust bænirnar hjá okkur? Var það ekki eftir að trúin komst að hjá okkur og er byrjuð sína starfsemi í hjartanu? Og nú er ég ekki að tala neitt um einhverja uppskrifaða fyrir fram samda bæn af annarri manneskju, svokölluðum guðsmanni sem veit betur öðrum mönnum hvernig þetta skuli gert, heldur af einlægni hjartans og hjá hverri manneskju fyrir sig sem talar bæn upp til Guðs af þörf sinni í andartakinu og gerir í Jesú nafni. Jesús sjálfur mun skaffa biðjandanum orðin sem upp stíga til himins og eru Guði til þægilegs ilms. Þetta er að koma fram fyrir Guð í lítillæti og í einlægni sem Drottinn vill verða vitni að og svo Guði fyrir að þakka að er líka oft. Sumt fólk á til einlæga trú sem ég trúi að postularnir sem gengu til bæna á þessu síðdegi þennan dag, eins og ritningin greinir frá. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

17. desember 2024.

Hlýðnin er betri leið.

Mikilvægt er að kunna listina að bíða og hlýða og fara að fyrirmælum. Jesú er með áætlun frá Föðurnum sem hann einn veit allt um en við fáum af smjörþefinn og oft ekkert meira, í svona byrjun en gerum seinna er sitthvað fer að opnast og við fáum að sjá stórfengleika áætlunar Guðs. Drottinn er með eigin tíma á öllum sínum verkum sem öndvert segir við mig að ég þarf trú til að yfirleitt geta gengið veginn framundan sem Jesús er á og býður mér að fara með sér.

Að trúa orðum Krists er leyndardómur sem líkst ekki upp nema gegnum mátt trúar í eigin hjarta. Aftur sjáum við að Kristur dregur hring utan um einstakling og staðfestir hversu trúin er nauðsynleg. Í dag trúi ég að Kristur hafi risið upp frá dauðum og sitji við hægri hönd Guðs Föður almáttugs og muni draga alla sem hann hefur tekið frá á jörðinni upp til sín og ég vera með þar. Þetta öndvert segir mér að í raun og veru lifi maður ekki sjálfur heldur Kristur í mér. Er þetta ekki hroki?

Fyrir margt löngu hef ég ásett mér sjálfum að hugleiða ekki mikið hvað öðru fólki finnst hroki og segi aðeins. Kynniði ykkur betur orð Guðs og sannleikurinn mun umvefja hjarta ykkar og taka hvert og eitt ykkar að sér og gera háðan sér. Það eru bestu býttin því að Jesús er upprisinn og hjá þér liðlangan daginn og nóttina fyrir sinn heilaga anda alveg eins og skeði í mínu tilviki og margra annarra bræðra minna og systra og merkir að hvert og eitt okkar skal hætta að láta einvörðungu mata sig á því hvað sé vilji Guðs og læra þess í stað sjálf/ur um Guð. Besta leiðin þar til árangurs er að byrja á skilja hvað orðið „hlýðni“ merkir. Hún fyrir marga getur verið hið snúnasta mál sem hlýðnin ein vinnur bug á og einstaklingur fer að hafa af henni mestu blessun. Vistöryggi hlýst af að hlýða frelsara heimsins. Og nú hefur ofurkennarinn og ofurútskírandi kristinna fræða fallið um sínar eigin lappir. Allt vegna þess að menn og konur hafa lært að meta orð Guðs sjálft og vitað hvað liggur á bak við það og lært að meta til að mynda samfélag kristinna manna og hvaða aðferð í fræðunum sé gagnlegast allra aðferða að er þetta samtal um Guðs orð á milli systkina sem Kristur tel ég vilji gefa nafnið „Kærleikur“ - og segir um að hvar sem hann blífir og vinnur séu menn og konur sannarlega vinir með enga veggi á milli sín. Óvinátta er einn veggur á milli fólks. Við sjáum að enn eigum við nokkuð eftir til lands.

Skoðum orðið.

Postulasagan 2. 1-4.

„Þá er upp var runninn hvítasunnudagur voru allir saman komnir á einum stað. Varð þá skyndilega gnýr af himni, eins og óveður væri að skella á, og fyllti allt húsið þar sem þeir voru. Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvert og eitt þeirra. Allir fylltust heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla.“-

Hvað sjáum við hér. Mig og þig fylltum heilögum anda og ekkert lengur að vanbúnaði til að hleypa vilja Jesú að sem sjálfur beið ekki lengur en þörf var á. Og hann standsetti sitt fólk. Heilagur andi gerir mig og þig hæfan. Að við notum gjöfina og séum Drottni til þægilegs ilms. Hvar er blessunin sem heimurinn reynir að gera? Liggur allavega ekki í húsvegg sem hylur nágrönnum sýn og gerir tóman vandræðagang og leiðindi. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

16. desember 2024.

Hvalveiðarnar skulu virtar.

Merkilegra er mörgu öðru og vanhugsaðra mörgu öðru er sumt verkið og sést best þegar menn beinlínis fara á að menn, ráðamenn landsins, geri lögbrot og vegna einvörðungu eigin skoðana og hugsanna og hafa þá gleymt að landslög eru ákveðin grind utan um verk manna og vilja þeirra til að gera eitt og annað til að þeir haldi sig áfram innan ramma laganna sem samþykkt voru réttri stofnun lýðeldislanda og þar sem lögin eru samin, undirrituð. Lög landa gegna lykilstöðu í löndum. Líka í harðræðisríkjum. En þau búa til mörg ólög.

Grafalvarlegt mál þegar lög eru brotin og alvarlegra verður mál þegar ráðherrar eru þar að verki vegna eigin skoðana á málum og hafa þá gleymt að landslög vilja komast fram fyrir eigin skoðun fólks. Og bara þannig er það mál vaxið.

Menn vilja margt og ekki er alltaf neitt sérlega gott ráðið sem þeir hafa í eitt og annað skiptið en vilja samt stökkva á og gera strax. Og bingó. Eitthvað þarfaverk var stöðvað.

Hvalveiðarnar sem háttvirtur ráðherra stöðvaði í júní 2023 og daginn áður en þær skyldu hefjast er einsdæmi í sögu þessa lands og gert af ástæðu sem styður sig engum haldbærum né lagalegum rökum, og til er fjöldi skýrslna frá HAFRÓ, sem er virt stofnun, um ástand hvalstofnanna og er langt síðan í ljós kom að flestir hvalastofnar hér við land þola veiði upp að vissu marki.

Það er nákvæmlega þetta atriði sem verið er að tala um þegar menn tjá sig um nýtingu veiðistofna í hafinu. Engin ábyrg manneskja ljáir máls á að nýta veikburða stofn sem einhver vafi leikur á veiðum úr. Íslendingar eru komnir lengra í þessu, verum bara róleg. Þegar niðurstöður birtast hjá HAFRÓ og í ljós kemur úr mælingum skipa stofnunarinnar neikvæð niðurstaða er strax farið í aðgerðir, veiðar skipanna minnkaðar eða stöðvaðar. Og hver trúir því að Hafró sendi frá sér skýrslu til ráðuneytis með einhverjum fölskum tölum? Hver trúir því að svo virt stofnun leyfði sér líka ósvinnu til að þóknast ráðuneyti? Slíkt er algerlega útilokað og eru heldur ekki vinnubrögð sem viðhöfð eru heldur tölur sem lagðar eru saman með réttri útkomu eins og tvisvar sinnum tveir eru fjórir. Hjá öllum alvöru stofnunum með einhverja virðingu eru vinnubrögðin með þessum hætti.

Að vilja ekki að hvalur sé veiddur og hafa sem sína persónulegu skoðun mega menn vel en er ótækt sem einhvers konar rök fyrir allri stöðvun hvalveiða og að ganga í svig við gildandi landslög. Hverslags eiginlega meining er það að segja bara: „Þið getið ekki hafið veiðar. Farið heim?“ En það var nú samt gert og allt ráðið fólk á hvalavertíðinni 2023 sent heim og áhafnir hvalskipanna afmunstraðir í einum grænum hvelli og allt áður verið gert klárt og menn við að fara á sjó og skutla einn og tvo hvali og koma með að landi til vinnslu og fá þá þessi glötuðu skilaboð: „Þið getið ekki hafið veiðar“ - og loka þar með dyrum að slíkt verkslag eru engin rök heldur gróf valdbeiting ráðherra sem að stóð, með allri samt virðingu fyrir einstaklingnum.

Hvað eru veiðar? Hvað annað en dráp á dýri. Viljum við nýta og nota stofna hafs og lands er um bara eitt að ræða. Slátra dýri. Hvalur er veiddur með sprengiskutli, rétt er það en ég fullyrði þó að viðkomandi hvalaskytta reyni og vilji deyða skepnuna í einu skoti ef mögulegt er. Munum! Þetta eru veiðar og allar veiðar, hvar sem er, ganga út að fella skepnu sem dauð gefur arðinn og er fyrst í hendi arðsins en ekki hennar sem slapp og er hugsunin hvarvetna þar sem veiðar eru stundaðar. Rangt rétt hér fer eftir afstöðu fólks.

Veiði í hendi er það sem eftir er sóst og er því vel miðað. Margt er merkilegra annað og þegar menn, einhverjir menn, telja að þörf sé á hika þeir ekki við að brjóta gild lög til stuðnings sinni kröfu og skirrast því ekki við að brjóta landslög, þurfi það. Að slíkur málflutningur eigi sér hljómgrunn hér er að skaða og er engum gott fordæmi og vonandi víti sem menn framvegis ætla sér að varast.

 

 

 

 

14. desember 2024.

Björgum sál okkar. Ekki heiminum.

Að láta sannfærst er lykill að hjarta lifandi Guðs. Án sannfæringarinnar verður trú mönnum aldrei neitt og hvorki fugl né fiskur. Sem sagt! Menn verða að trúa að Jesú sé sonur Guðs og að hann sé frelsarinn sem til að mynda Ísraelsmenn væntu lengi vel og fengu í Jesú en hafna, eins og við vitum. Við hins vegar sem trúum í dag vitum hvern Guð undirstrikar hér og áréttar að það er Jesú sem Guð sendir til jarðarinnar heiminum til bjargar. Hér er átt við fólkið sem byggir heiminn en ekki lönd og strönd sem við eyðum milljörðum í til bjargar.

Við sjáum á hvaða stað við flest erum í þessu máli í dag og birtingarmyndin öll, þessi gríðarlega áhersla á björgun heimsins, átt við lönd heimsins, og rembumst við það verk eins og rjúpan við staurinn til bjargar einhverju sem skaparinn sem gerði þetta allt með orði sínu hefur raunverulega hafnað en ekki mér og þér. Mikilvægt er að sjá málin réttum augum.

Sem sagt! Menn leggja nótt við dag til bjargar löndunum en hafna sínu eigin hjálpræði og vilja flestir ekkert með það hafa né gera þó að allir viti að eitt sinn skuli hver maður deyja sem orðið segir inn í „Og eftir það taka út sinn dóm.“ - Þetta merkir að ég og þú erum einhvers staðar og að dauðinn sé því afstæður og eru hin raunverulegu skilaboð sem Jesú er sendur með til okkar jarðarbúa en ekki fjallanna og fjaranna, trjánna og gróðursins.

Skoðum orðið.

Jóhannesarguðspjall 20. 24–29.

„En einn af þeim tólf, Tómas, nefndur tvíburi, var ekki með þeim þegar Jesús kom. Hinir lærisveinarnir sögðu honum: „Við höfum séð Drottin.“

En hann svaraði: „Sjái ég ekki naglaförin í höndum hans og geti sett fingur minn í naglaförin og lagt hönd mína í síðu hans, mun ég alls ekki trúa.“

Að viku liðinni voru lærisveinar hans aftur saman inni og Tómas með þeim. Dyrnar voru læstar. Þá kemur Jesús, stendur mitt á meðal þeirra og segir: „Friður sé með yður!“ Síðan segir hann við Tómas: „Kom hingað með fingur þinn og sjá hendur mínar og kom með hönd þína og legg í síðu mína og vertu ekki vantrúaður, vertu trúaður.“

Tómas svaraði: „Drottinn minn og Guð minn!“

Jesús segir við hann: „Þú trúir af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir sem hafa ekki séð og trúa þó.“ - Þetta að vissu leyti er vandinn sem við glímum við, að mönnum gengur erfiðlega að trúa nema fyrst að sjá og nefnir Kristur nákvæmlega þetta atriði við Tómas og einnig að sælir séu þeir sem trúi án þess að hafa séð. Það er í anda okkar sem við nálgumst Krist og erum áfram þó að við sjáum hann ekki með okkar beru augum okkar en vitum af honum hið innra með okkur og í hjartanu. Þar nefnilega þekkjum við Drottin okkar og einnig af þessu beina og stöðuga sambandi við Jesú okkar á himnum.

Þetta hefur heimurinn aldrei getað skilið og er heldur ekki gefið að skilja með sama hætti og trúin gerir fyrr en eftir gjöf heilags anda sem viðurkennir að Jesú hafi verið sendur til manna til að vera milligöngumaður manns við Guð og muni við það lifa þó að hann deyi og er leyndardómur sem trúin ein fær útskýrt. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

12. desember 2024.

Jesús er stærsta gjöfin.

Allt þetta sem Jesús segir og kennir sínu fólki er til að það fái sinn undirbúning undir það sem koma skal. Hljómar kannski undarlega að nefna það sem koma skal þegar hver atburðurinn vill kannski reka annan sem við með engum hætti reiknuðum með né með neinum hætti stuðluðum að en erum samt mitt inn í. Lífið er á köflum mesti furðufiskur.

Hvernig sem menn upplifa orð Jesú í andartakinu er svo að sjá að Jesú setji sjálfur þessa og hina atburðarásina af stað þegar honum hentar vegna þess að vera Drottinn drottna og í raun og veru stjórna og ráða allri ferð í hvaða máli sem er og útskýrir að allt sem skeður sé af fyrirfram gerðu plani sem er öruggt plan sem lifandi Guð sjálfur hrindir í framkvæmd á settum tíma en hvorki ég né þú. Fyrirgefið. Það er að segja þegar við drögum upp hina stóru mynd Guðs sem er allt þetta heildarplan sem hann einn veit og þekkir og gerði án minnar aðstoðar. Merkilegt. Segir Jesú enda að engum manni sé gefið að vita neinn tíma né stund og hvað Guð aðhafist en gefur okkur inn í það allt saman sem trúum agnarögn gegnum trúna sem kennir manni margt og upplýsir um alls konar sem hvergi er að hafa nema fyrir þessa mögnuðu trú sína. Aftur komum við að mögnuðu orðunum um að trúin sé nauðsynleg.

Engin kemst lönd né strönd sem á ekki til trú á Jesú og flækir sig fyrir vikið í hverjum kenningavindinum á fætur öðrum sem heimurinn er fullur af með sínum óteljandi birtingarmyndum sem daglega eru dregnar að húni og þeim flaggað. Og nú er ekki einvörðungu verið að tala um ólgu vegna algengra stríða og átaka heldur það sem manneskja byggir upp í sér sjálfri og við köllum ótta við hið ókomna, sem eru hreint fáránleg viðbrögð manna og kvenna en er því miður staðreynd málsins. Heiminum er enginn friður búinn og Jesú er mótvægið fyrir fólk og bíður sinn frið.

Skoðum orðið:

Jóhannesarguðspjall 18. 2-7.

„Júdas, sem sveik hann, þekkti líka þennan stað því Jesús og lærisveinar hans höfðu oft komið þar saman. Júdas tók með sér flokk hermanna og verði frá æðstu prestum og faríseum. Þeir komu þar með blysum, lömpum og vopnum. Jesús vissi allt sem yfir hann mundi koma, gekk fram og sagði við þá: „Að hverjum leitið þið?“

Þeir svöruðu honum: „Af Jesú frá Nasaret.“

Hann segir við þá: „Ég er hann.“

En Júdas, sem sveik hann, stóð líka hjá þeim. Þegar Jesús sagði við þá: „Ég er hann,“ hopuðu þeir á hæl og féllu til jarðar. Þá spurði hann þá aftur: „Að hverjum leitið þið?“

Þeir svöruðu: „Að Jesú frá Nasaret.“ - Að hverju ert þú og ég að leita? Að hefnd kannski?

Trúin er gjöfin sem gefur okkur nokkra innsýn í verk Guðs. Það er í trúnni sem við dags daglega erum full af friði vegna alls konar atburða sem heimurinn velkist fram og aftur í með engin einustu ráð til nokkrar lausnar og er heldur ekki gefið því Guð hefur talað og leyst málin sem syndin bjó til og lausn Guðs er Jesú og enginn annar. Þetta er heiminum ekki gefið að sjá en opinberast fólki í Jesú. Jesús er stærsta gjöfin til mín. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

11. desember 2024.

Um jól og kringum jól.

Uppskriftin að gleðilegum jólum er svo sem til í veruleika mannanna og snýst um góðan mat. Sumir hreint elska vel eldaðan mat lagðan á borð sitt á jólum. Jól snúast um gjafir, um samveru fjölskyldunnar, um svolítið frí frá vinnu án þess að missa frá sér nein laun.

Það við jólin sem maður sjálfur mat hvað mest á árum áður var þetta nokkra daga frí sem maður fékk á fullu kaupi. Og einnig auðvitað launauppbótin sem kom fyrsta desember í launaumslagið og birtist manni sem þá þessi umsamda desemberuppbót sem er föst tala sem gengur á línuna og miðaðist held ég við starfhlutfall og starfstíma hvers og eins starfsmanns sem var í starfi hjá fyrirtækinu í desember en ekki fólk sem hætti á árinu, og er sanngjarnt. Einnig eru laun sem greidd eru á helgidögum samningar á milli verkalýðs- og atvinnurekenda svo að sjá má að margt hefur áunnist. Vegna félaganna beggja vegna borðsins. Munum það og að allt svona er af völdum tals manna við oft langborð sem ljósmyndir birta þar sem þessi mál eru rædd. Og gangi allt upp, ganga menn frá samningum sem aðilar staðfesta með eigin undirritun og segja með henni að þeir muni halda téð samkomulag. Vitað er að þessi samkomulög öðlast gildi eftir að öll verkalýðsfélögin hafa samþykkt, og félög atvinnurekenda. Þegar tveir og fleiri semja er þetta leiðin. Og hverjum getum við þá endanlega þakkað niðurstöðuna? Vitaskuld báðum aðilum.

Annars er sá ljóður mikið á í dag að æ fátíðara sé að menn orðið þakki nokkurn skapaðan hlut og frekar rétti fram hendurnar og segi: „Gefðu mér.“ En svona lagað hefur þú nú aldrei heyrt og því síður upplifað. Saklaus eins og barnið sjálft. Besta mál.

Ágæt desemberuppbótin verður veruleiki í lífi íslenskra launamanna á áttunda áratug seinustu aldar sem þá var partur af samningum sem þá voru gerðir milli atvinnurekenda- og verkalýðsforustunnar. Þessi uppbót launanna er ekki komin gegnum sérstakar þvingunaraðgerðir verkalýðsfélaga þó að þær séu stundum í gangi í þessu landi en eru þó frekar sjaldgæfar hin síðari ár og mest einhverjar stuttar skærur og aðallega til að viðra og dusta ryk af mótmælaspjöldum í geymslum. „Vér mótmælum allir“ - virðist stundum vera málið. En merkilegt nokk. Aðeins örfáar gegnkaldar manneskjur eru þarna sem þó á mannamálinu heitir „Samstaða!“ Ekki fjöldans heldur fárra. En skítt með allt fátt, nú eða margt. Algenga afsökunin er klassísk fyrir að koma ekki. Þessi:

„Sko, sjáðu til. Ég hef ekki tíma núna. Konan er að fara að fæða barn. Bless.“ - Og hann er þotinn en áfram er talað um samstöðu. Hvar er hana nú að finna? Jah! Fræddu mig. Ég veit það ekki.

Förum aftur til upphafsins. Desemberuppbótin, eins og kom fram, er samningsbundin en er ekki sama og desemberuppbót heldur bein jólagjöf fyrirtækja sem æ meiri hefð hefur samt komist á. Jólagjöfin er oft þakklætisvottur fyrirtækja til starfsmanna vegna kannski velgengni fyrirtækisins á liðnu ári sem mér alltént fannst alltaf miklu vænna um en hina og vera svona persónulegri gjöf. Jólagjöf þessi kom kannski ekki um hver jól heldur miðast nokkuð við afkomu fyrirtækis og er sérstök ákvörðun stjórnenda. Um þessa jólagjöf munaði í desember og hvað sem menn segja um þetta breytir það ekki hinu að desembermánuður er einn mesti útgjaldamánuður fólks hvert ár og um leið uppgangstími, vertíð, verslunarinnar sem allt fólk veit af og þekkir. Að sérstök uppbót, sé hún í deiglu fyrirtækja, greiðist út í desember ætti því ekki að koma nokkurri manneskju neitt á óvart né vera fólki sérstakt undrunarefni. Munum! Fyrirtækjunum sjálfum er þetta á vald sett að víst er til umhyggja í þessu landi fyrir náunganum. Horfum bara upp og sjáum velvildina.

„Huhh. Ég sé nú enga velvild.“- Gleðileg jól. Alltaf gaman á jólum.

 

 

 

 

10. desember 2024.

Jesús þekkir mig.

Ágætis byrjun á að þekkja aðra er að gefa sér tíma til að þá að þekkja þessa aðra. Slíkt er vinnandi vegur en bara með því að gera verkið. Aftur komum við að þeim rosalegasta sannleika sem til er að okkur er ekkert alltaf neitt sérlega vel við að fara um of nálægt sumu fólki. Já, til að kynnast því ögn betur. Sumt nefnilega er okkur ekkert neitt sérlega vel við að gera né þekkja suma um of vel og líkar betur gömlu frasarnir og sömu lýsingarroð og gilt hafa hjá okkur. En hvort eru þau rétt eða röng? Einhverjir mögulega velta slíku fyrir sér, en fráleitt fjöldinn? Samt er það svo að fari maður alla leið að þá blasir við venjulegt fólk andspænis þér og hvorki betri né verri manneskja en þú. Gott sjónarhorn að miða við. Og okkur gengur betur að elska og erum á vissan hátt að horfa á okkur sjálf, og öll okkar vandamál sem blasa við eins og oft ókleift fjall. Að þekkja fólk er hugsun sem víða má sjá í orði Guðs, og ef til vill hér:

Jóhannesarguðspjall 17. 1-3. Og 17. 6-7.

„Þetta talaði Jesús, hóf augu sín til himins og sagði: „Faðir, stundin er komin. Ger son þinn dýrlegan til þess að sonurinn geri þig dýrlegan. Þú gafst honum vald yfir öllum mönnum að hann gefi eilíft líf öllum þeim sem þú hefur gefið honum. En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist.“-

Og:

„Ég hef opinberað nafn þitt þeim mönnum sem þú gafst mér úr heiminum. Þeir voru þínir og þú gafst mér þá, og þeir hafa varðveitt þitt orð. Þeir vita nú að allt sem þú hefur gefið mér er frá þér því ég hef flutt þeim þau orð sem þú gafst mér. Þeir tóku við þeim og vita með sanni að ég er frá þér út genginn, og trúa því að þú hafir sent mig.“-

Hvað blasir þarna við? Einhver hefur lagt vinnu á sig við að gjörkynnast þér/mér og segir um að hafi ekki fælt hann, Jesú, frá að taka þig/mig að sér. Sjáum við ekki hér þetta himinn og haf á milli míns sjónarmiðs og sjónarmiða frelsara okkar? Kristur leitast við að þekkja fólk eins og það er og þar sem það er statt. Ættum við sjálf þá ekki að gera sama? Sjáum við ekki að við höfum allt sem maðurinn Jesú bar í sér? Jú, og orðið segir það. Samt gerum við svo oft öndvert við Jesús. Munum að af þessu veit hann. Og við höldum verkinu áfram:

„Og ertu að segja mér að þetta sé hægt?

„Algerlega! En bara með yfirfljótandi og alltumlykjandi kærleika sem er án neinna skilyrða. Þá líka gerum við eins og Jesús gekk fram í. Jesús veit að Guð faðir er skapari allra manna og þekkir hjarta Föðurins til sköpunar sinnar og lét sér nægja og viðurkennir þessa afstöðu Föðurins. Við afsökum okkur ekki lengur.

Sem sagt. Jesú gefur okkur sig sjálfan sem sanna fyrirmynd um hvernig skal farið og verkið að fullu óvinnandi verk nema hafa sjálfan sig fyrst í lagi og þekkir og meðtekur grunnatriði trúarinnar sem er þessi kærleikur og elska Jesú til fólks. Hann veit og þekkir þennan gríðarlega breyskleika hverrar manneskju og veit að það er raunverulega þetta sem hvert og eitt okkar glímum við á allri okkar göngu með honum og er ástæðan fyrir að hann segist þekkja sína og er mikill styrkur hverri trúaðri manneskju að átta sig á að það er þessi breyskleiki sem Jesús viðurkennir að þekkja svona vel og við svo oft berjum okkur fyrir. En ekki Jesús. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

9. desember 2024.

Hin nauðsynlega trú.

Jóhannesarguðspjall 16. 1-4.

„Þetta hef ég talað til yðar svo að þér fallið ekki frá. Þeir munu gera yður samkunduræk. Já, sú stund kemur að hver sem líflætur yður þykist veita Guði þjónustu. Þetta munu þeir gera af því þeir þekkja hvorki föðurinn né mig. Þetta hef ég talað til yðar til þess að þér minnist þess að ég sagði yður það þegar stund þeirra kemur.“-

Ástæða þess að Jesús talar öll sín orð er ekki bara til að fræða sitt fólk um veginn fram undan heldur einnig til að byggja sitt fólk upp með þeim hætti að það falli ekki frá og gefur fólki rétta kennslu sem heldur í hvaða ófærum lífsins sem því mætir og ekkert minna en þetta. Er ástæða til að ætla að svo voveiflega fari fyrir fólki? Ég spyr þig sömu spurningar og veit að þú veist rétt eins og ég að sá möguleiki er alltaf fyrir hendi og að þessi möguleiki hafi gengið trúargönguna með öllu trúuðu fólki frá fyrsta degi þessarar merkilegu göngu um trúarinnar veg sem svo margir okkar hafa valið að mæða sig á og tekið hana fram yfir baráttu eigin trúar og sumir af þessu vali sínu lent úti í kanti eða fallið alveg út af veginum og endað sem hverjir aðrir gegnumgangandi gremjuboltar. Að mæðast og leyfa mæðu að yfirbuga sig getur aldrei verið neitt annað en rangt val á þá röngum grunni sem við þrátt fyrir allt stóðum alltaf á en töldum sjálf annað og byrjum vel en tókum á einhverjum stað inn blekkinguna og enduðum úti í kantinum eða utan vegarins. Trúin þarf sem sagt að vera dagleg vissa og byggjast upp á haldgóðri þekkingu á fyrst og fremst orði Guðs um hver Jesús sé. Með þeim hætti byggjum við upp rétta trú og eignumst af rétta sýn á hver Jesús sé. Sem í er mikill akkur og kemur ef við búum til ábyrga trú sem vill vanda sig sem mest hún má. Þetta getur hver maður gert:

Jóhannesarguðspjall 16. 12-14.

„Enn hef ég margt að segja yður en þér getið ekki skilið það nú. En þegar andi sannleikans kemur mun hann leiða yður í allan sannleikann. Það sem hann segir yður hefur hann ekki frá sjálfum sér heldur mun hann segja yður það sem hann heyrir og kunngjöra yður það sem koma á. Hann mun gera mig dýrlegan því af mínu mun hann taka og kunngjöra yður.“ -

Hér kemur vel fram sú hugsun Drottins að trú fólks sé langhlaup en ekki einn og tveir stuttir og snöggir sprettir og svo er allt búið og við búin að ná þessu. Þetta er einnig myndin af að Guð vilji kært samfélag við sitt fólk og að samfélagið viðhaldist alla göngu mannsins sem hann mun sjálfur sjá um að gerist með því að hann þrengir inn á milli að okkur og hefur þá áður kennt okkur hvernig við skulum bregðast við. Við orðið vitum leiðina og betur er að okkur þrengir og að þetta leiði okkur á nýjan leik til Drottins okkar Jesú Krists sem hefur ráð undir hverju rifi og býr svo um hnúta að val okkar verður rétt og um leið Guði velþóknanlegt.

Að missa allt þetta frá sér er sem sjá má ekki nokkur lifandi leið fyrir neitt okkar að segja til um hvað aðra en okkur sjálfa varðar en Guð þó sér sem einn þekkir hjarta manneskju og veit hvað þar leynist og miðar við ástand þess en ekki fyrirfram orð sem út um munn koma mitt í geðshræringu. Munnurinn getur vel talað og talar oft þvert á við það sem í hjartanu býr.

Við getum þakkað Guði okkar fyrir svo ótalmargt sem veit um allan hinn mikla veikleika sem til að mynda rekur okkur oftar en við hyggjum þráðbeint inn til sjálfsvorkunnarinnar til að væla þar og skæla og kvarta smá og kveina og finnast lífið eitthvað óskaplega fúlt og glatað en nær þó ekki til hjartans sem Guð sér og einnig að ástand manneskju er límt við nasir hennar. Guð sér bara það sem hjartað geymir. Er þessu lokið erum við aftur komin í faðm lifandi Guðs og á besta stað í heimi. Allt vegna þess að Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

8. desember 2024.

Jesús snýst um trú.

Ef ég fylgi Kristi, sem ég geri, snýst hver dagur hjá mér um að trúa, vera vakandi í trú minni og læra í þessu samhengi að draga hring utan um mig sjálfan. Þetta er að eiga til persónulega trú. Hvert sem ég fer skal trú mín því gilda. Alltaf trú.

Ég, og við, verðum að trúa orðum og breytni herra okkar sem erum á þessari leið til að mikill árangur sé af starfi okkar og því starfi sem Kristur lagði upp í hendur okkar og treystir okkur til að sinna og vill að við gerum ævina til enda og mun tryggja árangur verksins okkar sem birtist einkum í að vera fullviss um að Guð standi að baki verkinu og trúum að hann ausi ekki vatni í botnlausa tunnu né ljái máls á að vera eitthvað að sóa kröftum síns fólks í einhver einskis nýtt verk. Sum okkar drögum samt upp efa, byrjum að hika og gefumst loks upp en höfum áður gefið út yfirlýsingu, í líklega votta viðurvist, að Guð hafi kallað okkur til verkefnisins. Við segjum þá satt og rétt frá og er engin spurning um það atriði en úthaldinu er áfátt.

Sjáum við ekki hér að köllun okkar getur ekki hafa verið til einskis né er heldur til einskis en krefst úthalds og þolinmæði á löngum vegi fram undan.

Það er af eljunni sem trúin vill halda utan um verkin. Þá líka förum við að merkja árangur erfiðis okkar. Sumir því miður missa af þessu og hættu án þess að Drottinn, sem kallaði þennan og þessa, hafi neitt um boðið né verið spurður álits en samt var hætt þó að til að byrja með hafi verið alveg viss um hver kallaði sig til verka. Geti Guð kallað fólk getur hann einnig lagt niður starf hins kallaða einstaklings og gerir með sama hætti og köllunin kom, sem sagt talað það út. Bæði gildir að ljóst er að starf sem hófst og kallaður einstaklingur viðurkennir að Guð talaði út hlýtur því að heyra rödd hans, að nú sé vilji Guðs að loka þessum dyrum og hverfa til annarra verka. Liggur þetta ekki annars kvitt og klárt fyrir? Ég tel svo vera og veit fyrir margt löngu. Við sjáum hversu stórhættulegt það er að byrja starf í Jesú nafni.

Skoðum orðið og fáum um leið vissan lykil.

Jóhannesarguðspjall 15. 1-4.

„Ég er hinn sanni vínviður og faðir minn er vínyrkinn. Hverja þá grein á mér sem ber ekki ávöxt sníður hann af og hverja þá sem ávöxt ber hreinsar hann svo að hún beri meiri ávöxt. Þér eruð þegar hrein vegna orðsins sem ég hef talað til yðar. Verið í mér, þá verð ég í yður. Greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér nema hún sé á vínviðnum. Eins getið þér ekki heldur borið ávöxt nema þér séuð í mér.“- Liggur ekki nokkuð ljóst fyrir hvernig þetta virkar í Jesús? Hafi Guð talað til manneskju sína köllum mun hann einnig segja frá því þegar kemur að endalokum starfs. Hver hefur heyrt slíkt tal frá Drottni sínum Jesú? Vel má efast um að þetta fólk sé eitthvert fjölmenni og frekar einsdæmi ef nokkurt?

En af hverju hverfur fólkið þá frá? Margar ástæður liggja að baki ákvörðuninni og helsta ástæðan er að fólk merkir engan árangur af verkum sínum. Slíkt getur ekkert annað gert en að lýja fólk. Fólkið skorti alltaf orðið „fullvissa“ á þessari vegferð sinni.

Manneskja sem veit um trúna ber árangur sem trúin staðfestir og segir við viðkomandi að án trúar séu verk fyrir fram dæmd til að mistakast en í trú endist þau líf manneskju og lengur, ef Guð vill. Það er töluvert betri leið en að bíða klapps fólks á öxl og einhvers hóls, sem líklega kemur aldrei. Trúin sjálf er eina alvöru svarið til manneskju hvað köllun sína varðar. Trúin nægir og hana þurfum við að eiga til, rækta og hlúa að sem um leið er staðfesting um að betra sé að leita fyrst ríkis Guðs og réttlætis til að okkur veitist allt þetta að auki. Og hvernig viljum við svo gera verkin öðruvísi en Jesús leggur til? Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

  1. desember 2024.

Þekkjum vel merkingu orðsins.

Gott er öllu fólki að þekkja vel það sem það telur sjálft vera eftirsóknarvert að fylgja, fara eftir og gera að einhverju sem henti sér. Víst er um það að alls konar er í boði á vegi leiðsagnarinnar og margar teljum við fyrirmyndirnar sem reyndust, þegar allt kom til alls, ekki nokkrar vera en sá völlur þó afskaplega skrautlegur og freistandi og einkar víðfeðmur sem fólk auðveldlega lætur freistast af og slag standa með og situr svo margt hvert eftir með afturenda sinn sitjandi í súpudiski og skaðbrenndur. Allt til að byrja með að eigin vali. Ekki gleyma að við dag hvern ráðum sjálf vali okkar og allri ferð okkar. Gleymum ekki staðreyndunum. Munum! Ungur nemur, gamall temur. Þarna er dregin upp mynd af reynslu lífsins og bent á hana sem hinn gagnlegasta kennara sem kostar ekki krónu með gati en krefst þess eins að á sig sé hlustað. Sem allur gangur er á og ástæða þess hversu mörg mistök í lífinu eru endurtekin.

Skoðum orðið.

Jóhannesarguðspjall 14. 8-10.

„Filippus segir við hann: „Drottinn, sýn þú okkur föðurinn. Það nægir okkur.

Jesús svaraði: „Ég hef verið með yður allan þennan tíma og þú þekkir mig ekki, Filippus? Sá sem hefur séð mig hefur séð föðurinn. Hvernig segir þú þá: Sýn þú oss föðurinn? Trúir þú ekki að ég sé í föðurnum og faðirinn í mér? Það sem ég segi við yður eru ekki mín orð. Faðirinn, sem í mér er, vinnur sín verk.“- Við sjáum að ekki er alltaf neitt sérstaklega létt verk að komast að með sannleikann né fá fólk til að breyta rétt og hlusta sér til gagns.

Höfundur allrar visku, Jesús, lenti oft í mesta basli með akkúrat þennan þátt lífsins sem við lesum frásögu eftir frásögu um í orði Guðs, hvernig skilningur áheyranda beinlínis neitar að koma til ósköp venjulegra manna og kvenna og ranghvolfir í sér augunum og getur aldeilis ekki skilið merkingu þess sem verið er að tala í eyrum þeirra. Allt er einhvern veginn lokað hjá fólki sem þó ætti að vera galopið. Hversu oft lendir ekki höfundur allrar visku í nákvæmlega þessum kringumstæðum og að horfa upp á gersamlega skilningsvana persónur sem nema enga kennslu né skilja nokkurn skapaðan hlut? Það er í þessu ljósi sem við skiljum betur hví Jesús gefur út þá mögnuðu yfirlýsingu og um leið kennslu að hann muni alls ekki sleppa af okkur hendinni né yfirgefa neitt okkar.

Sjáum við ekki hér hverjum ber allur heiður í lífi okkar og sóunina á að hengja hatt sinn á einhverja jafn breyska manneskju og handónýta og maður sjálfur er og að hann heiti Jesú?

Það að þiggja fræðslu frá annarri manneskju/manneskjum og/eða af sjálfum meistaranum Jesú vitum við betur núna að mun taka okkur tíma að meðtaka og gera að okkar sönnu kennslu og að fatta um hvað hún raunverulega snýst. Tíminn sem fyrr vinnur með okkur.

Hér er dregin upp mynd af merkilegri þolinmæði sem vel má temjast við og margir líka temjast við og bera höfuð sitt hátt vegna sinnar breytni sem um leið er þessi dropi sem holar steininn og er alltaf jafn sívirkt afl. Á mörgum stöðum benda orð Guðs á að sérhvert verk taki sinn eigin tíma. Hættu svo að hælast af hvað þú sért endemis óþolinmóð manneskja og vertu þolinmóð. Kristur mun kalla slíka breytni „hyggilega.“

Sannleikurinn er að ekki erum við alltaf sérlega skarpar manneskjur. Að byrja er alltaf rétt ákvörðun. Að venjast þolinmæði er mikilvægur lykill að öllu fólki. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

 

6. desember 2024 (b).

Bítlafóbíunni lauk.

Ég er einn þeirra hafnfirsku manna sem dróst að The Beatles eftir að hafa fyrst heyrt um þá heima í Hafnarfirði árið 1964 og fyrsti söngur þeirra orðinn veruleiki minn og þeir fylgt manni upp frá því. Mig minnir að lagið sé Tvist And Shout en grunar „Love Me Do“ sem sönginn. Langt um liðið.

Auðvitað lét maður eins og allir hinir milljónatugirnir í löndunum að maður lét sogast með og gekk alla leið inn í hringiðuna sem til varð vegna þeirra í löndunum og hélst á meðan þeir enn eru starfandi og einnig í langan tíma á eftir tilkynninguna sem barst í maí 1970 um að Bítlarnir væru hættir. Að því kom að undan tilfinningasveiflunni fjari og Bítladæmið allt verði að feikna góðri minningu sem hvorki hefur yfirgefið mig né alla hina milljónatugi manna og kvenna af þeirri einföldu ástæðu að ekkert af þessu fólki vill að hún hverfi í hinsta sinn út um dyrnar og farin fyrir fullt og fast. Og af hverju ættum við að vilja þetta? Og hvað er rangt við að viðhalda vænni og góðri minningu? Tel sjálfur litla skynsemd vera í því en veit fullvel að þar ræður hver einstaklingur sjálfur allri för viti að trúaðir sjái að þessum einstaklingi sé full þörf á að drífa sig til herbergis síns og lesa þar og biðja og biðja alveg extra langa bæn en ekki stutta bæn og snögga og einn, tveir og þrír bingó bæn og telji sig þar með vera sloppinn frá afskiptasamri ofurtrúnni, farísem nútímans, til að þeir knýi ekki dyra á húsi manns og segi föðurlegum og/eða móðurlegum rómi u að svona geri maður ekki. En nóg um það mál að sinni.

Þó að minningum um sving og fjör gengi með okkur mörgum af yngri kynslóðinni á meðan allt þetta Bítlaæði lifði og á Íslandi á árinu 1964 og áfram var fréttin um að Bítlarnir væru hættir og kæmu líklega ekki saman á nýjan leik sem svipa í bak okkar flestra og brast á vissan hátt allt fast land undan fótum okkar og við þannig séð mörg hver í lausu lofti sem kannski varð til þess að Lennon blessaður léti hafa eftir sér orð um hvaða læti þetta eiginlega séu vegna lítillar rokkhljómsveitar sem hætt væri störfum og er sannleikur málsins og raunverulega það sem skeði þennan eftirminnilega dag árið 1970 og fátt annað.

Vandinn sem við er að eiga á þessu árabili eru öll þessi rosalegu, raunverulegu og óskiljanlegu áhrif sem þessir fjórir menn hafa, allt þetta unga fólk í heiminum sem má segja unga fólkið í eigin persónu dubbi upp í að vera eitthvað sem þeir sjálfir í raun og veru unnu aldrei neitt að fyrir sig sjálfa en finnst kannski freistandi og áhugavert að kíkja þarna við án þess örugglega að ætla sér neitt fyrir fram að festast þar, sem þó varð raunin og upp stóð engin leið önnur fær nema að gefa út áðurnefnda yfirlýsingu sem skelfdi alla Bítlavini hrikalega. Af öllu sem sjá má læra og líka þessum afar merkilega atburði.

Annars var ég ekki mikið í að fylgjast með öllum þessum viðbrögðum alls þessa unga fólks og hverjir voru með hverjum sem oft var í umræðunni og ýmsu sem ungmenni tóku upp vegna þess að talið var að Bítlar, Rolling Stones, Kinks og/eða Hollies-liðar hefðu gert það og það lengsta sem maður komst þar var kannski að kaupa sér fyrir fé foreldranna ískalda upphálshneppta Bítlajakka gerða úr svampi sem heldur á manni kulda í stað hita, ég man ekki hvar jakkinn var keyptur, og Bítlavesti sem Einar skraddari í Hafnarfirði saumaði úr gervileðri og pabbi og mamma keyptu á okkur þrjá drengina fyrir ein jólin og í ljós kom að voru stelpuvesti sem við eftir það neituðum að klæðast framar vegna þess að það eru stelpuföt sem ungir drengir neita að eiga neitt frekar við. Við vorum þá á þeim aldri og gildir enn og alveg víst að hann Konni gamli úr Hafnarfirði kaupir sér ekki kvenkjól vegna þess að vera karlmaður og vera meira að segja fæddur með þeim ósköpum.

Bítlatíminn er manni hreint yndislegur tími með röð af glæsilegum minningum sem loða enn við mann og ekkert farsnið er á. En nú ætla ég að hverfa af þessum vegi og til bænastaðar míns. Ekki til að blíðka neina ofurtrú heldur af eigin vilja. Bless.

 

6. desember 2024.

Verum vinir hvor annarra.

Jesús með lífi sínu á allri framkomu við lærisveina sína sýnir með órækum kennimerkjum hvers virði þeir séu honum. Og nú er hann ekki bara að tala um einhverja sérvalda menn af sinni hálfu heldur hópinn eins og hann leggur sig og birtir um leið að allir séu þeir fyrir sér, fólk sem Guð faðir hefur snert við og líka breytt. Að vera breytt manneskja í þessum skilningi merkir að hvert og eitt okkar getum eignast hugsun frelsara okkar frá A til Ö. Er ekki bara hroki að tala svona? Örugglega í eyrum einhverra en Orðið segir að Jesú sé fyrirmynd manna og af honum skulum við læra og vita að við erum honum lík og eigum allt í okkur sjálfum sem þarf til að gera eins og Jesú. Orðið kennir slíka kennslu.

Ekki má heldur gleyma mikilvægasta kafla málsins að Kristur er frelsari okkar, huggari okkar og hjálpari. Veltum við þessu einhvern tímann fyrir okkur hvaða merking sé á bak við þessi orð: að hann aðstoði okkur og styðji við bak okkar hverjar sem raunirnar eru og að þetta liggi í orðinu „frelsari.“ Svo margt sem alltaf vill einhvern veginn vera á reiki hjá okkur mannfólkinu sem bendir fyrst og fremst á allan þennan veikleika sem í hverju og einu okkar er og segir hverju og einu okkar þann sannleika að við vitum sjálf heilmargt og vandinn hversu verkunum á akri Guðs er áfátt. Að við sjáum að allt í okkur er til staðar til að gera og því ekki um að kenna að aðhafast ekki. Allt einstaklingsbundið og ákvörðun eins og sérhvers í hvaða farvegi trúarmál okkar séu og engra annarra. Sumt er svo einfalt en samt svo erfitt að koma auga á og/eða draga hring utan um sig sjálfan sem þá þennan mikilvæga framkvæmdaraðila. Aftur bendum við á svakalegan veikleika fólks og meðfædda og oft endurtekna frestunargirni.

Þessu megum við samt ekki gleyma að stundum keyrum við í axlirnar og förum af stað, að allt er þetta tiltækt í manneskju en framkvæmdin svo oft einhvern veginn bara á stangli og annað veifið framkvæmd. Slíkt háttalag er ekki alveg nógu gott. Til lengri tíma litið að minnsta kosti.

Vinir! Að vilja ekki notfæra sér þá allra bestu þjónustu sem völ er á að það bendir nú ekki til viskulegrar hugsunar. Aftur sjáum við að engin okkar hefur strangt til tekið nokkra afsökun fyrir því að gera ekki það sem er réttara.

Jóhannesarguðspjall 13. 1. Og: 4-5.

„Hátíð páskanna var að ganga í garð. Jesús vissi að stund hans var komin og að hann færi burt úr þessum heimi til föðurins. Hann hafði elskað sína, þá sem í heiminum voru. Hann elskaði þá uns yfir lauk.

Hann stóð upp frá máltíðinni, lagði af sér yfirhöfnina, tók líndúk og batt um sig. Síðan hellti hann vatni í sundlaug og tók að þvo fætur lærisveinanna og þerra með líndúknum sem hann hafði um sig.“-

Jóhannesarguðspjall 13. 14- 15. „Þér kallið mig meistara og Drottin og þér mælið rétt því það er ég. Fyrst ég, sem er herra og meistari, hef nú þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hver annars fætur.“- Góð kennsla.

En hvað merkir hún? Og þetta með Jesú og fótavottinn? Hvað annað en viss beiðni hans um að við skulum hlúa dagsdaglega að hverjum öðrum og vera fyrir hvern annan og umfram annað sannir vinir hvers annars. Allt þetta eflist og viðhelst við að koma saman og ræða saman um málefni Biblíunnar sem þá hópur sem fær er um að halda utan um allt þetta góða sem Jesús hefur innleitt og fullgert á krossinum. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

5. desember 2024.

Vakandi og biðjandi.

Merkileg er hugsunin um forherðingu hjarta mannsins og hvernig forherðingin gersamlega blindar hann svo að hann verður ómögulega að sjá það sem er að gerast í kringum sig með neinum réttum hætti akkúrat núna. Slíkur maður hreinlega missir af merkilegum verkum vegna blindu sem rekja má beint til hroka og sumpart eigin valdagræðgi. Ekki útiloka þessa þætti þegar við skoðum mál af þessum toga. Manninum er annt um það sem hann hefur í hendi og ver með öllum tiltækum ráðum, ef út í það er farið. Ekki eiga nefnilega allir menn til þessa auðmýkt í hjarta sínu. Skoðum áhugaverðu auðmýktina:

Jóhannesarguðspjall 3. 29-30.

„Sá er brúðguminn sem á brúðina en vinur brúðgumans, sem stendur hjá og hlýðir á hann, gleðst mjög við rödd hans. Þessi gleði er nú mín að fullu. Hann á að vaxa en ég að minnka.“-

Að segja með þessum hætti er stórmannlega mælt hjá Jóhannesi skírara og hver sem er sem slíkt gerir og breytir með sama hætti og Jóhannes blessaður hefur reynst mörgum manninum afskaplega erfitt verk og getur heldur ekki gerst nema undir afli sannrar auðmýktar. Það er einn af kostunum sem Kristur vill rækta með hverjum sínum eftirfylgjanda og tekur um leið af allan vafa í þeirra augum um hver hann sjálfur sé.

Kristur er berlega manneskjan sem send var frá himnum til okkar mannanna á jörðinni sem þá leiðtogi okkar og fyrirliði en við hvort með öðru bræður og systur. Er þetta ekki merkileg hugsun og mikilvægt að meðtaka hana og talar ekki Jesú með þessum hætti?

Vissulega en orð hans geta samt ekki orðið að neinum veruleika fyrr en þá hvert og eitt okkar beinlínis skiljum af hverju við skyldum taka akkúrat þennan pól í hæðinni, það er til að halda í ákveðinn frið sem þarf að ríkja á milli okkar til að engin þannig séð goggunarröð komist að sem mismunar fólki og dregur í dilka og jafnvel útilokar sumar manneskjur innan safnaðarins frá alls konar þó að jafnvel Drottinn sjálfur ætlist til ákveðinna verka, en við kannski erum komin með augastað á annarri manneskju sem Drottinn jafnvel hefur hundsað og ástæðan fyrir hversu oft okkar eigin framkvæmd fæðist andvana er að við föttum ekki rétta skipulag Drottins né áttum okkur á í verki að hann sé leiðtoginn en við hin sem tilheyrum söfnuðinum öll saman bræður og systur. Eins og líka orðið segir og er haft þarna með í því ljósi að við, sum hver, munum fara út af sporinu í bæði hugsunum og verkum. Og kemur þar margt til eins og öfundin og önnur mannleg hugsun á borð við þessa: „Af hverju fær þessi ekki heldur stöðuna í stað hins sem fékk hana?“- og önnur álíka þvæla í stað þess að bara spyrja Drottin sjálfan með beinum hætti hvern hann sjálfur vill fá til að sinna verkefninu. Hver leiðtogi safnaðar ætti að vera fær um að skipa í stöður. Og vegna þess að Guð er góður söfnuðum sínum gefur hann sumum safnaðarmeðlimum staðfestingu innan raðanna. Og fólkið heldur áfram að ganga veginn fram undan og einnig að þessu leyti og er alveg sallarólegt með þessa og/eða hina skipunina og veit að best sé að vera vakandi og biðjandi.

Og hvað meira er þetta að segja okkur og hvað nema mikilvægi þess að vera hvern dag í Guði, eins og við tönnlumst svo oft á og er í sjálfu sér hin rétta hugsun. Leyfum bara Jesú að ráða allri för og verum viss um það sjálf að gegna réttri stöðu innan sjálfs safnaðarins sem Drottinn sjálfur getur staðfest og er alveg nóg. Og hvaða máli skiptir hvort hann eða hinn gegni stöðu en ekki ég? Segjum það. Prjál og ekkert annað.

Við getum vel orðið viss um að tiltekinn einstaklingur beri stöðuna en það er þá bara mitt og þitt álit og við komin afskaplega nálægt þankanum: Af hverju hann/hún en ekki þessi. Slík hugsun er sneidd kærleika. Og hver vill vera sneiddur honum? Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

  1. desember 2024.

Kristur hrekur út alla lygi.

Þegar Kristur var enn á jörðinni var oft uppi töluverð ólga í kringum hann og allskonar tilfinningasveiflur fólks í gangi sem það æstist allt upp af.  Ástæða æsingsins er oft orð sem Jesús lét sér um munn fara.  Af hverju?  Er Jesú ekki sannleikurinn sjálfur? Af hverju þá allur æsingurinn?  Vandinn sem fyrr er að við sannleikanum er ekki tekið sem þá sannleika heldur bulli, þvælu og: „Hættu þessu kjaftæði þínu?“- og þeirri allri hugsun. 

Sem sagt, eftir komu Jesú til jarðarinnar og boðskapurinn sem hann bar inn veröld okkar mannanna veldur því að nú getur lygin ein ekki lengur verið alsráðandi eins og verið hefur og í hana framvegis höggvið hvar sem sannleikurinn er framborin. Þessi tvö öfl sannleikur og lygi takast sem sagt á og byrjaði allt með komu Krists og verkum Krists, er hann hóf sitt afskaplega merkilega og göfuga verkefni og fyrsta trúboðið.  Munum samt að á öllum tímum hefði verið hægt að stöðva þennan framgang sannleikans og um leið þennan veruleika en bara með þeirri aðferð að sigra fyrst þetta afl Jesú.  Og hver getur það og hversu oft hefur það ekki verið reynt án þess að virka en því miður nokkuð hægt ferðina, sem er annað mál? 

Það sem skeði með komu Jesú í heiminn er að lygin getur ekki lengur verið alveg einráð um allt sem gerist eins og mikið var fyrir komu Krists inn í heim mannanna.  Þá nefnilega fékk þetta lygakerfi sem verið hafði svo lengi og að mestu leiti einrátt og gat því léttilega hangið yfir öllu sem þar gerist og loðað við svo ótal margt þar og gert svo gott sem átölulaust en   sannleikurinn reisti skorður við, en þó ekki fyrr en eftir komu sannleikans í heiminn og birtingarmyndin þar Jesús sem gefur þessu allt afl og enn og aftur bylmingshögg að það allt byrjar að riðlast og skekjast og hristast og sér sumpart sæng sína uppreista andspænis sér.  Og hverjum líkar slíkt sem er í að halda lygi fram og er bara fastur þar? Ekki mörgum, svo mikið er víst en þessi samt staðan að margt í veruleika mannanna eftir það tekur stökk til réttrar áttar með Jesú fremstan.  Það horfir ekki framar um öxl og sér bara veginn.

Jóhannesarguðspjall  11.  23-27.                                                                                                 

„Jesús segir við hana: „Bróðir þinn mun upp rísa.“ Marta segir: „Ég veit að hann rís upp í upprisunni á efsta degi.“

Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?“

Hún segir við hann: „Já, Drottinn. Ég trúi að þú sért Kristur, Guðs sonur, sem koma skal í heiminn.“- Marta stendur andspænis sjálfum uppriskraftinum án þess að koma á hann auga.

Rétt er að geta þess að Gyðingar hafa boðskap Gamla testamentisins en gengur illa að fylgja honum rétt eins og okkur kristna fólkinu orði Guðs vegna þess að veist er að öllum sannleika og baráttan því áfram á milli góðs og ills í veröldinni og hættir ekki fyrr en Jesú stigur fæti á jörðina og umbyltir öllu þar og gerir í eitt skipti fyrir öll og algerlega samkvæmt vilja lifandi Guðs og grípur til kústsins sem best sópar og ryður öllu um sem aldrei vildi neitt með hjálpræði Guðs hafa að gera. Í þessari endanlegu hreinsun á öllu illu er Drottinn einn framkvæmdaraðili.  Sannleikurinn mætti og gaf mannkyni kost að láta sættast við Guð.  Þetta er Kristur í verki.  Sannleikur hans í heiminum olli öllum óróanum og meira en nokkuð annað.  Hann hjó og heggur enn fast í veruleika lyginnar.  Jesú lifir!  Hann lifir!  Amen.

3. desember 2024.

Kristur gerði allt tilbúið.

Þegar Jesú gekk hér um á meðal okkar og byrjaði að starfa að verkefni því sem hann kom til að fullgera og fara á nýjan leik til staðarins sem hann var sendur frá og við vitum að er á himnum. Á starfstíma sínum stuðaði hann oft fólk og gerði á köflum ofsareitt og hreint brjálað. En hvernig getur staðið á því að maður sem segir sannleika og ekkert nema sannleika veki slík viðbrögð venjulegs fólks á venjulegum degi og á venjulegri vegferð um sitt líf að það beinlínis umhverfist af því sem sagt er?

Þetta er vegna þess að lygin hefur um of fengið að leika hér lausum hala og fengið allt það rými fyrir sig sem hún telur sig þurfa til að fá viðhaldið lygi sinni sem við á endanum tökum við og gerum að hreinum sannleika fyrir okkur án þess að hugleiða neitt frekar að bein lygi geti aldrei umbreyst í einhvern sannleika og verði áfram andhverfa alls sannleika.

Mörg dæmi um þetta höfum við þegar í hendi og finnst nákvæmlega ekkert vera neitt athugavert við að halda fram og jafnvel berjast fyrir því sem Guð segir um „andstyggð“-og erum þá í raun og veru í sporum Pontíusar Pílatusar sem spurði Krist hvað væri sannleikur. Margt má lesa úr og vakið okkur margar spurningar eins og hana hvort Pontíusi þessum hafi ekki verið nákvæmlega sama um allan sannleikann og valið fyrir sig að halda fram sínum eigin sannleika og um leið eigin rétti og gera það á sínum eigin forsendum? Af hverju eru til að mynda fóstureyðingar heimilar og af hverju öðru en eigin réttlætiskennd fólks og hugsunina „Ég ræð mér sjálf/ur“-og grunnur þess hann að fólkið missi svo til öll rétt tengsl við upprisinn Drottin drottna Jesú Krist. Við sjáum á hvaða stað við erum komin á og skiljum sum hví svo margt hér er á skakk og skjön. Samt í gegnum þetta allt er Kristur hinn sami og hver sem kemur til hans mætir enn kærleika sem hann og hún hefur ekki áður kynnst eins og allir aðrir hafa gert frá því að Kristur reis upp frá dauðum og stofnaði kirkjuna.

Skoðum orðið.

Jóhannesarguðspjall 11. 23-27.

„Jesús segir við hana: „Bróðir þinn mun upp rísa.“ Marta segir: „Ég veit að hann rís upp í upprisunni á efsta degi.“

Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?“

Hún segir við hann: „Já, Drottinn. Ég trúi að þú sért Kristur, Guðs sonur, sem koma skal í heiminn.“ -

Heimur og vegur Guðs eru tveir aðskildir leggir. Á þessum tveim mjög svo ólíku leggjum birtist svart hvít mynd af afstöðu fólks til mála og að ekki bara einhverju einu leyti heldur að öllu leyti. Heimurinn leyfir fóstureyðingar og vill flokka undir eina af mörgum réttlætisbaráttum sínum og keppist eftir að viðhalda þessum svokallaða rétti fólks á meðan fólk Krists kýs að verja, standa með og hlúa að öllu mannlegu lífi en við sum viljum ekki og berum oft við efnahagslegar aðstæður, sem allir vita að eru misjafnar hjá fólki en ættu ekki að koma þessu máli neitt við og það að fá að gerast sem þegar er komið af stað og burtséð frá kringumstæðum dagsins sem allir vita að geta breyst og líka breytast hvenær sem er og oft til batnaðar hjá þess vegna hverjum sem er. Er það ekki rétt? Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

  1. desember 2024.

Kosningarnar 2024.

Þá eru enn einar kosningarnar til Alþingis Íslendinga að baki. Nokkuð er ljóst orðið hvernig þetta pólitíska landslag muni líta út fyrir næsta kjörtímabil og hvert fylgi hvers flokks fyrir sig er.

Ætli megi ekki segja að hástökkvarar kosninganna 2024 séu Samfylkingin og Flokkur fólksins og að það komi mörgum á óvart gott gengi Sjálfstæðisflokksins sem að sjá er nú næst stærsti stjórnmálaflokkur landsins með rúm 19% fylgi á bak við sig. Það hlýtur að teljast allgóður árangur miðað við allan atganginn að honum lunga síðasta kjörtímabils sem greinilegt er að ekkert fjölmenni stendur á bak við heldur fáeinir háværir sérvitringar.

Árangurinn sem blasir við hjá Sjálfstæðisflokknum er allt sem segja þarf og með rúm 19% atkvæða á bak við sig. Miðað við öll gífuryrðin sem gengu um þennan flokk hlýtur niðurstaðan að vera athyglisverð, allgóður sigur fyrir þennan elsta stjórnmálaflokk landsins sem þó má muna sinn fífil verulega fegurri á meðan fylgið var 42% (1966). Þetta allt saman er liðin tíð og ekkert meira um það mál að segja en samt að þetta fasta fylgi sem myndar grunnstoðir starfsins haldi nokkuð velli vegna þess að þær eru rótfastar.

Ef við skundum andartak til ársins 1966 sjáum við að Sjálfstæðisflokkurinn hafði þá 42,4% fylgi eins og áður segir og Alþýðubandalagið, Vinstri græna hreyfingin í dag, 15,5% fylgi. Förum héðan til ársins 1970 og við sjáum að Sjálfstæðisflokkurinn er með 37,% atkvæða og gamla Alþýðubandalagið 17% og var mikið með þessum hætti og gerði vegna nokkuð rótfasts fylgis flokkanna sem los hefur komist á en helst samt nokkuð hjá ágætum Sjálfstæðisflokki sem skýrir árangur hans í dag og birtir okkur nokkuð öflugar rætur. Hverfi ræturnar er spilið tapað. Af nokkuð öflugu grunnfylgi státar Sjálfstæðisflokkurinn enn í dag af.

Niðurstaðan er að lengst af státuðu Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubandalagið, Vinstri græna framboðið, af nokkuð stöðugu fylgi og árangurstölur milli kosninga um hríð svipaðar en gilda ekki lengur hjá Vinstri grænu framboðinu vegna þess að grunnstoðir starfsins, fylgið, stíga ekki lengur dansinn með starfinu eins og var fyrrum og er að nokkru leyti staðreyndin í tilfelli Sjálfstæðisflokksins. Þó ekki sé í sama mæli og áður var sýna niðurstöður kosninganna ótrúlegan árangur flokksins miðað við úrtölurnar á undan sem allar ultu þó um sjálfa sig og festa nokkuð öfluga mynd á vegg af öflugu starfi flokksins.

Styrkur Sjálfstæðisflokksins þegar á reynir miðast enn við ágætlega stöðugan og sterkan grunn vítt og breytt um landið og samanstendur af fólki sem er ekki að fara neitt og þarf því ekki að gera neitt upp hug sinn er gengið er í kjörklefann og veltir því ekkert fyrir sér hvaða flokk skuli næst kjósa og er þegar búið að velja sinn flokk eins og maður sjálfur hefur gert frá því maður fyrst kaus þó að sá flokkur sem maður byrjaði á væri ekki lengur minn flokkur og að þetta hafi breyst 1995 er XD kom inn og gildir enn.

Flokkur sem miðar of mikið við eina manneskju sem og verður mest áberandi andlit flokksins út á við byggir ekki með því réttan grunn undir sitt flokksstarf sem mikilvægt er að flokkarnir hver um sig eignist og búi við og kunni og læri af reynslu áþekkra starfa hvernig að sé farið. En vissulega getur svona uppbyggður stjórnmálaflokkur sankað að sér nokkru fylgi en litlar líkur eru samt á að fylgið haldi út kjörtímabilið og fari af í næstu kosningum eins og við aftur og ítrekað fáum að sjá og bendir á að eiga ekki til neitt sérstaklega rótfast fylgi sem mun skipta sköpum er á brattann er að sækja og flokkurinn kominn við ríkisstjórnarborðið og búinn að semja við samstarfsflokka sína um alls konar forgangsmál og leggja til hliðar nokkur af sínum stefnumálum, eins og altítt er um samsteypustjórnir á Íslandi. Stjórnmálaflokkur þarf mest af öllu á rótföstum fylgjendum að halda og þetta sjáum við gegnum kosningaúrslitin.

 

 

 

30. nóvember 2024.

Alþingiskosningarnar 2024.

Jæja, þá er kosningin í mínu tilviki að baki og eins og vera ber exxaði ég við flokkinn sem maður hefur fylgt frá árinu 1995 með nafnið Sjálfstæðisflokkur, sem þú hefur áður heyrt nefndan og bjartsýnismenn og skoðanakannanir um tíma voru við það að núlla út. Eða uns Eyjólfur þessi tekur aftur að hressast og er kominn á svipað ról og kjörgengi flokksins var um síðustu kosningar.
Hvaða væntingar hef ég til næstu ríkisstjórnar?
Eigi ég að vera alveg heiðarlegur segi ég að allar væntingar til næstu stjórnvalda séu nú nákvæmlega engar og jaðri við sjálft núllið og þarf ég ekki nema að horfa um öxl til að finna staðfestinguna. Langt er síðan maður áttaði sig á að allt sigli þetta sína leið og geri það af svipuðum ástæðum og verið hefur og að þekktur og betur þekktur barlómur berist um lendur samfélagsmiðla sem og á öðrum vettvangi barlómsins eins og verið hefur og nokkuð tryggt að lítil breyting verði þar né heldur í mannlífinu almennt séð svipað og verið hefur alla manns tíð. Þetta sem nú gengur á eru bara enn einar kosningarnar til hæstvirts Alþingis Íslendinga, sem ég allavega virði mjög mikils og heiðra störfin hjá.
Guð blessi háttvirt Alþingi Íslendinga, alþingismenn og ráðherra væntanlegrar ríkisstjórnar og Ísland allt verði áfram sem hingað til fullt af nægtum. Með Guðs tryggð og aðstoð verður hér áfram blómlegt líf. Drottinn segir það.
Passt! Munið þetta nafn Sjálfstæðisflokkurinn.

 

Ábótin.

Ég tel að best færi á að menn hættu alveg að tala um tekjuskattlausar tekjur einhverra tiltekinna hópa í þessu landi. Öllum sem fá greidd laun í einhverju formi ber skattur frá ríkinu. Það sem betur færi á að ræða væri hversu há tekjuskattsprósentan sé hverju sinni, svona almennt séð. Slík umræða væri sanngjörn.
Málið er einfalt. Nánast allar framkvæmdir ríkisins eru gerðar með skattfé landsmanna.
Vilji ríkið ofskattleggja þar sem betur og vel gengur, eins og stundum er talað um, væri í verki ekkert annað en ofbeldisaðgerð af yfirvalda hálfu létu þau leiða sig út slíka ósvinnu og hreina og grófa mismunun á aðstöðu fólks að ræða og fyrirtækja hér á Íslandi.
Að vilja hirða íbúðir af fólki sem fyrir á nokkrar íbúðir, en um þetta atriði er einnig stundum talað, væri afskaplega vanhugsað að fara út í sem leysir enga húsnæðisekklu sem sögð er vera hér og þarf að beita öðrum aðferðum við. Förum varlega og skoðum allar hliðar mála og lærum sanngirni sem er orð sem mörgum, bæði manninum og konunni, yfirsést í umræðunni og hver sem ástaðan er.

29. nóvember 2024.

Mikilvægi sannfæringarinnar.

Mikilvægt er að vita út í hvað maður er að fara og átta sig á að verkið geti verið strembið og þreytandi og muni krefjast úthalds og þolinmæði eigi það að vinnast til enda. Manneskja sem ekki hefur sannfæringu frá byrjunardegi getur ekki farið af stað og fari hún samt án sannfæringar mun hún einhvers staðar á leiðinni stoppa og leggja upp laupana og hætta. Þetta eru gömul og ný sannindi að margir hafa flykkst í verkefni og á eftir sprungið á limminu og fyrst og fremst vegna þess að gera sér ekki grein fyrir því hversu afskaplega jarðvegurinn er tyrfinn og erfiður yfirferðar.

Jesús fór fyrstur allra manna í leiðangur þennan og sýnir og sannar fyrir mönnum hvers sé að vænta, gefur eigin reynslu til komandi kynslóða sem sjálfur tileinkar sér sannleikann ásamt heilum hellingi af sannfæringu sem gekk hnarreist með honum allt til enda.

Öllu sem Jesú mætir á vegi þessum munum við sem fylgjum honum einnig mæta og af þeirri einu ástæðu að allar hindranir eru enn til staðar og hverfa ekki þaðan fyrr en manneskja sem þverskallast við hættir sinni þversköllun og tekur við boðskapnum sem, eins og skeði hjá okkur, kallar fram gleði og fögnuð hjá hinum. Af þá skilningnum einum saman sem kominn er og er allur frá Jesú sem vill gleðja og hvetja sinn verkamannahóp sem starfar með honum á akri Guðs gegnum heilagan anda sem ein og sérhver trúuð manneskja ber sem á annað borð fylgir Jesú og gerir af heilum hug. Og af hverju? Nú, Jesú er umhugað að sitt fólk gefist ekki upp og kemur annað veifið inn með uppörvandi hressingu til hans og/eða hennar sem er annaðhvort að kenna eða þá að boða fólki trú með beinum hætti á Jesú Krist krossfestan.

Jesús hefur þegar farið þennan veg og þekkir allar hindranirnar á veginum og lætur okkur hin sem eftir honum koma vita um þessar ójöfnur til að létta okkur byrðarnar af boðuninni og vitandi sem er að það sem hann sjálfur lenti í munum við einnig sjá og upplifa á eigin skinni og ekki er neitt verra að gera sjálfan sig sem allra best undirbúna í þetta tiltekna og mikilvæga verkefni og sjá alla þörf á að loka hringnum með orðunum „Sannleikur og staðfesta“-og halda í þetta á hverjum degi og í hvert sinn sem við boðum og kennum fólki að ganga veg trúar og eiga þá til þessa fullvissu um að á þessum vegi munum við mæta þrengingu, vanskilningi fólks, efa fólks, reiðilegum frammíköllum fólks ásamt öllu hinu sem vel mætti nefna og margsinnis verið nefnt og við þekkjum sum hver?

Lesið sögu Krists og allt þetta allt blasir við augum og við skynjum og skiljum að hann hefur þegar farið veginn og að við höfum beina kennslu um efniviðinn frá fyrstu hendi, sem er alltaf besta leiðsögnin með þá vissu að sá sem leiðina hefur farið og gerþekkir og segir okkur í ofanálag sannleikann og ekkert nema sannleikann og er þekktur fyrir sannleikselsku sína, að slíkum skal fylgja. Sjáum við ekki mikilvægi þess að trúa orði Guðs? Það tel ég liggja fyrir.

Við verðum að muna að Jesús gerði allt fullkomið á krossinum og vitnar í hann sem hann er sendur af, það er Föðurinn, og að við sem nú störfum erum kölluð og send af Jesú eingetnum syni Guðs, sem öndvert hefur kallað og sent mig og þig í dag og við lent í sama og við lesum að hann gerði.

Skilningurinn sem kemur er í raun og veru siguraflið á þessari leið sem og Drottinn mun sjálfur sjá um að fólk öðlist sem þegar er að boða hinn upprisna Jesú. Við sem þekkjum Jesú vitum að með þessum hætti er þetta og ekkert öðruvísi. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

  1. nóvember 2024.

Ég reyni trúna og sé vankanta til að lagfæra.

Fátt er einkennilegra en trú manna í verki og hversu ofboðslega erfitt verk getur reynst fyrir annað fólk að sjá að verk einstaklings sem trúir á Jesús eru öll unninn af trú hans á Jesús og leggur alla stund á það sjálfur að þekkja Jesú vel og enn betur í dag en var gær.  Þetta er sitt markmið sem er afskaplega hjálplegt við að gera fólk, einstakling, heilsteypt trúað fólk sem fyrst og síðast blínir á Jesú og horfir á hann með sínu fagra trúarhjarta alveg eins og Jesús sjálfur gerir hvað sinn himneska Föður áhrærir.  Jesú leitaði aldrei álit nokkra annarra manneskja hvað sig sjálfan varðar og hélt þessi striki sínu hvað sem tautaði og raulaði allan sinn jarðvistartíma sem Faðirinn uppálagði honum hverju sinni að gera.  Jesú vissi og veit að Faðirinn veitir honum réttar Guðlegar upplýsingar sem Jesú algerlega treystir á og trúir á og gefur okkur með trú sinni frábært fordæm fyrir okkar eigin trú.  Og við smá saman lærum hvað trú í grunninn sé og einnig að treysta Jesú og gerum umfram eigin visku og þekkingu í því ljósi að Kristur hafi gefið okkur réttar upplýsingar sem óhætt sé fyrir okkur að fara eftir og að hann einni gefi okkur réttar upplýsingar sem mikilvægt öllu fólki að vita og líka viðurkenna með sér sjálfu.  Að trúa er gríðarlegt afl í lífi hvers einstaklings sem trúir. Og víst eru um það.

Sem sagt:  Jesú bar fram trú sín af fyrst og fremst verkum sínum og orðum sínum.  En hvað með mig og þig?  Eru verkin okkar sem við segjum vera í Jesú, að standast þau frekari skoðun herra okkar?  Bið vitaskuld um að sú sé raunin og veit að verkið er vel vinnandi vegur en þó einvörðungu fyrir hins trúaða og einnig að þa getur  ekki gerst nema fyrir heilshugar fylgi við hann sem dá á krossi og reis upp frá dauðum á þriðja degi og við vitum að þessi einstaklingur heitir Jesú.  Munum að það er ekki hægt fyrir nokkur mann að risa upp frá dauðum og að Jesú braut þetta ok manna á bak aftur og gefur mér og er kost á að trúa á sig og lifa sjálfum fyrir þetta nafn Jesú.  Sjáum við ekki af þessu hversu rosalega merkilegt fagnaparerindi er.

Jóhannesarguðspjall  7.  27-29.

„Nei, við vitum hvaðan þessi maður er. Þegar Kristur kemur veit enginn hvaðan hann er.“

Jesús var að kenna í helgidóminum og nú kallaði hann: „Bæði þekkið þið mig og vitið hvaðan ég er. Þó er ég ekki kominn á eigin vegum. En sá er sannur sem sendi mig og hann þekkið þið ekki. Ég þekki hann því ég er frá honum og hann sendi mig.“-

Já, full vinna er að trúa á Jesús og það ber okkur að gera og höfum leiðirnar.

„Mattuesarguðspjall  6.  33.

Orð Jesú „En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.“- er lykilsetning trúarinnar til að hvert og eitt okkar fáum reynt hvað trú á Jesú sé og hann gefi okkur leiðina að þessum mikilvæga og um leið merkilega skilningi og þekkingu sem við þó munum ekki öðlast látum við aldrei á neitt af þessu reyna.  Að trúa er um leið að lata reyna á til að trúin á Jesú fái birst okkur og opinberað fólki hvað við í raun og veru það á.  Þá fyrst fjúka hindranir um.  Orðið kennir þetta og því fyrr sem við skiljum sjáum við og að orðið er öruggur vegvísir og við förum að skynja Jesú sem þennan klett sem Jesús er.  Hér sjáum við mikilvægi þess að trúin sé reynd, af þá trúaðri manneskju.  Jesú gefur einstaklingsbundna trú númer eitt, tvö og þrjú.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen

24. nóvember 2024.

Mikilvægt er að hafa skilning á því sem maður sjálfur er að segja og/eða kenna öðru fólki. Hafi maður skilninginn hefur maður einnig aukið eigin getu til að útlista betur fyrir fólki það sem maður reynir að koma til skila í formi kennslu. Ljóst er að kennsluna eru mönnum mislagðar hendur við og bara sumum gefið að koma öllu því frá sér á auðveldari hátt en mörgum öðrum manninum. Góður kennari lærir að nota sem allra fæst orð í sinni kennslu, sem er viss kúnst og kemur með æfingunni en málglaður meðtekur seint. Lífið er æfing og meira en flest annað. Með æfingu næst upp meiri og betri færni til kennsluverka.

Að vera góður kennari hefur ekki svo mikið með greind fólks að gera heldur meira að koma henni frá sér á sem skiljanlegasta máta fyrir fólk sem heyrir og nemur. Ekki er samt öll kennsla fyrir fram neitt sérlega gagnleg og sum kennsla tóm tímaeyðsla. Enginn fer því lengra en hann getur með góðu móti farið. Kennsla með skilningi er gulls ígildi.

Skoðum orðið:

Jóhannesarguðspjall 3. 9-11.

„Þá spurði Nikódemus: „Hvernig má þetta verða?“

Jesús svaraði honum: „Þú ert lærifaðir í Ísrael og veist þetta ekki? Sannlega, sannlega segi ég þér: Vér tölum um það sem vér þekkjum og vitnum um það sem vér höfum séð en þér takið ekki á móti vitnisburði vorum.“- Nákvæmlega. Sumir kennarar, fræðimenn, á tímum Jesú voru ekki sérlega vel að sér í sínum fræðum og einnig mætir menn á borð við Nikódemus sem greinilega hefur verið mætasti maður en sér ekki enn hvernig sumt megi verða.

Kristur nefnir þetta við hann og er að sjá smávegis undrandi á þessum þekkingarskorti mannsins á málinu en ætti að vita betur miðað við mann sem gegnir þeirri stöðu sem Nikódemus hefur og því ljóst að fræði þau sem hann nemur af ættu að geta gefið honum ljós yfir hugtakið endurfæðing að hún tengist með engum hætti fæðingu barns fyrst er það kemur í heiminn og að Jesús er að tala um annað en náttúrulega fæðingu.

Þetta bendir til þess, staðfestir raunar, að hugtakið endurfæðing sé ekki til hjá ágætum Nikódemusi. En það auðvitað er fyrsta skilyrði til skilnings en er auðsjáanlega ekki til staðar vegna þess að orðið endurfæðing er ekki til hjá þessum ágæta manni. Sé ekkert til um eitt og annað liggur fyrir að menn velta því ekkert fyrir sér af þeirri augljósu ástæðu að til að fá fræðst meira um þennan og hinn efniviðinn verða menn áður að hafa eignast grunninn sem öll fræðsla og þekking byggir eftirleiðis á. Allt sem sjá má á sinn eigin upphafsreit sem í þessu tilviki er gjöf heilags anda. Hann er upphafsreitur réttrar þekkingar. Samt veljum við orð sérfræðingsins frekar en sannleika lifandi Guðs.

Jóhannesarguðspjall 3. 12.

„Ef þér trúið eigi þegar ég ræði við yður jarðnesk efni, hvernig skylduð þér þá trúa er ég ræði við yður um hin himnesku?“- Andleg umræða rekst alvarlega á alla heimsins umræðu sem jafnvel greindustu menn og menn á borð við Nikódemus eru með engum hætti að ná að tengja sig við og geta heldur ekki með neinum einasta hætti náð neitt upp í. Allt er þetta til staðfestingar um hversu mjög við þurfum Drottin Jesú og að vita hversu trúin á Jesú sé okkur svo rosalega nauðsynleg. Góð byrjun. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

  1. nóvember 2024.

Ljóst er að Jesú þekkti sjálfur og fyrir fram alla þá menn sem hann ætlar sér að starfa með og velja sjálfur og eru mennirnir sem persónulega lærðu af honum og notast er við enn í dag og Jesú er sendur með og hrint úr vör hér á meðal okkar. Við þekkjum þetta starf sem kirkjan og vitum flest fyrir hvað henni er ætlað að standa vörð og einnig að varðstaðan snýst um að boða Krist krossfestan og upprisinn með áherslu á upprisuna sem allir munu komast undir sem trúa á Jesú og treysta boðskapnum sem hann í þeirra eyru leggur grunn að og þeir horfa á með eigin augum og reynslu hvernig virkar og munum margoft verða vitni að lömuðu fólki sem með orði frá honum nær fullum styrk í líkama sinn, blindum sem fá sjón og dauðum sem risu upp frá dauðum og allt fyrir augum sumra okkar og alveg eins og var hjá frumkvöðlum kirkjunnar.   Umfram allt annað að þá þurfum við trú.

Kirkjan í dag starfar eins og þá var og notast við sömu kennslu og Jesú kenndi lærisveinum sínum í öndverðu og við lesum um í Nýja testamentinu, sem áréttar um leið og undirstrikar fyrir okkur mönnum hvort Guð muni ekki sjálfur standa vörð um þetta orð sitt og kenna komandi kynslóðum sömu fræði og forverar allra lærisveina nutu beint af munni Jesú. Við vitum að kirkjan hefur einn tilgang: að boða Krist krossfestan og upprisinn með áherslu á upprisuna.

Við sögðum áðan að Jesús hafi þekkt sína menn og gert áður en þeir vissu neitt um tilvist hans eins og kemur fram er við hefjum að lesa orðin sjálf. Til að mynda þessi orð:

Jóhannesarguðspjall 1. 40-42.

„Annar þessara tveggja, sem heyrðu orð Jóhannesar og fóru á eftir Jesú, var Andrés, bróðir Símonar Péturs. Hann finnur fyrst bróður sinn, Símon, og segir við hann: „Við höfum fundið Messías!“ en Messías þýðir Kristur, Hinn smurði. Hann fór með hann til Jesú. Jesús horfði á hann og sagði: „Þú ert Símon Jóhannesson, þú skalt heita Kefas,“ en Kefas, Pétur, þýðir klettur.“

Hér kemur þetta berlega fram að Jesús veit hver hver og einn af okkur er og áður en manneskja ber nokkra einustu kennsl á hann og er hreinn leyndardómur Biblíunnar og eins og hver annar leyndardómur sem um leið er afskaplega áhugaverður og krefst nokkurrar pælingar að komast til botns í hvað merkir. Sjálfur tel ég þessi orð Jesú vera með allra fyrstu leyndardómum sem Nýja testamentið opinberar sínu fólki. Atburðurinn lætur samt ekki mikið yfir sér í svona fljótu bragði en innihaldið við frekari skoðun er talsverður að vöxtum og hrein opinberun um hver þessi Jesú raunverulega sé. Og hver af okkur ætlast til af annarri manneskju að hún gerþekki manneskju sem hann og hún er að sjá í fyrsta skipti? Engin auðvitað og er heldur ekki gerlegt né nokkur vinnandi vegur að gera né að krefjast af fólki. Aftur komumst við á þann stað að sjá að málið snúist um að trúa orði Jesú og hversu trúin sjálf sé svakalega nauðsynleg í daglegri tilveru allra manna og kvenna.

Einnig ber okkur að leggja stund á fræðin eftir að trúin er komin til skjalanna vegna alls sem fyrir er, segjum af völdum eigin hugsana og skoðana sem við erum haldin af og sumpart fjötruð af.

Jóhannesarguðspjall 1. 46-49.

„Natanael sagði: „Getur nokkuð gott komið frá Nasaret?“ Filippus svaraði: „Kom þú og sjá.“- Við sjáum hér afstöðu einstaklings sem enn skilur ekki að staðir séu hvorki góðir né vondir og er maður með kannski beiska reynslu sjálfur af Nasaret. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

  1. nóvember 2024.

Við vitum hversu óskaplega menn við vissar kringumstæður geta orðið miskunnarlausir og svo gersamlega sneiddir allri meðaumkun að í raun og veru orðið hver öðrum beinlínis hættulegt fólk. Þessi birtingarmynd er alltaf annað veifið á stjái. Hvar sem eru stríðsátök blasir þetta við hvert sem litið er og hafi hermenn óvina, svokallaðra, leikið íbúa illa, sem er þekkt dæmi úr stríðssögunni og aftur kominn á friður og búið að handtaka suma af þessum mönnum og fólkið þustir að þessum uppgjafahermönnum, fólk sem kannski vann með óvinaliðinu, eins og alltaf gerist þar sem stríðsátök eru og beinlínis rífur þetta fólk í tætlur með eigin höndum. Mörg dæmi um þetta þegar átökum loks linnir og óvinurinn er gersigraður og búinn að leggja frá sér vopnin sem merki um sína algera uppgjöf. Þá er komið að hinum, að ná fram hefndum, og fólk þustir að þessum mönnum og beinlínis og í orðanna fyllstu merkingu rífur þá í tætlur og með auðveldum hætti réttlætir þessi voðaverk og er birtingarmynd sem aftur og ítrekað hefur komið fram. Samt segir Gamla testamentið (Lögmál Gyðinga):

  1. Mósebók 20. 13. „Þú skalt ekki morð fremja.“- Hvar og hvenær missa orðin marks?

Hvar í þessum orðum sjáum við réttlætinguna á að myrða aðra manneskju sem jafnvel hefur sjálf orðið uppvís að að fremja voðaverk og leika annað fólk illa? Hvergi. Orðið talar afskaplega skýrt þarna að ekki verður neitt misskilið. Af hverju fremja menn þá slíka óhæfu? Vegna þess að fólk almennt hlýðir ekki raustu og ákvæðum lifandi Guðs og það hefur alltaf verið vandinn.

Til eru sögur víða í löndunum þar sem nasistar Hitlers hertóku og léku fólk afskaplega illa hvar sem þeir voru og af danskri andspyrnuhreyfingu sem var starfandi þar í landi að eftir styrjöldina færi hún á stjá til að leita þetta fólk uppi sem væri hliðhollt nasistunum og dræpi hvar sem þeir fundu það og fullkomlega réttlætti verk sín. Í ljós kom síðar að sumir sem þarna voru myrtir í hita leiksins var fólk sem voru ekki nasistar en þekktu kannski einhverja nasista og sátu á stöðunum sem þeir vöndu komur sínar á og andspyrnuhreyfingin merkti sér og taldi hliðholla nasistum og jafnvel starfa með þeim, sem er rangt og var síðar í einhverjum tilvikum sannað.  Og hvað er svona lagað annað en miskunnarleysi?

Skoðum Rómverjabréfið. 13. 8-11:

„Skuldið ekki neinum neitt nema það eitt að elska hvert annað því að sá sem elskar náunga sinn hefur uppfyllt lögmálið. Boðorðin: „Þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki girnast,“ og hvert annað boðorð er innifalið í þessari grein: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Kærleikurinn gerir ekki náunganum mein. Þess vegna er kærleikurinn uppfylling lögmálsins.

Gerið þetta því heldur sem þið vitið hvað tímanum líður, að ykkur er mál að rísa af svefni. Nú er okkur hjálpræðið nær en þá er við tókum trú.“-

Hér er hvergi minnst á kringumstæður né aðstæður sem upp kunna að koma sem heimila mönnum að taka öll völd yfir í sínar hendur og gera hvað sem þeim lystir og að breytast í fólk sem kastað hefur allri miskunnsemi út um gluggann sinn. Og hver er þá orðinn óvinurinn? Hver annar en maðurinn sjálfur sem dirfist að réttlæta verk sín af því öllu óskaplega sem áður hafði skeð og tekur sér í raun og veru völd sem réttkjörin stjórnvöld réttilega hafa og eiga að fást við en ekki múgurinn. Vandinn er að á orð Guðs er ekki hlustað og hugsunin mín hefnd skal ná fram kemst að. Allt vegna þess að Guðs orð á í vandræðum með að starfa. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

17. nóvember 2024.

Leitum sannleikans.

Rétt er og hollt er fyrir manninn að leita til Jesú um svörin sem hann leitar eftir og telur sig þurfa á að halda. Hvar sem eru rétt veittar upplýsingar að til slíkra staða er hyggilegt að leita. Við þurfum upplýsingar og einnig að vita hvar þær sé að finna réttar. Allt sem er rétt einnig heldur. Allt sem er satt og rétt það lifir. Kristur segir okkur og hvetur okkur til að segja sannleikann og lifa sannleikann. Jesú hefur svörin fyrir okkur. En við þurfum þá að koma til hans og þiggja og heyra það sem hann hefur að segja og leggur fram.

„Hvað er sannleikur?“ spurði Pílatus Jesú og gekk burt. Hann vildi ekki heyra sannleikann sagðan af sannleikanum sjálfum og var ekki trúaður á að akkúrat þessi maður hefði neitt það fram að færa sem hann sjálfur vissi ekki og að það sem hann segði væri eitthvað haldbetra sínum eigin orðum og reynslu sem fyrir fram skákaði eigin vitneskju um eitt og annað og taldi margt gagnslaust. Vissulega vita menn margt en ekki alltaf allan sannleikann vegna þess að þeir eru ekkert sérstaklega uppteknir við að leita hans né sækja hann og eru undafari margra sorgarsagna sem líf sums fólks er oft fullt af vegna þess hversu fáir í raun og veru leita sannleikans né gefa honum nokkurn gaum. Það er skiljanlegt miðað við allt þetta kraðak sem gangi er og við sjáum hvert sem litið er handvömm og helling af mistökum sem menn gera og stundum aðrir verða að lagfæra eftir þá. Af mistökum er heimurinn fullur. Af hvers völdum? Mannsins. Meistara mistakanna sem enginn sem leitar réttra upplýsinga og þeirra gagnlegustu þarf að horfast í augu við og forða sjálfum sér frá enn einni hörmungarsögunni sem þessi heimur er fullur af. Verum ekki lengur þar. Hlustum eftir rödd Drottins.

Ekkert okkar sér lengra nefi sínu og bara það sem umhverfið birtir augum okkar þá og þá. Það sem er þar fyrir framan getur enginn maður vitað en höfum aðgang að aðila sem veit um allt fram undan og er mesta hyggni að notfæra sér það sem akkúrat þessi einstaklingur hefur um mál að segja. Hann er viskan sjálf. Orð hans gilda og falla aldrei úr gildi. Jesús er Guð.

Já, hann heitir Jesú sem þú samþykktir eftir að hann opinberaðist þér og þú eignaðist skilyrðin til að velja og hafna og varðst þessi merkilegi sannleiksleitandi, sem sumpart er hættulegur staður að vera á vegna þess að alls konar mun færast þér í fang í þessari leit þinni sem þér mun finnast áhugavert og telja að svari spurningum þínum og þú jafnvel dróst að en sem betur fer fórst ekki alveg á kaf inni í en nógu langt þangað inn fyrir til að vilja ekki vita meira og dróst þig út þaðan aftur.

Við þennan sannleika kannast sum okkar, og reyndar á eigin skinni, en fá í dag í sig hroll er hugurinn leitar inn á þessar háskaslóðir af þeirri einu ástæðu að hafa séð að vegur þessi er hrein villislóð sem margir svo sem hafa ratað inn á og gersamlega týnst þar. Slík er nú blekkingin. Allt Satansveldi er algerlega miskunnarlaust og eyðir og tortímir öllu sem þangað dregst og sleppir engu, komist Kristur ekki og Jesú kemur er víst að þá fara engar samningaviðræður fram heldur tekur Jesú eign sína til baka, mig og þig, og færir yfir í sínar búðir og Satan sleppir herfangi sínu og á sjálfur ekkert. Enda hér til að stela, slátra og eyða. Satan er ræningi sem stelur mörgu og er meistari allra blekkinga og lyga sem ekkert okkar vill þekkja sem þekkir kauða en margir hafa samt fallið í valinn fyrir vegna eigin vals og uppskáru hörmungarnar einar. Fólk er án afsökunar láti það afvegaleiðast. Allir hafa sama aðgang að sannleikanum Jesú. Leitum á hans náðir.

Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

16. nóvember 2024.

Frjáls í Jesú nafni.

Enginn maður þarf leyfi nokkurs manns til að kenna upp úr Biblíunni og enginn heldur kennir upp úr svo helgri bók nema á vissan hátt að hafa til þess leyfi en samt ekki frá nokkrum manni/mönnum heldur leyfi sjálfs dýrðlegs Jesú almáttugs. Hann gefur allt leyfi sem þarf til verksins og engin manneskja getur stöðvað þetta leyfi hans en reynir það svo sem, eins og mýmörg dæmin sanna. Menn eru oft ofur uppteknir við að slá á fingur hvers annars.

Lúkasarguðspjall 20. 1-8.

„Eitt sinn var Jesús að kenna fólkinu í helgidóminum og flutti fagnaðarerindið. Þá gengu æðstu prestarnir og fræðimennirnir ásamt öldungunum til hans og sögðu: „Seg þú okkur, með hvaða valdi gerir þú þetta? Hver hefur gefið þér þetta vald?“

Hann svaraði þeim: „Ég vil og leggja spurningu fyrir ykkur. Segið mér: Hver fól Jóhannesi að skíra, var það Guð eða voru það menn?“

Þeir ráðguðust hver við annan um þetta og sögðu: „Ef við svörum: Það var Guð, spyr hann: Hví trúðuð þið honum þá ekki? Ef við svörum: Það voru menn, mun allt fólkið grýta okkur því að menn eru sannfærðir um að Jóhannes sé spámaður.“ Þeir kváðust því ekki vita hver fól honum það.

Jesús sagði við þá: „Ég segi ykkur þá ekki heldur hver fól mér að gera þetta.“ -

Við sjáum að Jesú er að kenna og gerir alveg greinilega í algerri óþökk æðstu prestanna, öldunganna og fræðimannanna sem á þessum tíma eru valdastéttin í landinu sem menn bugta sig og beygja fyrir og gera það sem þeir segja. Væri út í það farið. Þeir eru valdið. Og hvað var Jesús þessi þá að vilja upp dekk og kenna fólkinu án þess að þeir hafi áður haft pata af tilteknu verki meistarans og hann samt þarna að tala til fjölda manna án þeirra sérstaka samþykkis? Spurning ágætra mannanna um Jesú ber þetta viðhorf með sér.

Einnig segir í ritningunni að fjöldi manna og kvenna hafi verið á staðnum gagngert til að hlusta á það sem Jesú hefur að segja og greinilegt er að hann er orðinn allvel þekktur maður víða í Ísrael og þangað sem hann var sendur til að boða Guðs útvaldri þjóð fyrst allra þjóða fagnaðarerindið sem Gyðingarnir hafna og fagnaðarerindið frá þeim degi átt á brattann að sækja og hvar sem fagnaðarerindið er flutt mætir það vissri mótspyrnu sem oft birtist sem algert sinnuleysi fólks og gerist vegna þess að til er synd. Allt byrjar þetta með synd.

Ritningin segir að allir þessir menn séu Gyðingar sem, eins og aðrir Gyðingar, vænta komu frelsara sem leysi þá. Að engum þeirra hvarflar að Jesú kunni að vera þetta sem og í ofanálag er sonur einhvers smiðræfils og móðir hans unglingsstúlka sem vart er af barnsaldri. Við vitum að mennirnir sem að honum komu þennan dag eru allir Gyðingar sem bera upp við hann sínar spurningar. Sem sagt. Jesú gefur sér sjálfum þetta leyfi án nokkurrar aðkomu valdstéttarinnar og það má bera gott fram úr góðum sjóði eigin hjarta á sama hátt og Jesús gerir. En honum mætir fyrirstaða og orðinu mætir oft fyrirstaða. Hér má benda á útkast orðs Guðs úr grunnskólanum þar sem Jesús sjálfur kemur fram sem ákveðið vald og ekkert annað.

Við, lærisveinar Jesú í dag, erum erindrekar Krists á jörðinni með allt vald í raun og veru frá honum og engum mönnum Við megum ræða trú okkar ef við sjálf viljum og mætum oft mótspyrnu. Oft frá kirkjudeildum. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

15. nóvember 2004. (b)

Sjálfstætt val fólks.

Að hætta starfi er og sjálfstætt val fólks. Vilji menn fara, nú þá sér maður ekki annað en að þeir fái bara að fara. Vilji þeir koma til baka og hefur snúist hugur sér maður ekki annað en að þetta fólk leggi þá aftur inn umsóknarbeiðni um tiltekið starf. Með þessum hætti er þetta. Enginn fyrir fram á neitt er kemur að sjálfum rekstrinum. Að vilja og telja sig og þurfa að fara á hnén og grátbiðja fólk um að koma til baka sér maður nú litla reisn í né nokkurn tilgang. Menn voru ekkert að jóka með sinni uppsögn.Með þessum hætti ber öðru fólki að taka við þessari uppsagnarbeiðni hvort sem viðkomandi er það ljúft eða leitt sem og öðrum sem að málinu koma og gera það án kannski mikilla athugasemda né samviskubits, eins og stundum finnst manni örla smávegis á. Sem er óþarfi hafi samningsaðilar gert sitt besta við, segjum, samningaborðið.Fyrir utan svo það að þá er enginn einstakur starfsmaður svo mikilvægur að verk standi og falli með honum og henni. Og skárra væri nú, þó halda mætti af umræðunni, að sumt fólk álykti sem svo. Öll förum við í þessa stöðu og hina. Samt ráða menn sér sjálfir og koma eða þeir velja að fara. Hvað geta stjórnendur gert sem standa andspænis slíkri ákvörðun starfsmanna? Nákvæmlega ekki neitt og reyna ekki einu sinni. Fæstir þeirra að minnsta kosti tel ég.Nei, vinir, og sem betur fer taka sjálfstætt hugsandi menn enn sjálfstæðar ákvarðanir að öllu leyti fyrir sig sem við breytum ekki svo glatt né heldur um það hvort fólki finnist garðurinn við hlið sér grösugri og blómlegri sínum eigin garði og yfirgefi svæðið með þeim orðum að hér sé ekki lengur hvorki verandi, vinnandi né hangandi. Svo sem sjónarmið en ekkert okkar fær stjórn á öðru fólki og margt af því er einkar óánægt og mest og kannski oftast nær innra með sér sjálfu og í sínu eigin hjarta.Fólk sem hefur það verkefni með höndum að semja um laun einnar og annarrar starfsstéttar hefur alla tíð miðað þá vinnu við mannsæmandi launakjör sinna umbjóðenda en getur ekki náð öllu sínu fram vegna þess að viðsemjandinn er þessu ekki sammála og er stífur og þver og hegðar sér stundum eins og þvergirtur asni stopp á miðri brú. Þá hefjast hinar eiginlegu samningaviðræður, um til að mynda kaup og kjör, og báðir samningsaðilar reyna að ota sínum tota og báðir gefa eftir af eigin kröfum. Og með þeim hætti eru þau mál öll saman vaxin en sé það allt betur skoðað hefur það ekki svo mikið með uppsögn og ekki uppsögn að gera. Að vera óánægður þar sem maður er er fólkinu vissulega byrði og sinn Akkílesarhæl sem öll laun hafa lítið um að segja, þó að þannig sé oft talað.

 

Viðbót

„Hvar í veröldinni þarf að semja við sérstakt samningaborð og svelgja í sig ómæltu kaffi ef atvinnurekendur sættu sig við bréfkorn ágæts verkalýðsfélags sem kvæði á um, segjum, 60% hækkun lægstu launataxta umrædds fyrirtækis og viðsemjandinn hoppi hæð sína af hreinni gleði, segi við hina í kring: „Þar vorum við heppnir. Átti sjálfur von á 90% launakröfuhækkun á þau lægstu frá verkalýðsfélaginu“ og stökkvi strax til og samþykki skipunina. Eigi ekkert að ræða málin og svona bréfkorn bærist fundinum væri það hvort eð er bara hrein skipun. Og hver samþykkti þetta?”

 

Viðbót við viðbótina.

Hve oft hefur maður ekki séð gegnum tíðina að þó einn/ein hverfi úr starfi að raunverulega þá breytist samt ekkert á vinnustaðnum og verkin halda áfram á sínum hraða og enginn spyr um neitt og maður kemur í manns stað. Óánægður, ánægður eru allir þarna saman við og innan um eins og alltaf hefur verið.

Stundum gera menn svo mikið úr svo pínkulitlum efnivið og eru sígrátandi daginn út og inn vegna launa að í því tek ég ekki þátt. Sjálfur hef ég tilheyrt láglaunastétt lungað af minni ævi og tilheyri í dag deild ellismella á strípuðum ellilaunum og kvarta ekki yfir stöðunni vegna þess hreinlega að ég nenni því ekki og hef nóg annað með tímann að gera en skæla og væla. Enda er gaman að lifa og gaman að eldast og bæði fráleitt neitt kvíðvænlegt. Þetta er nú afstaða mín til málsins á þessum ágætisdegi Drottins.

 

 

15. nóvember 2024.

Samstarf og samvinna einkennir oft kirkjunnar menn og konur sem er jákvæður og skýr vilji Drottins drottna Jesú Krist með sitt fólk. Með samvinnunni, ásamt vináttunni á milli kristinna manna, í þessu býr viss leyndardómur sem Drottinn gefur hverju og einu skilning á og við verðum heiminum augljósari og um leið orðin þeim viss vitnisburður um frelsara sem tengir allt sitt fólk saman og er einn fær um að viðhalda tengingunni við sitt fólk og sjá um það allt saman sjálfur og gerir einvörðungu í gegnum eigin kærleika sinn sem hann hefur til allra manna og kvenna. Við sjáum að fólk er ólíkt Jesú vegna allra sinna sveiflna og endalausa hiks.

Jesú sem sagt er allt í öllu og alls staðar. Hversu langt er ekki síðan sem maður hefur áttað sig á þessum sannleika og einnig hinum að án hans erum við nákvæmlega ekki neitt og ekkert nema uppblásnir og vindskekknir vindbelgir sem gortum okkur og eignum okkur verk annarra manna og kvenna án minnsta kinnroða sem við þó komum aldrei nálægt né hjálpuðum neitt til við verkefnið og hvarflaði að engum að gera en megum þó eiga að hafa ekki staðið í gegn en vorum þó stundum svona uppundir beinir andstæðingar. Samt er betra að veita verkum fólks fylgi, og aldrei að vita nema síðar sjái ég og viðurkenni vitglóruna í verkefninu. Sumt sjáum við síðar. En þá eigum við líka að vera fólkið sem játar sannleikann er hann blasir við og vera stolt af og segja við sjálfan okkur: „Alltaf megi nú betrumbæta sig.“- Að benda á augljósa villu er annað. Jesús elskar betrumbót fólks vegna þess að betrumbót er annað orð yfir að hafa séð. Og Kristur er þar. Trúið þessu.

Um allt svona þarf hvert og eitt okkar sjálf að standa vörð og læra að ráðist er á allt svona vegna þess að það er gott fyrir manninn að ástunda og vera í. Vilji heims og manns, oft er þetta með þeim hætti, vill ekkert svona eigið en breytir ekki vilja Guðs sem er alltaf réttu megin við línuna og fái hann ráðið að þá kemst þessi andstyggð ekki að, sundrungin, sem vinnur einvörðungu í þágu sundrungarinnar sjálfrar og kann sitt illa fag með miklum ágætum. Allt er gert, oft er þetta með þeim hætti, til að eyðileggja alla sameiningu sem Kristur er að byggja upp og vill hlúa að og vernda og verja mönnum til góðs.

Við höfum verkfærin og kunnum mörg hver ágætlega með þau að fara en samt gerist svo fátt vegna gangleysisins af að vera með þau úti í geymslu og þar hangandi uppi á vegg á tugum snaga. Bara sum okkar nota þessi verkfæri og gera máski daglega og er þá fólkið sem viðheldur þessu góða og Jesú áréttar aftur og ítrekar að verkin séu ærin en verkamenn fáir til að sinna þessum verkum sem allir eru sammála um en geta aldrei séð sig sjálfan sem þá einn af þessu fólki starfandi á akrinum sem við öll samt ráðum og viljum að sé virkt og með helst yfrið nógan mannskap á hverjum degi. Samt girðir svo fátt fólk sig í brók og byrjar, þó að Kristur tali með þessum hætti. Og þetta vitum við. Hvar er þá hindrunin? Hvar annars staðar en ég og þú sem „Æi, nennum þessu ekki.“ Og/eða notumst við hina afsökunina um að hafa ekki tíma í verkefni og þykir það leitt og er hin afsökunin.

Í grunninn heitir þetta „blinda“ sem mikið er til af í heiminum hér. Enginn er fullkominn nema Jesú. Að honum höfum við allan aðgang og erum án afsökunar hlekkist okkur á sem beint má rekja til einhverrar aulavillunnar. Sem er nú æði oft. Ekki satt?

Blindan er víða og samfélag kristinna manna sætir henni oft og uppsker því hvimleiða sundrungina þó að mörg kennslan fjalli með beinum hætti um gildi allrar sameiningar sem okkur flestum líkar en náðum þó sjaldnast að tengja beint mikilvægu sjálfinu, að gott starf entist, sama og ekki neitt. Allt af sömu ástæðu. Öllu úthaldi er áfátt. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

14. nóvember 2024.

Drottinn umskapar hjarta manns þegar sá raunveruleiki opinberast að maður er á sekúndubroti orðin trúuð manneskja öndvert við vantrúaða manneskju eins og gilti fyrir þetta merkilega og áður tiltekna sekúndubrot og var sannleikur manns áður en að hinu atvikinu kom. Þar urðu þessi merkilegu umskipti hjartans sem við enn búum að og heitir á máli trúarinnar „Að hafa endurfæðst“-á andartaki.

Vissulega leyndardómur sem erfitt er að útskýra og um leið sanna fyrir fólki og þar eina leiðin að leyfa verkum trúarinnar að tala sjálf með hvort sem er verkum eða orðum sem benda til trúar sem manneskjan segist eiga og menn mögulega sjá eftir að trúin kom til skjalanna og menn vakna og vita að trúin er komin og við orðin þetta umskorna fólk á hjarta sem við enn berum með okkur og allt til dagsins í dag, með hjálp Jesú Krists.

Eftir þetta athyglisverða sekúndubrot sem hvolfdist yfir okkur og gegnvætti trúna upp úr og niður úr gátum við ekki aftur orðið sama fólk heldur fólk sem fengið hefur nýjan anda og aðra sýn á allan veruleikann og margt hjá okkur farið í glatikistuna sem við fellum ekki eitt tár yfir en fögnum öllu þessu nýja og viljum framvegis varðveita eins og sjáaldur augna okkar, eins og gerðist hjá mér í október/nóvember 1989, er ég eignaðist trú á Jesús Krist og náði að rótfestast í minni trú og ekki vikið þaðan frá þessu merkilega sekúndubroti lífs míns sem enst hefur allt til dagsins í dag og hver dagur minnir mann á að gangan sé fram undan og verði jafn strembin og verið hefur og maður býst við svipaðri baráttu áfram og mikilvægi þess að halda vöku sinni og vita að henni lýkur ekki fyrr en seinasti andardráttur er tekinn. Mikilvægt er að deila eigin reynslu, allt frá lifandi Guði sem tekur því sem hann gerir alvarlega og sér ekki eftir nokkrum sköpuðum hlut sem hann gerir. Vegna þess að vera fullkominn í öllu sem hann framkvæmir, sem er merkilegt að skuli vera en er borðleggjandi dæmi um að allir menn skuli vita og um leið líka trúa. „Trúin er nauðsynleg“- segir orð Guðs. Sannarlega er trúin það.

Já, hið eilífa líf er gjöf Guðs án nokkurs atbeina nokkurs manns sem eignast. Gjöfin bara kom og hvolfdist yfir manneskjuna og hún upplifir sig eftir það frjálsa með öllum þeim fögnuði sem er meðfylgjandi þessu frelsi og byrjunarreiturinn alltaf þessi sami fögnuður sem vaknar þó að gangan komi með til fólks alls konar sem mun leitast við að stroka út allan fögnuð og/eða endurvekja á nýjan leik til að efla trú manneskjunnar og geri að verkum að enn erum við ekkert að fara og enn sem fyrr staðráðin í að not sé áfram fyrir gjöfina og áfram leitast við að boða fólki fagnaðarerindið um Jesú sem sendur var til jarðarinnar frá himni sem gerbreytir öllu sem hér er og að umbreyta svörtu yfir í hvítt og vondu yfir í gott og þakka krossfestum og upprisnum Jesú sem síðastur mun tala á þessari jörð og ryðja um koll heimskipulaginu sem nú ríkir og gerir fátt nema mistök og er fyrir margt löngu allt stagbætt og strangt til tekið handónýtt en samt enn verið að notast við vegna þess að hafa engin önnur ráð nema þessi.

Samt má sjá gott eitt fram undan í trúnni sem er ekkert undir þessu ömurlega heimsskipulagi og er um leið hvatning til mín og þín til áframhaldandi göngu á þeim vegi sem frelsisverkið kom okkur á og upplifðum og munum sum daginn og stundina sem þetta og frelsisverk Jesú Krists komst í hendi enn við veiklundað fólkið sem þekkjum enn ekki muninn á hægri hendi okkar frá þeirri vinstri en höfum enn haft vit á að halda í útrétta hönd frelsarans sem lifði um aldir og gerði allt beint sem synd og Satan gerði bogið og höfum blessunarlega lært mikilvægi þess af styrk Jesú í lífi okkar og vitum að þar hefur nákvæmlega ekkert breyst. Satan veit mátt trúar einstaklings og hversu gríðarleg áhrif af trú geta verð sem alltaf munu hindra vond verk hans og þau alltaf lúta lægra fyrir ægikrafti Jesú. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

13. nóvember 2024.

Kristur kennir og talar um í ritningunum að hann sé kominn til jarðarinnar til að leita uppi einstakling, kenna og fræða einstakling og gera einstakling hólpinn og endaði sitt verk til að uppfylla allt sem hann sagði og virkjaði með því að fara á krossinn og deyja þar svo að Guð Faðir gæti reist hann upp til lífs. Við sem trúum rísum upp frá dauða. Þetta segir okkur að öll munum við deyja og eftir dauða eins og sérhvert taka út það sem við höfum áunnið okkur og í Jesú nafni miskunn sem við engan veginn unnum sjálf til, sem mikilvægt er að komist til skila, heldur af kærleika og elsku Guðs til allra einstaklinga þó að enginn í eigin mætti hafi unnið til neins svona, hafi fyrir fram nokkurn rétt til en fáum vegna góðmennsku og kærleika Jesú Krists til einstaklings. Ég og þú erum einstaklingar sem líðum margt og fögnum persónulega yfir einu og öðru og gerum hvort sem við erum í einrúmi eða með tylftir fólks í kringum okkur. Margir einstaklingar mynda hóp og mörg hugsunin skekkist.

Engin spurning er um að einstaklingur er Jesú afskaplega kær og hverju okkar sem er. Aðalatriðin gleymast furðu oft og er kannski ástæðan fyrir að ekki komum við alltaf neitt sérlega vel fram við annað fólk og veitumst að því, eins og sumra er siður og er heldur engum lifandi manni nein ný frétt þó að menn átti sig sjaldnast á ástæðunni hví við komum svo oft gegn hverju öðru að er af þessari vaðandi synd sem er hér til stela, svíkja, drepa og ljúga og lifir í raun og veru á þessari vafasömu afstöðu sinni og syndin skyrrist ekki við að beita og hefur breytt með framferði sínu hugtakinu „einstaklingur“ yfir í „allan fjöldann“-með útkomu sem er allt þetta miskunnarleysi sem menn fremja hvorir á öðrum og oftar en þeir sjálfir gera sér grein fyrir né vita að þeir tilheyri þá kannski þessum einstaklingi. Skoðum hver hann er:

Lúkasarguðspjall 18. 10–12.

„Tveir menn fóru upp í helgidóminn að biðjast fyrir. Annar var farísei, hinn tollheimtumaður.

Faríseinn sté fram og baðst þannig fyrir: Guð, ég þakka þér að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. Ég fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu sem ég eignast.“ - Pottþéttur gæi?

Hér sjáum við hjarta sem breiðir yfir þann part eigin hjarta sem geymir aumkun, miskunn og opinberar betur öðru alla heimsku og hroka fólks. Það er heimskulegt að stunda ekki miskunnsemi sem við sjálf þurfum svo mjög á að halda en fáum ekki neins staðar í kring og verðum af sjálfu hart fólk í hjarta og sjáum blasa við hvert sem litið er og sem allt þetta vonda og andstyggilega er einvörðungu verk syndar vegna þess að manneskjurnar klikkuðu og bjuggu til aðskilnað við lifandi Guð sem í kærleikanum vill gefa fólki til baka en einvörðungu í gegnum trú á Jesú og gefur allri visku heimsins og úrræðum langt nef.

En hve margir kristnir einstaklingar hrokast ekki upp af sinni eigin þekkingu á Guðs orði? Það fólk er of margt skal fullyrt hér og bætt við að hvarvetna sem hrokinn starfar er auðmýktinni áfátt. Við förum því hægt í að dæma orð ágæts fariseans sem kom við í helgidóminum til að biðjast þar fyrir og notaði öll sín hrokafullu orð sneiddur af miskunn í bæn sína. Verk fólks sveigir margt til.

Samt eltist Jesús áfram við einstaklinginn: Lúkasarguðspjall 19. 5-7.

„Og er Jesús kom þar að leit hann upp og sagði við hann: „Sakkeus, flýt þér ofan, í dag ber mér að vera í húsi þínu.“

Hann flýtti sér ofan og tók á móti honum glaður. Þeir er sáu þetta létu allir illa við og sögðu: „Hann þiggur boð hjá bersyndugum manni.“ - Dómharkan enn. Jesús lifir! Hann lifir! Amen

12. nóvember 2024.

Í eðli lifandi Jesú er að rétta hlut manna sinna og kvenna og gera ráð fyrir að allt sitt fólk leitist við að gera rétt og iðki sannleika og heiðarleika í öllu sínu fasi. Drottinn sjálfur er réttlátur sem lætur engin mistök upp á sig herma og gerir einvörðungu vilja föðurins á himnum og eru verkin sem hann skilur mér og þér eftir og vill að við breytum eins. Sem þá þessir lærisveinar sínir. Frá fyrsta starfsdegi Jesú á jörðinni má segja að allt verk hans eftirleiðis miðist við að veiða menn í net trúar. Öll kennsla og allt annað sem fram fer í kringum hann miðar við þetta og einnig allt sem hann segir og gerir frá því að hann hóf þetta starf sem í raun og veru hefur enn ekkert breyst og ég og þú sinnum í dag og vinnum með sama hætti og vinnum í þeim anda sem Jesús gefur og starfar alfarið út frá og bjó til grun svo öflugan að engu þarf þar neitt að breyta og strangt til tekið væri hið versta hættuspil að reyna að hrófla við einhverju þarna, og er reyndar útilokað að geti gerst vegna þess að Drottinn sjálfur vakir yfir öllu sínu handverki. Þennan sannleika vilja menn stundum gleyma. Einkennilegt.

Svo vel vandaði Jesús til allra sinna verka á meðan hann en er við sitt verk með beinum hætti að allt sem hann gerði, sagði og kenndi er enn í gildi þó að yfir tvö þúsund ár séu liðin frá því þessi orð voru töluð og þau verk sem hann gerði unnin og ekkert orða hans hafi verið afsannað, sem einnig er sitt afrek.

Jesús leggur grunn að sönnu réttlæti og sagði til um það hvernig sitt fólk muni öðlast þetta sitt réttlæti og segir berlega að það fáist með því að taka við þeim orðum sem hann talar og gera sömu verk og lærisveinarnir sáu hann gera og um er skrifað í Nýja testamentinu. Við erum örugg og trygg bak og brjóst og getum örugg haldið verkinu áfram og útbreitt fagnaðarerindið kinnroðalaust.

Skoðum orðið.

Lúkasarguðspjall 18. 11-14.

„Faríseinn sté fram og baðst þannig fyrir: Guð, ég þakka þér að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. Ég fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu sem ég eignast.

En tollheimtumaðurinn stóð langt frá og vildi ekki einu sinni hefja augu sín til himins, heldur barði sér á brjóst og sagði: Guð, vertu mér syndugum líknsamur! Ég segi yður: Tollheimtumaðurinn fór heim til sín sáttur við Guð, hinn ekki, því að hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.“-

Af ritningaversinu lærum við að greinilega er ekki nokkrum manni nóg andspænis Guði að vera með alla taktana klára og á hreinu og vera með hjarta sitt raunverulega langt frá Guði eins og sést hjá þessum ágæta farisea sem er ekki heiðarlegur hvorki gagnvart sér sjálfum né Guði sínum og ber það fram fyrir Guð sem í hjarta hans býr, dirfist að gera, en er ljóst að eru rangar upplýsingar hans til sjálfs sín sem hann samt er engan veginn að veita eftirtekt vegna þeirrar eigin sjálfumgleði sem gersamlega blindar manninn og fær til að mála fegurri mynd af eigin sjálfi sem það með engum hætti fær þó staðið undir. Hann beinlínis lýsir því yfir andspænis augliti Guðs hversu frábær manneskja hann sé og því vel í stakk búinn að líta niður til mannsins sér við hlið. Drottinn sjálfur gefur þessum orðum aldeilis ekki neitt fagran vitnisburð og því alveg ljóst að Guð getur ekki réttlætt mann sem ástundar hroka í orðum og hegðun. Enginn auðsjáanlega fær blöffað Guð og því nokkuð betri leið að taka vilja hans yfir til sín og gera hann og án allrar aðfinnslu.

Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

10. nóvember 2024.

Jesús vill að við kunnum skil á því hvað sé Guðsríkið og áttum okkur á að Guðsríkið sé ekki einhver tiltekin borg í ákveðnu landi, á þessum og hinum staðnum. Guðsríkið er ekkert af þessu heldur innra með manneskju sem Jesú miskunnaði sig yfir og fyllti heilögum anda og gefur viðkomandi hlutdeild með sér og í sér. Heilagur andi er tengingin við Jesú á himnum og um leið þessi beina tenging við sjálft Guðsríkið. Leyndarómur sem Jesú einn mun gefa sínum mönnum fullan skilning á. Og bara með þessum hætti eru mál þessi vaxin.

Þetta er að hafa eignast Guðs ríkið og við skiljum betur hví þetta stöðuga samband er með beinum hætti á milli trúar fólks á Jesú og skiljum um leið þennan stöðuga aðgang að þessu ríki sem við skynjum innra með okkur og gildir um tilveru okkar hér og að Guðsríkið sem við nú tilheyrum sé eilíft ríki öndvert við jarðríkið sem við hverfum úr til að fá alfarið tilheyrt Guðsríkinu og þar sem eilífðin er. Orðið segir um að jarðríkinu verði dag einn sópað burt og látið hverfa af jörðinni en við aftur á móti sem tilheyrum Jesú förum til staðarins sem bíður okkar og við í dag lútum. En þó ekki fyrr en síðasti andardrátturinn hefur verið tekinn í þessum grátandi og sumpart harmandi veruleika sem við lifum nú við og höfum gert alla okkar ævi. Af þessu sjáum við hversu líf manns, einstaklings, er grafalvarlegt mál og trúin nauðsynleg sem gefur okkur vonina um annað sem er miklu betra jarðlífinu. Besta mál.

Sannleikurinn er að við ráðum engu en fáum öll kost á að velja þann sem okkur er færður upp í hendurnar og heitir Jesú. Drottinn megum við velja. Sumir velja líf með honum og eyða tíma sínum á jörðinni með honum. En bara sumt fólk og að sjá mikill minnihluti mannkyns. Og hvað ætla ég að gera í því? Harla fátt annað en að boða áfram trú á Jesú. Önnur ráð en þessi hef ég því miður engin. Fáir velta þessu fyrir sér og eru talsvert miklu meira upptekin af að bjarga heiminum en sál sinni. Orðið segir um heiminn að hann muni farast en sumt fólk hirðir þó ekkert um af því einu að þekkja ekki orð Guðs og er það vandi alls þessa máls.

Sjáum við ekki þetta svakalega mikla og breiða bil á afstöðu fólks til máls af þessum toga? Er það allt vegna vanþekkingar manna á orði Guðs, sem sumir gefa ekkert fyrir og taka engan séns á að fylgja einhverju orði Guðs? Og hví skyldu þeir gera það með hvort eð er enga þekkingu á þessu sama orði né mátt þess og megin? Sumt er því vel hægt að skilja.

Skoðum orðið.

Lúkasarguðspjall 17. 15-19.

„En einn þeirra sneri aftur, er hann sá að hann var heill orðinn, og lofaði Guð hárri raustu. Hann féll fram að fótum Jesú og þakkaði honum. En hann var Samverji. Jesús sagði: „Urðu ekki allir tíu hreinir? Hvar eru hinir níu? Urðu engir til þess að snúa aftur að gefa Guði dýrðina nema þessi útlendingur?“ Síðan mælti Jesús við hann: „Statt upp og far leiðar þinnar. Trú þín hefur bjargað þér.“-

Þetta er vandinn og um leið blindan sem herjar á mannheim allan svo fáir sjá getu Guðs. Þeir í annan stað sem átta sig er fólkið sem trúin knýr áfram og kemur með allt sitt þakklæti til Jesú og knúið áfram af eigin trú. Það er þarna sem hið sanna Guðsríki opinberast manneskju en getur ekki gerst nema fyrir trú einstaklings eins og Jesús segir sjálfur við holdsveika, læknaða manninn sem kom til hans fullur þakklætis „Trú þín hefur bjargað þér.“ Nákvæmlega. Okkur skortir bara eitt. Trú. Trú annars fólks fæðist af trú einstaklings sem gerir vilja frelsara síns og verkefnið áfram boðun Guðs orðs.

Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

9. nóvember 2024.

Jesús hvetur sitt fólk til trúmennsku og að sinna verkefnum sem ætlast er til af því að gera og menn geri það sem af þeim er krafist. Við höfum þetta allt í orði Guðs og einnig hvað sé mikilvægt að tileinka sér í daglegu lífi.

Sjálf erum við oft með nokkuð aðra göggunarröð á verkum okkar og teljum sumu öðru töluvert brýnna að sinna og vinna en verk sem Jesú er að benda á. Við sem sagt erum svolítið að ota okkar eigin todda og erum eigingjarnar manneskjur um svo margt og segjum:

„Fyrst ég og svo er ég að sjá til hvað hægt sé að gera fyrir aðra.“ - Svona pæling er þó ekki alveg út úr kú því hver manneskja verður að sinna sér vel sjálf til að vera í stakk búin að gera eitthvað af viti fyrir aðra manneskju. Fárveikur á í erfiðleikum með að sinna öðru fólki eins og allir sjá og líka viðurkenna.

Það sem verið er að segja hér er mikilvægi þess að vera með sjálfan sig í lagi og hafa með öðrum orðum fyrst dregið bjálkann úr eigin auga og þá segir Jesús: „Munum við sjá vel til að draga flísina úr auga náungans,“ og er mikil viska í.

Sem sagt! Jesús bendir okkur á að gera rétt og talar með þessum hætti vegna þess að hann veit að hvert og eitt okkar höfum visku til að gera rétt sem og að þekkja muninn á réttu og röngu, hvort sem við gerum rétt eða erum áfram þetta þvermóðskufulla fólk og stífa. Aftur sjáum við eyðileggingarkraft syndar sem rær af öllum árum og bendir á annað sem lausn en Jesú, sem þó er sterkari en Satan, eins og kristniboðar á ferð í Afríku hafa margoft heyrt á sínum kristniboðsferðum um þá allmiklu heimsálfu en við höfum fyrir margt löngu gleymt og finnst lítt til koma um. Sum hver að minnsta kosti. Þetta guðleysi má best merkja af þessari stanslausu umræðu vestrænna samfélaga um peninga og búa sér þar með til guð sem er enginn Guð.

Og af hverju? Hjarta manneskju sem ekki þekkir ekki Jesú er fullt af synd sem hindrar hverja manneskju í að koma auga á Jesú. Þess vegna líka gerum við og tölum eins og okkur er tamt að tala og nennum ekki að skilja mikilvægi þess að draga fyrst bjálkann úr eigin auga til að fá séð glöggt til við verkið að draga flísina úr auga náungans.

Þetta er syndin. Hún vill beina fólki frá sér sjálfu og eigin vanda og þeim öllum meinsemdum sem þar kunna að leynast og hindrar fólk í að takast ekkert á við sinn raunverulega vanda þó að Kristur tali um hann á mörgum stöðum og nauðsyn þess að öll synd hverfi burt úr hjartanu. Takið eftir þessu- Úr hjartanu. Syndin er blindan sem menn eru haldnir af. Verk syndar blasir hvarvetna við og er eyðilegging af ýmsum toga. Er ég þá í lagi? Nei, ekki í þínum augum þó að hjá Jesú sé svarið við spurningunni hiklaust „Já.“-

Lúkasarguðspjall 16. 16-17.

„Lögmálið og spámennirnir ná fram til Jóhannesar. Þaðan í frá er flutt fagnaðarerindi Guðs ríkis og hver maður vill ryðjast þar inn. En það er auðveldara að himinn og jörð líði undir lok en einn stafkrókur lögmálsins falli úr gildi.“- segir hér og er um leið þetta nýja sem menn væntu en er fyrir margt löngu komið fram en Þrándur í Götu kemur ítrekað í gegn eins og í öllum öðrum skírum vilja Guðs. Þrándur í Götu er birtingarmynd allra úrtöluradda hvar sem þær birtast og vilja hindra sönn börn Guðs í verki. Þrándur í Götu starfar víðar en við oft teljum og alltaf á sama veg sem úrtölurödd gegn Guði til að verk hans nái ekki fram að ganga. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

8. nóvember 2024.

Drottinn leggur nokkra áherslu á að hvert og eitt okkar rækti upp í okkur sjálfum þakklæti og telur mikilvægt að impra á þessu við menn. Einhvern veginn er allt þakklæti ekki fyrsta hugsunin sem við grípum til þó ærin ástæða væri til. Menn gera ekki alltaf það sem betra væri að gera. Flest erum við bundin á bás af einhverri sort og erum oft undir afli birturleika, depurðar og beiskju sem við leyfum að hvolfast yfir okkur vegna kannski skorts á merkilegu þakklæti í hjarta sem þessi beiskja og aðrar pælingar en guðlegar taka fram fyrir allt hjá okkur og gerist vegna þess að við vökum hvorki né stöndum okkar trúarlega varðberg og hleypum fyrir vikið að okkur pælingum sem gera ekkert nema dapra lundina og kalla fram beiskju sem alltaf annað veifið lætur á sér kræla og við þurfum að fást við og eyða út og taka þar með dýrmætum tíma af okkur í þetta ömurlega verk sem betur væri varið sem lofsöng til Guðs sem vekur okkur þakklætið. Við eigum Jesú í hjarta okkar og erum honum gefnir. Sár maður er ekki um leið glaður maður en hann getur rifið sig burt frá volæðinu og gert hvernig sem það er til hans komið.

Af hverju verður fólk sárt? Nefndu atvik og það gæti verið ástæðan. Daglega erum við minnt á óskaplegan veikleika okkar og að hann sé allur tilkominn af skortinum á þakklæti. Orð Guðs eru sönn gæði.

Lúkasarguðspjall 15. 18-28.

„Nú tek ég mig upp, fer til föður míns og segi við hann: Faðir, ég hef syndgað móti himninum og gegn þér. Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn. Lát mig vera sem einn af daglaunamönnum þínum.

Og hann tók sig upp og fór til föður síns. En er hann var enn langt í burtu sá faðir hans hann og kenndi í brjósti um hann, hljóp og féll um háls honum og kyssti hann. En sonurinn sagði við hann: Faðir, ég hef syndgað móti himninum og gegn þér. Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn. Þá sagði faðir hans við þjóna sína: Komið fljótt með hina bestu skikkju og færið hann í, dragið hring á hönd hans og skó á fætur honum. Sækið og alikálfinn og slátrið, við skulum eta og gera okkur glaðan dag. Því að þessi sonur minn var dauður og er lifandi aftur. Hann var týndur og er fundinn. Tóku menn nú að gera sér glaðan dag.

En eldri sonur hans var á akri. Þegar hann kom og nálgaðist húsið heyrði hann hljóðfæraslátt og dans. Hann kallaði á einn piltanna og spurði hvað um væri að vera. Hann svaraði: Bróðir þinn er kominn og faðir þinn hefur slátrað alikálfinum af því að hann heimtaði hann heilan heim.

Þá reiddist eldri bróðirinn og vildi ekki fara inn en faðir hans fór út og bað hann koma.“- Við þekkjum söguna og viðbrögð föðurins við því sem blasti við, einnig eldri sonarins við heimkomu yngri bróður síns og viðbrögð þessara tveggja einstaklinga sem eru eins og svart og hvítt. Annar ber þakklæti í sínu hjarta og gladdist, hinn ekki og varð fúll.

Lúkasarguðspjall 15. 30.

„En þegar hann kemur, þessi sonur þinn sem hefur sóað eigum þínum með skækjum, þá slátrar þú alikálfinum fyrir hann.“ - Verum ekki þessi einstaklingur heldur sá sem líkist meira föðurnum og er ávísun á hamingju.

Langvarandi vanþakklæti hjartans er eitur. Viðbrögð eldri sonarins bera eitraðra merki sem alltaf gerði allt sem faðirinn bað hann um en finnur aldrei til nokkurrar vellíðunar sem breytir öllu og bjó til þessa fúlu lund hans. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

7. nóvember 2024.

Orð Guðs segir okkur allt sem við þurfum að vita til að geta gengið gönguna með allri þeirri reisn sem gangan bíður fólks að gera. Til að þetta megi ske byrjum við á grunnfræðslu.

Þarna má þó sjá fyrirstöðu og vissan Akkílesarhæl því sannleikurinn er að fólk frelsast við alls konar aðstæður og ekki við fyrir fram tilbúnar manngerðar aðstæður né alltaf í margra votta viðurvist. Svo er ekki og í kannski fæstum tilvikum því Jesús skimar jörðina og leitar að manneskju til að frelsa og skoðar hjarta einstaklings og veit þá hvort manneskjan sé tilbúin til að meðtaka frelsun sína eða hann verði að bíða ögn til viðbótar með sína gjöf. Um þetta veit ekkert okkar á meðan á henni stendur en við fáum fullvissu eftir að gjöfin er komin fram og opinberast okkur að til sé Guð. Frá þeirri stundu upplifa sumir sig sem þessa frjálsbornu manneskju og óbundnu af öllu nema vilja Guðs sem er mikil ákvörðun einstaklings.

Drottinn veit betur en menn hvaða grunn þarf til að fá byggt upp í manneskju. Þetta er mín reynsla sem sjálfur eftir einhverra tveggja ára göngu með Jesú og er án neins samfélags trúaðra fluttist út á land og var þar í sjö, átta ár og kom sjaldan inn í kirkju á öllum þessum tíma né hitti annað trúað fólk sem ég þó þráði til að fá deilt með minni reynslu og það sinni reynslu. Samt gat Jesú byggt upp þessa manneskju og gefið margvíslegar opinberanir og viðkomandi stúderar orð Guðs og lætur orðið leiða sig dag frá degi og sér ekki eftir á að hyggja að þetta tímabil hafi gert neitt nema byggt hann upp og aukið honum staðfestu í trú. Guð er alls staðar.

Það sem reynt er að benda á hér er að Guð fer sína eigin leið með hvert og eitt okkar og þjálfar til þeirrar þjónustu sem fram undan er: „Hann er allt í öllu“-segjum við og kennum þessa kennslu.

Hvernig fólki vegni í Guði er ekki svo mikið mitt og þitt áhyggjuefni því hvert og eitt okkar nægir eigin áhyggjur. Ekki gleyma að sjálfur Drottinn hefur læst hendi sinni í manneskju og gerir ekki að gamni sínu þar heldur í fyllstu alvöru. Hann mun sjá um einstaklinginn og er mín persónulega reynsla af minni trúargöngu. Segir enda að framar beri hlýða Guði en mönnum. Þetta, finnst manni, vilji stundum gleymast hjá fólki jafn mikilvægt og það er og ekkert erfiðasta verk að treysta orði Guðs eigi menn til sannfæringuna sem þarf. Hvort er merkilegra á trúargöngunni að fylgja Guði eða hanga utan í þér? Með allri virðingu.

Ég var án að mestu neins samfélags hinna kristnu í fyrstu, já, upp undir tíu ár trúargöngu minnar og dvaldi samt daglega og allar stundir með Jesú og fullyrði að var með þeim hætti og veit að Drottinn staðfestir þessi orð mín en þekki í dag gildi þess og mikilvægi að hafa samfélag við aðra trúaða og meira þá fyrir mig sem góðra vina sinna frekar en pabba manns eða mömmu manns sem vita allt og skilja allt betur mér. Við verðum að sjá hvernig trú virkar.

Samfélagið er af Guði gefið og er engin spurning um það. Að mínu áliti er samfélagið þó meira hugsað sem staður vináttu hinna trúuðu og að vera innan um kærleika þar á bæ sem uppörvar og hvetur aðra með sér og samfélagið er þetta og hef ég margoft séð þetta og hef af persónulegri reynslu af þessu og einnig að Jesú annast sitt fólk sjálfur og víkur ekki frá því. Einnig þessa reynslu á ég til: „Vanrækið ekki safnaðarsamkomur ykkar“- segir. Nákvæmlega. Samfélagið er fyrst og fremst staður vináttu, samblönduð músík og kennslu. Þó fer kennslan í guðsfræðunum að mestu fram heima og eftir að stundinni sleppir. Hvaða trú fær fólk lifað í sunnudagssamverunni einn saman? Ekki nokkur. Meira þarf til sem heimavinnan mætir sem menn og gera að áeggjan Jesús sem býr innra með fólki. Hvaða kennslu er þetta svo að flytja okkur: „Verum örugg. Treystum Jesú sérhvern dag. Hann lifir! Amen.“- Góður Guð.

 

 

 

 

6. nóvember 2024.

Jesús hafði þann sið með sér sjálfur að fara sjálfur á vettvang til að kanna og sjá með eigin augum hvernig fólk bæri sig að við þetta og hitt. Að gera með slíkum hætti er rosalega lærdómsríkt og segir manni meira en flest annað hvernig fólk ber sig að og gerir í þeim sannleika að oft drögum við ályktanir af því sem við heyrum, af til að mynda öðrum, en vitum ekkert um það hvort það sem við heyrum sé rétt með farið. Sumt sem sagt er er uppspuni.

Það sem menn sjá með eigin augum og heyra með eigin eyrum getur ekki verið neitt nema rétt og er mikilvægt standi löngun okkar til sannleikans. Og er ekki sannleikur mála oft það sem helst skortir í daglegum samskiptum fólks hvert við annað? Tel svo vera. Að segja fólki ekki satt er beinn vandi og margt fólk á valdi hins vonda.

Aftur komumst við að raun um gagnsemi kennslunnar sem Jesú ber í okkur og við getum örugg fylgt. Syndin skekkir margt sem við berum enn byrðar af. Að hanga þar þarf enginn lengur eftir komu frelsarans sem frelsar fólk undan ægivaldi og byrðum syndar. Jesú er þetta nafn.

Já, heill hellingur af fólki þekkir ekki enn nafnið Jesús. Svona hefur syndin nú fengið að leika fólk og vex á hverjum degi við sitt ófremdarverk. Synd í verki er smán sem margt fólk vill enn vera undir kröm af synd og sér enga ógæfu af syndinni? Við sjáum hversu ófær leið það er að láta hjá líða að nefna ekki nafn frelsarans í daglegri umræðu og þakka fyrir fólk sem leitast við að segja okkur sannleikann um Jesú. Sumir fyrtast en sú stund gæti komið að þeir fyrtist ekki lengur og ógleðin sem áður kom af nafni Jesú umskapist í þakklæti er í ljós er komið að til sé frelsari mannanna. Við gefumst ekki upp á verkinu og höldum afram.

Skoðum orðið.

Lúkasarguðspjall 14. 7-11.

„Jesús gaf því gætur hvernig boðsgestir völdu sér hefðarsætin, tók dæmi og sagði við þá: „Þegar einhver býður þér til brúðkaups, þá set þig ekki í hefðarsæti. Svo getur farið að manni þér fremri að virðingu sé boðið og sá komi er ykkur bauð og segi við þig: Þoka fyrir manni þessum. Þá verður þú með kinnroða að taka ysta sæti. Far þú heldur er þér er boðið og set þig í ysta sæti svo að sá sem bauð þér segi við þig þegar hann kemur: Vinur, flyt þig hærra upp! Mun þér þá virðing veitast frammi fyrir öllum er sitja til borðs með þér. Því að hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.“-

Við vitum að Jesús leggur áherslu á að sitt fólk sé undir merkjum réttlætis en ekki bulli né kennslu fólks sem beinlínis er sett fram til hefnda og að halda fólki frá einni og annarri manneskju, sjálfri sér til verndar sínu bulli. Margt er í gangi sem „Ég á staðnum“- fjarlægir og gerir í sannleikanum um hegðun fólks sem ég nú hef séð. Látum ekki blekkja okkur. Lærum heldur.

Það sem Kristur varð áskynja í þessum veislusal er sá heill hellingur sem hann telur vera ástæðu til að kenna lærisveinunum og til að þeir taki ekki sjálfir upp sömu breytni. Jesú greinir snopp og sér fólk sem vill gera sig breitt í augum annarra manneskja og sumt svo ósvífið að setjast á hefðarsæti veislunnar, hvað sem hefðarsæti er, sem annarri manneskju er ætlað. Hvað erum við svo að sjá? Liggur ekki mesti heiður í að hafa fengið boðskort? Sjáum við ekki hvers konar þanka Jesú vill að sitt fólk tileinki sér? Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

3. nóvember 2024.

Mikilvægt er að fá það sem er rétt til að vinna með og læra af. Allir vita að alls konar er í gangi og af mörgu að taka og því hægt að spyrja sig hvað af þessu sé gagnlegt og gott. Sem sagt! Menn fá eitthvað það til sín sem þeir geta vegið og metið í því ljósi að öllu fólki er gefið vit sem leyfir því að skoða og skilgreina upp á eigin spýtur sem og gerir þessa sköpun Guðs manninn að ólíkri allri annarri sköpun Guðs. Skepnan hefur ekki þessa eiginleika og fer alfarið eftir eðlisávísun sinni allt sitt líf. Við vitum þetta og höfum staðreyndirnar allt í kringum okkur og vitum að lóan kemur til Íslands á vorin og fer burt af þessu landi er haustar og til hins dvalarstaðar síns, hvar sem hann í annan stað er. Að þetta allt blasir við og hvert mannsbarn veit. Við vitum margt og lærum margt og ályktum um alls konar vegna þess að vera aðgreind frá skepnunni og viti bornar manneskjur. Mikil gjöf það.

Skepnan þarf ekki leiðsögn vegna þess að hún gerir bara sína eðlishvöt og fer ekkert lengra en eðlishvötin segir. Maður er ekki svona. Hann þvælist út um allt og gerir alls konar. Og sumt því miður vont. Það verður víst að segjast eins og er. Það sem þessu veldur er af þessum tveimur öflum sem eru hér á andlegu sviði sem við sjáum ekki og skilningarvit manna blinduð af afli sem hleypt var inn, sem því var aldeilis ekki ætlað að vera en vilji mannsins gefur því heimild. Þetta ýtir Guði, Föður og skapara alls lífs, á vissan hátt til hliðar, gerir hann óvirkan. En þó ekki því hann getur gripið inn í aðstæður og kringumstæður hvenær sem honum sjálfum þóknast og líka gerir og oftar en nokkurn mann grunar.

Á meðan frelsarinn er ekki enn kominn hafa menn ekkert sjálfum sér til bjargar frá syndinni. Og þeir fá að eigin beiðni nokkrar reglur að fara eftir sem Guð verður við og Móses kom niður með til fólksins af fjallinu. Reglurnar sem þeir báðu um og fengu voru svo strangar og ósveigjanlegar að enginn maður hefur nokkru sinni getað fylgt þeim og er algerlega ófær leið til sáluhjálpar nokkurrar manneskju. Allt vegna þess að Guð faðir var með annað plan, aðra lausn fyrir fólkið heldur en þessa. Lausnin sem kom vitum við að er Jesús og að hann er kominn frá sjálfum Föðurnum. Lögmálinu er skotið þarna inn á milli vegna beiðni mannanna um fáeinar einfaldar reglur til að fylgja. „Þær eru ekkert mál“-segir blessað fólkið. Annað kom á daginn þó að Gyðingaþjóðin lifi enn undir lögmálinu vegna þess að hún hafnaði Jesú en geti eins og aðrir jarðarbúar eignast sinn frelsara enn einvörðungu með játningu sinni um að Guð hafi sent Jesú sem hjálpræði þjóðanna og lausn. Lausnin er til og er komin. Við eigum næsta leik. Grípum gæsina þegar hún gefst. Sú stund kemur að dyrum verður lokað.

Sem sagt! Ég játa Jesú sem frelsara minn og hef því séð hjálpræði mitt og viðurkenni sannleikann um að Guð elski þessa sköpun sína, manneskjuna. Allt vegna kærleika og miskunnar lifandi Guðs sem enginn maður hefur nokkurn tímann unnið til og getur heldur ekki gert og bara þegið lífið úr hendi lifandi Guðs sem fyrirgefur allar syndir í nafni Jesú. Við sjáum að í augum Guðs er syndin allt þetta grafalvarlega mál.

Maðurinn sjálfur hefur ekkert það í sér sem breytir þessu og skilur að náð Guðs ein, miskunn og frelsisverk Jesú eitt, leysti manneskju frá synd sem öruggt er að hefði dregið hann til dauða en er gefið færi á að lifa eilíflega með Jesú. Sumir trúa þessu, aðrir hafna þessu og um leið þá sannleikanum. Högg fyrir suma en sannleikurinn í öllu sínu veldi blífir.

Að vera hólpin er gjöf frá Guði. Enginn verður hólpinn fyrir eigin getu. Lögmálið afsannar allar slíkar pælingar manna og leiðin er fullreynd gegnum Lögmál Gyðinganna sem að því leyti til er gott. Við leituðum sannana og fengum þær í Lögmáli Gyðinga. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

 

2. nóvember 2024.

Drottinn frelsar fólk og gefur því skilyrðislausa vináttu sína. Hann stýrir og ferðinni og sendir á eftir fólk til fyrir fram valinna staða og notar enn þessa aðferðafræði. Frá fyrstu tíð hafa menn sem fylgja Jesú þurft að beygja sig fyrir þessu og orðið að viðurkenna hver ráði og hver sé húsbóndinn. Þessi skilgreining kemur strax að engum þarf raunverulega að koma það neitt sérstaklega á óvart og er eðlilegt, skoðað í því ljósi að Jesús hefur heildarmyndina en ég og þó bara brot hennar og oftast nær ekki neina. En ég get hlýtt og farið þangað sem Kristur er að senda mig og verið með og mætt á staðinn/staðina sem fyrirhugað er að koma til og athafnað mig í þessari og/eða hinni trúboðsferðinni. Þegar svona ferðir eru farnar heita þær trúboðs- eða kristniboðsferðir.

Skoðum orðið.

Lúkasarguðspjall 10. 1-3.

„Eftir þetta kvaddi Drottinn til aðra, sjötíu og tvo að tölu, og sendi þá á undan sér, tvo og tvo, í hverja þá borg og stað sem hann ætlaði sjálfur að koma til. Og hann sagði við þá: „Uppskeran er mikil en verkamenn fáir. Biðjið því Drottin uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar. Farið! Ég sendi yður eins og lömb meðal úlfa.“-

Kristur gefur sínu fólki loforð um árangur og mikinn árangur og hvetur fólkið til að sýna kænsku því ekki muni allt fólk sem hópurinn mætir vera honum neitt sérstaklega hlynnt og sumt vera afskaplega mótfallið komu fólksins og það einnig eiga margvíslegan stuðning vísan og bæði sjónarhornin vera í boði. Hvort sé meðvindur eða mótvindur kemur fólkinu ekkert við sem í stendur heldur Kristur. Komi það í sínu eigin nafni mætir því mögulega eintómir útbreiddir faðmar og orð eins og „Gaman að sjá þig“- og önnur álíka orð. Hef lent í þessu og veit því hvað ég segi.

En málið snýst ekkert um þetta heldur það sem Jesús er kominn til að gera. Það er Drottinn í eigin mætti sem leggur til atlögu við syndina og veit að eitt og sérhvert okkar dregst að synd og vill leika allskonar leiki með henni en veit ef til vill ekki að öll erum við án afsökunar því að Kristur kom til að upplýsa manneskjur um synd, réttlæti og dóm.

Að veita sannleikanum ekki viðtöku. Að hverjum er slíkt að kenna nema einstaklingi sem neitar að gefa orði Guðs nokkurn gaum og kemur fram sem andstæðingur Jesú og vera harla rogginn af. Miskunnarleysið mun víða mæta þar sem Kristur kemur, sem þó um síðir hrekur allan á flótta, og farið hefur fé betra. Allt er þetta þarna og veit Kristur af þessu og kemur með aðvarandi orð inn í þessa vinnuferð fólksins vegna þess að vera annt um sitt fólk. Allir sem játa Jesú og slást í för með honum er hans fólk. Heilmikill lærdómur er því fylgjandi að skilja hvað samfélag við Drottin drottnar raunverulega merkir. Og hver veit ekki akkinn í að hefja ferð sem menn vita að sé vel undirbúin og að góður undirbúningur hafi aldrei neitt skemmt fyrir og bætt töluvert gæðin?

Við sjáum af þessu að Kristur þekkir þrengingarnar sem boðun hans getur haft í för með sér. Syndin eftir að henni var fyrst hleypt inn fyrir dyrnar er stærsti vandi og eini vandinn sem mannkyn allt glímir við. Aftur sjáum við gæði Krists og gríðarlegan mátt hlýðninnar.

Átta menn sig á í alvöru að hefði Kristur ekki verið hlýðinn Föðurnum og klárað verk sitt væri hér engin kirkja og engin frelsun í boði fyrir nokkra manneskju og við eitt og sérhvert vonlaust fólk. Full ástæða er til að minna fólk og sig sjálfan á að auka þakklæti sitt um allan helming til Krists. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

1. nóvember 2024.

Eitt af því sem Jesú vill að sitt fólk læri fljótt á göngunni er að treysta sér og að hann sé máttugur og að ekkert sé honum um megn og að hann standi við það sem hann segir og gildi um hverjar kringumstæður sem menn rati í. Þarna kemur trúin ein til hjálpar og er án trúar tómt mál að tala um neitt svona af því að það að redda málunum sjálfur er svo nálægt hverju og einu okkar sem og skýrir hví honum sé svo afskaplega umhugað um alla hlýðni síns fólks. Að hlýða og trúa orðum Jesú eru lykilatriði á göngu hverrar manneskju sem oft mun reynast erfiðleikum bundið að gera og þessu mætti líka vel trúa og því að hér mælir reynsla manns sem telur sig þekkja þetta orðið nokkuð vel. Og annað. Reynslunni ber skylda til að setja þessa skál sína fram. Með þeim hætti hjálpumst við einnig að einna kannski mest.

Skoðum orðið.

Lúkasarguðspjall 9. 1-4.

„Jesús kallaði saman þá tólf og gaf þeim mátt og vald yfir öllum illum öndum og til að lækna sjúkdóma. Hann sendi þá að boða Guðs ríki og græða sjúka og sagði við þá: „Takið ekkert til ferðarinnar, hvorki staf né mál, brauð né silfur, og enginn hafi tvo kyrtla. Og hvar sem þið fáið inni, þar sé aðsetur ykkar og þaðan skuluð þið leggja upp að nýju. En taki menn ekki við ykkur, þá farið úr borg þeirra og hristið dustið af fótum ykkar til vitnisburðar gegn þeim. -

Hér sjáum við köllun manna sem engan veginn er hægt að gera né skilja nema með þeim hætti einum að beita fyrir sig trúnni. Einnig kemur fram að menn geti mætt alls konar og að á sumum stöðum verði þessum sendiboðum Drottins alfarið hafnað af fólki. Þetta kennir okkur lexíuna um að engum er fyrir fram haldið frá náð og miskunn Guðs og staðfestir að viðkomandi sjálfur getur, ef hann vill, hafnað sínu eigin hjálpræði. Athyglisvert.

Með öðrum orðum, Jesú sendir engan út í neina óvissu heldur fer hann með allt sem tryggir hann á bak og brjóst og fær með tímanum fullvissu um að koma heill til baka. Við höfum alla grunnþætti og þurfum að læra verkið að stíga óhikað fram. Sem er viss Akkilesarhæll. Líka þess vegna leggur Jesú ofuráherslu á þessa hlýðni. Erum við til? Ekki svara spurningunni nema fyrst að vera viss. Verum viss um að við munum koma heil til baka úr ferð sem Kristur lagði til. Það er þá sem við fyrst upplifum þessa gjörgæslu Drottins og þarna vinna best trú og reynsla einstaklingsins. Ef við reynum ekki þá fáum við ekki.

Merkilegt hvernig sumt er. Samt er vantrúin svo nærri hjarta okkar. Allt er þetta gert til að hughreysta hjarta manneskju sem sér aðeins það sem augun hverju sinni birta. Trúin segir: „Drottinn er með alla heildarmynd og þess vegna trúi ég.“-

Hér sjáum við að trúin er lærdómur sem tímann tekur að læra og meðtaka og reynslan besti fáanlegi kennarinn, að við gerum ekki lítið úr reynslu okkar. Kristur sendir sitt fólk og það hélt í sannleikann en aðeins grunnatriðin með. Sem sagt hlýðni sína og trú. Kristur vill að einstaklingur viti sjálfur hvar hann stendur gagnvart Jesú og reynir viðkomandi með því að senda hann í vissa óvissuför. Sjáum við nokkur klókindi? Mögulega en þau liggja samt fyrir. Maður kemst hvorki lönd né strönd nema fyrir mátt sinnar eigin trúar á Jesú Krist. Aftur kemur upp orðið „Merkilegt?“- og miklu meira! Hreint stórkostlegt.

Jesús leggur gríðarmikla áherslu á að sitt fólk læri og skilji rétt hvað trú á Jesú merkir. Amen.

31. október 2024 (b)

Hver starfandi stjórnmálaflokkur hefur sína eigin stefnuskrá sem, eins og við vitum að, nær ekki fram að ganga nema partur hennar. Þetta gildir um þær samsteypustjórnir sem komið hafa fram og haldið um stjórnartaumana og segir mér að stjórnmálaflokkar semji um niðurstöðu og stefnu verðandi ríkisstjórnar á næsta kjörtímabili og því ýmis mál eftir vegna umræðunnar um með hvaða hætti viðkomandi ríkisstjórn skuli starfa. Og hver veit ekki að þegar nokkrir aðilar koma saman til að semja þarf margt að skera frá og alveg útlokað að ná öllu sínu fram. Að ætla eitthvað annað er hreinn barnaskapur.

Það er í þessu ljósi sem manni finnst vera svo ósanngjarnt að væna þetta ágætlega agaða fólk um endalausa ósannsögli og það skuli vera svona síknt og heilagt að lofa upp í ermina sína og beinlínis skröggva að fólkinu og standa svo ekki við eitt né neitt er til kastanna kemur og gera jafnvel að fyrirfram gefnum ásetningi þessa fólks sem fer í framboð en kjósendur horfa á allt aðra framkvæmd og verk og búa til skáldsögu sem á einhvern stað umbreytist í sannleika máls. Skáldsaga, þó að trúverðug sé máski, byggir ekki fyrir fram á sannleika og væri þá heldur ekki skáldverk.

Svona afstaða kjósenda, segjum það, tel ég vera ósanngjarnan málflutning og að málið sé svolítið flóknara en þetta, með þá vitneskju til hliðar að við samningaborð sem margir sitji við og semja, geti ýmislegt breyst. Og líka breytist. Hinu má ekki gleyma að skylda starfandi stjórnmálaflokks er að hafa sína eigin stefnu, gera eigin vel rökstuddu ályktanir og tillögur og birta flokksmönnum og ef verkast vill öllu samfélagi. Þetta er skylda starfandi stjórnmálaflokka og að sjálfsögðu markmið. Að stefna flokks að áhöld eru um hversu vel hún virkar er kemur að stjórnarmyndunarviðræðum og þegar vitað er að allir við borðið munu ekki ná nema parti af því fram sem þeir sjálfir vildu að við sjáum að enginn var að ljúga að neinum, eins og oft vill brenna við er kemur að ágætum stjórnmálamönnum og líka hættir þegar og ef menn loks nenna sjálfir að kynna sér staðreyndir slíkra mála. Þá líka vita þeir að sumt er gerlegt og annað ekki þegar kemur að þessu atriði, stjórnarmynduninni, sem hæstvirtur forseti Íslands leggur blessun sína yfir með vald til að hafna samstarfinu. Að verða alveg hundfúll að öll stefna eigin flokks náist ekki fram er ekki á miklum rökum reist. Líka þó að ÉG hafi samþykkt hana.

Menn reyna að ná fram ýtrustu kröfum en geta ekki gert það vegna viðsemjenda sinna sem líka vilja ota sínum tota því heilmikil vinna liggur á bak við og auðvitað sárt að ná ekki fram ýtrustu kröfum sem munu þá ekki hafðar með. Hvað sem síðar gerist.

Allir sjá að tillögum stjórnmálaflokks eru reistar skorður við stjórnarmyndunarborðið en þurfa samt að vera fullgerðar og nota til að mynda í sína kosningabaráttu. Enginn er að ljúga neinu en sannleikurinn er sá sem hér ofar er nefndur. Sem sagt samningarnir við aðra stjórnmálaflokka. Og það ljúga ekki allir nema ég. Skárra væri nú.

Niðurstaðan er að hver flokkur muni áfram móta sína fullmótuðu eigin stefnu eins og verið hefur og flytja stuðningmönnum til skoðunar og jafnvel álits.

Allir ættu að vita að miklum annmörkum er háð að hleypa öllum sínum málum að þegar kemur að sjónarmiðum og stefnu valdhafa sem taka við. Það er svolítið annar handleggur en dæmin í gegnum tíðina hafa fært okkur heim sanninn um. Vegna einmitt þessarar samsteypu stjórna stjórnmálaflokkar í lýðræðisríki eins og Íslandi sem búa við trú- og málfrelsi.

 

31. október 2024.

Margt fylgir með hjá fólki sem tekur við Jesú. Það fær trú á eitthvað sér sjálfu æðra og skilning á hvað sé líf og hvernig lífi sé best lifað og skilur betur hvers vegna fólk er hér og hvernig lífinu sé best lifað. Með trú fylgir margt gagnlegt. En á þeim vettvangi er heimurinn geldur og hefur, strangt til tekið, nákvæmlega ekkert fram að færa né svör við nokkurri spurningu. Kennsla byggð á tómum blekkingum og burtskírir Guð, vilja lifandi Guðs og í stað þess að lofa Guð og trúa á eingetinn son hans Jesú, byggir allar ákvarðanir á blekkingum og getur ekki annað. Munum að röng útkoma byggir ekkert rétt upp og eru einföld sannindi.

Spyrja má hvað eiginlega sé ekki skakkt, snúið og skælt í þessum heimi? Og hvernig á annað að vera með þá staðreynd viðblasandi að rangt reiknaðar niðurstöður gefi engum manni nokkurn sannleika heldur arfavitlausar niðurstöður? Og hvernig getur þetta annað en gerst séu menn með upplýsingar í sínu farteski sem mest byggja á vindi? Með öðrum orðum engu? Ekki vera lengur neitt undrandi á slæmu ásigkomulagi svo margs hér hjá okkur. Að neita tilvist sannleika og fara fram á að annar sannleikur en sannleikurinn sé talaður í eyrum okkar að slíkt endar ekki vel. Pontíus Pílatus er ekki eina manneskjan á jarðríki sem sannleikurinn vefst fyrir og við sem þekkjum til orðsins vitum að hann spyr Jesú sem bendir á sig sjálfan sem sannleikann og Pílatus í raun og veru að yfirheyra Jesú, sem þá valdsmaður með vald til.

Þessi heimur sem við byggjum og lifum og hrærumst í byggir að mestu leyti á einskisverðum upplýsingum og aflar sér þekkingar á einhverju sem gerir í að sneiða fram hjá öllum sannleika. Afleiðingum sumra ákvarðana okkar gefum við nafnið „hamfarahlýnun“ sem margt fólk gín við og fyllist margt hvert af ótta og skelfingu. Allt vegna þess að það tekur ekki við orði Guðs:

1. Mósebók. 9. 11.

„Ég geri sáttmála minn við yður: Aldrei framar skal allt hold tortímast í vatnsflóði, og aldrei framar mun flóð koma og eyða jörðina.“ -

Við erum með fyrirheit lifandi Guðs inn í þetta mál og sett fram til að enginn okkar kvíði komandi tímum eins og svo margt hér hjá okkur er morandi af einni saman vantrú og beinni afneitun á Guði og leyfum öflum heldur betur ómannvænum að hertaka hjarta okkar og blinda huga okkar sem áfram mun því taka við blekkingum og útiloka með sér sjálfum alla von. Við vitum að heimurinn, heimur eins og merking orðsins er í munni trúar er annað orð yfir vantrú, sér hvergi neina ljósglætu sem og er skýringin á hversu sannleikanum gengur illa að festa rætur í svo mörgu fólki og verkum. Og það heldur áfram í sinni villu og jafnvel að mæra og hæla villu annars fólks. Þetta samanlagt hefur lagt svo margt hjá okkur á hliðina og útskýrir svo mikla lömun svo víða að mál er að linni.

Veröldin þarf Jesú og þarf að læra að lifa með honum og um leið að játa að vera hér einvörðungu um skamma stund og hverfa svo til annars veruleika sem við enn ekki þekkjum:

Lúkasarguðspjall 8. 10.

„Hann sagði: „Ykkur er gefið að þekkja leynda dóma Guðs ríkis, hinir fá þá í dæmisögum að sjáandi sjái þeir ekki og heyrandi skilji þeir ekki.“ - Allur akkur manns felst í Jesú

Jesús lifir!! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

Hver starfandi stjórnmálaflokkur hefur sína eigin stefnuskrá sem, eins og við vitum að, nær ekki fram að ganga nema að hluta til og er ástæðan sú að venjan í lýðræðiskerfinu gerir sumpart ráð fyrir að fleiri en einn flokkur ráði og ríki í landinu og að samsteypustjórnir einhverra flokka taki við valdataumunum, sem merkir að stjórnmálaflokkar semja um niðurstöðu og beina stefnu ríkjandi ríkisstjórna sem útskýrir hvers vegna svo lítill partur af stefnu eins og sérhvers flokks nær ekki fram. Þetta eru samningar á milli þessara flokka. Og alltaf þegar nokkrir aðilar semja næst ekki allt fram hjá hverjum og einum og málið að þessu leyti borðleggjandi. Slíkt er útilokað að gerist

Afskaplega ósanngjarnt er í þessu ljósi að væna þetta ágætlega agaða fólk um endalausa ósannsögli og vera svona síknt og heilagt að lofa upp í ermina og beinlínis skröggva að fólkinu og standa svo ekki við eitt né neitt er til kastanna kemur og gera jafnvel af fyrirfram gefnum ásetningi, sem sagt er, og fara svo í að rita heila skáldsögu um plott og allt ósannsöglið sem talið er einkenna stjórnmál, hvert sem er, hér og annars staðar í veröldinni. Þetta er ósanngjarn málflutningur og málið svolítið flóknara en þetta, eins og allir munu sjá sem kynna sér málið betur og við getum bent á lýðræðisfyrirkomulag sem leyfir mörgum flokkum að standa í einni og sömu ríkisstjórn út næsta kjörtímabil á meðan þjóðin vill enn notast við þetta lýðræðisfyrirkomulag.

Hver flokkur mun áfram móta sína eigin stefnu eins og verið hefur hingað til og til verksins ætlast af hálfu sömu þjóðar og draga eitt og annað fram sem búist er við að menn leggi eyrun við, hlusti eftir og jafnvel aðhyllist en sjá ekki framkvæmdina við ríkisstjórnarborðið og verða foxillir. En allir ættu að vita að miklum annmörkum er háð að hleypa öllum sínum málum að þegar kemur að sjónarmiðum og stefnu valdhafa sem taka við. Það er svolítið annar handleggur en dæmin í gegnum tíðina hafa fært okkur heim sanninn um. Vegna einmitt þessarar samsteypu stjórna stjórnmálaflokka.

  1. október 2024.

Þegar Kristur byrjaði starf sitt á jörðinni lagði hann strax áherslu á að sýna fólki verk en ekki einvörðungu orð. Bæði verk hans og orð hafa frá grunni þann tilgang að lyfta upp nafni hans sem sendi hann Föðurins og um leið Sonarins, sem gerir verk Föðurins í allra augsýn og vinnur með þeim hætti og er viss nýung sem fólk verður þar vitni að og sjálft upplifir og ljóst að Jesús einhendir sér strax í að vera í góðu sambandi við hinn almenna og venjulega mann og vinna yfir á sitt band og er leið sem við sennilega myndum ekki fara værum við á þeim stað að þurfa að vinna einhverju brautargengi heldur hitta mann með einhvers konar völd og gerðum þá öndvert við Jesús sem frá fyrsta degi sækist eftir að ná með beinum hætti til almúgans og þar sem ég og þú erum. Viðurkennir hann enda að hafa allt vald sjálfur. Merkilegt. Við þurfum að skilja boðskapinn rétt.

Því má vel halda fram að undireins og Jesú hefur sitt boðunarverk velji hann þá leið að skilja sig frá algengri hugsun og verkum heimsins og sýnir með því að sækja beint inn í raðir almennings. Við sjáum af þessu að aðskilnaður við verk og hugsun heimsins kemur þegar í byrjun. Athyglisvert.

Valdsmenn á þessum tíma, á öllum tíma, eru fjarri fólki og deila fæstir kjörum almennings né kynnast þeim með neinum persónulegum hætti. Einnig það er svo ólíkt Jesú sem starfaði frá fyrstu tíð úti á götunum, vann sitt verk á götunum, kenndi á götunum og deilir kjörum fólksins og gerir þau að sínum eigin kjörum. Hjarta hans er í þessa átt og hann veit mikilvægi þess að slíta sig ekki þaðan. Við sjáum hversu ofboðslega langt við erum frá hugsun Krists.

Jesús sagði fólki sannleikann, veit allt um sannleikann og er sjálfur sannleikurinn. Allir sem undirgangast sannleika vita af því að reyna af honum og að þurfa fátt meira. Markmið Jesú frá byrjun er að ég og þú kynnumst honum prívat en ekki afspurn. Og við förum að sjá hann sem verkfæri Föðurins á jörðinni og að við séum hér í Jesú stað. Það er fullur vilji Krists er hann steig upp til himna og er þá búin að gera allt klárt fyrir okkur að nota. Ekki gleyma að við sinnum verkefnum sem Kristur lagði til grunna og að ekkert hefur breyst. Heimurinn skarar enn eld að eigin köku og kirkjunnar menn huga að því sem er Guðs.

Sem sagt! Allt er kyrrt á sínum stað og allt áfram virkt og Kristur í fararbroddi sinnar fylkingar og vinnur áfram verkin sem hann kom til að gera og yfirgaf sem fullkomin verk og sendi heilagan anda sem gefur mönnum trú í krafti trúar og þessi alltaf hugsun Jesú. Sumir segja reyndar að kristnir séu ekki nærri nógu duglegir án þess þó að bretta sjálfir upp ermar, gera til að mynda köllun sína. En hver er hindrunin? Ætli hún sé ekki þrákelknin að vilja frekar horfa til annarra en sjálfra sín? Standi hjartað til vilja Guðs er fátt sem hindrar.

Afskaplega merkilegt hvernig Jesús birtist fólki og kynnir sig sem vald valdanna á himni og jörð. Vissulega merkilegt. Valdsmenn, hvort sem er á tíma Jesú eða á okkar tímum, eru ekki uppteknir við að deila kjörum almennings né ganga persónulega með almenningi og ef þeir koma til hans setjast þeir við uppdekkað borð og hitta fyrir prúðbúnar manneskjur með valdar setningar á vörum handa sér. Svo sem betra en ekkert en engan veginn leið fólks sem vill kynnast veruleika almennings. Nákvæmlega þarna starfaði Jesú og vitandi upp á hár hvað fólk helst þarfnaðist að það þarf heilagan anda og trú á Jesú. Og málið dautt. En hann er ekki að finna í sölum konunga. Með öðrum orðum. Í sölum hæstvirts Alþingis Íslendinga og verður aldrei þar. Alþingi er veraldlegt vald. Ekki andlegt vald.

Við munum að Jesús gekk til fiskimannanna og hóf boðunina með þeim. Jesús lifir! Amen.

29. október 2024.

Jesús segir margt sem í gegnum ár og aldir hafa menn mistúlkað og lagt ranglega út frá. Menn gleyma að Jesú á alltaf við hjarta mannsins og trú mannsins og ekkert annað.

Skoðum einn misskilning sem lengi hefur gengið og gildir sumpart enn í dag.

Lúkasarguðspjall 6. 20–22.

Þá hóf Jesús upp augun, leit á lærisveina sína og sagði: „Sælir eruð þér, fátækir, því að yðar er Guðs ríki. Sælir eruð þér sem nú hungrar því að þér munuð saddir verða. Sælir eruð þér sem nú grátið því að þér munuð hlæja.

Sælir eruð þér þá er menn hata yður, þá er þeir útskúfa yður og smána og bera út óhróður um yður vegna Mannssonarins.“-

Hvað er Jesús hér að tala um annað en beina trú mannsins en ekki peninga, skort á fæðu fyrir magann né almennt álit fólks á hverjum þú velur að aðhyllast og fylgja né neitt svoleiðis og segir þetta til að styrkja þig á göngunni með sér því mögulega, hugsanlega, munu menn koma gegn ýmsu af ofansögðu af þeirri einu ástæðu að ná ekki samhenginu? Hold mannsins er svo rosalega nálægt manneskju. Og af því að svoleiðis er í stakkinn búið mælir munnur hennar svo oft af holdsins meiði en ekki vilja lifandi Guðs. Það er mikið í þessu sem þetta ferðalag með Jesú liggur, að við föttum sjálf boðskapinn.

Hvert af okkur veit ekki að manneskja sem er fjárhaglega blönk er ekki sælasta manneskja allrar veraldarinnar né getur? Og hver af okkur verður sælasta manneskjan af að hafa ekkert til að bíta og brenna eins og gæti gerst eigi menn ekkert skotsilfrið til að kaupa sér fyrir í matinn og misskilja ritningaversið hér ofar og lesa það ekki með réttum hætti? Og hver veit að þetta gefur ekki einni manneskju minnstu gleði né hamingju? Á sumu þurfum við á að halda. Hvaða glóra er í að hengja hatt sinn á aðra manneskju og segja „Bjarga þú mér?“-

Drottinn getur því ekki verið neitt að benda á atriðið að rangt sé að eiga í fórum sínum peninga og jafnvel mikið af peningum sem munu aldrei, með réttri kennslu og rétt gerðri og stundaðri trú einstaklings, koma trúargöngu hans neitt við. Enda aðskilin dæmi og hugsun af öðrum toga en trú og að slíka hugsun megi taka út fyrir sviga og gera núna. Trú getur ekki snúist um einhver lítt grunduð skyndiáhlaup fólks á eitt og annað kring heldur að ráða yfir sér sjálfur og gera með viskunni. Manneskja sem vill gefa alla sína peninga og allar sínar eigur án þess að Drottinn hafi gefið fyrirmæli um er hrein ósvinna sem síðar mögulega gerir verkið að tómri heimsku og stórri yfirsjón og tjóni. Af þessu hefur maður komist að á sinni eigin trúargöngu og sumpart verkum. Til að mynda þegar maður gekk í að fleygja öllum sínum ljósmyndum vegna vondra tilfinninga sem sumar myndanna gáfu en maður lítur á í dag sem hreina ósvinnu og kemst að því að ljósmyndir eru hvorki góðar né vondar og að þar hafi ráðið öllu afstaða einstaklings til málsins. Í dag veit ég að hægt var að leysa málið með öðrum hætti en þessum og fá þó fullan sigur. Um þetta skal tala en fáir gera vegna kannski skömm sem býr í hjartanu. Að sigra er aldrei skömm og enginn fær tekið gert verk til baka og situr áfram uppi með en einnig sigrast á mörgu. Verum hyggnar manneskjur. Ekki heimskar.

Við sjáum að sumpart hefur kennsla kirkjunnar verið röng. Ekki þó af neinni illsku heldur af beinni vanþekkingu og skilningi fólks á orðinu. Hvernig bætum við þetta? Með heilshugar trú á Jesú. Hann gefur skilninginn og enginn annar. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

  1. október 2024.

Jesús kom til jarðarinnar til að frelsa heiminn frá synd hans og óvild í garð lifandi Guðs og yfir til hlýðni við vilja Guðs og breyta samkvæmt orðum hans því sem ekki var áður fyrir hendi því enginn var þá kominn fram frelsari sem leiðbeindi fólkinu, segði því frá og kenndi um þennan nýja veg sem frelsarinn kom til að leggja þar sem hann fyllir upp í holur og gerir hlykkjótta vegi beina og lætur fólkið hætta að ganga sinn endalausa veg tára, sorgar, ótta og hræðslu við hið ókomna sem enginn veit hvort af verði eða ekki. Allt afleiðingar vals mannsins sem hleypti því inn sem hann hafði ekki þá og hefur ekki enn hundsvit á hvað sé og þetta nýja sem kom Jesú lýkur upp fyrir því. Allt vegna syndarinnar sem kom í heiminn með ákvörðun Evu og Adams sem bæði gerðu vilja Satans sem Guð löngu áður hafði steypt til jarðar, rúið allri dýrð sem hann áður hafði og naut en fór illa með og missti svo frá sér vegna óhlýðni við skapara sinn, alveg eins og gerist í dag hjá fólki sem enn gengur veg þvermóðsku og óhlýðni við þennan sama vilja Guðs. Guðs vilji þarf að ráða.

Við sjáum að fátt hefur nú breyst og að þessi óhlýðni við vilja og verk Guðs ríður hér enn húsum og fer sem fyrr mikinn í því háskalega verki sínu að neita alfarið tilvist Guðs og að læra af því sem hann hefur að segja og fram að bera. Af hverju? Satan er enn við sitt sama gamla heygarðshorn að gera nákvæmlega sömu verk og aðferðir og hann gerði við skilningstré góðs og ills er hann greip til blekkingarinnar og beinu lyganna, færði í einhvern áhugaverðan búning fyrir auðtrúa fólkið sem elskar sem fyrr fagurgalann og blíðlegu kinnstrokurnar niður vanga sína en vill ekki sjá né heyra nokkurn sannleika.

Skoðum orðið.

Lúkasarguðspjall 3. 7-11

„Við mannfjöldann, sem fór út til að láta hann skíra sig, sagði hann: „Þið nöðrukyn, hver kenndi ykkur að flýja komandi reiði? Sýnið í verki að þið hafið tekið sinnaskiptum og farið ekki að segja með sjálfum ykkur: Við eigum Abraham að föður. Ég segi ykkur að Guð getur vakið Abraham börn af steinum þessum Öxin er þegar lögð að rótum trjánna og hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og því í eld kastað.“

Mannfjöldinn spurði hann: „Hvað eigum við þá að gera?“

En hann svaraði þeim: „Sá sem á tvo kyrtla gefi þeim er engan á og eins geri sá er matföng hefur.“ -

Orðin benda greinilega til þess að þetta nýja sem menn væntu væru engin vettlingatök sem beitt yrði heldur grafalvarlegt mál sem ryddi um koll öllum fyrri hefðum og venjum manna og kvenna og ýtti því öllu út í hafsauga sem hverju öðru ónýtu drasli og tæki inn nýtt sem menn þekktu ekki rétt eins og að elska náungann, gefa af eigum sínum til þurfandi fólks í kring og láta framvegis af að girnast eitt og annað sem það hingað til hafi gert og viljað fá til sín eitthvert fánýtið sem eftir er sóst en fólkinu nú boðið að notast við alvöru gæði sem þrýtur ekki og dugir best í þessu lífi sem það fæddist inn og svo áfram til eilífðar Guðs sem engan endir hefur og dýrðin öll áfram viðblasandi. En til þess að þetta geti komið þarf fyrst að henda gamla dótinu og eyða og gera pláss fyrir það nýja, sem merkir háttaskipti alls hugarfars sem þá víkur fyrir beinum vilja Guðs sem riðlaðist svo herfilega eftir ákvörðun þessara tveggja manneskja um að gera vilja Satans. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

  1. október 2024.

Kosningar eru á næsta leiti eftir frekar óvænt útspil hæstvirts formanns Sjálfstæðisflokksins, herra Bjarna Benidiktssonar, sem reið á vaðið og leysti hana upp. Ekkert mál. Búið spil. Gefum upp á nýtt. Við tók starfsstjórn eins og venjan er í þessu landi er ríkisstjórn hverfur frá völdum og vinstri menn, ágætir vanalega, standa að en brá öðruvísi við að þessu sinni er hægri menn gerðu verkið og líklega þá í fyrsta skipti. Þekki þá sögu reyndar ekki en veit að ágætur Sjálfstæðisflokkur hefur hingað til ekki verið neinn dragbítur á stjórnarsamstarf og hefur þó tekið þátt í þeim flestum frá stofnun lýðveldisins frá árinu 1944.

Ég man eftir ágætum vinstri manni sem oft kvað nokkuð að á sínum tíma. Hann sagði eitt sinn í umræðuþætti í sjónvarpinu fyrir margt löngu, mig minnir að sjónvarpið hafi þá enn verið á gamla stað útvarpsins, að þeir, flokkurinn sem maðurinn var starfandi í, sprengi ríkisstjórnir hvenær sem þeim finnist vera þörf á. Sem er oft samkvæmt reynslunni og hávaðinn af fyrri sprengingu vart þagnaður er önnur sprenging kvað við. Svo oft og hratt hurfu sumar hæstvirtar ríkisstjórnir í þessu landi. En þá var ekki til mikils siðs að standa við girðingar með mótmælaspjöld á lofti í einhverjum hetjustillingum til að mótmæla einum og öðrum titlingaskítnum eins og nú er algengt og veit maður sjaldnast hverju sé nú verið að mótmæla. Tími almennra mótmæla eins og nú tíðkast um allt og ekkert rann upp talsvert seinna. Allt af óánægju með gang mála. En hvenær eru menn kátir og hressir með ástandið? Aldrei. Snýst enda heill og hamingja fólks sjaldnast um ástandið á stjórnarheimilinu heldur daglegt ásigkomulag hjartateturs manneskju sem oft er fullt gremju, illsku og beiskju.

Mörgum kom útspil ágæts formanns Sjálfstæðisflokksins, að manni skilst, á óvart en höfðu kannski mánuðum saman talað um í ræðu og riti um að þeir eiga sér þá ósk heitasta að þessu samstarfi lyki sem allra allra fyrst og ekki seinna en í gær og að það að mati þessara einstaklinga væri besta útkoman. Og svo kom hún og þá var það heldur ekki alveg nógu gott. Ekki verður bæði haldið og sleppt. En hve oft höfum við ekki reynt að spyrða þessa tvo gjörólíku þætti saman?

Er svo ríkisstjórnin hafði verið leyst upp að þá kom eins og fyrr greinir verkið eins og þruma úr heiðskíru lofti og mörgu fólki á óvart. Sumir urðu pínu sárir af þessu augljósa, eins og einnig var talað um, útspili og vændu aðra um bein svik, og þar fram eftir götunum. Aftur sjáum við klassíkina starfa.

En stundum fannst manni nú keppnin standa um það hver stjórnmálaflokkanna, sem síðasta ríkisstjórn samanstóð af, yrði fyrstur til að sprengja hæstvirta ríkisstjórn í loft upp. Og viti menn! Hið óvænta skeði. Sjálfstæðisflokkurinn steig fram og gerði verkið. Kannski var farið í það til að klára málið og höggva á hnúta hiks og einhvern veginn vandræðagangs sem engan enda er lengur að sjá á og er hið sama og vera með mikilvæg mál í endalaust lausu lofti sem hvorki gengur né rekur með og er oftast nær afleitasta myndin sem upp er komin á hverjum tíma í öllu svona samstarfi. Allt svo sem þekkt.

Nei, vinir. Ágætur Sjálfstæðisflokkurinn er ekki neitt vandamál í þessu samfélagi né heldur þau íslensku fyrirtæki sem vel gengur hjá né sjávarútvegurinn og útgerðir sem nota sameiginlega eign allrar þjóðarinnar, fiskimiðin, sem menn aftur og ítrekað velja að breyta í sína eigin, boxpúða, og telja einhverja lausn í að hækka skatta þessa fólks bara vegna þess hversu vel gengur hjá því. Þá er og gott að muna að engum hefur verið gefið neitt þarna þó að einhver hafi nýtingarrétt í tiltekinn tíma.  En þetta vissir þú nú allt saman.

  1. október 2024.

Við þurfum trú vegna þess að það sem Guð hefur sagt á sinn eigin sérstaka tíma sem engin þannig séð herðir neitt á né breytir með neinum hætti. Allavega þá sér maður að ekki neitt slíkt geti gerst. Þetta sjáum við um frelsarann sem Guð talaði fyrir margt löngu um að myndi koma til jarðarinnar og vinna sitt fyrirfram gefna verk og frelsa mannkyn undan áþján og eyðingu allrar syndar. Syndin er ein mesta byrði sem jarðarbúar hafa þolað og fengið yfir sig.  Og er enn svo.

Hve lengi þessi hugsun um frelsara gekk með Ísraelsmönnum veit ég ekki en þó er það langur tími. Ljóst er að Guð setur sjálfur öllum verkum sínum sinn tíma sem enginn mun geta hróflað neitt við né breytt með neinum einasta hætti. Og vegna þess að svo er í stakk búið gaf Guð okkur trú í hjarta sem sýnir okkur margt sem Guð gerir og hann gerir með öðrum hætti en mögulegt er að fljótfærni og hlaup út í buska fái gert.

Það er í róseminni sem öryggi trúarinnar vex hvað mest og hraðast fiskur um hrygg en getur ekki gert í, hvorki fljótfærni né endurteknum og ítrekuðum spretti, sem menn taka með þá hugsun á undan sér að nú liggi aldeilis mikið á að framkvæma og gera - og græja - til að spara. Spara hvað? Tími verksins eru um leið peningar sem við flest elskum að spara og komast sem allra ódýrast frá verkunum sem um leið teljum að ósköpin öll liggi á að fá tekin í notkun. Sumar byggingar sem reistar eru í dag eru bara eintómt drasl. En fljótir eru menn með þær. Og hvað gerist? Hvað annað en að enn ein hroðvirknisleg vinnubrögð séu framkvæmd af því að menn gefa verkum sjaldnast nægan undirbúningstíma og þeir horfa ekki til skipulags Guðs.

Að Guð hafi ekki þann hátt á undirstrikar áreiðanleika þess að er verkið loks er komið er það fullkomið. Orðið „fullkomið“ er stærra orð en flest okkar áttum okkur á og er alveg ljóst að okkur gengur erfiðlega að skilja hugsunina um að góður undirbúningur merki tíma, jafnvel langan tíma. Væri þetta viðmið alls skipulags byggjum við á margan hátt talsvert betur. Góður undirbúningur er á og lengri tími líður þangað til viðgerðarmaðurinn og með honum stagbætarinn koma sem yfirleitt er mjög fljótlega eftir að svokölluðu verki lýkur.

Við sjáum allt þetta af lestri orðs Guðs. Og einn daginn, oft mörgum öldum frá því að menn fyrst fengu boð um frelsara sem leysti lýðinn. Skoðum orðið:

Lúkasarguðspjall 1.

“ En í sjötta mánuði sendi Guð Gabríel engil til borgar í Galíleu, sem heitir Nasaret, til meyjar er var föstnuð manni, sem Jósef hét, af ætt Davíðs en mærin hét María. Og engillinn kom inn til hennar og sagði: „Heil vert þú sem nýtur náðar Guðs! Drottinn er með þér.“

En María varð hrædd við þessi orð og hugleiddi hvað þessi kveðja ætti að merkja. Og engillinn sagði við hana: „Óttast þú eigi, María, því að þú hefur fundið náð hjá Guði. Þú munt þunguð verða og son ala og þú skalt láta hann heita JESÚ.”-

Hvað líður langur tími frá því mannkyn heyrir um lausnara uns það skeður sem átti að ske? Árþúsundir og þarna sjáum við ekki nokkra fljótlega tilburði bara til að redda einu og öðru og hrinda af stað sem segir okkur að allt sem gert sé þurfi að fá sinn undirbúningstíma sem fráleitt hefur verið niðurstaðan í flestu því sem menn skipuleggja og framkvæma. Við í dag værum, svo dæmi sé tekið, ekki að tala um hamfarahlýnun og þess háttar atvik hefði slík hugsun um góðan og svo enn betri undirbúning ríkti hér og réði allri för. Við þurfum leiðsögn frelsara sem sendur var frá himni sem bæði fræðir fólk með réttri fræðslu og gefur alla von. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

  1. október 2024.

Alls konar hendir menn og konur á leið þeirra gegnum lífið og menn gæta oft sín vandlega á að hafa nú áhyggjur af öllu og engu og löngu á undan því að nokkuð hafi enn skeð. Allt dæmigerð viðbrögð sem hvert og eitt af okkur þekkir í eigin fari. Trúnni er áfátt í daglegu amstri hvers og eins. Undir vissum kringumstæðum verða viðbrögð okkar oft svipuð í kringumstæðum og aðstæðum þar sem allur skilningur einhvern veginn er horfinn. Næsta hálmstrá er þetta ömurlega ráða- og áttavillta ástand sem stundum er á okkur og við sumpart missum fótanna. En Guði sé lof að við eigum algóðan og úrræðagóðan Guð sem lætur allt hjá okkur fara vel og líka enda vel og eins og Guð sjálfur lagði upp með, sem gerir allt tilbúið fyrir okkur, eins og við líka sáum kominn á staðinn en vorum fram að þeim tíma þetta ráðalausa og áttavillta fólk. Við þurfum daglega trú og lifum hana á hverri stund allt okkar líf. Sem sagt: Ég trúi og ég er rólegur: „Allt mun fara vel,“ mælir trúin.

Markúsarguðspjall 16. 2-7.

“ Og mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar, um sólarupprás, koma þær að gröfinni. Þær sögðu sín á milli: „Hver mun velta fyrir okkur steininum frá grafarmunnanum?“ En þegar þær líta upp sjá þær að steininum hafði verið velt frá en hann var mjög stór. Þær stíga inn í gröfina og sjá ungan mann sitja hægra megin, klæddan hvítri skikkju, og þær skelfdust.

En hann sagði við þær: „Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér. Sjáið þarna staðinn þar sem þeir lögðu hann. En farið og segið lærisveinum hans og Pétri: Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann eins og hann sagði yður.“-

Hér sjáum við gríðarmiklar áhyggjur manneskja sem búa sér til aðstæður á staðnum sem þær stefna til og telja sjálfar að muni mæta þeim við gröfina sem í ljós kom að var engin innistæða fyrir og því engin byrði til að bera og drattast með að leið sinni til grafarinnar til að vinna sitt verk eins og til siðs var að gera í landi Gyðinganna en hefði ekki gerst, með guðstrúna á réttum stað.

„Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér”- segir í niðurlagi setningarinnar. En hvar þá? Nákvæmlega. Hann er upprisinn segir orðið og Jesú sjálfur gat um við sitt fólk og örugglega einnig við þessar ágætu konur sem meðtóku orð Jesú greinilega ekki er á reyni og eru heldur ekki fyrsta fólkið sem skilur ekki. Höfðu þær enda ekki meðtekið með neinum réttum hætti boðskapinn um upprisu Jesú á þriðja degi. Eins var þeim öllum komið sem áður voru Jesú fylgispakir og tilheyrðu hópi hans. Hefðu konurnar, og allur hópurinn, trúað orðum Jesú er hann talaði orð sín, og sjálfsagt margoft gert og fólkið skilið merkingu orðanna (liggur fyrir), að þá hefði þessi ferð kvennanna aldrei verið farin og fólkið máski beðið eftir því hver á sínum stað að Jesú knýi dyra hjá hverju og einu þeirra og sé þangað kominn í allri sinni dýrð. Jesús er máttugur, eins og trúin líka kennir en við meðtökum hann misvel.

Hvað ýtti konunum tveim í förina? Hvað annað en bein vantrú þeirra sem aldrei skildi boðskap Jesú rétt um hvað væri upprisa né meðtók eins og trú skal hverju sinni gera er hann talaði við þau um dauða sinn og upprisu? Þetta hefur verið alveg sérstakur vandi á meðal trúaðra fram til þessa dags og ljóst að hefðu þær skilið rétt boðskap Krists um upprisuna hefði þessi ferð kvennanna, eins og áður segir, aldrei verið farin og þær aldrei lagt upp í þessa ferð með smyrsl og allar græjur til að smyrja líkama Jesú. Enginn maður vitjar lifandi fólks í kirkjugarðinum og innan um allar grafirnar þar sem allt látna fólkið er grafið heldur á stað lifenda. Er það ekki annars? Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

 

  1. október 2024.

Að vera reiðubúinn til að leggja eitthvað á sig fyrir málstað sem þeir trúa sjálfir á er öllu fólki mikilvæg ákvörðun vegna þess að ekkert verk gerist af sjálfu sér heldur koma þar að menn og konur sem leggja fram krafta sína. Þá fyrst fara hlutir á hreyfingu og það að verða til sem að var stefnt. Sama hvað er að þá eru málin svona vaxin. Verkin eru til allra verka fyrst.

Annað sem vert er að geta er þetta mikilvæga úthald manna og kvenna sem þarf til að verk sem þegar hefur verið hafið að það haldi áfram en lognist ekki út af eins og allt of mörg dæmi eru til um og einnig í kristna geiranum sem við mörg hver aðhyllumst og erum undir. Verum vakandi segir orðið á mörgum stöðum og er rík ástæða fyrir þessu hrópi og aðvörunarorðum.

Markúsarguðspjall 14. 32-338.

Þeir koma til staðar er heitir Getsemane og Jesús segir við lærisveina sína: „Setjist hér meðan ég biðst fyrir.“ Hann tók með sér þá Pétur, Jakob og Jóhannes og nú setti að honum ógn og angist. Hann segir við þá: „Sál mín er hrygg allt til dauða. Bíðið hér og vakið.“

Þá gekk Jesús lítið eitt áfram, féll til jarðar og bað að þessi stund færi fram hjá sér ef þess væri kostur. Hann sagði: „Abba, faðir! Allt megnar þú. Tak þennan kaleik frá mér! Þó ekki sem ég vil heldur sem þú vilt.“

Jesús kemur aftur og finnur þá sofandi. Þá sagði hann við Pétur: „Símon, sefur þú? Gastu ekki vakað eina stund? Vakið og biðjið svo að þið fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn en holdið veikt.“

Hér má sjá visst úthaldsleysi manna og augu sem sjá ekki né heldur skynja alvöru þess andartaks sem hópurinn er þarna í og þeir allir leyfa sér að láta sitt eigið ráða för, sem eru eðlileg viðbrögð hverrar þreyttrar manneskju þegar svefninn sækir að, og sá allur harði húsbóndi er okkur. Og hver okkar skilur ekki slíka afstöðu fólks í sínum kannski afleitu kringumstæðum og er orðið þjakað og beygt af eigin svefnleysi? Eins og líka Jesú bendir á er hann kom að lærisveinum sínum eftir að hafa brugðist sér á afvikinn stað til að sjálfur biðjast fyrir og vel vitandi um mátt bænarinnar og að bæn manna sé mikilvægasti þáttur alls sem fram undan er. Að ekki sé talað um á ögurstund líkt og við vitum að Jesú er þarna í en lærisveinarnir skynja ekki þannig séð nokkra hættu og leyfa því svefninum að gleypa sig með húð og hári, sem er það eina sem þeir þrá og andi Guðs er að benda á.

Markúsarguðspjall 14. 41.

“ Í þriðja sinn kom hann og sagði við þá: „Sofið þið enn og hvílist? Nú er nóg. Stundin er komin. Mannssonurinn er framseldur í hendur syndugra manna.”- Við sjáum að enga hjálp fyrir hann er að hafa af neinum þeirra af því einu að engir strákanna sjá sjálfir neitt mikilvægi.

Til að menn átti sig á ögurstund hvers tíma gerist ekkert nema fyrst að sjá og er kennsla allt til dagsins í dag um að vaka og sofa ekki eins og ljóst er að lærisveinarnir leyfa sér í kringumstæðum sínum að gera. En hugsið ykkur gæðin. Til seinni tíma litið hefðu þeir gert þennan vilja Jesú og beðið með honum á sínu mikilvægasta andartaki en gerðu ekki og létu önnur öfl en hlýðni ráða för og missa því af vissri blessun. Og af hve miklu missa þeir til framtíðar litið fyrir eigið líf? Heilmiklu má fullyrða fyrir eina ferðina enn holdsins vilja. Sjáum við ekki mikilvægi þess að deyja sama í fari okkar til að geta gert allan vilja frelsarans okkar og upplifað merkilega blessun hans? Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

  1. október 2024.

Jesús hvetur sitt fólk til að trúa á sig hér og nú og alla daga og alltaf. Af hverju talar hann með þessum hætti? Ég tel ástæðuna vera nokkuð ljósa og sé vegna þess að ekkert okkar veit tímann né stundina um endurkomu Drottins. Gerist það í dag? Á morgun? Hvenær? Engum er gefið neitt meira að vita en trú sem hann heldur utan um og varðveitir í sínu hjarta. Trúin styður okkur á deginum ásamt því að halda henni vakandi og á mikilvægum verðinum og spyr sig því kannski reglulega hvenær að þessu komi, sem ég reyndar hugsa að fæst okkar nú geri og veit að enginn nema faðirinn einn veit tímann. Og það nægir alveg.

Trúin mun halda utan um allt sem hér þarf að standa vörð um. Hún segir mér blákalt og ítrekað og svo aftur að þá líka verði ég að standa mína plikt og vera vakandi í minni daglegu trú allan biðtímann. En geri ég það? Ég segist gera það já.

Hvað um það að þá segir trúin mér að að þessum tíma muni koma og er ég hér að tala um endurkomu hins upprisna Jesú til jarðarinnar sem heldur betur í gegnum tíðina er búið að þyrla upp ryki í kringum.

Þarna er trúin sjálf hvað hjálplegasta tækið sem völ er á og undirstrikar hversu mjög hún er nauðsynleg, þó svo oft séum við að slugsast með og vanrækja út í eitt og láta helst allt annað í lífinu hafa forgang? Er það ekki annars rétt og má ekki um leið spyrja hver okkar, að dæmi sé tekið, sleppi ferð sem viðkomandi áður var búinn að ákveða fyrir stuttu eða löngu en fékk svo skyndilega fregn af þriggja daga kristilegri og hressingu upp úr orði Guðs sem með einhverjum hætti hafði alveg farið fram hjá honum. Og hvað gerir hann? Mögulega, hugsanlega verða slagsmál innra með manneskjunni og að þar fari að togast á öfl sem annars vegar segja manneskjunni að halda sig við fyrri áætlun og hunsa Guðs verk. Trúin vill alltaf hafa sitt fólk þar sem Drottinn er. Þetta hef ég margsinnis reynt sjálfur og tek eitt dæmi.

Þannig var að fyrir hátt í þrjátíu árum efndi breska rokkhljómsveitin Rolling Stones til enn einnar tónleikaferðar sinnar. Og nú um Norðurlönd og Evrópu. Bjó ég þá enn í Neskaupstað og slæ til og vildi slást í hópinn frá Íslandi sem ætlaði á sömu tónleika þarna úti í Kaupmannahöfn og ég. Og byrjaði ég að borga inn á ferðina og gerði um hríð. Eða þangað til annað kom upp sem maður virkilega þurfti að glíma við og togast á um. En það var heimstrúboð stórpredikarans Billy Graham í gegnum gervihnetti árið 1996 og ég enn að borga inn á Stones-ferðina.

Fór svo að ég hætti við Rolling Stones-túrinn og fékk að hluta til fargjaldið endurgreitt og gekk í hitt verkefnið að tryggja veru mína í borginni sem verkalýðsfélagið í Neskaupstað reddaði. Félagið á íbúð í borginni í göngufæri við staðinn sem sjónvarpsútsendingin fór fram á. Á settum tíma flýg ég frá Egilsstöðum til Reykjavíkur, kem mér upp í íbúðina og mæti morguninn eftir í sal Biblíuskólans við Holtaveg. Hve við vorum mörg sem tókum þátt veit ég ekki en mig minnir að setið hafi verið við hvert borð í nokkuð stórum salnum sem allt fer fram í.

Aðra eins dýrðarstund og við Holtaveginn hef ég aldrei áður upplifað á mínum kristna ferli og ég 1996 baðaður dýrð Drottins alla þessa daga sem mótið stóð frá því minnir mig klukkan 09.00 til 17.00 hvern dag í þrjá daga sem endaði á sunnudagskvöldi í Valsheimilinu í Reykjavík. Þetta dýrðarbað mitt hélt svo áfram þar og ég man að ég steig fram til fyrirbænar sem kona á staðnum, fyrirbiðjandi, ætlaði að sinna og ég enn þarna á gólfinu í minni Guðs nærveru og konan enn að bíða og hnippir loks í mig með þeim orðum að það að standa svona sé svo asnalegt. Inngripin stoppuðu þessa sönnu og innilegu Guðs nærveru mína og ég finn til leiða.

Niðurstaðan er að Guð hefur allt fyrir okkur og býður fram sönn gæði. Jesús lifir! Amen.

 

 

 

 

  1. október 2024.

Einna lærdómsríkast við trú okkar er að læra að horfa á verk og athafnir fólks eins og Jesús sér þau. Við höfum augu og við sjáum allt í kring en sjáum þó svo oft ekkert og skiljum ekkert, veitum bara sumu athygli. Við mannfólkið erum auðvitað stórkostlegt sköpunarverk en um leið afskaplega takmarkað lið með samt alla möguleika til að vaxa, dafna og þroskast svo lengi sem við lifum, sem gerir hverja manneskju um leið að merkilegu fyrirbrigði. Og hvernig ætti annað að vera séð með þeim augum að hver manneskja sé sköpun lifandi almáttugs Guðs?

Markúsarguðspjall 12. 41-44.

Jesús settist gegnt fjárhirslunni og horfði á fólkið leggja peninga í hana. Margir auðmenn lögðu þar mikið. Þá kom ekkja ein fátæk og lét þar tvo smápeninga, eins eyris virði. Og Jesús kallaði til sín lærisveina sína og sagði við þá: „Sannlega segi ég ykkur, þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir er lögðu í fjárhirsluna. Allir gáfu þeir af allsnægtum sínum en hún gaf af skorti sínum allt sem hún átti, alla björg sína.“

Hér má sjá góða kennslu í að sjá eins og Jesús sér að hann horfir ávallt á hjarta manneskju og ekkert annað. Í hjarta manneskju greinir hann trú fólks á og/eða hann sér þessa andstyggð vantrú sem áfram efast, áfram hikar og alla þess háttar framkomu og gerir sama hvað út um munn manneskju kemur í formi orða. Við förum ekkert á sveig við Jesú og fáum þar með feikna góða kennslu í að sýna af okkur heiðarleika í bæði orði, verki og allri háttsemi. Þetta getur hver manneskja gert og gerir stundum en bara stundum, sem er ljóðurinn á ráði manna hér sem og stundum enn sinn gamla barnaleik: „Komum í feluleik”- sem við öll munum eftir og vorum þátttakendur í vegna þess að vera enn bara börn en dóum ekki fullkomlega er fullorðinsárin komu yfir en breytum reglunum nokkuð á fullorðinsárunum og gerum feluleikinn undir nokkuð öðrum formerkjum en þá gilti og heitir „pukur“.“

Gamli saklausi og barnalegi feluleikurinn okkar rann sitt skeið á enda en hætti þó ekki fyrir fullt og fast. Núna, er við förum í feluleik, förum við í feluleikinn til að fela einhverjar athafnir fyrir öðru fólki sem enginn má vita neitt um. “Uss. Ekki leyfa sannleikanum að birtast. Hann bara flengir okkur ferlega og allt heila klabbið hrynur yfir okkur. Uss, uss.” Þegjum- Af hverju? Óheiðarleikinn kom með fullorðinsárunum og alls konar lestir með þeim. Sannleikurinn að endingu flettir ofan af pukrinu þó að um síðir verði birt allt það sem leynt átti að fara og verði hrópað af þökum uppi. Allt kennsla til okkar um vissa aðgæslu og að læra að sjá eins og Jesús sér. Sannleikurinn mun birtast með sínum afhjúpandi hætti og engri manneskju neitt hlífa.  Líka þó að enginn maður hafi sagt frá neinu. Munum það og að til er lifandi Guð sem vakir yfir handverki sínu og yfir öllu fólki til velferðar og mun verða birt og við áhorfendur að og um leið vitni að bæði góðum og slæmum verkum og hvort sem okkur líkar það vel eða illa af þeirri einu ástæðu að sjálfur sannleikurinn valsar hér um á meðal okkar til að afhjúpa verk allrar lygi. Og Guði sé lof fyrir. Þetta er gert til að styrkja heiðarleika hvers manns í lífinu hér og nú og er ástæðan fyrir að bæði ég og þú erum undir stanslausri kennslu alla okkar tíð og þökkum það lifandi upprisum Jesú.

Ritningarversið er um gamla konu sem réttir fram hönd sína og sleppir úr hendi sinni tveim smápeningum sem kannski eru svo smáir, vesælir og litlir að sælgætisgrísirnir ég og þú hefðum ekki getað keypt okkur hinn minnsta sælgætismola og aldeilis ekki hvorki hús né bíl sem kannski hefði verið gerlegt fyrir suma þá upphæð, sumra sem komu með sitt í pokum og sturtuðu úr þeim ofan í fjárhirsluna sem Jesú þó tekur ekki eftir og aðeins eyri ekkjunnar. Fæst okkar erum þarna og værum vís með að þjóna manninum með milljónagjöfina í baukinn og gera með einhverjum extra hætti og ganga svo langt að þjóta fram og koma til baka með rjúkandi kaffibolla og færa þessum moldríka gjafara starfsins af hreinni lotningu. Jesú lifir! Hann lifir!

  1. október 2024.

Jesús gefur okkur fyrirmyndir um allt það sem honum þykir skipta máli og tengist alltaf hver átrúnaður okkar er, hvað við viljum trúa á og hvað við teljum vera gagnlegra öðrum verkum. Allir vita að manneskja verður að eiga sér einhvern átrúnað fyrir sig og að Jesú vilji alltaf benda fólki á Guð Faðir sem þann Guð sem er annt um fólk og getur gert verk þar sem fólk er algerlega er strandað. Þetta er kennslan og mörg orð ritningarinnar styðja og taka undir. 

Sem sagt! Eftirleiðis, eftir að trúin er tekin við, munum það, mun maðurinn leita vilja Guðs og gera af þeirri ástæðu að telja breytinguna gagnlegasta fyrir sig sem hann geti gert og sé rétt niðurstaða. Að komast á þennan stað með sig sjálfan er erfiðara en margur hyggur en gerlegt og vinnandi verk í trú sinni. Aftur komum við að orðinu trú sem góðri leið til árangurs.

Markúsarguðspjall 11. 15-17.

Þeir komu til Jerúsalem og Jesús gekk í helgidóminn og tók að reka út þá sem voru að selja þar og kaupa og hratt um borðum víxlaranna og stólum dúfnasalanna. Og engum leyfði hann að bera neitt um helgidóminn. Og hann kenndi þeim og sagði: „Er ekki ritað: Hús mitt á að vera bænahús fyrir allar þjóðir? En þið hafið gert það að ræningjabæli.“- En af hverju réðst Kristur í þetta verk sem við lásum um hér? Ástæðan er einkum ein og hún helst að honum ofbýður hvernig menn eru að fótumtroða það sem Guð hafði sjálfur sett niður til að menn fengju einhvers staðar fast afdrep til að koma saman í til bænahalds og lofsöngs Guði til dýrðar en menn höfðu breytt í sölubúð. Og meira þessu. Haft rangt við. Jesús nefnir því orðið „Ræningjabæli“ og að þar hafi farið fram alls konar ódrengileg starfsemi og menn stundað það að gefa kúnnanum vísvitandi og af beinum ásetningi sínum rangt til baka og einnig notast við svikna vog og önnur álíka svikin verk.

Allavega fær Jesú upp í háls af ósóma þessum í þessu húsi sem hann veit að Guð setur fram til annarrar starfsemi en hennar sem komin er þangað inn. Kristur er kominn fram og byrjaður merkilega starfsemi sem byltir heiminum og birtist einkum í nýju og öðruvísi hugarfari mannskapsins en áður hafði gilt. Hann staðsetur verk Guðs þar sem Guð Faðir ætlaði þeim stað á en mennirnir höfðu breytt.

Það er í þessu sem þetta nýja liggur sem Kristur segist vera kominn til að gera og vildi fá fólk með sér í lið til að framkvæma þetta mikilvæga Guðs verk og viðhalda því á sínum stað en vandinn eins og vanalega hvað mönnum oft gengur illa að koma auga á verkin sem Guð vill leggja áherslu á og Guði finnst markverð og mikilvæg að gerð séu. En með þeim hætti sjáum við verk lifandi Guðs sjaldnast þó orðið tali á mörgum stöðum um óaðfinnanlegan Guð sem við margoft höfum lesið en grípum svo oft illa utan um. Af hverju? Fólkið er veiklundað og hvert um sig með eitt stórt tilfinningabúnt sem það vill stjórnast af og gera talsvert oftar en það vill viðurkenna og er ástæðan fyrir þessu brokkgengi hvers okkar sem öndvert eigin hroki heldur utan um og ver. Hroki er djöfullegt og óguðlegt afl í manneskju. En engar áhyggjur. Kristur dó í manns stað og reis upp í styrk andans og þeim sama og hann gefur sínu fólki.

Sem sagt! Lærum að gera verkin eins og Guð leggur til og setjum punkt á eftir. Þversköllumst ekki lengur við, upplifum heldur árangurinn af að vinna með trúnni og að skilja sig frá verkum heimsins sem ítrekað spólar sig kikk fastan í leðjunni. Er þetta ekki annars rétt? Ég alltént lít með þeim hætti á og hef margoft séð fólk höggva í sama knérunn og vinna hvert verkið á fætur öðru vegna þess að þekkja hvorki Guð né mikilvægi þess að losna undan synd sem kemur í veg fyrir að fagurt og fullkomið náist fram. Hættum að gefa rangt til baka og að notast við falska vog. Og hvað er það annað en fals að sneiða hjá skattinum? Lokum hringnum. Jesús lifir! Amen.

  1. október 2024.

Kosningar. Þær eru fram undan. Starfsstjórn eins og venjulega undir þessum kringumstæðum tekur við fram að kosningum. Einhver af málum fyrrverandi ríkisstjórnar Íslands verður lokið við og reikna með að sé fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár að það verði klárað og notast við árið 2025. Eitthvað aðeins var byrjað á þessu fjárlagafrumvarpi en öll sú vinna var stöðvuð með ákvörðun hæstvirts forsætisráðherra sem sté fram fyrir nokkrum dögum og sagði þetta búið að þessu sinni. Byrja þá undireins ásakanir og tal um svikabrigsl. Klassískt allt saman.

Alltaf skal það gerast að allt svona sé einhverjum öðrum að kenna hvernig fór og að sú áhugaverða staða komi upp á þann veg að allur hópurinn og hver fyrir sig gefi út yfirlýsingu um að hafa verið heill í þessu stjórnarsamstarfi en samt fór sem fór og gerir málið allt að einni flækju og raunverulegri klessu sem tekur spekingana með atvinnu af að kryfja öll svona mál, líklega nokkurn tíma, og alveg hellings vangaveltur og heilabrot saman við sveitt enni og skalla að leysa og greiða úr slíkum upplýsingum til að fá fengið séð einhvern raunveruleika í málinu handa okkur hinum að lesa og skilja. Hvað erum við án spekinga? Mikið verk er fram undan hjá þessum hópi með allar réttu útskýringarnar fyrir okkur hin til að við skiljum málið rétt.

Séu allir sem að komu þessir miklu drengskaparmenn og merktir heilindum alla daga liggur nokkuð klárt fyrir að svona lagað geti ekki gerst. Undrin og stórmerkin gerast því alveg greinilega enn og hið ómögulega einnig sem eins og hendi sé veifað geysist yfir landsins lýð og verður að staðreynd málsins. Og fólkið stendur eftir gapandi og missir stuðpúða til að lemja.

Versta er að mappan sem geymir allar förnu, sprungnu og fráfarandi íslensku ríkisstjórnirnar frá 1944 er að sligast undan þessum þunga og svo er komið að tiltekin möppuskömm er orðin svo þung og upp undir tveggja manna tak og komin á þann stað þyngdar að bak sumra manna mun brátt gefa sig og hafa þegar bilað bara við það að draga þennan hvimleiða möppuádám út úr sérstyrktri hillunni sem geymir hana og færasti mublusmiður landsins sá um að gera og vinna og ganga svo frá að héldi. Og líka hélt. Verra er með bakið sem gaf sig. En skítt með það og hvað er eitt bak á milli vina og launin fyrir að nenna aldrei að fara í ræktina og hugsa bara um málið en hætta enn einu sinni við. Sem og að taka inn bráðholt þorskalýsið á morgnana? Glatað mar. Menn geta sjálfum sér um kennt en gera ekki frekar en flestir aðrir landsmenn gera og benda á aðilann sem fékk viðkomandi til verksins. Við sjáum hér hversu einkar notalegt það er að vera einhvern veginn sjálfur, ávallt stikkfrí. Ég hreint elska stöðuna með alltaf einhvern annan til að benda á en tuða samt endalaust. Allir sjá skemmtunina af. Sér hana kannski enginn? 

Fólkið sem stendur mótmælandi við girðingu með áletrunina á spjöldum sínum „Burt með ríkisstjórnina“ getur nú slakað á um stund því ríkisstjórnin er farin frá. En slökum á. Ný ríkisstjórn mun koma fram og færa líf í mótmælin við girðingu og gefa þeim kost á að mótmæla og hafa á lofti spjöld með áletrun á borð við „Burt með ríkisstjórnina“. Það er hvergi hætt þó að ein ríkisstjórn hafi flogið burt. Nú einnig vitum við hvers vegna allar þessar girðingar eru hafðar uppi við. Hvernig væri vinnandi vegur að standa í hressilegum mótmælum og ekki vita neitt um hvar þau skuli fram fara né hvar sé best að standa við iðjuna? Mótmæli fyrir sannleikann. Það er: Eigin sannleika. En hann er ekki fyrir fram nokkur sannleikur og bara skoðun fólks.

Nei, vinir. Enginn þarf að vera neitt undrandi á að maður eins og ég kjósi frekar að fylgja Jesú og skipulagi hans og vera innan um kærleika hans, ást og elsku og að hafa snúið baki við glundroða heimsins sem segir eitt í dag og annað á morgun og hver með eigið réttlæti. Kæru vinir. Eigum góðar kosningar og munum að við fáum það sem við veljum. Veljum því vel og vitum af hverju við völdum frekar þennan stjórnmálaflokk en einhvern annan stjórnmálaflokk. Jesú lifir! Hann lifir! Vissulega.  Amen.

 

 

 

 

  1. október 2024 (b)

Er rétt af sjálfstæðri þjóð eins og Íslendingum að þeir komi sjálfum sér í þá aðstöðu að utanaðkomandi fólk, útlendingar, með allri virðingu fyrir þeim, sem flytja hingað til að vinna og sækja sumir um landvistarleyfi stilli málunum svo af að þeirra sjónarmið fari að vega þyngra og raunverulega komi gegn sjálfsákvörðunarréttinum sem sjálfstæði landsins á sínum tíma byggði á og bauð landsmönnum? En nákvæmlega andspænis þessu á vissan hátt stöndum við nú samt. 

Að erlent fólk vinni hér og þetta fólk borgi hér skatta. Hvenær fór það að gefa einstaklingi umframvægi í landinu að borga skatta af tekjum sínum? Allir borga skatt til samfélagsins og líka lífeyrisþegarnir sem eru ekki lengur á vinnumarkaðnum sökum aldurs og þiggja einvörðungu ellilífeyrislaun frá ríkinu til að lifa af. 

Sumt af íslenskum eldri borgurum á eignir en fjölmargir þeirra ekki. 

En þessa umræðu, eins og mörg önnur umræðan í þessu landi, hefur verið reynt að eyðileggja með ósæmandi og óviðeigandi upphrópunum og skotum frá fólki um öfgatal þar sem slíkt á alls ekki við í umræðunni. 

Að tala og viðra skoðun jafngildir ekki öfgum. Gætum okkar á að eyðileggja ekki allt sem gert hefur verið og munum enn fremur að það að sýna dæmdu fólki miskunn og gefa því færi á að losna fyrr úr fangelsi en dómurinn kveður á um er heimilt og er af meiði miskunnsemdar og því öllu göfuga formi. 

Að efna til mótmæla vegna miskunnarverks íslenskra fangelsisyfirvalda á manneskju í tugthúsi er andhverfa allrar miskunnar í verki og harka er ekki sama og að vilja byggja upp réttlæti, enda ekki hugsað með þeim hætti. Gætum okkar og spyrjum okkur hvort við viljum lifa í miskunnsömu samfélagi eða hörðu samfélagi sem beitir hörku í verki? Harka er eitt, réttlæti annað. Hvort viljum við?

Viðbót.

Að beita hörku sem sínu réttlæti byggir upp harðneskju sem skirrist ekki við að beita ofbeldi til að ná svokölluðu réttlæti fram sem oftar en ekki er bara eigið réttlæti sem sjá má út um allt samfélag. Menn tala um aukið fjármagn hér og hvar og að nota það sem efni í umbúðir utan um sár þar sem ekkert sár er og önnur meðul þarf á til að lækna meinið sem oftast nær er einhvers konar innra mein manneskju sem erfitt er að koma auga á vegna þess að ég er sjálfur haldinn þessu meini án þess að viðurkenna eitt né neitt í því máli. Í guðlausari veröld getur enginn vænst nema aukinnar hörku og illsku. Grasserandi illska er rótin sem svo erfitt er að koma auga á og fæst fólk viðurkennir, sem einnig er sinn vandi að sannleikanum er ekki lengur hleypt að heldur meira hitt sem kitlar eyrun. Og fólkið setur rangar umbúðir á sár án þess að sjá að þar sé ekkert sár og notar röng meðul til að ná fram heilsu. Auknu fjármagni er heitið til að laga aðstæður sem í gangi eru sem þó laga harla fátt, og oft koma að harla litlum notum vegna þess að peningarnir eru ekki málið heldur örlítið meira af umhyggju. Við hættum að setja umbúðir á sár þar sem ekkert sár er og notum þar sem sárið grasserar og er oftar en ekki einhvers konar innra mein sem við flest ráðum svo illa við að meðhöndla rétt en erum þó með án þess að viðurkenna neitt sjálf og gerum oft af eigin innri blindu. Að setja umbúðir á sár þar sem ekkert sár er býr til enga lausn fyrir nokkra manneskju en er samt gert út um hvippinn og hvappinn vegna þess að menn eru um margt ráðalausir eins og dæmin sanna. Svo eru menn undrandi á að alls konar hér hjá okkur færist úr lagi og færist í aukana. Ekki lengur vera undrandi.

  1. október 2024.

Athygli vekur hversu ofboðslega orðið er nákvæmt í öllum lýsingum og ábendingum sem segir okkur mikilvægi smáatriðanna sem við kannski gerum frekar lítið úr í heildarmyndinni en geta skipt sköpum. Við verðum að muna að Jesús er hér til að boða trú og að byggja upp trú fólks og þarf að hafa í huga er Kristur er annars vegar og útskýrir ágætlega ofurnákvæmni orða hans er til að mynda lærisveinar Jesú eiga í hlut. Við megum ekki gleyma af hverju Jesú kom til jarðarinnar né hvaða verk hann gagngert kom til að vinna og á eftir byggja upp:

Markúsarguðspjall 11. 1-4.

Þegar þeir nálgast Jerúsalem og koma til Betfage og Betaníu við Olíufjallið sendir Jesús tvo lærisveina sína og segir við þá: „Farið í þorpið hér fram undan ykkur. Um leið og þið komið þangað munuð þið finna fola bundinn sem enginn hefur enn komið á bak. Leysið hann og komið með hann. Ef einhver spyr ykkur: Hvers vegna gerið þið þetta? þá svarið: Drottinn þarf hans við, hann sendir hann jafnskjótt aftur hingað.“-

Þeir fóru og fundu folann bundinn við dyr úti á strætinu og leystu hann.”- Hér sjáum við mjög nákvæma lýsingu á aðstæðum sem Jesú sendir sína menn til og þeir hittu nákvæmlega eins Jesú sagði. Meira að segja standast orð þessara bláókunnugu manna sem þeir hittu sem Jesú hafði áður talað til þeirra. Sjáið þið ekki hvernig Jesú leitast við að byggja upp traust á sér hjá frumkvöðlum kirkjunnar? Menn verða að vita hverjum þeir eru að fylgja og Jesú byggir upp hjá þeim með orðum sannleikans og að hann viti ýmislegt sem engin önnur manneskja með neinum hætti getur vitað neitt um og sé hingað kominn til að gera verk sem engin áður hefur unnið eða getur unnið án beins atbeina Jesú. Hér er myndin af heilögum anda sem starfar fyrir trú fólks. Trúin gerir mig vissan, alveg eins og hjá lærisveinunum sem fóru til að sækja folann og fundu allt eins og Kristur hafði áður nefnt. Allt liggur öndvert fyrir frelsara heimsins.

Lúkasarguðspjall 10. 23.

“Og Jesús sneri sér að lærisveinum sínum og sagði einslega við þá: „Sæl eru þau augu sem sjá það sem þér sjáið.”- Jesús kom til að byggja upp trú síns fólks og gerir með áreiðanleika sjálfs sín og verklaginu sem hann áður hefur útbúið. Jesús er allt í öllu og alls staðar og er um leið frelsarinn sem kom til jarðarinnar til að gera allt nýtt og henda sumri gömlu tuggunni út.

En hvers vegna er verið að staglast á þessu? Liggur ekki fyrir hver frelsarinn sé? Langur vegur er að menn viti um hver frelsarinn sé og því enn sömu verk í gangi hvað þetta mál varðar eins og verið hefur alveg frá grundvelli allrar boðunar. Orðið talar þetta. Útkoman eru allar þessar ítrekuðu og endurteknu endurtekningar manna um atburði tengdir trúnni á Jesú sem á hverjum tíma tengist því og beinist að þeim sannleika að treysta Jesú fyrir sínu lífi og öllu sem snýr að manni sjálfum. Munum líka að Kristur byggir upp einstaklingstrú í fólki, dó í stað einstaklings og reis upp frá dauðum fyrir einstakling og sá til þess að fjölmargir urðu vitni að upprisu sinni og gerði með því að leyfa fjölda manns að hitta sig upprisinn. Allt til að byggja upp trú fólks til allrar framtíðar. Og skiljum betur orð Krists á krossinum:

Jóhannesarguðspjall 19. 30.

„Þegar Jesús hafði fengið edikið sagði hann: „Það er fullkomnað.“ Þá hneigði hann höfuðið og gaf upp andann.“- Einkar áhugaverð nálgun sem mikilvægt er að meðtaka og læra og á eftir gera eins og orðið segir og gjalda áfram varhug við sumum kenningum manna sem segjast vita. Kenningarnar eru enn á meðal okkar eins og verið hefur. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

  1. október 2024.

Forréttindi kristinna manna eru nokkur og liggja einkum í að Jesús talar sjálfur til þeirra og lætur vita hvað hann hyggist fyrir með sitt fólk. Sjálf trúin og bein köllun manna eru alfarið komin frá Kristi og er um það sem Kristur hefur þegar ákveðið að þessi einstaklingur skuli sinna í þágu Guðsríkisins á jörðinni. Harður skóli kannski en fráleitt neitt kvíðvænlegur fyrir neinn sem kallaður er af Drottni. Drottinn sjálfur mun stíga skrefin með köllun manns.

Jobsbók 1. 8-9.

Þá spurði Drottinn Satan: „Veittir þú athygli þjóni mínum, Job? Enginn maður á jörðinni er jafnráðvandur og réttlátur og hann. Hann óttast Guð og forðast illt.“ Satan svaraði Drottni og sagði: „Er Job guðhræddur að ástæðulausu? Hefur þú ekki verndað hann, hús hans og eignir á alla lund?“ - Hér sjáum við vel illskuna sem í Satani býr sem ómögulega getur þolað að Guð sé neitt að tala vel um mann né hæla honum á nokkurn hátt í eyru sín. Sjálfur vill Satan fá alla dýrð og að allir lúti sér eins og hann gerði alvarlega tilraun til hvað Jesú varðar. 

Lúkasarguðspjall 4. 6-8.

Og djöfullinn sagði við Jesú: „Þér mun ég gefa allt þetta veldi og dýrð þess, því að mér er það í hendur fengið og ég get gefið það hverjum sem ég vil. Ef þú fellur fram og tilbiður mig skal það allt verða þitt.“

Jesús svaraði honum: „Ritað er:

Drottin, Guð þinn, skalt þú tilbiðja og þjóna honum einum.“

Í eðli Guðs er að gefa sínu fólki góð meðmæli sem við sjáum að hann nýtur að gera og við merkjum af þessum orðum hans: „Veittir þú athygli þjóni mínum, Job? Enginn maður á jörðinni er jafnráðvandur og réttlátur og hann. Hann óttast Guð og forðast illt.“ Satan bregst raunverulega ókvæða við þessum orðum hans og vill ekki heyra þau né leggur sig neitt eftir um nokkra manneskju og varpar þess í stað fram ásökun í garð þessa góða þjóns Guðs, Job, með orðunum og spurningunni um hvort Job sé guðhræddur að ástæðulausu. Óvini allrar sköpunar Guðs finnst greinilega ekki mikið til þessara orða Guðs koma og bendir óbeint á falsið í Job sem sé nú ekki alveg svo hreinn og tær eins og Guð vill vera láta. Sjá má einstakling fullan öfundar. Sjáum við nokkuð hér hvaðan sum skoðun og álit manna eru komin? Ég tel svo vera og styð þá skoðun að sumir hafi nú efasemdir um Guð, einkum Guðsfólk.

Munum að Satan hefur endanlega verið rúið öllu trausti Guðs og verður ekki aftur snúið með það. Og vitiði hvað olli þessu? Satan fyllti sig hroka sem kom með til hans syndina. Að hann syndgi endalaust er hvað skýrasta merkið til manna og kvenna sem lifa í synd hverjum þetta fólk tilheyri. Að við blekkjum okkur ekki lengur þarna né heldur grípum til lélegustu mögulegu afsökunar á borð við þá að þú vitir ekkert í hverju ég hafi lent, sem einhvers konar svar við þessu ranga verki sem fólkið er að gera. Að gera rangt er og verður áfram ranglæti og er líka mynd af hvaðan illur orðrómur og hreinar lygar eru komnar og að við hvert og eitt okkar séum án afsökunar ef við berum út illan orðróm. Syndin þarf að víkja og öll hugsun um synd. Er það gerlegt? Allt er vinnandi vegur og hægt að sigrast á öllu í Jesú nafni. Ef við sjálf viljum.

Markúsarguðspjall 9. 23 .” Jesús sagði við hann: „Ef þú getur! Sá getur allt sem trúir.“ Hér leggur Drottinn alla áherslu á mína og þína trú sem einstaklinga sem gild afl í lífinu. Jesús lifir! Hann lifir. Amen.

 

 

 

 

 

  1. október 2024.

Fyrir mann að skilja þegar orð Guðs er annars vegar er ekki inni í myndinni og er í raun útilokað verk.  Það allt saman gjöf frá Guði. Jóhannesarguðspjall 5. 5.

“Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt sem er í mér og ég í honum en án mín getið þér alls ekkert gert.”-

Einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að mönnum gangi afskaplega illa við að skilja setninguna og einkum þann hluta hennar sem segir að við getum alls ekkert gert án beins atbeina Jesú en er staðreyndin sem skilst betur með trúarþroskanum og vitneskjunni um hversu afskaplega litlar og smáar við manneskjurnar erum. Að komast að þessu, taka undir þetta og skilja málið bæði rétt og vel er hverri manneskju afskaplega hollt og í raun grunnur trúargöngu fólks um réttan veg sannleikans. Við munum vel orð Pontíusar Pílatusar við Jesú „Hvað er sannleikur?“ og er hann gekk burt frá honum en áttum okkur kannski ekki á að það er viss undankomuleið Pontíusar til að þurfa ekki að gera hreint fyrir sínum dyrum.

Ég tel að menn oft tíðum viti þegar sannleikurinn er fram borinn. Hann einhvern veginn liggur svo kvittur og klár fyrir er allt kemur til alls þó að viðbrögð okkar stundum séu þvert á við það sem hann segir og talar. Stundum er erfiðasta verkið að gera sannleikann. Oft líka vitum við betur en iðkum samt áfram það sem er rangt. Hvaða gifti maður og/eða gifta kona veit ekki að rangt væri af sér að halda fram hjá maka sínum? En hversu margir láta ekki undan þeirri freistingu og jafnvel hælast af verkinu? Fólkið er fleira en við höldum og hefur þetta vandamál oftsinnis teygt sig inn í raðir hinna kristnu manna gegnum tíðina: „Hvað! Þetta er alveg eins og hjá okkur”-segja menn heimsins og hressast af en breytir engu um fyrir nokkra manneskju að svona verk eru röng verk og verða áfram. Kristur vill að við látum réttlæti hans vera í fararbroddi og munum að allt ákvörðunarvald sé í einstaklingsins höndum sem ræður allri sinni ferð.

Sumir grípa til gamalla slitinna afsakana þessara: „Þú veist ekkert í hverju ég hef lent og allt það ranglæti sem ég hef mátt þola á minni ævi” Þetta er rétt og ekkert veist þú heldur neitt um mínar raunir. Er það? Jafnt er á komið og áfram stendur valið um að syndga eða syndga ekki. Hér er allt klippt og skorið. Veljum rétt og Drottinn mun koma og hjálpa okkur og blessa allar góðar ákvarðanir okkar. Jesús er Guð réttlætis. Ekki ranglætis. Líka þó að við búum okkur til hreint ágætis skáldsögu til að réttlæta áfram vonda hegðun.

Af hverju breytir fólkið ekki rétt? Svarið er að fólkið þekkir ritninguna ekki vel og/eða skilur hana ekki með réttum hætti og í stað þess að leita álits sjálfs herrans fer það frekar til veikasta hluta safnaðarins eftir áliti hans til að frekar fá staðfest fyrir sér um eigin hugdettu meira en nokkuð annað. Veikleiki manna liggur oft í hve þeir eru fúsir til að réttlæta margt og sannfæra um ýmislegt í eigin fari vegna ásetningsins um að gera ranglætið. Syndin er lævís en breytir ekki hinu að vilji Krists sé að syndga ekki framar. Að syndga ekki er besta leiðin fyrir okkur sjálf og trúarlífið fram undan til að þeir fái þá styrkingu sem nauðsynleg er. Þarna er margur trúaði bróðirinn og systirin afskaplega nálægt heiminum.

Markúsarguðspjall 8. 15-18.

Jesús áminnti þá og sagði: „Gætið ykkar, varist súrdeigi farísea og súrdeigi Heródesar.“

En þeir ræddu sín á milli að þeir hefðu ekki brauð.

Jesús varð þess vís og sagði við þá: „Hvað eruð þið að tala um að þið hafið ekki brauð? Skynjið þið ekki enn né skiljið? Eru hjörtu ykkar sljó? Þið hafið augu, sjáið þið ekki? Þið hafið eyru, heyrið þið ekki? Eða munið þið ekki?”- Ákveðið til orða tekið. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

  1. október 2024.

Ljóst er að koma Jesú á sínum tíma til jarðarinnar var til að mæta fyrst af öllum þjóðum þjóðinni sem Guð Faðir hafði áður útvalið fyrir sig. Við vitum að hún er Ísrael.

Ísrael fær köllun frá Guði um að þeir skuli fyrstir allra þjóða fá að heyra merkilegt fagnaðarerindi. Og frelsarinn kemur fram í þeirra röðum og þeir fyrstir allra heyra fagnaðarerindið og síðan aðrar þjóðir veraldar. Og við vitum að fyrstu lærisveinarnir koma allir úr röðum Ísraelsmanna.

Þessi fyrirheit fylgdu þjóð Guðs í árþúsundir og alveg ljóst er að hver Ísraeli veit um frelsara sem komi og losi þá undan ánauð, þrælkun og geri þjóðina frjálsa. Gyðingarnir höfðu á kerfi sem gekk meðal kynslóðanna sem var lærdómur upp úr bókum Móse sem margir ku hafa lært utanbókar. Allt saman gert til að halda mönnum og konum vakandi, væntandi og bíðandi eftir frelsara. En þjóðin beið konungs með vald til að sigra með sverði alla andstæðinga sína. Harkan sex takk.

Jesaja  45.  18.

Já, svo segir Drottinn, skapari himinsins, hann einn er Guð, hann mótaði jörðina og bjó hana til, hann grundvallaði hana, hann skapaði hana ekki sem auðn heldur gerði hana byggilega:  Ég er Drottinn og enginn annar er til.”- segir hér og eru orð sem lengi vel fylgdu þjóð Guðs og menn þar auðvitað væntu. Engin spurning.

Við verðum að átta okkur á að fyrirkomulagið sem þetta fólk þekkir best eru þessir konungar. Og þeir eru alls konar. Sumir mildir og þjóðin undir þeirra stjórn býr við frið.   Aðrir voru ólíkir hinum og eru strangir, harðir, efna til stríðs við nágranna sína og eru ekkert sérlega þægilegir að búa við. Margir léku þjóðina grátt. Sem sagt! Skin og skúrir. Þetta er fyrirkomulagið sem Ísraelar þekkja hvað best. En þeir vissu um frelsara sem dag einn muni birtast þeim og verða öðruvísi öllum öðrum konungum og verða farsæll og fallegur í hásætinu. Svaka flottur maður!

Svo fæðir kona ein að nafni María barn í Betlehem og alls konar tákn og undur fylgja fæðingu barnsins og allt staðfest í skærri stjörnu á himnum sem fjórir vitringar vissu af og höfðu með einhverjum flóknum reiknikúnstum fundið út að væri þessi tiltekna stjarna um komu frelsarans og tilheyrði þessari merkilegu fæðingu. Og þeir fara af stað til að veita barninu lotningu og gefa aukreitis gjafir sem eru gull, reykelsi og myrra. Vitringarnir fjórir eru miklir merkismenn sem mögulega ekki er svo mikið vitað um en eru þó hafðir með í orði Guðs og öndvert við mig.

Árin færast yfir og drengurinn Jesú vex úr grasi. Á sínum merkta tíma hefur hann að starfa að verkefnum frelsarans, sem þá er þessi Guðs útvalda manneskja og frelsari heimsins. En hvert fór hann? Hann var hvergi að finna í nokkru glæsihýsi né konungshöll, skrýddur búningi valdherrans með kórónu á höfði, allur hinn glæsilegasti að ytra útliti eins og venjan var er koma að valdsmanni. Og hvar kom hann fram? Á meðal fiskimanna og kallar nokkra af þeim köllun um að nú skuli þeir láta af að veiða fisk og leggja net sín og veiða menn.

Jóhannes skírari er þá byrjaður að boða mönnum Guðsríkið og tala um við fólk að skírast og láta af öllum syndum og að eftir sér kæmi maður sem hann væri ekki einu sinni verðugur að leysa af skóþvenginn. Á einum stað birtist svo þessi einstaklingur þar sem Jóhannes er að störfum og biður hann um að skíra sig, manninn sem hann skömmu áður talaði um í áheyrn lýðsins að vera ekki þess verður að leysa af honum skóna, og færist undan að verða við beiðninni en gaf sig svo. Þetta sem við sjáum hér er nýjungin sem Kristur kom með. Jesús blandar geði við alla menn og er breytingin frá því sem áður var. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

  1. október 2024.

Margt er merkilegt með Jesú og viðbrögð fólks við honum og verkum þeim sem hann vann í allra augsýn. Við lesum margar frásagnir af fólksmergð í kringum hann og hvar sem hann var staddur og ljóst að þessi manneskja átti auðvelt með að draga að sér mannfjöldann án þess að hann hafi þurft að segja neitt né setja upp eina einustu auglýsingu á hvorki skilti né vegg en dregur þó fólkið að. Fólkið dróst að Jesú eins og stál gerir í námunda við segulstál sem krafturinn frá sogar til sín. Götur og torg fyllast endanna á milli og aðdáunin skín sem ljós.

Í grúanum leynist líka annað viðhorf sem kemur fram að stafi af ódáminum öfund og bjó töluvert mikið með fólkinu sem taldist til valdastéttarinnar og réðu og ríktu yfir fólkinu og hafði embættin að leiða fólk um réttan veg en stóð sig ekki í verkinu að öllu leyti, alveg eins og gildir í dag um öll stjórnvöld sem til að mynda samþykkja að kenna ekki kristinfræði í grunnskólum landsins að allt er þetta enn í gangi og hefur ekkert þannig séð breyst. Þetta er vitaskuld mynd af Satan sem rændi hér völdum, er hér til að stela, slátra og eyða út öllu sem með einhverjum hætti er Guðs mynd í umhverfi og veruleika fólks. Með þeim hætti er það nú.

Væri Jesús staddur í óbyggðum þá skeður sama þar og við sjáum svo vel er við lesum sumar frásögur Nýja testamentisins: Hann, svo dæmi sé tekið, mettar fimm þúsundir karlmanna en vitað er að þarna innan um og saman við eru konur og börn sem ekki eru talin með á þessum tíma af ástæðu sem ég þekki ekki en veit að reglurnar voru með þessum hætti og að raunverulega enginn veit endanlega tölu um mannfjöldann sem yfirgaf staðinn pakksatt eftir þessa törn þarna í óbyggðum. Fullt er til af svona sögnum af Jesú í Nýja testamentinu og eru sjálfsagt töluvert fleiri sem hvergi er getið um né nokkrar frekari heimildir eru til um.

Eitt vekur athygli manns er fólkið hópaðist að Jesú að það oft var vegna veiks og lamaðs ættingja sem aðstandendur vildu sjá hann fá lækningu og fengu oft bæn sína uppfyllta að þessu leyti og aukreitis mörg önnur undur og stórmerki gerast í kringum þennan einstakling, Jesú, án þess kannski sjálft að leiða svo mjög hugann að eigin skinni og sínu eigin lífi og eigin sálarheill þó að hverri manneskju sé það ljóst að einn daginn þá ljúki þessu lífi og að líkami allra manneskja endi undir grænni torfu eftir að hafa verið lagður í gröf. Að sjá eru fæstir þangað komnir til að eignast sjálfir trú á Jesú og lifa lífi því sem Jesús boðar og þiggja sem gjöf fyrir sig sjálfan eilíft líf í ríkinu sem Jesú er kominn frá og mun hrinda á flot meðal síns fólks á jörðinni og gerir með því að gera öll sín kraftaverk til að fyrst og fremst benda á almáttugan Guð Faðir og getuleysi manna til alls konar svona verka sem þeir enn í dag standa ráðþrota gegn og hafa engin ráð við til að lækna en mæta með gervilimum, tálgaðri trélöpp, sem auðvitað er gagnleg en kemur aldrei í staðinn fyrir ekta hönd og fót eins og Jesú aftur og ítrekað gerði til að benda fólki fyrst og fremst á Faðirinn og eilífa lífið sem Faðirinn gefur fyrir trú fólks á þennan Jesú sem fólkið á staðnum dregst að en sér fæst um leið sinn eigin frelsara sem þó með verkum sínum, orðum og gerðum bendir beinlínis á kraft Guðs og segir með verkum sínum að Jesús, sem öll kraftaverk vann, sé lykillinn að hjarta Föðurins og að fólk þurfi ekki meira en þetta. Þetta eru skilaboð Jesú og ástæða allra kraftaverka hans að þau eru öll gerð og unnin til að sanna fyrir fólki alla þessa skilyrðislausu elsku Drottins til manna og kvenna á öllu jarðríki. En hversu erfitt hefur ekki í gegnum tíðina verið að koma nákvæmlega þessum skilaboðum til skila? 

Markúsarguðspjall  6.  41-42.

Og Jesús tók brauðin fimm og fiskana tvo, leit upp til himins, þakkaði Guði, braut brauðin og gaf lærisveinunum til að bera fram fyrir mannfjöldann. Fiskunum tveim skipti hann og meðal allra. Og allir neyttu og urðu mettir.”- Þetta hreif fólk á staðnum hvað mest. Frítt að jeta.  Erfiðasta verk er að sjá sjálf/ur þörf fyrir liðsinni Drottins.  Svolítið svoleiðis?  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

Hér er staðfesting ofanritaðs.  

Jóhannesarguðspjall.  6. 25-27.  "Þeir fundu hann hinum megin við vatnið og spurðu hann: „Rabbí, nær komstu hingað?“

Jesús svaraði þeim: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Þér leitið mín ekki af því að þér sáuð tákn, heldur af því að þér átuð af brauðunum og urðuð mettir.  Aflið yður eigi þeirrar fæðu sem eyðist heldur þeirrar fæðu sem varir til eilífs lífs og Mannssonurinn mun gefa yður. Því að faðirinn, sjálfur Guð, hefur veitt honum vald sitt.“- 

Við leikum ekki neitt á Guð.

 

 

 

 

  1. október 2024.

Merkilegt er hvernig manneskjan er gerð að hún á vissan hátt er sjálfselsk og leitar fyrst síns eigin og spyr sjaldnast um vilja Guðs. Guð einhvern veginn er fyrir henni fjarrænn, dettur yfirleitt síðastur inn þegar kemur að því að breyta einhverju hjá sér. Þar sitjum við mörg hver föst og höngum áfram í vana, venjum og hefðum.

Jesús gekk hér um og gerði margs konar verk sem aldrei áður hafa verið gerð en menn sjá í fyrsta skipti hjá honum og vöktu alls konar viðbrögð, bæði góð og vond, viðbrögð fólksins í kring sem þó verður vitni að verkum sem enginn maður áður hafði unnið né gert. Lýðurinn sá ekki Guð í öllum kraftaverkum hans en sá þó sjúka læknast og aðra haldna illum öndum sem hurfu út af fólki við orð frá Jesús og læknast af meinum hvers konar og dáið fólk rís upp og allt þetta gerist fyrir atbeina þessara einstaklinga sem menn, margir hverjir, vissu að heiti Jesú og sumir einnig að hann væri sonur Jósefs og Maríu, eins og þeir töldu. Og það bregst alls konar við af verkum hans. Þó að sumir fagni bregðast aðrir þversum við þeim. Samt kom hann til að vinna góðverk fyrir allra augum og gerði hvar sem hann kom. Allt í þágu fólks og fyrir fólk.

Þarna kemur berlega fram þessi skelfilega og eigingjarna sjálfselska fólks og hve náunginn og hagur hans er oft fjarri fólki, okkur og við svo oft drögum hring utan um okkur eigin sjálf og fýsir meira en margt annað að skara eld að eigin köku og gera áfram. Stundum horfum við á frelsarann lækna fólk af orði frá sér, sem sumt fólk viðurkennir að þekkja en í ljós kemur að er meira en flest annað af mestu afspurn en ekki persónulega, eins og þarf þegar Guð Faðir er annars vegar. Við sjáum hér að svo fátt hefur breyst og að sumt hér hjá okkur er enn með þessa eigingjörnu birtingarmynd á sér og staurblindu sem viðheldur þessari andstyggð, miskunnarleysi og hörku í hjarta. Í slíku brjóstholi slær ekki hjarta af holdi heldur ískalt steinhjarta sem Jesús vill skipta út af þeirri ástæðu að allt steinhjarta er sneitt samúð með fólki og hirðir ekki um líðan annarra manneskja og/eða gerir sem sitt síðasta verk. Allt hingað til hefur snúist um mig og mitt. Aftur sjáum við hverjum ber heiðurinn og þakklæti fyrir að enn skulum við teljast til þokkalegra manneskja. Trúin heldur utan um sitt fólk. Víst er um það.

Markúsarguðspjall 5. 14-17.

En hirðarnir flýðu og sögðu tíðindin í borginni og sveitinni. Menn fóru þá að sjá hvað gerst hafði, komu til Jesú og sáu óða manninn, sem hersingin hafði verið í, sitja þar klæddan og heilvita. Og þeir urðu hræddir.

En sjónarvottar sögðu þeim hvað fram hafði farið við óða manninn og frá svínunum.  Og þeir tóku að biðja Jesú að fara burt úr héruðum þeirra.

Þá er Jesús sté í bátinn bað sá er læknaður hafði verið að fá að vera með honum.

En Jesús leyfði honum það eigi, heldur sagði: „Far heim til þín og þinna og seg þeim hve mikið Drottinn hefur gert fyrir þig og verið þér miskunnsamur.“- Fólkið sér ekki kraftaverkið sem Jesú gerði á þessum haldna manni er hann vísar þessari hersingu í honum út. Fólkið sér horfið lífsviðurværi og burtflogna atvinnu og um leið framfærslu sem lá í þessari svínahjörð sem stökk fram af hamrinum og drukknaði í vatninu og er fólkið harmi slegið vegna þessa atburðar. Engin að sjá veitir athygli læknaðri manneskju sem smitast af grafalvarlegu meini af völdum hersingarinnar í sér sem pínir hann og kvelur og hefði gengið af dauðri. Við sjáum eigingirni og miskunnarleysi viðgangast meðal þessa fólks að engan skal undra að Jesú kveðji sinn mann með þeim orðum að hann skuli sýna af sér miskunnsemi, sem þorpsbúa skortir. Orðið er til að læra af. Lækningin felst í orðinu.  Sjáum við hér fjarlægð frá Guði?  Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

  1. október 2024 (b).

Mikið er um skoðanakannanir og flokkarnir samkvæmt þeim skilgreindir eftir svari fólks. Svo er reiknað og útkoma sett fram fyrir augu almennings og birtingarmyndin afhroð sumra flokka og samkvæmt þessum skoðanakönnunum sá stærsti kominn á stað smáflokkanna eftir allt sitt veldi frá stofndegi og mestu fylgi annarra stjórnmálaflokka og efasemdir um að Vinstri flokkurinn grænt framboð nái manni inn á þing eftir næstu kosningar. 

En fyrir hvað skal refsa? Með sannleikanum borðleggjandi um töluvert gengi í samfélaginu eftir til að mynda Covid-faraldur sem lamaði hér allt í eitt og hálft ár eða lengur og gerði mönnum skylt að hanga heima hjá sér lungað úr hverjum degi og upp tekin tveggja metra regla að ráðleggingu þríeykisins og tíu manna samkomutakmarkanir teknar upp sem gerðu sumum fríkirkjum landsins þó mögulegt að halda venjubundnar samkomur og senda út á Netinu með þessum fáu manneskjum sem máttu vera og sinntu safnaðarmeðlimum heima og nutu góðs af? 

Hjá mér breyttist harla fátt. Ég var ýmsu vanur og fyrir margt löngu hættur að mæðast í mörgu.

Með inngripum hæstvirtrar ríkisstjórnar Íslands, hún er enn við völd, varð höggið töluvert minna en hefði getað orðið og fé veitt til fyrirtækja á tímum Covid sem gerði þeim kleift að ekki bara að lifa þetta af heldur halda öllu hjá sér heitu og tilbúnu og hægt að gagnsetja allt heila klabbið með nánast engum fyrirvara og hefja á nýjan leik fulla starfsemi með flesta sinna fyrrum starfsmanna tilbúna í startholunum sem stukku við kallið. 

Auðvitað kostaði þetta helling af peningum og krafðist erlendra lántaka sem þurftu að greiða til baka en þótti þá alveg réttlætanlegt til að fá haldið hér uppi standard sem þjóðin þekkir og valdhafarnir mæta með þessum erlendu tímabundnu lántökum sem á þeim tíma enginn  kvartar neitt sérstaklega yfir og verið er að greiða til baka núna með sinni stýrivaxtahækkun sem þriðji hver Íslendingur er orðinn sérfræðingur í og eins og var á tíma Covid hvað varðar bólusetningarnar þar sem menn gúggluðu eins og enginn væri morgundagurinn og komust hver um annan þveran að raun um eitthvert óhæfuverk í kringum þær. Margir spyrja sig spurningarinnar um gagnsemi allra þessara bólusetninga og til hvers þær allar saman leiddu. 

Enn skal landinn bólusettur og núna gegn flensunni Covid. Það sem á tímum Covid skeði er á sama tíma auðvitað ömurlegt en einnig afskaplega spennandi og merkilegt sem hæstvirt ríkisstjórn Íslands á töluverðan þátt í að koma í kring með sínum hellings fjárútlátum en skoðanakannanir síðastliðna mánuði hamast nú við að gefa falleinkunn til að henda þeim út. 

Seðlabankinn er daglega skammaður vegna hárra stýrivaxta sem hækka greiðslubyrði íbúðarkaupenda og sú spurning ítrekað borin upp hvers vegna þeir séu ekki lækkaðir og einhverjar erlendar samanburðartölur birtar um öll gæðin sem fólk í útlöndum kann að lifa við. Covid-reiknidæmið er endurtekið hvað fjölda „sérfræðinga“ varðar. 

Komandi kosningar munu koma mörgum á óvart. Sjálfur sé ég ekkert sem bendir til að til að mynda Vinstri græna framboðið nái ekki manni inn á þing eftir þær kosningar né að Sjálfstæðisflokkurinn tilheyri eftir þær einum smáflokkanna á Íslandi og verði þess í stað áfram ein af kjölfestum í þessu landi eins og verið hefur frá stofnun flokksins fyrir tæpri einni öld. Sjálfur sé ég ekki hitt ekki gerast og bendi á að skoðanakannanir um fylgi íslenskra stjórnmálaflokka hafi orðið meira vægi en allt efni er til. Við kjósum og birtum svart á hvítu úrslit um gengi hvers stjórnmálaafls fyrir sig. Slökum á. Við berjum engan til hlýðni né leyfum ofbeldinu að sigra og beitum okkur gegn því með því að biðja en ekki berja. Slíðrum sverðið.

 

 

  1. október 2024.

Eitt af því sem menn læra og gera kannski fljótt með Jesú er þetta öryggi sem kviknar í hjartanu og jafnvel fullvissa um að mann muni ekkert skorta neitt í sínu lífi. Nokkuð er víst að margt breytist hjá fólki sem gengur Jesú á hönd og til eru óteljandi vitnisburðir manna og kvenna sem fara þennan Jesú veg um nákvæmlega þessi mikilvægu atriði í lífi einstaklinga. Allir sjá að ekkert léttvægt atriði er að eiga með sér sjálfum til fullvissu um að mann muni eftirleiðis ekkert skorta og hafa verið áður í heimi sem talar um fátt nema skort á öllu og engu.

En hver eru viðmiðin? Þau raunverulega eru engin því menn í allslausum heimi hafa engin alvöru viðmið til að miða sitt við. Þetta er vel hægt að skilja og einnig hugsunina um eigið varnarleysi með það fyrir augum að margt í kring sé nú svolítið varnarlaust.

Sannleikurinn er að margt fólk upplifir sig ekki öruggt og þarf ekki mikið að gerast til að ótti manna opinberist á meðal þeirra. Birtingarmyndin eru öll þessi þjófavarnarkerfi inni á heimilum fólks og hvatt til þeirra af fagmönnum. Allt af þessu öryggisleysi sem menn telja sig búa við og eru tilbúnir í alls konar aðgerðir sem tryggi heimili sitt, eignina og alla innanstokksmuni. Slíkt gera heimilismenn rólega og þeir upplifa mátt varnarinnar beint í tækjunum og búnaðinum og þjófavarnarkerfum hvers konar. Allt skiljanlegt í veröld sem ber ekki virðingu fyrir nokkrum hlut og virðir eignarrétt manna að vettugi sem kveikir í mönnum hugsun um að bæta og tryggja öryggi sitt sem þessum tækjum ber að sjá um. Viss faraldur gengur yfir byggðirnar af ótta.

Hér leita menn langt yfir skammt því þetta algera öryggi er til og heitir Jesús sem sífellt er komið gegn og gert með skipulegum hætti af andaverum vonskunnar í himingeimnum. 

Skoðum orð um ótta, öryggis- og ráðaleysi manna og lausnina:

Markúsarguðspjall 5. 35-41. 

Að kvöldi sama dags sagði Jesús við þá: „Förum yfir um vatnið!“  Þeir skildu þá við mannfjöldann, fóru í bátinn þar sem Jesús var og sigldu burt. Aðrir bátar fylgdu þeim eftir.  Þá brast á stormhrina mikil og féllu öldurnar inn í bátinn svo við lá að hann fyllti.  Jesús var í skutnum og svaf á kodda. Þeir vöktu hann og sögðu við hann: „Meistari, hirðir þú ekki um að við förumst?“

Hann vaknaði, hastaði á vindinn og sagði við vatnið: „Þegi þú, haf hljótt um þig!“ Þá lægði vindinn og gerði stillilogn.  Og hann sagði við þá: „Hví eruð þið hræddir, hafið þið enn enga trú?“

En þeir urðu miklum ótta lostnir og sögðu hver við annan: „Hver er þessi? Jafnvel vindur og vatn hlýða honum.“- 

Þarna liggur vandinn: okkur skortir trú og vitum sum hver af þessari alvöru og ekta vörn en glímum samt svo oft við hinn vandann og gerum af beinni vantrú. Sagan í bátnum af röngum viðbrögðum strákanna birtir okkur nákvæmlega þetta sem þó bjuggu við öryggi Krists en koma hvergi auga á og eru engan veginn að meðtaka né neitt að sjá, bara háskann fram undan sem virk trú hefði getað komið inn í og breytt háskalegum aðstæðum í rósemd vegna þess að tilheyra einum ekta og alvöru frelsara með burði í sér sjálfum til að búa til þetta algera öryggi sem við köllum eftir. Og menn öðlast vissu um að komast heilir á leiðarenda. Þetta er öryggið og gæti vel orðið sagan okkar sem lifum með Kristi í dag? En sjáum við þetta svona? Allur gangur er á en gangan fram undan mun samt styrkja og við eflumst og reynslan að baki staðfesta af fullri staðfestu. Trúum. Trúin er til þess að trúa. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

7. október 2024.

Flugan á veggnum er verst

og veit ekki hvert hún stefnir.

Eitt hefur enn ekki gerst.

Eitthvað sem þú trauðla nefnir.

 

Með aldrinum verður maður vitni að æ fleiri stjórnarmyndunum í þessu landi og vitni að er nýir valdhafar setjast á valdastóla. Fljótlega upp úr hverjum kosningaúrslitum og nýrri ríkisstjórn Íslands fer að heyrast hróp almennings, að sagt er en vitað að fólkið sem hrópar er ekki margt þó hátt heyrist. Hrópið er sama: „Burt með valdhafa, efnum til kosninga og skiptum út. Nýir vendir ku víst sópa best. Sama tugga. Ástæða? Almenn óánægja er sögð ríkja.  Ég er sáttur.

Flokkurinn minn, segjum það, er ekki að standa sig en ég elska lýðræði og meinilla við einræði. En ég veit að mörg lýðræðisríki búa við samsteypustjórn nokkurra flokka og að það merki að alls konar tilhliðranir á stefnumálum eru gerðar milli þessara stjórnmálaflokka sem allt stefnir í að myndi næstu ríkisstjórn. Af þessu veit ég og samþykkti því ég vil áfram verja lýðræði en verð samt blár og rauður af reiði þegar kemur að verkunum og samþykktir sem eru á skjön við eitthvað sem ég viðurkenni ekki áður en er partur af lýðræðisfyrirkomulaginu í verki.

Nú fer allt hjá mér í steik. Hjá mér hefur orðið kúvending í afstöðu og hún gerbreytti þó ég fram í rauðan dauðann verði samstarfið en bregst er á reyndi eins og versta fúaspýta og fer af stað til að öskra við girðingu í svokölluðum mótmælum gegn aðgerðum valdhafa. Allt er nú hrunið með verkinu sem farið var út í og ég orðin harðasti andstæðingur míns eigin samþykkis. Ég hélt að svona myndi þetta aldrei fara. Að halda er ekki sannleikur nokkurs máls, skoðað í því ljósi að mér er gert fært að kanna málið og því engum nema mér að kenna að styðja eitthvað sem ég vissi sama og ekkert um og reikna með vissri niðurstöðu mér að skapi sem kom ekki.

Enn og aftur fæ ég blauta tusku í andlitið. Af hverju? Ég hélt að þetta yrði öðruvísi sem ylli mér gleðistraumi en blaut tuska kom. Og vonbrigðin, maður. Við tölum ekki ekki þau en vonbrigðin voru hreint svakaleg. Allt af sömu ástæðu, að telja verkið verða gert með öðrum hætti og fatta ekki hvað lýðræði í raun merkir.

Lýðræði er fráleitt hið fullkomna stjórnkerfi og er á sinn hátt meingallað kerfi þó að fullyrða megi að það sé skásta stjórnarfyrirkomulag ríkisstjórna. Ég sá málið aldrei svona og styð og ver lýðræðið. En bara ekki svona lýðræði. Í raun er ég að segja. „Komum okkur upp eins flokks kerfi.“ Eins flokka kerfi er notalegra orð en einræði en merkingin sama.

Þetta er lýðræðisfyrirkomulag í lýðræðisríkjum. Þau gefa gerólíkum flokkum kost á samstarfi með þó þann dragbít með sér að draga fullt af tönnum hvorn úr öðrum að bitið verður verra og í sumum tilvikum að óvinnandi verki.

Þetta mislíkar okkur og við verðum hreint hrikalega óánægð með gang mála og byrjum sum að láta í okkur heyra, oftast sama fólkið í hverri kynslóð, en sagður vera almenningsvilji þó ekki hvarfli að einni einustu manneskju í þessum hóp sem með þessum hætti talar að gera minnstu tilraun til að hafa samband og fá fram raunverulegan almenningsvilja, hvað sem það öndvert merkir en kann víst að segja sig sjálft hvað sé. 

Ekkert af þessu er þó hin raunverulega ástæða viðbragðanna heldur innbyggð gremja af alls konar vonbrigðum sem nærir og hlúir samviskusamlega að reiði manneskju sem aldrei neitt gott mun hljótast af. Fólk veit oft miklu meira um ástæðuna en það oftast nær vill viðurkenna.

 

  1. október 2024 (b)

Útvarpsrekstur í heiminum er yfir aldargamall og hófst vestur í Bandaríkjunum 2. nóvember 1920 í Pittsburgh. Útvarpsstöð þessi ber nafnið KDKA. Stöðin var til að byrja með ekki með reglulegar útsendingar fyrr en ári síðar, 1921, en hóf strax tónlistarflutning í dagskrá sinni og er því um leið fyrsta tónlistarútvarp sögunnar.

Á þeim tíma er íslenska orðið yfir útvarp „Viðvarp.“ Ameríkumenn voru oft brautryðjendur á sviði alls konar tækniframfara í veröldinni. Samt gengur erfiðlega fyrir menn að benda á einhvern einn sérstakan mann sem brautryðjanda útvarpsrekstursins þar vestra né segja að hann sé faðir útvarpsins því að margir menn lögðu gjörva hönd á plóg og lögðu margt gott til inn í þetta áhugaverða verkefni sinnar tíðar.

Töldu menn um 1925 og að mestum erfiðleikum væri bundið í allri veraldarsögunni að finna neina aðra uppfinningu sem veki viðlíka áhugaverð viðbrögð og þessi né gæti náð slíkri útbreiðslu og farið jafn hratt yfir og viðvarpið gerir sem nýtur gríðarlegra vinsælda í föðurlandi sínu Bandaríkjunum, Norður-Ameríku þar sem það er og útbreiddast. 1925 eru reknar 550 viðvarpsstöðvar og um fimm komma fimm milljónir viðvarpstækja. Við sjáum hér að hreint æði gengur yfir eins og flóðbylgja um einhvern hluta USA og að viðvarpsbylgjan fór býsna hratt yfir.

Pælingar manna og útreikningar segja, athugið 1925, að dagleg hlustun fólks á viðvarpsstöðvarnar vera daglega frá tólf milljónum til fimmtíu milljónir manna.

Staðhæft er að KDKA-viðvarpsstöðin, sem stofnuð var og fór í gang í nóvember 1920, sé um leið fyrsta tónlistarútvarpið í loftinu sem vel má til sanns vegar færa því strax voru leiknir söngvar á þessu viðvarpi hvort sem þeir hafi verið teknir upp á band á útvarpsstöðinni sjálfri, sem ekki var óalgengt að gert væri, eða að notast væri við efni af hljómplötum. KDKA hafði í byrjun ekki mikið talað mál á sinni dagskrá þó að reikna megi með að það hafi fljótlega breyst og menn farið flytja fréttir í einhverju formi sem og talað mál. Flatar hljómplötur hafa verið á markaðnum frá árinu 1887 og efni á þeim tiltækt er fyrsta viðvarpið fer í loftið. 1877 fann Thomas Edison upp tækni til að taka upp svokallaðan hólfafón sem gerði mönnum kleift að taka upp hljóð og endurspila hljóð sem tíu árum seinna var þróað áfram af þýsku fyrirtæki og útkoma þeirrar vinnu hljómplatan og grammófónninn sem þótti auðveldari í framleiðslu og dreifingu en vaxhólkarnir.

Bandaríska útvarpsstöðin KDKA er enn í dag (2024) rekin og hefur fjölbreytta dagskrá, tónlist, fréttir og umræðuþætti og er ein elsta útvarpsstöð veraldarinnar.

Ríkisútvarpið var stofnað 20. desember 1930 og hér á Íslandi eru menn vaknaðir fyrir þessum möguleika og keyra loks í axlirnar og setja á fót útvarp sem seinna varði allra landsmanna og var frá upphafi sérstakt markmið sem nokkurn tíma tók að koma í kring. Loks hafðist þetta, þó að íslenskir sjómenn á hafinu færu lengst af að mestu varhluta af þessum útsendingum og heyrðu annað veifið orðin „Útvarp Reykjavík góðan dag …” og svo ekki söguna meira.

  1. október 2024.

Þegar menn lesa orð Guðs í Nýja testamentinu sjá þeir fljótt skipulagið og verkslagið sem á er og einnig að Jesús skipar sjálfur í allar mannaðar stöður í kirkjunni. Við vitum að þar innandyra eru verkefnin margvísleg og misjafnar stöðurnar en ráðið í þær allar af einum og sama aðila, Drottni Jesú Kristi. Mikilvægt er að festa sér þetta í minni og muna á sinni trúargöngu og átta sig á og gleyma ekki að Drottinn setur engan mann í neina stöðu hjá sér sem hann metur ekki sjálfur mikils og virðir fullkomlega. Í Jesú augum eru stöðurnar allar jafnar og sjálfur fer hann ekki í manngreinarálit og metur alla menn jafnt. En hann vill skipulag og skilyrðislausa við sitt skipulag. Af hverju? Segir ekki orðið sjálft að Kristur hafi gert allt fullkomið? Af hverju er svo erfitt fyrir sumt trúað fólk að kyngja þessu? En trúað fólk glímir stanslaust, segjum frekar, inn á milli við eigin vantrú á sinni trúargöngu. Vantrúin er hún birtist er sem fyrr trúuðu fólki þeirra eini Akkilesarhæll á þessari göngu. Við fengum orðið og erum hvött til að halda okkur við það því alls konar vill slæðast inn fyrir dyrnar sem orðið eitt getur og mun svæla aftur út. Ekki mannlega spekin þó að hún á sínum tíma og í annan stað hafi komist inn og upp með þetta um stund.

Skoðum orðið:

Markúsarguðspjall 3. 13-19.

Síðan fór Jesús til fjalls og kallaði til sín þá er hann sjálfur kaus og þeir komu til hans.  Hann skipaði tólf er skyldu vera með honum og hann gæti sent út að prédika og gefið þeim vald til að reka út illa anda.

Jesús skipaði þá tólf: Símon, er hann gaf nafnið Pétur, Jakob Sebedeusson og Jóhannes bróður hans, en þeim gaf hann nafnið Boanerges, sem þýðir þrumusynir, og Andrés, Filippus og Bartólómeus, Matteus og Tómas, Jakob Alfeusson, Taddeus og Símon vandlætara og Júdas Ískaríot, þann er sveik hann.”- Allir sem þarna skulu vera eru komnir fram. Jesú gefur stöðurnar og valdi þetta fólk en hvorki klára karlinn mig, né enn klárari karlinn þig. Seinna fengum við þó stöðu hjá honum sem við kannski gegnum enn áratugum seinna.

Einnig vekur athygli að frá fyrstu tíð gegndu konur stöðu hjá honum. Af hverju? Konur eru líka menn og hafa eins og þeir heilmiklu hlutverki að gegna í ríki Guðs á jörðinni. Konur eins og við vitum bera barn undir belti og fæða manneskju í heiminn sem öndvert Kristur dó fyrir og sýnir umheimi öllum er hann reis upp frá dauðum og gefur fæddri manneskju sömu möguleika til eilífs lífs og hverri annarri fyrir mátt trúar. Allt í krafti heilags anda og er eins annað viðkomandi trúnni komið frá Jesú. Og var það ekki fyrir kraft heilags anda sem yfirskyggir Maríu að hún verður þunguð og fæðir son? Við sjáum að konan fær þegar í upphafi merkilegt hlutverk á vegferð kristninnar í heiminum og er ástæðan fyrir að atburðarins sé getið hafður þarna með og settur til höfuðs öllum þessum skoðunum og hugmyndum manna um hvernig eitt og annað skuli gert og hindrað allt eðlilegt framhald á svo mörgu hér hjá okkur hvað Jesú áhrærir.

Og munum! Jesú gerði allt fullkomið sem segir mér og þér að okkur er algerlega óhætt að fylgja leiðbeiningum Jesú út í ystu æsar á trúargöngunni. Hættum að glíma óþarfa glímu. Ráðumst heldur gegn eigin skoðunum um framkvæmd trúarinnar og fylgjum orðinu og gleymum öðru. Við þurfum ekki meira rugl heldur fulla einbeitingu á verkefnið fram undan og munum að öll erum við veikleika vafin og þurfum Jesú. Við sjáum að goggunarröðin sem gildir og blífir í veröld mannanna er hreint mannaverk og eins og alltaf áður þegar menn grípa inn í atburðarás af þessum toga kemur upp misklíð í einu og öðru formi. Og alls konar vesen byrjar. Konur eiga ekki að gera þetta og konur eiga ekki að gera hitt. Konur skulu klæða sig svona og konur skulu ekki klæða sig svona. Komið er nóg af öllum þessum þvættingi. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

  1. október 2024.  (b)

Sumir muna eftir hljómsveitinni Iron Butterfly og laginu In-A-Gadda-Da-Vida. Mikil gróska var í alls konar músík, stefnum og straumum á sjöunda áratug seinustu aldar sem ekki er lengur og flatneskjan um of ráðandi og því kannski um að kenna hversu auðvelt er orðið að taka upp, fullvinna söng og senda frá sér á hina og þessa streymisveitu. Vissulega áhugavert.

Gömlu upptökuverin buðu meiri alvöru í þetta og fólk sem þangað kom vissi fyrir fram að um talsverðan kostnað af upptökunum yrði að ræða og öruggt var að þeir legðu á sig meiri vinnu við sjálfar grunnlagatónsmíðarnar og verkefnið til enda en kannski er í dag þegar allt svona hefur verið einfaldað og unnið heima við.

Á þessum árum voru fæstir íslenskir dægurlagatónlistarmenn efnað fólk af sölu eigin hljómplatna og þurftu margir að borga með útgáfunni þó að efnið væri hreint príðisgott og stæðist ágætlega tímans tönn. Einhverjir freistast til að fara til útlanda til að meika það þar, eins og talað var um. Fæstum tókst verkið.

Erlendir tónlistarmenn, sumir hverjir, seldu grimmt af plötum, státuðu af ríkidæmi og leyfðu sér að aka um á dýrustu og flottustu bifreiðum sem völ var á og var stundum talað um þetta fólk sem nýríka unga fólkið sem ekki vissi aura sinna tal. Sagt var að allt væri yfirflæðandi af fíkniefnum í þessum hópi sem sjálfsagt er að einhverju leyti rétt nálgun en samt nokkuð öruggt að allur gangur var á.

Keppst var eftir í blaðaviðtölum, útvarps- og sjónvarpsviðtölum við þetta fólk og muna vandlega eftir að nefna við það fíkniefnaneyslu þeirra sem almannarómur var handviss um að væri grasserandi þar að betur athuguðu máli getur ekki verið rétt því lofa má að enginn semji góða tónlist undir langvarandi áhrifum eiturlyfja og vitað að öll orka fari í þessa neyslu á meðan á henni stendur og fátt annað komist að.

Mér vitanlega eru tónlistarmenn ekki fjölmennasti hópurinn sem missir tök á neyslu sinni, þó að til séu dæmi um illa farna menn og konur í stéttinni og þess að geta að aðrar stéttir bera svipaðar byrðar en mikið er talað um eiturlyfjaneyslu tónlistarfólks. Almannarómur er ekki alltaf áreiðanlegasta heimildin.

.



Á þessum árum voru löng lög hljómsveita algeng og allt að tuttugu mínútur að lengd. Spilun fór mest fram á útvarpsstöðvunum og réðu þær lengd laganna sem að hámarki máttu vera kannski tvær og hálf mínúta í spilun. Þetta breyttist þó að lengstu lögin heyrðust ekki á útvarpsstöðvunum en lög af fimm mínútnum og örlítið lengri urðu æ algengari þar á bæ.

Sjöundi áratugur seinustu aldar breytti fjölmörgu sem venja var fyrir áður og afnam að mestu skömmtunina inn á þessar útvarpsstöðvar og kom þar samkeppnin milli þeirra til. Útvarpsstöðvum fór þá fjölgandi sem einblíndu að mestu, og sumar einvörðungu, á músík. Um þetta leyti tók sala plötuspilara og græja í eigu almennings vaxtakipp sem öndvert eykur hljómplötusölu verulega og umbreytir plötuiðnaðinum í vissa auðlegð eins og hann varð um tíma en missir flugið á tíma stafræna formsins.

  1. október 2024.

Mikilvægt er að þekkja Guð og vita hvenær hann sjálfur er að verki og hvenær óvinurinn og hver óvinurinn er, það er aldrei maður og alltaf Satan. Greinarmun þarf að gera til að forða tjóni.

Alls konar blekkingar viðgangast og ekki er allt gull sem glóir. Margir vita þetta og reyna eftir mætti að forðast en rata samt í alls konar ógæfu vegna þess hversu erfiðlega þeim gengur að rata í myrkri því augum manneskju er ekki ætlað að ráða við myrkur heldur birtu. Þegar við tölum um birtu er merkingin alltaf Jesú og ljósið sem hann ber með sér og sannleikurinn sem berst til okkar af vörum hans. Einnig þarna þurfa menn að gera greinarmun til að vita hvað sé rétt og gagnleg kennsla og hvað ekki. Á margt glóir og heimurinn fullur af falsi og rangri kennslu og birtingarmyndin allar þessar hryggðarmyndir sem blasa við. Allt svo sem gert af þekkingu en þekkingu sem fengin er og unnin úr í myrkrinu. Afleiðingin er „saga mistaka“ og við finnum hana í umhverfinu og hvert sem við horfum. Hamfarahlýnunin er afleiðing af þessari röð mistaka. Og til að bjarga því sem bjargað verður segjum við: „Burt með bensín- og dísilvélina og inn með rafbílinn.“ Og lítum á hann sem vissa lausn. Rafbíllinn er ekki hin fullkomna lausn en hann getur samt sett hefðbundnar bílaverksmiðjur á hausinn. Aðdragandi alls þessa er að menn vinna verk í myrkri og þiggja upplýsingar frá lygara sem er hér til að afvegaleiða okkur, þessar veiklunduðu manneskjur og gerir með því fyrst að fylla þær fyrst hroka. „Stela, slátra, eyða“-segir Biblían.

Markúsarguðspjall 2. 5-7.

„Hví mælir þessi maður svo? Hann guðlastar. Hver getur fyrirgefið syndir nema Guð einn?“

 Samstundis skynjaði Jesús að þeir hugsuðu þannig með sér og hann sagði við þá: „Hví hugsið þið slíkt í hjarta ykkar?”-

Við sjáum að menn þessir eru kikkfastir á einhverjum stað sem þeim hefur verið kennt og sagt að halda sig á en átta sig ekki á að með þessu viðhelst myrkrið sem leikið hefur hjörtu þeirra svo grátt og til þessa hindrað sannleikann í að tala til þeirra. Gamla testamentið bendir á mörgum stöðum á Jesú sem fræðimenn þessir gátu vel skynjað frelsarann í Jesú en gerðu það ekki vegna þess að vera sjálfir stopp í gömlum frösum þekkingar um hvernig skuli gera verkin. Er þetta ekki oft og tíðum enn svona? Við sum fordæmum niðurdýfingarskírnina en heillum og heiðrum barnaskírnina og deilum um hvort verkið sé rétt.  Við dæmum ekki hörð verk fræðimanna.

Hve oft hefur ekki tíminn leitt í ljós að þekking og verk manna eru mistök af rangri kennslu, til að mynda það hví við séum á þessari jörð, að dvöl okkar hér er einungis til að Drottinn geti frelsað okkur og fært yfir til síns staðar á himnum og því ljóst að jarðvist fólks er tímabundinn dvalarstaður. Og vita ekki allir að eitt sinn skuli hver deyja og að það er plan lifandi Guðs til að hann geti umskapað og gefið mönnum dýrðarlíkama sem fær er um að búa í himnaríki Guðs.

Lúkasarguðspjall 9. 25.

Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn en týna eða glata sjálfum sér?”-

Við sjáum að mörg okkar erum með sjálfa okkur á röngum stað og blínum í ranga átt af því að vera inni í öllu þessu þreifandi andlega myrkri sem gerir að verkum að svona kennsla er hreinlega fráleit og tóm heimska og fyrir marga háskaleg. Svo afvegaleitt er mannkynið að sannleikurinn er heldur betur á reiki. Menn neita tilvist hins sanna ljóss sem lýsir hverri manneskju. Ljósið er Jesú og Jesús stendur fólki enn til boða.  Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

  1. október 2024.

Að trúa Guði er gjöf frá honum til mannanna. Kristur bendir ítrekað á mikilvægi þess að trúa boðskapnum sem Nýja testamentið hefur að geyma og dregur með orðum sínum hring utan um þessa bók sem áreiðanlegar upplýsingar og heimildir um trúargöngu einstaklings og hvernig best sé að gera verkið. Að trúa er gilt verk í augum lifandi Guðs. Heimurinn tekur ekki við neinum svona boðskap og kemur endalaust gegn vegna þess að eiga ekki til nokkra trú. Þessu er fólk almennt ekki sammála og um leið undirstrikar það mikilvægi þess að hinn trúaði varðveiti trú sína, trúi áfram fagnaðarerindinu og viti góð skil á því. Fram undan er sem sjá má mikið verkefni sem viðkomandi þarf að varðveita í eigin hjarta. Allt af ærinni ástæðu. Gangan er fram undan og á henni mun margt gerast sem byrjandinn veit ekki né áttar sig á að muni hvolfast yfir. Við sjáum að Kristur gerði allt fullkomið. Það er afskaplega áhugaverð nálgun.

Skoðum ritningarnar og um leið fyrsta alvarlega höggið sem kristnir verða fyrir.

Markúsarguðspjall 1. 14–15.

Þegar Jóhannes hafði verið tekinn höndum kom Jesús til Galíleu, prédikaði fagnaðarerindi Guðs og sagði: „Tíminn er fullnaður og Guðs ríki í nánd. Takið sinnaskiptum og trúið fagnaðarerindinu.“

Hér kemur fram að Heródes er búinn að láta handtaka Jóhannes skírara af afskaplega ómerkilegri og lítilli ástæðu sem er að Jóhannes sagði við valdsmann þennan að hann mætti ekki eiga konu bróður síns, og raunverulega kostar hann lífið. Enginn ætli að handtaka Jóhannesar hafi ekki spurst út á meðal manna og valdið alls konar hugsunum um hvað þetta í raun og veru sé sem hér væri verið að boða.

Kannski kemur Kristur að þessu máli með því að segja orð sín um að þeir skuli trúa fagnaðarerindinu. Að hik hafi komið á menn við handtöku og fangelsun Jóhannesar skírara við svona váfregn er eðlilegt og við verðum að muna að þó að Gyðingarnir hafi lengi átt fyrirheit um aðila sem kæmi fram og frelsaði Gyðingaþjóðina og þeir í langan tíma vænt frelsara og beðið eftir frelsara hafa þeir ekki grænan grun um það fyrir fram hvernig Jesú muni vinna og hvað gera. Þetta er áhugaverð nálgun. Við sjáum að fljótlega grípa menn til efa og hiks um aðferðir Jesú. Skoðum málið:

Lúkasarguðspjall 7. 18–23.

Lærisveinar Jóhannesar sögðu honum frá öllu þessu. Jóhannes kallaði þá til sín tvo lærisveina sína, sendi þá til Drottins og lét spyrja: „Ert þú sá sem koma skal eða eigum við að vænta annars?“

Mennirnir fóru til hans og sögðu: „Jóhannes skírari sendi okkur til þín og spyr: Ert þú sá sem koma skal eða eigum við að vænta annars?“

Á þeirri stundu læknaði hann marga af sjúkdómum, meinum og illum öndum og gaf mörgum blindum sýn. Og hann svaraði þeim: „Farið og kunngjörið Jóhannesi það sem þið hafið séð og heyrt: Blindir fá sýn, haltir ganga, líkþráir hreinsast, og daufir heyra, dauðir rísa upp og fátækum er flutt fagnaðarerindi. Og sæll er sá sem hafnar ekki því sem ég geri.“- Við sjáum að Jesús svarar ekki spurningu bræðranna með neinum beinum hætti og velur að verk sín svari þeim fyrir sig. Niðurstaðan er að fullkomlega er hægt að fara eftir boðskap fagnaðarerindisins og að það atriði hafi ekkert breyst í tímans rás og trúnni sé vel treystandi. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

  1. október 2024.

Dagarnir líða og farið að styttast í að enn eitt árið skilji sig frá og komi sér fyrir með hinum árunum á undan sem hér voru, ríktu og réðu og létu harla stórkarlalega. Eða þangað til þeim öllum er gefinn fingurinn og skotið upp með þúsundum rakketta á gamlársdagskvöld og með aðstoð hinna ýmsu brenna staðsettra hér og hvar í bæ, þorpi og borg og allar með leyfi Leifa.

Enn skreppa menn þó út fyrir dyr til að sjá alla þessa flugelda þjóta upp til þess eins að springa og slokkna og prik sem hrapa til jarðar. Milljónatuga kostnaði fólks af kaupum flugelda er þarna skotið upp í loftið til að gleðja augu fólks og um leið hrella eyru sama fólks í eitt lítið andartak: „Flugeldunum fjölgar með hverju ári“-segir það og kemur sér fyrir inni. Hundurinn og kötturinn liggja afvelta undir rúmi á meðan á öllu þessu gengur og þora ekki að hreyfa legg né lið fyrr en öllu þessu er fyrir nokkru lokið. Einstaka „sérvitringur“ skaut engum flugeldi á loft og enginn leit hann hornauga. En kannski hélt hann það. Þið vitið: ”Göngum í takt, krakkar.” En ekki þessi að þessu sinni sem valdi að svíkja lit og skaut engri rakettu á loft og sparar útgjöld sannfærður um að nógu margir skjóti nú samt upp í ár, og hressir sig með. En hverjum er ekki sama?

Það sem af er þessu ári er öðrum árum líkt og svipaður barlómur uppi það sem af er ári og verið hefur gegnum tíð og tíma.

Áhyggjur hreiðra um sig í hjörtum og vonleysi einkennir mann og konu og hugsunin um að allt sé þetta nú að fara í kalda kol lifir betra lífi meðal okkar margra en góðu hófi gegnir og hefur fylgt okkur sumum eftir eins og sjálfur skugginn lunga ævinnar. Svart er lífið og sykurlaust.

Samt skeði ekkert og við eigum áfram okkar árlega afmælisdag og höldum sum upp á hann og státum sum af áratugum að baki og erum enn þokkalega upprétt fólk þó að alla daga, flesta daga, segjum frekar, sem við höfum lifað hafi ítrekað verið haldið fram í eyrum okkar að allt sé að keyrast í klessu og umræðan meira og minni með þeim hætti hvern dag sem við vöknum en það gerðist ekki. Umræðan á þessum velli heldur þó áfram á svipuðum nótum og með gríðarlegum þrótti sem endist. Og endist svo lengur. Á eftir er klikkað út með tali og hrópum um gríðarháa vexti Seðlabanka Íslands sem allt í þessu landi sé að drepa. Samt hefur enginn enn sem komið er dáið vegna allra þessara gríðarháu vaxta.

Við mörg hver erum einkar iðin við að leita okkur upp áhyggjuvaldandi atvik og þekkjum mörg okkar ekki sæluna af að hafa bara engar áhyggjur. Halda mætti að sumu fólki eins og finnist ærleg andvökunótt hlaðin sársauka og kvöl skárri leið en gleði, hressleiki og kátína daginn á enda. Svona vill nú bölvað svartsýnistalið leika okkur og leiða og ganga svo frá hnútum að nánast engu er gert fært um að komast fram úr allri þessari bölsýni sem getur ögn uppörvað okkur að eins og orð á borð við „Uppörvun, hvatning og þú getur það“-séu orðin hrein bannorð og „Skammast þín strákur fyrir að segja þetta.“ -dyrfist fólki að tala svona. Allir gangi í takt.

Og ekki skánar það nú er talinu er beint til fjarlægra landa og þar sem enn er barist á banaspjótum í löndum og sjónvarpsstöðvar birta daglega myndir af fólki sem allt er búið að sprengja utan af og tölur um fallna hærri en við viljum heyra en heyrum samt og erum fyrir margt löngu orðin dofin fyrir en nennum en, sum hver, að koma saman við girðingu til að mótmæla smávegis. Sumu fólki virðist líka best við að halda á lofti skilti sem á eru letruð þessi orð og hin. Sem sagt! Gamla fótboltaslagorðið „Út af með dómarann. Út af með dómarann. Stigið á stubbinn. Drepið í stubbnum“-enn í heiðri haft og kemst beint í mark.

Enginn sé lengur undrandi á að sumum finnist betri leið og heilsusamlegra að boða Jesú Krist krossfestan og upprisinn og segja um sannleikann að hann lifi, að Jesú elski fólk vegna þess að vera manneskjur og hafi hver sinn rétt! Já. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

  1. október 2024.

Stundum fá menn upp í háls af því sem er að gerast í kringum sig. Þeir verða leiðir á endurteknum uppþotum fólks og eiga þá einu ósk að þetta hætti.

Við munum ástandið í bankahruninu 2008 á Íslandi og stöðugum mótmælum niðri í bæ og allri þessari endurteknu og þreytandi reiðu umræðu á velli fjölmiðla sem oft á dag sögðu frá án þess að segja nokkurn skapaðan hlut og eta hver upp eftir öðrum. Gríðarleg reiði viðgekkst sem maður á víst að geta skilið en gerði ekki en opinberar nokkuð skýrt hversu óskaplega fólki er annt um peningana sína. Það er kannski lærdómurinn af þessu öllu saman.

Gripið var til þess ráðs að taka nokkra menn fasta og dæma til fangelsisvistar til að lægja öldur. Óþverrabragð og vel þekktur ósómi. Undir slíkum kringumstæðum hugleiða menn ekki tært réttlæti heldur að ástandið batni. Og bakari hengdur fyrir verk smiðsins, segi ég. Bankahrunið var fyrst og fremst kerfishrun í öllum þessum löndum sem þar komu við sögu.

Hvað um það að þá vildi allt þetta dauðþreytta fólk á uppkomnu ástandi fá frið? Þá man ég eftir manneskju sem kom í kirkjuna sem ég þá tilheyrði og vildi einvörðungu finna frið en fann ekki vegna vinnu með lofthamri þar inni sem fældi þessa konu aftur út. Þetta nefnir hún við mig er hún yfirgaf húsið og fannst mér staðan algerlega óboðleg. Kirkjubygging sé fólki klárt afdrep. Sé hún það ekki er það bara sorglegt.

Að fólk leiti friðar og finni ekki er engum nein ný frétt og ekki heldur að fólk fái upp í háls af þessu og hinu ástandi. Lausn málsins er nokkrir menn í svartholið. Það verður að finna sökudólg. Ítrekað er höggvið í sama knérunn og töluverð ólga verið kringum frelsara mannanna.

Matteusarguðspjall 26. 3-5.

Æðstu prestarnir og öldungarnir söfnuðust nú saman í höll æðsta prestsins, er Kaífas hét, og réðu með sér að handsama Jesú með svikum og taka hann af lífi.  En þeir sögðu: „Ekki á hátíðinni, annars verður uppþot meðal fólksins.“- Þarna sjáum við að farið er að gæta þreytu hjá æðstu mönnum vegna Jesú. Þeir horfa upp á endurtekin uppþot á meðal lýðsins sem æðstu prestarnir viðurkenna og alla þessa gríðarlegu þreytu sem komin er yfir landslýð. En hvernig skyldi best að leysa verkið? Er ekki betra að einn deyi fyrir lýðinn? Jú, og er krafan hjá þessu óða fólki sem krefst aðgerða strax. Allt þekkt.  

Mattuesarguðspjall  27.  20-23.

“ En æðstu prestarnir og öldungarnir fengu múginn til að biðja um Barabbas en að Jesús yrði deyddur.  Landshöfðinginn spurði: „Hvorn þeirra tveggja viljið þið að ég gefi ykkur lausan?“

Þeir sögðu: „Barabbas.“

Pílatus spyr: „Hvað á ég þá að gera við Jesú sem kallast Kristur?“

Þeir segja allir: „Krossfestu hann.“

Pílatus spurði: „Hvað illt hefur hann þá gert?“

En þeir æptu því meir: „Krossfestu hann!“- 

Fólkið leitast ekki við að bera fram rök til stuðnings kröfu sinni heldur vill manninn burt úr veruleika sínum og að vandamálið sé fjarlægt. Vitað er að Guð hefur með þessu áætlun sem enginn á staðnum þó áttar sig á. Þetta er einnig nokkuð skýr mynd af því hversu afskaplega illa okkur gengur að lesa rétt í allt ástand hér og nú og búið að rugla svo í fólki að fæstir vita orðið sitt rétta nafn. Við losum okkur við vanda og stökkvum til og leysum vanda til að þessu og hinu ljúki. Og höggvum í sama knérunn. Því engu lauk. Ekki rétt? Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

 

  1. október 2024

Margt er merkilegt eins og allar þessar áætlanagerðir sem menn gera og oft teygja sig langt inn í framtíðina svo manni kannski sundlar. Gerðar eru áratuga áætlanir og þykir alveg sjálfsagt mál að hvert og eitt okkar geri og sé jafnvel versta óhæfa að hafast ekkert að að þessu leyti. Samt er vitað að ekkert okkar veit hvað nákvæmlega muni gerast á allra næsta andartaki og hvað þá heldur meira og að allir viti og viðurkenni að vita nákvæmlega ekkert um hvað morgundagurinn muni bera í skauti sínu né hvort við verðum þátttakendur í morgundeginum eða verðum horfnir yfir móðuna miklu þá. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er og það eina sem maðurinn veit er umhverfið sem hann hefur í kringum sig hér og nú. Flest annað í lífinu eru hreinar getgátur. Og hver svo sem veit ekki þetta?

Lífið allt er, eftir því sem við segjum, tómar tilviljanir og yfirleitt hlaðið alls konar óvæntum atvikum sem við segjum að séu tilviljanakennd atvik og óvænt sem engan okkar óraði fyrir að kæmi en hvolfdist svo yfir og gerbreytti öllu hjá okkur.

Hvað er það annað en gerbreyting á högum, ákvörðun manna og kvenna um að kvongast og giftast og stofna eigið heimili og eignast börn og buru? Svona ákvörðun er alvöru val og sumpart byltingarkennd í því ljósi að eftir að hjónabandið fer að virka og börn að koma að þá verður ekki aftur snúið með það að afkvæmin muni fylgja lífi foreldra sinna og dauðinn einn aðskilja fólkið hvort frá öðru. Hvað sem segja má um það sem og sjálft hjónabandið sem endist eða endist ekki. Ekki er samt svo að skilja að akkúrat þetta komi neinum í opna skjöldu vegna þess að hafa þetta dagsdaglega í kringum sig sem þó er ekki nóg því við sjálf, hvert og eitt okkar, verðum að velja að fara þessa leið til að hún verði þá okkar. Flestir ákveða að ganga í hjónaband þó að sumt fólk velji sér annan kost. Við köllum þá einhleypinga en hvorki geldinga né fólk af afgangsstærð heldur fólk sem ákvað sjálft og velur sjálft. Eftir að trúin kom hef ég óbundnar hendur hvað þetta varðar og get ef ég vil varið tíma mínum alfarið með mínum Jesú sem engin eftirsjá er í að gera.

Hjónaskilnaðir eru oftast nær af þeirri ástæðu að sambandið er ekki nógsamlega ræktað sem kólnandi kærleikur flestra manna orsakar og getur ekki annað en gerst með æ fleiri aðförum guðleysis að kirkju, sjálfum Guði. Trú fólks á Jesú er eitthvað sem vantrúin velur að hlæja að og koma gegn með oddi og egg af þeirri ástæðu að líta á trú fólks sem alvarlega hindrun í framförum og þurfi því að fara en ekki vera. Byrjunarstigið er ákvörðun skólayfirvalda að kasta allri beinni biblíukennslu út úr tímum grunnskólastofanna og gæta þess vandlega að gleyma ekki bænunum né Faðir Vorinu sem að sögn oft var farið með í byrjun hvers skóladags. Þó að ég muni ekki nákvæmlega þetta atriði á meðan ég gekk í grunnskólanám, og hygg að það hafi nokkuð farið eftir hverjum kennara fyrir sig. Ég er samt ekki alveg að marka það því margoft kom það fyrir er mamma mín blessunin kom að morgni dags með kunnuglegu orð sín „Skólinn kallar” að ég grútsyfjaður stundi upp orðunum „Veikur mamma”- sem hún blessunin tók við og ekkert varð úr neinum skóla þann daginn né vitað hvort farið hafi verið með bæn í kennslustofunni eða henni sleppt þann morgun. Kannski var betra draga strákinn inn til bæna.

Um hádegisbilið er venjulega komið nokkuð annað hljóð í strokk stráksins og hann tekinn til við alls konar leiki úti fyrir eins og enginn sé morgundagurinn. Þóttist hann kannski bara vera veikur? Fjölmargar stoðir mætti renna undir þá kenningu. Einn morguninn mætir strákurinn þó í sinn grunnskóla og segir þá skólafélagi hans honum frá því að herra ágætur skólastjórinn hafi í tímanum í gær talað út yfir bekkinn eftir að hafa fyrst lesið upp nafnaskrá bekksins og merkt við nemendur sem svöruðu með jái að hann talar yfir bekkinn þessi orð: „Kóngsgerðisbræður eru ekki mættir í dag“ og mér fannst fyndið. Húsið sem ég og mitt fólk bjó þá í í Hafnarfirði hét og heitir enn Kóngsgerði.

 

 

 

 

  1. september 2024.

Að trúa á Jesú er líka að vinna í þágu Jesú. Er maður vinnur í þágu einhvers leitast maður við að gera það sem viðkomandi vill að gert sé og fer því og aflar sér upplýsinga um hvað það gæti nú verið. Við sjáum að það að trúa er líka vinna og að skoða mál og vita um hvað er að ræða og komumst fljótt að því að upplýsingarnar sem við þurfum til að geta gert þessa vinnu fáum við allar, einkum í Nýja testamentinu. Þarna eigum við til að fara undan í flæmingi vegna þess að hversu sum eigum í svo miklu basli við að lúta reglum annarra og viljum öll í grunninn vera okkar eigin kóngar og drottningar og réttlætum svo fram og til baka. En einnig þetta atriði vefst okkur tunga um tönn og skiljum ekki réttum skilningi og finnum leiðina í Nýja testamentinu og getum því haldið þeirri stefnu sem trúin, það er Jesú, setur okkur. Skoðum orðið:

Jakobsbréf 2. 17-19.

Eins er líka trúin ein og sér dauð vanti hana verkin.

En nú segir einhver: „Einn hefur trú, annar verkin.“ Sýn mér þá trú þína án verkanna og ég skal sýna þér trúna af verkum mínum.  Þú trúir að Guð sé einn. Þú gerir vel. En illu andarnir trúa því líka og skelfast.”

Þarna erum við komin að þekktri hártogun fólks sem annars vegar vill réttlæta sitt eigið og hinsvegar manns sem fer eftir leiðbeiningum Jesú og starfar samkvæmt lagi Drottins og trúarverk viðkomandi eru staðfest af sjálfu orðinu. 

“Illu andarnir trúa því líka og skelfast.” Af hverju skelfast þeir? Af hverju öðru en að þekkja kraft Guðs og að vita að orð hans standa og eftir þeim verði farið þegar allt er komið fram sem hér á að gerast sem við, ekkert okkar, munum í engu breyta. Allt siglir þetta á þeim hraða sem Guð setur. Sjáum stríðin sem geisa og ályktanir manna eftir seinna stríð um að nú verði svo búið um hnúta að aldrei aftur komi stríð. Hvað hafa geisað mörg stríð frá lokum seinni heimsstyrjaldar? Óteljandi, minn kæri, sem tugir milljóna manna hafa fallið í frá stríðslokunum svokölluðu.

Sjáum við ekki enn að við mennirnir ráðum ekki neitt við neitt á þessum vettvangi og gerum vegna þess að þetta eru andleg öfl sem eigast við og takast á? Sjáum við ekki kærleiksverk lifandi Guðs sem sendir til okkar mannanna frelsara til að frelsa okkur frá því sem koma skal? Nei. Þetta sjáum við ekki öll og höldum áfram að gera gagnslítil verk fyllt áhyggjum.

Er það ekki annars sannleikurinn að gengið er lítið sem ekkert er kemur að friðarmálunum?

Horfum til heimsins og skoðum ástandið. Hvað sjáum við annað en tómt ráðaleysi og getuleysi til að stöðva stríð? Er það ekki niðurstaðan? Jú, og hún er borðleggjandi. Samt lítum við ekki til Jesú sem friðarhöfðingja sem gerir fólk hólpið og tekur úr þessu heimsvolæði sem býður fátt nema örbirgð sem við búum við ævina á enda. Trúum. Ræðum trúmál. Eflum sannleikann sem rænt var frá fólki við tréð forðum en kom til baka í Jesú sem segir okkur sannleikann sem trú mín meðtekur. Við getum ekkert án Jesú. Þetta kennir trúin og þessu trúi ég og mun fylgja:

Mattuesarguðspjall  25.  10-12.

“ Meðan þær voru að kaupa kom brúðguminn og þær sem viðbúnar voru gengu með honum inn til brúðkaupsins og dyrum var lokað.

Seinna komu hinar meyjarnar og sögðu: Herra, herra, ljúk upp fyrir oss.  En hann svaraði: Sannlega segi ég yður, ég þekki yður ekki.”-  Jesú lifir!  Hann lifir!  Amen.

  1. september 2024.

Á hvað dagsdaglega erum við að horfa, velta fyrir okkur og erum kannski smávegis stolt af að vera partur af og njótum þess að sýna öðru fólki? Ekki er gott að segja og það sem hér er nefnt gæti átt við um allt á milli himins og jarðar og gæti vel náð til garðskikans heima sem skartar sínu fegursta af einum saman verkum okkar á sumrum, gangvissa gæðingsins okkar sem töltir svo fallega og skeiðar hraðast allra hrossa landsins sem við njótum þess að fara á bak á og ríða út á og erum þá allir hinir stoltustu strákar. Er það kannski nýja glæsilega fiskiskipið sem við erum eigendur að og nýverið sigldi fánum skreytt til heimahafnar sinnar og gerði eiganda sinn afskaplega stoltan og hreykinn af verkum sínum sem hann nú horfir á sigla inn til hafnar fánum skreytt ásamt öllu sínu fólki? Á hvað erum við að horfa og hverju að veita helstu athygli sem við á eftir njótum að segja öðru fólki frá og erum þá með bringu okkar út þanda að rifna úr stolti?

Eitt sinn duttu lærisveinar Jesú inn í nákvæmlega þessa hugsun og vildu endilega nefna við herra sinn Jesú Krist og ólmir sýna honum eitthvað sem þeir, að sjá, eru afskaplega stoltir af og finnst liggja í mikil fegurð og sumpart afrek hafa gerst sem þarna blasir við augum hverrar manneskju sem sér herlegheitin. Ekki má samt merkja mikla hrifningu Jesú og ekki heldur að sjá að honum finnist neitt mikið koma til handverksins og sýnir enga sérstaka hrifningu og enga ámóta þeirri sem hann verður var við hjá mönnum sínum. Skoðum það.  

Mattuesarguðspjall  24.  1-2.

Jesús gekk út úr helgidóminum og hélt brott. Þá komu lærisveinar hans og vildu sýna honum byggingar helgidómsins.  Hann sagði við þá: „Sjáið þið allt þetta? Sannlega segi ég ykkur, hér verður ekki steinn yfir steini, allt verður lagt í rúst.“

Ekki er ég alveg sannfærður um að lærisveinar Krists séu mjög uppörvaðir, sáttir og hressir með viðbrögð Jesú vegna alls glæsileikans sem blasti við þeim öllum á sama andartaki og er áreiðanlega rétt mynd dregin upp þar en Kristur í raun og veru blæs á og gefur ekkert fyrir og segir þeim fyrir fram hvað verða muni á þessum stað sem þeir þarna eru staddir og talar um rústir sem engin og aldrei nokkurn tímann nein manneskja mun sjá nokkurn glæsileika við.

Skoðum þessu til staðfestingar rústirnar sem nú eru um allt Gasasvæðið og á öðrum stöðum sem her Ísraela hefur farið um og vígvélar þeirra. Hvar er nú allur glæsileikinn sem þar var? Hann er hvergi sjáanlegur. Í grjóthrúgu leynist lítil fegurð. Og hvað með stóran hluta Evrópu í stríðslok í maí 1945? Eyðileggingin blasir við og engin sjáanleg fegurð. Ég vil sjá Jesús.

Verum stolt af að þekkja Jesú og höfum hann sem klassíska, daglega áréttingu. Slík árétting gengur sér aldrei til húðar né mun ógildast. Og orð Jesú vekja strákana og þeir vilja fræðast:

Matteusarguðspjall 24. 3b-8.

„Seg þú okkur, hvenær verður þetta? Hvernig sjáum við að þú sért að koma og veröldin að líða undir lok?“

Jesús svaraði þeim: „Varist að láta nokkurn leiða yður í villu.  Margir munu koma í mínu nafni og segja: Ég er Kristur! og marga munu þeir leiða í villu.  Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi. Gætið þess að skelfast ekki. Þetta á að verða en endirinn er ekki þar með kominn.  Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum.  Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna.”- Þetta er ástæðan fyrir að við sem trúum leitum svara í orði Guðs og veiklumst ekki á að láta annað fólk vita leiðina. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

  1. september 2024 (b)

Stundum er umræðan einkennileg og meira hin furðulegasta og reynir eftir megni að firra menn, einstaklinga, allri ábyrgð sem þeir skulu bera og gerir hverja tilraun af annarri til að varpa henni yfir á herðar manneskju sem kemur málinu í sjálfu sér lítt og ekkert við og skilur eftir manneskju sem er alveg saklaus, hrein og tær en þó í tómu klandri og allt öðrum að kenna.

Á umliðnum árum hefur mikill fjöldi erlendra verkamanna komið hingað til að vinna og er allt í góðu með það. Ég tel að þetta hafi byrjað á síldarvertíðinni eftir að erfiðlega gekk að ráða þangað fólk til að fullmanna stöðurnar. Lengi vel sinnir íslenskt farandverkafólk þessari vinnu með fastráðnum starfsmönnum uns sá róður þyngist. Nokkrar heiðarlegar tilraunir atvinnurekanda eru gerðar sem æ færri landar verða við. Ný staða er komin upp í þessu landi.

Víða á landsbyggðinni voru/eru tiltækar verbúðir fyrir farandverkamenn sem hættar voru að nýtast vegna þess að Íslendingar vildu ekki lengur koma þangað til að vinna um stund og er það líklega upphafið að því að atvinnurekendur leiti fanga út fyrir landsteinana.

Erlent vinnuafl byrjar að koma yfir til Íslands og reikna ég með að vinnslustöðvar sem mestan part ársins unnu bolfisk hafi verið hvað duglegastar þarna og flestar með tilbúna aðstöðu í verbúðum sínum heima sem ráðist var í að þrífa hátt og lágt fyrir komu fólksins, þó ekki væru þær nein hótel en samt ágætis vistaverur. Síldarvinnslusalurinn fylltist af íslensku og erlendu verkafólki eftir að síldarvertíðin hófst af krafti og salurinn allur fór að iða. Að handleggja síld í tunnu er ekki lengur gert en manneskju þarf við enda bandsins til að strá vissu magni salts yfir hvert síldarlag og setja nýja tunnu undir er hin fyllist. Sjálfsagt er þetta hvort tveggja vélvætt í dag. Að verka síld er tímabundin staða. Seinna kom kolmunninn og makríllinn. Hann er allur unninn í flök og fyrstur fyrir ágætispening, gagnstætt kolmunna sem er bræddur.

Þrátt fyrir vélvæðingu, til að mynda í vinnu síldar, sem fækkaði stöðunum í húsunum er samt talsverður fjöldi manneskja við þetta á haustin. Hvort þar gegni störfum einungis fastráðið starfsfólk fiskverkunarinnar eða partur þess sé erlent verkafólk veit ég ekki.

Sjálfur var ég nokkrar heilar síldarvertíðir hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað á meðan ég enn bjó þar og man vel eftir því er aðkomufólk mætti á svæðið er allt var að fara af stað í þessari síldarvinnu og hitti þá bæði íslenskt verkafólk og erlent verkafólk. Allt þetta aðkomna fólk hafði sér aðstöðu í bænum og flutti þangað inn og fékk lykil að bæði útidyrum og að eigin herbergi og hafði þar alla aðstöðu til að elda sér, þvo fötin sín og baða sig og í sjálfu sér ágætis aðstöðu.

Um allt svona áður fyrr sáu íslenskir atvinnurekendur alfarið sjálfir um. Að engum hvarflaði að notast við loftlaus kjallaraherbergi sem í sumum tilvikum er einvörðungu hægt að opna utan frá.

Að breyta með þessum hætti er bara glæpastarfsemi sem þarfnast engrar frekari umræðu og landslög styðja fullkomlega og þegar hægt að gera atlögu að svona ósóma án frekari umræðna né álits neinna sérfræðinga. Við höfum verkfærin til að setja ferlið af stað svo við gerum það.

Annan vanda sér maður hér sem er þessi endalausa viðleitni manna til að varpa ábyrgð af einstaklingi og yfir á herðar óskyldra manna, í þessu tilviki atvinnurekanda. Hvað gerir atvinnurekandi sem skortir vinnuafl? Leitar hann ekki í dag á náðir atvinnumiðlunar sem útvegar fólk til starfa og fær oft erlent fólk? En þarna sér maður einnig vanda sem liggur í að atvinnurekendur eru ekki allir með tilbúið eigið húsnæði sem er sinn skandall og krafa ætti að vera um að hafa í lagi. Að ráða fólk í vinnu en vera ekki með neitt tilbúið húsnæði er óhæfa sem bíður vissrar umræðu heim. Og hana höfum við haft undanfarin misseri og mislíkar

 

 

Mér vitanlega er atvinnuleysi um þessar mundir í algeru lágmarki á Íslandi. Af hverju þá fullyrða menn að sumir Íslendingar nenni ekki að vinna suma vinnu og þurfi útlendinga til að sinna þeim verkum fyrir sig? Er svarið ekki frekar það að verkefnin séu of mörg fyrir íslenskan vinnumarkað? Um manninn sem nennir ekki að vinna hefur svo sem löngum verið talað í þessu landi. Sjálfur þekki ég engan sem nennir ekki að vinna né mann sem tekur að sér hvað vinnu sem er.

 

 

 

  1. september 2024.

Að sýnast og þykjast og segja eitt og meina annað að í þessu atriði er manneskja oft snillingur. Í þessu þjálfa menn sig upp og venja sig á ósið sem aldrei hefur gert nokkurri manneskju neitt gott og margt vont. Skoðum málin í þessu ljósi og vitum hvernig Nýja testamentið er skrifað og upp byggt, það segir fólki umbúðalausan sannleika og ekkert nema sannleikann. Af hverju? Maður þarf ekkert nema sannleikann til að gera líf sitt vammlaust. Er þetta ekki merkilegt?

Ég segi sjálfum mér sannleika og byrja þar og segi öðrum frá sannleika sem ég sjálfur temst við og byggi líf mitt á. Er ég þarna hverja stund? Sjálfur vil ég það en er því miður ekki alltaf. Og hver alfarið býr þar með sig sjálfan og hver okkar kýs það ekki þó oftar velji menn glundroða, kraðak og að fara um svæði með gamla þreytta spegilbrosið sitt á vörum vegna þess að þekkja fátt annað? Við erum oft svo margt í einu, eitt í dag og annað á morgun og kunnum betur öðrum að hylja slóð okkar fyrir öllum mönnum og gerumst þar hreinir snillingar. Enginn veit neitt, en þó, samt vita margir. Og Drottinn veit allt.

En stundum er ég þó sannleikans megin. Ég hef kynnst hvað sannleikurinn er magnaður í þessu lífi og veit að honum er hvarvetna tekið frekar illa og er ég nokkuð viss um að margir taka, gætu tekið, undir þetta með mér. En þeir vita eins og ég að allt í kring liggur hinn vondi og lýgur. Allt vegna þess að mannkynið féll í synd og hefur enga leið út þaðan nema fyrir mátt frelsarans sem ber til manna sannleika um manns eigin stöðu og vonleysi en til er kærleikur nógu mikill til að vilja draga mig burt úr allri þessari synd sem lamar, kvelur, lemur og heldur velli með lygi dag og nótt. Öllu þessu er stjórnað og stýrt af Satan. Við skulum ekki lengur nudda okkur neitt upp við hann. Að stund sannleikans sé komin og hver sem þekkir hann hrópi. Hallelúja!!!

Matteusarguðspjall 23. 23-24.

“Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér gjaldið tíund af myntu, anís og kúmeni en hirðið ekki um það sem mikilvægast er í lögmálinu, réttlæti, miskunn og trúfesti. Þetta ber að gera og hitt eigi ógert að láta. Blindu leiðtogar, þér síið mýfluguna en svelgið úlfaldann!”

Hræðilegt fyrir, segjum, góðmennið mig að fá slíkt framan í mig frá Jesú sem ég veit að var sendur hingað og alla leið til mín með sannleikann með sér og ætlar mér til að ég fengi heyrt sannleikann og notað hann fyrir mig og mitt líf til að hann fengi auðgað, já, mitt líf. Sannleikurinn er mér ætlaður. Og þú segir þetta með mér og gerir fyrir þína parta en ekki einhverra annarra.

En einnig út úr sannleikanum sem við heyrum, snúum við og segjum kannski án nokkurs kinnroða: „Konni hefði sko gott af að heyra þetta.“ Ég nefni hér mitt nafn til að þurfa ekki að nefna þitt nafn. Jafn frábær drengur/stúlka og þú nú ert.

Hér erum við komin að vandamáli sem hefur sína eigin birtingarmynd um okkur sjálf vegna þess að oft skrökvum við að okkur sjálf og neitum að takast á við eigin lesti og höfum með því hafnað vilja sannleikans. Og hvernig á vel að fara með sjálfan sannleikann rekinn burtu úr húsinu? Enginn er því lengur neitt undrandi á að skútan hafi slagsíðu á siglingu sinni. Til að rétta hana af þarf sannleikann sem mun sjá um verkið. „Er þetta nú ekki eitthvað örlítið flóknara en þetta og hér er reynt að skauta nokkuð létt yfir?“ - segir kannski einhver. Svarið er þvert nei.

Orðskviðirnir 10.–20.

“ Tunga hins réttláta er hreint silfur, vit hins óguðlega er lítils virði.” - Jesú er þetta silfur. Hann er boðberi sannleikans. Jesú lifir! Amen.

  1. september 2024.

Vandinn við fólk sem ekki þekkir Krist neitt er að það gefur honum upp hugsanir og skoðanir og jafnvel orð sem standast enga skoðun og enginn finnur stafkrók fyrir í orði Guðs í Nýja testamentinu. Oft gefum við Jesú upp hugsanir og skoðanir og segjum alls konar um hann sem hefur enga stoð undir sér í raunveruleikanum. Hitt sem kannski er verra hér er að kristið fólk er sjálft oft tekið upp við alls konar sem því kemur ekkert við og leggur með því sem það segir alls konar byrðar á veiklundaðan bróður sinn og/eða systur með orðum sem Kristur bara aldeilis tekur ekki undir. Munum að byrðar einstaklings eru nægar fyrir þó að þessi óviðeigandi hin og þessi orð fólks bætist ekki ofan á þær byrðar. Lífið sjálft er alveg einfært um að leggja á byrðar. Trúin ein er sumu fólki versta byrðin og til lítils gagns að leggja lag ofan á byrðina. Og það af öðru kristnu fólki:

Matteusarguðspjall 22. 2-3. Og! 22. 11-14.

„Þá tók Jesús enn að segja þeim dæmisögu: „Líkt er um himnaríki og konung einn sem gerði brúðkaup sonar síns. Hann sendi þjóna sína að kalla boðsgestina til brúðkaupsins en þeir vildu ekki koma.”-

Og Matt. 22. 11-14. -

“ Konungur gekk þá inn að sjá gestina og leit þar mann sem var ekki búinn brúðkaupsklæðum. Hann segir við hann: Vinur, hvernig ert þú hingað kominn og ert ekki í brúðkaupsklæðum? Maðurinn gat engu svarað. Konungur sagði þá við þjóna sína: Bindið hann á höndum og fótum og varpið honum í ysta myrkur. Þar verður grátur og gnístran tanna. Því að margir eru kallaðir en fáir útvaldir.“

Hverju sætir að menn fari svona undan í flæmingi af frábæru boði sjálfs konungsins og grípi í endalausar afsakanir til að þurfa ekki fyrir nokkurn mun að mæta í þetta mikla brúðkaup og ráðast þess í stað í að semja lélega skáldsögu um hvað fólkið sé að fara að gera og geti bara ómögulega sleppt? Allt tómar afsakanir og kannski af þeirri mögulegu ástæðu að afskaplega neikvæðar sögusagnir og/eða hreinar lygar ganga um af ágæti konungs. Útilokum ekki þetta sem eina af gildu ástæðunum fyrir að konungi takist ekki að fylla sal sinn af völdum boðsgestum vegna eigin slæms orðspors meðal lýðsins um sig sem raunverulega segir með sér sjálfri: „Sleppum bara þessari veislu?  Þessi kall er klikkaður.“ Hundsum ekki þennan möguleika.

Matteusarguðspjall 22. 7-9.

“Konungur reiddist, sendi út her sinn og lét tortíma morðingjum þessum og brenna borg þeirra. Síðan segir hann við þjóna sína: Brúðkaupsveislan er tilbúin en boðsgestirnir voru ekki verðugir. Farið því út á stræti og torg og bjóðið í brúðkaupið hverjum þeim sem þið finnið.”-

Og! 22. 11-14.- Konungur gekk þá inn að sjá gestina og leit þar á mann sem var ekki búinn brúðkaupsklæðum. Hann segir við hann: Vinur, hvernig ert þú hingað kominn og ert ekki í brúðkaupsklæðum? Maðurinn gat engu svarað. Konungur sagði þá við þjóna sína: Bindið hann á höndum og fótum og varpið honum í ystu myrkur. Þar verður grátur og gnístran tanna. Því að margir eru kallaðir en fáir útvaldir.“-

Hvað sjáum við hér? Hvað nema ákvörðun Guðs um að gera allt fólk hólpið. Þetta erum við þessir kristnu menn. Við fengum brúðkaupsklæði og þau ein gilda í veislu þessa konungs. Maðurinn sem konungurinn rakst á og lét kasta bundnum út tilheyrði ekki fólki hans. Jesú lifir! 

  1. september 2024.

Trúin er nauðsynleg og trúna þurfum við. Enginn sem til þekkir þrætir fyrir að allt sé fyrir trú.

Gegnum trú heyrir lifandi Guð bæn mína og leggur við eyrun er ég bið. Engin er bæn heitari öðrum. Ég bið í trú. Þú biður í trú. Bæði fá bænheyrslu frá sama Guði. Allt fyrir trú einstaklings. Í trú minni umbreytist bænin mín til Guðs í góðan ilm sem er honum geðþekkur. Bæn sem er beðin og engin trú er á bak við heyrir Guð ekki. Mikilvægt er að vita og átta sig á hvernig trúargangan virkar, að hún miðast við þekkingu á því sem Guðs er. Þarna lærir manneskjan að biðja bæn í trú. Trúin er ekki hégómabæn af því að hún er af trú sem þekkir til Guðs orðs, hann leggur línurnar og býr til bænina sem öndvert er Guði vel þóknanleg bæn og honum geðþekk. Við sem trúum viljum þetta og reynum ítrekað. Guð stendur við sitt sem hann segir og sjái hann trú standa við hlið bænarinnar stekkur hann til og lætur ekki bíða eftir sér. Heitir þá „Bænasvar.”

Jakobsbréf 4. 1-3.

“Af hverju koma stríð og af hverju sennur meðal ykkar? Af hverju öðru en girndum ykkar sem heyja stríð í limum ykkar? Þið girnist og fáið ekki, þið drepið og öfundið og getið þó ekki öðlast. Þið berjist og stríðið. Þið eigið ekki af því að þið biðjið ekki. Þið biðjið og öðlist ekki af því að þið biðjið illa, þið viljið sóa því í munaði.”-

“Þið biðjið og öðlist ekki af því að þið biðjið illa, þið viljið sóa því í munaði.” -

Nákvæmlega. En af hverju biðjum við illa? Eitt svar er til við spurningu sem er á þann veg að við þekkjum ekki vilja Guðs og erum því enn bara holdlegt fólk að kannski biðja um betri efnahag, biðja um fínni bifreið til eigin nota, biðja um betra húsnæði, biðja um betra frí, biðja um að komast oftar á sólarströnd, biðja um skárri vinnu og betur launað starf en við þegar höfum, og þar fram eftir götunum. Allt í raun hégóminn einn og borið fram til að svala eigin grindum. Við gleymum að eitt sinn skal hver deyja. Njótum lífsins. Guð mun skaffa okkur það sem við þurfum á að halda og líka gerir en óánægja mín hvorki meðtekur Guðs gæði né sættir sig við stöðuna og vill fá eitthvað annað sem er betra en þegar er. En hvað annað vil ég fá? Hver svarar svona spurningu af einhverri skynsemi? Allavega ekki ég sem hef lært að sætta mig við það sem er hjá mér núna. Og hvað er þessu betra og merkilegra? Ekkert. Þetta meira en flest annað í lífinu er að valda pirringi hjá svo mörgu fólki vegna þess að það metur ekki það sem það nú þegar hefur. Hvaða orð kemur upp í hugann? „Vangleði.“

Matteusarguðspjall 21. 18-22.

Árla morguns hélt Jesús aftur til borgarinnar og kenndi hungurs. Hann sá fíkjutré eitt við veginn og gekk að því en fann þar ekkert nema blöðin tóm. Hann segir við það: „Aldrei framar vaxi ávöxtur á þér að eilífu.“ Og fíkjutréð visnaði þegar í stað.

Lærisveinarnir sáu þetta, undruðust og sögðu: „Hvernig gat fíkjutréð visnað svo fljótt?“

Jesús svaraði þeim: „Sannlega segi ég ykkur: Ef þið eigið trú og efist ekki getið þið ekki aðeins gert slíkt sem fram kom við fíkjutréð. Þið gætuð enda sagt við fjall þetta: Lyft þér upp og steyp þér í hafið, og svo mundi fara. Ef þið trúið munuð þið öðlast allt sem þið biðjið.“-

Hér sjáum við hvernig bæn beðin í trú virkar. Jesú er farið að hungra og sér tré sem átti að gefa honum fæðu en það gerir ekki. Af hverju var trénu formælt? Til að sýna á óyggjandi hátt mátt trúar sem þekkir vilja Guðs gegnum orðið. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

  1. september 2024.

Engum blandast neitt hugur um að Jesús leggur talsverða áherslu á alla hugarfarsbreytingu sem menn sem honum fylgja munu þurfa að tileinka sér til að geta fylgt honum eftir og raunverulega fattað tilgang boðunar hans og hvað hún meini og hvað hún geri. Einnig er ljóst að gamla farið sem fólk er í og hugsunarháttur fittar ekki mjög vel inn í þetta nýja form og kerfi sem Kristur er boðberi að og við sjáum líka víða í Nýja testamentinu. Hugsunin er merkileg ekkert síður en allt annað sem Kristur leggur fram fyrir sitt fólk og vill að það tileinki sér, taki við og lifi samkvæmt.

Þetta er útlitið á nýju manneskjunni sem opinberast og stígur fram. Hún þarf að læra allt um nýja staðinn sem og reglurnar sem þar gilda sem sumpart eru öðruvísi hinum reglunum sem menn bjuggu við á meðan syndin átti þá með húð og hári. Og þetta er/var/staðan. Svo kom þetta nýja sem segir okkur augljóslega að einhverjar breytingar séu fram undan hjá einu og sérhverju okkar sem munu vara alla ævi og það sem eftir lifir með Jesú. Þetta verkefni verður ekki afgreitt með einn, tveir og bingó-aðferðinni. En hver okkar vill ekki það? Eitt er hvað ég vil og annað veruleikinn sjálfur. Að taka málum rétt er merkilegur lærdómur sem menn viðurkenna sem tileinka sér. Sorgarfregnin er að ekkert í lífinu sé sjálfsagt og fyrir öllu verði að hafa.

Allt þetta og meira til munu menn rekast á á hinni stórmerkilegu göngu með Jesú og alveg ljóst að ekkert af þessu skeður nema með umsnúningi hugarfarsins. Líka þess vegna eigum við trú. Trúin birtir okkur vilja lifandi Guðs og líka hversu miklu betri leið trúin sé fyrir mig sem manneskju. Einnig má spyrja hvernig í ósköpunum við ætlum að fylgja Kristi án beinnar trúar á hann. Ég sé það alltént ekki ganga upp. Enda sjálfumglaður gaflari. Allt lærdómur og flestum harðasti skóli. Andstyggðin, girnileg syndin, er nærri okkar en flestum grunar.

Í Kristi blasir við einstaklingnum nýr heimur og nýr veruleiki sem Kristur miskunnaði sig yfir og gaf heilagan anda. Andinn heilagi, ekki menn, munum það, mun fræða fólk um Jesú og um allt sem máli skiptir í þessu nýja ríki og gera öndvert við gamla ríkið sem við komum úr sem áfram mun vera upptekið við að ota sínum tota, skara eld að eigin köku og annað veifið minna aðra menn á að þeir segi þetta og einhver annar megi ekki fá þetta. Af því að þeir eigi það. Eigum Jesú.

Við sjáum himinn og haf aðskilja vilja Jesú frá vilja og eigingirni heimsins og birtingarmynd hans sem svo fátt spennandi gerist í. Og sé það eitthvað varir spennan og hrifningin skamma stund og er svo horfin. Heimurinn er ekki kominn til að vera heldur til að fara og að engu verða en okkur boðinn nýr veruleiki vegna trúarinnar á Jesú. Munum þetta orð Jesú. Í heiminum stenst ekki nokkur skapaður hlutur og þar allt á fleygiferð og allt þar verður úreldingunni að bráð. Horfum upp og sjáum ástandið. Og hvað birtist? Góðum siðum og venjum er ýtt til hliðar og þær látnar víkja fyrir ævintýramennsku og ævintýramönnum. Verkin byrja að ganga þvert á góðar og gildar hefðir og þær látnar víkja fyrir fólki sem otar sínum tota. Stundum slæðist ósóminn inn í kirkjuna:

Mattuesarguðspjall 20.  25-28.

“Þegar hinir tíu heyrðu þetta gramdist þeim við bræðurna tvo. En Jesús kallaði þá til sín og mælti: „Þið vitið að þeir sem ráða fyrir þjóðum drottna yfir þeim og höfðingjar láta menn kenna á valdi sínu.  En eigi sé svo meðal ykkar heldur sé sá sem mikill vill verða meðal ykkar þjónn ykkar.  Og sá sem vill fremstur vera meðal ykkar sé þræll ykkar.  Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir alla.“- Sjáum við ekki hér þetta nýja sem Drottinn boðar?  Hreint hrikalegt en Jesú talað.  Jesús lifir!  Amen.

 

 

  1. september 2024.

Biblían ræðir nokkuð mikilvægi fyrirgefningar og leggur talsverða áherslu á að menn tileinki sér hana. Fyrirgefning er eins og margt annað einstaklingsbundin og þarf hver og einn að gera fyrirgefninguna og að átta sig á hvers vegna fyrirgefning er fólki svo mikilvæg. Margt í lífinu þarf fólk að vita að sumt er óhjákvæmilegt verk sem þó þarf að gera. Vilji menn lifa sáttu lífi við alla í kringum sig og þar með sig sjálfan. Ófurgefningin vill líma sig við menn og gerir með því að minna reglulega á sig og lætur reglulega á sér kræla. Enginn sleppur fyrr en að hafa gert upp sín mál. Orð Guðs virkar og það sem það segir skulu menn vita að er sannleikur og að menn öðlist betra líf með því að fara eftir sannleika og munu reyna á eigin skinni og hver fyrir sig.

Þarna er lykill sem menn verða að læra á og vita að með honum má forðast margt og vinna ýmislegt aftur til baka sem fór forgörðum, eins og alltaf annað veifið vill gerast. Allt vegna þess að við lifum strangt til tekið í hörðum heimi sem í raun og veru þekkir ekkert nema illsku og að hefna sín á fólki sem það telur að hafi gert á hlut sinn og vill í versta tilviki fá að mala ofan í duftið. Stutt er í heiftina sem einhvern veginn virðist búa innra með manni og trúin ein, eftir gjöf heilags anda, megnar að fá til að gera rétt en hún strögglar við. Það er engin fyrirgefning til í heiminum. Sjáið öll dómsmálin sem í gangi eru. Heiftin blasir við.

Að fyrirgefa er flestu fólki ekki sérlega létt verk en Jesús gefur okkur samt leið til að losna, ef við viljum. Suma tel ég hafa lært og skilið að þeir geri sjálfum sér versta grikk með því að fyrirgefa ekki og að öll ófyrirgefning sé eins og helbruni í hjartanu. Afsökunin sem fólk grípur oft til er að verkið sem gert var á þeirra hlut hafi hreinlega verið of stórt til að hægt sé að fyrirgefa. Svo sem er þetta afstaða sem breytir þó ekki hinu að ófyrirgefning er sjálfinu verst.

Við þurfum að læra og um leið skilja að gagnsemi orðs Guðs er gríðarlega mikil og muna að hvert orð þarf að gera til að virka og að verða þá þetta unna verk. Sumt er svo sáraeinfalt en samt hrikalega erfitt að framkvæma en má yfirstíga með því hreinlega að þjálfa sig til allra svona verka. Við höfum leiðirnar og þekkjum mörg orð Guðs alveg bærilega og til að mynda þessi orð:

Matteusarguðspjall 18.  

Þá gekk Pétur til hans og spurði: „Drottinn, hve oft á ég að fyrirgefa bróður mínum ef hann misgerir við mig? Svo sem sjö sinnum?“

Jesús svaraði: „Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö.”- Hér kemur vel fram þessi afsökun fólks.

Pétur gerir rétt með að spyrja Jesú og fá hans álit og fara svo og lumbra hressilega á einstaklingi sem hann, segjum, telur sig eiga eitthvað sökótt við. Kannski falsaði kaupandi fisksins vigtina er Pétur kom með afla að landi eftir róður sem gaf honum minna í aðra hönd? Jesú með svari sínu girðir algerlega fyrir hefnigirni Péturs og getur mögulega bætt við: „Pétur! Við gerum ekki svona“. Auðvitað skálduð samlíking höfundar.

Jesú samkvæmt orði Guðs er friðarhöfðingi og enginn ófriðarhöfðingi. Enginn blekki sjálfan sig heldur leitist við að þjálfa sig til að fyrirgefa. Hvernig gerum við þetta? Með aukinni trú á Jesú. Sjáum við ekki að við erum án afsökunar og að leið Jesú er til að hjálpa okkur. Að fyrirgefa öðrum er flestu fólki með því erfiðara sem gerist. Við verðum að muna að Jesú gefur okkur leið frá öllu þessu en verður áfram óvirk séu leiðir hans ekki nýttar og farnar. Fyrirgefningin er ekki fyrsta hugsun nokkurs manns sem telur sig misrétti beittan, hvað sem viðkomandi kann sjálfur að hafa sagt. Orð Guðs einfaldlega virkar best. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

  1. september 2024.

Gegnum tíðina hefur fólki reynst erfitt að meðtaka sannleikann að þó að maður hverfi af jörðinni, sem sagt deyi, er maður enn til og verður til til eilífðar. Eilífðin er stórkostlegt en um leið grafalvarlegt mál fyrir hvert og eitt okkar og alveg greinilegt að um sumt verðum við að vita af. Hvað hvert og eitt okkar velur er einstaklingsbundið. Hver manneskja ræður sjálf lífi sínu og fer með hvert sem hún sjálf vill. Þessu mun enginn breyta vegna þess að svo er af Guði búið. Að þetta skuli vera er af engu nema kærleika Guðs Föður til sinnar sköpunar.

Þó að það, að geta valið allt sitt sjálfur, sé sumpart grafalvarlegt mál er gjöfin um leið hreint framúrskarandi því margar leiðir eru í boði og sannleikurinn er sá að bara ein leið liggi til eilífs lífs á himnum þar sem Faðirinn, Sonurinn og heilagur andi eru. Með öðrum orðum er til ein rétt leið. Svona fullyrðing hefur lengi vafist fyrir mönnum og hneykslað hóp af fólki en sannleikurinn er samt þessi. En af hverju hneyksli? Svarið er ekki flókið og ekki fjarri neinni manneskju og heitir „Lygi” sem er mjög vel skipulögð og markviss og er beitt á fólk jafn oft og þarf. Þetta er svarið við því af hverju allt þetta myrkur umlyki hjarta manneskju. Sá sem ræður hefur tekið sér sæti við stjórnstöðvarnar. Og þær eru í hjarta hvers manns. Sumir taka við boðskapnum, aðrir þverskallast áfram við honum, með fullu leyfi. Maðurinn er frjáls og verður áfram frjáls til að velja hvaða sem er. Mikið kærleiksverk frá Guði að svo skuli vera að hver einstaklingur ráði sjálfstætt hvert hann stefni sjálfum sér. Drottinn vill og krefst þess að hvert og eitt okkar beri eigin ábyrgð og lifi ábyrgðarfullu lífi frá því andartaki að yfirráð foreldranna sleppir og eru ekki lengur til staðar. Fullorðin manneskja yfirgefur foreldrahús og hefur sjálfstætt líf í ábyrgð.

Frá hjartanu koma manni hugsanir og frá hjartanu eru ákvarðanir teknar og ekki sama hver er við stjórnvölinn. Um tvo er að velja, þá Satan eða Jesú. Satan er myrkur, enginn sér neitt í myrkri. Jesú er ljósið sem baðar allt í kring birtu til að menn sjái glöggt allt í kringum sig. Á myrkri og ljósi er mikill munur, menn vita margt en fara samt ekki til liðs við Jesú sem sjálfur er ljósið sem lýsir manneskjunni.

“Maður er nú búinn að heyra þetta lengi”- segja menn án þess að átta sig á að enn hafi þeir ekki meðtekið boðskapinn, að ekki er nóg að heyra eitthvað þúsund og einu sinni, en skirrast áfram við að meðtaka og sumir alltaf jafn hneykslaðir er þeim berst hún til eyrna og finnst eigin athugasemd fullkomlega réttmæt gegn “slíku rugli.”- Á mörgum stöðum í Biblíunni sjáum við að dáið fólk er áfram til þó að farið sé úr heiminum.

Matteusarguðspjall 17. 1-5.

Eftir sex daga tekur Jesús með sér þá Pétur, Jakob og Jóhannes, bróður hans, og fer með þá upp á hátt fjall að þeir væru einir saman.  Þar ummyndaðist hann fyrir augum þeirra, ásjóna hans skein sem sól og klæði hans urðu björt eins og ljós.  Og Móse og Elía birtust þeim og voru þeir á tali við Jesú.  Pétur tók til máls og sagði við Jesú: „Drottinn, gott er að við erum hér. Ef þú vilt skal ég gera hér þrjár tjaldbúðir, þér eina, Móse eina og Elía eina.“

Meðan Pétur var enn að tala skyggði yfir þá bjart ský og rödd úr skýinu sagði: „Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á. Hlýðið á hann!”- Móse og Elía tilheyra öðrum veruleika.

Seinustu orð ritningaversins eru hin raunverulegu skilaboð textans. „Hlýðið á hann”- segir en kemst illa til skila vegna kraðaks upplýsinga og kennslu. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

  1. september 2024. (b)

Gáfur og greind og það sem við metum hvað mest hjá fólki og jafnvel öfundum það af hefur ekkert með það sjálft að gera heldur allt með Guð að gera sem gefur fólki sérhvern hæfileika. Á mannsins valdi er hins vegar að þroska með sér gjöfina og muna eftir að þakka Guði hana en ekki sjálfum sér, eins og mönnum er oft tamt að gera. Maðurinn á köflum er einn gegnumgangandi hroki sem alloft gleymir Guði í sínum hroka.

Mestu vitmenn allra tíma og menn sem við heiðrum endalaust fyrir gáfur og öll gáfulegu verk þeirra, svo sem frábær, voru bara venjulegt fólk eins og ég og þú með það kannski fram yfir að hafa lagt á sig vinnuna sem þurfti til að verða allt sem þeir urðu og lögðu eflaust á sig meira erfiði og lengri vinnu en flest fólk er til í.

Einn frægasti og þekktasti handknattleiksmaður á Íslandi sem lengi bar af öðrum á handknattleiksvellinum sökum boltafærni gaf einfalda skýringu er hann var spurður um boltafærni sína. Svarið var stutt og einkar einfalt: „Ég bara æfði mig helmingi lengur á hverjum degi en allir aðrir handknattleiksmenn gera.“- Einfaldara verður þetta nú ekki.

Hér er kominn lykill að mestum og bestum árangri á hvaða sviði sem er. Allt er vinna og svo örlítið meiri vinna.

Letinginn mun aldrei ná toppstöðunni nema fyrst að losa sig við letina. En þó að hann geri það ekki er hann kannski ekki að missa af svo miklu. Gott líf býr innra með fólki og felst oftar en ekki í rósemi og nægjusemi og að vera sáttur við það sem maður þegar hefur í hendi. Hér er okkur afhentur lykill sem sárafátt fólk veitir athygli. „Á hestum skulum við þeyta og fara hratt fyrir“ segir það. Á gamals aldri gerum við fæstir eitthvað svona þó að við kannski skreppum í smá útreiðartúr til að liðka gamla og hrossið hans. Eins og einn aldraður sagði. “Aðeins að hreyfa mig“-og settist upp í bifreið sína og ók á brott.

Allir munum við eldast, missa þrótt hins unga manns, skammtímaminnið laskast, gleymni mun láta á sér kræla og sum okkar fá gráan haus, aðrir ganga við staf en eiga samt einn góðan dag í hjarta til viðbótar öllum hinum góðu dögunum í sínu lífi og gætu, ef þeir vilja, þakkað það Guði og sínum. En það er annað mál og þeirra mál.

  1. september 2024.

Allir vita að eitt sinn skal hver maður deyja.  Af lestri orðs Guðs að ráða liggur þetta ljóst fyrir að þannig sé í stakkinn búið og verði í engu neitt öðruvísi.  

Samt er dauði manneskju afstæð hugsun og samkvæmt orði Guðs er manneskja áfram til sem hugsandi vitsmunavera þó ekki sé hún lengur íbúi jarðarinnar.  Allir menn vita af þessum dauða fólks og kemur fullvissan um hann snemma á ævinni.  Færri vita þó að maðurinn er áfram til þó hann sé farin héðan.  Þetta atriði gerir málið grafalvarlegt en vitneskjunni haldið frá fólki vegna þess að hér í heimi er illt afl sem stjórnar, ræður og ríkir og gætir sín vel á að engin sannleikur komi fram og gerist það er hann til að girða utan um lygi Satans og gera lygi hans trúverðuga.  Og þar tekst honum bærilega upp.  Að fylgja Satani er mikið hættuspil og ef menn vissu af henni mundu þeir forða sér.  Svona vinnur sannleikurinn.  Hér sjáum við einnig miskunarleysi lyginnar.

Á meðan vantrúin fær merkt sér allt hjá okkur og alla hugsun okkar er lítil von til þess að sannleikurinn nái fram að ganga og er algjörlega viljandi gert að halda honum fjarri mönnum.  Að segja ósatt og bera ósannindi til manna og kvenna er og verður áfram verk óvinar allrar sköpunar Guðs. Og þar hefur honum tekist bærilega upp. Er hann enda mikið og stórt skáld sem skáldar liðlangna daginn upp eina sögu og svo aðra sögu án þess þó að segja satt orð nema þá til að byggja betur utan um lygi sína.  Allt þekktar leiðir í veruleika okkar mannanna.

Að maðurinn haldi áfram að vera til sem einstaklingur eftir líkamsdauðann má finna í orðinu.

Skoðum þennan stað:

Mattuesarguðspjall  17.  24-28.

Þá mælti Jesús við lærisveina sína: „Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér.  Því að hver sem vill bjarga lífi sínu mun týna því og hver sem týnir lífi sínu mín vegna mun finna það.  Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og glata sálu sinni? Eða hvað gæti maður látið til endurgjalds fyrir sálu sína?  Mannssonurinn mun koma í dýrð föður síns með englum sínum og þá mun hann gjalda sérhverjum eftir breytni hans.  Sannlega segi ég ykkur: Nokkrir þeirra sem hér standa munu ekki mæta dauða sínum fyrr en þeir sjá Mannssoninn koma í ríki sínu.“- 

“Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og glata sálu sinni? Eða hvað gæti maður látið til endurgjalds fyrir sálu sína?”- segir hér.

Hvað er þetta annað en fullyrðing Jesú um að maðurinn haldi áfram að vera til eftir dauða sinn á jörðinni. Að öðrum kosti hefði hann ekki talað með þessum hætti og heldur enginn tilgangur verið fyrir hann að koma til jarðarinnar og bera fram alla sína frábæru kennslu um mikilvægi þess að trúa á frelsara, ganga daglega fram í trú á frelsara og fylgja frelsara eftir alla ævidaga sína eins og orðið segir að þessir tólf lærisveinar hafi gert þó að einn þeirra velji síðar að ganga úr skaftinu og svíkja frelsara sinn fyrir óheiðarleika sakir.

Guð hjálpi okkur, hvort við þurfum ekki á trú að halda til að fá haldið utan um svona boðskap og meðtaka boðskapinn og á eftir varðveita í göfugu og heilsteyptu trúarhjarta og gera daglega og svo lengi sem við lifum á jörðinni. Við verðum að athuga að Jesús kom til mannanna ekki að ráði manns heldur Föðurins til að svipta burt lygum Satans og gerði með því fyrst að opinbera sjálfan sig sem son Guðs og einstakling með afl til að afnema alla þessa lygi Satans sem án Jesú gengur sjálfala meðal fólks og blindar og er verk frelsarans að fjarlægja. Það er Jesú og orð Jesú sem ná að berstrípa Satan og hrinda af veginum öllum illum áformum og skipta út fyrir sannleikann. Þurfum við meira? Ég tel svo ekki vera. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

  1. september 2024.

Margt er það sem menn segja, benda á og á eftir fullyrða um mál sem aðra oft varðar. Páll hefur orð inn í þetta sem vert er að veita viðtöku og skoða hjá sér sjálfum og læra af og breyta um stíl og muna að enginn maður stenst andspænis Guði og geri hann það er það af hreinni miskunn hans, kærleika og náð og engu öðru fyrir nafn Jesú Krists. Við erum hólpin og á leið til eilífa lífsins á himnum vegna trúar okkar á upprisu Drottins Jesú Krists. Að við hreykjum okkur ekki hátt heldur viðurkennum réttilega að allt sé þetta fyrir náð og miskunn frelsarans sem tók á sig alla synd manna og gerði þá með verki sínu og eigin vali sínu hólpna í augum lifandi Guðs. Að gera svona er mikið verk og af mikilli fórnarlund unnið sem einvörðungu kærleikur Föðurins kemur til vegar sem með þessu opinbera elsku sína til allrar áttlausrar og vegvilltrar sköpunar sinnar sem svo oft veit ekki í hvorn fótinn skal stigið né hvoru megin vinstri eða hægri handleggurinn sé. Oft þarf ég að rifja þetta upp fyrir mér áður en ég kem með rétt svar sem menn máski hvá yfir en í öllum sljákkar með orðinu „Gaflari.“  Og allir skilja og allt fellur ljúfa löð. Reykvíkingurinn reynir ekki svona bragð. Enda ekki til neins fyrir hann og þetta var viljandi gert högg undir beltisstað höfundar. Afsakið. En áfram með hitt.  Skoðum Rómverjabréfið.

Rómverjabréfið 2.  21-24.

En þú sem fræðir aðra, hví fræðir þú ekki sjálfan þig? Þú prédikar að ekki skuli stela og stelur þó.  Þú segir að ekki skuli drýgja hór og drýgir samt hór. Þú hefur andstyggð á skurðgoðum og rænir þó hof þeirra.  Þú hrósar þér af lögmálinu og óvirðir þó Guð með því að brjóta lögmálið.  Svo er sem ritað er: „Nafn Guðs er ykkar vegna lastað meðal heiðingja.“- 

Þetta er ekki gott og bein ábending til mín og þín um að gera það sem Drottinn biður að sé talað en ekki það eitt sem hjartað hvetur okkur stundum til að segja. Oft metum við aðra út frá sjálfum okkur og gerum vegna þess að við sjáum kannski ekki neitt athugavert við eigin hegðun í eina og aðra mynd né það sem við segjum og gerum og teljum okkur því í stakk búna að segja öðru fólki hvað sé rétt og röng breytni í Jesú nafni. Það er svo margt sem vert er að skoða og huga að til að vekja athygli. Einkum sjálfra sín:

Orðskviðirnir  5.  21-23. 

Vegir hvers manns blasa við Drottni, hann gætir að öllum leiðum hans.

Misgjörðir hins óguðlega fanga hann, hann lætur fangast í snörur eigin synda.

Hann deyr vegna skorts á aga, heimskan stígur honum til höfuðs.”- Munum! Sannleikur Guðs.

Hvað er verið að segja hér nema það eitt að sérhvert okkar læri fyrst að horfa í eigin barm. Í ljós kemur að löngun okkar til að setja ofan í við annað fólk minnkar verulega og/eða hverfur og er góð leið að velja sér. Gerum það sem rétt er og lærum að fylgja ítarlega orði Guðs.  Farsælt.

Eins og einn sagði eitt sinn: „Syndir annarra manna og kvenna eru bara svo æpandi.“- Í auðvitað í gríni en samt nokkrum sannleika.

Í Rómverjabréfinu spyr Páll einstakling hví hann fræði ekki sjálfan sig úr því að hann telji sjálfan sig svo vel hæfan til að fræða annað fólk um hvernig verkin skuli gerð í Guði. Páll telur upp fullt af atriðum í fari mannsins sjálfs og hvetur hann til að byrja sína vinnu þar og koma svo og kenna öðru fólki réttu aðferðina. Menn verða að vera það sjálfir sem þeir kenna. Drottinn mun ekki horfa í gegnum fingur sér með neitt sem menn, sitt fólk, aðhefst rangt. Kannski að Páll hafi séð eitthvað í fari einstaklingsins sem orki tvímælis. Og syndin horfir þangað. Jesús lifir! Amen.

 

 

 

 

  1. september 2024. (b)

Þegar Yoko Ono, ekkja John Lennon, varð raunveruleiki í mynd Bítlanna brugðust margir ókvæða við og fannst hún ryðjast inn á svæði sem henni kæmi ekki við. Það á sinn hátt er rétt metið því Bítlarnir höfðu gert sín á milli merkilegt samkomulag um að einungis þeir, það er hljómsveitin, tæknimenn og upptökulið, yrði með þeim í hljóðverinu á meðan þeir enn væru þar að æfa og hljóðrita og reikna með að rata á nýja hljómplötu. Gekk með þessum hætti á flestum hljómplötum þeirra að samkomulagið er virt. Sé maður í vinnunni sinni er maður í vinnunni sinni og lætur vinnuna bara duga. Eftir lok vinnudags yfirgaf hver bygginguna og hélt, segjum til síns heima eða skrapp á næstu krá eftir glasi af Guinness-bjór sem er dökkur bjór sem oft er seldur á krám og börum í lítraglösum. Vinsæll bjór þessi Guinness-bjór en bragðvondur, minnir mig. Hvað varðar Bítlaliða og Guinness-bjórinn að þar er ég vitaskuld bara að skálda.

Sjálfum finnst mér þetta verk að hafa reglu á stúdíóvinnunni og hverjum sé heimilt að vera þar á sama tíma benda til nokkurra skipulagshæfileika þessara ungu manna sem skilja friðinn sem þarf að vera á slíkum stundum. Kjaftastóllinn tilheyrir öðrum stað en vinnustað manna. Snjallir strákar og margt hjá þeim sem vakti mann og vekur enn manns aðdáun.

Eiginkonur Bítlanna sáust lengst af Bítlatímans aldrei þar inni á meðan vinna í stúdíói stóð enn. Og allir lengst af sáttir. Og hver svo sem nennir né hefur gleði af að hanga yfir svona æfingum með sjálfur enga þátttöku í verkinu sem samanstanda af tómum endurtekningum jafnvel starfsdaginn til enda og inn á milli orðaskaki um aðferðir. Eins og einn sagði sem stóð fyrir utan hafnfirskt hljóðver fyrir margt löngu með haka og skóflu að vinna þar einhvers konar jarðvegsvinnu uppi við húsið með einn inni í húsinu með tengt hljóðfæri á öxlunum að æfa lag til upptöku og sá fyrir utan sagði um að maðurinn hefði spilað sama lagið allan liðlangan daginn og hann að verða vitlaus, þarna fyrir utan hús. Er verki hans loks lauk um kvöldið mátti enn heyra sama gítarspil fyrir innan. Svona getur gerst þar sem menn eru að skapa. Þá er ekki allt gull sem glóir og opinberast fullgert.

Oft hefur verið haldið fram að Yoko Ono hafi eyðilagt Bítlana og staðfesti sir Ringo Starr þetta í nýlegu viðtali við sig, sem sagt sem þá prívatskoðun.

Að því leyti til er ég sammála áliti ágæts Sir Ringo að koma ágætu konunnar þangað inn fyrir nær að rugga Bítlabátnum og gera nokkuð hressilega og máski að sínu leyti flýtt fyrir þessum endalokum frægustu og virtustu hljómsveitar veraldarinnar, sem eftir á að hyggja var óumflýjanlegt verk, og einkum vegna gríðarlegrar stærðarinnar sem orðið var á öllu þessu bítlabatteríi sem á sér enga samlíkingu í víðri veröld. Ég segi og held því fram að stærðin á þessu hafi að lokum grandað, fjarlægt, kannski betra orð, hljómsveitina The Beatles meira en nokkuð annað sem var orðin slík að ekkert réðst við eitt né neitt. Þetta er altént myndin sem blasir við mér og hefur gert nokkur undanfarin ár og eftir að maður byrjar að kanna þetta mál og leita svara við hvernig svona lagað fær yfirleitt gerst. Einnig vitum við að Bítlaæðið, á meðan það en varði, gekk sinn sjálfstæða veg og raunverulega gekk sjálft sig til húðar árið 1970 með öllum sínum grátstöfum og ekkahljóðum. Engin manneskja tel ég að hafi komið þar að sem réði öllum úrslitum og mögulega bara að agnarlitlu leyti.

Við vitum að fólkið, aðdáendur The Beatles, ég og þú, vildi hafa þá áfram og skapa áfram Bítlatónlist sem yljar hjartarætur eins og verið hafði árin á undan en satt að segja var og er algjörlega útilokað að gæti gerst. Aftur má benda á alla þessa gríðarlegu stærð. En skemmtilegt var þetta og bjó til minningu sem enn er fersk og falleg hjá manni. Eins og einn eitt sinn sagði við mig að hann öfundaði svolítið fólk sem sjálft lifði þetta á eigin skinni. Og er ég einn af þeim. Já, vissulega er ég þakklátur.

 

 

  1. september 2024.

Jesús hefur ráð undir rifi hverju og getur leyst öll hin erfiðustu mál sem upp kunna að koma og líka gerir og eins og að drekka vatn, eins og við stundum segjum um eitt og annað verkið sem reyndist í reynd vera létt verk en til að byrja með snúið og flókið og sumir á staðnum við að fallast hendur og segja við Jesú að best sé að láta allt þetta fólk bara fara sem í kringum þá eru þá stund sem reyndust vera fimm þúsund manneskjur og senda til þorpanna í kring til að kaupa sér mat að eta til að ekki örmagnaðist það á leið til síns heima, sem ku hafa verið nokkuð löng. En fólkið hafði dvalið hjá Jesú obba dagsins og ekkert allan tímann haft til að borða.

Að fólkið sé látið fara tekur Jesú ekki undir með lærisveinum sínum og bendir þeim á að sjálfir skuli þeir gefa þessu fólki mat að eta. Og á þá við þar sem fólkið er statt á því andartaki þarna úti í óbyggðunum. Sem vonlegt er bregðast þeir við með sama hætti og ég og þú munum gera undir sömu kringumstæðum og byrja á að benda Jesú á að þeir hafi ekki nægan mat til að metta með þennan gríðarlega fjölda í kringum sig.

Er Jesú spyr hvað þeir hafi telja þeir upp nokkur brauð og fáeina smáfiska og töldu þetta eitt og sér nú duga skammt, sem allir auðvitað sjá í hendi sér að er rétt metið og geta tekið undir með að magnið sem til boða er hefði kannski mett fimm til tíu manneskjur, og varla það. Og þeir sjá í kringumstæðum sínum að risavaxið vandamál er risið úr rekkju og þegar farið að hlaðast upp fyrir framan augu sín en vita þá ekki að orðið „vandamál“ eigi ekki við. Eins og í ljós kom:

Mattuesarguðspjall 14.  16-21.

Jesús svaraði þeim: „Fólkið þarf ekki að fara, gefið því sjálfir mat.“

Þeir svara honum: „Við höfum hér ekki nema fimm brauð og tvo fiska.“

Hann segir: „Færið mér það hingað.“  Og hann bauð fólkinu að setjast í grasið. Þá tók hann brauðin fimm og fiskana tvo, leit upp til himins, þakkaði Guði, braut brauðin og gaf lærisveinunum en þeir fólkinu.  Og allir neyttu og urðu mettir. Og þeir tóku saman brauðbitana er af gengu, tólf körfur fullar.  En þeir sem neytt höfðu voru um fimm þúsundir karlmanna, auk kvenna og barna.”-

En hvað var fólkið í raun og veru margt? Vitað er að á þessum tíma voru einungis karlmenn taldir og hvorki konur né börn og líklega má bæta við nokkrum þúsundum manneskja við þessa tölu sem statt var þarna í óbyggðunum með Jesú, skoðað í þessu ljósi.

Guði er ekkert um megn og er nokkuð sem honum er umhugað að vantrúnni ég og þú vitum af, meðtökum og gerum að okkar eigin hugsun og verkum og tökum inn heilsteypta trú í stað hins sem efast og rekur í rogastans yfir einhverju sem Drottinn heldur fram og mun gerast hjá okkur fyrir afl eigin trúar á Jesú. Og við efumst ekki lengur né hneykslumst smá yfir þessum orðum af munni frelsarans: „Jesús svaraði þeim: „Fólkið þarf ekki að fara, gefið því sjálfir mat.“

Eftir að menn fara að þekkja Drottin sinn rétt rjátlast alls konar af því sem áður batt þá við efa og hik en aldrei strangt eftir að trúnni óx fiskur um hrygg og skildi á milli trúar og vantrúar í okkur. Og aftur getum við staðsett okkur fyrir framan orðin „Trúin er nauðsynleg“ sem mörgum gegnum trúargönguna hefur reynst erfitt að sjá mikilvægi og virkja með sér sjálfu þó að allt í fólkinu hrópi eftir þessu. Hver trúaður vill ekki fara rétt með, gera rétt verk í Jesú nafni og vera sjálfur ærleg trúuð manneskja? Hvað til að mynda þekkir þú margt trúað fólk sem játar Jesú en vill ekki vera með sjálfan sig réttu megin við Drottin? Líkast til enga. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

  1. september 2024 (b)

Á tímum hesta, á meðan þeir voru enn notaðir sem helstu vinnudýr í þorpum, kauptúnum, borgum og til sveita, finnst flestum bændum lítt viðeigandi að borða hrossakjöt í því skjóli hversu mikilvægt vinnudýr hesturinn var þeim. Og kannski var sannleikurinn sá að menn sultu frekar en að sækja hest út í haga, slátra og borða. Hestar voru oftast útigangs og bara teknir á hús í aftakvetrarveðrum. Eins og nærri má geta, og menn svo sem vita, þá fékk myndast sérstakur vinskapur milli hests og manns vegna nálægðar vinnumanns og bónda við sinn tamda hest en vildi á hinn bóginn fæla menn frá öllu hrossakjötsáti sem ég tel að hafi aldrei teygt sig til allra Íslendinga. Mögulega er enn til roskið fólk á Íslandi sem aldrei bragðar hrossakjöt.

Að Íslendingar neyti ekki hrossakjöts teygir sig líklega aftur til ársins 1000 er kristni var innleidd og mönnum var umhugað að losa þjóðina við allt sem tengja má þessum heiðna sið sem ríkti hér lengi vel. Í íslenskri heiðni borða menn hrossakjöt og er það því talinn heiðinn siður.

Vitað er að sumar þjóðir neyta kjöts af dýrum sem margir Vesturlandabúar hafa hjá sér sem gæludýr og liggja við fætur og koma með í göngutúr og/eða kúra blíðlega í kjöltu fólks og/eða mala sællega við eyru liggjandi á öxlum fólks. Að engum Íslendingi hvarflar að slátra þessum dýrum og nota til matar en samt enn til siðs meðal fjölda þjóða sem beinlínis rækta þessi dýr til matar og til sölu matvara og ekkert rangt við þetta.

Herra Trump gat þessa í ræðu hjá sér og notaði, sé rétt farið með, gegn innflytjendum sem talsverður grúi er af þar vestra og vakti auðvitað viðbrögð og hörð mótmæli margra þeirra þó sannleikurinn sé að í mörgum þessara landa eru hundar og kettir og fleiri svokölluð gæludýr vestrænna manna etin. Og hvað er að þessu með það til hliðsjónar að sinn hvor siður ríki í löndunum og matarvenjur misjafnar á milli þjóðerna og dýrum er slátrað til að fólk fái mett sig. Og hvort er merkilegra kjöt, lambakjöt, nautakjöt eða hundakjöt, sé málið skoðað af einhverri sanngirni? Hann er ekki mikill og skepnunum er slátrað til matar. Og hvernig nálgumst við kjötvöruna nema fyrst að slátra dýri?

Mjög er sennilegt að þetta fólk þar vestra læði sér inn á milli í þjóðarétti heiman frá sér þó að ekki fari neitt sérlega hátt og þarf heldur ekki. Að borða katta- og hundakjöt bendir ekki til einhverrar sérstakrar villimennsku fólks heldur venjanna að heiman. Sjálfur segði ég hátt og skýrt „NEI, TAKK“- við katta- eða hundakjöti. En nautasteik. Nammi namm. Sjáum við þetta?

Sumir íslenskir Spánarfarar sem voru hér í eina tíð tóku með sér reykt lambalæri og saltfisk til að halda sinni íslensku matarhefð hjá sér. Verkið er þekkt og ekkert um það að segja.

Og hvað segir ritningin um þetta tiltekna mál?

Postulasagan 10. 10-16.

Kenndi hann þá hungurs og vildi matast. En meðan verið var að matreiða fékk hann vitrun.  Hann sá himininn opinn og hlut nokkurn koma niður, líkan stórum dúki. Var hann látinn síga til jarðar á fjórum skautum.  Þar voru á alls kyns ferfætt dýr, skriðdýr jarðar, svo og fuglar himins. Og honum barst rödd: „Slátra nú, Pétur, og et!“

Pétur sagði: „Nei, Drottinn, engan veginn, aldrei hef ég etið neitt vanheilagt né óhreint.“

Aftur barst honum rödd: „Eigi skalt þú kalla það vanheilagt sem Guð hefur lýst hreint!“  Þetta gerðist þrem sinnum og jafnskjótt var hluturinn upp numinn til himins.”- Sjáum við mögulega hundinn hér og köttinn og aðrar skepnur sem við viljum ekki borða en Guð gefið heimildina?

 

 

 

 

  1. september 2024.

Þegar menn hafa eignast trú vaknar með þeim löngun til að vita meira um það sem þeim nú hefur verið afhent. Fljótlega skilja þeir að þetta er prívat gjöf til þeirra og löngun vaknar til að varðveita og fara vel með þessa gjöf. Hvert sem gangan á eftir leiðir fólk að þá er þetta byrjunarhugsun hverrar manneskju sem eignast hefur trú. Menn skynja eitthvað nýtt kvikna innra með sér sem þeim þykir áhugavert sem þessar nýju víddir hafa lokið upp.

Þær eru þó engar nýjungar og hafa alltaf verið þarna en verða alveg nýjar fyrir einstaklingi sem þekkir ekkert annað en það sem hann bjó við en missti áhugann á. Þetta nýja hefur gripið hann og fangað og birtir honum sannleika málsins og nokkuð áhugaverðari hinum.

Að svona skuli gerast er af engu öðru en hulunni sem dregin er upp fyrir framan hvern einstakling sem sér ekki allt og bara hluta þess sem er og hlið blekkingarinnar sem hann fæddist inn í veröld sem var ekki en kom og Kristur fékk gert sitt til að afhenda föðurnum aftur fyrir menn svo Guð gæti eytt gömlu veröldinni og skilið sína veröld eftir. Ritningarversin segja: „Sjá! Hið gamla er horfið, nýtt er orðið til”-og gerir einhvern veginn svona og talar við manneskju sem opinberunin er komin til og opinberar henni að hafa alltaf verið til. Ekkert er nýtt undir sólinni er staðfestingin.

Guðsríkið eitt blífir og heldur velli og opinberunin sem yfir manneskju er komin staðfestir þetta og segir við einstakling: „Þú ert hólpin”- Stórkostlegt hreint. Það er blekkingarveröldin sem við fæddumst inn í sem fellur en ekki Guðsríkið sem varir til eilífðar og kom á undan hinni veröldinni.

Vissulega er ríki Satans veruleiki og um leið staðreynd. En þá er gott að átta sig á að það ríki varð fyrst til við fall mannsins við skilningstré góðs og ills í aldingarðinum Eden og sló hulu yfir ríkið sem fyrir var og við sem erum endurfædd viðurkennum að sé Guðsríkið komið fram í öllu sínu veldi og það ríki hafi aldrei farið neitt en manninum blinduð sýn til þess. Munum! Ríki Satans varð til við fall mannsins en var ekki fyrir þann tíma og er það áhugaverð hugsun.

Þetta ríki er enn virkt og gerir sama og verið hefur og er hlutverk ódamsins. Svo sem ekki stórmannlegt sem menn geta tekið undir sem skilja málið og taka líklega undir merkinguna að það að stela, slátra og eyða og hafa sem sitt sérstaka markmið bendi ekki til mikils drengskapar. Þetta er raunveruleg mynd af miskunnarlausu ríki Satans og blasir við hvert sem menn horfa og birtir röð eyðilegginga og tortímingar mannslífa eins og flugur. Allt vegna þess að þeir skilja ekki hjálpræði Jesú og er meinaður aðgangur að þeim skilningi með skipulegum hætti. Satan sem rændi hér völdunum notast við lygar, blekkingar og fagurgala. Ekki gleyma fagurgalanum í þessu. Fagurgali er enn notaður til að ota að sínum tota. Um fagurgalann og árangurinn af honum veit Satan allt og líka að hann muni ekki standa við neitt sem fagurgali segir. Stela, slátra og eyða er því enn markmið hans.

Skoðið þessu til staðfestingar útlitið á veröldinni. Og hvað sjáum við? Hvað nema eyðileggingu af tómu miskunnarleysi vegna inngripa hugvits mannsins sem gerir sjálfan sig að guði en skilur ekki að er um leið beinn vilji Satans sem er í stríði við lifandi Guð og notar afvegaleitt fólk til sinna verka. Já, Guð notar fólk og birtingarmyndina hið góða, fagra og fullkomna gegnum trú síns fólks. Munum! Satan notar líka fólk sem birtir það sem í hjarta hans býr og það sem þá opinberast er: Stela, slátra, eyða. Við sjáum að verk Satans eru algjörar andstæður við lifandi Guð. Völdum sínum er hann staðráðinn í að halda hvað sem tautar og raular en sleppir þeim er raust Guðs talar sinni hárri raustu. „Nú er tíminn.“ Þetta er andlegt stríð. Amen.

  1. september 2024 (b)

Frans, núverandi páfi í Vatíkaninu Róm, er nokkuð skeleggur maður sem oft talar tæpitungulaust um mál sem hann telur ástæðu til að impra á við fólk. Hann nefnir fóstureyðingar og hina sem vilja alla útlendinga burt úr löndum sínum og líkir þessu saman sem jöfnu.

Þetta er mjög hæpin samlíking. Nema menn gefi sér það að allt fólk sem ákveður að færa sig til með þessum hætti á milli landa sé að flýja að heiman fyrir beina lífshættu. Vissulega er þetta til staðar líkt og verið hefur gegnum tíð og aldir og hægt í því ljósi að skilja samlíkinguna. En svona er samt ekki allur sannleikurinn og margir til að mynda hingað komnir beint vegna óhagstæðrar eigin fjárhagsstöðu heima fyrir og að hafa litla og kannski enga möguleika til að breyta þessu svo neinu nemi hjá sér. En menn verða að gæta sín á að rugla ekki tveim ólíkum málum saman.

Tökum sem dæmi allt þetta bátafólk sem reynir að komast í óleyfi til annars lands og mest yfir til Bandaríkjanna. Eftir hverju er þetta fólk oftast nær að slægjast? Hverju öðru en betri fjárhagslegri stöðu fyrir sig sjálft og um leið betri skilyrðum til að lifa betra lífi þar sem það er niðurkomið. Þetta er nokkuð sem til að mynda Bandaríkjamenn hafa í töluverðum mæli þurft að glíma við í gegnum áratugina og að sjá ekkert lát er á enn.

Þar sem hins vegar bein lífshætta blasir við fólki við að snúa aftur heim horfir málið allt öðruvísi við og að senda það beint í opinn dauðann er litlu betra en fóstureyðing í verki. Undir slíka samlíkingu ágæta páfans má vel taka en samt örlítið erfiðara verk að alhæfa neitt um þetta mál og setja alla flóttamenn veraldar undir einn og sama hatt vitandi betur og að margt af þessu fólki, svo sem ágætu og allt það, leitar betri fjárhagslegra kringumstæðna fyrir sig sjálft. Margir menn hafa þegar áttað sig á þessu og reyndar sífellt fleira fólk. Þetta má þakka í því skjóli að öll meðvirkni er hrein andstyggð.

Ekki rugla ólíkum málum saman og skiljum að fóstureyðingar séu eitt og flóttamannafaraldur veraldarinnar annað og að erfitt sé að tengja þetta saman með einum sanngjörnum hætti. Samt er í lagi að tala á þennan veg og að velta málinu upp.

  1. september 2024.

Frá því að Kristur kom til jarðarinnar hefur mannkynið haft lausn fyrir sig sjálft. Lausnin felst í trúnni á hann sem sendur var hingað. Við vitum nafn hans og þekkjum sum hvert verk hans og vitum hvers hann sé megnugur fyrir trú okkar. Allt er fyrir trú sem og staðfestir um leið hversu trúin sé nauðsynleg. Enginn er þar undanskilinn. Allir menn hafa því von um að verða náðaðir inn í ríki Guðs og fái lifað með honum eilíflega. Ekki lítil fyrirheit þetta. En hver sér þau?

Syndin vefur eitt og hvert okkar sínum köldu örmum og heldur Kristi frá okkur þangað til náð Guðs og miskunn kemur. Þá líka sviptist burt hulan af þessu stórkostlega verki Guðs og það opinberast fyrir okkur hversu stórfenglegur Guð er og gjöf hans Jesú. Og við fyllumst þakklæti fyrir vonina sem nú hefur fengið að hreiðra um sig í hjarta okkar og ýta út því sem aldrei sá neinn Guð og gerði sjálfan sig að guði. Vá! Gerist guðinn aumari?

Við verkið fellur litla auma holdið okkar til jarðar og við rísum upp sem ný sköpun í Jesú, svo sá frasi sé endurtekinn. Þetta er bestu býtti hvers einstaklings sem eftirleiðis viðurkennir atburðinn og segir að ekkert betra en þetta hafi gerst í sínu lífi. Heimurinn skilur ekki svona og talar áfram um gagnsleysi trúar og telur hana fyrir alls konar „framförum“. Öllu má nafn gefa. Að eyða fóstri telst til vissra framfara um rétt einstaklings til að velja og hafna sjálfur þó að allt heilbrigt í okkur segi okkur að sumt eigi að hafa sinn eðlilega framgang. Svona nú höfum við fjarlægt okkur sannleikanum að við skirrumst ekki við að koma gegn fólki sem talar með öðrum hætti en rétttrúin fer fram á sem þó talar beinlínis með augljósu ranglæti og kennir hreina háspeki. Allt lygar Satan sem er bannað að bera fram nokkurn sannleika. Merkilegt. Já, í meira lagi en skýrist með orðunum um að hvað sannleikann áhrærir sé Guð sjálfur með allan einkarétt sínum megin. Munum! Guð hefur útilokað Satan frá öllu sem Guðs er og Jesú skjöldurinn þar. Þetta verk lifandi Guðs er aflið sem opinberar fólki tvö aðskilin ríki með skýrum og skilmerkilegum hætti og opinberast í trúnni á Jesús. Sem þá tekur við hjá því. Jafnvel það að sjá þetta með þessum hætti er verk Guðs sem birtir fólki sannleikann. Jesús er besta Guðs gjöf til mannanna. Allt í Biblíunni. 

Lúkasarguðspjall  12.  2-3.

Ekkert er hulið sem eigi verður opinbert né leynt er eigi verður kunnugt.  Því mun allt það sem þér hafið talað í myrkri heyrast í birtu, og það sem þér hafið hvíslað í herbergjum mun kunngjört á þökum uppi.”-

Sumir menn þakka sjálfum sér alla gæfu sem yfir þá hefur komið og eru þá um leið að burtskýra algóðan Guð, sem er alþekkt verk á meðan vitundin um Guð er lítil og engin né rétt. Það er ekki fyrr en eftir að Jesús verður staðreynd að allt þakklæti færist frá sjálfinu og yfir til hans sem ber þetta þakklæti Jesú. Enginn maður ber mikið af þakklæti þó að viðkomandi þakki sjálfum sér alla velgengni sína og hætti öllu slíku þegar þekkingin á Guði og verkum hans fæðist fram í hjartanu. Og viðkomandi mun lofa Guð en ekki lengur sjálfum sér eða klára karlinn.

Viss djörfung manna fæðist fram er trúin fær að staðfesta sig og maðurinn hefur þegar viðurkennt tilvist Jesú sem bjargræði sitt, hjálpræði sitt og höfund alls góðs í sínu lífi og hefur lært að setja sjálfan sig neðar á listann og breytir eftirleiðis samkvæmt sannleikanum sem hann orðið veit nokkur skil á og gefur Jesú einum þakkirnar. Engir menn hafa lengur sama sess og Jesús. Væri listi gerður yfir skakkaföll einstaklings verður listinn langur. Um þetta veit Jesú manna best og hvetur sitt fólk til að horfa ekki í þetta heldur elska allt fólk og er ágætt upphaf til að þakka honum sem þakkir ber og byrja að keppa eftir því að færa Jesú þakkir fyrir velgjörðir og að lyfta upp nafninu Jesús. Og vissulega lifir Jesús! Hann lifir eilíflega! Amen.

 

 

 

 

  1. september 2024.

Kirkjan hefur hlutverk í dag sem endranær. Hún stendur vörð um verk Jesú í lífinu og heldur verkum Jesú og orðum gangandi í mannhafinu. Orðið er kirkjan og samkvæmt orði Guðs ert þú, endurfædd manneskja, kirkjan. Þessu til staðfestingar fékkstu heilagan anda sem gefur þér rétt til að tala út orð Guðs gegnum munn þinn hvenær sem á þarf að halda og vegna þess að vera sendur af honum sem þú þjónar. Og okkur sem trúum er boðið meira og höfum engar áhyggjur. Sigurinn er fyrir fram merktur okkur og með þeim hætti munum við einnig yfirgefa svæðið sem við stígum inn á og gerum samkvæmt vilja Guðs. Allt snýst um hlýðni við boðskap Jesú. Ég þarf að vita hverjum ég tilheyri og hverjum ég þjóna. Söfnuðurinn er annað. Hann er staðurinn sem við hittumst á og lofum Guð sameiginlega og gerum vikulega og oftar. Fer eftir dagskránni sem hvert og eitt kristilegt samfélag hefur.

Þarna gegnum tíðina höfum við svolítið skekkt myndina og gert sjálfum söfnuðinum hærra undir höfði en honum er ætlað. Í honum viljum við fá kennsluna, þar viljum við eiga gott samfélag og eiga margar góðar stundir saman og eigum en leggjum ekki alveg jafn mikla áherslu á hvað taki við hjá hverju og einu okkar er því sleppir og hvert og eitt okkar heldur heim á leið. Trúin ætti líka að fá að vera með á þeirri leið og vara milli stunda.

En er ég að þroska mína trú með þeim hætti að hún geti bent mér á akkúrat þetta á öllum tímum dagsins eða ætla ég að bíða með allt þetta trúardæmi mitt þangað til næsta stund í söfnuðinum hringir inn? Ég veit það ekki en reyni hvað mig sjálfan áhrærir að hafa málin skilvirkari en þetta og viðurkenni að stundirnar á hverjum sólarhring séu tuttugu og fjórar en ekki tæpar tvær klukkustundir í viku hverri.

Orðið boðar ekki þetta og segir við mig berum orðum: Jesú og ég saman séum málið. Já, í tíma og tíma séum við tveir samferða. Hvað er tími og ótími? Alltaf.

Það er með þeim hætti sem stundin í kirkjunni raunverulega hætti aldrei og hélt áfram og tók við er henni sleppti. Og svona vill Jesú að verkin gangi. Það er með þessari aðferð sem öll hlé og allar pásur hverfa úr vegi trúargöngunnar og hún ein blífir í hvort sem er mínu eða þínu lífi. Trúarganga okkar verður þá fyrst heilsteypt ganga og markviss ganga með engum merkjanlegum hléum í sér og er árangurinn af að hafa loks séð verk Krists og hugsun Krists rétt. Þú ert manneskjan sem sást þetta og tókst ákvörðun um að sleppa ekki sýninni frá þér og lærðir að standa á þinni ákvörðun. 

Mattuesarguðspjall  10.  37-39.

Sá sem ann föður eða móður meir en mér er mín ekki verður og sá sem ann syni eða dóttur meir en mér er mín ekki verður.  Hver sem tekur ekki sinn kross og fylgir mér er mín ekki verður.  Sá sem ætlar að finna líf sitt týnir því og sá sem týnir lífi sínu mín vegna finnur það.”- 

Hér er skörulega mælt og tekinn af allur vafi um hvað Kristur vill sjá í mínu og þínu fari að er alger hlýðni við boðskap sinn og hiklaust ganga fram veginn með Kristi. Þetta eru gæfusporin sem hver maður skal fara og upplifa um leið þessa gæfu fyrir sig sem því fylgir að fara eftir fyrirmælum Jesú.

Við verðum að muna að allt svona er algerlega að frjálsu vali mínu, sem valdi að fylgja fyrirmælum Jesú og geri að mínu leyti fullkomlega sáttur. Það er þarna sem sjálf trúin sýnir afl sitt hvað gleggst. Trú er afl.  Hún en er hvorki máttlaus og hjálparþurfi.  Ég þarf trú og trúin þarf mig.  Svona virkar þetta.  Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

  1. september 2024 (b)

Engum dylst lengur að forsetakjör er það næsta af stóru málunum úti í hinni mjög svo stóru Ameríku. Tvær manneskjur eru í framboði þar vestra eins og bandarísk lög gera ráð fyrir og er önnur manneskjan herra Donald Trump, fyrrum forseti Bandaríkjanna, og hin frú Kamilla Harris. Kappræður fóru nýlega fram á milli frambjóðendanna tveggja og keppast fréttir heimsins við að mæra árangur frú Kamillu og segja hana hafa komið betur út úr þessum svokölluðu kappræðum framboðanna og á hinn bóginn keppast þær við að setja niður verk og orð herra Trump, sem kann víst ekki að segja neitt nema ósatt á meðan flestir aðrir menn tali bara sannleikans orð. Hver trúir þessu og hverslags málflutningur er þetta? Talið er að kappræðurnar vegi þungt í kosningunum fram undan þar vestra. Sjálfur tel ég þær vera ofmat á stöðunni og ég styð orð mín með því að segja að fólk sé ekki fífl og vegi og meti sjálft allan árangur og sé óútreiknanlegt í endanlegri niðurstöðu.

Sjálfur segir herra Trump að öndvert við mótframbjóðanda sinn frú Kamillu hafi hann (Trump) ítrekað verið stöðvaður af þáttarstjórnanda, var það ekki einhver Kenydianna?, og leiðréttur en mótframbjóðandinn aldrei og taldi slíka framkomu óheiðarlegt verk. Undir þetta má vel taka ef rétt reynist. Sé allt með felldu eiga svona kappræður auðvitað að snúast um mál tiltekinna framboða en blanda ekki inn í það séráliti einhvers þáttastjórnanda sem augljóslega hefur misskilið hlutverk sitt og telur sig hafa vald til að slá á fingur manns og leiðrétta eftir berum hug og setja sig á nokkuð háan hest, finnst manni nú.

Engum blandast lengur hugur um að Donald Trump sé kristinn maður sem ann kirkju og kristni og mun því styðja málefni hennar í embætti forseta Bandaríkjanna ásamt því að styðja áfram Ísrael eins og hann prívat hefur gert og einnig bandarísk stjórnvöld frá stofnun Ísraelsríkis 1948.

Gleðilega fregnin í þessu öllu saman er að æ oftar heyrir maður yfirlýsingar mætra og vel kynntra leiðtoga kirkna í veröldinni sem leggja til orð og blessa í raun framboð herra Donald Trump vegna stöðu hans, einkum á akri Guðs. Sannleikurinn er að mönnum er nánast ekkert lengur heilagt og kirkjan telur margt af þessu fólki ekki nokkurn akkur í að hafa. Í hverju er þá akkurinn sé kirkjan ekki lengur áhugaverð? Í sjálfu sér kannski?

En við kristnir, vænti ég, höfum ekki áhyggjur og vitum að allt lýtur höfðingjadómi Jesú Krists sem er með örugga hönd á bagga. Styðjum fólk sem styður Krist og alla um leið kristni.

Munum. Nái herra Trump meirihluta atkvæða í nóvember 2024 getur hann ekki gegnt embætti forseta Bandaríkjanna nema eitt kjörtímabil. Hver forseti samkvæmt landslögum þar vestra situr að hámarki tvö kjörtímabil og þarf þá að hætta.

  1. september 2024.

Þegar maður les ritningarnar sér maður fljótt atriði sem segir manni að Jesús sé ekki bara einhver karl á ferðinni heldur eitthvað alveg sérstakt sem hvergi sé að finna nema í honum.

Hver svo dæmi sé tekið, veit hugsanir annarra manneskja og skynjar þær og les, má segja reiprennandi, nema Jesús?

Mattuesarguðspjall 9.  2-6.

Þar færa menn honum lama mann sem lá í rekkju. Þegar Jesús sá trú þeirra sagði hann við lama manninn: „Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar.“

Nokkrir fræðimenn hugsuðu þá með sjálfum sér: „Hann guðlastar!“

En Jesús þekkti hugsanir þeirra og sagði: „Hví hugsið þið illt í hjörtum ykkar?  Hvort er auðveldara að segja: Syndir þínar eru fyrirgefnar, eða: Statt upp og gakk?  „En til þess að þið vitið að Mannssonurinn hefur vald á jörðu að fyrirgefa syndir þá segi ég þér,“ – og nú talar hann við lama manninn: „Statt upp, tak rekkju þína og far heim til þín!“-

Hér kemur vel fram að Jesús er enginn venjulegur maður heldur einstaklingur sendur frá Guði til jarðarinnar að vinna verk sem enginn maður hefur áður gert og eru opinberuð í þessum tiltekna einstaklingi og þessum orðum Jesú: „Hví hugsið þið illt í hjarta yðar?“ Áttum okkur á að mennirnir gáfu engum í kring neitt upp um hug sinn til orða Jesú. Einnig vitum við að ógerlegt er fyrir menn að fá greint pælingar manna nema þær komi fyrst út um munn þeirra. Og þetta veit allt fólk og þakkar líklega fyrir að svo sé. Hver okkar kærir sig um að heyra allar hugsanir annarra manna? Varla margir. Er okkur það enda ekki gefið.

Jesús sem sagt eftir komu sína til jarðarinnar þverbrýtur inn á milli allt sem við renndum áður ekki grun í en opinberast í Kristi að hann fær heyrt hugsanir fólks. Mikil opinberun og hjálpleg trúnni.

„Eru þá ekki öll sund lokuð fyrir okkur?“- má nú spyrja sig. Í raun og veru er svo og gert heyrum kunnugt þarna af Jesú. Að átta sig á þessu er gríðarlega trúarstyrkjandi og öflugt vopn fyrir hverja trúaða manneskju. Að vita að til að ná betri tökum á sér sjálfum á göngunni um lífsins veg þarf aukna vitneskju um eitt og annað. Og hvaða verk okkar hefst ekki fyrst sem hugsun í höfðinu? Það er því fullkomlega rökrétt að Jesú viti hugsanir manna til að bæði menn varpa óæskilegum út áður en hugsun verður verk og firra fólk vandræðum síðar meir af þessu verki sem hugurinn kveikti og engin nema einstaklingurinn veit um en sér núna að Jesú veit einnig allan svona þanka fólks. Í þessu er meira hjálpræði en margan grunar sem staðfestir að Kristur gerði allt fullkomið og lokaði um leið hring.

Nú skiljum við betur merkingu þessara ritningaversa?

1 Korintubréf  10.  4-5.

“því að vopnin, sem ég nota, eru ekki jarðnesk heldur máttug vopn Guðs til að brjóta niður vígi.  Ég brýt niður hugsmíðar og allt sem hreykir sér gegn þekkingunni á Guði og hertek hverja hugsun til hlýðni við Krist.” - Máski er þetta í fyrsta sinn sem nákvæmlega þessi kennsla um mátt hugans er sett fram í eyru fólks því að margir heyrðu orð Jesú sem hann beindi til þessara tilteknu einstaklinga. Þó að ekkert segi um það má gera ráð fyrir að mennirnir hafi lært nýja lexíu. Verum í liði með Drottni og höldum okkur þar.  Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

  1. september 2024.

Fram kemur í orði Guðs að Drottinn velur fólk sjálfur til að starfa með sér. Með öðrum orðum að þá getur enginn komist í lið hans nema hann samþykki ráðið. Þetta segir Drottinn við okkur berum orðum og hvert og eitt okkar sem tilheyrum Jesú í dag erum öll ákvörðun hans en ekki okkar eigin ákvörðun um að vera með. Eitthvað innra með okkur vaknar við kallið og fær okkur til að samþykkja þetta val Drottins. Munum þetta. Val Drottins.

Að ég megi kalla mig liðsmann Jesú hefur ekkert með mig sjálfan að gera. Þetta hefur allt með Jesú að gera. Að heiður minn af að hann valdi mig en ekki aðra manneskju til að fylgja sér er engin. Gott að minna sig á sumt og muna sumt ævi sína á enda, hvernig þetta allt er til komið. Af hverju? Það er augljóst að vegna hrokans sem býr í hjarta hverrar manneskju og getur kviknað með henni hvenær sem er fái þetta aðeins réttar aðstæður til að blása sig út. Við vitum að sumt fólk blæs sig út af engri eða litlum ástæðum og heitir í Biblíunni hroki. Jesú einum ber allur heiður og vilji hann heiðra eitthvert okkar, nú að að þá bara gerir hann það.

Matteusarguðspjall 8. 18-22.

En þegar Jesús sá mikinn mannfjölda kringum sig bauð hann lærisveinunum að fara með sig yfir vatnið.  Þá kom fræðimaður einn til hans og sagði: „Meistari, ég vil fylgja þér hvert sem þú ferð.“

Jesús sagði við hann: „Refar eiga greni og fuglar himins hreiður en Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla.“

Annar, úr hópi lærisveinanna, sagði við hann: „Drottinn, leyf mér fyrst að fara og jarða föður minn.“

Jesús svarar honum: „Fylg þú mér en lát hina dauðu jarða sína dauðu.“-  Á hvað horfum við?

Hér sjáum við mann koma til hans og biðja hann um að fá að vera með en hann fékk ekki leyfi hans. Af hverju ekki? Ekki er gott að segja en ritningaversið áréttar að enginn stjórnar Jesú nema Faðirinn einn og að Jesús sjálfur velur í sitt lið og gerir samkvæmt vilja föður síns. Ljóst er að þeir starfa saman og eru eitt, alveg eins og Drottinn vill að við sem erum valin séum eitt með Jesú. Við höfum fyrirmyndina í sjálfum Jesú sem sjálfur staðhæfir að aðhafast ekkert nema það eitt sem hann sjái Föðurinn gera. Að lexían sé tiltæk.

Er þá ekki allt bara í himnalagi og fólki við engri hrösun hætt? Í raun og veru eru þessi mál með þeim hætti vaxin en gerast ekki hjá fólki nema trúin taki yfir allan vilja manneskju. Þá fyrst, og mögulega, gerast verkin hjá okkur eins og hjá Jesú sem framkvæmir eftirleiðis það sem hann veit að er vilji Jesú. Að ganga veginn með Kristi er viss lærdómur sem eftirfylgjendur hans tileinka sér en munu ekki gera nema fyrst að taka ákvörðun um það atriði. Og af hverju öðru en óhlýðni við vilja Guðs falla menn um eigin fætur og liggja marflatir eftir og sumir helsárir? Það allt saman stafar af frelsi manneskju til að velja og úrskurða sjálf hvernig líf hún lifir. Hvað vill þetta segja mér. Lærðu að vera ábyrg manneskja og ábyrgðin kemur eftir því sem skilningurinn á hvað trú sé vex með einu og hverju okkar.  Byrjaðu á því að hætta að stela.  Sumir kalla þjófnað sinn hirðusemi.  Að fatta þetta og allt hitt einnig tekur fólk tíma.  Látum af öllum löstum.

Jóhannesarguðspjall 14.-   12.  “Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem trúir á mig mun einnig gera þau verk sem ég geri.  Og hann mun gera meiri verk en þau því ég fer til föðurins.”

Trúum og treystum drottni Drottna.  Jesú lifir!  Hann lifir!  Amen. 

  1. september 2024.

Eitt sem Biblían ítrekar við fólk sitt er að hafa engar áhyggjur. Hugsið ykkur gæðamuninn. Augljóst er hvers vegna orðið talar með þessum hætti að það veit að ótal margt hjá okkur kemur áhyggjum af stað sem orð Guðs segir að við skulum ekki hafa og að hann muni vel fyrir sjá. Orðin eru þar til að auðvelda okkur fólkinu lífið en syndin reynir allt sem hún getur til að við förum ekki þessa leið með okkur sjálf né eigum góðan dag. Og við vöxum í trúnni. Er þetta ekki áhugavert? Mjög svo og vitum.

Aftur komum við að orðunum um hversu trúin sé nauðsynleg og að allt sé þetta fyrir trú.  Orðið trú lokar hringnum.  En sjálf ráðum við hversu vel trúin virkar. Ástæða bardagans við trúna eru áhyggjur sem oftar en hitt eru stormur í vatnsglasi. Skoðum þessu til staðfestingar málin aftur í tímann. Guð er eins í dag og mun leysa málin með okkur og fyrir okkur. Hann hefur ekki gefist upp við að útbúa okkur gott líf. Við í annan stað þurfum trú til að fá séð hann í verkinu. Hér sjáum við að glíma okkar er áþekk milli daga og stendur um sama. Að halda trú vorri vakandi.

En til að allt sé eðlilegt og fari og vinnist eins og ætlast er til þurfum við að byrja á byrjuninni. Skoðum hana.

Matteusarguðspjall 6.  24-27.

Enginn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón.

Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufull um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er lífið ekki meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin?  Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim?  Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn?- Hér sjáum við byrjunarreit trúargöngu hverrar manneskju. Er þetta nú alveg svona einfalt? Endalausa afsökunin gæti svo spurst.

Við veljum sem sagt að þjóna aðeins einum herra og vitum að mörgum herrum standi okkur til boða að þjóna en eftir að trúin er komin til skjalanna ýtum við þeim öllum frá okkur og horfum til Jesú eins og er fyrsti sigur trúargöngu okkar.

Sem sagt. Við viljum ekki flækja málið meira fyrir okkur og lendum lífi okkar á velli Drottins og lærum eftirleiðis af honum og miðum allt okkar framvegis við lærdóminn sem við getum lært og er beint kominn frá Jesú. Svakalega að okkar áliti öflugi og flotti pastorinn er ekki Guð. Afburða góði fæðarinn í Jesú er enginn Guð og heldur ekki manneskjan sem að sjá aldrei misstígur sig neitt. Við horfum ekki á þetta heldur beint á Jesú. Og þá fyrst er okkur ekki við neinni hrösun hætt. Ekki fyrr.  Orðið segir sjálft að enginn geti þjónað tveimur herrum. Það hvetur okkur til að velja. Ekkert er Guð nema nafnið Jesú. En allt hitt fólkið er þarna með okkur í söfnuðinum og verður þar áfram ásamt okkur hinum. Þessu verður ekkert breytt. Aðeins einn aðili er aðgreindur í hópnum. Og við vitum að þessi maður er Jesús og að hann reis upp frá dauðum og settist við hægri hönd Föðurins og stofnaði kirkjuna sem við í dag tilheyrum og þjónum mörg til.

Maðurinn Jesús við upprisuna umbreytist í drottin Drottna og er þar með aðgreindur frá öllum mönnum. Með sama hætti aðgreina menn Jesú frá öðrum mönnum og horfa á hann sem stakan einstakling með allt vald á himni og jörðu. Þetta kemur í veg fyrir að neitt okkar blandi öðru fólki inn í þetta mál og standi jafnfætis Jesú. Kristur er einn. Þetta er eftirsóknarverðasti trúarsigurinn. Einföldum trúna fyrir okkur. Við getum það. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

  1. september 2024.

Að lesa Nýja testamentið gefur okkur réttan lærdóm um verk Jesú og við munum að Drottinn er aðilinn sem valdi okkur til að fylgja sér en við ekki hann. Þessu er mikilvægt að átta sig á. Fyrir svo utan það að vera sannleikur. Jesús er sannleikurinn og lífið.

Um þetta hefur lengi verið deilt og ljóst að ekki er allt fólk gefið honum. Af hverju? Eins og segir! Jesús velur fólk sjálfur inn í sitt hús og höfum við ekkert um það að segja hverjir koma og hverjir koma ekki. Ef við, ég og þú, getum sjálf valið fólk inn í söfnuðina, kirkjuna, er ljóst að þá erum við einnig aðilar með burði til að losa okkur aftur við fólk sem við sjálf vildum og teljum ekki æskilegt fólk þar inni. Við sjáum að þetta er ófær leið.

En Jesús fékk sína eldskírn áður en hann gerði nokkuð annað á veginum sem liggur til lífsins og lesum við um þessa eldskírn sem hann hlaut og sjáum til að mynda í Matteusarguðspjalli þar sem segir frá þessum samskiptum og við hvern Jesú er að glíma og vinnur úr henni.

Mattuesarguðspjall 4.  3-4.

“Þá kom djöfullinn og sagði við hann: „Ef þú ert sonur Guðs þá bjóð þú að steinar þessir verði að brauðum.“

Jesús svaraði: „Ritað er: Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði heldur á hverju því orði sem fram gengur af Guðs munni.“-Væri ekki freistandi fyrir mann sem ekki hefur fengið matarbita í 40 daga að gera beiðni Satans? Alveg örugglega en ekki í tilviki Jesú sem og um leið er sönnun þess að í Jesú eigi Satan nákvæmlega ekkert. Það kemur strax fram að það er af viðbrögðum Drottins að ráða sem áfram velur að treysta Föðurnum fyrir sér og birtir mér eftirdæmi fyrir mig sjálfan að fara eftir. Hér kemur fram að Satan þekkir orð Guðs og reynir að freista son Guðs, Jesú, með Guðs orði en hefur samt allt annað en gott í hyggju. Sjá má að hægt er að nota orð Guðs í báðar áttir. Ég tel að allt sé þetta enn í gangi í mannheimum og að menn slái enn um sig með orði Guðs og geri í öðrum tilgangi en góðum og til að ná valdi yfir annarri manneskju eins og ljóst er að Satan reynir hvað Jesú varðar. Lærum af orði Guðs.

Viðbrögð Jesú eru eftirtektarverð og besta kennslan í hvernig við snúum óvininum af okkur og leysum hann af okkur. Og við gerum eins og við sjáum Jesú gera, sem beitir fyrir sig orði Guðs, gerir á réttan hátt en ekki snöru eins og vilji Satans er að gera. Nýja testamentið er sett fram til að við höfum okkar lærdóm af og hann algerlega réttan. Við megum ekki gleyma orðum Jesú á krossinum um að hann hafi gert allt fullkomið sem merkir að öruggt er fyrir okkur að fylgja ráðum hans, orðum og leiðsögn. Ég verð þá að vilja þetta og er líklega strembnasti partur trúargöngunnar og Akkilesarhæll að ég veit ekki nógu vel hvað orðið segir og hef tilhneigingu til að slukksast við að vinna heimaverkefni mín um orð Guðs. Allt af einni ástæðu. Veikleika mínum sem sér ekki alltaf gildar ástæður verkefnisins og bara endrum og sinnum.

Jesú er ekki þarna. Freistingarsaga Krists ber þetta berlega með sér. Hún gefur mér í skyn mikilvægi þess að vera sjálfur vel að mér í orðinu og nota orðið gegn Satani á sama hátt og ég sé Jesú gera. Og ég verð að muna að þeir kaflar komi upp að engin nema ég og Jesú erum tiltækir í aðstæðum sem komnar eru upp. Það er hér sem afl okkar opinberar Jesú í eigin lífi okkar og kemur hvað berlegast fram og segir okkur að hvern dag skuli nota til trúarvaxtar en ekki leik. Verkið styrkir í okkur mikilvæga og merkilega ábyrgðartilfinningu um okkar eigin þátt á trúargöngunni. Við getum ekki endalaust verið börn í trúnni og látið aðra mata okkur og fóðra. Kristur stóð einn og óstuddur á afskaplega erfiðri stund fyrir sig en er þó ekki einn. Faðirinn er með honum. Sama gildir um hvert og eitt okkar. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

  1. september 2024.

Að stærstum hluta fjallar Nýja testamentið um ósköp venjulegt og óbreytt fólk sem gegnir venjulegum störfum hversdagsins. Þetta sést skoði maður málið betur. Jesús kom til jarðarinnar til að hitta ósköp venjulegt fólk, mig og þig, og eiga við það samtal. Er það ekki annars rétt?

Hinn raunverulegi boðskapur Jesú er að opinbera þann sannleika að enginn maður sé öðrum manni æðri, meiri og né fremri og að hver maður sé bróðir minn og systir. Þessi er hugsunin með komu Jesú. Og hann gerir meira og býr til þetta sameiningartákn sem gerir hitt verkið mönnum kleift. Og sameiningin mun gerast ef og þegar við hleypum þessu nafni Jesú að í hjarta okkar sem er útilokað án nafnsins Jesú. Nýja testamentið dregur strax hring utan um þetta nafn Jesú til aðgreiningar öllum öðrum nöfnum manna og kvenna og aðskilur með einkar skýrum hætti að enginn þurfi lengur að velkjast í neinum vafa um hver sé hvers og hvurs. Að taka við svona boðskap er engum gefið fyrir fram að átta sig á. Margir koma í gegn og fátt hefur nú breyst.

Hjarta manneskju er staðurinn sem þessu nafni er ætlað staður því Drottinn veit að það afl sem ræður og ríkir yfir manneskju kemur sér þar fyrir vegna þess að það vill setjast fyrir framan stjórnstöðvar og stýra þaðan öllum vilja og taka yfir hugsanir þeirra og allar ályktanir fólks. Sætið við þessar stjórnstöðvar er enn á sínum stað eins og verið hefur frá grunni og áfram ætlað einum, Jesú Kristi. Við hins vegar vitum að af þessu varð ekki af þekktri ástæðu og þeirri að Adam og Eva, forverar allra manna, völdu rangt og gengu til liðs við sinn eina og sanna óvin, Satan, og voru fyrir vikið rekin út úr aldingarðinum Eden. Þar getur enda ekkert óhreint verið. Aldingarðurinn er þarna og þangað geta menn enn komist enn í dag einvörðungu fyrir nafnið Jesú. Þetta eru býttinn fyrir að hlýða ekki vilja Guðs. En einmitt þetta völdu forverar mannsins. Og enn velja menn ranglega og eru því áfram í blóðugum slagsmálum við Guð sinn og af þrjóskunni einni saman. Hvað er það af öðru en þrjósku að afneita ítrekað upprisu Jesú?

Matteusarguðspjall 3. 8-10.

Sýnið í verki að þið hafið tekið sinnaskiptum!  Látið ykkur ekki til hugar koma að þið getið sagt með sjálfum ykkur: Við eigum Abraham að föður. Ég segi ykkur að Guð getur vakið Abraham börn af steinum þessum.  Öxin er þegar lögð að rótum trjánna og hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og því í eld kastað.”- Ákveðin boðskapur er birtur hér og talaður hispurslaust og tæpitungulaust út.  Maðurinn sem svo mælir bendir á annan aðila en sig sjálfan og segir um að hann muni koma á eftir sér og hann, (Jóhannes) sé ekki verður þess að bera skó þess einstaklings. Og vitnar þar um Jesú og boðskap Jesú. Sjálfur segir Jesú þetta um vin sinn Jóhannes.

Lúkasarguðspjall 7. 28.

“Ég segi ykkur: Enginn er sá af konu fæddur sem er meiri en Jóhannes. En hinn minnsti í Guðs ríki er honum meiri.“- Hér vitnar Jesú til þess að Guðsríkið sé annað en ríki jarðar og að öll viðmið þar séu töluvert önnur. Gott að hugleiða

Tilgangur komu Jesú er að hrinda andstyggðinni og hroka burt úr hjarta manneskju til að máttur og meginn Jesú fái opinberast einstaklingi í dýrð. Þetta gerist án nokkurs tillits til prófgráða einstaklings sem oft lagði svo hart að sér við að eignast skírteinið og vann að verkinu hörðum höndum en náði þó aldrei þekkingunni á sannleikanum og deyr því í synd sinni. Til hvers er þá allt hitt þegar að þeirri stund kemur? Með allri virðingu fyrir öllu námi fólks. Sjáum við ekki blindu hér? Veit það ekki og bara að þetta er sannleikur. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

  1. september 2024.

Heimurinn sem við búum og lifum í er átakasvæði sem skirrist ekki við að svipta fólk lífi. Biblían greinir frá fyrsta morðinu sem framið var á jörðinni og um léttvæga ástæðu þess. Skoðum málið.

1 Mósebók.  4. 3-8.

Einhverju sinni færði Kain Drottni fórn af ávexti jarðarinnar.  Abel færði einnig fórn af frumburðum hjarðar sinnar og feiti þeirra. Drottinn gaf gaum að Abel og fórn hans en leit ekki við Kain og fórn hans. Þá reiddist Kain mjög og varð þungur á brún.  Drottinn sagði við Kain: „Hví reiðist þú og ert þungur á brún?  Er ekki svo að þú getur verið upplitsdjarfur ef þú gerir rétt, en gerir þú rangt þá liggur syndin við dyrnar? Hún girnist þig en þú getur sigrast á henni.“ 

Þá sagði Kain við Abel, bróður sinn: „Göngum út á akurinn.“  Og er þeir voru á akrinum réðst Kain á Abel, bróður sinn, og drap hann.”- Við sjáum hér ásetning Kains og að ákvörðun hans er af harla léttvægri sort, byggð á öfund og að ekkert hafi breyst og menn enn að gera með sama hætti. Af beinni öfund. Guð bendir Kain á að geri hann rétt gæti hann verið upplitsdjarfur og að með rangri hugsun leggist syndin við dyr hans og girnist hann. Að gera verk er ferill sem vel er hægt að stöðva áður en nokkur skaði er skeður. Guð bendir Kain á að á allri synd megi sigrast. Skilaboðin til mannanna eru að þeir ráði verkum sínum sjálfir og að það sem þeir geri sé þeirra eigin ákvörðun og val sem muni fylgja þeim eftir og að betra sé að hafa verkin sín góð og vita að það viðhaldi áfram góðri og hreinni samvisku. Við ráðum öllu um allt svona lagað.

Eftir voðaverk sitt er ég nokkuð viss um að Kain hafi ekki verið svo mjög umhugað um að segja öðrum frá því sem skeði með Abel bróður sinn og því ætlað sér að eiga voðaverkið með sér sjálfur. En hann eins og mörg okkar þekkir ekki Guð með sama hætti og ljóst er að Abel bróðir sinn gerir sem vildi færa Guði sínum þá bestu fórn sem hann átti til í fórum sínum og breytir með þeim hætti. Öndvert við Kain sem tíndi saman annan og þriðja flokk hjá sér og bar fram fyrir sama Guð og Abel. Það sem skilur þá að er afstaðan til Guðs, og hún ein. Orðin eru líka skilaboð til allra manna um að Guð sjái hvert okkar verk. Já, hvað sem menn aðhafast í leynum veit Guð um og er vitneskja sem gengið hefur með fólki alla tíð. Samt eru sams konar verk og hjá Kain ítrekuð unnin á meðal okkar. Sjáum við ekki hér að ein og sérhver manneskja er án afsökunar og að allt fólk geti kynnt sér og lært af orði Guðs? Það liggur því fyrir hvar skóinn kreppir. 

Mósebók  4.  9.

“Þá sagði Drottinn við Kain: „Hvar er Abel, bróðir þinn?“ Kain svaraði: „Það veit ég ekki. Á ég að gæta bróður míns?“- Við sjáum hér drengskap Guðs sem byrjar á að spyrja Kain hvar Abel sé. Af hverju? Jú, honum er umhugað að heyra svarið af hans eigin vörum og í sín eigin eyru. Við munum hvernig Guð bregst við eftir syndafallið og að svörin sem Adam og Eva gefa honum sýna glögglega að bæði grípa til afsökunar og ekki til sannleikans. Í tilfelli Kains opinberast fyrsta beina lygi manneskju sem vissi vel hvað hafði skeð en velur að þegja um það atvik. Kain veit ekki að Guð veit allt um verk allra manna sérhvern dag lífsins. Svo er enn.

Guðleysið er vel þekkt vandamál í veröldinni og er enn grasserandi á meðal okkar. Ekkert er nýtt undir sólinni. Allur vandi heimsins er af sömu ástæðu. Lifandi Guði er gefinn fingurinn.

Já, vinir! Við getum fylgt orði Guðs og farið eftir leiðbeiningum hans, leitum sannleikans og gerum án nokkurs hiks. Öruggari leið höfum við ekki og vandi landanna er sá að þau hafa hafnað leiðsögn lifandi Guðs og uppskeran er tjón sem bætist við tjón. Gott er fyrir allt fólk að muna að Jesú lifir! Hann lifir! Já, í dag. Amen.

 

 

  1. september 2024.

Orð Guðs er til að brýna eitt og sérhvert okkar. Það hvetur mann til lesturs á hverjum degi. Trúin tekur undir þessa kröfu og vilji minn einnig. Stundum tekur val mitt fram í fyrir hendur lifandi Guðs og ég sinni ekki þessu verki. Ég er þá stund of upptekin við annað. Við erum snillingar í að grípa til afsakana því afsökun er þetta og ekkert annað. Drottinn mun sjálfur gefa mér svigrúm til að gera sín verk í friði. Val mitt sker úr um vilja Guðs eða ekki vilja Guðs. Þarna birtist góð mynd af aga. Af merkilegum aganum sem Guð leggur svo mikla áherslu á fæðist margt gott. Bæði fyrir hópinn og frjálsa einstaklinga sem velja af sjálfdáðum það sem fengist er við. Guð elskar frelsi mitt og styður frelsi mitt og tekur ekki fram í fyrir hendur mínar í þessu frelsi mínu. Einfaldlega að þá er Guð minn stórkostlegur Guð. Allt vinnur þetta því saman og með vilja orði Guðs ganga verkin upp en fara allavega án vilja Guðs. Vilji Guðs í verki er tryggingin mín.

Að gera vilja Guðs er ávallt ákvörðun mín og með tímanum fer ég að þekkja betur hver þessi vilji Guðs er af lestri orðsins sem ég nem trúarfræði mína af. Allt ákvörðun mín sem vill gera vilja Guðs og hafa hann áfram í fyrsta sæti lífs míns. Einstaklingur velur með þessum hætti og veit að Jesú dó til að einstaklingur fái lifað. Guð er ekki hópur heldur einblínir hann daginn út og daginn inn á einstaklinginn. Þetta er því ákvörðun um að velja einstakling. Þetta er merkilegt og um leið mikilvægt að átta sig á því að öll viljum við ná góðum tökum og góðum takti við trúna.

Orðið fræðir okkur. Það segir okkur sannleikann og hjálpar okkur við að beygja okkur daglega undir orð Guðs. Það trampar svolítið ofan á stráknum okkar. Og gott á hann.

Og orðið gerir meira en bara að stíga ofan á hroka minn og beygja stærilæti mitt til að ég gangi heilsteyptur maður í minni trú og komin með betri og réttari skilning á mörgu sem tengist orði Guðs. Og ég viðurkenni fyrstur manna hvers vegna orð Guðs sé svo nauðsynlegt fyrir líf mitt. Og ég hætti að vera þessi þrasari sem undireins gríp til þrassins hvenær sem mér finnst vegið að mér sem er ekkert annað en mín eigin gömlu varnarviðbrögð við uppkomnum aðstæðum. Ég kann enn enga málmiðlun né hlutverkið að lægja öldur sem rísa í kring. Þetta opnar á andstyggðina, þras sem yfirleitt tekst að ýta út af borðinu ávinningnum sem kom en þrasið fjarlægði af borðinu. Ég stend keikur á minni sannfæringu og geri hvernig sem viðrar og ver til hins ítrasta allt mitt en horfi ekki í kring og sé ekki eitt og annað sem hefur gliðnað og losnað og mun hrynja, haldi áfram sem horfir. Sumt verður að breytast.

Góða stund ber okkur að varðveita og vita að hana er einfalt að eyðileggja með hvers kyns þrasi og jafnvel rifrildi um keisarans skegg og hvort keisarinn væri í fötum eða án fata.

Svona lagað getur búið til rústir sökum þess hversu erfitt getur verið að beygja sig og viðurkenna að vera þessi þrasgjarna manneskja sem oft hleypir upp fundum og vera maður þrætunnar sem aldrei almennilega hef lært né kunnað neina málamiðlun, jafn nauðsynleg og hún er öllum mannlegum samskiptum, sem viðheldur friði öndvert við þrasið sem hvarvetna þar sem það birtist breytir ljúfleika kringumstæðna í andhverfu af því einu að enn kann ég ekki að gefa eftir og stend á mínu. Og allt í kring verður að rúst og árangur sem náðist allur meira og minna fokinn út í veður og vind af öllu þrasinu. Sjáum við ekki að nákvæmlega þarna starfar óvinurinn til að eyðileggja góð verk á undan? Lærum að loka hringum með friði og, ef betra þykir, að hafa með sér breitt teip til að líma fyrir munninn með.

Stolt manns er ægilegt. Það er bítandi. Það er slítandi og andhverfa gæða sem Guð gefur manneskju og skírði auðmýkt. Hana elskum við en böslumst við að fara til og læra af henni. Brjótum stoltið utan af okkur til að Guð geti gert okkur að sínu fólki eins og við viljum og verið vinir. Stolt skal losa sig við og læra út af hverju. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

  1. september 2024.

Drottinn Jesú er nafn sem er áhugavert nafn til að velta fyrir sér og það áhugaverðasta þegar allt kemur til alls og ber af öllum öðrum nöfnum sem hér eru. Og ekkert minna heldur en það.

Sjálfur er ég stoltur af að hafa látið heimsku predikunarinnar sannfæra mig um að til séu tveir staðir sem taki við manni eftir að jarðvist manns lýkur og að bara annar staðanna tengi sig við himnaríki Guðs. Hinn staðurinn er Hel og þar er ekkert fyrir neinn að hafa og tóm einvera og einsemd fyrir allan þann fjölda sem þar er og fær nægan tíma fyrir hugsanirnar um af hverju þeir hafa misst, með samt engan möguleika á að endurheimta neitt til baka. Þetta er glötunin og um leið veruleikinn um að héðan af sé þetta staðurinn.  Þú hafnar ekki Jesú og hlærð og slæm voru þau býttin og við engan annan að sakast nema vantrú vorri sem aldrei vildi sjá ljós Jesú og lét hugann fara með sig hvert sem hann sjálfur vildi og framkvæma verk sem hverjum og einum þóknaðist hverju sinni. Og þetta er ávöxtur þeirra verka, glötunin. Við þurfum trú til að sjá verkin réttum augum og trú vor er frá lausnara mannkyns Jesú Kristi komin og hvorki mér né þér.

Tíminn til að velja Jesú er eins og áður núna. Er ég til? Já, það er ég.

Jóhannesarguðspjall 10. 1-5.

„Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem kemur ekki um dyrnar inn í sauðabyrgið heldur fer yfir annars staðar, hann er þjófur og ræningi en sá sem kemur inn um dyrnar er hirðir sauðanna.  Dyravörðurinn lýkur upp fyrir honum og sauðirnir heyra raust hans og hann kallar á sína sauði með nafni og leiðir þá út.  Þegar hann hefur látið út alla sauði sína fer hann á undan þeim og þeir fylgja honum af því að þeir þekkja raust hans.  En ókunnugum fylgja þeir ekki heldur flýja frá honum því þeir þekkja ekki raust ókunnugra.“- Samkvæmt þessum orðum sjáum við skekkjuna í að trúa áfram heimsku predikunarinnar eins og menn heimsins tala um það atriði. En hvað með það? Við erum ekki lengur af heiminum þó að við séum áfram í honum og lifum þar og störfum en samt aðskilin frá honum. Á máli Biblíunnar heitir þetta „nauðsynlegur aðskilnaður.”- Erum við til í hann? Ekki allir þegar til kastanna kemur. En ég er til í hann.

Þetta er hluti vandans á göngunni, hversu erfitt getur reynst fyrir fólk að sjá sjálft þennan mun. Allt sem við sjáum ekki sjálf getur reynst okkur afskaplega erfitt að tileinka sér. Allt vegna þess að hvert og eitt af okkur erum hugsandi vitsmunaverur sem veljum sjálf og höfnum sjálf en mögulega tökum við því eftir að hafa séð tilganginn með viðtökunni og byrjum þá að vinna með gjöfina. Til að mynda trú sem allt sem við eftirleiðis gerum eflir okkur í. Engin manneskja sem skilur trú er enn með sig sjálfan á byrjunarreit heldur steig skrefin og veit margt og miklu meira en var og af einu og öðru guðlega ljósinu sem kviknaði, sem ég og þú berum nú á skynbragð og er í dag reynsla okkar af Guði og um leið sönn og ekta reynsla.

Með hendur í skauti og að vera endalaust uppi með hugsanir um að taka sér nú á er í lítið gagn. Við þurfum trú. Lítið sem ekkert svona ljós skein á okkur í stað byrjunarinnar en kemur síðar fái bara trúin rétt og góð vaxtarskilyrði og er markmið.

Drottinn gerði allt klárt til að maður fái vaxið. Þar má finna samfélag kristinna manna og kvenna, þar færðu kennsluna sem útskýrir fyrir þér tilganginn og hvatningu til að halda áfram göngunni, þar eignastu vini með orð Guðs sem er allt í öllu hjá og læknar blindu og heimsku fólks. Blinda fólks er meiri vandi en flestir trúaðir átta sig á. Af hverju? Af hverju gera menn ekki einvörðungu allt sem er rétt? Við höfum ekkert alvöru svar við þessari spurningu nema þá kannski hana að benda á veikleika fólksins. Það breytir samt ekki sannleikanum um að við tilheyrum Guðsríkinu og dveljum þar áfram. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

  1. september 2024 (b)

Bandarísk stjórnmál eru á Íslandi daglegt umræðuefni og finnst mörgum margt til koma um þau og Bandaríkjamanninn, eitthvað sem sumum finnst skemmtilegt og eiginlega skylda sín að hnýta með reglulegu millibili í og finna margt til foráttu.

Stjórnmál þar í landi vega þungt fyrir önnur lönd vegna þess hversu ofboðslega áhrifamiklir Bandaríkjamenn eru og hafa gert mörg lönd á vissan hátt afskaplega háð sér með alls konar viðskiptum sem ganga milli landanna sem um leið eru tekjuöflun þessara þjóða sem selja þangað part framleiðslu sinnar. Allir vita að ekki er nóg að framleiða heldur liggur akkurinn í að selja og fá greiddar sínar afurðir. Auðvitað er aðilanum sem best verð greiðir selt, sýni hann traust. Þá koma til baka peningar. Og við greiðum skuldir okkar og leggjum til hliðar sparnað, sé hann fyrir hendi og allur gangur er á. 

Þó að ég reyndar þekki ekki vel nákvæmlega stöðu sölumála í þessu landi í dag veit ég að þau eru ekki sömu og hér giltu fyrir hálfri öld en kæmi ekki á óvart að nokkuð stór partur þeirra leynist enn á markaðssvæði Bandaríkjamanna.

Fyrir áratugum voru spilin stokkuð upp er menn byrjuðu að tala um óhagkvæmni þess að vera með öll eggin í einni og sömu körfu og að betra væri að dreifa þeim í fleiri körfur. Lendi þessi eina á gólfinu mölbrotna öll eggin og er það vitaskuld mynd af mikilvægi þess að gera fleiri viðskiptasamninga en bara við austur- eða vesturblokkina. Fara menn nú að snúa sér í auknum mæli til landa Evrópu og auka viðskipti sín þar. Líklegt er að Bandaríkjamenn verði áfram stærstir og með þeim stærstu á frosnum fiski og Sovétmenn, síðar Rússar, stærstir hvað varðar kaup á saltsíld þó að það sé ekki staðan nákvæmlega í dag. 

Hvert menn selji íslenska saltsíld í dag veit ég ekki en hef Svía alvarlega grunaða um að vera nokkuð stórtæka síldarkaupendur. Hvort Rússum berist íslensk saltsíld eftir krókaleiðum þekki ég ekki en viðurkenni hér með að vera undrandi á að enn hafi engin samsæriskenning orðið til um eitthvert plott á vettvangi saltsíldarkaupa Rússa við íslensk síldarsöltunarfyrirtæki og greint frá fundi karla á bak við samandregin dökk og þykk gluggatjöld sem að sjá alltaf einhverjum tekst að kíkja á bak við og hlera samtal og sjá niðurdregna hatta- og frakkaklædda karla bogra yfir borði og benda fingri á blað og tala eitthvað sem enginn almennilega man en sá er að gera, eitthvað sem enginn veit hvað er en samt talið að ráði hér öllu og alls staðar. Og við heyrum um elítu og ætt tengdri eyju út við Sundin blá. Þar ku helsti „Spottakippirinn“ vera. Merkilegt er að enginn skuli vita almennilega hvaða fólk þetta er og segja okkur hinum frá sem væri léttur leikur liggi málin svo ljós fyrir. Málið er áfram þögult sem gröfin og áfram talað undir rós. Samt segja menn að málið liggi fyrir og bara kjánar sjái ekki. Niðurstaðan koma eftir óteljandi gúgl og gúgglað sig áfram í sinni endalausu leit að afhúpun. Svo er þetta ofurgúglaða gúgl birt sem stærstur finnanlegur sannleikur. Og útkoman? Huldumenn eru hér.

Bandaríkjamenn efna til forsetakosninga í nóvember næstkomandi. Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseti og Joe Biden núverandi Bandaríkjaforseti tókust á um embættið og efndu til einnar kappræðu í sjónvarpssal sem send var beint út og kom Biden blessaður ekki vel út úr henni og þar greinilega gamall maður á ferð sem farinn er að gleyma, eins og gengur hjá fólki þegar aldurinn færist yfir, og hann viðurkennir með því að hætta við forsetaframboð sitt.

Nú takast á frú Kamala Harris og herra Donald Trump. Ljóst er að Trump er okkar maður þar vestra sem sjálfur játar Krist og styður við bak Ísraelsmanna og hefur hvatt kristið fólk til að kjósa í kosningunum í nóvember næstkomandi. Man ekki eftir neinum öðrum leiðtoga en Trump sem síðustu ár hefur nefnt sérstaklega kristna menn og hvatt þá áfram. Áhugaverð nálgun.

 

Á Vellinum.

(frið-finnur yrkir)

Hvaða er Kaninn kallinn farinn

og kyssti engan bless?

Hvað! Er og land og lund óvarin

og Lási kokk óhress.

 

 

  1. september 2024.

Að fræðast um trú, halla höfði sínu að trú, lifa trú sína, vita meira um trú sína, og maður uppgötvar að líf fólks snýst alfarið um trú og um að fylgja eftir sannfæringu sinni og svara um leið spurningunni á hverju sannfæring sín byggi. Og þar, skal ég segja ykkur, er fjöldamargt í boði.  Margt segir við mig: „Fylgdu mér.“ Sá sterkasti í bekknum er valinn. Ekki Jesú.

Að Jesú skuli fullyrða að hann sjálfur sé vegurinn, sannleikurinn og lífið og að enginn komi til lífsins nema fyrir hann er til að hjálpa mér við að velja leið dagsins þegar leiðin fer að kvíslast og bjóða mér valkosti. Heitir líka freisting sem mætir mér.

Og ég veit, og líka viðurkenni, að þessi dagur er mér sá mikilvægasti til þessa í lífi mínu vegna þess helst að vera fyrir mér óskrifað blað. Gærdagurinn bar til mín allt sem hann vildi og hirti ég það úr honum sem ég vildi. En svo er kominn nýr dagur og ég sit uppi með skó sem eru of litlir á mig. Er einn afrakstur gærdagsins sem ég sat uppi með að kveldi dags? Var plan mitt að kaupa mér of litla skó? Við vitum svarið en staðreyndin er sú að þeir eru það. Ég sit uppi með ákvörðun sem ég einn tók og get ekki með nokkrum hætti varpað yfir á einhvern annan. 

Þetta er að vera maður að framkvæma eitthvað dag hvern sem hann telur sig skorta og taldi sig gera rétt en einu númeri of litlir skór útkoman. Enginn samt heimsendir en slæmt að lenda í fyrir einstakling og útgjöld sem munu ekkert gagnast honum og segir að dagurinn hafi ekki farið alveg eins og stofnað var til að morgni dags. „Þú skilar bara skónum maður“- eru ráðin.

Á hvað er þetta að benda? Eitt fremur öðru að ekki fer alltaf allt eins og við sjálf vildum og völdum. Já, völdum. Niðurstaða verksins gekk ekki alveg eins og til var stofnað. Við þurfum Jesú til að leiðsegja okkur. Svolítið langsótt fyrir störfum hlaðin Jesú? Eða hvað? Fyrir mér er svona lagað bara góð tilhugsun að mega tilheyra einstaklingi sem vill vera með manni í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur yfir einn dag. Leiðsögn, kæri vinur. Leiðsögn er orð sem stoltur hatar og forðast. Ég enda sífellt í einhverju tjóni með mig sjálfan og í að kenna öðrum um. Fólk víst stóð ekki við sitt. En hvernig hljóðar samningurinn og hvað með undirritunina? Er ekki nafn mitt undirskrift samningsins og mín eigin rithönd? Og ég beygi mig. Alls konar gerum við og eigum samskipti við margt fólk. Við erum ábyrg okkar eigin gerða. Stingi ég mann hnífi er ég sekur. Ekki þú. Líka þó að ég reyni að flækja málið og benda á erfiðar eigin aðstæður.

Allir menn eru án afsökunar. Allir geta þekkt lifandi upprisinn Jesú og sönnunin er sú eini sem það gerir.

Jesús elskar að leiðbeina fólki um sannleikans veg og horfa á fólk gera í öllum verkum rétt. Og í dagslok situr enginn uppi með einu númeri af litla skó sem dró upp á andlitið sítrónusúran svip og grettu. Við vitum að allt þarf að vera rétt gert í dag. Verslun gærdagsins er að baki og henni verður ekki breytt, og alveg örugglega ekki eftir að skilafrestur vöru er ekki lengur fyrir hendi.

Við þurfum Jesú sem Biblían segir um að sé óumbreytanlegur, fastur fyrir, öruggur kennari og stálheiðarlegur. Honum megum við fylgja, þiggja ráðin hjá og öðlast af styrk í kroppinn. Og þetta munum við fá. Ef við viljum. Og við veljum að fylgja Jesú, taka við leiðsögn hans ásamt að viðurkenna að hann leiði okkur allan veg allsnægta, lífs og sannleika.

Bara eitt þarf ég til að fá fylgt þessu. Trú sem vaknaði með mér í morgun eins og alla aðra daga og sem vill, þráir, að taka þátt í trúargöngu minni. Hér sjáum við rútínu sem alltaf er eins. Við ættum því að vera búin að ná þessu en viðurkennum að svo er ekki. Ræður þar mestu veikleiki minn sem fer um mig í dag. Og ég aðgæti spor mín. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

  1. september 2024.

Ef við skildum betur en oft er hvað okkur var gefið er Jesú fyllti okkur heilögum anda er einnig ljóst að þá munum við oftar skynja í okkar lífi þessi augljósu forréttindi fólks sem gengur með Jesú. Í kjölfar slíkrar uppgötvunar gæti það gerst, ekkert er alveg öruggt, að ánægjudagarnir yrðu þá fleiri og höggva í alla okkar mæðudaga. Sem þá mun fækka.

Að halda við sinni ákvörðun, allt líf okkar byggir á ákvörðun, er vinna sem þarf að fara í og stunda og vera með í gangi þangað til viðeigandi árangur hefur náðst. En hvað er viðeigandi árangur? Ætli ekki eitthvað hjá okkur sem breyst hefur til batnaðar. Geri ráð fyrir því.

Allt er hægt en gerist ekki nema með eigin vilja og ákvörðun um að þekkja leiðirnar og geta með þekkinguna að vopni glímt við þær. Að koma af fjöllum í þessu og hinu málinu er að þekkja ekkert til málsins og aðstæðna sinna. Og slík staða er í meira lagi vandræðaleg sem dregur furðu fljótt úr fólki allan kraft. Hverjar aðstæðurnar öndvert eru göngum við með þeim en erum misfljót þó að átta okkur á þessu og að koma okkur þaðan burt. Sumt þarf að yfirgefa og gera fljótt og vel.

Sjáum við ekki að hvernig sem á er litið stendur allt líf okkar um að velja. Þetta veit Drottinn og leggur sig fram um að koma til okkar sinni mikilvægu fræðslu. Þar leynist alls konar losandi máttur. Drottinn leggur sig fram um að byggja upp í hverju og einu okkar aukið þrek. Í auknu þreki fæðist fram úthald og maður sem starfar með þessum tveimur öflum fer býsna langt og sér marga sigra í sínu lífi. En hann gætir sín á að gleyma ekki lærdómi sínum og hætta að virkja hann og skal vita að það sem hann vann sigur á er þarna áfram og fyrir hann léttur leikur að falla á gamla bragðinu vegna þess að það er þarna þó að andartakinu sé það sigrað. Sem sagt. Lærdómur hér felst í að ríghalda í sigurinn í hendi. Orð Guðs kennir okkur aðferðirnar. En þá líka þurfum við að virða þær og fara eftir þeim. Og aftur stöndum við andspænis þessu vali.

Jeremía 12. 5-6.

Ef þú mæðist af kapphlaupi við fótgangandi menn, hvernig ætlarðu þá að keppa við hesta?  Ef þú ert aðeins öruggur um þig í friðuðu landi, hvernig ætlarðu þá að komast af í kjarrinu við Jórdan?  

Jafnvel bræður þínir og fjölskylda bregðast þér, þeir kalla á eftir þér fullum hálsi.  Treystu þeim ekki þótt þeir tali hlýlega við þig.”-

Á hvern er Drottinn að benda? Á hvern annan en sig sjálfan. Hann er bjargræði. Það er með þessum hætti sem málum er stillt af og gert af sjálfum höfðingja lífsins og hann gerði mig um leið að sínum þiggjanda úr sinni hendi, gerir mig háðan sér og engum manni. Hvort ég hafi enn lært að þakka honum velvildina er pæling sem ég sný að mér sjálfum. Og ég spyr mig hvað ég eigi til sem Guð Faðir hafi ekki afhent mér persónulega? En sé ég þetta? Guð gefi það.

Og hvað er góð og innileg vinátta annað en gjöf sem jafnvel endist ævina á enda sem búið hefur verið um í hjartanu mestan part ævinnar. Áttu slíkan vin? Líklega já. Enginn er svo aumur að eiga ekki einhvern að sem hugsar hlýlega til sín án þess kannski að skynja hakkið í þessu fyrir sig sjálfan. Eins og áður snýst ánægjuvogin um að vera með rétta hluti og vita hver kom þeim þar fyrir. Er það allt Guðs vilji? Mögulega já en það fer eftir trú minni og hvernig ég hef ræktað hana. Ráðleggingar þínar eru þarna með. En þær eru annað mál og meira svona tillögur frá þér til mín. Hættum að vera einræðisherrar. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

 

PS: 

Að vilja yfirgefa eitthvað þarf visku. Mín skoðun þar er ekki alltaf haldbærust allra efna og ég hef lært á minni trúargöngu að sumt sem ég hef viljað slíta mig frá er ekki og hefur aldrei verið neinn Guðsvilji. Oft er það hér sem skóinn kreppir hjá trúuðu fólki að það raunverulega slæst við Guð. Margt ber okkur að skoða betur ef við viljum að réttur skilningur komi. Þá er gott að kunna að bíða ögn. Yfirgefum ekki stöðu okkar. Satan bíður eftir því að við yfirgefum stöðuna, en látum hann bara bíða áfram og lærum. Að læra og taka við því sem rétt er er sigur

 

.

  1. ágúst 2024.

Kristur segir sjálfur að sá sem trúir á Jesú að til slíkra komi hann persónulega og tali við berum orðum og útskýri margt fyrir fólki en segist tala við fólk fyrir utan í tómum dæmisögum. Samkvæmt mínum skilningi er dæmisaga þannig uppsett að hún svarar ekki endilega spurningum fólks og fer kannski kringum mál eins og köttur í kringum heitan graut. Svona skil ég hugtakið dæmisaga.

Um dæmisöguna lesum við í ræðu Jesú er hann talar til fjöldans og skildi hann oft eftir skilningsvana og fleiri spurningar en var áður en fólk heyrði dæmisöguna. Dæmisögunni að sjá er ekki ætlað hlutverkið útskýring þó að hjá mörgum hafi hún ef til vill komið síðar.

Óþægilegt er að við það sem maður heyrir að þá bætist við enn ein spurning sem ekkert svar finnst við og engin útskýring á hvað að baki búi og eitt atriðið kemur inn sem segir manni raunverulega ekki nokkurn skapaðan hlut. Mörgu veltir fólk fyrir sér og við mörgu hefur það engin svör. Dæmisagan skýrir ekkert og bætir kannski ögn meira af gráu ofan í svart.

Við sjáum þetta hjá Jesú er hann kenndi lærisveinum sínum lexíuna og útskýrði oft mál sitt fyrir þeim eftir á og allt fram til okkar tíma sem grípum til skilningsins. Hér liggja forréttindi.

Sumar dæmisögur Jesú voru nokkuð skýrar en krefja menn samt íhugunar til að fá áttað sig á hvað sagan í raun og veru merkir:

Lúkasarguðspjall 7. 40–50.

“Jesús sagði þá við hann: „Símon, ég hef nokkuð að segja þér.“
Hann svaraði: „Seg þú það, meistari.“
„Tveir menn voru skuldugir lánveitanda nokkrum. Annar skuldaði honum fimm hundruð denara[ en hinn fimmtíu.  Nú gátu þeir ekkert borgað og þá gaf hann báðum upp skuldina. Hvor þeirra skyldi nú elska hann meira?“
Símon svaraði: „Sá hygg ég sem hann gaf meira upp.“
Jesús sagði við hann: „Þú ályktaðir rétt.“  Síðan sneri hann sér að konunni og sagði við Símon: „Sér þú konu þessa? Ég kom í hús þitt og þú gafst mér ekki vatn á fætur mína en hún vætti fætur mína tárum sínum og þerraði með hári sínu.  Ekki gafst þú mér koss en hún hefur ekki látið af að kyssa fætur mína allt frá því ég kom. Ekki smurðir þú höfuð mitt olíu en hún hefur smurt fætur mína með smyrslum.  Þess vegna segi ég þér: Hinar mörgu syndir hennar eru fyrirgefnar enda elskar hún mikið en sá elskar lítið sem lítið er fyrirgefið.“  Síðan sagði hann við hana: „Syndir þínar eru fyrirgefnar.“
Þá tóku þeir sem til borðs voru með honum að segja með sjálfum sér: „Hver er sá er fyrirgefur syndir?“
En Jesús sagði við konuna: „Trú þín hefur frelsað þig, far þú í friði.“- 

Við vitum á hvað Drottinn bendir af því að við erum fylgjendur Jesú og höfum þau forréttindi að skilningur er til staðar. Það er hann og vegna þess hvað við erum í Jesús nafni sem okkur er gefið forréttindi að skilja söguna sem Kristur segir Símoni og hann, samkvæmt orðum Jesú, skilur. Ég hygg að hafi ekki seinni hluti sögunnar komið fram sé skilningur okkar ekki skýr.

Munum! Dæmisagan varð til af þanka ágæts Simonar sem í raun og veru dæmir konuna vegna lifnaðar hennar, sem hún var þekkt af í samfélaginu, en Jesús hefur fyrirgefið henni sem er nokkuð sem Símon veit ekki enn af. Þarna koma vel fram þessi forréttindi kristinna manna og kvenna. En erum við eitthvað að þakka þau? Spurning!  Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

  1. ágúst 2024.

Allt sem telst stórt í lífi okkar mannanna veittum við athygli, könnuðum sumir okkar betur og gerðum jafnvel góð skil með einhverjum hætti sem aðrir jafnvel sáu, kynntu sér, tóku undir með okkur eða köstuðu frá sér með yfirlýsingu um að þetta væri ekki fyrir sig. Allt eðlilegt og myndin af að engar tvær manneskjur séu eins gerir vitaskuld lífið á jörðunni að mikilli breiðu alls konar fagurra blóma. Lífið í hnotskurn er fallegt vegna þess að einstaklingur gerir líf sitt fallegt fyrir sig og lærir að sumt verði maður að gera sjálfur.

Pælingin í dag snýst mikið um hvað þú getir gert fyrir mig og sama og ekkert um það hvað ég geti gert fyrir þig til að breyta einu og öðru mér í hag. Það sem er mér í hag má vel reikna með að margt annað fólk hagnist á sinn hátt einnig af. En hver veit það? Við flest erum ólíkt fólk. Þess vegna deilum við góðum og gagnlegum upplýsingum á milli okkar og menn taka við, fá ferskar hugmyndir eða gera ekkert meira með þetta.

Stundum finnst manni þetta vera með þeim hætti að menn blíni annað en til sín sjálfra er kemur að einni og annarri lausn og tel ég það varasama og sumpart hættulega þróun sem eigi sér stað því sumu verðum við að vera vakandi fyrir og vita að margt gott býr innra með hverju og einu okkar sem hver og einn þarf sjálfur að virkja og eiga við. Hópamyndunin er svo oft tóm blekking.

Eftir stendur spurningin um hvað ríkið hyggist gera til að mæta þessu, segjum, reiðum krökkum og unglingum sem hafast ekkert að og í stað þess að efla og styrkja vitund einstaklingsins um að hver og einn geti margt og þurfi raunverulega aldrei að standa iðjulaus og leiður. Erfitt er að hafa ekkert fyrir stafni. Næsta sem gerist er að ríkið bjóði fram aðstöðu og afdrep. Við þessu verður það oft. Eigið framtak er ekki fyrir hendi.

Fullt er til af vannýttri aðstöðu sem komið var upp að kröfum fólks og fór af stað og dagaði svo uppi af áhugaleysi þeirra sem aðstaðan var byggð fyrir. Fólkið lét aldrei sjá sig þar sem krafan um aðstöðu var í grunninn byggð á tómu röfli og undirliggjandi nöldri.

En af hverju? Sá sem getur svarað svona spurningu er maður sem ég tel vera töluvert greindari mér sem sjálfur telur og trúir að öll svona mál miðist við vilja einstaklings sem gerir stakk sinn passlegan á sig sjálfan. Hópamyndun er annað mál og er ekki alltaf til mikillar fyrirmyndar.

Enginn sinnir neinum alvöru ritstörfum nema að vera í einrúmi og í kyrrð allt í kring. Endalaus kliður, brandarar og inn á milli rosalegir hrossahlátrar eiga ekki við þar sem skáldskapur fer fram. Skáld bregst við þessu og fer á stað þar sem þetta viðgengst ekki og skáldar sína skáldsögu þar. Og ef efnin leyfa kaupir hann sér vistarveru á afviknum stað og býr sér heimili þar með sínu fólki. Samanber Gljúfrasteinn herra Halldórs Kiljans Laxness og fjölskyldu hans. Sem sagt. Að eignast Gljúfrastein leysir málið. Að vera starfandi skáld er ekkert hobbý heldur atvinna og tekjulind skáldsins fullgerð bók í sölu. Og hér erum við ekki að tala um tómstundir heldur beina atvinnustarfsemi.

Munum! Tómstundir stundum við þá stund sem sumt annað liggur í láginni og gefur okkur tíma og tækifæri til tómstunda. Tómstundir veljum við sjálf og þær koma raunverulega engum nema einstaklingi við. Laxveiðin þykir flott en fátt leiðinlegra geri ég en að standa úti í miðri á að veiða en hef samt mínar tómstundir og alveg út af fyrir mig. Eitt sinn voru þær hestamennska en eru í dag skrif margs konar. Nauðsynlegu aðstöðuna kom maður sér upp og gerði að eigin kostnaði. Þú mögulega botnar ekkert í að þetta skuli vera mín tómstund. En þú ert ekki ég og ég ekki þú. En við erum vinir. Sumu breytum við ekki. Tómstundir halda velli hvort sem ríkið er þar með eða ekki. Þú sjálfur setur reglur og býrð til ramma utan um þínar tómstundir. Ekki ríkið.

 

 

 

 

  1. ágúst 2024.

Ávinningurinn af að trúa á Jesú er í alla staði mikill og liggur í því helst að maður verður sólginn í að lesa orð Guðs sem segir okkur og kennir okkur hvernig lífi sé best að lifa til að ná sem mestum og bestum árangri og að við lærum aðferðirnar við eigið líf gegnum trú okkar og traust á Jesú og notum einkum fræðsluna sem orð Guðs er að færa okkur og flytja okkur sem bætir við reynsluna sem lífið mun færa okkur og sýna okkur að nokkur ávinningur er af því að trúa og treysta orði Guðs. Þarna helst liggja forréttindi okkar af að eiga Son Guðs í hjarta okkar og hinna sem eiga ekki sömu gjöf og hafa því ekki sömu möguleika til fræðslu og að þekkja Jesú.

Að tala svona er ekki til að nokkur maður fái hreykt sér sjálfur á nokkurn hátt upp heldur til að hann fyllist frekar þakklæti til þessa miskunnsama og kærleiksríka Guðs sem miskunnar honum og gefur honum allar þessar frábæru gjafir og vitandi þann sannleika að til verksins hafi hann ekkert unnið og sé með neinum hætti neitt betri manneskja en hver sem er. Þetta snýst heldur ekkert um betri eða verri manneskju heldur að við eftir komu Krists inn í okkar líf verðum ný sköpun í Guði og komnir heim í hús hans sem miskunnar, blessar og elskar. Einkum fólk. Guð skákar öllum öðrum mögulegum og hugsanlegum gjöfum. Orðin „ný sköpun í Guði“- finnst mér hreint mögnuð orð. Erum við viss um að ná merkingunni? Ekki er gott að segja.

Að trúa er töluvert meira en bara þetta. Þú hefur hjá þér bók sem þú veist að ber nafnið Biblían sem verður, sé allt trúarlíf þitt rétt gert frá byrjun, partur af sjálfum þér og sjálfri sem þú munt lesa í daglega og fræðast upp úr daglega og gera það sem eftir er ævinnar á hverjum degi.

Fjöldamargir kristnir einstaklingar gera með þessum hætti og segja öðrum frá hversu stór partur eigin trú sé fyrir þá og/eða þær og benda á mikilvægi eigin lesturs. Og segja þá satt og rétt frá.

Að lesa orð Guðs og gera daglega ævi sína á enda er sprottin af trú í hjarta einstaklings. Þetta eru lykilatriði sem heimurinn getur ekki séð né komið auga á vegna þess að öll skilyrði skortir til nokkurs skilnings. Og eins og margt annað að þá snýst þetta mál ekki heldur neitt um einhverjar gáfur eða mannlega greind fólks, þó að við séum síknt og heilagt, reynum að troða því þarna með og inn á milli, heldur er verið að tala um annan þátt í málinu sem ekki er fyrir hendi í vantrúaðri manneskju en kemur, öðlist hún trúarkraft hins upprisna Jesú. Án trúar er ekki hægt að þóknast Jesú. Að vísu er til saga hafnfirsks leigubílsstjóra í kringum 1955 sem fékk túr norður til Akureyrar og er þangað kom uppgötvar ágæti leigubílstjórinn að engin vél er í bílnum. Svona gerist bara í Hafnarfirði að við ræðum það mál ekkert frekar. Gaflararnir eru allir toppfólk.

Orðið sem sagt gefur okkur sem trúum sýn á hvað Guð er að hugsa og mun framkvæma þegar hann segir. „Tíminn er kominn og lengri frestur er ekki gefinn.“ Þá vil ég vera tilbúin.

Með þessum hætti tala orð Guðs. Það hvetur til árvekni og að haldast vakandi á verðinum. Og þetta eru einnig forréttindi trúaðra og eru stöðug hvatning til að halda sér á veginum og nota daginn í dag til verkefnisins vegna þess að vegurinn sem við komumst á eftir gjöf heilags Anda og trúarinnar er vegurinn sem liggur til lífsins. Við erum frjáls og í frelsinu veljum við að sinna verkefninu Trú á hverjum degi sem um leið er viðurkenning á að þurfa á öllu þessu að halda til að standast það sem hverjum og einum okkar mætir og ég veit að er fram undan en ekki að baki og að baráttan er ekki búin og veit jafnvel og þú að henni lauk ekki í gær og að hún muni halda áfram í dag. Trú á Jesú snýst um að sigra daglegar kringumstæður og að standast daginn án vitundar um nokkra synd og trúin gefa okkur allan kraft sem þarf til að sigra. Verum sigurvegarar og notum trúna og skiljum og skynjum að trú á Jesú er hvað öflugast vopna í baráttunni. Trúin er siguraflið sem hrekur allt óvinarins veldi á undan sér og þess vegna langt á haf út. Og hvað viljum við? Lúffa eða sigra? Ég vel sigur og áfram þjóna Jesú. Jesú lifir. Hann lifir! Amen.

 

 

Guð Faðir hugar að sínum og gerir einkum með þeim hætti að láta þá vita hvað sé í gangi, og ekki síst, hvað muni gerast til framtíðar litið. Gott er að hafa í huga er þessi mál eru könnuð að Guð er ekki maður og að margt hjá honum hefur annan tíma en við skiljum og skynjum. En einnig kemur hann með svar. Til að mynda hér:

  1. Pétursbréf 3.  8-9.

En þetta eitt má ykkur ekki gleymast, þið elskuðu, að einn dagur er hjá Drottni sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur.  Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið þótt sumir álíti það seinlæti, heldur er hann langlyndur við ykkur þar eð hann vill ekki að neinn glatist heldur að allir komist til iðrunar.”- Allt gert fyrir mig til að ég skilji betur vilja Guðs en get ekki gert nema fyrst að eiga til trú á Jesú og trúa að hann hafi dáið og Guð Faðir hafi reist hann upp frá dauðum og sett sér við hægri hönd í ríki sínu á himnum.

Ég trúi á upprisu Jesú og að ríki hans sé jafn raunverulegt og ríki jarðarinnar þó að ósýnilegt sé berum augum mínum. Trúin hins vegar lýkur því upp fyrir mér og dregur upp eina og aðra mynd sem trúarhjartað mitt sýnir mér og ég staðfesti með mér sjálfum.

Munum að það traust er leyndardómur frá Guði til sinna manna og kvenna og um leið hans skýra leið til að aðgreina sitt fólk frá syndugum heimi og gerum með þessum áhrifaríka hætti sínum að verkið eykur skilning minn á hver Guð sé. Hefur ekkert með mig sjálfan að gera og get ég með engum hætti miklast af þekkingunni með sjálfum mér né blásið mig neitt út af þessari þekkingu minni heldur vel ég að gefa Guði alla dýrð og heiður af og er trúr í verki. Og ég man að ríki Guðs hefur alltaf verið til og staðsett þar sem það er í dag en ég kom fyrst í heiminn 1953. Við sjáum að ég á engan þátt í þessu og nýt aðeins verka Guðs á hverjum degi í mínu lífi.

Lykillinn að þessu öllu er að ég trúi á Jesú, trúi krossfestingunni, trúi upprisunni, trúi krafti heilags anda, trúi að Jesú sitji við hægri hönd Föðurins í ríki hans á himnum og leggi veg um líf manneskju sem stundum er nefndur vegurinn til lífsins. Málið að trúa á Jesús. Án trúar er algerlega útilokað að þjóna Jesú né þóknast honum með nokkrum hætti.

Vantrúin sem fyrr er máttlaust og bitlaust sverð sem í höndum vantrúarinnar er engum neitt sérlega skætt en veldur samt gríðarlegu tjóni og töluverðum áhrifum í kring vegna helst trúgirni óguðlegra manna sem taka við háskalegum boðskap vantrúarinnar og láta hafa sig út í alls konar verk sem ekkert gott mun leiða af en vantrúin þó trúir að geri gott eitt.

Kann að vera að boðskapur vantrúar þyki áhugaverður og spennandi en hann er það ekki þegar öll kurl komast til grafar. Þá sjá menn nefnilega hversu afskaplega eggin voru orðin sljó öndvert við styrk og áfram flugbeitt sverð trúarinnar sem sker og heggur burt allt sem ekki er frá Guði komið og sníður af vitandi sem er að fái skemmd grein að vera kyrr þar sem hún óx mun hún vinna tjón á öllum vexti bolsins og soga til sín næringu sem betra væri að færi óheft til heilbrigðu greina stofnsins en er ekki fjarlægð. Æi. Enginn nennir því. Skemmd greinin heldur fyrri vaxtarskilyrðum og eykur ljótleikann að mönnum orðið sundlar vegna hans og spyrja hví ekkert sé gert í málinu. „Sínum umburðarlyndi”-leggur hálfvelgjutrúin til öndvert við Guð sem segir skýrmæltur sem fyrr. Burt með þessa skemmdu grein af mínu tré, sem að sjá enginn veitir athygli. Og áfram helst í sama fari. Að hluta til var pastorskirkjan komin þangað sem að mestu leyti hefur verið upprætt og Kristur sjálfur smám saman að færa kirkju sína til fyrra horfs þar sem Jesú einn er lofaður, sunginn og tilbeðinn. Og bara Jesú. Forstöðumanneskja leiðir áfram hópinn og ekkert meira en það. Enda ber hver einstaklingur áfram ábyrgð á trúarlífi sínu og hefur ekkert með forstöðuna að gera. Hennar skylda er að flytja fólkinu réttan boðskap Guðs frá púlti og leysir sig með þeim hætti frá ábyrgð. Hver geri sitt. Jesú lifir!  Hann lifir!  Amen. 

 

 

 

  1. ágúst 2024.

“Tíminn er stuttur”-segir Biblían oft og vísar þar til ævi sérhvers manns sem er stutt. Menn eru stuttan tíma hér á jörðinni og flestir talsvert skemur en eina öld en eru svo horfnir. Einstaka manneskja nær nokkrum viðbótarárum eftir að aldarafmælið er að baki. Fæst af þessu fólki stekkur yfir hestinn eftir þann aldur eins og það ef til vill gerði svo léttilega í leikfimitímanum á eigin grunnskólaárum en getur ekki gert eftir að svo háum aldri hefur verið náð og það fyrir margt löngu búið að missa allan fyrri styrk í sínum líkama. Samkvæmt orði Guðs er jarðvistin mannsins til að afla sér velvildar lifandi Guðs og gera hans vilja í lífinu en ekki sinn eigin vilja. En af því að menn átta sig ekki á hvernig í þessu liggur fara þeir með líf sitt þangað sem hver og ein manneskja sjálf vill gera án þess máski að kynnast Guði né veita mikilvægri kennslu hans nokkra athygli. Ofan í þetta blandast svo góður skammtur af mannlegum hroka og í hrokanum telja menn sig geta allt, vita allt og vera býsna klárir strákar og stelpur. Og vissulega erum við snjöll og þetta erum við eitt og sérhvert en bara ef við festum okkur undir afl sem er gott afl en ekki vont afl sem um leið er í blóðugu stríði við Guð kristinna manna sem sjálfur segir að muni síðastur tala á þessari jörð-og því gott að taka fljótt við boðskapnum sem hvorki ég eða þú gefum fólki heldur Jesú einn sem útdeilir honum til þeirra sem hann sjálfur vill. Ég hef ekkert með þessa gjöf hans að gera. Þetta er fólkið sem talar gegn ýmsu sem á jörðinni gerist vegna þess að vera í nánum og beinum tengslum við höfund sköpunarinnar, keppir eftir að fræðast af orðinu og á eftir að ganga fram í sinni trú. Sem sagt! Þetta fólk er dáið heiminum og verkum hans og lifir það sem eftir er með Guði sínum og er alsælt með viturlega ákvörðun sína. 

Opinberunarbókin 14. 2-3.

Og ég heyrði rödd af himni. Hún hljómaði sem niður margra vatna og sem mikill þrumugnýr og röddin, sem ég heyrði, var eins og hörpuhljómur harpara sem hörpur sínar slá.  Og þeir syngja nýjan söng frammi fyrir hásætinu og frammi fyrir verunum fjórum og öldungunum. Og enginn gat numið sönginn nema þær hundrað fjörutíu og fjórar þúsundir sem leystar hafa verið frá jörðunni.”- segir hér.

Þarna syngur fólk nýjan söng til lofs honum sem frelsaði það og leysti undan hæl og ánauð Satans sem gengur hér um síljúgandi, sísvíkjandi, sístelandi og gætir sín alveg sérlega vel á að standa ekki við nein sinna fyrirfram gefnu loforða. Það er þessi birtingarmynd sem við síknt og heilagt erum að horfa á allt í kringum okkur. Nákvæmlega þessum óskunda eru menn heimsins að fylgja en Drottinn í kærleika sínum, sannleika og miskunn hefur losað sum okkar frá og gefið okkur nýja sýn og annan söng á það sem koma skal sem við trúum á og lítum á sem sannan boðskap sem við stefnum lífi okkar til.

Opinberunarbókin 14. 13.

“Og ég heyrði rödd af himni sem sagði: „Rita þú: Sælir eru dánir, þeir sem í Drottni deyja upp frá þessu. Já, segir andinn, þeir skulu fá hvíld frá erfiði sínu því að verk þeirra fylgja þeim.“  

„Sælir eru dánir í Drottni,” segir hér. Þetta er ábending til mín um að eftir að ég hef svokallað geispað golunni og skilið líkama minn eftir fyrir þig til að greftra sé ég enn til og lifandi. Þetta er að treysta Jesú. Út á þessi fyrirheit mun ég ganga og láta reyna á í fyllingu tímans.

Öruggt er að einhverjum kann að finnast að hér sé einkennilega orðað og spyr sig jafnvel sjálfan hvernig einhver sæla geti fylgt dauða manneskju. Í Guði sérðu muninn og fyrir mátt trúarinnar á Jesú færð annað ljós á orðið dauði. Dauðinn hér er raunveruleg ný byrjun og nýr söngur til lifandi Guðs. Allt er til þess vinnandi að gera Jesú að haldreipi sínu. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

  1. ágúst 2024.

Þegar við lesum orð Guðs til gamans og gagns er það um leið staðfesting til eins og sérhvers um að eiga tiltrú á Jesú í sínu hjarta.

Sé trúin ekki til staðar þá í fyrsta lagi er orð Guðs ekki okkar fyrsta hugsun að morgni dags né einhver lestur og fræðsla upp úr trúarbókinni Biblíunni. Allt frekar fjarrænt. Samt er bókin þarna og við vitum af henni og að er á sínum stað. En svo ekki sögunni meir.

Einfaldlega að þá er Orð Guðs ekki enn inni á okkar eigin áhugasviði og er okkur lítt spennandi bók. Segjum við án þess að raunverulega vita haus né sporð á hvað hún geymir. Frá byrjun er Orð Guðs leyndardómur sem engum er hleypt inn fyrir í nema með Guðs vilja. Trú, sem sagt, er, eins og mörg okkar vitum, gjöf. Biblían segir eftirfarandi í 1. Korintubréfi 3. 19–20.

“Því að speki þessa heims er heimska í augum Guðs. Ritað er: Hann er sá sem sér við klækjum hinna vitru.

Og aftur: Drottinn veit að hugsanir vitringanna eru fánýtar.”- Þetta vil ég heyra og þessu taka við.

Það er viljandi verk að halda orði Guðs, orði sannleikans, frá manneskju og beita til þess afli og tryggja að enginn maður leiti sannleikans. Samt er til alveg yfrið nóg af fræðslu hjá okkur. En mikið af henni er röng fræðsla sem heldur fólki við lygar þær sem óvinur sköpunar Guðs otar að fólki og heldur þar. Munum að þetta mál frá grunni snýst um að halda vissum völdum og aðilinn sem þar stýrir og stjórnar notast ekki við neinn sannleika heldur skáldar upp hvað sem er og færir í búning sem lítur út fyrir að vera sannleikur. Samt vitum við að þó að eitthvað verk líti út fyrir að vera þetta og hitt leynist oft annað undir yfirborðinu sé málið krufið betur. Og hver veit ekki þetta?

Sem sagt heiminum eins og honum hefur verið stjórnað, byggir á einni stórri lygi sem menn þó gína við en bendir hiklaust á þennan svakalega veikleika fólks sem í því býr og að engin manneskja er þar undanskilin og birtingarmyndin hversu oft er auðvelt að koma hvers kyns ósannindum að fólki. Og til varð annar guð. Við vitum og höfum margsinnis séð að áður en nokkur skapaður hlutur er gerður og framkvæmdur í þessu landi og hvar annars staðar sem er á vesturhveli jarðar, er álits sérfræðingaveldis dagsins leitað og er það er komið þá fyrst tekin ákvörðun sem í raun ríkisstjórnir landanna ættu sjálfar að gera eftir að hafa lagt eigið mat á aðstæður og kringumstæður, sem eru auðvitað breytilegar og fer eftir hvert viðfangið er. Í mínum huga er þetta ekkert annað en að firra sjálfan sig ábyrgð og koma yfir á annan aðila. Á sinn hátt er sérfræðingaveldinu vorkunn.

Hvað um það, þá strangt til tekið stjórnar sérfræðingaveldið orðið mestöllu hér hjá okkur í dag og fær aðalhlutverkið í flestöllum ákvörðunum sem orðið eru settar fram. Með allri virðingu fyrir þessu ágæta fólki sem skipar sérfræðingaveldið. En samt sjáum við röð mistaka.

Predikarinn 7. 19-22.

Spekin veitir vitrum manni meiri mátt en tíu valdhafar sem eru í borginni.

Enginn réttlátur maður er til á jörðinni sem gert hefur gott eitt og aldrei syndgað.

Gefðu ekki heldur gaum öllum þeim orðum sem töluð eru, til þess að þú heyrir ekki þræl þinn bölva þér. Sjálfur veistu að þú hefur einnig oft bölvað öðrum.”-  Hér er talað um speki.  Átt er við speki Guðs sem enn er hallað á og enn til staðar fyrir fólk sem vill.  Jesú lifir!  Hann lifir!  Amen.

  1. ágúst 2024.

Forréttindi hinna kristnu sem tekið hafa við lausnarverki Jesú Krists eru nokkur og þau helst að trúað fólk hefur fullan aðgang að þeirri bók sem manninum var gefin til að glöggva sig á og kynnast honum sem frelsara og hvað Guð Faðir hafi um mál að segja. Með þessum hætti opinberar Drottinn sig fyrir fólki og það sér áhugaverðan kost fyrir sitt líf og veit jafnframt að til er andstæðingur sem er heldur betur ósvífinn og miskunnarlaus sem mun gera allt til að enginn kristinn maður fái þann árangur út úr sínu trúarlífi sem Jesú vill sjá gerast og setur því upp alls konar hindranir til að ná sínu fram. Þetta er barátta hins kristna manns að hún er við ósýnileg öfl sem trúin ein á Jesú opinberar og lætur sitt fólk vita hvernig það sé að ganga veg trúar. Orðið segir einnig að ekkert sé að óttast því Jesús sjálfur fari fyrir sínum hópi og taki á sig högg andstæðingsins sem að öðrum kosti lentu af fullum þunga á fylgjendum Jesú en hann ver og gerir með því að ganga sjálfur í fylkingarbrjóst. Þar sem kristið fólk er, þar er líka Kristur.

Margt sem hinn trúaði þarf að vita og mun hann og fá að vita sjálfum sér til aukinnar þekkingar á viðfangsefninu fram undan.

Munum og gleymum ekki að trú á Jesú er umfram annað viðfangsefni sem þarf að rækja og stunda og hlúa að og verja sjálfum sér vegna, einkum vegna andstæðings Jesú sem fer hamförum og unir sér engrar hvíldar við sína eyðileggjandi, markvissu og skipulegu skemmdarstarfsemi og er hið eina markmið ódámsins. Að svona skuli vera í stakk búið bendir á eitt. Þessi gríðarlega og eyðileggjandi illska sem getur ekki þolað að nokkrum manni vegni vel og rær að því öllum árum að ekkert slíkt takist hjá mönnum. Einkennilegt starf að hafa með höndum en er raunveruleikinn sjálfur. Myndirnar sem til eru og birta alls konar skandala í heiminum eru óteljandi. Umræðan um hamfarahlýnun? Hvert rekjum við hana annað en til skemmdarvargsins og óvinar allrar sköpunar Guðs sem vatt sér að veiklundaðri manneskjunni og sannfærði hann um mikilleika og hugvit hennar. Og maðurinn hófst handa við teikningar, mælingar, prófanir og allt þetta sem þurfti og til varð vél sem síðar kom í ljós að skemmir lofthjúpinn sem er þarna yfir okkur til varnar lífinu. Til að koma sínu að ýtti hann við veiklundaðri manneskju og byrjar á að fylla hroka vitandi sem er að eftir hrokann komist inn stærri læti, vegna þá eigin velgengni. Nú er verkið við það að verða eins útlítandi og að var stefnt.

Það er í þessum blekkjandi krafti sem menn oft fara af stað og ekki gerandi sér með neinum hætti í andartakinu grein fyrir nokkrum einustu afleiðingum verka sinna en seinni aldir fá til sín af fullum þunga jafnvel og fjölmörg dæmi eru til um í dag.

Satan vissi þetta alltaf. Hann skilur fullkomlega orð Jesú á krossinum: „Það er fullkomnað” og veit frá upphafi að öll inngrip hugvits mannsins í sköpunarverkið muni smám saman vinna því óbætanlegt tjón því enginn hróflar við fullkomnu verki.

Satan spilar á þennan gríðarmikla veikleika fólks að við sjáum þetta frosna, ískalda og miskunnarlausa hjartalag hans og skiljum að hann tekur engri manneskju neinum vettlingatökum.

Þetta er slagurinn sem menn eiga í og er hægt að útskýra með orðinu blinda. Og hvað er það af öðru en beinni blindu að koma svona gegn fullkomnu verki lifandi Guðs og leika eins menn hafa gert í gegnum aldirnar? Önnur orð má rifja upp sem Jesú hrópaði á krossinum.

Matteusarguðspjall 23. 34. “Þá sagði Jesús: „Faðir, fyrirgef þeim því að þeir vita ekki hvað þeir gera.“- Við sjáum árangurinn í dag af að þverskallast við kennslu lifandi Guðs og stöndum sumpart varnarlaus gagnvart sumum verkum okkar ágætu forvera.  Jesú lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

  1. ágúst 2024.

Með því að eignast trú á Jesú kemur margs konar skilningur í kjölfarið sem ekki er bundinn meira við einn en annan. Allir sem gjöfina fá eiga sama rétt til að skilja og gera á við hvern annan. Það sem skilur á milli vanþekkingar og þekkingar er augljóst að vilji einstaklings til að takast á við sitt trúarverkefni er misjafn. Sömuleiðis er allur dugnaður við verkið misjafn en breytir ekki því að allir sem taka við Jesú fá sinn eiginn lykil. Til að mynda er kemur að þeim þætti trúargöngunnar að virkja sína eigin köllun. Allir fá sinn lykil en misjafnt hvað fólk gerir og hvort hann sé áfram á lyklakippunni og dinglandi þar eða menn gangi að þeim dyrum sem lykillinn gengur að og nota sem þar innandyra er. Hér sjáum við hvernig þetta allt er á okkar eigin valdi að sinna eða hafna. Maður sem er þarna segir Jesú að sé hálfvolgur. Sem sagt. Val manns og um leið aðgerðarleysi hans, leti, tölum þetta bara hreint út, er feikna góð aðferð við að gera mann hálfvolgan sem Drottinn segir sjálfur að muni spýta út um munn sinn.  Vond staða.

Eitt er nauðsynlegt, að eigi gjafir Guðs að nýtast þarf að virkja þær og er alfarið ákvörðun einstaklings. Okkur er gefið að geta orðið brennandi í trúnni og þar er ekki heldur verið að benda á einhvern einn mann fremur öðrum. Allir hafa sama rétt. Segir enda orðið að Guð fari ekki manngreinarálit, að hann hlýtur að vera með fullt jafnræði í öllum þessum málum. Við verðum að muna að Guð er ekki maður.

Hvaða maður veit ekki að tilhneiging manna sé að fara í hörku manngreinarálit, setja þennan og hinn á stall og gera í röðum en hafna algerlega öðrum. Í grunninn snýst málið sem fyrr hjá slíkum mönnum um völd og að ota að sínum tota. Til að mynda við að koma sínum manni að kjötkötlunum. Stundum, kæru vinir, erum við allt of nálægt því að apa upp eftir heiminum og verkum hans þó að við vitum að heimurinn sé kolfallinn og að honum verði ekki bjargað.

Guð hefur afskrifað núverandi heim og býr til annan sem ekki hefur neitt af þeirri illsku sem hér grasserar né alla þessa vaðandi synd.

Vegna þessa nýja sem er væntanlegt er koma Krists mikilvægasti hlekkurinn í þessari vegferð lifandi Guðs og skiptir sköpum er kemur að þessari stund sem allt verður endurnýjað á.

Við erum ekki hér að tala um neitt mannlegt skipulag og mannlega björgunarleiðangra til bjargar löndum heimsins sem hvort eð er er útilokað mál að geti gerst þegar Guð hefur þegar sagt eitthvað allt annað um mál. Og segist ekki orð Guðs hafa talað síðast á þessari jörð? Jú.  

Opinberunarbókin 10.  

14 Og röddin sagði við sjötta engilinn sem hélt á básúnunni: „Leys þú englana fjóra sem bundnir eru við fljótið mikla, Efrat.“ 15 Og englarnir fjórir voru leystir. Þeim hafði verið haldið búnum til þessarar stundar, þessa dags, þessa mánaðar og þessa árs til þess að deyða þriðjung manna.”- Það er með þessum hætti sem orðið talar. Lestu sjálfur og skilningur kemur.

Við hvern talar Guð hér. Byrjar hann á útvalda manninum sem þú dróst fram fyrir alla aðra trúaða menn í kring og vildir sýna öðrum þitt útvalda af þér mikilmenni? Fer hann svona að? Af og frá. Guð, Jesú, kemur til manna eins og mig og þig og gefur sínar útskýringar. Hverra sinna manna sem er. Á þeirri stund mun trú mín bjarga mér og ég af henni fá skilið orð Guðs. „Náð mín nægir þér“-segir Drottinn. Og Jesú segir meira og að engir menn geti gert neitt án hans beina atbeina? En hvað merkir þetta. Nákvæmlega það sem orðin segja og er hvatning til mín og þín um að við skulum leggja okkur alla fram og skilja að Guð er ekki maður. Hann er Guð. Gott er að minna sig á staðreyndir því þær eru þarna fyrir mig. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

  1. ágúst 2024.

Enginn sem til þekkir og nokkuð skilur veit að kerfi það sem við búum við og lifum sum hver undir og lútum er gríðarmikið og öflugt kerfi og er kerfi sem tekur utan um sína, varðveitir og segir þeim að óttast ekki. Að óttast ekki samkvæmt þessu er val mitt og merkið til mín um litla trú og beina vantrú. Þetta tvennt togast á í mér. Allt þetta sem ég glími við og kemur yfir mig býr innra með mér og ræð ég sjálfur hvað þar er að virkjast og verkast. Við fengum trú á Jesú að gjöf til að við lærðum að nota þessa trú okkur sjálfum til daglegrar hressingar og styrktar. Heimurinn á þetta ekki til og eltir því hvern annan með óttann tengdan við sig að allt í kring verður merkt ótta. Óttinn yfirleitt liggur einhvern veginn bara í loftinu og virkar ef ég leyfi honum að virka í mér. „Ótti er ekki í elskunni“-segir orðið.

Ótti manna og kvenna er andlegt fyrirbrigði sem segir okkur að hér á meðal okkar er einnig andlegt afl og bæði gott og illt afl og algjörar andstæður. Jesús er friðarhöfðingi öndvert við Satan sem er ófriðarhöfðingi og gerir í að sundra, tæta og rífa. Hve margir fylgja ekki honum?

Rétt eins og Jesú notar fólk til að koma sínu að notar Satan og fólk fyrir sig. Sjáum við hér svarta hlið eða hvíta? Vissu menn skil á sannleika myndu þeir vita hvað þeir ættu að velja. Einnig þarna hefur óvininum tekist að rugla svo í liðinu að fjöldinn allur er fyrir margt löngu orðinn litblindur og metur svörtu hliðina sem þá hvítu og hvítu hliðina sem þá svörtu og er þessi gríðarlega alvarlega skemmd sem óvinunum tókst að festa í sessi með eyðileggjandi áformum sínum og eru verk hans út um allt.

Við hins vegar, sum okkar, erum svo afvegaleidd að við teljum okkur trú um að með þessu getum við aukið frelsi vort en missum fyrir vikið allan takt á því hvað sé frelsi. Fóstureyðingar að dæmi sé tekið eru ekkert frelsi einstaklings heldur binding sama einstaklings sem marga konuna hefur leikið grátt og fært henni samviskubit, depurð og sorg sem alltaf annað veifið vitjar hennar og lætur á sér kræla og vekur upp sorg í hjarta manneskjunnar. Samt er sama og ekkert talað um akkúrat þessa hlið málsins hjá þessu blessaða fólki sem velur þessa leið fyrir sig og taldi sig gera rétt. Við sjáum að þessar fóstureyðingar geta ekki verið þetta frelsi sem sóst var eftir en lítið um það atriði talað. Af hverju? Um sumt hreinlega má bara ekki tala. Þið vitið. Einhver gæti heykst undan slíku tali, sem er afsökun og réttlæting á áframhaldandi vondu verki og djöfullegu plani og engu öðru sem þarna er að verki. Mest öll læknastéttin dansar með og tjáir sig lítt vegna þessa að vera þessu sammála. Segjum hlutina bara eins og þeir eru og hættum að láta líta út fyrir að allt sé enn í himnalagi þegar allt heilbrigt fólk veit að langur vegur er frá.

Ljósið í þessu öllu saman eru verk trúarinnar á Jesú sem hvarvetna blasa við og hellingur til af mönnum og konum sem ganga til liðs við hann í löndum heimsins á hverjum nýjum degi. Og þarna er áhugaverður punktur sem er hversu ógnarstutt ævi hverrar manneskju er. Sama hvað hún reynir, sama hvað hún helst vildi og sama hversu mjög hún óttaðist dauðann mætir hann heim til einnar og sérhverrar og tekur á örskotsstund yfir til sín. Og er aldurinn færist yfir sér fólk á hvílíkum ógnarhraða allt líf þess hefur verið. Samt sólundar fólk tíma sínum í tóma vitleysu og gerir verk sem engum árangri munu skila og oftar en ekki bætir gráu ofan í svart í sínu eigin lífi þegar fram í sækir. Sumir á þessum stað munu segja andvarpandi: „Hér er ég Drottinn. Nota mig eins og þú vilt. Ég get þetta ekki sjálfur.“

Opinberunarbókinn 8. 3-4.  “Og annar engill kom og nam staðar við altarið. Hann hélt á reykelsiskeri úr gulli. Honum var fengið mikið reykelsi til þess að hann skyldi leggja það við bænir allra hinna heilögu á gullaltarið frammi fyrir hásætinu.  Og reykurinn af reykelsinu steig upp með bænum hinna heilögu úr hendi engilsins frammi fyrir Guði.”-  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

  1. ágúst 2024.

Samkvæmt orði Guðs koma Gyðingarnir alltaf fyrst þegar Guð hefst með einhverjum hætti handa. Hvað sem við segjum og hverju sem við trúum eru Ísraelsmenn þjóðin sem Guð útvaldi. Þessi útvalning hans stendur og með þeim hætti vinnur Guð. Hvort sem það er blessun eða dómur sem ríður yfir fá Gyðingarnir það alltaf fyrst til sín og svo við hin og er réttlæti Guðs.

Sem sagt að þá leitar hann ekki fyrst míns álits né spyr mig hvort hann eigi að gera þetta með þessum hætti eða hinum. Þarf hann enda ekki á mínu áliti neitt að halda heldur ég hans álit. Munur er á. Af þessu sjáum við að menn heimsins snúa öllu á hvolf hvað kennslu Guðs áhrærir. Við sjáum að menn hafa umhverft þessu öllu og meining orðsins heldur betur skolast til hjá þeim og gerir vegna þess að obbi mannkyns trúir ekki að Guð sé til og segir það ruglið mest að vera neitt að halda þessu fram og velta fyrir sér. Samt er orð Guð sannleikur sem ég og allt mitt fólk munum sameinast um. Sem þá þetta trúaða fólk. Svo hjálpi okkur Guð.  

  1. Korintubréf 2.  14.

14 Jarðbundinn maður hafnar því sem andi Guðs boðar, honum er það heimska. Hann getur ekki skilið það af því að andinn veitir skilninginn.”- Nákvæmlega. Andinn heilagi veitir skilning. Að þessu leyti er hold mitt gagnslaust.  Sem sagt. Ég trúi orði Guðs, fylgi orði Guðs og lifi orð Guðs. Þú gerir það sem þú telur rétt að gera. En svona geri ég. Höfum þessi mál fyrir okkur á hreinu því þeir tímar eru nú uppi að tími er til að velja. Að margra áliti eru orð opinberunarbókarinnar að ganga í uppfyllingu. Enginn veit tímasetninguna nema Guð einn. 

Matteusarguðspjall 25.  6-13.

“Um miðnætti kvað við hróp: Brúðguminn kemur, farið til móts við hann.  Þá vöknuðu meyjarnar allar og tóku til lampa sína.  En þær fávísu sögðu við þær hyggnu: Gefið oss af olíu yðar, það er að slokkna á lömpum vorum.  Þær hyggnu svöruðu: Nei, hún nægir aldrei handa öllum. Farið heldur til kaupmanna og kaupið handa yður.  Meðan þær voru að kaupa kom brúðguminn og þær sem viðbúnar voru gengu með honum inn til brúðkaupsins og dyrum var lokað.

Seinna komu hinar meyjarnar og sögðu: Herra, herra, ljúk upp fyrir oss.  En hann svaraði: Sannlega segi ég yður, ég þekki yður ekki.

Vakið því, þér vitið ekki daginn né stundina.”- 

Hvernig höldumst við vakandi með hverju öðru enn gjöfinni sem Guð gaf okkur? Menn eru án afsökunar. Dæmisagan um meyjarnar tíu útskýrir þetta með hreint prýðilegum hætti og segir söguna af þeim fimm sem naumlega sluppu í gegn. Að naumlega sleppa er hverri trúaðri manneskju afleit staða að vera með sjálfa sig í. Verum full af trú og göngum daglega fram í krafti heilags anda. Samkvæmt orðanna hljóðan voru allar þessar tíu meyjar kærulausar þó fimm af þeim sleppi fyrir horn. Allt aðvaranir til okkar. Drottinn hvetur okkur til dáða og þráir staðfestu.  

Opinberunarbókin 7.  3.

“3 Og sagði:

„Vinnið ekki jörðunni mein og ekki heldur hafinu né trjánum þar til er vér höfum sett innsigli á enni þjóna Guðs vors.“- Hér er talað um að merkja Gyðinga innsigli því að þeir koma fyrst.  Eftir þennan atburð kemur að okkur hinum sem trúum boðskap Jesú og fylgjum honum og vitum vegna þess að lesa orð Guðs.  Jesú lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

  1. ágúst 2024.

Kristur verðlaunar sitt fólk. Ein verðlaunin eru skilningurinn á Guði og að allt hafi þetta orðið til með orði Guðs sem við höfum í kringum okkur. Þetta hefur syndin reynt að eyðileggja alveg frá þeim tíma sem henni var illu heilli fyrst hleypt að og við vitum að gerðist við skilningstré góðs og ills. Við sem eigum Jesú í hjarta okkar trúum að svona sé þetta og ekkert öðruvísi og að allt hafi þetta orðið til með hugviti og skipulagi og að engar tilviljanir ráði þar nokkurri för.

Þetta hafa sum vísindi frá upphafi ekki viðurkennt og sumpart unnið gegn slíkri kenningu og kennslu og leitast við að koma með „sannanir” sem þau telja réttar upplýsingar öndvert við upplýsingar orðsins sem þau sjá ekki að standist með beinum hætti og hafa fyrir margt löngu ýtt út af borðum sínum og hafnað. Í mínum augum stenst nú ekki allt sem þar er haldið fram né sker úr um rétt og réttlæti. Og mun ekki orð Guðs síðast tala. Það altént segir orðið og ég trúi orði Guðs og hafna auðvitað allri annarri kenningu sem talar öndvert við orð Guðs. Svona einföld er nú trú mín og verður áfram. Ef Guð lofar.

Jújú. Vissulega leita vísindin sannleikans en vandinn við þessa leit þeirra er að þau leita áfram í kistum, kössum og skúffum sem innihalda engan sannleika heldur alfarið þekkingu og niðurstöðu manna sem geta ekki komið auga á að Guð skapaði heiminn með orði sínu og allt varð til fyrir orð hans. Engar tilviljanir eru til hér frekar en þú, vinur minn, ert tilviljun að neinu leyti heldur plan Guðs í veruleika hans. Fyrsta skrefið þarna er að sjá þetta með augum sannleikans sem er ekki fyrir hendi fyrr en trúin kemur. Það er með innreið hennar sem sannleikurinn blasir við og þú segir og meinar. Víst er til Guð. Þessu alfarið hafna vísindin og heimurinn allur og þau gefa út á milli aðvaranir alls konar um þetta og hitt og verk strax til að annað verra hljótist ekki af. Þetta er tóntegundin.

„Þvingum liðið upp að vegg. Kannski að það læri þá að skammast sín fyrir að hafa mengað veröldina svona afskaplega mikið.“- Og bílaframleiðendur hoppa hæð sína af einskærri gleði og sjá fram undan sér heila hellings framleiðslu og vita að stórt verk er að framleiða bifreiðar, skipta út öllum bensíndruslum og setja inn í stað þeirra rafbíla og að fram undan sé að skipta allri blikkbelju út fyrir rafvædda blikkbelju en svo komið að aðeins maðurinn með peningana hefur ráð á að eignast slíka bifreið. Útkoman er hrúga rafmagnsbíla á bílaplönum bílaverksmiðja sem lagt hefur verið til hliðar vegna þess að seljast ekki af áhugaleysi fólks sem enn treystir sér ekki í svo mikla fjárfestingu. Líka þó að vísindin, með allri virðingu, hamist á nýyrði sem er „hamfarahlýnun.“ Undir þetta taka Íslendingar trauðla, undir að gildi hjá sér mitt í rigningarsumri, einu af mörgum gegnum tíðina, og gefa skít í umræðuna um alla hamfarahlýnun. Líklega, þó að eitthvað fari um, þá er umræðan hefst aftur og aftur hamrað á að gerum við ekkert muni öllu lífi á jörðinni verða grandað. „Er ekki best að bara gróðursetja tré?“ spyrja menn kæruleysislegir.

Og vísindin tönnlast endalaust á þessari fullyrðingu sinni vegna þess að þau eru sjálf sannfærð um réttmæti niðurstaðna sinna. Við Guðs fólkið höldum okkur við guðlega niðurstöðu. Bæði sjónarmiðin telja sig meta verkin rétt og nýta þekkingu úr eigin ranni en vandamálið er að þær sem vísindin notast við byggja ekki á sannleika þeim sem skapari himins og jarðar segir um mál og þau gefa því öllu saman fingurinn. Samt segir Guð að orð sitt muni síðast tala. Þú þarft trú til orðsins til að meta svona upplýsingar. Með trú fólks mun það margt vígið fella.

Sem sagt! Trúað fólk á Jesús lifir í sannleika Jesú Krists. Það um leið eru verðlaunin sem því er lofað fyrir heimsku trúar sinnar, eins og orðið segir og espar líklega atvinnugirðingarmótmælandann til dáða. Orð Guðs höfum við í hendi og lifum daglega í vegna gjafarinnar sem krossinn opinberar þegnum sínum og staðfestir að skari skapi. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

  1. ágúst 2024.

Svo margar ástæður eru til fyrir því að lesa orðið sjálfur og leyfa orðinu að fræða sig og gera til skilnings.  Eitt er lesa orðið, annað er að skilja orðið og hið þriðja að lifa eins og orðið segir.  Hvað af þessu ætli sé erfiðast fyrir menn að tileinka sér í hinu daglega?  Veit það ekki og giska á að allt sem hér er talið upp þurfa menn beina og daglega ýtingu á sig til að gera þessi einföldu og góðu verk.  Sá einn sem það gerir vilja Guðs og sýnir um leið orði hans tilhlýðilega virðingu.  

Maður með sjálfan sig á þessum stað lifir ekki bara orðið heldur skilur merkinguna og hún breytir öllu fyrir hennar og hans líf.  Þá fyrst ganga trú og verk samstíga í lífi fólks.  Þessi merkilegi skilningur fæst með þeim einfalda hætti að við stígum einu sinni fram og gáum að því hvort Guð opni ekki gáttir himinsins fyrir okkur sem trúum orði hans.  Og sjá!  Orð hans raungerast hjá okkur.  Hvað sem er sjáum við að orð Guðs virkar og fer vel með manneskju.  

Akkelesarhællinn þar er þetta hik mitt og oftast nær minn eigin óvinur og aflið sem mun áfram hindra mig í að stíga þessi merkilegu og um leið mikilvægu trúarskref sem hver og ein manneskja þarf að gera til að reyna á eigin skinni mátt og megin lifandi Guðs.  Trúargangan snýst um eigið líf mitt með Jesú.  Og munum!  Jesú segir það sjálfur, að hann dó í mannsins stað.  Og ég er maður.  Ég er einstaklingur og er með einstaklingsbundna reynslu af göngunni með Jesú.  Erum við ekki annars sammála þessu að svona séu málin vaxinn. 

Skoðum oðið:

Opinberunarbókin 3.  8-12.

Ég þekki verkin þín. Ég hef látið dyr standa opnar fyrir þér sem enginn getur lokað. Þú hefur lítinn mátt en hefur þó varðveitt orð mitt og ekki afneitað mér.  Ég skal láta lygarana af samkundu Satans, sem segjast vera Gyðingar en eru það ekki, koma og kasta sér fyrir fætur þér og láta þá vita að ég elska þig.  Af því að þú hefur varðveitt orð mitt um þolgæði mun ég varðveita þig á þeirri reynslustund sem á að koma yfir alla heimsbyggðina til að reyna þau sem á jörðinni búa.  Ég kem skjótt. Haltu fast því sem þú hefur til þess að enginn taki kórónu þína. Þann er sigrar mun ég gera að máttarstólpa í musteri Guðs míns og hann skal aldrei framar fara þaðan. Á hann mun ég rita nafn Guðs míns og nafn borgar Guðs míns, hinnar nýju Jerúsalem, er kemur af himni ofan frá Guði mínum, og nafnið mitt hið nýja.”-

Við sjáum að Drottinn mun heiðra okkur vegna einkum hlýðni okkar og verðlauna, vegna fyrst og fremst ástar okkar á orði sínu og hve fús við vorum alltaf til að taka við útskýringum hans beint frá honum, sjálfu orðinu, Jesús er orðið, og allri leiðsögn hans og taka fram yfir útskýringar einhverra annarra manna, með allri virðingu, og/eða eigin túlkun á orðinu sem svolítið rugluðu okkur í rýminu frekar en að auka okkur þennan merkilega og um leið mikilvæga skilning.

Væri allt trúað fólk með þessa einföldu guðsmynd uppi við hliðina á sér stutt hreinni trú á Jesús má spyrja sig: Hvar væri þá villan sem við vitum að kemur alltaf annað veifið upp í röðum kristinna manna og úr verða lífseigir frasar sem ganga jafnvel safnaða á milli í kannski áratugi og jafnvel aldir? Frasa sem heyra má talaða í söfnuðum hvar sem er í heiminum.

Fullyrða má að allt slíkt væri útilokað. Gæti menn sín á og hrópi dag hvern upp til Drottins og hætti þessari einkennilegu eftirfylgd við breyska, handónýta menn sem við vitum að taka jafn oft okkur sjálfum rangar ákvarðanir? Dómurinn sannar líka þetta.

Annað að lokum. Það að horfa í gegnum fingur sér vitandi sjálfur hvað er rétt og rangt en hafast ekkert frekar að, hvað er það annað en angi af villu? Og er ekki bara ágætt að leitast við að skoða allar hliðar mála? Eitt sinn var þetta altént sagt.

 

 

 

  1. ágúst 2024.

Engin spurning er um að Kristur sé upprisinn og eilíflega lifandi með Guði Föður á himnum. Aumt er missi fólk niður trú og gerir eftir kannski áralanga göngu með Jesú. Getur slíkt gerst. Við vitum að allt getur gerst. Sumir missa niður fyrri þrótt og er um leið fólkið sem er einskis virði eigin trúarreynslu, eigin reynslu af þjáningu eigin trúar. Trú er tóm gleði. Rétt. Hana ávinnum við.

Leyfi menn trú sinni að enda með þessum hætti og deyja sér hver maður að trúin hafði þá harla lítið gagn og lítið vægi og gat því aldrei hafa rist mjög djúpt í manneskju sem leyfir slíka bábilju hjá sér sjálfri. Sannleikurinn um trú er að hún þarf að rista djúpt og hafa djúpar og öflugar rætur sem festa manninn kyrfilega við Jesús. Sá sem ekki vill vinna á ekki mat að fá, segir orðið.

Enginn okkar er Guð. Samt höfum við vald sem leyfir trú okkar að lifa eða deyja. Trúnni á frelsara okkar Jesú Krist er ekki ætlað að deyja heldur lifa áfram í hjartanu og dafna þar og virka og gefa manninum áfram sína daglegu von. Trúin er aflið sem til þarf í verkið. Og hví valdi sumt fólk að deyða trúna í sér og um leið lífið? Hér sjáum við þennan skelfilega veikleika sem einkennir hverja manneskju og rænir svo oft vitinu og veldur henni að lokum máski tortímingu. 

Það er líkami okkar sem deyr en andinn frá himnum lifir áfram og flytur okkur þangað sem honum er ætlað að gera. Það er ástæðan fyrir að við leggjum á okkur lærdóm á hverjum degi í nákvæmlega þessum fræðum og gerum hvern nýjan dag sem rís. Og þarna viljum við vaxa en minnka á öðrum sviðum og á þeim sviðum sem alltaf vill og reynir að draga okkur frá heilnæmu orði Guðs og er þetta daglega reiptog.

Nýr dagur vill hvetja okkur til að hlúa að þessum mikilvæga þætti í okkur. Trú á Jesú er enginn leikur. Væri trúin á Jesú leikur lofa ég ykkur að enginn ofsækti þá neinn sem aðhylltist Jesú en gerir það vegna þess að á bak við þá ofsókn alla saman er afl sem veit það sem sum okkar vitum ekki né skiljum. Afl sem veit af lífinu og auðvitað dauðanum, enda dauðinn sjálfur. Það er illskan ein sem reynir að hindra með öllu mögulegu móti og koma í veg fyrir að fólk sé neitt að fjalla um líf og lausn í Jesú. Trú manna á Jesú er allri illsku öflugri og er aflið sem sigraði heiminn.  

1 Korintubréf 15. 12-14.

Ef við nú prédikum að Kristur sé upprisinn frá dauðum, hvernig geta þá nokkur ykkar sagt að dauðir rísi ekki upp?  Ef ekki er til upprisa dauðra, þá er Kristur ekki heldur upprisinn en ef Kristur er ekki upprisinn, þá er ónýt prédikun okkar, ónýt líka trú ykkar.”

Og

1 Korintubréf 15. 20-22.

“En nú er Kristur upprisinn frá dauðum, frumgróði þeirra sem sofnuð eru.  Eins og dauðinn kom með manni, þannig kemur upprisa dauðra með manni.  Eins og allir deyja vegna sambands síns við Adam, svo munu allir lífgaðir verða vegna sambands síns við Krist.”- 

Hér höfum við þetta og næsta skref og ákvörðun okkar í málinu er að trúa áfram orðunum eða hafna þeim og er þessi valkostur.  Og ég á sínum tíma valdi að trúa á krossfestan og upprisinn Jesú og bý svo vel í dag að þekkja Jesú í hjarta mína að engin efi er til um þetta sérstaka atriði.  Vantrúin þvælist sem sagt ekki fyrir að alltént þessu leiti.   Nógur er samt þvælingurinn og afl sem reynir að toga mann burt frá því sem maður veit betur um og hef enn ekki látið undan aflinu sem vill hindra mig á trúargöngunni og veit að um afl er að ræða.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

15. ágúst 2024.

Eins og menn vita sem til þekkja og ganga veg trúar leggur Drottinn mikla áherslu á náð og að friður ríki hjá trúuðum. Náð vegna þess að trúarvegferð hvers manns hefst á vitneskju um náð lifandi Guðs og einnig að Guð er Guð friðar, ekki ófriðar. Skýringin á að hér ríkir stanslaus ófriður er að óvini sköpunar Guðs tókst gegnum klæki sína og beinar lygar að sölsa völd. Fram að þeim tíma ríkti friður á milli þessara tveggja einstaklinga sem komnir eru á jörðina. Skaðræði hófst er fólkið illu heilli rennir hýru auga til óvinar sköpunar Guðs sem ber nafnið Satan.

Mósebók 3. 1-4.

Höggormurinn var slóttugri en öll dýr merkurinnar sem Drottinn Guð hafði gert. Hann sagði við konuna: „Er það satt að Guð hafi sagt: Þið megið ekki eta af neinu tré í aldingarðinum?“

Konan svaraði höggorminum: „Við megum eta af ávöxtum trjánna í aldingarðinum en um ávöxt trésins, sem stendur í miðjum aldingarðinum, sagði Guð: Af honum megið þið ekki eta og ekki snerta hann, ella munuð þið deyja.“  Þá sagði höggormurinn við konuna: „Sannið til, þið munuð ekki deyja. “

Hér lesum við um fyrstu lygina sem manneskja í þessum heimi verður vitni að og gín við og hleypir að sér. Sem þó var ekki nóg því samferðarmaður þessarar tilteknu einu manneskju sem tók bitann á undan varð að gera eins og hin til að plott Satans heppnaðist. Verkið tókst.

Hér birtist merkilegur partur málsins því seinni helmingur þessa einkennilega máls varð ekki að veruleika gegnum beinar lygar Satans heldur vegna orða konunnar sem maðurinn var bundinn sem lét sannfærast af lyginni. Við vitum, Biblían greinir svo frá, að konan fékk manninn til að taka bita. Ekki Satan. Hann stóð hjá og beið þó að upphaflegt plott hans hafi heppnast fullkomlega.

Er þetta enn svona að maður fræði mann og bara sumir upp úr orði Guðs? Birtingarmynd alls guðleysis eru stríð hvers konar og hörmungar vegna orða og framkomu manna í hvers annars garðs. Veggurinn yfir til Guðs reis við skilningstréð og náði að stöðva allt Guðs orð og gerði með samþykki Evu og Adams, sem ekki voru verra fólk en ég og þú en hindrar afkomendur þessara manneskja alla sýn til Guðs til eilífðarnóns. En þó ekki. Guð stendur sína vakt.

Það er hér sem komin er ástæða fyrir Guð að hrinda af stað áætlun sem er fæðing Jesú, dauði Jesú á krossinum, verk hans og kennsla og boðun. Við sjáum að birtingarmyndin er hin sama og skeði hjá Evu blessuðri eftir að hún talaði. En því miður dauða inn í líf Adams sem í fyllingu tímans dó og þau bæði grafinn. Frá þessum einstaklingum er dauðinn kominn til allra manneskja því allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð. Aftur sjáum við hjálpræði Guðs í Kristi og hvernig fólk er notað af Guði sjálfum til að boða son Guðs krossfestan og upprisinn.

Eftir Krist og krossdauða hans og upprisu fæðist fólk inn í þessa von. Enginn sem fæðist er lengur vonlaus. Einnig þar er vilji Satans ógiltur. Guð sér sjálfur um að þetta viðhaldist og gerir með boðun kirkjunnar, samfélagi kristinna manna sem kemur saman til samkomuhalds.

Við megum ekki gleyma að heimurinn gekkst við lygi Satans en sér sannleikann af orði Guðs sem Guð sjálfur sér um að gefa. Rétt er það að maður tali en þá verðum við að muna að viðkomandi trúir Jesú og er fylltur heilögum anda og að andi Guðs er aðilinn sem talar en enginn lengur Eva sem sannfærði mann sinnar eigin sannfæringar. Þetta snýst ekkert um karl og konu. Kerfi Guðs er alltaf til mótvægis við allt þetta myrkur sem grúfir yfir heiminum og gerir hann frá andartakinu við skilningstré góðs og ills. Saga mannkyns rekur sig þangað. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

  1. ágúst 2024.

Fljótlega á vegferðinni komast menn að þeim sannindum að vegferð þessi sem hafin er með Jesú fyrir margt löngu eða skömmu síðan, er meira en flest annað sem mætir mönnum, þessi gríðarmikla barátta sem engan þarf þó að reka neitt í rogastans yfir og er vegna þess að við erum ekki alltaf að hlýða neitt þessu orði Guðs. Að átta sig á þessu og vita hvað þarf til að standast á göngunni er lykill sem opnar hverjar læstar dyr sem við þurfum að fara inn um á þessari leið. Við með aðstoð orðs Guðs getum fyrir fram vitað hvað mæti, hvað skuli varast og hvað gera til að blessunin viðhaldist áfram í okkar lífi. Við vitum margt og einnig að á blessunina frá Drottni Jesú getur verið ráðist. Oft erum við sjálf þessi kjánalegi árásaraðili. Hvað sjáum við hér og hvað nema veikleika og ástæðu orða Jesú um að hann muni ekki sleppa hendinni af neinu okkar. Vá, maður! Verður blessunin meiri?  Hvílíkt happ.  

Lúkasarguðspjall 23. 34.

Þá sagði Jesús: „Faðir, fyrirgef þeim því að þeir vita ekki hvað þeir gera.“  

Júdasarbréf 1. 5-7.

Ég vil minna ykkur á, þótt þið vitið það allt, að Drottinn frelsaði lýðinn úr Egyptalandi en tortímdi samt síðar þeim sem ekki trúðu.  Minnist englanna sem ekki gættu tignar sinnar heldur yfirgáfu eigin bústað.  Guð hefur geymt þá í myrkri í ævarandi fjötrum til dómsins á deginum mikla.  Gleymið ekki heldur Sódómu og Gómorru og borgunum umhverfis þær sem drýgt höfðu saurlifnað, á líkan hátt og englarnir, og stunduðu óleyfilegt kynlíf. Guð setti þær til viðvörunar og refsaði þeim með eilífum eldi.”-

„Ég vil minna ykkur á, þótt þið vitið það allt”-segir hér og um leið undirstrikar það að margt vitum við. Og hvað svo? Við förum oft ekki eftir því sem við vitum betur. Af hverju? Við meðtökum ekki rétt alvarleikaboðskapinn og sjáum ekki þessa alvöru í honum og erum bara áfram í okkar eigin þönkum og á okkar eigin stað í lífinu sem er þessi og/eða hinn. En við elskum Jesú og þráum að fylgja honum og segjumst vilja gera vilja hans en stöndum þó svo oft andspænis aðvörunarorðum Biblíunnar sem vill árétta eitt og annað við okkur til að réttur skilningur haldist en fölni ekki og fær einvörðungu gerst sé þekkingin sem við eigum til vanrækt. Þá fer líka að halla undan fæti. Líka hvað hina ýmsu þekkingu varðar. Allt er hægt að sveipa hulu. Á bak við hana þá vitum við. Er það ekki alvarlegur boðskapur að fá svona lagað framan í sig.

Munum og gleymum ekki að hér er ekki verið að tala við neinn annan en mig og þig. Við vitum, vissulega, en gengum þó svo frá málum að þekkingunni vikum við til hliðar vegna þess að okkur fannst hún ekki með neinum beinum hætti tilheyra okkur og við ekki sjálf vera þarna. Þarna er vandi á ferð sem við hefur verið að eiga meira og minna alla trúargöngu okkar og teygir sig yfir alla sögu kristinnar trúar. Niðurstaðan er að við vitum margt en förum samt bara eftir sumu. Við með öðrum orðum viljum flokka orð Guðs niður og tökum það fram af því sem betur hentar hverju sinni og sleppum hinu. Sé eitthvað til rangt er það þessi kjánalega flokkun Guðs orðs.

Sem sagt! Ekkert er nýtt undir sólinni og hið rétta er að við vitum margt og erum með þetta allt en sjáum samt ekki boðskapinn með réttum hætti og er ástæða allra þessara hrasanna á trúargöngu margra manna. Vissulega lesum við orðið en lesum ekki alltaf til neins rétts skilnings. Og misstíganir hver á eftir annarri koma. Samt segir orðið: „Ég vil minna ykkur á, þótt þið vitið það allt.“ Eitt er nefnilega að vita og þekkja og annað að láta gilda fyrir sitt líf. Það er þarna sem hnífurinn stendur í kúnni. Af þá veikleika, minn kæri. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

  1. ágúst 2024.

Af hverju lesum við orð Guðs? Það gerum við til að rifja upp fyrir okkur orðið svo að kennsla orðsins fái áfram leitt okkur og missi ekki marks á því.

Annað fólk, eigið álit á túlkun orðsins, eigin vilji minn og sumt annað fólk í kring hefur tilhneigingu til að hafa áhrif á okkur og er gott að vita þetta, skilja þetta og átta sig á af hverju þetta þarf að ganga með trúargöngunni: Að vera svona sín sía sem síar frá það sem er óæskilegt. Að sjá ekki talað um það sem beinlínis er skaðlegt og vera með hjá sér og íhuga, jafnvel í alvöru, hvað er það  annað en háski?

Ganga með Guði er dagsdagleg upprifjun og að læra að halda því eftir sem er sannanlegt komið frá Guði og sé skír vilji Guðs en ekki leggja út frá því sem annað fólk segir að sé satt og rétt en orð Guðs kannski getur ekki með neinu móti staðfest. Orð Guðs er alltaf tryggingin mín fyrir réttu og sönnu í mínu fari.

Ég er án afsökunar að leita ekki til orðs Guðs í mínum eigin pælingum um eitt og annað sem tilheyrir beint trú minni á Jesú og um leið því eilífa lífi sem trúin býður mér upp á. Við verðum að muna hvað trú er og að verk Jesú á jörðinni er um að bjarga fólki frá að enda í Helju. Þetta fyrir einhvern lítur kannski út fyrir að vera harður boðskapur en er þvert á móti afskaplega mildur boðskapur af þeirri ástæðu að vera sannur boðskapur. Satt og rétt gildir. Sannleikur er um leið aldrei harður boðskapur þó að á einhvern kunni hann að virka með þeim hætti en er í raun og veru mildur boðskapur og að því að vera sannleikur. Mikilvægt er að sjá mun á allavega sumum atriðum. Og hver gefur okkur að sjá? Við þekkjum hann.

Orð Guðs segir okkur sannleikann og heldur okkur þétt uppi við sannleikann. Það er að segja ef við heimilum. Fólk í dag þarf ekkert nema sannleikann og hefur nóg af öllu hinu.

  1. Bréf Jóhannesar 1. 5-9.

“Þú sýnir trúnað þinn, minn elskaði, í öllu sem þú vinnur fyrir söfnuðinn[ og jafnvel ókunna menn.  Þeir hafa vitnað fyrir söfnuðinum um kærleika þinn. Þú gerir vel að greiða för þeirra eins og verðugt er í Guðs augum.  Því að sakir nafns Jesú lögðu þeir af stað og þiggja ekki neitt af heiðnum mönnum.  Þess vegna ber okkur að hjálpa þessum mönnum og verða þannig samverkamenn þeirra í þágu sannleikans.

Ég hef ritað nokkuð til safnaðarins en Díótrefes, sem vill vera fremstur meðal þeirra, tekur eigi mark á mér.”- Þessi sem síðast er ritað um í þessum versum könnumst við nú líklega við.  

Til að halda trúarstefnu sinni áfram réttri gerum við með því að átta okkur á sannleiksgildi orðsins og sjá í eigin persónu mikilvægi orðs Guðs í þeirri allri saman vegferð og einnig að við verðum að læra að velja sjálf og hvert fyrir sig að taka orð Guðs til okkar og gera með réttum hætti og höfum til þess á hverjum degi sjálfan upprisinn Jesú sem vill vera kennarinn okkar og um leið helsti leiðbeinandi okkar og vera hann sem við treystum best. Sem sagt að þá þarf ég að byrja trúarvegferð mína á að trúa sjálfur að Guð sé til og að læra að vera ekki rokka neitt til með þetta atriði. Og til að undirstrika það betur þurfum ég og þú að eiga okkur lykilatriði fyrir okkur sjálf, og aldrei sem nú. Í öllu þessu rugli sem í gangi er og á þeim tímum sem börn, sum börn, tala um það sín á milli um að þau séu ekki enn búin að ákveða hvers kyns þau vilji vera þegar þau verða stór. Smám saman er verið að eyðileggja grunnskólann en má samt enn forða frá algjörri eyðileggingu. En þá líka verðum við að vilja það.  Jesú lifir! Hann lifir. Amen.

  1. ágúst 2024.

Ástæða þess að menn eru sífellt hvattir til að vera vel að sér í orði Guðs hefur margþætta og gilda merkingu og einnig afskaplega merkilega merkingu. Það sem við lesum í orði Guðs er það sem getur gerst og hefur gerst hjá öllum undangengnum kynslóðum frá því að Nýja testamentið var fyrst skrifað og fyrst gefið út. Þetta gildir enn á okkar dögum. Af hverju? Kristur er hinn sami í dag og verður um aldir alda og fæst enn við nákvæmlega sama vanda í vorri kynslóð og hann glímdi við á þeirri kynslóð sem skrifaði og gaf út magnað Nýja testamentið á sínum tíma. Eðli mannsins tekur engum breytingum og er því fullkomlega óhætt að treysta því sem þessi tiltekna bók trúarinnar geymir. Þetta vill benda mér á að ekkert þarf að koma neinum í opna skjöldu sem gerist og gott að vita að bókin sú arna er fær um að benda okkur á allt sem gerist.

Í upphafi vegferðar kirkjunnar, alveg eins og núna, hurfu menn frá borði Drottins og aðrir nýir komu að þessu sama borði sem nýfrjálsir menn með eins og við öll Guðsglampa logandi í augum sér sem ýmist óx með degi hverjum, óx tímabundið, og/eða tekur að hallast ögn og svo örlítið betur. Allt af nákvæmlega sömu ástæðu og verið hefur sem eru þessar sveiflur í öllu fólki upp og niður og út og suður. Lítil festa er í svo mörgu hér hjá okkur og er um leið vandinn.

Skoðum orðið.

2 Jóhannesarbréf 1. 8-10.

“Hafið gætur á sjálfum ykkur að þið missið ekki það sem við höfum áunnið heldur megið fá full laun. Sérhver sem fer sínu fram og er ekki staðfastur í kenningu Krists á ekki Guð. Hinn sem er staðfastur í kenningunni á bæði föðurinn og soninn. Ef einhver kemur til ykkar og boðar aðra kenningu, þá takið hann ekki á heimili ykkar og bjóðið hann ekki velkominn.”-

Við höfum allar leiðbeiningar sem þarf í orði Guðs. En hvað veldur því að við höldumst oft svo illa þar og dveljum svo slitrótt í húsi Guðs og við þetta indæla orð Guðs?

Ástæður geta verið nokkrar og ein sem er alveg pottþétt ástæða eru allar þessar sveiflur okkar frá einum degi til annars dags sem gera að verkum að fólk hættir með tímanum og uggir ekki lengur að sér né hugar að næstu skrefum sínum. Allt vegna þess að trúin er flöktandi ferill með tilhneigingu til að fara í öfuga átt með fólk og vinna öndvert við það sem trú á Jesú er ætlað. Allt komið með neikvæð formerki hjá fólki sem aldeilis þurfti ekki að ske. Þetta er oftast nær hægfara ferli þar sem menn skyndilega uppgötva hjá sér sjálfum að vera komnir með stefnuna beint á slökkta trú. Alveg slökkt trú reyndar tel ég svolítið snúnara mál en viðurkenni að erfitt getur verið að dæma um hvenær neisti fólks slokknar alveg. Jesús einn dæmir um þetta atriði. Vitum við og að Drottinn sleppir ekki hönd sinni af nokkurri manneskju fyrr en allt er útséð. En þá líka sleppir hann og gerir í því ljósi að manneskjan sé frjáls og velji sjálf stefnu síns eigin lífs.

Allt eitthvað sem hvert og eitt okkar þarf að átta sig á og vita að geti trúarneisti eins af okkur slokknað gæti það einnig gerst í mínu trúarlífi. Við erum öll raunverulega á sama báti. Ekkert okkar er neitt öflugra fólk en öðru fólki og fer allt eftir því hvað við erum að velja á milli daga. Í raun og veru er trúargangan afskaplega einfalt mál og byggist á vali mínu frá einum degi til annars og sker úr um gleði og/eða endalaust af þrautum. Þetta er ekkert öðruvísi og með alltaf sömu birtingarmynd eins og þessa: að trúargangan tók að þreyta menn og taka frá þeim þróttinn. Vegferðin hins vegar byrjar á og endar á úthaldi. Fái það ekki rétt vaxtarskilyrði fara menn smám saman að draga sig frá heilnæmu borði Drottins og mæta þangað bæði seint og illa og að endingu sleppa þessu alveg. Hér veltur allt á þessu mikilvæga vali manna. Ástæða alls þess er af sama stofni og áður er þekkt og byggir á daglegri trú fólks. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

  1. ágúst 2024 (b)

Verið er að setja af stað nýtt verslunarkerfi sem miðar einvörðungu við vísakortið og enga beina peninga eins og lengst af hefur viðgengist í versluninni. Ég get hins vegar viðurkennt að í mörg undangengin ár hef ég greitt alla mína verslun með vísakortinu mínu að það alltént er mér engin þannig séð nýjung að gera og ekkert sem segir mér að þá leið muni ég annað en áfram fara hvað alla greiðslu vöru varðar. Vísakortið er einfaldlega þægileg leið til að greiða með því sem keypt er. Aðrir geri hvað sem þeim lystir. Sumir reyndar sjá djöfulinn sjálfan í þessu og reyndar í öllu sem gerist. Og þeir um það og ekki kemur það mér neitt við. Ég má vel halda mínu striki.

Það alvarlega sem ég sé opinberast hér er ekki greiðslukortadæmið sem slíkt né afneitun téðrar verslunar á beinni peningagreiðslu, átt við seðla með beinum hætti, og að þeim sé gerður óheimill aðgangur þangað inn. Þetta er ekki áhyggjuefnið heldur miklu fremur hitt að í þessu landi skuli vera að rísa verslun með það að markmiði að hafa sem allra fæstan mannskap þar innandyra og að verslunarkerfi þetta sé keyrt áfram á nokkrum pínkulitlum „posavélum“ sem röð vísakorta er stungið í og rafrænt flutt af kortum neytenda yfir á reikning téðrar verslunarinnar. Þetta að minnsta kosti finnst mér vera afskaplega óspennandi aðferð og í raun og veru þessi óspennandi og afleiti kostur.

Menn segja að til að fá möguleika á að lækka allan kostnað, til að almenningur greiði lægra verð fyrir vöruna, þurfi menn að taka upp þetta fyrirkomulag og hækka veg posans og vísakortsins frá því sem þegar er og vera með peningaseðlana fyrir utan allt þetta kerfi. Veg „posans og vísakortsins” skal hækka með mannshöndina að mestu leyti höfð fyrir utan og með henni peningaseðlar og þetta aldagamla form verslunar og viðskipta í þessum heimi.

Í mínum sjötuga huga er verslun fyrst og fremst staður sem hinn almenni maður kemur til og kaupir sér eitt og annað sem menn telja sig vanhaga um. Verslun er ekki síst atvinnuvegur sem menn ráða sig til og þiggja af starfi sínu laun til að lifa á en PSA-vélin vill nú hirða af fólki með þeim rökum að það sé eina leiðin í þessu landi til að lækka vöruverð til neytandans. Hvar vilja menn stoppa? er spurning sem vel má spyrja sig að. Verslunarrekstur skal því áfram vera vettvangur fólks til að útvega sér atvinnu og þiggja laun af vinnu handa sinna. Það er hin eðlilega og venjulega leið í málunum. Atvinnan skaffi því fólki áfram sína atvinnumöguleika og það komi í verslunina og kaupi það sem það vill og greiði áfram hvort sem er með beinum peningum eða þessum kreditkortum.

Að setja á stofn verslun, þó hugsuð sé sem lágvöruverslun en hefur ekki það markmið að skaffa almenningi, einkum, atvinnu, finnst mér nú ekki vera neitt sérlega spennandi kostur og að eitthvað hafi skolast til hjá ágætum aðstandendum þessa nýja verslunarforms sem nú er áformað. Kannski er það rétt að þetta form eitt sé leiðin til að lækka vöruverð á Íslandi en breytir ekki staðreyndinni að formið sjálft sé eins og virðist lagt upp með sé út í hött.

Við sjáum að tvær hliðar fylgja hverju máli og um leið valkostir sem þarf að vega og meta og gera hver fyrir sig og komast að eigin niðurstöðu og henni vonandi sanngjarnri. Hafi sanngirni í dag enn einhverja vigt.

Viðbót.

Ég tel að hér sé kominn vettvangur fyrir Verkalýðsfélag Verslunarmanna, sé eitthvað til með því nafni, og að það fari svolítið ofan í saumana á þessu sérstaka máli og kanni allar hliðar málsins, svo sú tugga sé hér endurtekin. Munum að nýtt form býður mönnum upp á möguleika á að setja fram sína eigin hugsun sem tengist svona málum og að orð eins og „verðlækkun“ fái ekki slegið ærlegri og gagnrýninni hugsun út af borðinu. Allri nýjung fylgir oftast nær eitthvað sem kannski þykir ekki alveg eins spennandi og kemur í ljós sé farið betur ofan í saumana. Hættum allri hugsun um að til að koma á hagræðingu, hvað sem það merkir í raun, sé manneskjan sett út fyrir. Manneskja fæðist með vissan rétt og hún þarf að afla sjálf sér tekna. Ekki rífa alla afkomumöguleika manneskju frá henni.  Því fylgir ábyrgð að vera mennskja

 

 

  1. ágúst 2024.

Trúin er nauðsynleg. Trúin er um leið, og í raun og veru, fyrsta skref og fyrsta ákvörðun hvers manns sem hann tekur er nýr dagur hefst. Við sem sagt minnum okkur daglega á þetta og viðurkennum daglega hversu afskaplega trúin okkar á Jesú er okkur mikilvæg. Og meira. Líka algerlega nauðsynleg. Þetta er þessi daglega árétting sem við beitum á okkur sjálf. Það býr eitthvað innra með okkur sjálfum sem kallar eftir þessu í okkur. Þessu má svara með orðunum: „Við erum í gjörgæslu Guðs.“ Orðið segir að Drottinn muni ekki sleppa af okkur hendi. Að áréttingin og staðfestingin um hver Guð sé er úti um allt hjá fólki sem trúir. Vantrú fólks sér ekkert svona. Er henni enda ekki gefið að sjá neitt af þessu og þarf, eins og ég og þú, gjöfina heilagur andi til að sjá allt þetta réttum augum. Trúin á Jesú er af sannleiksanda sem mér og þér var gefinn. Fram að þeim tíma var svona tal vantrú allri hvort eð er tómt rugl.

Skoðum orðið.

Jóhannesarbréf 5. 1-4.

Hver sem trúir að Jesús sé Kristur er barn Guðs og hver sem elskar föðurinn elskar einnig barn hans.  Við vitum að við elskum börn Guðs af því að við elskum Guð og breytum eftir boðorðum hans.  Því að elskan til Guðs birtist í að við höldum boðorð hans. Og boðorð hans eru ekki þung því að sérhvert barn Guðs sigrar heiminn og trú okkar er sigurinn, hún hefur sigrað heiminn.”-

Hér sjáum við uppröðunina á þessu. Guð er hvarvetna hafður í fyrsta sæti. Jesú sigraði heiminn með dauða sínum og upprisu. Í upprisunni liggur allur óvinarins her óvígur eftir og flatur fyrir trú manna á Jesú og er enn með þeim hætti. Samt gefum við hinum gersigraða gæja Satani hreint ótrúlega mikið af dýrmætum tíma okkar. Satan þetta og Satan hitt, og það allt. En hversu oft hefur ekki akkúrat þessi viðhorf manna og kvenna truflað trúargöngu þeirra? Allt og of oft, fullyrði ég. Við skreytum orð okkar og réttlætum með alls konar sögnum og sumum háfleygum og höldum áfram við þá iðju okkar þó að við vitum að Jesús upprisinn lagði Satan í eitt skipti fyrir öll flatann. Höfum við einhverju sinni reynt að skilja hvað þessi orð að sigra merkja?

“Við vitum að við elskum börn Guðs af því að við elskum Guð og breytum eftir boðorðum hans”- segir orðið í fyrsta Jóhannesarbréfi. Hér fengum við enn einn lykilinn sem gagnast vel einu og sérhverju okkar. Lykil fáum við til að nota. Gerum við það hins vegar ekki munum við aldrei komast að raun um hvað leynist fyrir innan læstar dyr. Við þurfum lykil til að opna og með honum ljúkast upp læstar dyr.

Spurningin sem hér er skilin eftir er að gerum við ekkert að þá gerist heldur ekkert. Förum við af stað mun sannleikur orðanna ljúkast upp. Þá, sem sagt, og smám saman, munum hvernig þetta gengur fyrir sig að allur skilningur kemur til okkar í litlum bitum og af öllu þessu smáa sem við höfum numið, byrjar Jesús að vera allt í öllu í okkar lífi og eru bestu mögulegu og hugsanlegu býtti sem hver trúuð manneskja eignast. Trúin á Jesú getur aldrei gert neitt annað en vaxið í einstaklingi en þarf þó rétt skilyrði til. Nái hún vexti eru afleiðingarnar merkilegar og þær að þá fyrst gerist það að Jesú verður allt í öllu í lífi einstaklings. Kirkja og söfnuðir eru aldrei neitt nema samansafn misstæðra einstaklinga. Hvar hver og einn einstaklingur stendur í trú sinni getur enginn í kring neitt vitað um. Drottinn í annan stað veit stöðu sérhvers safnaðarmeðlims. Hér er gríðarlega öflug kennsla á ferð. Drottinn veit allt og veg eins og sérhvers einstaklings. Þetta var mér, man ég, gríðarleg opinberun sem ég enn bý að og minni mig reglulega á og einnig hvernig allt þetta orð Guðs fittar. Og fyrir margt löngu er ég hættur að þykjast eitthvað andspænis Guði og hef áttað mig á að allt líf, sérhver hugsun, sérhvert orð mitt er öndvert augum og eyrum lifandi Guðs. Og hvað ætla ég að fela fyrir honum? Ekkert. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

  1. ágúst 2024.

Af hverju leggjum við kristna fólk svo mikla áherslu á orð Guðs í daglegu lífi okkar, að það sé stundað og ræktað með hverri manneskju sem á til heilagan anda og að fólk sé sjálft vel að sér í orði Guðs? Í sjálfu sér eru ástæðurnar fyrir þessu margar og einkum allt þetta flökt sem svo oft er á okkur. Ekki endilega vegna efasemda um tilvist Guðs né sonar hans Jesú heldur erum við fljót til að grípa eitt og annað sem fram hjá fer og það fer að festa okkur við sig og við þar með höfum dreift athygli okkar í átt sem við erum ekki alveg viss um hver sé. Næsta skref í svona málum er þetta flökt sem hefur burði til að koma og dansa sinn dans með okkur og við okkur. Sem sagt rörsýni til Jesú sem leiðtoga okkar kristnu mannanna, ef svo má segja, einnig mynd af staðfestu trúarinnar, hefur nú fengið samkeppni um athygli. Og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Sem sagt! Aðgætum hugsanir okkar og daglegar vangaveltur og skoðum hvort þær séu í réttum takti við orð Guðs. Látum og framvegis af að þreyta hvor aðra með tali okkar.

Skoðum orðið.

Jóhannesarbréf 4. 11-15.

Þið elskuðu, fyrst Guð hefur elskað okkur svo mikið þá ber okkur einnig að elska hvert annað.  Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Ef við elskum hvert annað þá er Guð í okkur og kærleikur hans er fullkomnaður í okkur.  Guð hefur gefið okkur anda sinn og þannig vitum við að við erum í honum og hann í okkur.  Við höfum séð og vitnum að faðirinn hefur sent soninn til að vera frelsari heimsins.  Hver sem játar að Jesús sé sonur Guðs, í honum er Guð stöðugur og hann í Guði.”- 

Hér færir orðið okkur lykil upp í hendurnar sem vel getur hindrað hans fólk í að vera að þreyta hvert annað með yfirlýsingum sínum og tali. Orðið segir sjálft að tal okkar sé ávallt til uppbyggingar en ekki til niðurrifs. Of margur maðurinn hefur gert sjálfan sig að sérfræðingi í allri útskíringu orðs Guðs, held ég megi segja og einnig að slíkt er rangt eigið mat.

Kólossubréfið 4.  5-6.

“Umgangist þá viturlega sem fyrir utan eru og notið hverja stund.  Mál ykkar sé ætíð ljúflegt en salti kryddað til þess að þið vitið hvernig þið eigið að svara hverjum manni.”- 

Hér að vísu er verið að tala um fólk sem talar við manneskjur sem enn þekkja ekki Krist. Orðið vísar einnig til þess að við getum talað við systkini í trúnni með öðrum hætti. Samt er rangt að haga máli sínu á þann veg þar að menn þreytist af ræðunni og sumir í salnum finni enn og aftur til gamalkunnugrar sektar og samviskubits vegna þess sem sagt var. Viljum við í alvöru hverfa aftur til tíma samviskubits til að endurvekja það sem farið er frá okkur? Spyrjum við spurningarinnar? Veit ekki en ég segi nei við pælingunni og tel gott að muna að þarna á milli sé örstutt leið. Trúið þessu. Hversu oft hefur maður ekki sjálfur séð og upplifað sektarkennd vegna ræðu? Og hvað gerist? Ræðan er flestum inni ónýt. Af hverju. Allt kristið fólk, þetta fullyrði ég, elskar orðið og vill sjálft vanda sig við verkið og telur sig sumt vera vandvirkt og er því ofurviðkvæmt sjálft gagnvart öllu tali sem heggur í þetta rann sitt. Það er svo auðvelt að kveikja hjá fólkinu samviskubit. Gætum okkur á að fara ekki aftur inn á þessa vafasömu braut samviskubit og sektarkennd. Full þörf er á áminningunni og jafnframt að vita að hún gildir fyrir einn og sérhvern í salnum.  Líka hann og hana sem flutti orðið.  

Séu menn með samviskubit af því sem þeir heyra er kennslan um leið algerlega handónýt.

En vissulega þarf líka að viðhafa erfiða kennslu og muna að enginn lemur annan mann til hlýðni.

 

 

 

 

  1. ágúst 2024.

Eitt af því fyrsta sem kristið endurrætt fólk hættir að gera eftir að trúin á Jesú er komin er að syndga ekki framar. Syndga ekki framar segir hvað berustu orðum að við áður syndguðum til hægri vinstri og gerðum eftir berum hag hver fyrir sig vegna þess að hafa ekki nokkurt einasta viðmið um eitt né neitt, hvorki um rétt né rangt, né áttuðum okkur á hversu grafalvarleg syndin væri né hvaðan hún væri sprottin.

Munum að á þeim dögum þekktum við fátt nema þessa synd og synduga líferni sem var okkur eðlilegt líf og afskaplega tamt líf og við eigin kóngar og/eða drottningar sem gerðum nánast hvað sem við sjálf vildum gera og fátt rétt. Viðmið voru engin, allt þannig séð heimilt en sumt gert í skjóli augnagota annars fólks og afskipta annars fólks og hreint eitur í okkar beinum.

Samt var alltaf eitthvað í okkur sem reis upp og vildi forða okkur frá því að gera eina og aðra arfavitlausa aðgerðina eins og til að mynda að stela þó við stælum, væri því að skipta, við lugum hvort að öðru ef bæri undir og hikuðum ekki við að vera óheiðarleg ef það kom sér betur fyrir okkur. Ég og mitt viðhorf mátti sjá hvert sem litið var í okkar fari af þeirri ástæðu að viðmið öll eru fengin beint úr myrkrinu sem enginn almennilega veit hvað gerist í og við því sneidd ljósinu vegna þess að þekkja ekkert til ljóssins á þessum tíma né til réttlætis og kennslu Guðs.

Í dag er heimurinn þarna og að gera sömu verk og hann alltaf gert og engin breyting né munur á. Heimurinn og hann sem heiminum stjórnar, Satan, getur engu breytt né hefur hugmyndir um hvernig skuli framkvæma nokkrar breytingar í sínum veruleika. Satani hefur verið skákað og hann mátaður af Jesú og er búinn að vera þó enn sprikli hann og framkvæmi aðgerðir og birtingarmyndin hver rústin upp af annarri og hreina sorgarsagan eins og einkennir guðlausa og vonlausa veröld og veldur því að enn sé hér fólk sem veit ekki hvort sé skárra að fara til hægri eða vinstri. Heiminum verður ekki bjargað.  Allt sem Guð afskrifar er afskrifað.

  1. Jóhannesarbréf 3. 4-7.

Börnin mín, látið engan villa ykkur. Sá sem iðkar réttlætið er réttlátur eins og Kristur er réttlátur.  Hver sem syndgar heyrir djöflinum til því að djöfullinn hefur syndgað frá upphafi. Til þess birtist Guðs sonur að hann skyldi brjóta niður verk djöfulsins.  Hver sem af Guði er fæddur syndgar ekki því að það sem Guð hefur í hann sáð varir í honum. Hann getur ekki syndgað af því að hann er fæddur af Guði.  Af þessu má greina að börn Guðs og börn djöfulsins. Sá sem iðkar ekki réttlæti og elskar ekki bróður sinn heyrir ekki Guði til.“-

Er endurfæðingin hefur gerst fer margt samstundis af fólki. Fyrsta hugsunin er þessi meðvitund um synd og að synd geti ekki gengið með þessari nýju manneskju sem í dag hefur heilagan anda og þekkir Guðs veg af þessum nýja anda sem viðkomandi fékk og gengst við. Hið rétta er að við getum öll syndgað en ættum ekki að vilja nokkra synd inn í okkar líf. Já, kæru vinir, „Við getum ekki syndgað“ segir. Vegna fyrst og fremst vitundarinnar um Guð og þekkingar okkar á kærleika Jesú ættum heldur ekki að vilja koma fram fyrir Guð með einhverja augljósa aulasynd til að biðja hann að fyrirgefa okkur hana, sem hann vissulega gerir. Enginn efast neitt um það. En við höfum viðmið, og nú viðmið Guðs, um rétt og rangt og veljum þarna á milli. Með Guðs anda fjarri sér er ekkert val. Það er Heilagur andi Guðs sem leiðir okkur í allan sannleika Guðs almáttugs. Sjálfur hef ég sloppið við að syndga með augljósum hætti andspænis augum Guðs og séu þarna syndir eru þær mér ómeðvitaðar. Í dag er mikið er um kynferðislegar syndir meðal kirkjunnar fólks. Þar hef ég þó aldrei verið af þeirri einu ástæðu að vita að færi ég út í þá sálma gæti ég ekki framar horfst í augu við minn lifandi Guð og slík hugsun mér óbærileg. Jesús lifir!

 

 

  1. ágúst 2024.

Þegar menn átta sig á hvað Guðs orð sé og til hvers það er hingað komið fá menn aðra mynd á orð Guðs. Enginn samt uppgötvar þetta af sér sjálfum og bara si svona heldur er hér annað á ferðinni og bein opinberun frá Guði sem er að vitja mannsins og gefa honum svolítinn forsmekk að því hver hann sé. Hvernig sem menn taka svona inngripum Guðs veit ég ekki en hygg að þeir taki þeim vel og finnist einkar áhugavert sem þeir skyndilega og óvænt átta sig á að gerðist án þess að hafa á þessu nokkra einasta skoðun á akkúrat sama andartaki og atburðurinn skeði á. Mörg dæmi eru til um að allt þessu líkt opinberist manni ekki fyrr en löngu síðar og jafnvel áratugum eftir að sjálfur atburðurinn gerðist. Guð er með eigin leið í öllum sínum verkum og gefur manneskju skilning þegar hann sjálfur vill. Eins og var með sjálft frelsisverkið og andartakið sem það skeði í er andi Guðs hvolfdist yfir mann og hjartað umbreyttist í guðlega vitund og fullvissu um að víst sé til Guð, Guð er og að allt lýtur Guði. Líka undirbúningurinn að frelsisverkinu, dauði Jesú á krossinn og þau öll saman frábæru verk.

Enginn fær þakkað sér neitt fyrir þetta þó að stundum sýnist manni það nú vera og að þessi og hinn maðurinn sé skyndilega orðinn lykilmaður kirkjunnar. Allavega þá lítur þetta oft út með þessum hætti sem er auðvitað röng niðurstaða og getur heldur ekkert verið neitt nema rangt ályktað þegar ljóst er að þegar er búið að skipa æðsta mann kristinnar kirkju fyrir alla komandi tíma sem við öll vitum af, væntanlega, hvað svo sem veit maður hvað menn vita og/eða vita ekki, að sé hinn eingetni Jesú og að hann sé Sonur Guðs og að það var Jesú sem reis upp frá dauðum og mun draga allt það fólk til sín sem hann hefur endurleyst á jörðinni og koma þeim fyrir þar sem hann nákvæmlega er núna.

Skoðum orðið.

Jóhannesarguðspjall 14.  22-24.

Júdas – ekki Ískaríot – sagði við hann: „Drottinn, hverju sætir það að þú vilt birtast okkur en eigi heiminum?“

Jesús svaraði: „Sá sem elskar mig varðveitir mitt orð og faðir minn mun elska hann. Til hans munum við koma og gera okkur bústað hjá honum.  Sá sem elskar mig ekki varðveitir ekki mín orð. Orðið, sem þér heyrið, er ekki mitt heldur föðurins sem sendi mig.”-  Það er þarna sem skilur á milli trúar og vantrúar. Trúum við því í raun að Guð hafi sent ákveðinn einstakling til jarðarinnar sem Biblían segir að sé Sonur Guðs og heiti Jesú gagngert til að koma mönnum heim til Guðs gegnum trú á nákvæmlega þennan einstakling? Langur vegur er frá þessu og er birtingarmyndin því eins og hún blasir við hvar sem er í veröldinni. Það nýjasta í málinu í dag eru róstir og brothljóð sem berast til okkar frá Englandi. England er nú ekki svo mjög langt frá okkur og brothljóð út um allt og ekki einvörðungu breskrar ættar þessa dagana heldur er víðar að komið. Hvert sem litið er eru menn að kenna öðrum þarfa lexíu. „Lærðu ræfill“-segja þeir.

Þar sem Jesú er ríkir friður. Jesús sjálfur, segir orðið hér ofar, undirbýr hverju og einu okkar stað hjá sér. Orðið segir þetta og ég trúi því. Einvörðungu skilningur minn sem ég fékk að ofan opinberar mér þetta. Og á himnum er Jesú núna. Hvenær ég og þú komum þangað til hans höfum við engin svör við en vitum á hvaða leið við erum. Breytir reyndar engu fyrir þig en öllu fyrir okkur sem trúum og um leið eigum okkur markmið og förum stefnu sem Jesú gefur okkur upp. Merkilegt? Vissulega og meira. Er hreinn leyndardómur, minn kæri. Það er Jesú sem situr við hægri hönd Guðs föður og við vitum að hann er á himnum. Jesú reis upp frá dauðum og lifir með Föðurnum að eilífu, ásamt að ráða allri kirkjunni. Við vitum að náðin er að ofan og að hún er komin frá Drottni drottna Jesú en ekki mér. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

5. ágúst 2024.
Sumt er merkilegra öðru og einkennilegt verkslag þegar heilt olíufélag lætur standa sig að tómum tanki við dælu á helsta álagstíma allrar umferðar í þessu landi sem er verslunarmannahelgin á Íslandi og búast má við að hver ökumaður sem fer út fyrir borgarmörk eða bæjarmörk sín komi við á bensínstöð og fylli á tankinn. Lenti ég í þessu laugardaginn var 4. ágúst, að ég aldrei þessu vant skrapp ég í Orkuna til að dæla bensíni á bílinn og stakk kortinu í með góðri aðstöðu manneskju sem gerði fyrir mig það sem ætlast er til undir svona kringumstæðum og gat ég þá stungið dæluendanum ofan í bensínrör bíltanksins.
Heyrðust þá allavega skruðningar og læti í dælunni sem leit út eins og hún væri að dæla bensíni en aldrei kom dropi af bensíni gegnum dælukerfið og hreint og tært loft kom í stað sterklyktandi bensíns. Þó að hreint loft sé gott þá ganga bílvélar ekki fyrir því. Enn sem komið er. Fékk ég þær upplýsingar í afgreiðslu sjoppunnar á staðnum að tómur bensíntankur væri ekkert óalgengur hjá Orkunni.
Að vísu sá ég er ég kíkti á yfirlitið í bankanum að 5000 kallinn sem í bensín átti að fara rann ekki út af kortinu en sannleikurinn er að maður fer á bensínstöð til að kaupa sér bensín í bílinn en ekki til að leika sér.
Slappari þessari þjónustu man ég ekki eftir að hafa upplifað á mínum sjötíu ára æviferli. Og ætli maður láti ekki þetta eina skipti duga hvað þetta olíusölufyrirtæki, Orkuna, varðar. Ég held það bara.

Og svo tekur blessað og saklaust afgreiðslufólkið á staðnum við öllum skömmunum frá óánægðum kúnnum óskylds fyrirtækis. Guði sé lof að sumu fólki sé gefið breiðara bak en öðru fólki. Víst er um það. Ódýrt bensín er eitt og ekkert bensín annað. Líka þó aðgerðin sé sú sama. 

 

Viðbætur.

Niðurstaða málsins er að öll trúarganga manna fer fram í hjarta manneskju og að þangað fer orðið sem við lærum. Hér sjáum við einkar vel hver áhersla okkar ætti að vera framar annarri. Höfum því hjartað fullt af orði Guðs. Orð Guðs matar og nærir trú okkar.Segir enda Kristur: Jóhannesarguðspjall, 6. kafli vers 65.

„Og hann bætti við: „Vegna þess sagði ég við yður: Enginn getur komið til mín nema faðirinn veiti honum það.“ 

Trú manneskju er vinna og hver manneskja sem gerir hana er að starfa við eitthvað.

Lærum að skilja rétt þessa göngu okkar með Jesú Kristi.

 

Heimurinn er þarna og elskar þann harðduglega sem sést samtímis við bæði fram- og afturmastur skips síns sökum hraðans á sér vegna dugnaðar síns og var eitt sinn sagt.
Verum ekki þar og leyfum heimunum að sprikla að vild sinni, verum heldur orðsins menn og konur. Jesús segir sjálfur að hann muni vel fyrir sjá. Gerum þessa reynslu að okkar eigin reynslu.
Þetta hef ég gert og lifað við í bráðum tuttugu ár og aldrei skort nokkurn skapaðan hlut.
Hættum hálfvelheggjunni og lærum að elska hvert annað.
Vantar eitthvað upp á elskuna hvorn í annars garð?
Alveg helling, segi ég en segi þó að fari nokkuð batnandi og að Drottin sé að vinna sitt verk í söfnuðinum.

 

 

 

 

  1. ágúst 2024.

Frá því maður sté inn í kirkjuna og orðið ljóst að þar mundi maður vera það sem eftir lifir hefur maður séð margt gerast og sjálfur dottið niður í það far að vera með þessa bendandi fingur og séð marga aðra menn og konur taka upp sinn bendandi fingur. Og benda.

Þegar svona er talað er oftast nær verið að segja frá því að menn, ég og þú, höfum oft haft skoðanir á mörgu því sem aðrir söfnuðir gera. Og hverjum okkar finnst ekki alveg sjálfsagt mál að gefa Þjóðkirkjunni reglulega sérlega vel miðað og fast spark í…. Já, þú veist.

Á þessum stað um tíma var maður svo sem sjálfur, og þó ekki, að segja ýmislegt um ágætu þjóðkirkjuna okkar en lét fullkomlega af öllu slíku tali er Drottinn minnti mig á að það var einmitt í Þjóðkirkjunni í Neskaupstað sem ég í fyrsta skipti horfðist í augu við hinn upprisna Drottin drottna Jesú Krist að maður fór á nýjan leik að skrúfa sig niður á jörðina hvað málið varðar og æ síðan litið Þjóðkirkjuna sem bara eina af þessum kirkjum á Íslandi sem framber Guðs orð og reynir að standa sig þar. Í raun og veru hryggir það mig alltaf jafn mikið þegar kristið fólk velur að höggva í Þjóðkirkjuna í stað þess að líta sér nær og láta af að segja ósæmileg orð í garð annarra safnaða og að mæra sinn eigin söfnuð og vera svo hlaupin úr honum hálfu ári síðar. Langt er síðan maður lærði að málið snýst ekkert um þennan og hinn söfnuðinn heldur mína eigin persónulegu afstöðu til hins upprisna Krists. Sé ýmislegt að gerast í þjóðkirkjusöfnuðunum skal það sagt á móti að eitt og annað hefur oft skeð í þessum frjálsu söfnuðum. 

Við sjáum að málið fyrir hvert og eitt okkar snýst um Jesú og persónulega eftirfylgd einstaklings við Jesú. Ekki hvað aðrir gera. Ég breyti rétt og ég nýt náðar og blessunar Jesú. Og náð Jesú nægir mér. Þarf ég meira? Ég held ekki. Og hvaða kristinn maður eða kona veit ekki þetta?

Svo rammt kvað að vitleysunni í mönnum að færu safnaðarmeðlimir eins safnaðar í aðra söfnuði og þar á samkomu gat það gerst að þeir væru ekkert neitt sérlega vel liðnir í sínum eigin söfnuði er fólkið kom þangað aftur á stund. Að fólk heimsæki systkini sín og slíku ber að fagna en við gerum ekki og dæmum verkið og leggjum byrði á fólk. Já, bræður okkar og systur og neitum jafnvel að verja þau í ágjöfum.  Af hverju? Hjá of mörgu fólki snýst málið um völd og að halda völdum? Hvað getum við veiklundað fólk annað en staðið fast upp við orð Guðs?

Þegar ég var persónulega að kynnast þessum söfnuðum um 2000 og búin að velja mér einn söfnuð til að vera í, ég er reyndar í öðrum söfnuði í dag, var hungrið eftir Guðs orði slíkt að maður elti upp hverja samkomuna á fætur annarri bara til að fylla upp í rúmið og seðja hungur sitt eftir orði Guðs. Og hvað er rangt við þetta? Fræddu mig.

Í dag er þetta reyndar allt breytt og stunda ég mínar samkomur einvörðungu í Smárakirkju. Brá mér þó á Kotmótið í ár, hef farið á nokkur svona mót gegnum tíðina, ekki samt verið regla mín, og var þar síðastliðin föstudag og laugardag og svolgraði í mig dagskránni og naut veru minnar þar og viðurkenni, kannski í fyrsta skipti innan um allt þetta kristna fólk, hvernig einingin merkti sér allt umhverfið og þessi kristilega systkinavæntumþykja, megi svo segja, og einhvern veginn að við, allt kristið fólk, værum ein stór fjölskylda í Kristi og allt fólkið á staðnum í raun og veru vinur manns. Merkilegt. Sjáið ekki hér hvernig þessu sundrungarafli hefur tekist að tæta og rífa frá okkur samstöðuna með tómum lygum og ásökunum byggðar meira og minna á eigin skoðunum? Af hverju? Nú. Við lesum ekki, skiljum ekki rétt, orð Guðs né þessa klásúlu:

Lúkasarguðspjall 9. 50. “ En Jesús sagði við hann: „Varnið þess ekki. Sá sem er ekki á móti ykkur er með ykkur.“- Öflugur boðskapur sem mörgum yfirsést. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

  1. ágúst 2024.

Trú er gjöf sem ég og þú á sínum tíma veittum viðtöku og skynjuðum strax nýtt umhverfi og nýjan veruleika í kringum okkur. Trú er komin ofan frá og er gjöf frá Guði. Trú opinberar margt sem áður var hulið. Þessu veldur syndin sem er hér grasserandi og um leið vægðarlaust afl. Jesú dó til fyrirgefningar synd mannanna. Fyrirgefning Jesú, náð hans og miskunn, er málið.

Engum manni hugnast dauðinn. Með verki Krists á krossinum hefur dauðinn verið afnuminn í eitt skipti fyrir öll. En menn verða þá að trúa á Jesús. Og af því að í flestra huga er svona tal verulega fjarstæðukennt tal láta orðin illa í eyrum. Af þessu veit Kristur og mætir fólki með trúnni sem hann setur í hjartað til að fá sannfært okkur um áreiðanleika orðs Guðs. Og við erum róleg. Það er þar sem trúin byrjar að virka og verka í lífi fólks sem með tímanum nær yfirráðum yfir huga þess og hjarta og fólk fer að meta allt hjá sér upp á nýtt. En núna undir afli sannleikans í stað lyginnar áður. Orðin lygi og sannleikur hafa lengi vafist fyrir mönnum.

Biblían greinir frá að Jesú sitji við hægri hönd Föðurins, sem sjálfur hefur hásæti sitt á himnum. Ljóst er að himinn og jörð er sinn hvor veruleikinn og sinn hvor staðurinn og bara annar staðurinn, jörðin, sýnileg berum augum manna. Ósýnileikann opinberar máttur trúarinnar fyrir öllu fólki vegna þess að Jesús tekur manninn að sér og gefur sinn heilaga anda og um leið anda sannleikans. Þetta gerir að verkum að menn tala eins og hér er gert.

Að það skuli vera á reiki hjá fólki hvað sé sannleikur og hvað sé lygi getur opinberað mönnum þessi tvö öfl sem takast á í lífinu og eru á meðal okkar og í einu og sérhverju. En þar fer fram mesta og harðasta glíma sérhvers einstaklings. Þetta snýst allt um einstaklinginn og verk hans.

Annað Pétursbréf 1. 4-7.

Með því hefur hann veitt okkur dýrmæt og háleit fyrirheit sem fela í sér að þið komist undan spillingunni í heiminum sem girndin veldur og verðið hluttakendur í guðlegu eðli.  Leggið þess vegna alla stund á að sýna í trú ykkar dygð og í dygðinni þekkingu, í þekkingunni sjálfsaga, í sjálfsaganum þolgæði, í þolgæðinu guðrækni, í guðrækninni bróðurelsku og í bróðurelskunni kærleika.”- Orð Guðs er frábært leiðsögutækið um réttan veg sannleikans.  

Það er með tímanum á göngunni með Jesú sem menn læra að treysta orðinu umfram sína eigin sannfæringu og er það mikill leyndardómur. Þetta fólk sér og viðurkennir að þau býtti séu góð býtti og til heilla og hamingju öllum sem við taka og við lifa og búa. Þú eins rétt eins og ég get verið þar. Þú alveg eins og ég þarft bara eitt. Komast undir náð og miskunn hins upprisna Jesú.

Fólk sem á Jesú sem sinn frelsara er fleira en við flest vitum um. Það er Drottinn sem starfar í öllu þessu fólki frá einum degi til annars dags. Og Jesú er sístritandi. Að sjá þetta svona er fyrir mátt trúarinnar sem hann hefur gefið og gróðursett í hjörtum sinna manna og kvenna og fengið að virkja og nota eins og hann sjálfur vill, sem eru bestu býtti hverrar manneskju og frábærast af öllu frábæru að til sé sannleikur sem vill og mun þá leika um líf manna. Allt af þeirri ástæðu að þetta fólk trúir á krossfestan og upprisinn Jesú Krist.

Annað Pétursbréf  1. 19-20.

“Nú getum við enn betur treyst orði spámannanna. Það er rétt af ykkur að gefa gaum að því eins og ljósi sem skín á myrkum stað þangað til dagur ljómar og morgunstjarnan rennur upp í hjörtum ykkar.  Vitið það umfram allt að enginn þýðir neinn spádóm Ritningarinnar af sjálfum sér.”-  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

  1. ágúst 2024.

Þannig er þetta í Guði, að hver og einn einstaklingur hefur hlutverki að gegna. Enginn þannig séð er án verks í húsi Guðs sem hann og hún með einum og öðrum hætti þarf ekkert að sinna neitt. Allt sem gert er í söfnuði Krists er fyrir hendur safnaðarmeðlims. Mikilvægt er að menn og konur átti sig á skipulaginu sem ríkir í söfnuði Krists og séu til í að taka að sér aðkallandi verk. Enn og aftur er okkur beint inn á lendur orðs Guðs, þar sem allt þetta er sem við þurfum að vita og muna að orðunum sé beint til fyrst og fremst lesandans sjálfs.

Skoðum orðið.

  1. Pétursbréf 5. 3-4.

Verið hirðar þeirrar hjarðar sem Guð hefur falið ykkur. Gætið hennar ekki nauðugir heldur af fúsu geði eins og Guð vill, ekki af gróðafíkn heldur fúslega.  Þið skuluð ekki drottna yfir söfnuðunum heldur vera fyrirmynd hjarðarinnar.”

Hér höfum við hina prýðilegustu leiðsögn um ákveðið verk sem mikilvægt er að vita um og fara eftir. Til að geta þetta þarf ýmislegt fyrst að hafa byggst upp í hjarta einstaklings sem gerir honum fært að halda utan um það sem Drottins er. Munum! Guð treystir manneskju til að sinna verkefninu og hefur með sínum hætti undirbúið hana til sérstaks verkefnisins og lagt fólkinu til ýmsa biblíulega fræðslu. Og það getur framkvæmt verkið að öllu leyti samkvæmt vilja Guðs.

Hið fullkomna plan Guðs hefur þegar verið útbúið og við vitum að við getum kynnt okkur plan hans í þaula með því að kynna okkur orð Guðs. Og verkið sem við tökum að okkur verður engin nauðung né raun heldur gleðilegt, líflegt og farsælt vegna þess að hjarta mannsins gleðst í hvert sinn sem það horfist í augu við yndislegan meðbyrinn sem Drottinn gefur verkefninu og viðkomandi sem fæst til að sinna skyldu sinni sem um leið er kölluð manneskja af Guði sínum.  

Guð vill þó að við förum lengra með þetta en að einvörðungu sinna einhverju skilduverki sem okkur er fengið.  Hann vill einnig gefa okkur gleðina af framkvæmd verksins sem liggur fyrir að er skýr vilji Guðs sem hann treystir þér, já þér, til að gera. 

Lúkasarguðspjall 17.  10.

“Eins skuluð þér segja, þá er þér hafið gert allt sem yður var boðið: Ónýtir þjónar erum vér. Vér höfum gert það eitt sem oss bar að gera.“- Er þetta ekki svolítið svona að verkin sem við gerum séu bein skylduverk og oftast nær ekki mikið meira en þau? Sé þarna hrósunarefni liggja þau í sjálfum skylduverkunum sem þó eru unnin og við líka megum vel eiga.

Við sjáum að til að skilja þetta rétt þarf sjálf trúin að fá að vera með í allri för. En er það ekki sjálfgefið mál? Ég spyr þig og tel sjálfur að oft sé nákvæmlega þetta mannsins eini Akkilesarhæll á þeirri vegferð.

Komist trú eins og sérhvers okkar ekki að með beinum hætti vilja trúarverkin okkar með skjótum hætti umbreytast í tóma mæðu og sannleikurinn að ekki eru nærri allir í kring sem sjá verkið með sömu augum og Guð sér það. Aftur stöndum við andspænis orðunum “Trúin er nauðsynleg” og muna að á við um já mig. Í, já, dag.

Þar kemur trúin til skjalanna sem fullvissar mann um hver maður sé í Guði.

Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

  1. júlí 2024.

Hvers vegna er trúuðu kristnu fólki uppálagt og það hvatt til að vera vel á sér í orði Guðs? Ástæðan liggur fyrir. Allt sem þú þarft að vita um trúargöngu þína getur þú kynnt þér og lært allt um í orði Guðs. Fljótt munu menn og konur komast að raun um mikilvægi þess að vita sem mest og gleggst um hvernig trúargangangan virkar. Og menn sjá fljótt grafalvarlega hlið málsins og einnig að trú og að ganga fram í trú er enginn leikur og að í raun og veru snúist þetta mál um líf og dauða í orðanna fyllstu merkingu. Við verðum að muna að trú okkar á Jesú Krist byggir á allan hátt á sannleika. Engri lygi.  

„Sannleikurinn gerir okkur frjáls!”- segir orðið og er mikilvægt að grípa þetta skjótt og á eftir að vera sjálfur sannleikans megin. Engin blekking býr í hreinum sannleika. Sannleikurinn er nóg.

Þetta er vísbending til kristinna manna um þennan aðskilnað við heiminn sem liggur allur í hinum vonda. Kristin trú og heimurinn eru áfram algjörar andstæður og bera sitt hvora áhersluna. Við höfum þetta allt í orðinu og getum varast keldur á leiðinni og gerum með því að vera betur að okkur í orðinu. Með öðrum orðum að þá æ nennum við því ekki og förum leið mötunar. Hvað sem mæti okkur þurfti ekki að koma okkur neitt í opna skjöldu en gerði af vankunnáttu einni saman og felldi sum af okkur. Að vita góð skil og rétt á orðinu er hin eina og alvöru vörn og merking kennslunnar um að klæðast daglega herklæðum Drottins. Sem sagt! Á hverjum degi erum við tilbúin í þennan daglega og nauðsynlega trúarlega bardaga. Munum! Við erum hermenn. Hermenn Krists. Hermenn fara í hernaði þó ekki beiti hermenn Jesú aðferðum fallins heims heldur notast við lífgefandi vopn sem heitir „Orð Guðs.“ Hermenn Krists fella engan mann til dauða en reisa marga við og aftur til lífs. Við verðum að sjá og muna að orð Guðs eitt bar sigurorð af illsku og vonsku heimsins. Ekkert annað. Við sjáum að ekkert þar hefur neitt breyst.

Þarna erum við aftur komin að mikilvægi þess að leggja stund á einkum fræði Guðs sem kennir okkur allt sem við þurfum að vita um veg Guðs og lærum að lúta og virða reglur Guðs um alla aðferðafræði.

Skoðum orðið:

1 Pétursbréf 4.  12-16.

Þið elskuðu, látið ykkur ekki undra eldraunina, sem yfir ykkur er komin, eins og eitthvað áður óþekkt hendi ykkur.  Gleðjist heldur er þið takið þátt í píslum Krists til þess að þið megið einnig gleðjast og fyllast fögnuði þegar dýrð hans birtist.  Sæl eruð þið þegar menn smána ykkur vegna nafns Krists. Andi dýrðarinnar, andi Guðs, hvílir þá yfir ykkur.  Ekkert ykkar líði sem manndrápari, þjófur eða illvirki eða fyrir að hlutast til um það er öðrum kemur við.  En ef einhver líður sem kristinn maður, þá fyrirverði hann sig ekki heldur vegsami Guð fyrir að bera nafn Krists.” - 

Ritningaversin hér að ofan minna okkur á hverjum við lútum og fyrir hvern við störfum, að höfðingi okkar og fyrirliði liðsins er Jesús. Við sjáum að til að þjóna honum samkvæmt vilja hans þurfum við fyrst og fremst trúa á þær aðferðir sem hann er að nota í sinni hermennsku og muna að heimurinn er fallinn og verður ekki bjargað í núverandi mynd. Og þetta nýja er trúin á Jesú og lífið sem hann nú þegar hefur fyrir sitt fólk. Annað nýtt en verk Jesú er ekki til. Heimurinn liggur í valnum og endar þar. Nýja vínið í nýju belgjunum er verk Jesú. Gömlu leku belgirnir eru ógildir. Þeir eru ónýtir og eru borðleggjandi staðreynd. Utan um sannleika málsins mun trúin á Jesú halda. Þetta vitum við af lestri orðs Guðs og skilningsins á orði Guðs. Jesús lifir!  Hann lifir! 

  1. júlí 2024. (b) 

Að fylgja Drottni er lærdómsríkt og hverjum manni einkar gagnlegt verk í reynd. Að gera verkið eða gera verkið ekki er mín eigin vilja ákvörðun. Að sleppa úr degi og að maður þurfi ekki alltaf að vera í þessu, átt við að vera í Guði, er villa sem þarf að uppræta og forðast að fæðast fram í sér sjálfum og vera eldsnöggur að skila henni aftur heim til föðurhúsanna ef og þegar hún birtist.

Mikilvægt er að muna og tileinka sér sannleika málsins og að Biblían sjálf sé besta hjálpartækið. Trú er og verður áfram persónulegt samfélag við Jesú og er sannleikur sem ég þarf persónulega að gera að mínum eigin sannleika og tileinka mér á hverjum degi. Geri ég þetta helst allt annað mikilvægt inni.  Og samfélagið og stundirnar í samfélaginu. Allt þetta kemur þó á eftir hinu.  

Mikilvægt er að muna og vita hvernig í öllum þessum málum liggur og líka að margt hefur skolast til og þvegist burt sem þar á að vera og sumt bein lykilatriði á trúargöngu okkar sem gerir allar áherslur Drottins fyrir okkur persónulegri og líka áhugaverðari. Og af hverju öðru en dvínandi áhuga veljum við að sleppa úr degi með Drottni? Allur ósómi byrjar á örlitlu atriði sem okkur kann að finnast léttvægt en byrjar svo að vinda upp á sig og tíminn fjarri Jesú að lengjast? Allt allvel þekkt.  En við höfum leiðsögnina sem þarf í orði Guðs. Til að mynda þessa:  

1 Pétursbréf 3. 8-9.

Að lokum, verið öll samhuga, hluttekningarsöm og elskið hvert annað, verið miskunnsöm, auðmjúk.  Gjaldið ekki illt með illu eða illmæli fyrir illmæli heldur þvert á móti blessið því að þið eruð til þess kölluð að öðlast blessunina.”- Hér er viss lykill sem við getum ef við viljum komið okkur saman um að vinna eftir. En til að tryggja sig þarna ræðum við orð Guðs og verðum sammála því. Það er orðið sem lætur okkur vaxa rétt upp til höfuðsins Krists og ekkert nema orðið. Við höfum leiðirnar og erum eins og orðið sjálft segir „Án afsökunar.“ Það er segja! Að breyta ekki samkvæmt vilja orðsins sem tekur ekki, aldrei, fram í fyrir hendur nokkurrar manneskju. Rétt gerð kennsla í orðinu er gullið sem glóir hvað skírast. Og trúin okkar andar áfram róleg og sér að við munum áfram halda okkur við frelsarann okkar Jesú og gera algerlega sjálfviljug, eins og verið hefur hingað til. Frelsi er lykilatriði Jesú. Engar þvinganir gilda þar.

Jesús frá fyrstu tíð dregur hring utan um einstakling. Ég og þú erum sitt hvor einstaklingurinn sem veljum og/eða höfnum hverju sem við sjálfir viljum. Þú öllu hægra megin við þig og ég öllu vinstra megin við mig. Og eitthvað tökum við inn í staðinn fyrir allt hitt sem varpað var á dyr og sem bæði gæti verið gott og vont. Drottinn hélt að sér höndum og horfði á okkur henda öllu því besta í okkar fari út af því að hafa fengið svokallað „nóg af þessu.“

En hvernig er hægt að fá nóg verandi sjálfur innan um það besta sem til er? Hver skilur mannshjartað? Annað svar við spurningunni en þetta svar er ekki tiltækt.

Við verðum að muna að Jesús elskar þetta frelsi okkar og við einnig, þegar við skiljum hvað orðið frelsi merkir. Sjálfum finnst mér mitt eigið frelsi til verka og athafna ein stærsta gjöf Guðs.  

Nákvæmlega þetta frelsi mitt til að velja og hafna og taka algerlega mínar eigin ákvarðanir um hvaðeina sem ég tek mér fyrir hendur hefur gert trúargöngu mína miklu alvarlegri og miklu skemmtilegri. Ég elska að vita að allt sem ég aðhefst sé að mínu eigin vali. Sjáum við ekki hvert Drottinn er að fara með þessari áhugaverðu klásúlu sinni? Guð gefi okkur einu og sérhverju að sjá. Sjálfum finnst mér þessi klásúla um frelsi mannsins hreint mögnuð. Fátt meira þessu hefur dregið mig nær Jesú. Og maður fer að keppast eftir að vita meira og draga úr líkum á að maður geri verk sem hryggir hjarta lifandi Guðs. Þetta er trú á Jesú í verki. Jesús lifir.

 

 

  1. júlí 2024.

Velti stundum fyrir mér nýjasta smellinum og æðinu sem er í gangi nú um stundir, sem eru allir þessir rafmagnsbílar bæði hér á Íslandi og í flestum öðrum löndum Evrópu og líklega einnig í Bandaríkjunum. Ekki hefur maður neitt orðið var við að unnið sé markvisst að uppsetningu tengivirkja til að hlaða þessa væntanlegu rafbíla til landsins né hef fengið nokkra einustu útleggingu á hvernig menn hyggist gera verkið né hvernig fyrirkomulag þessara mála verði og hvar tengivirkin eru staðsett sem þegar hefur verið komið upp. Verði ekkert raunverulegt aðhafst fara þessi mál þannig að einungis ríki karlinn og vellauðugi aki um á rafmagnsbíl með eigin aðstöðu heima fyrir sem hann kom sér upp sjálfur til að hlaða batterí rafbíls síns. Nema hitt sé gert getur rafbíllinn aldrei orðið nein almenningseign.

Er hugsunin og planið máski og meiningin að hver íbúi og um leið rafbílaeigandi í landinu stingi í samband heima í blokkaríbúð sinni og leggi eigin kapal út um glugga einhvers herbergis blokkar sinnar og nógu langan til að tengja bílinn sinn við rafmagn þarna á stæðinu? Sjá menn ekki að málið er þegar komið í öngþveiti en samt haldið áfram við þessi bílaskipti eins og ekkert hafi í skorist.

Hvernig ætla menn að gera þetta verk sem þeir sjálfir segja að sé svo afar brýnt en hvergi nokkur merki um að sé verið að gera? Svo fyrir utan það að nú þegar er skortur á rafmagni og erfitt um vik að virkja neitt meira, helst vegna andstöðu margra landsmanna við frekari vatnsaflsvirkjanir. En það verður ekki bæði haldið og sleppt í hvorki þessu máli né mörgum öðrum málum. Vindmyllur úti um allt eru kannski neyðarbrauðið sem ég tel samt ekki vera neinn raunhæfan kost.

Það sem hingað til hefur gerst í þessari einkennilegu rafbílaumræðu er eintómt tal og hellings bollaleggingar um eitt og annað kringum rafbílavæðinguna sem þegar er komin vel af stað og innflutningur rafbíla hefur staðið yfir nú um nokkra hríð en engin merki þess að verið sé að koma skipulega upp stöðvum þar sem menn hlaða rafbíla sína í með einhverjum venjulegum hætti.

Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að menn sem fara fyrir og ráði og ríki um gang allra svona mála hafi ekki nokkra einustu hugmynd um það sjálfir hvernig best væri að útfæra þetta mál til enda og tel því að lausnin verði einhver skötulíkislausn eða eitthvað sem gleymist að leysa og að

 áfram verði haldið með hitt verkefnið, að skipta út bensín- og dísilolíutíkinni fyrir rafmagnstíkina, sem hver og einn íbúi leysi sjálfur og sjálfstætt hvernig og hvar sé hlaðinn.

Sjá menn ekki að á meðan hitt verkið er ekki gert og það leyst með einhverjum farsælum hætti er tómt mál að tala um einhverja allsherjar rafbílavæðingu í þessu landi. Best í stöðunni væri að setjast því stundarkorn á strákinn og hugsa málið örlítið betur. Til að mynda hver kostnaðurinn verði af verkinu að koma upp öllum þessum grúa og nauðsynlegu tengivirkjum hringinn í kringum landið. Og þar erum við að tala um risavaxnar upphæðir. Ein og ein hleðslustöð hér og hvar sem fæstir vita hvar sé staðsett nægir ekki.

Spyrja má hvað til séu margir einkabílar á Íslandi í dag og hvað þetta nýja hleðslukerfi komi til með að kosta út um allt land sem annar þörf rafbílavæðingarinnar. Munum!  Einkabíll er kominn til að vera.

Mörgum spurningum um þetta sérkennilega mál, rafbílavæðinguna, hefur enn ekki verið svarað. Svo mikið alltént veit ég.

 

 

 

 

  1. júlí 2024.

Ég man eftir siglingu á skuttogaranum Júní GK frá Hafnarfirði á áttunda áratug seinustu aldar til Bremerhaven í Þýskalandi og þegar ég ásamt loftskeytamanninum um borð sem Einar hét og var eins og ég sjálfur Hafnfirðingur, bjó þar alltént þá og gerði í áratugi, og fórum við og skoðuðum sögufrægt þýskt seglskip sem þar lá við sérstaka afgirta bryggju og var seldur aðgangur um borð í skip þetta á vissum tíma dags fyrir túristann og alla þá sem vildu skoða þetta gamla, aflagða og um leið úrelta skipslag sem einkenndi seglskipið, sem ég man því miður ekki nafnið á né veit hvort skipið sé enn á sínum stað þarna í höfninni í Bremerhaven en getur vel verið. Langt er um liðið.

Ekki eru allir eins og skussarnir hér á Íslandi sem aldrei nokkurn tímann hafa tímt að varðveita nokkurn skapaðan hlut hjá sér og gert að verkum að íslenska atvinnusagan er öll meira og minna glötuð.  

Ástæða þess að Júní GK er þarna í Bremerhaven á þessum árstíma er að eftir að búið var að selja aflann á markaðnum í Bremerhaven fór það í þurrkví og það lagfært sem veiðar í ís nokkrum mánuðum fyrr ollu og tók peruna af stefninu, muni ég þetta rétt. Ástæðan getur líka hafa verið einhver önnur. Langt er um liðið en slippferðin skýrir hins vegar hví skipið var látið sigla svo snemma sumars þegar venjan var haustið og kannski eitthvað fram yfir áramót, eins og venjulegt var í þessum siglingamálum íslensku togaranna, en þó var allur gangur á.

Múgur og margmenni keypti sér aðgang að þessu gamla seglskipi sem var til sýnis og fórum við vinirnir um borð til að kíkja á aðstæður karlanna sem störfuðu á skipinu.

Gengið var niður í skipið á afturþilfarinu og blasti þá við salur sem að sjá teygði sig fram undir stefni. Aftur skipið var þiljað af og þar á bak við var íverustaður yfirmanna þar sem allt annað blasti við og talsverður íburður lagður í híbýli yfirmanna. Með þeim hætti var fyrirkomulagið lengst af sjósögunnar þó að talsvert sé búið að jafna allt þetta út í dag en var ekki þá. „Engan mannamun“-segjum við í dag og reigjum okkur öll. Samt er gerður hellings mannamunur.

Hengikojur voru þarna í röðum sem undirmönnum var úthlutað og fékk hver áhafnarmeðlimur sína eigin hengikoju. Það sem maður einnig rak augun í var allt þetta pláss neðan skips sem einhvern veginn leyndi sér er maður kom að því utan frá. Stór hópur fólks starfaði á þessum seglskipum en þó ekki fleiri en þurfti til að sinna þeim verkefnum um borð sem skipið krafðist.

Skipið var nokkuð stórt og kannski á milli tvö þúsund og þrjú þúsund tonna stálskip ætlað til flutninga varnings milli landa en var ekki herskip. Fór maður eins og áður segir niður í skipið að aftanverðu og kom upp fram undir stefni og tók það okkur félagana nokkurn tíma að rölta þetta fram eftir í rólegheitunum okkar og anda að okkur sögunni sem við vorum þarna mitt inni í.  Merkileg ferð.  

Af öllu svona löguðu erum við Íslendingar að mestu leyti að missa vegna þess að hugsunin um varðveislu atvinnusögunnar er ekki inni þó að svolítið hafi verið gert í kringum túrismann að þessu leyti. En vandinn með hann er að honum fer fækkandi og væri ágætt fyrir þessa þjóð að huga að þeim málum hjá sér til að einnig þetta komi henni ekki í opna skjöldu ef og er halla fer undan fæti eins og gæti vel gerst og hefur þegar gerst.  Hvort sem framhald verði á.  Túrisminn byggir á gildandi verðlagi hvers lands og löndin í kring samkeppnisaðilarnir.  Ekkert flókið sagt hér.

  1. júlí 2024.

Strandveiðum smábáta hér við land er, skilst mér, lokið að þessu sinni. Þær sýnist manni vera framkvæmdar eins og verið hefur frá upphafi með einkum stanslausu kvarti þeirra sem þær stunda sem eins og oftast áður voru afskaplega óánægðir með margt kringum framkvæmdina á þessum veiðum. Og þegar fiskurinn er hvað verðmætastur er þeim gert að hætta veiðum, og barlóm í þessum dúr.

Eftir því sem ég man best voru þessar strandveiðar settar á legg til að koma lífi í trillur og hrinda þeim aftur á flot og í verð eftir að þeim hafði verið komið upp í fjöru og ekkert annað fram undan hjá þessum ágætu íslensku trillubátum en að daga þar uppi og vera engum til gagns. Með þeim hætti var ástandið í þessu landi hvað þessa smábáta varðar en strandveiðarnar breyta. Í raun hafa of margir kvartað og stórútgerðin ekkert minna en smábátaútgerðin gerir sem sjálf vill fá þennan afla smábátanna yfir til sín vegna þess að stundum þarf hún að binda skip sín við bryggju vegna kerfisins sem í gildi er. Að sjá gleyma menn því svo oft að engar veiðar hér við land eru lengur frjálsar heldur lúta reglum skömmtunarkerfis, sem auðvitað bitnar á starfseminni með margvíslegum hætti.  

Strandveiðikerfið er gott kerfi og leysti vissan vanda sem uppi var, breytti þessu og var strax umtalaður þessi mikli munur sem kom og birtist einkum í öllu þessu lífi á bryggjunum hringinn í kringum landið þar sem ekkert líf hafði verið árum saman en sést nú aftur eftir strandveiðilöggjöfina og kerfinu sem þá fór af stað. Verðlausar trillur í kömpum fá aftur sitt verðgildi og eru seljanleg vara á ný sem engin leið var til að gera vegna þess að vera svipt réttinum til að fiska. Kvóti opnar á þetta en þarf þá að vera til staðar í tilviki eins og sérhvers báts. Löggjöfin er sem sjá má góð.

Breytingarnar eins og þær voru framkvæmdar rifu af mönnum lögmæta eign sem hvorki var hægt að afla sér tekna á né losa sig við með neinum hætti. Þessar eignir fólks voru á einni nóttu bara núllaðar út. Og hver kaupir trillu sem ekkert má gera á annað en leika sér? En þannig var þetta og er strandveiðikerfið sett á til að losa þarna um. Verkið tókst en stöðugt var kvartað á meðan strandveiðitíminn varir.



  1. júlí 2024.

Hebreabréfið 11.  6.

„Ekki var hann framar að finna af því að Guð hafði numið hann burt.“ Áður en hann var burt numinn hafði hann fengið þann vitnisburð „að hann hefði verið Guði þóknanlegur“. Ógerlegt er að þóknast Guði án trúar því að sá sem vill nálgast Guð verður að trúa því að hann sé til og að hann umbuni þeim er leita hans.”- 

Hér er bent á hver grunnur alvöru trúar okkar sé. Við sem sagt trúum því að Guð sé til og byrjum þar. En er það ekki annars merkilegt í sköpuðum heimi fullum af yndisleik og alls sem þarf til að líf geti þrifist, varðveist og dafnað og verið áfram líf sem leikur sér og hlær, að fyrsta skrefið að öllu þessu og öllum hinum skrefunum sem á eftir koma skuli vera þessi trú í hjartanu um að Guð sé raunveruleiki og það sem hann gerði og geri sé lykill að veru okkar eins og sérhvers og tilvist á meðan við enn drögum hér andann? Ætti þetta bara ekki að liggja fyrir hjá einum og sérhverjum okkar? Vissulega en gerir ekki vegna blekkinga meistara sem hér er að störfum til þess eins að blekkja fólk. Og hvernig er það hægt? Með einum hætti, sem sagt, algeru miskunnarleysi, grimmd og blindri hörku. Öðruvísi er hitt verkið ekki gerlegt.

Að svona skuli vera í stakk búið er ekkert annað en stórmerkilegt og bein vísbending um syndina og hversu grafalvarleg hún er og að henni sé stjórnað af öðru afli en því guðlega. Að þetta sé strangt til tekið fyrsta vísbendingin til okkar um að til sé bæði gott og illt sýnir þessa blindu mannkyns og skilningurinn vex á þessu atriði vegna þess að við vorum dregin undan allri lygaþvælunni og til satt og rétt og vinnum nú með þessu afli og sjáum lífið í réttu ljósi og lærum æ betur á hvað satt og rétt sé og vitum orðið að við megum söðla og eigum að söðla um í hugsun, hátterni og hegðun. Hugsun óguðlegra er eintómt tóm. Hún er allslaus, byggð á hégóma og ofan í hégómann á lygum.  

Allt vegna þess að markvisst og skipulegt verk syndarinnar er beinlínis að halda fólki fjarri sannleika Guðs og rær að því öllum árum að fólk finni ekki sannleika þessa máls með einni einustu leið og er því áfram undir afli lygasagna, svo sannfærandi, til að þetta gerist bara aldeilis ekki. Og lygin heldur sér þarna og er áfram gagnfrosin vegna eigin heiftar og haturs á öllu sem Guðs er. Og ekkert gerist fyrr en fingur Guðs bendir á þennan einstakling og annan einstakling með honum sem fær opinberun og segir, og er ekki einu sinni gáttaður á sinni opinberun: „Það er til Guð!“ og uppgötvar að hann var aldrei lengra frá honum en í þessari seilingarfjarlægð frá sér án þess að veita Guði nokkra athygli og engin hugsun kom upp sem beindi athygli hans þangað. Nema þá kannski eitt lítið örskot. 

Hebreabréfið 10.  5. 

“Því er það að Kristur segir þegar hann kemur í heiminn:  Fórn og gjafir hefur þú eigi viljað en líkama hefur þú búið mér.”-

Sjáum við ekki gang blekkingarinnar í málinu og hvernig hún reynir að leiða sig áfram skref fyrir skref til þess eins að viðhalda illu og mönnum áfram í myrkri og að reisa hulu um sannleikann? Sjáum við ekki hversu algerlega vonlaus maður er verandi mitt inni í svona kringumstæðum og algerlega fastur þar í farinu. Og hvað getur annað gerst hjá fólki sem lifir með blekkingunni og afneitar sannleikanum? 

Við sjáum að í afli syndarinnar býr ekkert gott og að það er sneitt öllum kærleika og er harðasti andstæðingur lífsins.  Okkur sem gefið er að sjá þetta erum Jesú afskaplega og óendanlega þakklát fyrir verkið á krossinum og upprisuna.  Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

  1. júlí 2024.

Hvað er merkilegra í veruleika manna en friðurinn er hann fer um svæði okkar mannanna?  Að halda friðinn og vilja og velja friðinn fyrir sig er lykill að töluvert mikilli gæfu.  Þetta geta allir menn tekið undir.  En af hverju ríkir þá ekki friður alla daga, allar nætur og sérhverja stund á meðal okkar?  Það  er góð spurning og svarið sjálfsagt margþætt og sumpart flókið en ekki hægt að draga fjöður yfir þann sannleika að oftast nær ræður nú og ríkir friðurinn á meðal okkar.  En ætli undirót þess að hitt komi upp sé nú ekki veikleiki hvers og eins okkar mannanna, fýlugirni, tilfinningasemi mannanna og hún öll saman meira en flest annað?  Væri ekki hægt að fallast á þessa niðurstöðu sem allavega sennilega útskíringu og að allt hafi þetta nú verið frekar léttvægt og hreinn stormur  í vatnsglasi sem olli hinu ástandinu?  Alveg örugglega. 

Skoðum stórkostlegt orð Guðs.

Hebreabréfið 12. 7-12.

Þolið aga. Guð fer með ykkur eins og börn sín.[ Öll börn búa við aga.  Ef Guð agar ykkur ekki þá eruð þið ekki börn hans heldur þrælborin.  Við bjuggum við aga jarðneskra foreldra og bárum virðingu fyrir þeim. Skyldum við þá ekki miklu fremur lúta aga himnesks föður okkar og lifa?  Foreldrar okkar öguðu okkur um fáa daga eftir því sem þeim leist en okkur til gagns agar Guð okkur svo að við verðum heilög eins og hann.  Um stundar sakir virðist allur agi að vísu ekki vera gleðiefni heldur hryggðar en eftir á veitir hann þeim er alist hafa upp við hann friðsamt og réttlátt líf.

Réttið því úr máttvana höndum og magnþrota knjám.  Látið fætur ykkar feta beinar brautir til þess að hið fatlaða vindist ekki úr liði en verði heilt.”- Stórkostleg kennsla í mannlegum samskiptum.  Hann, þarna hmmm, þessi stóri feiti, hefði sko aldeilis gott af að lesa þetta og breyta samkvæmt ofanrituðu.  Þetta er alveg rétt en sá hængur á að lesnignin er ekki ætluð honum heldur mér og þér sem lásum versins.  Og þar versnaði nú heldur betur í því?  Biblían nefnilega hefur þann eiginleika að benda alltaf á þann sem les.  Eins og orðið segir á einum stað og er þá að tala við afskaplega mætan og mikinn heiðursmann og Guðsmann hann Davíð blessaðan.  “Þú ert maðurinn.”  Skoðum verksummerkin.

Síðari Samúelsbók 12.  7.

“Þá sagði Natan við Davíð: „Þú ert maðurinn. Svo segir Drottinn, Guð Ísraels: Ég smurði þig til konungs yfir Ísrael og ég bjargaði þér úr hendi Sáls.”-

Og.

Síðari Samúelsbók 12.  13-15.

“Þá sagði Davíð við Natan: „Ég hef syndgað gegn Drottni.“

Natan svaraði: „Drottinn hefur fyrirgefið þér synd þína. Þú munt ekki deyja.  En vegna þess að þú hefur gefið óvinum Drottins tilefni til að smána hann mun sonur þinn, sem fæðist innan skamms, deyja.“

Síðan fór Natan heim til sín.”- Hér sjáum við afskaplega skýrt hvernig orð Guðs vinnur og að það tali beint og milliliðalaust til einstaklings. Áttum okkur og á að Samúel spámaður flytur Davíð þessi orð sem þarna heyrast í fyrsta skipti en ég og þú vitum af vegna þess að orðin enda í Biblíunni og munu vera þar um aldur og ævi.  Og  af hverju? Guð er hinn sami.  Hann hefur ekkert breytt sér og mitt að velja að hlýða og fara eftir orðum hans eða ekki.  Jesús lifir!  Amen.

  1. júlí 2024.

Mikilvægt er að átta sig á að Guðs vilja er ætlað að virka í mínu lífi og að til að svo megi vera þarf ég fyrst og fremst að sækjast eftir þessu sjálfur og geri þá fyrst þegar ég skil betur hvað við er átt og hvað trú sé og hvað trú geri fyrir mig. Vantrú getur aldrei komist á þennan stað nema fyrst að hverfa. Og farið hefur fé betra. Þá fyrst verður til þessi umsnúningur í hjarta manneskju sem sér allt umhverfi sitt upp á nýtt af fyrst og fremst sinni eigin breyttu afstöðu til hluta og verka í kring. Og hvað gerist þá? Jú, líf fólks verður því kærara en áður var og fólkið fer að vilja hlúa að sínu eigin lífi, verja sitt eigið líf með þeirri aðferð einkum að að vera með sig sjálft/n í lagi. Trúin er einkar hjálpleg við allt svona sem og að halda manninum þar sem hann á að vera. Í sem sagt húsi Guðs. Hús Guðs er þarna fyrir manninn og ekki til að binda hann né fjötra heldur vegna frelsis hans af Guði gefið. Að tómir fjötrar einkenni kristna trú er algeng lygi sem er beint komin úr húsi lyginnar, sem er syndin.

Trúin á Jesú er alveg sérstakt fyrirbæri sem hvergi er til nema í húsi Guðs og á göngu mannsins með Guði sínum. Og vegna þess að engar tilviljanir eru til opinberar trúin þetta fyrir sínu fólki. Allt vegna trúar mannsins á Jesú. Það er í Jesú nafni sem við áttum okkur á hvernig í málunum liggur og að Guð sjálfur sé höfundur alls þessa plans og allrar þessarar gríðarlegu áætlunar sem heimurinn er undir og verður ekki hvikað frá uns allt sem Guð vill er komið fram.

Biblían segir að Satan, sem vissulega er hér í dag, muni ekki vera hér til eilífðarnóns og að honum verði ýtt út og með honum sérhver maður sem ekki vildi taka við Jesú inn í hjarta sitt og velja áfram veg syndarinnar fyrir sig sem orð Guðs segir um að muni enda í Helju. Ömurleg býtti fyrir sérhverja manneskju sem með þeim hætti um leið velur að glata sínu í eigin lífi sem þó fékk til sín frelsara sem dó í hans stað og Guð Faðir vakti upp frá dauðum og sýndi að á þennan einstakling skyldu allir jarðarbúar trúa og læra af og treysta og fá að launum að komast til staðarins sem Jesús er á í dag og í dýrðarríki Föðurins á himnum.   

Lífgjafi fólks heitir Jesús sem bara fáir veita athygli og styðja, fylgja og trúa á og fer að elska náunga sinn á meðan hinir hamast áfram við að skara eld að sinni eigin köku þó sérhver manneskja viti að eitt sinn skuli hver deyja og eftir það taka út sinn dóm. Allt vegna samfélagsins við sinn eina og ekta erkióvin sem Biblían segir að beri nafnið Satan og að hann einnig muni verða tortímingunni að bráð. Þó að dómnum yfir honum hafi enn ekki verið fullnægt er hann samt upp kveðinn og bíður síns tíma. Þetta eru ekki þau góð býtti nokkurrar manneskju sem í dag hefur val um að fara með líf sitt í þveröfuga átt og til lífsins og velja svo hinn kostinn og leiðina til glötunar.

Að neita sér um líf í alsnægtum og að fylgja Jesú er ekki mikil hyggni og vera undir óhlýðni af völdum eigin stífni sem ítrekað þverskallast við frelsisverk Jesú sem enn getur söðlað um og það sem eftir er ævinnar þegið orð Krists um að allt mitt sé þitt en vilja ekki og lúta áfram hinum eina sanna óvini sínum sem gerir í að leika mann illa.  Birtingarmynd illskunnar ekki bara maður sjálfur í synd sinni heldur allt í kring til frekari staðfestingar en veitir þó enga athygli. Hugtakið „Allt mitt er þitt”- opinberast þegar maður hefur gefist Kristi og valdi illsku og vonsku ýtt frá einstaklingi og út á hafsauga.

Umskiptin fyrir manneskju eru gríðarleg. Eftirleiðis mun hún dvelja hjá honum sem skóp hana og vildi alla tíð gera vel við og hefur nú fengið nýtt tækifæri til verksins og hulan sem áður birgði manneskjunni sýn til sannleikans er ekki lengur uppi og hvarf í eitt skipti fyrir öll bara með því að hafa loks játað stöðu Jesú Krists í lífinu og upprisu hans og dýrð og heyrt orð hans um að allt hans sé nú einnig mitt. Þarna er komin fram hugtakið sannleikur sem verður hlutskipti mitt það sem eftir er lífs manns hér á jörðinni. Enginn yfirgefi því framar náð og miskunn frelsara síns.

  1. júlí 2024.

Umræðan um Joe Biden forseta Bandaríkjanna er einkennileg og sumpart ósanngjörn. Það verður maður nú bara að segja. Allir að sjá virðast hafa skoðun á aldri mannsins, heilsu hans, gleymsku og hvað hann segir og hvernig hann segir sín orð. Og eða hvað hann segir ekki. Þetta er ekkert annað en tómt röfl í fólki, sagt í því ljósi að hvert og eitt okkar hafi nóg með sig sjálft.

Fyrir mér er Joe Biden ósköp venjulegur geðþekkur maður sem ég í sjálfu sér hef ekki miklar skoðanir á og sé ekki annað en að hann hafi staðið sig ágætlega í tíð sinni sem forseti Bandaríkjanna og að ástandið þar vestra sé bara með svipuðum hætti og það hefur verið og áfram bara ágætt.  

Eru menn virkilega búnir að gleyma því að maður á níræðisaldri hefur ekki sömu líkamshreyfingar og tvítugur maður og fer hægar yfir en ungt fólk og jafnvel man ekki sumt vegna þess að skyndiminnið er ekki sama og áður var? Hvorki fær maður stokkið yfir hest í leikfimitíma þó að eitt sinn hafi slíkt verið hlutskipti hans né gert jafn léttilega og að drekka vatn. Margt mun breytast hjá fólki með aldrinum sem hver og einn mun sjálfur komast að með tíð og tíma. Ef Guð lofar. En það hefur maður í gegnum tíðina séð og veitt athygli að hár aldur manna hefur ekkert fyrir fram neitt með getu fólks að gera til að taka ábyrga afstöðu og koma með góða og skynsamlega tillögu í jafnvel flóknasta og erfiðasta máli.  Og hver metur ástand sitt betur en heilbrigður og skynsamur maður hvað allt svona áhrærir? Af hverju vilja menn endalaust vera að ráðast á sjálfstæða ákvarðanatöku, eins og ég sé í þessu máli? Hvað er svona lagað annað en bein stjórnsemi sem segir: „Hlýddu bara, farðu og þegiðu svo?“

Sjálfur segi ég og stend hiklaust við að það að eldast sé bara ekkert mál og að hafa áhyggjur af aldri fólks hreint og tómt tuð og bein inngrip inn í líf manneskja og afskiptasemi fólks af einhverju sem því varðar ekkert um. Allt vel gefið heilbrigt fólk veit takmörk sín og fer ekki lengra með sig sjálft en það treystir sér til. Af hverju vilja menn flækja um of sum mál fyrir sér af hverju öðru en að vera bara sjálfir röflarar með skoðanir á öllu nema sér sjálfum og hvað þeir sjálfir mundu aldrei gera? Það er að segja í andartakinu. Sem er í lagi með. En hvað veistu um framtíðina? Er ekki sannleikurinn sá að enginn einasti maður veit ævi sína fyrr en öll er og að mörg okkar höfum tekið U-beygju og þær máski nokkrar á okkar tíð og stöndum enn, takk fyrir, bara nokkuð keik? Og héldum við ekki áfram með líf okkar og erum þar sem við erum vegna ákvarðana okkar og starfs og verka?   Og hvað birtir þetta okkur? Tóm hrun, sums staðar já, tóm angist, tóma sorg? Kann að vera en sums staðar bara aldeilis ekki. Lífið hefur leikið við sum okkar. En við höfum þó þurft að taka nokkrar ákvarðanir. Sumar þeirra voru erfiðar.

Rétt er að aldurinn færist yfir og skyndiminnið er kannski ekki alveg eins og það var er best lét. Og hvað með það? Hver tíð hefur sín eigin úrlausnarefni sem við sumpart burðumst með. Og er þetta ekki hin hliðin á lífi manneskjunnar sem árin færðu henni? Jú, og ekkert öðruvísi. Og hvað með það? Erum við ekki enn stödd í margs konar spennandi verkefnum og úrlausnarefnum sem við glímum við og munum finna farsæla lausn á? Auðvitað, og ekkert öðruvísi.

Hver er þá vandinn? Hver annar er mitt eigið röfl um málefni sem aðra varðar. Sumir á sínum lífsferli fengu hlutskiptið að verða forseti Bandaríkjanna, sem ég er nokkuð viss um að ágætur Joe Biden leiddi ekki huga sinn að á sínum tvítugsaldri en varð nú samt hans hlutskipti er aldurinn færðist yfir og maðurinn á þeim aldri sem við sem segjum að sé réttur aldur til að koma sér fyrir í ruggustólnum með fá eða mörg afabörn í kringum sig og segja ærlegar og hressandi afsögur um öll afrek afa sem hann einsamall vann og allir farnir sem áttu að vera honum til halds og trausts. Áður en til þess kom urðu sumir einstaklingar forseti Bandaríkjanna. Besta mál. Höfum ekki um of áhyggjur af verkum annarra né af aldri fólks. Menn spjara sig.

 

 

 

 

  1. júlí 2024.

Munur er á að vera af heiminum og/eða vera í heiminum. Þegar við fæddumst nátturulegri fæðingu blasir heimurinn við. Þar dveljumst við stutt eða lengi og sumt fólk endar ævi sína þar eftir langa eða stutta ævi. Yfir sumt fólk miskunnar Jesú sig, náðar og flytur inn í sitt ríki. Sem sagt, þá erum við ekki lengur af heiminum en erum áfram í heiminum eins og hann er en aðskild honum í hegðun, í hugsun, í skoðunum og því öllu og gerum öndvert við heiminn að við leitumst við að fylgja Guðs anda fyrir blóð Jesú Krists sem heimurinn vill burt. Og þetta vitum við.

Þessi afstaða er merkileg fyrir þær sakir að í raun og veru opinbera þetta tvö öfl sem einkenna heiminn, og er annars vegar þetta dýrðarljós Drottins, og hins vegar svarta myrkrið sem yfir öllu er sem fréttir miðlanna opinbera okkur og við mörg hver leitum í að vita um. Af hverju leitum við í þetta? Af því að við erum í þessum heimi og miðlarnir eru leiðin fyrir okkur að alls konar upplýsingum sem við viljum vita um og viljum því fylgjast með hvað sé að gerast og fáum en ekki það sem við mörg hver helst viljum. Hvernig breytum við þessu? Ég veit það ekki.

Að vilja fylgjast með er eðlilegt og fólk leitar til þessara miðla til að svala þeirri þörf sinni en fær í stað uppbyggilegs fréttaflutnings (gott væri að endurvekja hugtakið) fregnir af eintómum þjófnuðum, innbrotum á heimili fólks, ofbeldi hér og hvar á götunum og í heimahúsum og aðgerðum lögreglu hér og hvar en leitum samt þangað vegna þess að vera einfaldlega fréttaþyrst fólk sem ágætis miðlarnir eru ekkert að sinna nema að mjög litlu leyti vegna þess að fólkið sem stjórnar og leiðir miðlanna, ekki verra fólk en annað fólk, er á nákvæmlega þessum stað með sig sjálft og telur þetta fréttirnar sem mikilvægt sé að fólkið lesi og viti af en fattar ekki að er með þessu að draga meira myrkur og festa viðvarandi ótta. Sem að lokum merkir sér heilt samfélag. Og er þetta ekki staðan? Samfélagið allt er meira og minna á tánum og sumpart hrætt við allt og ekkert.  Það sem gert er er handahófskennt og svolítið yfirborðskennt.

Og fólk kemur áfram að tómum kofanum og les sömu endurteknu gömlu tugguna „fréttina” um þetta sem hér að ofan er talið án þess að finna neitt sem svalar eigin raunverulegu fréttaþörf sem talar á öðrum nótum. Af hverju þarf allt sem gert er að vera merkt ofbeldi í einni og annarri mynd? Og hver er vandinn hér? Einkum hann að góðs er ekki leitað með það jafnvel vofandi yfir að hvort eð er enginn nennir að lesa neitt af þeirri sort, sem er rangt. Margir vildu það.  

Sem sagt að þá er viss mötun í gangi. Og allt byggist á ótta og hvað ef… pælingum. Allt í leynum vegna vondra verka myrkursins sem þolir ekki dagsljósið. Þið vitið! Enginn má sjá. 

Allt til vitnisburðar fólki um að til séu verk myrkurs og verk ljóss. Um verk ljóssins er minna talað. Þau heilla ekki. Enn sjáum við þessa skiptingu sem er? Og fréttirnar verða einsleitar og lítt aðlaðandi fyrir fólk að sem vel þenkjandi fólk orðið sleppir að lesa og raunverulega fær því ekkert fyrir sig.  Hugsunina skortir á flestum fjölmiðlanna.  

1 Jóhannesarbréf 3. 11-12.“Því að þetta er sá boðskapur sem þið hafið heyrt frá upphafi: Við eigum að elska hvert annað. Ekki vera eins og Kain sem var af hinum vonda og myrti bróður sinn.”-  Þetta segir orðið og gefur okkur umfjöllunarefni inn í samtíma okkar.

Hebreabréfið 9. 15.  

Þess vegna er hann meðalgangari nýs sáttmála. Hann dó og bætti að fullu fyrir afbrotin undir fyrri sáttmálanum til þess að þau sem Guð hafði kallað mættu öðlast hina eilífu arfleifð sem heitið var.  En sjáum við hvorum megin er betra að vera?  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

  1. júlí 2024 (b).

Sunnudaginn 8. ágúst 1976 voru 246 hvalir komnir á land í Hvalstöðina í Hvalfirði og herma fregnir frá þeim tíma að hvalveiðin hafi fram að þessu gengið vel og að mest væru þetta langreyðar og að hvalskipin sæktu veiðina 230 sjómílur norður með landinu.

Reikna má með að fréttin veki fólk gleði öndvert við daginn í dag sem líklega ræki einhverja til að mótmæla sig hása við girðingu yfir svona löguðu og hirðum ekki um að hvalastofninn sé í vel veiðanlegu ásigkomulagi. Meira þurfum við ekki að vita um þetta mál til að fara og sækja björgina og veiða hvalina.

En svona er nútíminn. Hann má ekkert aumt sjá og leyfir sér svona vitleysu vegna þess að hann hefur enn nóg að bíta og brenna og hafnar því nokkrum gjaldeyristekjum sem þjóðarbúið þarfnast til að geta áfram staðið undir væntingum íbúa sinna. Við höfum eigin auðlindir til að svara þessu með og því versta ósvinna að nýta þær ekki. Hverjar sem eru.

En svona vitum við nú miklu meira í dag.

Hippapólitíkin á sjöunda áratug seinustu aldar kenndi að öll ættum við að vera góð við allt sem undan dregur og er visst blöff sem þá gekk og allt heilbrigt fólk veit að gekk ekki upp og er ekki heldur í dag.

Samt getum við elskað hvert annað, sem mörg okkar viljum ekki gera. Og gerumst því hvalavinir. Það er talsvert auðveldari leið.

  1. júlí 2024.

Til að losna við alla frasaguðfræði, eins og ég kalla þetta, er mikilvægt fyrir manneskju að ná sjálf réttum takti við orð Guðs og að vita að þetta geti hún vel gert og sé til jafns við hvern sem er til verksins. Orð Guðs í Nýja testamentinu er ekki fyrir fram skrifað einhverjum sérfræðingi sem einn má útlista orð hans og er fær um þetta verk í hópnum hvað eitt og annað orð Guðs merkir. Sé sérfræðings þörf þá erum við, ég og þú, þá þessir sérfræðingar sem fyllt erum heilögum anda og göngum heilshugar með Jesú. Fylling andans er upphaf manns eigin trúargöngu. Manneskjan er verði keypt og Jesú gjaldið sem greitt var. Við sjáum hver er sérfræðingur sérfræðinganna og lykilmaður í öllu sem að Jesú snýr að er heilagur andi Guðs. Á honum hefst öll trúarganga manns. Samfélagið er annað. Við vitum að Drottinn leyfir okkur að velja samfélagið sjálf. Sumir biðja um leiðsögn hans í þessu vali sínu. Allt gott og gilt og er um leið áhugavert en breytir ekki hinu að sem fyrsta skref er það gjöf heilags Anda og hin fyrsta alvöru guðlega opinberunin sem einstaklingur öðlast. Aftur kemur fram að Jesú dó fyrir einstakling. Og Drottinn staðfestir sig strax fyrir manneskju. Af hverju? Nú hann gerði allt fullkomið. Mjög mikilvægt er að átta sig á þessu að frelsisverk Jesú væri enginn leikur.

Og hvaða staðfesting kom? Auðvitað sannfæring mín um tilvist Guðs og sonar hans Jesú. Ég er viss. Ég efast ekki. Fyrir mér er Guð til og er raunverulegur. Amen.

Við sjáum að trú á upprisinn Jesú er ekki flókið fyrirbæri heldur nokkuð sem hver og einn einstaklingur getur vel skilið, það er að segja. Eftir að trúin er til hans komin og skilyrði til að skilja veruleika Guðs almáttugs. Aftur fáum við að sjá nýja hlið orðanna „Trúin er nauðsynleg.”- Allt hefst þetta á trú og eftirleiðis sérhvert skref sem við tökum á trúargöngu okkar leiðir til sigurs. Alltaf trú. Hún er aflið. Ekki vantrú.  Hún megnar ekkert. Trú er mikill leyndardómur sem Drottinn einn opinberar fólki og ítrekar fyrir því og staðfestir í eigin persónu. Þeim sem trúa fylgja um leið forréttindi af Guði gefin. Allt vegna evans og hiksins og margra annarra þátta sem einkenna trúargöngu hverrar manneskju. Og aftur fáum við nýtt ljós á orð Jesú á krossinum: „Það er fullkomnað”-og eru sögð til að við höldumst áfram róleg. Einnig þau heimta af okkur trú.

Hebreabréfið 8. 7-10.

Hefði hinn fyrri sáttmáli verið óaðfinnanlegur hefði ekki verið þörf fyrir annan. 8 En nú ávítar Guð þá og segir:

Sjá, dagar koma, segir Drottinn, þegar ég geri nýjan sáttmála við hús Ísraels og Júda.  Hann verður ekki eins og sáttmálinn sem ég gerði við feður þeirra á þeim degi þega ég tók í hönd þeirra og leiddi þá út úr Egyptalandi því að þeir rufu sáttmála minn og ég hirti eigi um þá, segir Drottinn.

Þannig er sáttmálinn sem ég mun gera við Ísraelsmenn þegar þessir dagar eru liðnir, segir Drottinn:

Ég mun leggja lög mín í hugskot þeirra og rita þau á hjörtu þeirra.

Ég mun vera Guð þeirra og þeir vera fólk mitt.

Enginn mun framar kenna landa sínum og bróður að segja: „Þekktu Drottin!“ Allir munu þekkja mig, bæði smáir og stórir.

Því að ég mun taka vægt á misgjörðum þeirra og mun ekki framar minnast synda þeirra.”-  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

  1. júlí 2024.

Kristnu fólki samkvæmt vilja Guðs og orði Guðs ber að vaxa í sinni trú. Þetta merkir að einstaklingur stefnir með trú sína upp á við, sættir sig ekki við kyrrstöðu og því síður að trú sinni hraki og stefni niður á við og/eða taki á rás niður á við. Allt þetta er í boði fyrir hvert og eitt okkar. Þess vegna lærum við að sækja meira á hverjum degi sem við vöknum inn í til að við fáum og eigum til meira af trú. Í raun og veru er þessi aðferð einföld og skiljanleg sem allt fólk getur vel áttað sig á hvað sé verið að meina. Sjái ég þetta ekki sjálfur né átta mig á hvað hér er verið að segja er fyrir mig fokið í flest skjól. Í raun og veru gagnast mér illa þinn skilningur á orði Guðs. Ég verð sjálfur að ná þessu og ganga veginn sem Drottinn hefur þegar lagt. Trúin er og verður áfram einstaklingsmiðuð trú. Trú mín byggir mig upp og miðast við uppbyggingu eins manns. Ég er einn maður en ekki sjötíu og sjö, sem ég þó gæti tilheyrt, sem er annað.  

Skoðum orðið.

Hebreabréfið 6. 1-3.

Þess vegna skulum við sleppa byrjendafræðslunni um Krist og snúa okkur að fræðslunni fyrir lengra komna. Við förum ekki að byrja aftur á undirstöðuatriðum eins og að trúa á Guð og hverfa frá breytni sem leiðir til dauða, kenningunni um skírnir[ og handayfirlagningar, upprisu dauðra og eilífan dóm.  Og þetta munum við gera ef Guð lofar.”- Hér sjáum við vilja lifandi Guðs með eitt og sérhvert okkar um að læra sjálf að sækjast eftir vexti trúarinnar í hjartanu og vera ábyrgt fólk.

Margt sem sagt er og kennt skilur maður ekki og hefur aldrei almennilega náð upp í hvað átt sé við. Eitt af þessu sem ég skil ekki er hvað sé að vera andlegur faðir manns og/eða andleg móðir trúaðs fólks. Vantar okkur kannski töskubera? Ekki mig. Ég hef vanið mig á að bera sjálfur allar mínar töskur. Og hvað strangt til tekið merkir þetta? Hef bara ekki grænan. Sorrí.

Skoðum orðið.

Markúsarguðspjall 3. 31-35.

“Nú koma móðir Jesú og bræður, standa úti og gera honum orð að koma.  Mikill fjöldi sat í kringum hann og var honum sagt: „Móðir þín, bræður og systur eru hér úti og spyrja eftir þér.“

Jesús svarar þeim: „Hver er móðir mín og bræður?“  Og hann leit á þau er kringum hann sátu og segir: „Hér er móðir mín og bræður mínir!  Hver sem gerir vilja Guðs, sá er bróðir minn, systir og móðir.“- Mögnuð yfirlýsing, verð ég nú bara að segja.

Við sjáum af lestrinum hvernig Jesús vill að þetta sé og einnig hvert skal leitað eftir svörum sem duga við hinni og þessari trúarlegu spurningu okkar. Ég bendi á og árétta að hann sjálfur, upprisinn Jesú Kristur, mótspyr fólkið um hver sé móðir sín og bræður? Við vitum á hvað hann bendir og hver að hans sögn sé móðir hans og bræður, það er allt fólkið sem Jesú þegar hefur dregið yfir til sín og myndað með því samfélag trúaðra og segir um að núna sé þetta sitt fólk og þar sé móðir sín og bróðir. Sjáum við ekki hvert Jesú vill að við leitum svo við eflum sjálfa okkur? Vilji hans liggur klár fyrir. Og ég hef því samfélag við aðra trúaða menn og Jesú sjálfan mér til halds og trausts í daglegri veru minni og þarfnast ekki meira en alls þessa. Sem er nú nokkuð. Á þetta bendir Kristur með skýrum hætti vegna fréttarinnar sem til hans barst. 

Við hljótum því að spyrja okkur hver sé trúarleg móðir mín og bræður vitandi um að enginn getur borið alla ábyrgð fyrir aðra. Segir ekki orðið að hver muni þurfa að bera sínar eigin byrðar? Jú. Annað er að styðja hvert annað.  Og slíkt skulum við gera. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

  1. júlí 2024.

Til er höfundur að öllu sem þekkt er í veröldinni. Ekkert varð til af því bara.  Allt rekur upphaf sitt til einhvers.  Sama hvað er má finna að hverju verkefni fyrir sig höfund.  Ekkert er komið fyrir hreina tilviljun og verður ekki. Merkilegt?  Vissulega.

Heimur varð til fyrir orð Guðs. Í orðinu býr kraftur og svo mikill kraftur að lönd og þjóðir koma fram vegna gríðaröflugs skapandi krafts orðs Guðs. Það síðasta sem kom á þessa jörð eftir að allt annað var þangað komið er vitsmunavera sem heitir maður. Hún hugsar sjálfstætt, ályktar eins og hverri og einni þóknast, sker sig algerlega frá allri annarri sköpun Guðs og er Guði lík en án þess að vera Guð. Allt hér á sinn eigin höfund, eins og fyrr greinir. Og maðurinn er eins og Guð gerði hann. Frá fyrsta degi, það er að segja eftir að aldurinn og þroskinn er nægur, getur maðurinn ályktað og dregið fram afstöðu og framkvæmt afstöðu sína og útkomu. Maðurinn alla tíð hefur verið gefinn frelsinu og í frelsi ályktar hann. Og allt er þetta enn til.

Samband Guðs við mann var til að byrja með algert, það var einlægt, fullt trausts, einkar fallegt. Allan tímann gat maðurinn valið og hafnað hverju sem hann sjálfur vill velja og vera þar. Maðurinn, Biblían segir hann heita Adam, helst réttum megin vegna þess að þekkja ekkert nema Guð, visku Guðs, kærleika Guðs og góðmennsku Guðs. Og þetta elskaði hann og leið vel að vera undir. Einnig þessi afstaða hefur ekkert breyst þó aðstæður manns síðar hafi orðið aðrar. En hún er þarna enn eins og ávallt hefur verið og lifir sælar stundir með Guði.  Maðurinn velur áfram, hafnar áfram og gengur eigin veg áfram en núna án Guðs sem breytti öllu, færði allt til, bjó til nýja mynd sem í ljós koma að er fölsk mynd. Falska myndin nær yfirtökum, færir til okkar það sem ekkert okkar vill en við dröttumst með og ráðum engu um, vildum aldrei en fengum valkost sem heitir Jesú um að trúa á hann og endurheimta til baka sem hvarf við tréð alræmda en hvarf samt ekki.  Maðurinn hætti að sjá Guð og vék sér sjálfviljugur í burtu til að fylgja sínum eina óvini, Satani. Óvinurinn er ekki önnur þjóð, stóra Satan. Óvinur manneskju er hinn raunverulegi Satan sem situr í hjarta manneskju og heldur þar um stjórnvölinn og gerir það eitt sem hann kann, sem er að ljúga. Heimurinn er fullur af lygi Satans. Til mótvægis er Jesú.  Hann er enn höfundur sannleika. Maður er án afsökunar.

Aflið sem breytti fagurri mynd Guðs getur talað, ályktað, spunnið upp trúverðugar skáldsögur og haft áhrif á visku sem manninum hafði verið gefin og var eyðilögð, rifin frá honum og búið til annað, það matreitt og sett í áhugaverðan búning en breytir ekki innihaldinu sem áfram er illt, vont og hrein andstyggð. Jesú einn er góður. „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð,”-segir orðið. Orð Guðs getur ekki byggst upp á lygum Satans og gerir heldur ekki. Vegna vantrúarinnar byggist upp ósatt. Hún umbreytir hreinum sannleika hjá allri vantrú sem áfram ber fram hreinan skáldskap og hann er úti um allt. Ástæða er ein. Á sannleika Jesú hallar.

Höfundur þess arna veit af gjöfinni sem maðurinn hefur og einnig að hægt er með réttum aðferðum, slægum aðferðum hlaðnar allri illsku sem þekkist, að hafa áhrif á manninn og virkja hann allt að eitt hundrað prósent í sinni eigin þágu og árangur þess arna höfum við hvarvetna fyrir augunum.  Skoðum að endingu orðið.

Mattuesarguðspjall 12.  25-28.

En Jesús vissi hugsanir þeirra og sagði við þá: „Hvert það ríki sem er sjálfu sér sundurþykkt leggst í auðn og hver sú borg eða heimili sem er sjálfu sér sundurþykkt fær ekki staðist.  Ef Satan rekur Satan út er hann sjálfum sér sundurþykkur. Hvernig fær ríki hans þá staðist?  Og ef ég rek illu andana út með fulltingi Beelsebúls, með hverju reka þá yðar menn þá út? Því skulu þeir vera dómarar yðar.  En ef ég rek illu andana út með Guðs anda, þá er Guðs ríki þegar yfir yður komið.”  Jesú lifir!  Hann lifir!   Amen.

  1. júlí 2024.

Merkilegt er með sumt og hvernig sum umræða er. Matvælafyrirtækin Kjarnafæði og Norðlenska runnu saman í eitt fyrirtæki á dögunum og hefur hlotist af þessum samruna nokkur umræða. En þessi tvö fyrirtæki hafa sem vitað er myndað tvær helstu blokkirnar og leitt þennan kjötvörumarkað undanfarin ár og stýrt og stjórnað verðlagi og um leið kaupi þeirra sem framleiða þessa vöru, bændanna, sem Biblían segir um… Kíkjum í orðið:

  2 Tímóteusarbréf 2. 6.

Bóndinn, sem erfiðar, á fyrstur að fá sinn hlut af uppskerunni.” - segir hér og er réttlætið sem Guð ber til okkar og vill að sé í hávegum haft í þessum málum framleiðenda matvæla en ég giska á að niðurstaðan og framkvæmdin sé alveg á skjön við hin heilnæmu, vitru og vel mæltu orð ritningarinnar og sennilegra að bóndinn fái síðastur allra manna greitt fyrir sína vinnu sem allt hitt þó hófst á og byrjaði með og að hringnum sé í raun og veru lokað með greiðslum til bóndans, gæti ég alltént giskað á og geri með því að horfa á þróun alls konar svona mála en viðurkenni að vita ekki vissu mína í nákvæmlega þessu máli né hvernig þeim hagar til. En þá á maður víst að halda bara kjafti og tala þegar maður hefur staðreyndir á takteinum, og það allt saman þvaður. Staðreyndir! Þær eru ein misskildustu orð dagsins og hitt einnig að mestallt sem sagt er er meira og minna gert að staðreynd en samt hvergi nokkurn enda hnýttan í fast.

En það er samruni Kjarnafæðis og Norðlenska sem margir hafa beyg af og fullyrða að þetta muni leiða til minni samkeppni og hækka verð til neytenda og eru orð sem neytandinn skilur ágætlega og hrýs auðvitað hugur yfir. Eitt er hér sem gleymist og er sannleikurinn að menn spyrja sig ekki hvar fyrirfinnist í kæliborðum matvöruverslunarinnar verðsamkeppni? Í minni bók eru verð óskaplega svipuð milli matvöruverslana, þó að um þessa samkeppni sé stundum talað. Og eru svona ummæli ekki bara staðreyndir og er ekki sannleikurinn sá að það hefur verið lítil sem engin samkeppni í þessu landi hvað málaflokk matvörunnar áhrærir?

Sjálfur er ég búinn að vera neytandi alla mína tíð og lengst af ævinnar reitt fram fé úr eigin vasa er kemur að greiðslu matvara og man aldeilis ekki eftir neinum alvöru verðmun milli matvöruverslunarinnar sem skipti mann neinum sköpum og munurinn kannski einhverjar krónur og aurar en engin þannig séð verð að maður kærði sig neitt sérstaklega um að söðla um og versla framvegis í þessari einu tilteknu verslun. Hefði maður einhverja alvöru möguleika til þess þarna? Sem maður reyndar hafði ekki í eina tíð er ég sjálfur bjó á landsbyggðinni sem hingað til hefur kunnað aðferðina að leggja á sína vöru og gera alla verðmun milli stór-Reykjavíkursvæðis og ágætrar landsbyggðar alveg hrópandi og er enn það sem gildir, trúi ég. 

Ein alvöru sprengingin sem maður hefur kynnst í matvöruverðlagi á Íslandi er innreið Bónusar í apríl 1989 inn á þennan markað. Maður fer fyrst að sjá og kynnast hvað alvöru verðlag matvara er sem akkur er í fyrir mann að versla og þetta svokallaða alvöru verðlag vara að blasa við manni og maður loks fær þá tilfinningu að verð nauðsynjavara séu allt því á spottprís.  

Við Bónusverslunina gekk fólk og þusti með buddur sínar og veski þangað og keyptu til nauðsynjanna og greiddu í fyrsta skipti á Íslandi gott verð fyrir sína nauðsynjavöru. Verðlækkunin sem þá kom er ekki með neinum hætti bundin framleiðslufyrirtæki heldur á þessum tíma afreki nokkurra ungra manna sem þarna sjá í hendi sér gróðaleið fyrir sig sem þeir smeygja sér inn um og bjóða neytanda verð sem engin önnur íslensk matvöruverslun hafði áður gert og hirtu fyrir vikið stærstan part matvöruverslunarinnar. Eðlilega. Eigendur Bónus stukku einfaldlega út í djúpu laugina og hrepptu sigurpálmann. Það var þetta sem olli hvað mestri verðlækkun matvara en ekki framkvæmd matvælafyrirtækja landsins, eins og nú er ýjað að. 

 

Viðbót.

Man og eftir öðru kringum upphaf Bónus að ég eitt sinn kom suður, líklega sumarið 1993, og hafði þá búið eitthvað tvö ár í Neskaupstað og unnið þar í fiski, kíkti í fyrsta skipti inn í Bónusverslun, man ekki hvaða Bónusverslun í Reykjavík, þeim hafði þá eitthvað fjölgað í höfuðborginni, að mig rekur í rogastans yfir verðunum þar og fannst ég vera staddur í erlendri verslun eins og oft skeði á meðan maður enn var í siglingunum hér í Den og þekkti vel og hugleiddi eitt andartak hvort ég virkilega væri staddur í matvöruverslun á Íslandi en ekki erlendri að manni lá næstum við að hnippa í næstu manneskju sér við hlið bara til að heyra hvaða mál hún talaði.

Þetta voru nú mín fyrstu viðbrögð er ég var staddur í einu sönnu lágvöruverslun í þessu landi sem virkilega nær að keyra niður matvöruverð annarra matvöruverslana á stór-Reykjavíkursvæðinu.

Illa var veist að þessum Bónusköppum, segi ég nú bara í dag.

 

 

 

 

  1. júlí 2024.

Til þess að haldast réttu megin við einhverja uppdregna línu þurfum við fyrst að vita nokkra hluti og að maðurinn gegnir sérstöku hlutverki hjá Guði. Lærdómurinn er þessi vissa mín um mikilvægi þess að hlýða Guði og að nota það sem mér þegar hefur verið gefið. Sem þá mitt hjálpartæki til að virkja trú mína og hlýðni mína við vilja Guðs á akri Guðs. Á akri Guðs fer allt fram sem snýr að trú á Jesú. Mér ber að varðveita hvaðeina og læra hvernig með skuli farið sem Drottinn réttir mér. Og þar er undirstaðan hlýðni mín sem og að gera verk hlýðninnar. Munum áður en við förum lengra að hlýðni við verk og vilja Guðs er að vali. Við verðum að átta okkur á í hverju allt þetta liggur. Það mun hjálpa okkur meira á göngunni með Guði en marga grunar og við náum að skilja Jesú betur. Munum! Jesú leggur línuna en ekki ég.  

Höldum áfram með hitt.  Hlýðni við vilja Guðs er viðurkenning mín á að Guð geri ekki mistök og viti ávallt hvað hann syngi og því algerlega öruggt og óhætt fyrir mig að gera eins og hann bíður. Þetta breytir ekki hinu að margt veit ég og geri margt rétt, en fráleitt alltaf. Sem er vandinn.

Það er hér sem skilur milli góðs og ills, heillar eða óhamingju í lífi okkar mannanna og er viss lærdómur að læra að meðtaka, sem sumir reyndar gera og eru til í að breyta stíl sínum og er mikið átak. Með öðrum orðum! Þeir læra hve reynslan er góð og einnig hversu mjög það er betra fyrir sig að hlýða honum sem veit, getur og kann heldur en að ítreka að taka áhættu með verk sín þegar slík áhætta er óþörf. Þarna erum við komnir að mikilvægi þess að gera vilja Guðs og höfum um leið lært að taka hann fram fyrir okkar eigin vilja. Þetta getur gerst af reynslunni einni saman og við loks lærum að reyna Guð einu sinni með þessum hætti og hvort hann opni ekki gáttir himinsins fyrir okkur, eins og orð hans segir.

Ef við testum aldrei orð Guðs í okkar eigin veruleika og lífi mun orð Guðs aldrei getað opinberað fyrir okkur hvað það í raun og veru sé og er einfaldlega verklag lifandi Guðs.

Sem sagt! Ég er einstaklingur sem lærir hvað það merkir að stíga fram í vilja Guðs. Það er þarna sem ég hef virkjað trú mína og uppskorið skeiðið í að hafa gert vilja Guðs. Allt er þetta af kærleik hins upprisna Jesú sem vill ekki þvinga nokkra manneskju til nokkurra verka en heiðrar verk trúarinnar sem loksins sigraði allan þvergirðingsskap, efa og hik og mestu hindrunina, þrjóskuna sem svo lengi stóð verkinu fyrir þrifum uns Guðs vilji loks náði fram.

Það er hérna sem trú einstaklings nær auknu vaxtarstigi.

 Jakobsbréf 2. 18.

18 En nú segir einhver: „Einn hefur trú, annar verkin.“ Sýn mér þá trú þína án verkanna og ég skal sýna þér trúna af verkum mínum.”- Þarna höfum við lykil. Þú, ég, hver sem er, gekkst í þig, tókst ákvörðun út frá trú þinni og uppskarst sigur sem þú getur hiklaust sagt að sé í hendi af einni saman trú. Hvað sé í hendi getur verið hvað sem er en er nokkuð víst að skipti líf þitt máli. Hvað tók þig langan tíma að fatta þetta gríðarmikla afl trúarinnar? Mörg ár? Fá ár?

Hebreabréfið 2. 1-3.

Þess vegna ber okkur að gefa því enn betur gaum er við höfum heyrt svo að við berumst eigi afleiðis.  Fyrst orðið, sem englar fluttu,[ hefur reynst stöðugt og þau sem brutu gegn því og hlýddu ekki hlutu réttláta refsingu, hvernig fáum við þá komist undan ef við vanmetum slíkt hjálpræði? Drottinn flutti það fyrst og þau sem heyrðu það staðfestu það fyrir okkur.”- Sigur minn liggur óhikað í eftirfylgni minni við orð Guðs.  Jesús lifir!  Hann lifir.  Amen.

  1. júlí 2024.

Jóhannesarguðspjall 10. 7-10.

Því sagði Jesús aftur: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Ég er dyr sauðanna.  Allir þeir sem á undan mér komu eru þjófar og ræningjar enda hlýddu sauðirnir þeim ekki.  Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um mig mun frelsast og hann mun ganga inn og út og finna haga.  Þjófurinn kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða. Ég er kominn til þess að þeir hafi líf, líf í fyllstu gnægð.”-

Hér kemur berlega fram hverjum menn skuli þjóna og hverjum að lúta. Kristur tekur af öll tvímæli um hver hann sé og talar blákalt um sig sjálfan sem dyr. Dyr að þá hverju? Betra lífi, meiri hamingju, heilbrigðara félagslífi, auknu öryggi og bara nefndu það að allt svona fylgir því að fylgja Jesú. Hann einn og sjálfur mun standa við orð sín og með einn alla getu til að framkvæma allt það sem hann fullyrðir og segist geta gert. Og hann gerir meira. Gefur fólki það sem þarf bæði til að sjá sannleikan og að vilja lifa undir aflinu sannleikur.  

Jesú bendir á þessi tvö öfl sem í heiminum eru. Og við vitum sem skynsamt og vel gefið fólk að veröldin samanstandi af bæði góðu og illu og þurfum ekki að leita neitt langt né lengi til að komast að slíkri niðurstöðu um þessa litlu getu manna til að breyta nokkrum sköpuðum hlut í eigin mætti. Ef það gerist er breytingin hreint klúður. Allt vegna þess að öflin sem hér starfa eru tvö og bara annað aflið, Jesú, segir þér satt. Trúðu þessu. Þessu svo sem velta menn oft fyrir sér og eru stopp þar. Rétt svar er frá Jesú. Og hvoru aflinu viltu fylgja með þennan sannleika yfir þér að ráðandi öfl séu aðeins tvö? Vandinn er hversu fá okkar leita sannleikans.

Sannleikurinn er að jafnvel frelsið sem sum okkar erum undir og heitir „Jesú nafn“ réð ekkert okkar nokkru um en við fengum fyrir einvörðungu kærleika hins krossfesta og upprisna Jesú. Þetta frelsi mitt og þitt er hrein gjöf til mín. Jesú er nafnið sem okkur er gefið til frelsis. Sá sem hér er fyrir er til að stela, slátra og eyða.  Hann segir margt og kennir margt.  Sjálfur elskar hann eigin upphafningu. Við köllum það hroka og mörgum öðrum nöfnum. En þessum skaða fylgir samt mörg manneskjan. Orð Satans kitla eyru fólks og ala á hégómagirnd fólks en eru í grunninn beinn háski og voði, eins og líka margsinnis hefur opinberast í mannheimum og birtingarmyndin alls konar óvinátta, slakur félagsskapur sem fólk þó sækir í og fer lemstrað aftur frá og fann þar ekkert nema meiri vanlíðan.

Aftur kemur í ljós hversu litlu manneskjan ræður, að hún ræður beinlínis engu en getur valið leiðina sem farin er og hvert sem hún sjálf vill. Takið eftir þessu. Af hverju? Ástæðan er ein og sú að ekki sækjumst við neitt sérstaklega mikið eftir að komast að raun um hvað sé rétt og hvað satt. Það er hér sem allur þessi óskaplegi veikleiki manneskja blasir beinast við.

Samt er til leið frá öllu illu og yfirráðum allrar illsku. Leiðin heitir Jesú sem menn á sínum tíma höfnuðu og handtóku í fylgd hermanna og gerðu allt það við sem þeim hugnaðist.  Að lokum krossfestu þeir Jesú og tóku líf af saklausir manneskju og fögnuðu yfir verkinu og töldu vissan vanda vera frá með þessum sóðaskap sínum.  Án þess að vita hvað þeir gerðu.

Þessi afstaða fólks er enn viðloðandi í mannheimi án þess þó að stöðva gang sköpunarverksins og einvörðungu vegna þess að enginn maður stjórnar þar neinu verki, heldur hann með máttinn, hugsun og getu til að gera það sem sköpunarverkinu er ætlað. Þar hefur ekkert breyst.  Faðirinn og Sonurinn eru áfram kyrrir á sínum stað með hitt aflið áfram hér sem stelur, slátrar og eyðir og sannfærir menn sem fyrr um að rangt sé rétt og maður enn gín við og fellur fyrir og í myrkur og stundum slíkt myrkur að lifa það ekki af. Heimurinn er fullur af fólki sem lifði ekki af vegna þess að meðtaka ekki Faðir sem reisti son sinn upp frá dauðum og gaf allt vald á himni og jörðu. Syninum sé dýrð og heiður að eilífu. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

  1. júlí 2024 (b)

Myndin af þessum eina manni sem vinnur öll tilfallandi verk á vinnustað og aðra sjö til tíu feita karla með pípuhatta standa þar og horfa á þennan eina vinna er orðin klassísk mynd. Myndin af einni juðandi manneskju og hópi manna sem horfa á og án þess að hvarfli að nokkrum þeirra að rétta manninum hjálparhönd er röng mynd, meira en það reyndar, er fölsk mynd af vettvangi. Allt skynsamt fólk veit betur. Myndin hefur þó gengið áratugum saman og menn enn að jánka henni og sumpart taka undir hana með orðunum: „Já, svona er þetta.“ Samt er mynd þessi röng. 

Aldrei man ég sjálfur eftir neinum á allri minni starfsævi eða mönnunum sem gerðu aldrei neitt en veltu sér þó upp úr einhverjum ofurlaunum sem flestir menn ekki einu sinni hugleiða fyrir sér. Hvar sem ég var í vinnu leiðst engum manni nokkur haugaleti daginn út og inn og var látinn fara, tæki hann sér ekki tak.

Og hver og hvar er þessi maður sem aldrei gerir nokkurt handtak? Ekki spyrja mig. Ég þekki hann ekki en kynnst sérhlífni í fólki, sem er annað mál.

Það sem ég veit er að einstaklingur, letinginn, er eðlilega látinn fara og engin eftirgjöf hvað það varðar. Starfsmenn hver sem er eru á vinnustað sínum til að vinna og gegna verkum sem af þeim er krafist. Munum! Forstjórinn hefur líka visst verksvið, hverjar á eftir sem launagreiðslur til hans séu. Um þær einfaldlega varðar mig ekki og er sama.

Það hins vegar er rétt að störfin eru misjöfn og aldrei gegndi ég starfi sem ekkert var gert í heldur hitt að á köflum fannst manni vinnuálagið alveg vera nóg og aðeins meira en nóg. Hvar sem maður vann kom þessi staða upp. Og er það ekki einhvern veginn svona sem þessi mál öll liggja? Ætli ekki það.

Hitt er rétt að störfin eru margvísleg en samt störf sem ætlast er til að unnið sé við. Atvinnurekandinn er ekki maðurinn sem er alveg stikkfrí og eru heldur ekki allir af þeim að svíkja, stela og pretta og ég einn eftir með stimpilinn „Heiðarlegur maður.“ Með þessum hætti er samt oft talað og skopmyndirnar enn í dag vilja sýna og draga upp þessa röngu mynd.

Velti fyrir mér hvaðan þetta sé að grunni til komið og staldra við kommúnismann sem ríkti og réði austur í Sovétríkjunum sálugu er múgurinn þar var espaður upp gegn svokölluðum Kúlökkum, Kúlakkar voru stétt bænda sem höfðu efnast þarna í Sovétríkjunum af sínum bústörfum. Sumir Kúlakkar voru vellauðugt fólk.  

Múgurinn í skjóli valdhafa Sovétríkjanna geisti til sveitanna og var með í að drepa suma af þessum kúlökkum og fangelsa suma aðra. Margir Kúlakkar voru dæmdir til vistar í Síberíu og/eða Gúlaginu. Gúlakið skaffaði meðal annars sovéskum atvinnurekendum frítt vinnuafl. Þeir voru þrælar og unnu sem þrælar. Fæstir komu lifandi hvort sem var úr vistinni í Síberíu eða Gúlaginu. Þetta er ljót saga.

Þessi hugsun er enn til sem fjöldi skopmynda birta af feitum körlum sem horfa á einn vinna og láta sér vel líka. En af hverju? Svarið er eitt: Þetta! Að langmestu leyti hefur nákvæmlega ekkert hér hjá okkur breyst nokkurn skapaðan hlut.

 

 

 

 

  1. júlí 2024.

Drottinn leggur á herðar fólks nokkrar kvaðir sem hann vill að það viti af, viðurkenni og sumpart heiðri í lífi sínu. Vegna Guðs Föður. Mikilvægt að hugleiða þetta og hitt að margt getur verið erfiðasta verk fyrir mann að heiðra. Ekki sjáum við allt gull glóa neitt sérstaklega. Hér skal munað að Guð veit að margt er okkur erfitt að viðurkenna. Þessu mætir hann með gjöf sem við vitum að heitir trú og að trúna gaf hann niður og ekki bara til að gefa fólki góða gjöf heldur fengum við trú til að fyrst og fremst fá séð Guð af gjöfinni. Gjöfin trú er lykill sem ætlar að leiða hvert og eitt okkar um götuna um líf sem við vitum hvar endar að er í ríki Guðs á himnum. Einnig sjáum við að Guð er ekkert að tala neitt til manna og kvenna heimsins heldur til okkar hinna sem höfum smakkað sannleika Guðs og þekkjum trúna af orði Guðs.  

Sem sagt! Gjöfin “Trú” er sem sjá má ekki, af því bara gjöf né af því að lifandi Guði finnist gaman af gefa, sem hann reyndar hefur yndi af, heldur er henni ætlað að vinna verkin með okkur og gegnum okkur öll þessi verk sem hann áður hefur undirúið og ákveðið að skuli unnin. Og af trú sinnum við þessu. Trú er ekki mín skoðun né álit. Af trú lærum við og að heiðra og treysta Jesú. Hann er eingetinn sonur Guðs.  En það er meira sem tilheyrir trú okkar en bara þetta. Við sumt strögglum við vegna þess að sjá ekki sjálf réttmætið í þessu og hinu verki vegna þess að skilja ekki orð Guðs rétt. Líka þess vegna fengum við allt þetta orð Guðs til okkar og eignuðumst trú í hjarta sem orðið sjálft segir til um að séu stjórnstöðvar hverrar manneskju. Orðinu er ætlað eitt hlutverk: Að leiða okkur um lendur og sannleika upprisna Jesú og gera með hjálpartækinu orð Guðs og okkar eigin trú. Allt er til taks og reiðubúið. Ekki heldur gleyma orðum Krists á krossinum „Það er fullkomnað.“ Mikilvægt er að vita að Guð gefur sínu fólki skilning. Á ábyrgð trúaðs manns sjálfs er að nota og virkja trú og að notast við áhöld sem Guð sjálfur afhentir og við vitum að eru orð Guðs.

Skoðum ritninguna.

Títusarbréfið 3. 1-3.

Minn þau á að lúta höfðingjum og yfirvöldum, vera hlýðin og reiðubúin til sérhvers góðs verks, lastmæla engum, vera friðsöm, sanngjörn og sýna öllum mönnum vinsemd.  Því að þeir voru tímarnir að við vorum einnig óskynsöm, óhlýðin, villuráfandi, í ánauð hvers konar fýsna og lostasemda. Við ólum aldur okkar í illsku og öfund, vorum andstyggileg, hötuðum hvert annað.”-  Við sjáum að við fengum orð Guðs og um leið allan möguleika á að gera allan vilja Guðs og einnig að orðið er aflið sem skilur okkur ekki eftir munaðarlaus heldur fáum við í gegnum það alla leiðsögn um lendur vilja Guðs. Einnig sjáum við af þessu að öll frasaguðfræði þarf að víkja vegna þess að hún er sumpart háskakenning með tilhneigingu til að rísa upp gegn vilja Guðs og ákveðnum þáttum vilja Guðs. Um þetta þurfum við einnig að vita. Og hve mörgum okkar finnst ekki frekar litið til stjórnvalda koma? Samt lesum við orð Guðs sem segir okkur að heiðra yfirvöld. Hvað segjum við um það? Við getum ekki, megum ekki og ættum heldur ekki að vilja vinsa úr Guðs orði og sleppa sumum og algerlega rangtúlka önnur eigin skoðunum í vil. Sjáum við ekki að glíma hverrar manneskju stendur á milli holds hennar og anda?

Í gjöf trúar liggur einnig að heiðri tilmæli og fyrirmæli sem Guð gefur og læra að virða þau og hafna um leið allskonar öðru sem fólk til að mynda segir og lifir eftir og hefur skoðanir á og raunverulega bless við kennslu orðsins sem það skilur ekki rétt hvað merkir.  

Orð Guðs er raunverulega gefið til að heiðra Soninn umfram annað. Gerum við þetta og hugleiðum trú í einhverri alvöru og hvert verkefni trúarinnar sé og í hverju trú felst svona dagsdaglega? Bara veit það ekki og hver svari fyrir sig um það mál. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

  1. júlí 2024.

Trúin mín borin saman við orðið sem gefið var niður og við lesum einkum í Nýja testamentinu ganga saman. Orðið heldur utan um göngu mína og vísar mér daglega leiðina. Trúin gerir að verkum að ég held áfram að elska Jesú og einkum verkið hans sem hann vann á krossinum og vil heldur ekki gleyma. Þetta vekur mér upp þakklæti til hans sem verkið vann og gerir á hverjum nýjum degi. Drottinn veit hvað hann syngur og hvað þarf til að halda manninum við sig. Jesús er sannleikurinn sem einfaldlega vinnur sitt verk í þágu manna og kvenna. Og aftur getum við nefnt sannleikan að Jesú gerði allt fullkomið. Svo sú magnaða setning sé endurtekin.  Að eitthvað geti verið fullkomið í villtri og trylltri veröld sem ekki veit hvert hún stefnir og varla hvert hún hverju sinni horfir er rosalega öflugur boðskapur. Sem og að vita hvernig farið skal að og hvað þurfi á þessari mikilvægu og stórfenglegu göngu sem við þetta trúaða fólk vorum sett á. Sannarlega sér Jesú um sína og er sannarlega upprisinn og situr við hægri hönd Föðurins. Allt er á sínum stað fyrir mig til að rata réttan veg og haldast kyrr á réttum stað og á réttum vegi. Hver veit ekki að margir séu til vegirnir og aðeins einn sé hinn rétti og sé vegurinn til lífsins.

Og er þá ekki bara sjálfsagt mál að allt fólk sem fæðst hefur fari þá þennan veg? Ég spyr þig hvort það sé sjálfsagt? Ég tel að meira af þessu vitum við og tökum frekar undir að langur vegur sé frá að menn fyrir fram breyti svona og sé í raun og veru fátt fólk sem það geri og verði því ávallt á brattann að sækja fyrir þetta fullkomna verk Jesú á krossinum.

Til að átta sig betur á hvað hér er verið að segja þarf ekki annað en að líta annað veifið upp og skoða smávegis í kringum sig. Með þá augum trúarinnar. Vantrúin sér ekki neitt og mærir öll holdsins verkin sem við henni blasir. Trúin á Krist getur það ekki og veit betur.

Fyrir einhverja er þetta áskorun til að fara og boða fólki trú á Jesú. Sjá má að Drottinn hefur ráð undir hverju rifi til að vekja upp sitt fólk. Takið eftir þessu! Sitt fólk sem þegar hefur verið treyst fyrir fagnaðarerindinu. Hér má sjá gríðarleg forréttindi trúarinnar sem hefur velvild sjálfs Guðs með sér. En sjáum við forréttindi trúarinnar í augum lifandi Guðs í, já, deginum? Og hvað er átt við? Hér og nú, minn kæri. Munum! Enginn þarf að hvetja annan mann til að boða orð Guðs sem þegar stendur mitt í þessu og gerir með þeim hætti sem Jesú einn leggur til. Mitt stundum er að sjá almáttugan Guð. Ég þarf ekki að vita leiðina, þú þarft ekki að vita leiðina sem Guð hefur gefið öðrum einstaklingi að fara. En vita skaltu að viðkomandi einstaklingur veit hana og er honum nóg. Í augum Guðs. Heitir að hafa virkjað köllun sína sem hver skal gera og vera viss. 

Öllum trúðum er það afskaplega mikilvægt verk að læra að skilja trúna rétt og vita að hún í hverri manneskju er verk Drottins og að hver manneskja á akrinum er þar vegna Drottins. Og hvað þurfum við meira en að vita vissu okkar þarna? Það er svo margt sem við, þetta trúaða fólk, þurfum að vita um. Við höfum orðið, höfum fræðslu ásamt kennslu heilags anda. Að sjá þetta og að fara þessa leið heitir á máli trúarinnar að hafa augu sín opin. Þá sjáum við vitleysuna sem viðgengst og vegna þess að sum okkar göngum út á sannleikann og erum ekki Pílatus nútímans og spyrjum Jesú eins og Pílatus er honum hafði verið færður Kristur eftir handtöku hans og svik Júdasar: „Hvað er sannleikur?“- sem er óþörf spurning hans og hennar sem lifir. Vegna trúar sinnar þá veit viðkomandi sannleika Jesú og hefur með vissu sinni þarna þrengt sjóndeildarhring sinn utan um krossinn einan. Og það er mikið.  

Trú okkar sé notuð með réttum hætti og rétt lesið í kringumstæður og vita skýran tilganginn með að eiga sannleika Guðs.  Nei, vinir!  Við vitum ekki svo miklu meira í dag.  Mistök genginna kynslóða bitna aftur og ítrekað á komandi kynslóðum sem beinlínis svipa.  Lifum það sem eftir er með orði Guðs og heiðrum áfram frelsara vorn og hann einan.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

  1. júlí 2024.

Orð Guðs er alltaf mjög skýrt þegar það talar og sumt klippt og skorið sem menn gera samkvæmt vilja Guðs. En eftir honum, vilja lifandi Guðs, skal hver maður leita og á eftir fara. Og vitið þið af hverju? Svarið liggur fyrir. Það var Jesú sem gerði allt fullkomið. Ekki ég. Ekki þú. Hann heitir Jesú. Og fyrir hverja gerði hann allt fullkomið. Menn auðvitað til að þeir komist til Guðs fyrir trú sína á Jesú.

En er þetta gerlegt? Svarið er hiklaust nei, að þetta sé ekki gerlegt. Nema til komi eitt hundrað prósent vilji minn til að gera trú mína á Jesú. Í þá verki! Taktu eftir þessu að í trú eru verkin gerleg og með þeim einum hætti boðleg Guði.  

Trú mín á Jesús er eina leiðin fyrir mig að hjarta lifandi Guðs. Þessum sannleika mun allt trúað fólk þurfa að lúta að sínu leyti og gera alla sína trúargöngu og er langt síðan ég sá að svona var í stakk búið og ekkert öðruvísi.  

Við höfum engar hjáleiðir þó að máski einhverjir reyni að telja sjálfum sér trú um að Drottinn horfi í gegnum fingur sér með sumt sem við gerum og/eða viljum gera að þá er því svo til að svara að allt slíkt hjá Drottni er algerlega útilokað fyrir hann að verða við og mun heldur ekki gerast og sumt gott að vera með alveg á hreinu, fyrir sig sjálfan. Það eina sem Jesús setur fram er hrein og skilyrðislaus hlýðni við vilja sinn og annað ekki. Að vilja hans geta allir trúaðir menn farið. Ákvæði Jesú eru ekki svo ströng að ekki sé hægt að fylgja þeim. Segir hann enda að hann muni ekki leggja meiri byrðar á en menn geti borið. Að við samþykkjum engar hjáleiðir né förum þær í þeirri von að Drottinn horfi í gegnum fingur sér með sumt. Þannig er það ekki og mun heldur ekki verða. Gott að muna og einkar hjálpleg leið til að einfalda trú sína. Nógu mörg eru samt flækjustigin. Trú á Jesú er þó vegur og við eigum fyrirgefandi Guð ef og er við hrösum.

Eins og ofar segir er raunverulegt svar við spurningunni um trú sem vinnandi veg þvert nei. Þetta bendir á nauðsynlegu trúna. Trúin kallar eftir vilja Guðs. 

Takið eftir að hvorki ég né þú bara si svona hættum að vera við sjálf en getum samt vel viðurkennt að vera tvískipt og áfram tvískiptar manneskjur með eigin langanir. Og hvað er langþráða laxveiðiferðin þín annað en að vilja svala eigin löngun? Hvar sem við erum syndgum við ekki framar. Að syndga ögn er ekki til í orðabók Jesú og bara hrein og tær trú. 

Lífi okkar er á vissan hátt skipt í trú á Jesú Krist. Í verki fyrir hann erum við dáin sjálfum okkur. Þetta breytir ekki því að áfram verð ég með eigin skoðun á einu og öðru og hef annað veifið rétt fyrir mér. En ég sé í hendi minni að þessi leið er ótæk í verkefnum fyrir Drottin. Það er þar sem ég dey sjálfum mér og lifi vilja herra míns Jesú. Þetta í hnotskurn er leyndardómur trúarinnar á upprisinn Jesú og afskaplega mikilvægt að átta sig á. Hugmyndir mínar koma hvergi nálægt í verkum fyrir Drottinn minn. Með þeim hætti er þetta líka hjá þér, trúi ég.

Munum! Við erum þetta tvennt. Það er, við sjálf og þetta trúaða fólk sem þjónum og lútum vilja Guðs. Er þetta ruglingslegt? Það tel ég ekki vera en veit auðvitað ekkert hvað fólk les út úr svona skilaboðum og orðið nokkuð langt síðan maður áttaði sig á þessum, segjum, vanda. Misskilningurinn maður.

Orðið er skýrt um að framar beri að hlýða Guði en mönnum. Jesú sé því áfram mitt skipulag á verki á akri Guðs og ég áfram lúta Jesú. Sjálfur er ég ekki fullkominn og er dáinn sjálfum mér í starfi á vegum Drottins. Til að gera trú í verki gerum við vilja herra okkar og erum þá dáin sjálfinu. En við syndgum ekki.  Ekkert flókið sagt hér.  Jesú lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

3. júlí 2024. (b)

Ég man að þegar maður var að byrja með eigin heimasíðu, líklega 2002, var maður að sjálfsögðu handviss um að enginn myndi kíkja þangað inn og fékk staðfestingu um að til væri einstaklingur sama sinnis og ég.

Staðfestingarorð hans voru: „Hann er sjálfur eitthvað að fara inn á hana.“ - Ég hafði ekki mikla trú á þessu og kannski minni en ég sjálfur hafði í upphafi.

Tuttugu og þrem árum síðar er síðan enn uppi. Að vísu heitir hún öðru nafni í dag en var til að byrja með.

Lengst af tímans hafa engar mælingar verið í gangi á neinum fjölda heimsókna. Ég nenni einfaldlega ekki að standa í neinu slíku og er sama um þær. Heimasíðan mín er bara mitt einkaverkefni sem aðrir sem vilja og nenna, geta fylgst með og ekkert öðruvísi

Kveðja Konráð Rúnar Friðfinnsson trú- og kristniboði

  1. júlí 2024.

Að sækjast eftir að lesa orð Guðs, skilja vel orð Guðs og vita hvernig orð Guðs virka eru allt eftirsóknarverðir kostir hjá fólki sem skilur tilganginn. Reikna má með að slík afstaða bendi til skilnings á mikilvægi orðsins sem þekkir af eigin raun sama orð Guðs og um leið gæðin af því. Hvert sem þú lítur og hvar sem þú ert staddur eru valkostirnir fjölmargir sem blasir við og málið er að velja fyrir sig rétt. Ekki rangt. Bæði er í boði.   

Það er hér sem málið fer verulega að vandast og vefjast fyrir mönnum og því engin furða að menn spyrji sig ítrekað hvað sé rétt verandi staddur í veröld fullri af alls konar ruglingi og sem ýtir öllu og engu fram og gerir að einhverjum spennandi valkosti? Við getum ekki neitað því að á of margt hafi verið opnað. Svo sem í góðum tilgangi og til að gera lífið fjölskrúðugra og auðugra af litadýrð og meira svona húllumhæ dæmi. Allt skítur þetta svolítið skökku við í veröld sem gerir orðið engan greinarmun á réttu og röngu vegna þess einfaldlega að vera búin að tapa áttum en reynir samt að skella einhverju fram sem gefur lífinu aukið vægi og meira gildi. Og eitthvað kynlaust verður til. Allt mannaverk sem sumir sjá, fráleitt allir, að eru fyrir margt löngu gengin sér til húðar og með allan einfaldleik rekin út í buskann. Af hvaða ástæðu? Hún liggur fyrir.

Við höfum misst réttan takt við sjálft lífið og fáum það ekki til baka nema fyrst að snúa okkur aftur að þessu rétta, hafna röngu og hverfa aftur til góða staðarins. Þetta getur fólk gert því að þó að menn séu afvegaleiddir eru þeir áfram hugsandi vitsmunaverur og greint fólk og geta vel horfið af villu síns vegar og snúið sér aftur að því sem er satt og rétt.  Þessu er ekki lengur att að mönnum af þeirri einu ástæðu að svo margt fólk veit ekki leiðina né þekkir hana sjálft, og er því áfram þetta vegvillta fólk. Hið góða hér er að hvernig sem árar í þessum málum vitkast sem betur fer alltaf einhverjir, þó að svo sé ekki að sjá, hvað allan fjöldann áhrærir. Sem er miður. Sannleikurinn er að þó að maðurinn sé um þessar mundir nokkuð vegvilltur getur hann enn hrist vegvilluna af sér og horfið til þess sem réttara er og sannara. Allt líf manna snýst um að velja. 

 En hver ætlar að leiða þá för og hverjir eru betri til verksins fallnir heldur en fólk sem þekkir og skilur hver sannleikur Jesú er, að er hið góða, fagra og fullkomna. Þetta allt stendur mannfólkinu enn til boða fyrir mátt Jesú.  Margt kristið fólk bendir á þetta og mega eiga það.

Skoðum eina af áherslum orðsins.

2 Tímóteusarbréf 5.  1-5.

Fyrir augliti Guðs og Krists Jesú, sem dæma mun lifendur og dauða, heiti ég á þig með endurkomu hans og ríki fyrir augum:  Prédika þú orðið, gef þig að því í tíma og ótíma. Vanda um, ávíta og uppörva með stöðugri þolinmæði og fræðslu.  Því að þann tíma mun að bera er menn þola ekki hina heilnæmu kenningu heldur hópa að sér kennurum eftir eigin fýsnum sínum til þess að heyra það sem kitlar eyrun.  Þeir munu snúa eyrum sínum burt frá sannleikanum og hverfa að kynjasögum.  En ver þú algáður í öllu, þol illt, ger verk fagnaðarboða, fullna þjónustu þína.”- Hér er verkefni sem vert er að sinna og vinna en verður áfram á brattann að sækja með.

Hér kemur skýrt fram áhersla orðsins og hver hún sé fyrir hvort sem er mig eða þig. Orðið talar um að Jesú, það er orð Jesú, muni dæma lifendur og dauða. Hvað merkir þetta? Merkingin er áhugaverð. Þú, hver sem þú ert, verður áfram til. Með öðrum orðum. Dauðinn er afstætt hugtak. Þetta kennir orð Guðs. Er mikið verið að tala þennan sannleika og er ekki ítrekað beint á stundina hér og nú og að menn skuli njóta andartaksins í líf og leik. Miðast ekki allt orðið við að njóta, dekra sig sjálfan, eta stórsteikur í hvert mál á veitingahúsi og hitt ekki nefnt að til sé Helja? Orðið talar svona og ég vel fyrir mig leiðsögn orðsins. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

  1. júlí 2024.

Af hverju er kristnu fólki það svo mikilvægt að þekkja vel orðið og af hverju öðru nema því að orðið segir fólki svo margt og kennir því svo margt um það hvers það megi vænta og hvað raunverulega sé að ganga veg Guðs? Mikilvægt er einstaklingi að átta sig skjótt á í hverju allt þetta kristna trúardæmi liggur. Ásamt því að gera sér grein fyrir að hreint gríðarleg þekking og enn meiri reynsla og kennsla eru þegar til og tiltæk sem þá rétt kennsluefni um mikilvægasta atriði í lífi hverrar manneskju sem er að ganga Guðs veg. Allt frá tíma atburðanna í Lofstofunni, er heilagur andi féll yfir fólkið á staðnum, hefur verið til reynsla og þekking og kennsla um hver Guðs vegur sé.  En samt og í ljósi hins stendur þessi þekking á núlli í veruleika fólks og ástæðan er ljós og er þessi grafalvarlega eyðandi synd sem hér er yfir öllu og helst þar við þangað til miskunn, náð og kærleikur lifandi Guðs mætir og hrindir syndinni um koll. Munum að synd er sjálfstætt og gríðarlega voldugt afl hér í heimi og að það er syndin í fólki sem hvetur það til að koma gegn vilja Guðs og er alltaf grafalvarlegt atriði sem bitnar á því sjálfu með einum og öðrum hætti. Margt er það, kæru vinir, sem við áttum okkur engan veginn á. Og þekkingin á Guði og verkum hans helst áfram á stað núllsins.

Og hvað kemur í ljós? Jú, sannleikurinn um að hula er fyrir skilningi fólks á raunveruleikanum allt frá fæðingu og til andartaksins að hulunni er svipt frá. Ég tel að þetta gerist hjá miklum minnihluta manna og merki að obbi fólks muni aldrei komast að hinu rétta í þessu máli og að þetta hafi ekkert með gáfur fólks að gera. Bifreiðin sem þú ekur um í daglega getur það vegna vélbúnaðarins í henni. Án hans ferðu ekki fet í bifreið. Og þetta veit hvert mannsbarn en bara örfáir um Guðs verkið og Guðs veginn og þörf á að skilja skilningarvit sem Guð sjálfur líkur upp. Þetta breytir þó ekki hinni fullyrðingunni um alla þessa gríðarmiklu reynslu sem til sé gegnum aldanna rásir og allra kynslóðanna að baki.

En af hverju stendur þá hver kynslóð á byrjunarreit eftir að trúin mætir einstaklingi þó að til sé svakalega mikið magn af kennslu og gríðarleg þekking á þessu efni? Ástæða þess er ein og einkum hún að ekkert sem neitt hald er í er gert til að mæta þessu.  

Allt sem snýr að Guði verður áfram algerlega hulið fólki og enginn stafkrókur birtur um sannleikann Guð. Allt skipulegt og viljandi gert. Af hverjum? Satani auðvitað. Hann er veruleiki, rétt eins og tvisvar sinnum tveir, er veruleiki sem við öll viðurkennum. Hverju sem við svo trúum.  

Lúkasarguðspjall 10.  17-20.

Nú komu þeir sjötíu og tveir[ aftur með fögnuði og sögðu: „Drottinn, jafnvel illir andar hlýða okkur þegar við tölum í þínu nafni.“

-En Jesús mælti við þá: „Ég sá Satan hrapa af himni sem eldingu.  Ég hef gefið yður vald að stíga á höggorma og sporðdreka og yfir öllu óvinarins veldi. Alls ekkert mun gera yður mein.  Gleðjist samt ekki af því að illu andarnir hlýða yður, gleðjist öllu heldur af hinu að nöfn yðar eru skráð í himnunum.“- Nákvæmlega. Nafnið mitt er skráð á himnum en þó ekki frá því á fæðingardegi mínum í september árið 1953 heldur frá endurfæðingardegi mínum í október 1989, og er dagurinn sem ég varð á hólpinn. Mikill þakkardagur. Einnig sjáum við hversu rosalega illa sannleikurinn getur látið í eyrum okkar. Í eyrum syndarinnar frekar. Einnig skiljum við betur akkinn í fyrir syndinni að kveða öll svona ummæli í kútinn og fjarlægja út af borðinu.

Kirkjan ein er aflið sem kennir og fræðir um veg Guðs og opnar skilningarvit fólks. Taki fólk ekki við Kristi verða þessi skilningarvit áfram lokuð og maðurinn án nokkurs hjálpræðis. Jesú lifir! Hann lifir. Jesú er upprisinn! Syndin er sigruð! Amen.

 

 

 

 

  1. júní 2024.

Líf manna skiptist í skyn og skúrir og er inn á milli, oftar en við flest viljum, tóm átök, erfitt, saman við leikandi létt og tóman fögnuð og allt þar á milli. Sérhvert okkar upplifir slíkan veruleika margsinnis í sínu lífi.

Hvað sem menn reyna og/eða helst vildu sleppur enginn við allskonar átök. Oftast nær er það eigin huga sem vinnur og spinnur og er óþreytandi við allskonar skáldsagnagerð. Við vitum að skáldsöguformið styðst ekki fyrir fram við neitt staðreyndatal né hefur það uppi sem sannara er og réttara og er það heimilt.  Áhugavert finnst mér form skáldsögunar.  

Eftir stendur spurningin um hví grátur og gnístran tanna sé?   Hvort sem mönnum mislíkar eða mislíkar ekki svarið er til svar við spurningunni.  Og svarið er að það er til synd í heiminum sem meira að segja er hægt að rekja hvar og hvernig hófst.

Kíkjum stundarkorn á þetta svar.

Jesaja 14.  9-12.

Niðri í helju var allt í uppnámi vegna þín til að taka á móti þér þegar þú kæmir.  Vofurnar voru reknar á fætur þín vegna, allir sem voru leiðtogar jarðar.  Allir konungar þjóðanna voru upp reknir úr hásætum sínum.  Allir munu þeir taka til máls og segja við þig: „Jafnvel þú ert orðinn máttvana, jafningi vor.“   Hátign þín steyptist niður í helju ásamt hörpuhljómi þínum. Ormar eru breiddir undir þig og maðkar eru ábreiða þín.   Nú ertu fallinn af himni, ljósberi, sonur morgunroðans. Nú ert þú að velli lagður, sigurvegari þjóðríkja.”- 

Á hvern er verið að benda og á hvern annan en Satan og staðinn sem hann þegar hefur verið dæmdur til að dvelja á til eilífðar, þó ekki sé hann enn kominn þangað. Við sjáum af lesningunni að þar eru fleiri og að sumir sem þar eru núna, takið eftir þessu, er fólk, valdsmenn, sem lifðu í makindum, ríktu og réðu og stjórnuðu borgum og ríkjum og fóru illa með allt sem þeir sjálfir vildu fara illa með í hroka sínum en kunnu að skara eld að eigin köku. Allt miklir menn á sinni tíð.  Og allir þessir einu sinni miklu menn segja við Lúsifer, Satan, er hann kemur til þeirra: „Jafnvel þú ert orðinn máttvana, jafningi vor.“- segir hér.  Þeir greinilega þekkja kauða.  Athyglisvert.

Jesaja 14. 13-19. “Þú sagðir við sjálfan þig: „Ég skal stíga upp til himins, ofar stjörnum Guðs, þar skal ég reisa hásæti mitt.

Á þingfjalli guðanna tek ég mér sæti, yst í norðri.  Ég skal stíga ofar hæstu skýjum, líkjast Hinum hæsta.“ En þér var varpað niður til heljar, í hina dýpstu gryfju. Þeim sem líta þig verður starsýnt á þig, þeir virða þig vandlega fyrir sér: 

„Er þetta maðurinn sem skók alla jörðina, lét konungsríki riða?  Hann gerði jörðina að eyðimörk, reif niður borgir og sleppti föngum sínum ekki heim.“  Allir konungar þjóðanna hvíla í viðhöfn, hver í sínu grafhýsi, en þér var fleygt út án greftrunar eins og ómerkilegri hríslu.

Lík veginna þekja þig, þeirra sem lagðir voru sverði og steypt var niður í grjótið í gryfjunni eins og fótum troðnu hræi.”-  

Engin glæsilesning. Stundum er líf manneskju engin glæsilestur. Við sjáum ástæðuna. En hvorki ég né þú förum til staðs Lúsifer heldur okkar staðar sem er himnaríki Guðs almáttugs. Jesú Kristur og trú okkar á Drottin drottna kemur þessu til leiðar. Og ég trúi. Viðhöldum trú okkar.   Allt vegna þess að Jesús lifir! Hann lifir. Amen.

  1. júní 2024 (b)

Eitt sinn fyrir margt löngu, bjó þá minnir mig enn austur í Neskaupstað, segir Drottinn við mig merkileg orð. „Ég ætla að sýna þér hvernig söfnuður minn er.“ Af þessum orðum varð ég skiljanlega afskaplega spenntur og hlakkaði í ósköpunum öll til að sjá og heyra hvað hann vildi sýna mér á þessum velli sínum.

Einhverju seinna flyt ég frá Neskaupstað til ákveðins staðar eystra og þaðan fljótlega rakleitt suður á bóginn til Hafnarfjarðar. Árið 2000, kannski 1999, ég man þetta ekki alveg, lá leið mín svo inn í kirkjuna. Og þar er ég enn starfandi.

Líður svo og bíður og ég að annað veifið að upplifa alls konar óvænt innan safnaðanna og ég æ betur að kynnast hvað kirkja sé.

En var reynsla mín af kirkju og söfnuði einhver allsherjar falleinkunn fyrir þá og/eða einhver áfellisdómur yfir kirkju sem ég vil tjá mig um? 

Alls ekki. 

Og að hverju hef ég komist?

Niðurstaðan er mér merkileg og sannleikurinn er sá að kirkja Krists hvar sem er í veröldinni er full af venjulegu fólki líkt mér og þér með inn á milli allar heimsins byrðar á sér sem það er að kikna undan.

Og hvað hef ég lært?

Heilmargt og til að mynda að horfa af þessu og beint til Jesú. Í dag veit ég að eftirfylgni við aðra manneskju er nokkuð vís leið til að báðar falli í gryfjuna og að manneskja sé of lík mér til að ráðlagt sé að fylgja henni. Enginn áfellisdómur og bara sannleikur.

En til að mæta þessu gefur Jesú okkur kærleika hvert til annars og safnaðarins í heild sem er raunverulega daglegt bænarefni.

Bæn trúarinnar er lím safnaðar Jesú.

Niðurstaða niðurstaðna í þessari samantekt er að best af öllu sé að vera innan vébanda safnaðar Jesú en þó vita að söfnuðurinn sem slíkur er ekki fullkominn og engir nema Jesú einn eru fullkomnir. En það nægir alveg. Jesús mun leiða hópinn til orðsins, til kennslunnar, til alsnægtanna og skaffa allt sem við þörfnumst ásamt því að viðhalda vináttunni manna á milli og kærleikanum.

Þetta hef ég lært og meðtek æ betur.

  1. júní 2024.

Í dag er dagur sem mun færa okkar eitt og annað. Það gæti verið sólskin, það gæti verið regn, vindur eða hvass vindur. Þetta vitum við er það blasir við okkur. Fyrir sumt verður ekki þrætt. Jafnvel versti þrætudólgur upplifir sig mát. Sumt í kring er alveg öruggt.  

Svona er trúin á Jesú og fyrir hana verður ekki þrætt. Trúin stendur fyrir það sem hennar er.  Hjarta manneskju er vettvangur Jesú. Sá sem þetta á á til að sínu leyti veit vissu.  Bæði hver viðkomandi er í sinni trú, hvað hann/hún vill með sína trú og fer leiðina fram undan samkvæmt trúnni. Mikilvægt er hverri manneskju að vera með eitthvað sem stenst. Trúin er trygg. Að draga hring utan um Jesú er bjarg viskunnar. Alltaf skal nafnið Jesú birtast og það eitt blífa. Guð í sjálfum mér!  Hvað merkir það?  Fyrir hendur trúaðra veit heimurinn hver Herra þeirra sé.  Og slíkt fólk fellur fram fyrir Jesú.  Enginn breyskur maður kemst þangað. Fyrirferð Jesú er meiri.

Líf og allt viðmið hins trúaða verður að vera orð, verk og eigin eftirfylgni við vilja Jesú. Það er þetta sem Drottinn mun æ betur opinbera á meðal sinna manna og kvenna og æ fleira fólk staðfesta og opinbera öðrum sína eigin trú með þessum hætti. Af þá verkum en ekki sjálfshóli. Munum! Orð okkar eru óþörf blasi verkin við. Það eru þau sem segja allt sem segja þarf.  Þau lyfta sjálfkrafa upp nafni Jesú.  Mikilvægt að muna.  Og trúaður lætur sér á sama standa hvort nafn sitt sé haft með eða er algerlega sleppt. Rétthafi verksins er Jesú og hann aðilinn sem við þjónum og lútum.  Hvert og eitt okkar erum verkfæri í hendi Jesú.

Það er svona þenkjandi fólk sem er æ meira að stíga fram til sinnar þjónustu við Jesú og kirkju Jesú. Þetta fólk hefur eitt hundrað prósent áttað sig sjálft á hvar það standi í sinni trú, hver herra sinn sé og hverjum það þjónar að er Jesú og Jesú einn. Birtingarmynd alls þessa er aukin staðfesta, meiri trúfesta við verk Krists sjálfs sem hann sjálfur hefur úthlutað manneskju.

Aðdragandi er að öllu svona og vitað að enginn verður hvorki besti bakari og/eða kokkur fyrr og síðar eftir að hafa lært í einn dag og/eða tvo daga. Þvert á móti nær hann sínum góða árangri gegnum runu fyrirstaða, mótbyrs og alls konar svona þátta sem reyna manninn, þjá manninn og ná upp í honum alls konar hugsunum. Sumar hugsananna komu á óvart. Það er á þessari leið sem eitthvað í honum rumskar og kannski glaðvaknar. Og skyndilega og í einni svipan horfist hann í augu við meistara meistaranna Jesú í kannski fyrsta sinn trúargöngu sinnar. Það er þarna sem mesti sigurinn vinnst. Ekki þekkja Krist af einni saman afspurn.

Allt undirbúningur að einhverju stórkostlegu. Sannmæli eru að enginn verði óbarinn biskup.

1 Pétursbréf 1. 7-9. 

“Það er til þess að trúfesti ykkar, langtum dýrmætari en forgengilegt gull, sem þó er reynt í eldi, geti orðið ykkur til lofs og dýrðar og heiðurs við opinberun Jesú Krists.  Þið hafið ekki séð hann en elskið hann þó. Þið hafið hann ekki nú fyrir augum ykkar en trúið samt á hann og fagnið með óumræðilegri og dýrlegri gleði þegar þið eruð að ná takmarki trúar ykkar, frelsun sálna ykkar.”-

Það er Jesús sem heiðrar sitt fólk og eða upphefur þann part fólksins sem hann sjálfur vill og opinberar stundum heiminum.  Það reyndar er aukaatriði. Allt skóli og stundum harður skóli og í þeim eina tilgangi gert að ná rótum trúarinnar dýpra ofan í moldina. Og trúin vex upp til höfuðsins sem er nauðsynlegt vegna atgangsins sem trúargangan bíður hverrar manneskju. Þessi staða mun senn koma. Hlökkum til hennar og verum með í henni og trúum og eignumst vaxandi trú á hinn upprisna Jesú. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

 

 

 

 

  1. júní 2024.

Þó að sumt mögulega gangi í erfðir hjá fólki er samt ljóst að trúin á Jesú gerir það ekki og er persónuleg gjöf Jesú sjálfs til mín og þín og hefur alla tíð verið með þessum hætti og frá þeim tíma sem Jesús steig upp og stofnaði nokkrum vikum síðar kirkjuna og um leið þessa svart/hvítu mynd af kirkjunni sem þá opinberaðist hjá mönnum. Þá líka byrjaði allur þessi atgangur og öll þessi heift í garð kirkju og sumpart kirkjunnar fólks. Þessa svart/hvítu mynd má ef til vill sjá hér:

Jóhannesarguðspjall 8. 31-32.

Þá sagði Jesús við Gyðingana, sem tekið höfðu trú á hann: „Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa.“- Í orðum Jesú liggja engar skipanir, engar þvinganir og sannleikurinn einn opinberaður um hvernig trú virki og vinni og mikilvægi trúar fyrir einstaklinginn og að sannleikurinn muni vinna sína vinnu í manneskju og sjálfur sannfæra hana. Og er þetta ekki með þessum hætti?

Skoðum bréf Páls postula til Tímóteusar.

2 Tímóteusarbréf 1. 3-5.

“Ég þakka Guði, sem ég þjóna með hreinni samvisku, eins og forfeður mínir, með því að ég án afláts, nótt og dag, minnist þín í bænum mínum.  Ég þrái að sjá þig, minnugur tára þinna, til þess að ég fyllist gleði er ég rifja upp fyrir mér hina hræsnislausu trú þína. Sú trú bjó fyrst í henni Lóis ömmu þinni og í henni Evnike móður þinni og ég er sannfærður um að hún býr líka í þér.”-  Hér höfum við fyrir framan okkur mikinn leyndardóm sem vert er að skoða ögn betur og liggur í að trúin fjölskyldu Tímóteusar kom í fyrsta sinn inn með ömmu Tímóteusar og þaðan yfir til Evninku móður Tímóteusar sem og gerir Pál fullvissan um að gildi einnig fyrir Tímóteus. Um það atriði getur hann þó ekki garenter neitt vegna þess að Jesús einn gefur manneskju, einstaklingi, trúna.

Það sem þarna gerist er að amman Lóis talar við dóttur sína, Evinku, um Jesú sem Evinke augljóslega meðtekur á einhverju stigi og eignast af sína eigin trú á Jesú sem sjálf í fyllingu tímans gat af sér börn og fræðir sín eigin börn sömu fræðslu og hún fékk frá ömmu sinni Lóis. Hér sjáum við ekkert ættgengi málanna heldur horfum við á beina boðun fólks og hreina kennslu fólks um Guðs veg. Já, til einstaklings. Svona virkar útbreiðsla trúarinnar og ekkert öðruvísi.

Er þetta ekki enn með þessum hætti og ganga þessi mál ekki enn svona fyrir sig? Jú. En sjáum við, hvert og eitt, mikilvægi þess að lesa orð Guðs sjálf/ur og fræðast í eigin persónu um orð Guðs í stað þess að láta einvörðungu mata okkur á kennslu annarra manneskja. Með að sjálfsögðu allri virðingu fyrir kennslunni inni í söfnuðunum og fullri viðurkenningu á þörf hennar sem og fólkinu sem ber fram ræðu og kennslu og annað gott kristilegt efni og ekki átt við þetta.

Við sjáum að ræða úr púlti og/eða kennsla orðsins úr púlti getur ekki verið ætlað það hlutverk að stilla söfnuðinn neitt saman. Enda hlutverk orðsins eins að gera þetta og allir sem til þekkja vita og um leið viðurkenna að orð Guðs býr í hjarta hverrar manneskju og vinnur sitt verk þar.  

Hvorki ég eða þú erum sem sjá má neinar lykilmanneskjur hvað flutning og kennslu orðs Guðs varðar en erum samt mikilvægar á þessum akri af því einu að eiga til trú á upprisinn Jesú í hjarta okkar og ekkert minna en það og heldur ekkert meira. Enda segir Guð sjálfur við mig: „Náð mín nægir þér.“ Að orðið sjálft sannfæri menn er reynsla mín af trúarargöngunni. Höfum því engar áhyggjur og keppumst eftir að gera okkar verk í Jesú. Jesú lifir! Hann lifir! Amen.

  1. júní 2024.

Hvað er að vera rík manneskja og hvenær er fólk ríkt sem lifir eftirsóknarverðu lífi í svokölluðum allsnægtum. Og hvað eru allsnægtir annað en mín eigin nægjusemi sem hef allt sem ég þarf?

Rétt er það að fyrir peninga er hægt að kaupa sér allt sem hugurinn girnist. Eigi maður bara nóg af þessum peningum þarf maður ekki að hugsa sig neitt tvisvar um hvort efnin fái staðfest kaupin eða ekki. Vá! Hvílík hamingja. Eða hvað? 

Flestir menn búa við þau skilyrði að þurfa að velta hverjum eyri milli fingra sinna áður en ákvörðun er tekin um hvort þeim skuli eytt eða þeir geymdir áfram og nýttir til annarra og kannski betri nota en hugurinn þá stund vildi og snerist um að fá sér þetta og hitt án neinnar frekari umhugsunar. Það er ekkert mál. Eigi maður bara nóg til af peningum.

Til eru sagnir af forríkum ungum poppstjörnum sem heimurinn gerþekkir og sumir vita meira um daglegt líf hjá en eðlilegt má teljast, sem hringdu í ekki ódýrustu verslun veraldarinnar heldur búðina sem seldi hvað dýrastan varninginn og eitthvað sem allt venjulegt fólk hrýs hugur við vegna verðlagsins þar inni, átt við í efnahagslegu tilliti, öll erum við venjulegt fólk.  En þar kom hann við eftir að búið var að loka versluninni sem starfsmaður/menn elti á röndum og skráði niður hverja bendingu ágætrar og forríkrar poppstjörnunnar og merkti á listann sinn, sem þá keypta vöru. Verðmiði var á vörunni og undir hælinn lagt hvort vellauðug poppstjarnan kíkti á verðið. Vara þessarar tilteknu verslunar var með þeim hætti að fólk með, segjum, mín ellilaun eða þínar verkamanna tekjur hrýs hugur við en var ekkert mál fyrir ungu, forríku poppstjörnuna að reiða fram sem gekk þarna um verslunargólf og notar rúllustigann til að færa sig á milli hæða. Má vera að einhverjum þyki þetta öfundsverður lífsmáti en þó má efast um að poppstjarnan er hér er komið sögu sé sjálf að öllu leyti sammála. Fórnarkostnaður allrar frægðar er nokkur.

Hvort sendiferðabílarnir sem til þurfa undir verslunina eru tveir eða þrír fylgir ekki með í sögunni en ljóst er að skott venjulegs fólksbíls kemur engum á staðnum til hugar. Voru innkaupin talsvert meiri en svo sem flytja þurfti.

Um annan heimsfrægan mann og að auki vel ríkan eins og hinn af tónlistarflutningi sínum að eftir honum var eitt sinn haft að ekki væri neitt orðið til fyrir sig sem ekki væri hægt að kaupa fyrir peninga. Samt spurði hann sig, kannski ítrekað, hver tilgangurinn með öllu þessu prjáli og glingri og gleri væri og innkaupum sem svo oft voru sumpart út í bláinn og manninn skorti ekki en lét ítrekað eftir sér til að fá svalað einhverju innra með sér sjálfum sem þó var áfram ófullnægt og ánægjuvogin fallin á fyrri stað undireins og nýja bruminu sleppir.

Hver er niðurstaðan? Hver önnur en að peningar fái ekki veitt manninum nokkra endanlega svölun og sælu og einvörðungu stundarkorn og andartak. Ekki er svo að skilja að peningar séu ekki nauðsynlegir lífinu. En kóngur eru þeir ekki. Örugglega er skemmtilegt að hafa fullar hendur fjár og vita ekki aura sinna tal og geta leyft sér að kíkja við í verslun eftir lokun og mann með lista á eftir sér til að merkja allt sem á að kaupa. En hvað svo? Hver hefur svarið?

Hver af okkur kannast ekki við og þekkir spenninginn að nýju. Hve langan tíma tók það að verða bara enn einn hluturinn sem prýðir heimilið. Og hvað tók við? Ætli ekki sami tómleiki og áður. 

Sjáum við ekki að maðurinn þarf meira þessu til að fá höndlað varanlega hamingju og sem er meira eitthvað augnablik sem endurnýja má með enn einni búðarferðinni í rándýrri verslun og menn bíði á eftir sér með lista sem skrá niður eina og aðra vöru? Við sjáum að eitthvað meira þarf. Menn þurfa Jesú.  Og þarna fór ég alveg með það. Samt lifir Jesús. Já, hann lifir!  Amen.

  1. júní 2024.

Margt í lífinu hefur kennt okkur heilmargt um hvað við þurfum. Við þurfum hamingju, við þurfum gleði, við þurfum góða vini og fleira. En við þurfum líka trú á Jesú til að eiga traustan og tryggan aðgang að öllu hinu. Þetta sjá ekki allir og þar fór ég með það. Erindið byrjaði vel og er auðvelt að taka undir öll fyrstu atriðin sem nefnd eru en fráleitt það síðasta. Þar skilur á milli og fær menn til fara hvorn í sína átt. Samt er til lifandi Guð sem gaf niður upprisinn son sem menn áður höfðu deytt. Óafvitandi björguðu þeir lífi sínu vegna þess að Guð Faðir reisti son sinn upp frá dauðum og bauð að menn og konur jarðarinnar skyldu fara sömu leið með því skilyrði að trúa á Jesú og manninn sem þeir sjálfir deyddu. Og menn falla andvarpandi fram á ásjónu sína og segja: „Jesús! Guð minn“ og gerum sum hver hér og nú. Jesú er upprisinn og við þiggjum hjálpræði hans í dag og treystum á náð hans og miskunn sem okkur stendur til boða. 

En guð sumra heitir ekki Jesú heldur Lífeyrissjóðurinn minn, ódýrasta verslunin sem ég versla við og er aflið sem skaffar mér allt og gefur mér nægtir. Lífeyrissjóðurinn er trygging mín er aldurinn færist yfir mig. Í hann greiddi ég alla mína starfsævi hlut allra tekna minna en hætti eftir að ákveðnum aldri hafði verið náð. En þá kom líka annað til sögunnar og þessi orð ágæts atvinnurekanda: “Stopp. Hingað og ekki lengra. Þú, karlinn minn, ert nú orðinn of gamall fyrir okkur hér. Og hypjaðu þig nú.” Bang! Búið spil? Ekki alveg. Enn dreg ég undan og lifi hvern dag fyrir sig og áfram eins og verið hefur. Súrt og sætt mætir mér. Skrítið fyrir manni kominn á mínum aldri og mitt í hafsjó umræðu um aðhlynningu við gamla karlinn mig sem þó gerir allt sjálfur sem gert er og að mér snýr eða sé til þess að eitt og annað verkið sé unnið eins og verið hefur alla mína tíð og enga breytingu orðið á. Þjónusta við gamla karla hvað? Kanntu ekki einhvern annan betri frasa? 

Fram að þeim tíma hafði ég lögum samkvæmt safnað í sarpinn og greitt á ýmsa staði lífeyriskerfisins og fékk inn á milli uppörvun á borð við að svona greiðslur væru tilgangslausar því að allt lífeyrissjóðakerfið væri fyrir margt löngu hrunið áður en þú, karlinn minn, færð eyri úr nokkrum sjóði. Bölsýnis- og svartsýnisgæinn var líka þá. Merkilegt og ekki var allt betra í den.

Já, ég, „karlinn minn“ er orðin eitthvað sem atvinnumarkaðurinn þarfnast ekki lengur og hlær niður í eigin bringu er hann sér fæðingardag eiganda starfsumsóknarinnar. Þessi guð minn hefur sem sagt brugðist mér eftir allan þennan tíma okkar saman og hinn gamli guðinn minn, lífeyrissjóðurinn, er tekinn við af öllu hinu kerfinu og með honum þriðji guðinn minn, ellilaunakerfið. Báðir skera eins og hægt er niður við nögl greiðslurnar. Psst! Hugsið ykkur skellinn og bömmerinn af að skera niður við mig greiðslur sem þó byggði upp allt þetta land.  

Allir þessir guðir, guðirnir mínir heita, hétu, svo rétt sé sagt frá, mörgum nöfnum sem ég, með þér, samþykkti sjálfur en eru allir frekar nískir guðir og virðast elska að skera greiðslur til mín niður og bara til að gera mig að óhamingjusamari manneskju og allt slíkt væl. Þakka Guði það að þetta gildi ekki um mig sjálfan. Einkum af þeirri ástæðu að sjálfur rekst ég frekar illa í hópi og neita að telja mér trú um að allir aðrir viti allt betur og met það sjálfstætt að fylgja eða fjarlægjast álit annarra manna og kvenna. Með allri virðingu. Er ég enda smávegis óþekki strákurinn, afsakið! karlinn, í hópnum og fylgi engum vælukalli og eða vælukellingu að máli. Enda nokkuð skárri leið að lifa og treysta honum sem gefur sínu fólki fyrirheit um að vel fyrir sjá eins gildir hjá manni í dag og hér og nú. Og lái mér hver sem er að að velja að treysta Jesú betur.    

Að hverfa af atvinnumarkaðnum er enginn heimsendir. Að fá hvergi vinnu á hefðbundnum vinnumarkaði er ekki öll sagan hjá nokkurri manneskju og ekki heldur að leggjast í ferðalög, sem eru erfiðust allrar vinnu. Enginn hefur hafnað mér og ég heldur engum hafnað. Sjáum við ekki að dagurinn verður sérdeilis fagur og góður vegna Guðsins míns Jesú sem lifir eiliflega? Amen.  😊

 

 

 

 

  1. júní 2024.

Mikilvægt er að trúuð manneskja sem tekur að sér verkefni, segjum innan safnaðar, sinni sínu verkefni en fái það ekki öðrum, eins og stundum gerist og sumir hafa vanið sig á. Ástæðan er að fólkið hafði eiginlega ekki tíma er í ljós kom að verkefnið var meira bindandi en í fyrstu var vitað. Sannleikurinn er að fæstir hafa yfirnógan tíma til að sinna einu og öðru verkefninu sem hann/hún er beðin um. Mikilvægt er að hver og einn læri lexíuna að sníða sér stakk eftir vexti. Sem sagt. Sé maðurinn þegar störfum hlaðinn, sem mörg okkur erum, segir hann einfaldlega:

 “Nei, takk. Ég hef engan tíma í þetta og er þegar með nóg á minni könnu. Finndu aðra manneskju til að gera verkið.”- Sanngjarnt og heiðarlega fram sett svar við kannski endurtekinni beiðni manneskju og kannski einnig eigingjarnri manneskju sem sjálf reynir að koma af sér ábyrgð. Vandinn hér er oft að manneskjunni sem beiðnina fékk gengur illa að hunsa slíka beiðni né segja nei við henni og mun því áfram vera í tómu tjóni með sína góðmennsku, já. Trúin tekur af öll tvímæli og gerir til að mynda með þessum orðum Nýja testamentisins:

Matteusarguðspjall 5. 37.  

37 En þegar þér talið sé já yðar já og nei sé nei. Það sem umfram er kemur frá hinum vonda.”

Munum að á þessum slóðum vappar djöfullinn til að fá ávítt manneskju og ákært manneskju er kemur að þeim þætti að viðkomandi reynir að varpa jáinu sínu af sér yfir til annarra manneskja vegna þess að í grunninn var svar viðkomandi alltaf nei.  Hættum öllum leikaraskap.

Sem sagt. Manneskja sem með þessum hætti breytir hefur sjálf opnað leið fyrir óvin sköpunar Guðs, Satans, að sér með breytni sinni og svarinu já, sem raunverulega var alltaf nei, vegna ístöðuleysis manneskju sem líklega, mögulega, er til hennar komin af rangri kennslu. Munum að sjálf getum við hæglega kennt okkur sjálfum ranga kennslu. Það er ekki málið. Munum einnig að bæði þessi orð, já og nei, eru fullgilt svar við beiðni af hvaða toga sem er. En hvað sér fólk rétt við að haga orðum sínum með þeim hætti að opin leið sé fyrir sinn versta og eina óvin að sér sem raunverulega hefur fengið leyfi mitt til að ávíta mig, ákæra mig, hrekkja mig, pína mig og vekja mér samviskubit? Skiljum við ekki betur núna hverju hlýðni við orð Guðs á orki?

Munum að orðið er rétt kennsla og að fara eftir því er viska.  Skoðum orðið.

1 Tímóteusarbréf 5.  16-18.  

Ef trúuð kona á fyrir ekkjum að sjá skal hún sjá fyrir þeim, og eigi hafi söfnuðurinn þyngsli af því að hann þarf að geta hjálpað þeim sem eru ekkjur og einstæðar.

Öldungar þeir sem veita góða forstöðu séu hafðir í tvöföldum metum, allra helst þeir sem leggja hart að sér við boðun og fræðslu.  Því að Ritningin segir: „Þú skalt ekki múlbinda uxann er hann þreskir,“ og: „Verður er verkamaðurinn launa sinna.“- Ritningaversið er um visst skipulag sem ríkja skal innan safnaða Guðs. Skipulag sem gerir söfnuði Guðs kleift að gera vinnuna sem af hverjum og einum söfnuði er ætlast til. Og þar í raun og veru ættu allir safnaðarmeðlimir sem á annað borð eru jarðfastir orðnir í sinni trú og eiga til staðfestuna úthald í starf sem þegið er. Munum! Fólkið sjálft sagði já við beiðninni, það sumt beinlínis fór fram á að taka að sér þetta og hitt verkefnið. Að já mitt sé skýrt já og nei mitt sé skýrt nei er hjálplegra en marga grunar.

Við sjáum af ritningaversinu hér að ofan að ætlast er til þess að verkinu sé ekki bara sinnt heldur sinnt af þessum og hinum einstaklingnum vegna þess, eins og áður segir, að skipulag á að ríkja í söfnuði Guðs. Á þessu er því miður oft og tíðum mikill misbrestur. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

  1. júní 2024.

Besta mál er að impra á breytingum hvers konar og athuga með viðbrögð landsmanna og valdherranna og hæstvirts Alþingis við þessum breytingum sem háttvirtur forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, setti fram, muni ég rétt, í ágætri 17. júníræðu sinni.

Fram kom að herra forsetinn vildi gera breytingar á formi 17. júní ræðunnar, sem frá lýðveldisdegi hefur verið á höndum starfandi forsætisráðherra hverju sinni, en færa ræðuna yfir til forseta Íslands, sem sagt embættis forseta Íslands.

Eins og málið blasir við mér eru rökin fyrir slíkum breytingum harla léttvæg og séu vinsældir og ekki vinsældir starfandi forsætisráðherra hverju sinni undirtónninn þá veit ég ekki hvert menn eru komnir. Hvað er fallvaltara einhverjum vinsældum sem daglega taka breytingum?

Er sammála háttvirtum forsætisráðherra um að enginn flötur sé fyrir slíkum breytingum og að löng hefð sé fyrir þessu formi eins og nú gildir og að það hafi reynst þessu landi hreint ágætlega.

Sjálfum líst mér prýðilega á hugmynd forseta Íslands, herra Guðna Th. Jóhannessonar, um aðsetur, einhvers konar aðstöðu fyrir forseta Íslands á Þingvöllum, án þess kannski að tengja það eitthvað sjálfum Þingvallabænum, sem áfram mun eiga sína sögu. Svo fyrir utan það að þá hefur Þingvallabærinn verið friðlýstur frá árinu 2014 sem sjálfsagt er að virða. 

Þingvellir, Þingvallabærinn, Öxarárfoss og fleiri svæði Þingvalla skipta Íslendinga miklu máli og er þeim hjartfólgið svæði og saga lands og landsmanna meira og minna tengd Þingvöllum.

Svona umræða er samt áhugaverð og um leið athyglisverð og fátt þannig séð svo alveg heilagt að ekki megi varpa skoðun sinni fram um eitt og annað málefni.

  1. júní 2024.

Mikilvægt er að ég og þú tökum okkur taki og spyrjum okkur hvað við viljum og lærum muninn á eigin skoðunum og vilja hans sem við elskum og viljum virkilega þjóna og að fara eftir. Líka komi upp ágreiningur í okkur sjálfum vegna, segjum, ruglings stjórnmálanna.  

Allir sem þekkja Jesú hafa orð hans til að fara eftir og leyfa því að leiða sig um daglegan veg og oft gefið yfirlýsingu sína um þetta. Meðfram hinni yfirlýsingunni um að orðið sé til að fara eftir.

Samt sumpart göngum við mörg fram í eigin skoðun í mörgum málum þó að orð Guðs taki af skarið og hafi þegar talað en við, undir vissum kringumstæðum, raunverulega hunsum og höfum þá viljandi gleymt að allt orð Guðs er til að hjálpa okkur við að velja frekar leið Guðs fyrir okkar líf en okkar eigin leið og eigin skoðun. Hver sem skoðun mín og þín annars er að þá skal orð Guðs standa en skoðun mín víkja. Þetta er trú sem er vel þóknanleg Guði.

Við megum ekki gleyma hvernig í öllu liggur að Orð Guðs er sett inn í lífið til að hjálpa okkur, mér og þér, til að velja og standa með okkar vali og vitandi sem er að orð Guðs standi á kletti aldanna. Og ekki bara að sumu leyti heldur að öllu leyti. Við erum með allt þetta hjá okkur.

Spyrja má, sem þekkjum Krist, hver af okkur hafi ekki sjálfur margoft gefið út yfirlýsingu um að Drottinn viti hvað hann segi og að kennsla hans sé örugg og standi á kletti aldanna. Þetta gildir um allt hans orð og ekki bara sum orða hans og svona eftir dyntinn og dantinn kerfinu og hverjar skoðanir mínar einn og annan daginn eru. Gengur ekki og kemur gegn trú okkar. Og slíkt getur ekki verið vilji nokkurs heiðarlegs kristins manns. Svo mikið veit ég að í vilja kristinna manna býr nokkuð skýr vilji til að gera vilja Guðs og einnig að við sumt þarna munu menn alltaf þurfa að glíma við í sér sjálfum.

Þó er engri manneskju bannað að hafa skoðanir og skoðanir munum við alltaf hafa á einu og öðru en sumir eru komnir það langt með sig sjálfan á trúargöngunni að styðja áfram orð orðsins. Líka þegar það kemur gegn virðulegri og alvitrri skoðun minni og/eða þinni. Að gera með þessum hætti er skýr stuðningsyfirlýsing við réttmæti orðsins og er ekkert nema trú í verki.

Trú og verk er Guði mjög svo þóknanleg leið. Hann veit það vel og betur öllum öðrum af baráttu manneskju sem þannig glímir við sitt eigið sjálf en stendur að lokum eftir með val um að fara frekar eftir orði Guðs, sem alltaf er spurningin um að gera eða gera ekki. Um þetta atriði og ekkert annað snýst trú manna. 

Munum eftir að hlýða orðinu. Skoðun manns breytir ekki orði Guðs. En hve oft höfum við ekki farið þá leið að gefa orðinu fingurinn. Orð Guðs styður sig sjálft. Það er þarna sem mönnum er svo oft mislagðar hendur með sinni endalausu skoðun um svo margt sem orðið vill vinsa úr en getur það ekki vegna þess að ég gef því ekki þá heimild sem það þarf og held mig áfram við skoðun mína. Hvað að dæmi sé tekið er að deyja sjálfum sér? Er það ekki að leggja sína eigin skoðun og vilja frá sér og taka upp vilja Guðs? Okkur ber í öllum atriðum að styðja orð Guðs. 

1 Tímóteusarbréf 2. 2-4.

Biðjið fyrir konungum og öllum þeim sem hátt eru settir til þess að við fáum lifað friðsamlegu og rólegu lífi í guðsótta og siðprýði.  Þetta er gott og þóknanlegt Guði, frelsara vorum, sem vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum.”- Á hvað annað en stjórnvöld er hér bent? Sumra siður er að koma gegn þeim þó að orðið segi af hverju við skulum biðja fyrir konungum. Til að fá lifað friðsamlegu lífi. Annaðhvort segir orðið okkur satt eða ósatt. Veljum.

 

 

 

 

  1. júní 2024.

Mikilvægt er að átta sig á hvað sumt sé og hvernig sumt sé notað og raunverulega virkar.  Með þá vitneskju með sér má oft draga upp aðra mynd sem skilningurinn mun þá koma með til okkar.  Þetta er ekki léttvægt fundið heldur afskaplega mikilvægt atriði öllu fólki sem þráir að eiga til réttan skilning og gott og farsælt trúarlíf.  

Lögmál Gyðinga er trúarregla sem þeim er gert að fara eftir og við finnum í Gamla testamentinu og geta allir sem vilja lesið og skoðað þessar reglur þeirra þar. Guð sjálfur setti þær niður og einnig skyldukvöð á þjóð sína Ísrael að kynna sér efnið ítarlega og vita að eftir þeim beri að fara. Í strangasta skilningi lítur þetta mál svona út og gerir enn í dag hvað Gyðingaþjóðina áhrærir. Jesús leysti öll þessi höft af manni og stendur því einn undir nafninu Frelsari.

Við verðum að muna og átta okkur á því hvernig málin liggja og að Lögmál Gyðinga er ekkert fagnaðarerindi eins og það sem Jesú innleiddi heldur í raun og veru bein kennsla um hvað sé synd og syndugt líferni og afleiðing syndar sem fjarlægir menn Guði. Vissulega er Lögmálið leið fyrir fólk til að forðast alla synd. Og vitaskuld er fyrsta skref fyrir fólk til bærilegs lífs að vita hvað Guð segir um rétt og rangt. Þetta er og hin fyrsta vitneskja. Og hvað á ég að forðast, ekki enn vitandi neitt um nokkurn háska í kring? Lögmál Gyðinga opinberar þetta og er að því leyti til gott.  

Svo sem er lögmálið leið mannsins til að lifa vammlausu lífi andspænis Guði sínum en hefur ekki nokkra virkni vegna þess að það veitir manneskjunni sjálfri enga hjálp í slag sínum við syndina. Þar nefnilega þurfum við hjálp og fáum allan kraft í trúnni á Jesú. Munum! Lögmál Gyðinga er ekki frelsisverk Jesú heldur alger andstæða verki hans en samt mikilvægt innlegg.

Vandi lögmálsins er að það veitir veiklunduðum og aukreitis breyskum manni enga aðstoð né nokkra hjálp gegn voða syndarinnar og gildir enn í dag og breytist ekki nema í Kristi. Þetta er munurinn á lögmáli Gyðinga og frelsisverki Jesú. Himinn og haf er á. Lögmálið er ekki sett fram til hjálpar manninum heldur til að fræða hann um hvað sé synd og að útilokað er fyrir mann, já mikilmennið mig, að sigrast á synd og verandi sjálfur allur fullur veikleika. Guð hafði annað plan til lausnar manninum en þetta.  Og það ber eigið nafn:  „Trú mín.“ 

Menn Lögmálsins gera lausn sína í eigin mætti og það allt saman, sem er útilokað verk. Lögmálið fer lengra og tekur af öll tvímæli með klásulunni um að brjóti menn eitt boðorð Lögmálsins séu þeir orðnir brotlegir við þau öll. Verkið er ekki nokkrum manni vinnandi vegur og svo af Guði boðið. 

1 Tímóteusarbréf 1.  6-11.

“Sumir hafa villst frá þessu og hafa snúið sér að innantómu orðagjálfri.  Þeir vilja útskýra lögmálið þótt þeir hvorki skilji sjálfir hvað þeir segja né það sem þeir telja öðrum trú um.

Við vitum að lögmálið er gott sé það rétt notað og þess gætt að það er ekki sett vegna réttlátra heldur fyrir lögleysingja og þverúðuga, óguðlega og syndara, vanheilaga og óhreina, föðurmorðingja og móðurmorðingja, manndrápara, saurlífismenn, karla sem hórast með körlum, þrælasala, lygara, meinsærismenn og hvað sem það er nú annað sem gagnstætt er hinni heilnæmu kenningu.  Þetta er samkvæmt fagnaðarerindinu um dýrð hins blessaða Guðs sem mér var trúað fyrir.”-  Lögmálið er kennsla, ef kennslu má kalla, um það sem við viljum ekki fá.

Sem sagt. Réttur skilningur á orði Guðs sker úr um gæfu og gengi í trú fólks. Til að tryggja sig eigum við trú, lesum orð Guðs og gerum það með réttum skilningi. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

 

Ps. 

Munum! Jesús gekk í gegnum allt sem lögmálið bauð og lauk verkinu hnarreistur. Hann uppfyllti lögmálið sem þá maðurinn Jesú. Engum manni fram til þess tíma hafði tekist þetta. Jesú var fyrstur til verksins og líka sá eini. Þetta afrek Jesú gerir hann að frelsara mannanna. Amen.

  1. júní 2024.

Mæða. Hún er mikil og menn tilbúnir til að grípa til mæðu hvenær sem er og hvort sem tilefnið er lítið eða ærið. Oftar en ekki er tilefnið léttvægt og pælingin oft hún hvort eitthvað gerist, hvenær eitthvað gerist og hvort að menn sleppi. En svo slapp þetta allt saman af þeirri ástæðu helstri að nákvæmlega ekkert var þá í gangi. Nema í vorum yndislega kolli. Já! Kollur okkar! Hann er virkilega yndislegur en um leið alveg hræðilegur og festir okkur oftar en ekki við alls konar neikvæðar hugsanir, vangaveltur og þanka en án neins grunns. Ástæður neikvæðs þanka eru margar og sumar, kannski flestar, af kyni og stofni beinna samsæriskenninga og meðvirkni um verk sem okkur varðar hreinlega ekkert um. Meðvirkni er algeng. Hún er beinn skaðvaldur.

Og það er fleira sem vekur upp vort yndislega angur, hvort sem er í höfði eða hjarta. Ein er andstyggðin sem sumir vita og þekkja prívat að er „vonbrigði.“ Vonbrigði hvers? Auðvitað míns. Var það ekki ÉG sem var særður og var ÉG ekki meiddur. Var það ekki ÉG sem var svikinn? Var það ekki ÉG sem aðrir, á við flestir, að ástæðulausu snéru baki við? ÉG ÉG ÉG og alltaf ÉG.

Áfram er undramanneskjan og góðmennið sjálft ÉG SJÁLFUR algerlega stikkfrí en varð þó leiksoppur örlaganna með allt hjá mér í steik? Alltaf sama sagan. Og hver skilur svona?

  Sem sagt! Hefði þetta ekki gerst í lífinu og hitt litið öðruvísi út í lífinu og þessi og hinn rekist ögn betur í hópi í lífinu að þá hefði allt verið með öðrum hætti í dag í lífinu og allt mitt líf farið betur. Staða mín hefði þá orðið töluvert öðruvísi. Já, töluvert betri en veruleiki dagsins birtir mér. Ég, sjálft vammleysið, er neyddur til að þola þetta.

Hér má benda fingri. (Að bannað sé að benda veit ég vel um en bendi nú samt í þetta skipti) Vandinn hvað þetta vammleysi mitt áhrærir er að á það kemur enginn nema ég auga. Og ég segi: „Verður ósanngirnin í minn garð meiri og verri?“ Spyr sá sem ekki veit.

Það er þarna sem við mörg hver erum stödd og alveg örugglega inn á milli. Og af hverju? Nú vegna veikleikans sem einkennir hvert og eitt okkar. Þessi veikleiki merkir hvern mann og einkennir líf hverrar manneskju og gerir svo lengi sem hún lifir. Þetta er sannleikur sem Drottinn einn getur mætt og bætt úr en sá hængur er á að við fæst viljum ekki fara leiðina sem Drottinn hefur lagt fyrir okkur og sjáum heldur ekki vegna þess að syndin birgir guðlausu fólki sýn og er viljandi gerð að henni og honum sem er syndin og er vonlaus og er dæmdur og heitir Satan. Hann sér svo um og rær að öllum árum til að við sjáum ekki lifandi veg upprisnar Jesú.  Hann er þessir vondu dagar og syndin er dulan sem hann varpaði yfir allt fólk til að lygin hafi sem allra greiðastan aðgang að því. Það er vegna syndarinnar í mér sem logið er að mér og birtir mér mig sjálfan algerlega vammlausan mann, sem vitaskuld enginn annar en ég sé. Eðlilega. Syndin er lygari og lýgur að trúlausum einstaklingi og afvegaleiðir hann en getur ekki gert við trúna. Það er þarna sem skilur á milli sannleika og lygi, feigs og ófeigs. Og hvenær náum við nú þessu?

„Þú þykist nú vita allt.”- segi ég móðgaður og held minn gamla þekkta veg án þess að gera mér minnstu grein fyrir að er beinn vegur til glötunar vegna þess að ég vil ekki meðtaka boðskap Jesú né spyrja mig spurningar hvernig það sem nefnt var hér ofar geti þá horfið frá mér og hljóti því að verða um kyrrt? Til að breyta þarf fyrst að heimila breytingum aðgang að sér. Þetta vil ég ekki og væli því og skæli og harma endalaust hlut minn og er áfram lokaður inni í hring einhverrar hringavitleysu þar sem ég get gripið til galómögulegra afsakana til sjálfsupphafningar. Að endalaust afsaka mig kann ég ágætlega og betur flestu öðru fólki og á það enn til að grípa til runu þeirra hvort sem þær eru ætlaðar öðrum til heyrnar eða mér einum. Bæði inn í myndinni og hinni leiðinni litlu skárri. Það sem ég þarf er sannleikur Jesú. Jesú lifir. Hann lifir! Amen.

  1. júní 2024.

Margt liggur fyrir og margt er vitað og menn hafa margt kynnt sér. Og stundum alveg ofan í kjöl. Fólk gjörþekkir verkferla og veit upp á punkt og prik hvernig sumt gerist og verður til. Vita aðstæðurnar sem fyrst verða að koma upp til að einn og annar óhróðurinn virki og verki í kringum okkur og á meðal okkar. Þekkja hvernig aðstæður í samfélögum manna tekur að breytast og alls konar ólga fer af stað sem er undanfari einhvers sem er verra og enginn vildi fá yfir sig en situr mögulega uppi með og sér enga leið frá. Þrátt fyrir alla þessa borðleggjandi þekkingu og allt sem fólk veit betur fer vel þekkt atburðarás í gang sem einhverra hluta vegna nær að draga fólk með sér. Alltaf er nákvæmlega sami aðdragandinn að verkunum. Samt er svo að sjá að ekki nokkur manneskja kveiki á perunni.

 Við vitum vel hvernig einræðið komst á koppinn og svo á toppinn og hver afleiðing einræðis er og hvernig það leikur lönd og þjóðir. Þar hefur hver sorgarsagan á fætur annarri verið skrifuð. Hver með nokkrum alvöru rökum og/eða sönnunum þrætir fyrir þetta? Enginn líklega. Einræði er ekkert nema rústir. Ekki veit ég allt en samt að til er pottþétt uppskrift að einræði með afskaplega svipaða birtingarmynd og undanfarar einræðis eru sem þekkt eru og í dag eru keyrð áfram. Sum lönd drattast enn með sitt einræði.  

 Við vitum meira en þetta og töluvert mikið um það hvernig fólkið á götunni, skríllinn, tölum þetta bara beint út, er nýtt og notað til að koma einræðinu í kring. Einræði er yfirleitt komið á úti á götunum. Við vitum þetta og þekkjum ofbeldið, stundum morðin sem framin eru, gripdeildirnar, brotnar rúður verslana, brenndar byggingar, alla „hreinsunina“ sem fylgdi með og er talin þurfa til að koma hinu í kring. Þetta er allt enn í gangi og sumpart hér uppi á Íslandi og til þekking á verknaðinum og afleiðingum hans.

Ekkert nýtt er sagt og allt þetta vitum við en sáum ekki mitt í háreystinni og heimtum áfram breytingar sem okkur finnast hægar og verðum af óþolinmóð. Og þessu halda hrópin við. Hér er ekki verið að segja nokkurri manneskju neinar nýjar fréttir né niðurstöðu. Er það allt enda margsagt og blasa við gegnum söguskoðunina. Sagan sjálf er hér besti kennarinn og söguna getur allt fólk kynnt sér og kynnt sér rækilega. Sagan sem fyrr er besta sönnunargagnið sem hægt er að finna. Hún hefur margsinnis birt okkur niðurstöður og sagt við okkur: „Þetta er ófær leið.“ En við hlustum ekki, veitum þessu athygli en áttum okkur ekki á að sama uppskrift gerir sama bragð af köku. Endurtekningar eru því út í eitt og hún gengur niður kynslóðirnar.

Sumt, kæru vinir, er alveg einstaklega einfalt. Samt dugar einfaldleikinn ekki né heldur einfalda myndin. Sannleikur í málum og/eða staðfestur aðdragandi er ekki móttekinn.

En af hverju? Svarið er að maðurinn ráði engu er kemur að einu og öðru atriði. Nákvæmlega engu og gerir af allri þessari vaðandi synd sem gleypir þjóðirnar sem höfðingi syndar, Satan, stýrir af fullri heift og hatri. Markmið syndar er eitt. Að koma gegn öllu sem er Guðs. Þessi tvö öfl ráða og ríkja. Vilji Guðs er þó aflið sem síðast talar og gott að hafa í huga að það eru þessi tvö öfl sem stjórna hér og ríkja en ekki ég og þú. Sorrí.  Þessi öfl eru annars vegar ljós og hins vegar þreifandi myrkur. Eina sem ég get gert, við, er að velja sjálfur hvoru þessu afli ég fylgi.

Hana! Þar fór hann (ég) alveg með þetta og dregur Guð inn í umræðuna og einhverja synd. Nákvæmlega. Þetta er viljandi gert vegna þess að þetta er rétta myndin uppi við og einnig að til er hrein og klár uppskrift að einræði ríkja og aðdraganda tilveru þeirra og hvernig þau eru.  

Að tala hér um að við ráðum strangt til tekið engu útskýrir prýðilega hví einræðið komst ítrekað á koppinn. Og ég spyr. Hver vill einræði? Hver nema einræðisherrann sjálfur og allir í kringum hann. Og hverjar eru lyktir einræðisherrans? Hann er drepinn en þó áfram reynt að koma því á.

 

Psst.  Málfríði vinkonu mína þarf sýnist mér að kristna og fræða um kristni.  Hún virðist ekki skilja vel suma kristnesku.

 

 

  1. júní 2024.

Trú er merkisfyrirbrigði.  Trú er ekki bara gjöf Guðs til veiklundaðs mannsins heldur er hún fullkomið verk Guðs sjálfs til að gefa sjálfum sér möguleika á að ná manninum yfir til sín eftir syndafallið.  Syndafallið er viss vendipunktur í þessu máli.  Og þetta mikla og merkilega afl heitir Jesú.  Trú á Jesú vill skilyrðislaust breyta hugsunum og pælingum fólks og snúa á sveif með Syni Guðs Jesú. 

Sumpart er markmið trúar að umturna hugsunum manna og færa yfir til hugsana Sonarins sem gaf mönnum til kynna að hann geri einvörðungu verk sem hann áður hefur séð Föðurinn gera. Jesú er dáinn sjálfum sér og vill að ég geri sama og lifi í sér. Að deyja sjálfum sér er mikill leyndardómur.

Alls konar atriðum veltum við upp sem trúað fólk og vegum og metum margt því tengt. Og svo af Guði boðið. Orðið er allt í öllu og er ætlað trúaðri manneskju. Stundum lendum við í öngstræti af þessum og öðrum pælingum. Orðið er fráleitt alltaf ljóst lesanda sínum. Orðið gefur ljós á án þess að útskýra alltaf allt sem Guð gerir og/eða mun gera.

Öll sem trúum höfum heyrt um endurkomu Drottins til jarðarinnar. Þar er orðið skýrt og segir blákalt að enginn viti hvenær þessi stórfenglegi atburður gerist og er klókt bragð hjá skaparanum. Sumpart vill hann halda sínu fólki svolítið á tánum hvað sum atriði sín varðar. Allt til að halda trúnni vakandi og virkri í hjartanu.

Þessaloníkubréf 5.  1-3.

“En um tíma og tíðir hafið þið, bræður og systur, ekki þörf á að ykkur sé skrifað.  Þið vitið það sjálf gjörla að dagur Drottins kemur sem þjófur á nóttu.  Þegar menn segja: „Friður og engin hætta,“ þá kemur snögglega tortíming yfir þá eins og jóðsótt yfir þungaða konu. Og þeir munu alls ekki undan komast.”- Guð almáttugur segir okkur, fólki sínu ekki alltaf allan hug sinn. Hér er gott að vita að vantrúin les ekki né pælir neitt í orði Guðs og er fyrir utan allt þetta, í sinni vantrú. Við aftur á móti sem trúum viljum velta orði hans fyrir okkur til að fá fylgst með eins og okkur er gert mögulegt. Vantrúin er ekkert þarna og er fyrir þær sakir áfram full áhyggja upp í háls. Hér sjáum við nokkuð skýrt að trú á Krist eru forréttindi trúaðs fólks. Og til að mæta þessu segir hann örlítið frá aðdraganda endurkomu sinnar.

Skoðum málið.

Lúkasarguðspjall 12.  9-11.

“En þegar þér spyrjið hernað og upphlaup, þá skelfist ekki. Þetta á undan að fara en endirinn kemur ekki samstundis.“

Síðan sagði Jesús við þá: „Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verða landskjálftar miklir og drepsóttir og hungur á ýmsum stöðum en ógnir og tákn mikil á himni.”- Kristur gefur okkur tákn inn í tímann sem við munum lesa í og spekúlera í.  Þetta allt gefur okkur sína ró.  Líka þó svör séu óljós vitum við upp og ofan af því hvað muni gerast.  En ekki hvenær.

Það er þarna sem orðið bendir á þessa nauðsýnlega trú fyrir okkur mennina sem við þurfum að eiga og fengum að gjöf frá Drottni okkar. 

Munum!  Kristur gerði allt fullkomið fyrir okkur á krossinum.  Eina sem við þurfum að gera er að lesa orðið, biðja, rækja safnaðarsamkomur okkar og vinna og starfa með Jesú á hverjum degi.

  1. júní 2024.

Til að fylgja Jesú og trúa á Jesú hefur allt verið gert klárt. Verkið er gerlegt. Það er og vinnandi vegur. Frá upprisu Jesú hafa menn getað farið þennan veg allt til enda lífs síns en þurfa til verksins að vera með þetta Jesú nafn í hjarta og á vörum í raun og veru í tíma og ótíma.  Enginn hafi því á neinum stað nokkrar áhyggjur.  Jesú sjálfur gengur gönguna með hverri manneskju og hvetur og drífur áfram sín spor. Hann heldur í hönd fólks síns og segist sjálfur ekki sleppa sinni hendi af þessari hönd. Merkilegt er fyrir breyskan mann sem mig og að auki mistækan að ég skuli eiga vísan aðgang að kærleika Jesú. Ekkert okkar hefur unnið til neins þess sem Jesú gaf og viðkomandi mun upplifa aftur og ítrekað. Öryggi fólks í náðarfaðmi frelsara síns er algert.  

Að trúa er í sjálfu sér ekki flókið mál en segir ekkert til um það hvort sjálf trúargangan sé fólki létt eða hún verði strembin og afskaplega gott ráð að gera hreinlega ráð fyrir hvoru tveggja. Það er þarna sem kemur til kasta biblíulegrar fræðslu og sumpart predikunar úr ræðupúlti. Söfnuður hefur reynslu sem útilokað er að nýgræðingur í trúnni hafi.  Hann deili reynslu sinni.   

Að uppfræða nýliða er um leið að undirbúa þá undir gönguna framundan. Við sem reynsluna höfum vitum vel að nýliðinn, rétt eins og hann sjálfur, mun mæta alls konar á veginum sem hann órar ekki fyrir né hefur nokkra vitneskju um. Einfaldlega af þekkingarskorti á viðfangsefninu. Og þannig bara er þetta. Þrátt fyrir fræðslu og kennslu er ljóst að hver og einn þarf sjálfur að mæta einu og öðru og glíma við eitt og annað og bera sína eigin trúarlegu byrði eins og hver annar þegn í Jesú nafni. Engin mun sleppa. Samt er ekki verra fyrir nokkurn mann að ganga inn í erfiðleika með einhverjum undirbúningi. Þarna kemur til kasta leiðtoga og fræðara hvers kristilegs safnaðar.

Hver söfnuður býr yfir mikilli reynslu fólks innan sinna vébanda af einvörðungu langri göngu sinni með Kristi og það allt saman.  Allt þetta fólk hefur bæði upplifað súrt og sætt og byggt upp í sér sjálfu eigin reynsluheim. Allir trúaðir munu upplifa að trú á Krist sé slatti af gleði, slatti af hryggð, slatti af efa og heill hellingur af spurningum, og alls konar flækjum.

Flækjan er vegna veikleika mannsins sem efast, sem þorir varla og ekki, vill ekki takast á við, fer sífellt undan í flæmingi er kemur að því að gera verk í Jesú nafni.  Allt þetta og margt annað mun mæta nýgræðingi rétt eins og mér sjálfum.  Trú á Jesú krefst hugrekkis og þors hverrar manneskju.  Að ná marki þarna gerir trúargöngu fólks áhugaverða. Trúuð manneskja tekur mörg skref á sínum trúarferli sem henni án trúar dytti ekki til hugar að gera. Trú á Jesú er alveg sérstök. Hún er einkar hjálpleg við að bæta líf fólks.  Trú á Jesú eru aukin lífsgæði. 

1 Þessalonikubréf 3.5-6.

„Því þoldi ég ekki lengur við og sendi Tímóteus til að fá að vita um trú ykkar, hvort freistarinn kynni að hafa freistað ykkar og erfiði mitt orðið til einskis. En nú er Tímóteus aftur kominn til mín frá ykkur og hefur borið mér gleðifregn um trú ykkar og kærleika. Hann segir að þið minnist mín ávallt með hlýjum hug og ykkur langi til að sjá mig, eins og mig líka til að sjá ykkur.“- Hér kemur Páll með enn einn lykilinn að þessu samfélagi sem Kristi er svo umhugað um að menn rækti bæði með sér sjálfir og hvetji hópinn til að vera undir og umfram allt sjá sjálfir.

Páll sýnir söfnuði þessum talsverða umhyggju og hreinan og ekta áhuga og vill að þar gangi allt vel og verk séu áfram unnin samkvæmt vilja Jesú. Þennan áhugaverða samhug Páls má aftur og ítrekað sjá í skrifum þessa merka manns Páls postula. Svo sannarlega eru verk Páls postula öðrum trúuðum fyrirmynd allt til dagsins í dag. Og af hvaða ástæðu? Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

  1. júní 2024.

Merkilegt er blessað fagnaðarerindið og ljóst hvaðan er komið og sjá má af stundum viðbrögðunum og inn á milli heiftinni, stóru orðunum, runu fúkyrða og fussa og sveia og hneyksla sem það vekur upp þar sem það er talað og borið fram.  Af hverju?  Guðleysi auðvitað.

Þessi viðbrögð eru á því leiti til ágæt að þau opinbera vel þessar tvær gjörólíku hliðar málsins og hlið númer eitt sem talsvert áhugaverðari hlið en hlið tvö er.  Hlið númer eitt er hlið þakklætis sem kviknar í margra manna og kvenna hjörtum vegna fagnaðarerindsins sem barst til fólksins.  Sama verk.  Sömu orð en viðtökurnar gjörólíkar.  Svört hvít mynd birtist, af oft hala hálvelgjunnar.  Af hverju!  Vegna tímaleysis sumra trúaðra einstaklinga sem rænir þá trúariðkunn sinni sem þeir segjast vilja rækta betur en gera fátt sem breytir stöðunni.  Við sjáum að svona er hrein og tær afsökun og viðurkenning á að þekkja ekki frelsara sinn. Við erum á fullu daginn út og inn.  Stundum reynum við að finna okkur gildar afsakanir.  Eitthvað þarf að breytast og fær gerst með ögun.  Hún fær okkur út í góð verk sem okkur þó gengur illa að ánetjast vegna þess að byrja aldrei og af þeirri ástæðu að sjá ekki þungan burðinn af hálfvolgri trú.  Í stað leti og gamalgrónum letiköstum söðlum við um og reynum Drottinn og sjáum til hvort hann opni ekki flóðgáttir himinsins fyrir okkur.  Í stað verksins rekum við okkur sjálf af stað í björgunarleiðangra.  Hverjum björgum við?  Ætli upp staðið nokkrum? 

Aðskilnaðurinn sem orðið talar um má hvarvetna sjá.  Og aftur taka við endalausar áhyggjur af eldgosum, af jarðhræringunum, af dýrtíð sem allt hér vill drepa og árétta og undirstrika með áliti sérfræðings sem talar sig upp í hita og nefnir “Hamfarahlýnun.”  Strax veikin er ræst og hún sett efst.  Og ofan á allt hitt hvílir á landsmönnum skyldukvöðin að eiga til endalaust af samúð til Grindvíkinga.  Er til eitthvað dauð þreyttara fyrirbæri? 

Greinilegt er að maður með slíkan talanda er ekki kristin maður fyrir tíeyring.  Hann meira að segja dregur álit sérfræðings í efa og langskólagengin manninn sem inn á milli setur allt hjá okkur í uppnám með áliti sínu sem hungraðar fréttirnar, landsmenn, þeir ku víst vilja heyra þetta, krefja hann um.  Að segja ekkert er bannað með eitt stykki fréttamann andspænis sér, með framréttan hljóðnema.  Því hreint ægilega tæki.

Áfram með hitt!

Margri manneskjunni er heilmikill akkur í að heyra fagnaðarerndið flutt.  Fólk sem talar með þessum hætti er fólkið sem um leið elskar gjöfina sem það notar og nýtir trú sinni til framdráttar og er ekki fólkið sem strax á eftir fer til annarra manneskja til að rakka allt niður það sem sagt var en gæti vel gerst.  Ekki er trúin allra og trúlaus einstaklingur ekki sá elskasti að orði Guðs. 

Aftur sjáum við þessar algeru andstæður sem upp koma hvar sem fagnðarerindið er sett fram á meðal okkar manneskjanna.  Andstæðurnar eru hvarvetna er kemur að orði Guðs og dreifingu fagnaðarerindisins.  Hvort kristið fólk sjái þetta sjálft veit ég vitaskuld ekki með neinni vissu og tel allan gang vera á því.  Eru enda flest okkar dags daglega þetta afskaplega upptekna fólk sem eigum í basli við að stoppa og hugleiða í smá stund.  Einmitt vegna allra okkar miklu bresta höfum við fullt aðgengi að orði Guðs og erum daglega hvött til að nota það sem flest trúað fólk, trúi ég, nú geri.  Án þess þó að hafa um það nokkra hugmynd en slæ þessu samt fram. 

Hver annar en Jesú sjálfur ýtir oftast við okkur og drífur okkur á fætur sem etja okkur út í verkefnin framundan?  Jesú dó í okkar stað, og ekkert minna en það.  Fögnum flutningi fagnaðarerindisins og lærum að elska og styðja fólkið sem í stendur og vita að getur lent í hvimleiðum aðstæðum vegna einmitt fagnarerindisins.  Lesum orðið og munum að kirkjan sem þú tilheyrir er ekki eina kirkja veraldar sem fer rétt með orð Guðs.  Jesús lifir! Hann lifir!   Amen.

 

 

 

 

  1. júní 2024.  (1.)

Mig minnir, er nokkuð viss að mínu leiti, að í kosningunum sem fram fóru á Íslandi 1994 hafi ég verið búin að skipta um stefnu í íslenskum stjórnmálum með U-beygjunni sem ég þá tók er ég yfirgaf mína fyrri stefnu og skipti yfir frá vinstri stefnu yfir í hægri stefnu í stjórnmálalegu tilliti.   Ég tek fram að ég hef aldrei starfað neitt kringum stjórnmálin né er neitt á leið þangað heldur fylgist með þeim úr fjarlægð.  Ég hef gaman að mörgu. 

Í áratugi fylgdi maður Alþýðubandalaginu að málum sem þá var og hét.  En eins og menn muna var sá stjórnmálaflokkur lengst til vinstri og eldrauður í framan, eins sumir sögðu.  

Í kosningunum 1994 söðla ég um í afstöðu og snýst á sveif með hægri flokki og dreg vitaskuld hring utan um einn flokk Sjálfstæðisflokkinn sem er eini alvöru hægri flokkurinn á Íslandi.  Megi tala um eitthvað hreint, tært, klippt og skorið er kemur að stjórnmálum.  Allt þetta hafði fyrir mig aðdraganda.

Árið 1989 eignaðist ég lifandi trú á Jesús og hef fylgt honum æ síðan.   Ástæða þess að ég valdi Sjálfstæðisflokkinn, eftir að hafa hugsað gang minn vel og lengi, er afstaða hans til kirkjunnar, eins og ég sá þetta og taldi hann einhvern vegin vera eina stjórnmálaaflið í þessu landi sem vildi hlúa vel að henni og að verja málefni hennar.  Athugum það að Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi hefur verið við lýði í áratugi og hefur því mikla reynslu og langa sögu sem allir geta kynnt sér og sjálfir vegið og metið hana.  Reynsla, verk og staðreyndir tala ávallt sínu máli og er besti leiðbeindinn.  Ný framboð hafa þessu ekki til að dreifa og eru algerlega óskrifað blað.  Stoppa þau flest stutt í íslenskri pólitík og tjalda til einnar nætur.  Reynslu er ekki fyrir að fara.

Sá þráður í stefnu Sjálfstæðisflokksins til kirkjunnar fannst mér áhugaverðastur.  Og hví skyldi ég ekki velja stjórnmálaafl sem hefur í stefnuskrá sinni meðal annars að hlúa að kirkjunni.  Sjálfur elska ég kirkjuna.  

Hér er gott að muna að stefna stjórnmálaflokka byggir á stefnuskrá hvers flokks fyrir sig.   Í henni blasir við grunnhugmynd að þessu og hinu flokks starfinu.  Ég tel að sumir þessara íslensku stjórnmálaflokka hafi enga línu hjá sér um kirkjuna.  Ekki er svo að skilja að þessir flokkar almennt láti sig málefni kirkjunnar mikið varða en mega eiga það að hafa klásúlu í stefnuskrá sinni, Sjálfstæðisflokkurinn, sem benda má á.  Stefnuskrá sérhvers stjórnmálaflokks er plagg sem skiptir flokkinn máli.  Stefnuskrá alvöru stjórnmálaflokks verður aldrei skoðun neins eins manns.  

Eftir stefnuskrá pólitísks flokks er starfið mótað frá grunni.  Og grunngildin halda sér  Til að mynda klásúlan um kirkjuna.  Sé hana yfirleitt að finna.  Gleymum ekki því hvernig verkin virka og vinna.  Klásúlan um trúfrelsi og lögin um trúfrelsið eru gull.  Allt verk stjórnmálanna og flokka sem hafa völd til að staðfesta þetta og setja um lög á Alþingi.  Trúfrelsi fólks er einn hornsteina lýðræðis.  Á Íslandi eru kristnir menn ekki ofsóttir þó stundum sjá þeir skrítin svip á andliti spyrjanda við svari sínu um að vera kristinn.  Meira er það nú ekki sem komið er.  

Ég man ekki eftir neinum Sjálfstæðismanni sem talar í nafni Sjálfstæðisflokksins sem beinlínis talar gegn kirkjunni.  Sé kirkjan nefnd á nafn, kemur fyrir, er það yfirleitt jákvætt.  Og slíkt skiptir máli.  Stjórnmálaflokkur er valdastofnun.  Fólk stjórnmálaflokka setjast inn á háttvirt Alþingi Íslendinga.  Einhverjir gegna stöðu ráðherra.  Á Alþingi eru lög samin og staðfest sem hverjum manni á Íslandi ber að fylgja.  Við sjáum mikilvægi stjórnmálaflokks sem er hliðhollur kirkju og kirkjulegu starfi.  Kirkjan er orð Guðs í verki og fólk má sjálft velja sinn lífsmáta og kristin maður veit og þekkir afstöðu orðsisn til þessa máls.  Öllu fólki er heimilt að sækja stundir kirkjunnar og hverrar sem er.  Á forsendum kirkjunnar, sem er sanngjarnt að gert sé. 

 

 

 

 

  1. júní 2024.  (2.)

Þessa varðstöðu þarf kristið fólk að standa og um leið velja stjórnmálaafl hallt undir kristnina og gefur sig út fyrir að vilja verja kristindóminn á Íslandi.  Í því atriði treysti ég Sjálfstæðisflokknum best allra flokka.  Enda verið í áratugi kjölfesta íslenskra stjórnmála með í stefnuskrá sinni að verja rétt fólks til trúariðkunnar ásamt allt einstaklingsframtak.  Göfugt.  

Ég tel vera gilda ástæðu til að draga þetta fram nú í því ljósi að æ meira er sótt að starfi kirkjanna og sífellt minni virðing borin fyrir starfseminni.  Stefna flokkanna í grunninn skiptir máli.  Mikilvæg atriði fyrir kirkju og allt kirkjunnar fólk að íhuga.  

Þið sjáið að ég er ekki fylgjandi því að kristið fólk eigi hvergi að koma nærri neinum stjórnmálum né að velta þeim eitthvað fyrir sér.  Alvöru stjórnmálaflokkur reynir að sjá heildarmynd hvers tímabils.  Stjórnmálaflokkur hefur sína eigin stofnskrá sem viðmið verka sinna og orða og vinnur áfram að grunni til í samræmi við stofnskrá sína.  Hann getur ekki í neinu breytt öðruvísi.   Grunnurinn skal halda sér og áfram vera vörn þess sem verja skal.  Segjum kirkjunni.  Það liggur fyrir.  Einnig má geta þess að trúað fólk biður daglega fyrir kirkjunni og starfinu sem þar fer fram.  Kristnir menn sem skilja trú sína eru um leið ábyrgt fólk.  Að styðja íslenskt stjórnmálaafl sem er tilbúið í að verja þetta er af hyggni og hlýtur að fá nokkurt vægi hjá trúuðu fólki er kemur að því að setja X/sitt á kjörstað næst er verður blásið til kosninga.

Munum að hafi stjórnmálaflokkur engan stafkrók hjá sér um kirkju og kristni í þessu landi að þaðan er ekki margs að vænta hvorki til varnar né sóknar kirkjunni.  Okkur á alls ekki að standa á sama um þetta atriði og er skylda okkar að hugsa með þessum hætti.  Alltaf annað veifið ber á ókyrrð vegna starfa kirkjunnar.  Hin síðari ár hefur þetta farið vaxandi.

Þó má segja íslendingum til hróss að enn sem komið býr kirkjan og allt hennar starf, sem er gríðarlegt, við nokkurt samfélagslegt skjól með stuðningi ríkisvaldsins.  Þetta gæti breyst enn einnig varðveist áfram.  Hvert og eitt okkar sem þekkjum til málefnisins verðum að standa um þessi gildi styrkan vörð og gerum verkið með einkum áframhaldandi boðun orðsins en gleymum ekki hinu að stjórnmál skipti þarna máli og hafi inni í stofnskrá sinni klásúlu um kirkjuna sem ég veit að Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt frá stofnun flokksins 25. maí 1929.  Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi er orðin 95 ára gamall og alla tíð verið kjölfesta íslenskra stjórnmála enn oft sætt ósanngjarnri gagnrýni um verk sín.  

Sé kirkjan og kirkjulegt starf að finna í stofnskrá stjórnmálaflokka ber honum skylda til að rísa á fætur til varnar trúnni.  Slíka varðstöðu þarf.  Kirkjan á ekki að þurfa að bera þær byrðar ein og gerir heldur ekki ef menn á annað borð sjá gagnsemina og mikilvægið af starfi kirkjunnar, sem sumir gera en fráleitt allir og er háskinn hér.  

Við vitum að þó að fæstir íslenskir stjórnmálamenn séu beint trúaðir menn eru samt flestir þeirra hliðhollir kirkju og ratast stundum á að nefna gildi kirkjunnar í ræðu sinni.  Þetta fríar ekki kirkjunnar þjóna frá að sinna þessu verki sjálfir.  Þeir eru grunnur kirkjunnar.  

Veljum í næstu kosningum flokka með í sinni grunnstefnu kirkjuna.  Þetta eru flokkar sem skilja verndinn sem af kirkju stafar fyrir land vort og þjóð og fyrir fólkið sem byggir landið.  Stjórnmálaflokkur er sérstakt fyrirbæri með vald til að komast bæði inn á hæstvirt Alþingi íslendinga og gegna þaðan ráðherraembætti með gríðarlegt vald.  Við sjáum akk í fyrir þessa þjóð að þar starfi menn og konur hliðhollt kirkju.  Þessu öllu getum við glutrað niður en þurfum þess ekki og er vel kunnugt um að sumu fólki finnst lítið til verka kirkju koma.  Við megum ekki gleyma að fjöldi manns í þessu landi iðkar og lifir sína trú daglega og í fullri einlægni. Þessu fólki er ekki sama um hag kirkjunar.  Lærum að tengja íslensk stjórnmál saman við þetta verkefni. 

  1. júní 2024 (b)

Gott verk hjá hæstvirtum Sjávarútvegsráðherra að heimila hvalveiðar íslendinga þó svolítið seint sé um árina tekið og óvíst hvort af nokkrum hvalveiðum verði veiðitímabil 2024.  En sjáum hvað setur og lengi má vona og muna að aftur kemur á sömu slóðir hvalur sumarið 2025, að íslendingar eru sem sjá má ekkert að hætta neinum hvalveiðum. 

Spurningin og spenningurinn nú, verði farið til veiða, snýst um hvort möguleiki skapist fyrir einhvern að hlekkja sig upp í tunnunum efst í mastri hvalbáta á meðan þeir enn eru við bryggju og kvarti úr henni heil ósköp yfir að fá ekki sent upp til sín vel eldaða steik í hvert mál.

Að vilja vera A við allt og alla og að kenna að öll dýrin í skóginum skuli vera vinir er kannski ágætt en gengur ekki sem nothæf aðferð fyrir þjóð sem þarf að afla sér tekna af sínum eigin auðlyndum.  Hvalastofn við þetta land er ein auðlinda þjóðarinnar og ekkert meira og heldur ekkert minna.  

Sem sagt!  Veiddur hvalur gefur hvalveiðþjóðum arð.  En það gerist bara sé nýtingunni gert kleift að starfa.  Skil ekki tilfinningasemina gagnvart hvalveiðum íslendinga þegar ljóst er að hvalastofninn sé ekki lengur í neinni útrýmingarhættu.  Hvar liggur þá vandinn í öðru en neikvæðri afstöðu manneskja til málsins.  

Nei vinir!  Gleðifregnin hér er að Íslensk þjóð lætur ekki af sínum hvalveiðum og ber skyldu til að nýta auðlindir sínar á hagkvæman hátt og skaffa með því atvinnu og fólki talsverðar tekjur á stuttum tíma.  Höfum engar áhyggjur og engin er hættan af hvalveiðunum.  Hagkvæmni hefur alllengi gilt um sjávarútveg Íslendinga.   Hvalveiðarnar eru undir þessari hagvæmni veiðanna.  

 

 

 

 

  1. júní 2024.

Lykillinn að allri hamingju manna liggur í eftirfylgninni við krossfestann og upprisinn Jesú.  Með þennan skilning með sér sjáum við betur og skiljum betur merkingu orðsins “Frelsari” og áttum okkur á að svo sannarlega sé Kristur frelsari minn og um leið allra manneskja.   Hann segist berjast fyrir mig en mér sjálfum að vera kyrrum og trúa orðum hans.  Og um þessa trúarvissa kristins fólks eru til óteljandi vitnisburðir.   Hvort fólk trúi honum er annað mál.

Hver Kristur er og hvað hann megni skilst betur á göngunni með Jesú og eftir að lærdómurinn um hver hann er skilar sér betur.  Sem þá skilningur minn.  Að skilja er gríðarlegur leyndardómur og viss opinberun um í hvernig einu og öðru liggi.  Skilningur hrinti um koll mörgu sem við áður töldum, kenndum og hiklaust höldum fram en gerum ekki eftir fengna opinberun.

1 Korintubréf 2.   2-5.

Þegar ég var með ykkur ásetti ég mér að hafa ekkert í huga annað en Jesú Krist og hann krossfestan.  Og ég dvaldist á meðal ykkar í veikleika, ótta og mikilli angist.  Orð mín og boðun studdust ekki við sannfærandi vísdómsorð.  Ég treysti sönnun og krafti Guðs anda.  Trú ykkar skyldi ekki byggð á vísdómi manna heldur á krafti Guðs.”- Af hverju tekur Páll svo til orða?  Ástæðan er margvísleg og hann fyrrum kennari sem kenndi fólki kennslu sem hann raunverulega fyrirverður sig nú fyrir og á vissan hátt harmar að hafa gert og staðfestir með orðunum að hann vilji ekki vita neitt nema Krist krossfestann og upprisinn.  Sem sagt.  “Það sem ég framvegis tala til fólks í kennsluformi mun ekki verða neitt nema orð og merkingar sem ég sjálfur skil og hef meðtekið.”   Þetta alltént tel ég að sé meining orða Páls.  Munum!  Páll hafði bitra reynslu af hinu.  Að halda áfram að frambera fólki ranga kennslu sem maður sér ekki sjálfur rétt, að á slíku er ekki nokkur mynd.  Trúin á Krist sviptir burt allri hulu.  Engin maður deyr því fyrir Krist.  Jesú dó fyrir þig og mig og reis upp til að sýna okkur sem trúum sannleika máls.  

Í opinberuninni fellur sumt sem við gerum og segjum um sig sjálft.  Og við segjum:  “Farið hefur fé betra.”  En þó ekki fyrr enn einstaklingur gengur inn fyrir dyr herra síns í trú.  Heitir líka “að frelsast.”  Nenfilega þá byrjar kennslan.  Þá munu menn og konur fá að upplifa sannleikan sem Biblían boðar.  Heimurinn skilur ekki svona og tekur ítrekað undir spurningu Pílatusar:  “Hvað er sannleikur?”  Allt skiljanlegt skoðað þeim augum að engin gild né skýr svör eru á takteinum um ótal margt sem hér gerist.  Hér er gott að ítreka að heimurinn er fallinn og að honum verði ekki bjargað né á neinn hátt reistur við.  Guð talar um að nýtt verði til og muni birtast fólki í Kristi. Til að allt þetta viðhaldist og vaxi fékk ég trú.  Allir eru velkomnir.  Fyrir trú.

Hér sjáum við aftur mikilvægi þess að trúa.  Trú og að vera trúgjörn manneskja er ekki sama.  Trúgirni fylgir viss háski.  Við þurfum að sjá hver sé munurinn og að vita að trú byggi á bjargi aldanna.  Trúgirni fylgir ístöðuleysi og þetta og hitt, og það allt.   Trú gefur von sem hinn trúaði Krist hefur og á til og vill ekki sleppa hendi sinni af henni.  Svona afstaða er skiljanlegt með allan fallvaltleik mannanna verka allt í kringum sig.  Við erum hér að tala um tvenns konar veruleika.  Veruleikur Krists og veruleika heims.  Fólki heimsins er ekki gefið að sjá.  Og svo af Guði boðið.   

Er Kristur kom til jarðarinnar að þá breyttist allt og til ítrekaðar staðfestingar frá fólki Guðs sem staðfesta veru Krists og að Jesú búi innra með sínu fólki.  Sem þá andi frá Guði sem eykur gildi sitt hjá fólki og er það þekkir betur hvernig Kristur vinnur.  Þá líka vill það flest líkjast honum meira og lærir að lifa samkvæmt leiðbeiningum hans.  Vissulega á Kristur hér marga.  En þó bara part mannkyns á jörðinni.  Sumir mögulega kalla þetta vanda.  Um það er eitt að segja að Kristur gerir verkin eins og honum best þóknast.  Einnig það er skiljanlegt.  Bæði ég og þú gerum margvísleg mistök. Sum mistök eru afdrifarík.  Kristur gerir þó engin mistök.  Og það eitt og sér er merkilegt skoðað í því ljósi að allt sem menn gera stendur.  Uns það fellur.  Amen.

 

 

 

  1. júní 2024.

Allir sem lesa reglulega orð Guðs sjá fljótt hvert orðið vill stefna fólki og hvar að halda sig.  Það greinir með nokkuð skýrum hætti að strangt til tekið séu aðeins hér tvö viðhorf sem í raun og veru ráði öllu.  Svona framsetning þykir ef til vill einhverjum hin furðulegasta en er það ekki komist ró yfir og menn fara og skoða málið betur.  Og þeir sjá að í þrengsta skilningi málsins eru viðhorfin tvö sem hér ráða og skilja á milli feigs og ófeigs og hvort ég sé frjáls eða lúti vondu afli, í fullum höftum.

Öll þekking á Guði er mikilvæg og gott að vita að hitt aflið veit þetta og geri sitt til að þekkingin á Jesús berist mér ekki.  Og allt er enn sveipað blindu.  Við stöndum í mikilli þakkarskuld við boðbera fagnaðarerindisins sem leiddu til okkar blessun og við upplifum að vera laus undan kvöð þeirri sem við fæddumst inn í og luku upp augum okkar í Satans veröld.   En þetta breyttist.  Nú erum við frjáls.  Vegna Krists.  

Jesú og boðskapur hans kemur alltaf gegn boðskapi og lygum Satans.  Öndvert við Satan er Jesú góður.  Satan er fullur vonsku og illskur og spyr engan neitt heldur þvingar vilja sinn fram.  Við sjáum afleiðingar verka hans hvert sem við lítum.  En einnig verk Jesús.  Flestum nú finnst lítið til þeirra koma af því að þekkja ekki rétt hvernig Jesú starfar og gerir sitt verk að hann virðir rétt manna til að velja og hafna og tekur engan nauðbeygðan til sín né rekur nokkra manneskju til nokkurra verka.  Þar er allt með friði.  Mikill munur er á þessum ráðandi öflum hér í heimi.  

Orð Guðs lýkur öllu þessu upp fyrir okkur.

Skoðum orðið.

Kólossubréfið 2. 6-10.

Þið hafið tekið á móti Kristi, Drottni Jesú. Lifið því í honum.  Verið rótfest í honum og byggð á honum, staðföst í trúnni, eins og ykkur hefur verið kennt, og auðug að þakklátsemi.

Gætið þess að láta engan hertaka ykkur með marklausu, villandi spekitali sem byggist á mannasetningum og er komið frá heimsvættunum en ekki frá Kristi.  Í manninum Jesú býr öll fylling guðdómsins og þið hafið öðlast hlutdeild í fullkomnun hans sem er höfuð hvers kyns tignar og valds.”- 

Hér koma þessi raunverulegu skil fram sem gilda á meðal okkar og við samkvæmt orði Guðs lútum.  Spurningin sem eftir stendur er því raunverulega þessi:  “Hvorum lútum við?  Er það Kristur eða er það Satan?”  Hræðileg spurning.  Hver viðurkennir fyrir sér sjálfum að lúta Satani?  Engin vitaskuld.  Þarna kemur aftur fram þessi aðskilnaður því fólk sem tilheyrir Jesú segir margt með stolti og margt hvert hvar sem það er statt.  “Ég tilheyri Jesú og lýt vilja hans.”  Og með tímanum verður svona játning þessu fólki töm í munni.  Að tala með þessum hætti er sín æfing sem eins og aðrar æfingar sem við förum í byrjar á ákvörðun um að gera hana.  Og svo á fyrsta skrefi.  Játning af þessum toga hefur áhrif á viðstadda og undirstrikar og áréttar þessi tvö öfl sem hér ríkja og ráða.  Birtingarmynd mikilvægum og nauðsýnlegum aðskilnaði er hvarvetna og okkar að koma auga á hann og vita að Jesú segir okkur sannleikann.

Skoðum Mattuesarguðspjall 6.  24. 25a.

“Enginn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón.  Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufull um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka né heldur um líkama yðar…”  Hér sjáum við vel þennan aðskilnað sem þarf og þessi tvö öfl.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

  1. júní 2024.

Söfnuður Jesú eru að öllu leiti merkilegur.  Í honum er ekki aðeins fólk sem fylgir og elskar Jesús heldur fólk sem einnig þráir lexíuna sem hann kennir og vill gera að sinni leið í lífinu.   

Sem sagt!  Orð Guðs er kennari sem veit best allra hvað skuli kennt og hvernig og hvað skuli sagt og á hvað skuli hverju sinni sett áhersla til að söfnuðurinn fái áfram áttað sig á við hvað í raun og veru sé að eiga í hópi sem myndar þennan og hinn söfnuð Guðs og hvernig hann fái áfram haldist góður.  Og hér er verið að tala almennt um þessa söfnuði sem samkvæmt vilja Guðs á að geta veit öllu fólki sem þar kemur saman skjól og hvíld sem fólkið raunverulega kallar eftir og trúin í raun og veru gerir alla kröfu um og leggur á nokkra áherslu að sé veruleiki fólks sem mætir.  Þetta er vel hægt að skilja og allt svona kemur betur í ljós fari fólk bara ögn dýpra niður í hugsunina sem að baki býr.  Mögulega þá koma menn auga á mikinn stórfengleika.

Að vilja kanna þessar lendur er áhugaverð nálgun einstaklings.  Og eitt  kemur fljótt í ljós.  Sem er allur þessi veikleiki manna.  

Skoðum dæmi.

Filippibréfið 4.

“Þess vegna, mín elskuðu og þráðu systkin, gleði mín og kóróna, standið þá stöðug í Drottni.

Ég áminni Evodíu og Sýntýke að vera samlyndar vegna Drottins.  Já, ég bið einnig þig, trúlyndi samþjónn, hjálpa þú þeim því að þær börðust með mér við boðun fagnaðarerindisins ásamt Klemens og öðrum samverkamönnum mínum og standa nöfn þeirra í lífsins bók.

Verið ávallt glöð í Drottni. Ég segi aftur: Verið glöð.”- 

Trúin er verk og öllum gott að vita að trú er líka margt fleira.  Allt eru þetta mikilvæg grunnatriði.  

Eitt sem trúin er er góð hegðun fólks innan hópsins og gagnvart hvoru öðru.  Öll hegðun safnaðarmeðlima þarf að vera góð og hann/hún að temjast daglega við kurteisi og kurteisa hegðun.  Trúið því að vont skap fólks er hindrun á þessum vegi og átamin kurteisi fólks lykill í hendi að ákveðinni hurð.  Í þessu herbergi færðu aðgang að allri þekkingu og öllum skilning á hvað geri ástandið betra í hópnum.   Og hvaða safnaðarmeðlimur vill það ekki fremur en stirðleika og stífni.  Hann skiptir sköpum og best skorið úr hvort fólki líði vel í söfnuðinum eða ekki.  Móralska þættinum þarf líka að sinna til að gott ástand bæði viðhaldist og bætist.  

Páll nefnir mikilvægan þátt starfsins í orðunum um að hann áminni þær Evodíu og Sýntýke og hvetji til samlyndis vegna Drottins.  Hann biðlar einnig til trúlyndra samþjóna að þeir/þær hjálpa þeim við þetta verk og þær hætti að rífast og kítast hvor við aðra.  Sem kannski var vandi þeirra.

Trú er ekki bara að vera á einhverjum endalausum þeytingi útum hvipp og hvapp til hjálpar þessum og hinum og aðstoða aðra á hvern þann máta sem hann og hún þarfnast heldur líka að gera staðinn sem við komum saman á að ekki bara ásættanlegum stað fyrir okkur sjálf heldur að frábærum og góðum stað til að vera á.  Ég ræð miklu þar, sem og breytni hvers og eins í einum söfnuði.  Þurfum við ekki líka að vera vakandi gagnvart þessum þáttum og ýmsum öðrum þáttum safnaðarstarfsins sem við líklega og svona dags daglega gerum ekki en við nánari eftirgrenslan sjáum fljótt að er eitt lykilatriðanna til að fólki þar líði vel er það kemur saman?  Hvernig mætir söfnuðurinn okkur?  Oftast nær vel en er samt allur gangur á.  Páll sér ástæðu til að áminna þær Evodíu og Sýntýke og hvetja til að vera samlyndar. Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

  1. júní 2024.

Í eðli okkar mannanna er að sækjast eftir þekkingu í einhverri mynd.  Og vegna þess að þetta býr með hverjum jarðarbúa blasir við sumpart áhugavert- og fjölskrúðugt líf.  Líf fólks er svo gott sem án allra takmarkanna og allt meira og minna af eigin vali og eigin stefnu sem einstaklingur tók fyrir sig.  Já!  Hver velur fyrir sig sjálfan en ekki svo mikið aðra.  Ráðgjöf er annað.  Hún fylgir með.  Sum ráð eru góð.  Önnur ráð eru arfaslök og háskaleg. 

Hver manneskja er raunverulega hugsuður sem býr sér til líf sem viðkomandi sjálfur vill lifa.  Á meðan fólk enn er ungt kemur þessi mótun fram hjá því og ekki bara að einhverju leiti heldur öllu leiti.  Þessi pæling vaknar snemma.  

Hjá krökkum var það lögga sem strákar vildu verða eða slökkviliðsmaður eða sjúkraflutningamaður.  Stúlkurnar vour meira í hjúkrunarkonunni og kennaranum og eitthvað svoleiðis jukk.  Og að “Eignast lítil börn”- er hún yrði stór.  Eins og ein sagði sem barn og gerði í fullri einlægni.  Seinna eignaðist hún sín litlu börn og var kannski raunsæjust allra í hópnum.  

Hvað annað skeði skal ósagt látið um.  Enda bara börn að talast við.  Sjá má að snemma beygist krókurinn.  Barnalega mynd okkar kom þó fyrst.  Seinna kom þungi alvörunnar.  Margt býr með okkur fólkinu sem við fæddumst með og að sumu leyti virkjum.  Sumt gekk ekki upp. 

Hér má benda á öryggi þess að þekkja Jesú Krist snemma á líf ferðalagi sínu.  Hann leggur inn mörg flott og örugg ráð.  Já til barnsins okkar og sumir þar heppnari en aðrir sem snemma þáðu ráð Jesú og mótuðust af þessum ráðum lifandi upprisinn Drottins.  Og þetta fólk, eins og allt annað fólk, einnig þroskast og óx og varð fullorðið fólk og sumir strákanna löggur og eða slökkviliðs- eða sjúkraflutningamenn.  Aðrir urðu um stund sjómenn og dáðadrengir. Ungæðislegu pælingarnar vakna snemma.  Hver sem pæling krakka að þessu leiti er í dag.  

Samt getur verið á munur.  Um það atriði er þó ekkert hægt að garantera neitt og bara að líf manneskju verður áfram mótað af vali einstaklings.  Ekki mínu vali fyrir þig heldur eigin vali þínu.  Það er þarna sem tilhneiging okkar sumra er að varpa allri ábyrgð hvernig fór á okkur sjálf en ekki annað fólk, sem sumir þó gera og velja með vali sínu að fara léttari leiðina og einnig allra ósanngjarnastu leiðina sem völ er á.  Og þarna stoppa þeir í afstöðu sinni.  Eru bitrir menn.  Sannleikurinn er að frá engri manneskju er rétturinn til eigin vals tekin.  Munum!  Heiðarleiki er val eins og óheiðarleiki er val.  Engin sleppur við að velja.  Segir orðið að margvíslega munum við hrasa.  Því miður vill sumt kristið fólk nota þessa leið til að afsaka eigin synd sína.  Það er ekki af heiðarleika heldur viljinn til að fela slóð sína, og eða réttlæta.  Er einhver munur þarna?  

Filippíbréfið 3.  10-14.

“Ég vil þekkja Krist og kraft upprisu hans, ég vil þjást með honum og líkjast honum í dauða hans.  Mætti mér auðnast að ná til upprisunnar frá dauðum.  Ekki er svo að ég hafi þegar náð því eða sé þegar fullkominn. En ég keppi eftir því ef ég skyldi geta höndlað það, með því að ég er höndlaður af Kristi Jesú.  Systkin, ekki tel ég sjálfan mig enn hafa höndlað það. En eitt geri ég. Ég gleymi því sem að baki er en seilist eftir því sem fram undan er og keppi þannig að markinu, til verðlaunanna á himnum, sem Guð hefur í Kristi kallað okkur til.”- Við sjáum skýra afstöðu Páls og manns sem talar sem fullorðin maður og ekkert barn.  Maður sem hefur valið og ákveðið sig.  Þarna er Páll orðin stór strákur og talar sem slíkur en ekki lengur eins og barn sem vill vera lögga, slökkviliðs- eða sjúkraflutningamaður þegar hann yrði stór.  Þarna er hann orðin stór.  Og meira!  Gengur ötullega fram í þessu vali sínu og lætur um sig muna og einhendir sér í vilja Guðs.  Tekur svo djúpt i árina og segjast ekkert vilja vita neitt nema Krist krossfestann og upprisinn.  Hvað með mig og þig?  Hvað viljum við helst vita?  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen. 

  1. júní 2024.

Málið með kristna trú er að í henni er allur sá matur sem hver manneskja þarfnast til að uppfylla dagleg skilyrði trúariðkunnar sinnar.  Kröfur á kristna samfélagið gerum við og einnig hvort til annars.  Við erum trúað fólk sem elskum Jesús og viðurkennum fyrstir manna að hann sé sonur lifandi Guðs.  Að játa þetta og trúa þessu er gríðarlega áhrifarík leið en þó bara byrjun á mörgu góðu fyrir okkar líf.  Málið með trú er að hana þarf að iðka og taka alla inn en ekki bara sumt af  henni með sumt fyrir utan og annað fyrir innan. Að vera með góða reglu á er lykill.  Allt skal haft með og árétta að trú á Jesú er gilt verk í augum lifandi Guðs og byrjun alls sem kemur.  

Skoðum orðið.

Filippíbréfið 2.  1-5.

Fyrst Kristur veitir kjark, fyrst kærleikur hans uppörvar, fyrst andi hans skapar samfélag, fyrst þar ríkir hlýja og samúð gerið þá gleði mína fullkomna með því að vera einhuga, hafa sama kærleika, einn hug og eina sál.  Gerið ekkert af eigingirni eða hégómagirnd. Verið lítillát og metið hvert annað meira en ykkur sjálf.  Lítið ekki aðeins á eigin hag heldur einnig annarra.  Verið með sama hugarfari sem Kristur Jesús var.”-  

Hér kemur afskaplega skýrt fram að trúin á Jesú og orð Guðs og leiðbeiningar orðsins hafi allt í sér sem þarf til að við sem trúum byggjum samfélag sem okkur líður vel inn í og sé samfélag sem sómi sé að.  Fyrst og fremst þá fyrir fólkið sem í því er.  Það er, söfnuðinn.  Orðið segir að þetta allt viðurkennum við.  Merkileg hugsun er að við sjálf skulum viðurkenna að allt sem þurfi til verksins sé til staðar.  En af hverju erum við þá ekki, sem söfnuður, að sjá allt þetta og upplifa dags daglega alla þessa gæfu?  Það er áhugaverð pæling að skoða.  

Við viðurkennum að Kristur veiti fyrir trú kjark og fyrir trú gefi hann fólki sínu uppörvandi kærleika.  En af hverju þá sjáum við þetta ekki í öllum tilvikum virka?  Af hverju öðru en því að við sem einstaklingar eigum svo oft í svo miklu basli við að virkja þessa trú okkar og láta hana skína eins trúnni er ætlað, af segjum verkunum?  Allt þetta getur hvert og eitt okkar hæglega gert.  En við þurfum þá að ganga fram daglega í trú sem hefur verið virkjuð til þeirra verka sem trúnni er ætlað.  Að trúa á Jesú er heilmikill leyndardómur sem býr í hjarta hvers og eins okkar sem erum frelsað fólk.  

Páll talar um í Filippíbréfinu að margt sé það sem við viðurkennum en segir samt að við skulum gera gleði hans fullkomna og vera samhuga.  Hér, krakkar mínir, erum við komin með lykil upp í hendurnar sem við skulum læra að nota Guði til þægilegs ilms.  

Eitt er að viðurkenna og annað að ganga fram. Til að byggja grunn samhugs tökum við allt inn sem gerir samhuginn mögulegan.  Munum að trú hvers og eins okkar er aflið sem þarf.  Og við munum sjá gleði vakna af samhugnum einum er söfnuðurinn hittist.  Gleði, samkvæmt skilningi Páls, á sem sjá má ekki einvörðungu að gilda á sunnudögum.  Líka á mánudögum og alla aðra daga vikunar árið í gegn.  Við höfum allt í verkið en virkjum þó bara sumt.  Kærleikurinn er flottur.  Hann uppörvar.  Hann vissulega hvetur.  En samkvæmt orðum Páls er þetta ekki nóg því að skorti samhuginn, um til að mynda aðferðir, dettur hann dauður niður.  Söfnuður hefur með höndum fullt af verkum.  Náist ekki fram stórmerkilegur samhugur hefur öllu verið stútað og kastað á glæ og líklega strokað út allt bros á fólki.  En þetta viljum við ekki að gerist.  

Orð Guðs sjálft er hjálpartækið sem þarf til.  Kraftaverkið hér er skilningur minn og þinn á hvað hér sé raunverulega verið að segja.  Það er minn skilningur og þinn skilningur sem mun opinbera merkilegan samhuginn sem Páll er að benda á.  Samhugur hóps er meiri gleðigjafi en mörgum grunar.  Lærum því að loka hring trúarinnar og að nota öll verkfærin.  Jesú lifir!  Amen.

  1. júní 2024.

Öllu fólki er það mikilvægt að þakka fyrir það sem það á og hefur nú þegar í hendi.  Sem er ýmislegt.  Það sem sem við trúum á er Jesú og hana, það er trú okkar, eigum við og göngum að vísri og opinberast okkur í einu og öðru kristilega samfélaginu sem Jesú með eigin hætti hefur komið upp og ætlar okkur.  Við þekkjum samfélag kristinna manna og kvenna og vitum og þekkjum með eigin hætti alla þá blessun sem þar ræður og ríkir.  Í þetta viljum við halda og njóta lengur og muna eftir þegar dagarnir að okkar áliti eru ekki alveg eins blessaðir og þeir eitt sinn voru.  Trúin á Krist hefur margoft sýnt okkur og sagt að allt fari í hringi.  Þetta merkir að aftur muni stytta upp og vindar hætta að blása. Hver okkur þekkir ekki þetta og veit að heimsendirinn kom ekki þar með?  

En erfitt var það.  Ósanngjarnt var það.  Sumpart hrein hrygðarmynd var það og við aldrei neitt spurð og lentum í einhverju sem við með engum hætti unnum neitt til né stuðlum neitt að en fengum samt yfir okkur.  Af hverju?  Orðið talar um vonda daga.  Orðið gefur okkur einfalt svar.  Mitt og þitt er að trúa orði Guðs.  En geri ég það?   

Hver af okkur er spurður um stöðu dagsins og er hún ekki svona og hinsegin?  Hvert okkar veit ævina fyrr en öll er?  Hvað merkir þetta?  Merkingin er áhugaverð.  Við, ég og þú, ráðum svo litlu og engu er kemur að sumum atriðum lífs okkar og þrátt fyrir að hafa gert verkin heiðarlega og heilum drengskap með samt enga tryggingu fyrir hvernig fari.  Og skyndilega, eins og hendi veifað, er allt umhverfið komið með annars konar birtingarmynd.  Hvað gerðum við rangt?  Hvar brást okkur viska?  Ekki er fyrirfram víst að neitt rangt hafi verið gert.  Um sumt er ekki spurt.  

Predikarinn. 10. 9-10.  

Sá sem sprengir steina getur meitt sig á þeim, sá sem klýfur við getur stofnað sér í hættu.

Sé öxin orðin sljó og eggin ekki brýnd, þá verður maðurinn að neyta því meiri orku.

Það er ávinningur að undirbúa allt með hagsýni.”- Hér mælir Predikarinn visku sem vel má taka við og um sumt gott að vita.  Til að mynda það að garanteruð trygging fyrir verkum sé hvergi í boði.  Að læra af speki orðs Guðs getum við þó öll gert.  Slíkur lærdómur er gagnlegur fólki og opinberar hvað sé í fyrsta sæti í lífi okkar.  Er það Jesú?  Er það kolfallinn sjúkur heimur?

 

Filippíbréfið 1.  3-6. “Ég þakka Guði mínum í hvert skipti sem ég hugsa til ykkar og geri ávallt í öllum bænum mínum með gleði bæn fyrir ykkur öllum vegna samfélags ykkar um fagnaðarerindið frá því þið tókuð við því og allt til þessa.   Ég fulltreysti einmitt því að hann, sem byrjaði í ykkur góða verkið, muni fullkomna það allt til dags Jesú Krists.”- 

Hér sjáum við mann sem veit hvað hann á.  Páli er umhugað að rækta vináttu við fólk á sama stað og hann sjálfur er.  Fólk sem tignar og tilbiður raunverulegan frelsara og lausnara sem stendur með fólki í blíðu og stríðu.  Slíkrar vináttu þörfnumst við.  Jesús segist sjálfur eiga margt fólk í þessari borg.  Hver er meiningin á bak við þetta orð “Borg”?  Hún liggur fyrir og getur ekki verið neitt annað en nákvæmlega það byggðarlag sem ég og þú búum í í dag.  Við þetta á Kristur.  Í orðum Páls býr uppörvun og hvatning um að leggja áfram lag sitt við einkum Krist en ekki heim sem fallin er og býður hverju okkar upp á vonda daga?  Guð gefi að við öll sjáum í dag Jesú.  Borgin sem Jesú bendir á er nefnd og byggðarlagið sem ég og þú búum í staðurinn.   Ljóst er að Páll vill hughreysta menn og konur Jesú og er umhugað um að bæði ég og þú áttum okkur á þessu og keppum eftir samfélagi við annað kristið fólk.  Hvað annað sem við gerum að höfum hitt með.  Og við förum að fatta að við stöndum á sama kletti og Páll stóð á.  Fyrir þetta vill Páll umfram allt annað þakka og minna sig reglulega á að trúin á Jesú sé þegar í hendi.  Gerum hvert og eitt okkur allt far um að varðveita trú okkar.  Og ekkert sem gerist í heiminum mun koma okkur lengur á óvart.  Við nefnilega erum undirbúin.

 

 

 

 

Minn í banastuði.

 

  1. júní 2024 (b)

Ekki er neitt annað að sjá en að allra óöruggasta og glæfralegasta fjárfesting sem til sé í veröld vorri er að byggja um of á ferðamennsku fólks.  Til að mynda til Íslands.  Margt kemur til greina og margt sem þarf að athuga og umfram allt vita hvernig sá markaður allur hegðar sér. 

Alvöru ferðamannaiðnaður í dag krefst gríðalegrar þjónustu og glæsihýsa í formi hótela.  Með þessum hætti er mönnum með vissum hætti stillt upp við vegg og við þá sagt.  “Svona er þetta og svona gerir þú, viljir þú vera með.”-  Engin sleppur við að byggja bara hótel með lágan þjónustustaðal og ekkert fjögurra stjörnu hótel.  Bæði verður að standa ferðafólki til boða.  Það er að segja.  Vilji  menn vera með á þessum ferðmannavagni.  Á Íslandi hefur þetta allt verið gert og haft í för með sér hreint rífandi stofnkostnað.  Það verður maður nú að segja.

Krefst ferðmannaiðnaurinn gríðalegrar uppbyggingar bæði til að fá hýst allan ferðamannaskarann sem vænta má ásamt húsnæði þar sem allt þetta fólk snæðir mat sinn og oftast nær einhverja dýrindis máltíð.  

Hnossgætið þverskorin ýsa og soðningin gengur ekki lengur hvort sem er með eða án gömlu góðu hamsatólginni og eða vestfirska bræðingnum út á.  Einnig er vitað að menn að mestu eru hættir að elda mat sinn í tjaldi eða fyrir framan tjald sitt og sækja heldur til matsölustaðanna í kring.  Nema að búið sé að endurvekja að hluta til þann göfuga sið ferðamennskunnar að elda sér mat við prímus.  Gæti vel hafa gerst í þessari dýrtíð dagsins.

Að taka við ferðamönnum segir um leið við okkur að við þurfum að mæta kröfunum sem gerðar eru til ferðalaga fólks.  Ferðamaður sem sér að dýrtíðin er of mikil á Íslandi mun sennilega fara til annars lands og þangað sem verðlagið er skaplegra.  Fjöll, Blátt Lón Svartsengis, svakalega fallegur Gullfoss og Geysir, ár og vötn, duga ekki sé verðlag stigið upp fyrir öll viðmiðunarmörk.   Þessi sannleikur undirstrikar og áréttar að engin iðnaður sé líkt því jafn áhættusækinn og ferðamannaiðnaðurinn. 

Eru þegar farnar að berast fréttir um veitingastaði á vonarvöl og aðra sem hafa orðið gjaldþrota og er eitt það fyrsta sem gefur sig, komi upp í löndum of mikil dýrtíð.  

Næsta fregn af þessum iðnaði má búast við að snúist um hótel á vonarvöl og önnur sem komin eru upp við dyr gjaldþrotsins og önnur sem þegar eru gjaldþrota.

Hvort hér verði endurtekin hörmungar refa- og minkabúa í þessu landi á níunda áratug seinustu aldar skal ósagt látið en staðreyndin talar sínu máli um að of hratt hafi verið farið og skyndigróði enn og aftur byrgt mönnum sýn til veruleikans.  Erfitt að sjá hið rétta mitt í útreikningi gróða og hagnaðar.

  1. júní 2024.

Lengi hefur verið sagt að við vitum svo miklu meira núna en áður var.  Hvað nákvæmlega sé átt við hefur aldrei fengist neitt fullnægjandi svar við né hefur neitt verið reynt að svara sem skilgreinir betur hvað það eiginlega merki að vita svo miklu meira.  Vita meira?  Um hvað þá?  Vegalengdina frá jörðinni til tunglsins, vegalengdina til stjörnunnar marx þarna út í gufuhvolfinu frá jörðu?  Verður maður af gáfaðri manneskja að vita þetta?  Á vissan hátt já en gæti samt vakið upp aðra spurningu sem er.  Til hvers þarf ég að vita um þetta atriði?  Sjálfur ég hef enga hugmynd til hvers væri.  

Sumir sennilega segðu.  “En væri það bara ekki gaman?”  Kannski.  Sumum finnst gaman að fara í sólafrí til Spánar og setja myndir inn á Facebook af tá við sundlaug og eða að eta spánskar kræsingar.  Ekki fyrirfram svo gagnlegt né heldur gagnast manni svo mjög í daglegu amstri sínu og áhyggjum en er alveg í lagi að gera, eins og margt annað.  En hvað er gagnlegt? 

Tali menn um Jesús sem akk manna og kvenna í að þekkja og þekkja hann betur í dag en var í gær að þá roðnar sumt fólk niður í…. já af beinni reiði vegna þess að vilja sjálft stjórna hvað sé rétt og hvað sé rangt.  Er þetta ekki svolítið dagurinn í dag að ég og mitt skuli ganga fyrir öllu?  Sjálfið er gert að guði sumra manna og kvenna.  Vá maður!  Sumt fólk elskar að eiga að þann allra máttlausasta guð sem völ er og velja sjálfið.  En hafi þetta hver eins og hann sjálfur vill.  En sem betur fer er enn til fólk sem tekur undir með mér um slíkar vangaveltur og veit að þekkingin er vissulega til en er bara ekki á réttum stað og að þekking sé eitt og alvöru og gagnleg þekking annað.  Og nokkur munur á.  

“Þú þykist nú vita allt”- segir einn og komin með svolítið heitar kinnar og kreppta hnefa og til í alls konar.  Engin nema Guð einn veit allt en sumt fólk, til að mynda ég, þekkir Jesús og meðtekur því af hreinni og sannri visku hans.  Gott er öllu fólki að gera greinarmun á þekkingu og gagnlegri þekkingu.  Og það sér að er ekki sami hlutur.  

Og er ekki gerlegt núna að mögulega sjá fyrir sér svolítið utan við sig hugsuð klæddan sitthvorum litnum af sokkum með á fótunum vinstri skó á hægri fæti og öfugt.  Allt er Öfugt?  En hvað með það?  Elskar dagurinn í dag ekki allt sem er öfugt og um leið öfugsnúið?  Sýnist svo vera.  Að minnsta kosti stundum.  

En af hverju og hvaða svar eigum við til inn í málið?  Mögulega þetta!  “Rétt er ekki lengur fyrirfram rétt hjá fólki og hópurinn fer stækkandi sem trúir að rangt sé rétt.   Skoðið námsefni grunnskólanna í dag sem nú um hríð hefur haft forgöngu um að innleiða yngsta fólkinu okkar nýja hugsun og í dag kynlausan veruleika.  Ætli næsta verkefni grunnskólans sé þá ekki að burtskýra orð á borð við pabbi, mamma, afi, amma, frændi, frænka, sem mögulega öll verða látin falla milli skips og bryggju og önnur toguð upp til að nota.  Sjálfsagt er til fólk sem væri slétt sama um þó að slíkt gerist.  Alltént ef marka má umræðuna eins og hún stundum er.  En viljum við í alvöru enn halda því fram að við í dag vitum svo miklu meira en menn hér í eina tíð?  Í veröld dagsins í dag hefur margt verið sett á haus og á hvolf.  Og hvernig getur annað en svona lagað gerst í veruleika sem varpar Jesú frelsara sínum á dyr og segir ekki velkominn?  

Af öllum svona vangaveltum og mörgum öðrum vakna fleiri spurningar.  Ein er!  Munum, við töluðum hér ofar um tunglið og stjörnuna mars.  En til hvers er svona þekking og í hverju er ég bættari þó ég viti vissu mína um þessa vegalengd?  Ég ykkur að segja veit það ekki en veit að þessi þekking er til og að eitt og annað sé á hreinu en spurningin sem fyrr á hverju þekking fólks byggi?  Við sjáum að staðhæfingin um að vita svo miklu meira í dag er bara en ein órökstudda fullyrðingin til viðbótar öllum hinum sem ganga og menn stundum varpa fram en búa um leið til risastórt spurningarmerki um hvað við sé átt.  Um frekari útskíringu er ekki hirt.  Enda ekki tiltæk.

  1. júní 2024.

Gallinn við of rúmar kröfur til að afla sér stuðningsaðila fyrir eitt og annað opinbera embættið, til að mynda embætti forseta Íslands, verður til þess að kjörin forseti gæti hæglega fengið sitt umboð með langt innan við 40% atkvæða á bak við sig þegar nærri 50% atkvæða og þar af meira væri hið æskilega fyrir svo mikilvægt og virðulegt embætti en gerist þegar lögin um þröskuldinn sem fólk þarf fyrst að stíga yfir er hafður of lár.  Þröskuldurinn er settur þarna til að gera framboðunum erfiðara um vik að koma og að halda áfram og er um leið leiðin til að skammta fjöldann inn á svæði.  Megi segja svo.   

Því erfiðara sem fólki er gert verkið segir sig sjálft að færri leggi í þá miklu vinnu sem til þarf.  Svona framboð eru engu framboðanna ókeypis.  Hvert svona framboða kallar á nokkrar launaðar stöður, ásamt her sjálfboðaliða.  Að hafa þröskuld á er hin prýðilegasta leið.  Eina sem þarf er að vera með þröskuldinn af réttri stærð og menn átta sig á að allri svona mannumferð verður að stýra til að forða öngþveiti, eins og við sumpart sáum gerast í seinustu forsetakosningum sem um leið birti okkur heldur betur gríðarlegan galla kerfisins.  Vitaskuld nær það ekki nokkurri átt að á annan tugur manna og kvenna fái bjóðið sig fram til eins og sama embættis og geri að verkum að sitjandi forseti Íslands hreppi þetta mikilvæga embætti með töluvert innan við 40% atkvæðamagn landsmanna að baki sér.  En þetta gerist og getur vel gerst og líka varð niðurstaðan í seinustu forsetakosningum og skildi eftir sig spurninguna hvort ekki væri sniðug hugmynd að ramma inn allar þessar fallegu andlitsmyndir af forsetaframbjóðendunum 2024 og hengja upp á vegg á Bessastöðum í einum og sama ramma sem blasti við er kjörin forseti tekur við sínu embætti 1. ágúst 2024.  

Auðvitað sagt í gríni en samt ekki að öllu leiti í gríni því að þegar allur þessi fjöldi andlitsmynda blasti við augum manns lá við að manni sjálfum sundlaði við af fjöldanum sem þá blasti við augum að maður gat ekki staðist freistinguna af að spyrja hvort svona lagað væri hægt, herra Matthías?  Auðvita var spurningin óþörf með svarið viðblasandi.  Ætli fjöldi framboða 2024 fari bara ekki í sögubækur?  Það kæmi mér alltént ekkert svo mjög óvart.  Allt svo sem glæsilegasta fólk og sumt örugglega sómt sér vel í virðulegu embætti forseta Íslands.  Það er ekki málið.  

Sannleikurinn er að embætti forseta Íslands hefur frá byrjun aðeins verið ætlað einni manneskju sem niðurstöður forsetakosninganna hefur nú leitt fram fyrir landsmenn hver sé.  Sem við auðvitað heilshugar styðjum og íhugum ekkert annað.

Annað má gera athugasemd við.  En það eru allar þessar skoðanakannanir sem urðu til í aðdraganda forsetakosninganna.  Annan hvern dag vikum saman blasti við einhver skoðanakönnun sem vó og mat fylgi einstaklinga þessara.  Ekki er svo að skilja að þær hafi ekki komist nokkuð nærri sannleikanum en spurningin hins vegar sú til hvers þær eiginlega séu til hvers annars en að gera tilraun til að beina atkvæða straumnum í eina og aðra átt.  Og hver væri þá munurinn strangt til tekið á þessari aðferðafræði og að beinlínis hafa svindlað í kosningunum?  Hann væri ekki svo ýkja mikill, þegar allt yrði skoðað.  Margs ber að gæta.

Allskonar kom upp.  Eitt var, og þetta er staðreynd, hin furðulega ályktun sem svolítið bar á í nýafstöðnum kosningum að kjósa frekar þetta framboð en hitt framboðið bara til útiloka að eitthvað annað framboð komist að kjötkötlunum, forsetaembættinu.  Sjáið ekki hér hve stutt er orðið í allskonar óheiðarleika hjá fólki og pælinguna sem komin er upp í röðunum um að gera þetta til að eitthvað annað gerist ekki?  Og sjáið ekki að hér er gerð alvarleg tilraun til að höggva sjálfsagðan og eðlilegan rétt hvers einstaklings til að velja sjálfur og velja sjálfstætt hvað hann vill gera.  Og af hverju vill fólk hugsa fyrir aðra manneskju.  Í minni bók hefur hvert og eitt okkar nú alveg nóg með sig sjálfan.  Gætum okkur og göngum ekki of langt.  Nóg af þvælu er nú samt.

 

 

 

 

  1. júní 2024.

Sjöundi þjóðkjörni forseti Íslands tekur senn embætti og er orðið nokkuð ljóst hver manneskjan sé sem muni gegna þessu embætti í næstu fjögur ár, hið minnsta.  Þegar þessar línur eru ritaðar hafa ekki öll atkvæði enn verið talin en litlar líkur á sem komið er að ótalin atkvæði breyti neitt stöðunni sem nú er nú uppi og að frú Halla Tómasdóttir hreppi forsetaembætti Íslands.  Og eins og öllu siðuðu fólki líka sæmir að gera bjóðum við hana auðvitað velkomna til starfa.  Forseti Íslands er aðeins einn og aðrir sem kepptust eftir þessu embættinu aðilar sem lutu í lægra haldi með þá reynslu með sér hvað það sé að vera þátttakandi í kosningum fyrir forsetaembættið á Íslandi.  Og fólkið viðurkennir að sé heill hellingur af puði.  Silfurfat er hvergi til sem allt er á sem sumir eru sagðir hirða af sem þeir þurfa.  Silfurskeið í munni lýtur sama hjá fólki og silfurfatið en er frekar en hitt ekki heldur til.  Margt er sagt og frá mörgu er rangt greint frá.  En það er annað mál.  

Kosningar til embættis forseta Íslands eru merkilegar fyrir þær sakir helstar að sama hver úrslitin eru og hver einstaklingurinn er sem endanlega hreppir hnossið og sigrar forsetakosningar hefur það gerst fram til þessa að fólk, þjóðin öll, þjappi sér saman utan um aðilan sem sigraði og þjóðin myndað eina heild að baki embættinu og manneskjunni sem þar mun gegna starfi næstu ár hvort sem fólk kaus hana sjálft eða einhvern annan sem í framboði var.  Mjög áhugavert sjónarmið sem við vitum að er sannleikur málsins.  Merkileg að svo skuli vera í stakkinn búið en er þó staðreynd sem hægt er að fletta upp í og finna stafkrók um hvernig þetta hefur gengið fyrir sig frá fyrsta forseta að telja.  Sem við vitum að er herra Sveinn Björnsson.  

Sönnunina erum við með fyrir framan augun okkar og birtingarmyndina einnig þegar að því kemur að fjögur árin séu að baki og komið að endurkjöri forsetans.  Þá nenfilega kemur berlega fram hver staðan sé og sitjandi forseti búin að sópa til sín nánast öllum atkvæðum þjóðarinnar.  Að svo skuli vera er einkar áhugaverð staða og er staðan sem er uppi við.  Sem sjá má eru íslendingar ekki alveg vonlaust lið.  Og er kemur að málefnum samstöðunar blasir hún við með endurkosningu forseta Íslands, þó oft sé hin hliðin uppi og hver höndin upp á móti hvorri annarri.  Hvaða mynd skírari þessari fáum við birt um sameinigartáknið sem margir telja og vilja að forsetaembættið sé?  Það blasir við í samstöðunni sem til verður í endurkjöri sitjandi forseta Lýðveldisins Íslands?  17. júní 1944, fyrir bráðum áttatíu árum, varð embætti forseta íslands til.  Eldra þessu er það nú ekki.

Allskonar kvittur kom upp.  Einn kvitturinn var að nokkuð hafi borið á að fólk vildi heldur kjósa þennan og hinn og gera bara til að byggja fyrir að einn og annar einstaklingur komist að.  Ég tel að á þessu viðhorfi hafi nokkuð borið þó ekki skilji maður alveg hvað þar búi að baki.  Hver maður bara velur sjálfur sinn forsetaframbjóðanda og kýs hann.  Og engum finnst heldur neitt skemmtileg hugsun að uppgötva að svindlað hafi verið í forsetakosningunum.  Hér sjáum við mikilvægi þess að standa um sum atriði áfram vörð.  

Fæstu fólki er vel við að kasta atkvæði sínu á glæ.  Og er það vel skiljanlegt.  Öll viljum við vera sigurvegarinn en gleymum að það erum við með því einfaldlega að taka þátt í lýðræði veislunni Kosningar.  Engum er vel við hugsunina um að hafa kastað atkvæði sínu á glæ.  En slíkt er óumflýjanlegt.  Sannleikurinn er að önnur atkvæði en þau sem eignuð eru sigurvegara kosninga má segja um að séu með vissum hætti kastað á glæ.  

Svona eru kosningar og með þessum hætti virka kosningar lýðræðisríkja.  Þær gefa þjóðum heimild til að velja fólk sjálft í eitt og annað embættið.  Reglan er að meirihluti atkvæða setur þetta fólk og eða einstakling endanlega fram.  Sem sagt!  Niðurstaða er komin í mál sem einnig er sinn sigur og gott að því leiti til að núna geta menn horfið frá þessu borði og hætt að velta frekari vöngum yfir því og snúið sér að öðrum og brýnni verkefnum.  Sem vissulega er nóg til af. 

  1. júní 2024. (b)

Árið 1974 sigraði Sænska hljómsveitin Abba keppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva með lagi sínu Waterloo, eins og flestir muna.  Horfði ég á þeim tíma á þessa söngvakeppni, hefði maður nokkurn möguleika á, sem allur gangur var á.  Var maður á sjó á þessum tíma og sjónvarp yfirleitt utan geislans þar sem íslensk skip veiddu.  En að þessu sinni var maður heima og naut keppninnar.

Ég man vel eftir því að eftir flutning lagsins Waterloo vissi maður strax hvaða söngur hreppti verðlaunasætið í keppninni og hef örugglega ekki verið einn um það atriði.  Slíkir voru yfirburðir lagsins í sönglagakeppninni árið 1974 að það í raun útilokar alla aðra söngva söngvakeppninnar.

Eftir keppninna og úrslitin brýst víða í Evrópu út mikið Abba-æði ekki ósvipað því sem skeði með The Beatles-æðið.  Þó Abba-æðið næði ekki alveg sömu hæðum og Bítla-æðið eina sanna komst Abba-æðið samt í töluverða hæð.

Samkvæmt því sem ég best veit að þá gaf hljómsveitin Abba út  sína fyrstu hljómplötu 1973 með nafninu  “Ring Ring” þá Woterloo 1974, Abba 1975, Arrival 1976,  Abba, The albums 1977, Voules-vous 1979, Super Trouper 1980, The Visitors 1981 og Voyager 2023.  Í dag hlusta ekki mikið á Abba. 

Hljómsveitin Abba hefur lifað með fólki.  Sveitin hætti starfsemi árið 1982.  Margt að sumu leiti er líkt með Abba og The Beatles.  Báðar hljómsveitirnar lifa góðu lífi meðal fólksins og báðar hlotið margskonar viðurkenningar af starfi sínu.  Og ekkert lát á.  Fáu öðru er saman að jafna hvað þessar tvær hljómsveitir varða.

Í nýrri heimildarmynd um hljómsveitina Abba kemur meðal annars fram hversu erfitt sé fyrir meðlimi Abba sem foreldra að blanda saman hljómsveitar brölti sínu og heimsfrægð og foreldrahlutverkinu.  Kemur þar fram hversu sárt það sé er barnið þekkir foreldri sitt ekki loks er það birtist eftir langt og strangt tónleikaferðalag.  Ekki verður bæði haldið og fólk þarf að velja.

Hljómsveitinni Abba hefur hlotnast margs konar heiður af starfsemi sinni og hljómplötur Abba-flokksins selst í gríðarlegu upplagi.

1. júní 2024.

Þegar lýðveldið komst í framkvæmt 17. júní árið 1944 á Þingvöllum ríkti mikil gleði í landinu og þustu menn og konur til Þingvalla og slógu upp tjöldum á grasvelli þar, og duttu í það.  Allir sem mættu, mikill fjöldi fólks, sagði svo sem ekki mikið frá því hvað nákvæmlega gerðist en mundu flestir hvernig viðraði á þá þarna við Lögberg á Þingvöllum og einkum úrhellis rigningarinnar sem gekk yfir svæðið þennan merkisdag árið 1944.  “Maður gegn blotnaði. Hikk. ”- sagði það.   

Í dag göngum við enn til forsetakosninga og kjósum okkur forseta til næstu fjögurra ára hið minnsta.  Núverandi forseti velur að láta af embætti eftir átta ára setu.  Heppilegur tími íslenska forsetans á valdastóli tel ég vera tólf ára setu.   Að kjósa of oft er leiðinda staða.

Fyrsti forseti Íslands herra Sveinn Björnsson var ekki kosinn beinni kosningu eins og aðrir sem gegnt hafa þessu embætti eftir hann heldur var herra Svein skipaður af Alþingi íslendinga til eins árs.  Ári síðar, 1945, skyldi efnt til kosninga.  En þar sem ekkert mótframboð kom var herra Sveinn Björnsson sjálfkjörin í virðulegt embættið og sat í því af sömu ástæðu til andláts dags 25. janúar 1952.  Herra Sveinn mótaði sjálfur embætti forseta nokkuð og lagði undirstöður þess sem enn á sinn hátt eru í heiðri hafðar.

Forsetatíð herra Sveins þótti stormasamt tímabil í íslenskum stjórnmálum.  Miklar deilur voru um hvort Ísland skildi vera aðili að Atlandshafsbandalaginu sem þá var verið að vinna að og hikaði Sveinn ekki við að hlutast til um stjórnmál og lét skoðanir sínar á ýmsum málum óhikað í ljós.  Til að mynda árið 1950 neitar herra Sveinn herra Ólafi Thors, þáverandi forsætisráðherra, sem fór fram á að forseti ryfi þing og efndi til kosninga.  Varð hann ekki við þeirri beiðni forsætisráðherra.  Finnst nú sumum þingmönnum og ráðherrum landsstjórnarinnar inngrip herra Sveins Björnssonar sem forseta Íslands vera orðnar full mikil sem líklega verður til þess að forsetaembættið er eftirleiðis betur skilgreint og það gert betur skiljanlegt hver raunverulegu völd embættisins skuli vera.  

Ég er sammála því að þetta embætti forseta Íslands sé aðgreint eins og verið hefur frá störfum rétt kjörinna yfirvalda hæstvirts Alþingis og tel of mikil inngrip þaðan óæskileg og of mikið gert úr embættinu sem einhverjum öryggisventli Íslensku þjóðarinnar og að Lýðveldið sjálft verndi hana.  

Af framkomu ágæts herra Sveins Björnssonar að ráða má sjá hversu stutt sé í einræðistilburði sem er nokkuð ljóst að menn vilja varast og girða fyrir að neitt slíkt verði tekið upp á Íslandi.  Munum einnig að er herra Svein Björnsson er skipaður í sitt forseta embætti 7. júní 1944 glímir mestöll Evrópa við gríðarlegt manngert vandamál af völdum einræðisafls sem efndi til stríðsins sem að lokum grandaði yfir fimmtíu milljónum mannslífa og lagði nánast alla Evrópu í rúst.  Á þessum tíma horfa menn á nokkra alræmda einræðisherra.  Má þar nefna skaðræðið Adolf Hitler leiðtoga nasista í Þýskalandi, Benito Mussolini einræðisherra Ítalíu, Jósef Stalín einræðisherra og leiðtoga kommúnista í Sovétríkjunum, Mao Zedong einræðisherra Kína, hann reyndar tók völd 1945, að ljóst er að nokkur reynsla er þegar komin á hvað gæti gerst og hvernig þessir menn, einræðisstjórn kerfin, geta leikið þjóðir.  Við þurfum ekki að auka völd forseta Íslands.  En ekki heldur draga úr þeim.  Völd embættisins eru nóg eins og þau nú líta út.  

Herra Ásgeir Ásgeirsson er fyrsti forseti íslands sem kosin er af fólkinu sjálfu.  Ásgeir var afskaplega vel látinn sem forseti Íslands og þótti virðulegur maður.  Tveir fyrstu forsetar landsins koma beint úr röðum stjórnmálamanna.  

Herra Ásgeir ásgeirsson sest í stól forseta Íslands 29. júní 1952 og gegnir embættinu til ársins 1968.  Ekki er annða að sjá en að herra Ásgeri sé sjálfkjörin í embættið og að hann hafi aldrei fengið neitt mótframboð gegn sér, sem eru viss meðmæli.  Herra Ásgeir lét af embætti 1968. 

 

 

 

 

 

  1. maí 2024.

Útilokað er að Kristinn maður sé þessi kristni maður af verkum sínum.  Guð bjó svo um hnúta að ekkert okkar gæti stært sig af að hafa unnið einhverja þá vinnu sem gerir okkur hólpinn frammi fyrir lifandi Guði sem sjálfur segir berum orðum að öll séum við verði keypt og gjaldið sem greitt var saklaust líf einstaklings og syni Guðs almáttugs Jesús Kristur.  Jesús einn er og verður áfram eina gilda vegabréfið inn ríki Guðs á himnum.  Við sjáum að það að ganga lífsins veg er algerlega útilokað verk án beinnar trúar á frelsisverkið sem Jesús vann á krossinum á Golgatahæð.  

Hvernig sem við viljum, hve mikið sem við reynum að þá getur ekkert okkur með neinum hætti eignað sjálfum sér og verk sín það að hann í dag telst hólpin manneskja.  Að maður skuli enn flokkast undir þetta ákvæði og hafa sönnun með sér staðsetta í sínu eigin hjarta er vegna trúar á upprisinn Drottinn drottna Jesú Krist og trúfesti lifandi Guðs sem sjálfur segist ekki sjá eftir neinu sem hann geri.  Málið fyrir mig er gulltryggt alla leið og hið eina sem ég geri er að klára daginn minn í trú á Jesú, upprisinn son Guðs.  Meira fæ ég ekki gert.  Verkin sem ég geri byggi á trú.

Einu má ég aldrei gleyma í fögnuði mínum yfir frelsis verki Jesú.  En það er að rækta dag hvern samfélag mitt við Jesú sem opnað var á á einu sekúndubroti lífs míns er það laukst upp fyrir mér að ekki væri bara til lifandi Guð heldur eilífð sem mér sem kristnum manni væri boðið að vera inn í og dvelja í inn í, í allri þessari endalausu eilífð.  Guð sér um allt.  Líka að ég standist á vegferðinni framundan.  Aflið sem ég fékk með fyllingu Heilags Anda er þriggja stafa orðið TRÚ og mun fylgja mér eftir hvert sem ég fer.  Hvar sem ég er hef ég meðferðis mína eigin trú.  Trúin er partur af manni í dag og er ekki að fara neitt.  Ég, sem sjá má, er án afsökunnar missi ég flugið og kannski brotlenti með skelli og hávaða.  En það vil ég ekki og gæti mín því í dag.    

En hvað hef ég í höndunum sem staðfestir ofansagt?  Hvað annað en orðin sem Biblían geymir og eru sum skrifuð á hjartaspjald minnar eigin trúar sem blasir við er að þessari merku og stórkostlegu stund kemur og sjálft himnaríkið og eilífðin blasir við manni sem maður á minnstan þátt í að hafa komi sér í né með neinum hætti útvegað sér sjálfur það sem þurfti til að gera gönguna um lífið færa um að skila mér alla leið heim í öllum þessum tára-og sorgar stað sem lífið á jörðinni er og öll von er meira og minna farin og vonleysið tekið við í vonar stað.  

Aftur erum við komin að þætti lifandi Guðs og segjum að engin trúaður maður komist á leiðarenda stæði lifandi Guð ekki við sitt og styðji við bak hans og tali stöðuga uppörvun og hvatningu til hjarta hans sem gefur honum nægan kraft til að koma sér í gegnum daginn.  Og svo koll af kolli.  Þetta er trúarganga eins og sérhvers einstaklings.  

Án beinna og daglegra inngripa Jesú er verkið algerlega óvinnandi.  Það hefur maður ítrekað fengið að sjá og skilur því betur hví Drottin styðji sjálfur við bak síns fólks með stöðuga og endurtekna daglega hvatningu og uppörvun til einstaklinga sinna.  Hennar er vissulega þörf.    

Sýnið mér minn þátt í málinu og hvar mögulega og hugsanlega ég gæti þakkað sjálfum mér eitthvað sem tengist trú minni?  Þið munið ekkert finna.  Enda hvergi tiltæk.  Eina sem ég geri er að leitast dag hvern eftir að gera vilja Guðs.  Það er nú allt og sumt.  Hrósin eru sem sjá má engin og þakklæti mitt allt tengt lifandi upprisnum Jesús.  Og þótt ég myndi leita og fara í ítarlega leit og framkvæmdi alveg heiðarlega fyndi ég ekkert og hvergi nokkurstaðar neitt sem benti til verka á mínum eigin vegum sem gerði Guð að einhverri afgangsstærð um trú mína.  Jafnvel trúarvöxturinn minn er ekki mitt verk né mitt hrósunarefni heldur alfarið verk lifandi Guðs.  Við getum ekkert gert nema gefið Jesús alla dýrð.  Öflug trú er vegna vilja Guðs sem starfar í mínu eigin hjarta og afneitar verkum syndarinnar.  Þetta get ég en komið frá Jesús.  Lesið orðið og þið sjáið að með þessum hætti sé þetta.  Engin berji sér á brjóst.  Verum lítillát.  Amen.

30. maí 2024.
Svokallaður spenningur er sagður vera komin í forsetakosningarnar framundan. Orðið er stutt í að kosið verði og að forseti Íslands verði opinberaður þessari þjóð. Enn er tækifæri fyrir landsmenn að hampa sinni eigin manneskju í einkar fjölmennum framboðum og lýsi yfir stuðningi við einn aðila þó ekki finni ég til neins spenings að þessu sinni vegna atburðanna framundan og baráttan vera frekar dauf og verið án þekkts skítkasts fólks og rætinna ummæla, eins og oft skeði í fyrir forsetakosningum. Þó hefur einstaka ölvaður kall og kerling kveðið sér hljóðs og viðhaft óviðeigandi ummæli. En viðkomandi var bara full/ur greyið. Er/var enda til siðs að fyrirgefa allt slíkt vegna ölvunnar ástandsins.
Aðdragandi forsetakosninganna hefur verið nokkuð kurteis. Batnandi samfélagi er best að lifa þó vitað sé að það kunnu allvel lagið á að ata fólk auri. Sekur, saklaus skiptir þar engu máli er Gróusaga hleypur af stað og snerti mann og annan. En gamli alslæmi auratarinn hefur nokkuð haldið sér til hlés. “Vitum við enda svo miklu meira í dag”- eins og stundum er haft á orði og það allt kjaftæði endurtekið hér.
Áhuginn hjá blessaðri þjóðinni er frekar lítill fyrir því sem nú er að gerast og ástæður nokkrar. Í fyrsta lagi hefur íslensk þjóð yfrið nóg af afþreyingarefni fyrir sig. Er sú tíð enda að baki er menn fagna í alvöru hverri tilbreytingu í deginum sem bauðst og útskírir hittingin á almenningssvæðum á sunnudögum í bæjunum sem lengi vel var eini frídagur fólks í vikunni og enn unnið sex daga vikunar frá, til að byrja með, sjö árdegis til sjö að kveldi. Sjá má að lítill tími gefst til einhverra tómstundaiðkunnar undir svona vinnukvöð.
Smá saman var klippt af báðum endum dagvinnunar og hún færð fram til klukkan átta árdegis og til klukkan fimm síðdegis og einum frídegi bætt við með afnámi laugardags-vinnunnar sem til að byrja með var stytt og breytt með þeim hætti að hætt var á hádegi á laugardögum og laugardagarnir síða gerðir að frídegi og vinnuvikan færð niður í fimm fasta vinnudaga. Vel má halda fram að laugardagurinn til vinnu hafi hafi verið keyptur út og ljóst orðið að vinna á þeim degi kostaði atvinnurekndur töluvert meira en áður hafði verið. Samt er ekki bannað að vinna á laugardegi né flesta aðra daga vikunnar en verðmiðin hefur nokkuð hækkað. Frá þeim tíma elskar íslenskur verkamaður yfirvinnuna og gerir vegna lágs dagvinnukaups sem varla dugir til framfærslu verkafólks. Þessu kynntist maður sjálfur árum saman og á meðan maður enn vann á strípuðum verkamannataxta og hafði allt sitt eyðslufé þaðan og aukreitis einn og einn yfirvinnutími sem breytti tölunum í hverri viku og stundum verulega. Fór eftir fjölda þeirra.
Allt að undangenginni baráttu. Einkum verkalýðsfélaganna sem því miður setja stundum sitt fólk fram sem greiðir í sjóði þessara verkalýðsfélaga og beinlínis ætlast til af félögunum að vinna alfarið þessa vinnu fyrir sig. Nægir fólkinu að greiða sín gjöld til verkalýðsfélagsins. Verkafólk sjálft heldur þessum miklu batteríum að stærstum hluta til gangandi. Og þessi staðreynd á að nægja þeim. En stundum, upp á síðkastið, eru félagsmenn hvattir til að mæta á tiltekin stað með spjöld í höndunum með slagorðum á. En til hvers að greiða gjald fyrir eitthvað sem maður hvort eð er þarf sjálfur að vera beinn þátttakandi í? Eru menn ekki að misskilja eitthvað hér og hafa misst réttan skilning á að fólk sem annað fólk ræður til starfa að það ætlast til af því að það bara sinni sinni vinnu, alveg eins og ætlast er til af mér.
Fólk verklýðsfélaganna fær sitt tækifæri til að líta yfir samningsdrög áður en þau öðlast gildi og er að öllu leiti sanngjörn leið í ljósi þess hvernig verkin eru. Að etja mönnum fram á samningstíma og nota sem einhverja skyldi fyrir kannski eigin metnað sinn um einhvern tiltekinn árangur ætti ekki að vera. Munum að verkalýðsbarátta dagsins er að öllu leiti aðkeypt þjónusta og greidd fyrir beint úr vösum vinanndi verkafólks og eða vinnandi stétta. Líka er þess krafist af aðila sem fengin er til starfa að viðkomandi sinni starfinu. Við verðum að muna hvernig í málunum liggur. Margt hefur áunnist, rétt er það. Læri menn ekki að standa vörð um sitt er ljóst að smám saman mun sumt hverfa úr okkar höndum. Mammon er harður og um leið svakalega nískur húsbóndi.

  1. maí 2014.  (b)
  • Forsetinn er fallegur og einnig líka sætur.
  • Forsetinn er allra manna og alveg hreint ágætur.
  • Forsetinn talar máli þjóðar út í ystu æsar.
  • Og allir, bæði menn og konur, eru áfram læsar.  (Haltu kjafti.)

Forsetakosningar eru á næsta leiti. Þær fara ekki framhjá nokkurri manneskju.  Að þessu sinni eru framboðin óvenju mörg og allskonar orð notuð af þessu fólki sem mörg hver benda til einræðistilburða og einræðishugsunnar og þá háskahugsun alla saman sem hvergi í veröldinni hefur lukkast.  En hana leynt og ljóst vilja margir, að sjá, fá hingað án þess að gera sér nokkra grein fyrir um hvað sé verið að biðja.  Komist einræði á má garentera það að engin muni losna frá því með neinum einföldum og auðveldum hætti og höfum við sannanirnar viðblasandi um það mál allt saman.  Hið fyrsta sem einræðið kemur sér upp er sérvalið lögreglulið og her sem sendur verður fram sé einhverjar líkur á að á þau verði ráðist.  Einræðisstjórnir eru ekkert lamb að leika sér við.  Íslendingar vilja ekki forseta inn á Bessastaði með slíkan þanka.  Engan veginn.  Nauðsýnlegur og svokallaður öryggisventill mun áfram tilheyra hæstvirtu Alþingi Íslendinga eins og verið hefur.  Líka þó sumir hafi enga trú á verkum og vinnu hæstvirtra Alþingismanna.  Af hverju þanki svo margra mæta íslendinga er með þessum hætti hef ég aldrei skilið.  En ég er víst einn um það.  Skilst mér.

Hver af okkur í raun og veru vill forseta á Bessastaði sem grípur frammí fyrir vilja Hæstvirts Alþingis Íslendinga sem samanstanda af tugum réttkjörina þingmanna í löglega framkvæmdum kosningum sem hrinti um koll verkum og vinnu fjölda manneskja sem ég og þú kusum.  Þó einhver segist vita betur en allt þetta vel meinandi fólk og hendir á eftir málinu beint í andlit þjóðarinnar sem greiðir um það atkvæði og að öllum líkindum samþykkir verkið eins og hæstvirt Alþingi lagði upp með.  Ekki útiloka þennan möguleika.  Og hvað eru umdeild mál?  Eru dómarar götunar og hrópin þaðan eina aflið í þessu landi sem fært er um að meta mál með réttum hætti?   Bara engan veginn og fráleit niðurstaða að ætla eitthvað slíkt. 

Stundum er talað um mikla andstöðu við eitt og annað málið í landinu.  Um þetta atriði er ég ekki viss um að sé rétt álit né á rökum reist og tel oftar en ekki vera tal örfárra háværra radda.  Þær mega svo sem vel vera þarna en samt gott að vita að þær frekar en ég og þú vita fráleitt allt né heldur neitt meira en ég um vilja einnar þjóðar.  Þó með þeim hætt sé stundum talað.  Þröngi klúbburinn þinn, eða minn, opinberar vilja hópsins eins, en ekki með neinum hætti vilja þjóðar.  Málið er svolítið flóknara þessu.  Hættum því öllu slíku tali og vitum og skiljum að mín og þín skoðun er bara mín og þín skoðun og hvorki meira né heldur neitt minna en þetta.  

Skýr vilji heillrar þjóðar er svolítið annað mál og stærra og erfiðara við að eiga en menn oft átta sig á.  Og það ríkir ekki ein hugsun í þessu landi fremur en neinu öðru landi.  Og skárra væri nú.  Þjóðarakvæðagreiðslu þarf að beita með mestu varfærni og af góðri og gildri ástæðu.  Samt skal haldið í rétt forsetaembættisins til að beita þessu ákvæði og er vald þetta þegar í hendi embættisins og málið sem fyrr að vanda valið um hver fái téð embætti.   Þjóðaratkvæðagreiðsla fari því aldrei fram nema brýn nauðsyn krefji og er menn fara eitthvað að hrófla við sjálfstæði landsins og bjargræði landsins.  Ekkert mál sem upp hefur komið hingað til hefur í sjálfu sér ekki haft réttinn til neinnar þjóðaratkvæðagreiðslu.  Sumt á að vera kyrrt í umsjá íslendinga og bæði fiskimið, landbúnaður og raforka og fleira.  Að fara veginn að selja rafmagn sem framleitt er í landinu til útlanda þarf fyrst tel ég ítarlega og vandlega skoðun.  Ég tel slika sölu ekki á nokkurn hátt, og aldrei, vera farsæla leið fyrir íslenska þjóð að fara.  Völd forseta Íslands séu því áfram svipuð og verið hefur. Jæja þá!  Núna fyrst erum við loks orðin klár í næstu forsetakosningar?   Áfram gakk, einn tveir, einn tveir.  (Æ.  Haltu aftur kjafti.)

 

 

 

 

 

Jesaja 40. 31. 

“En þeir sem vona á Drottin fá nýjan kraft,

þeir fljúga upp á vængjum sem ernir,

þeir hlaupa og lýjast ekki,

þeir ganga og þreytast ekki.”

Engin sem þekkir Jesú lætur hugfallast í dagsins önn né því sem yfir hvoldfist hvort sem er af vá-lestri á samfélagsmiðli eða af tali manna á milli.  Hver sem lærir að hressa sjálfan sig hefur og lært að leita þangað sem hressinguna er að hafa.  Til orðs Guðs. 

Í dag sem aldrei fyrr þarf fólk á sinni eigin hressingu að halda af öllu þessu vonlausa tali allt i kring og fregnum um vá hér og þar.  Öllu svona er haldið við með pælingunni um um að hér þar gæti eitthvað válegt gerst og að þessi sé að undirbúa þetta og annar hitt.  Tómar getgátur sem aldeilis auka engum von og fátt í kring til að vekja fólki von né segja því að til nokkurs sé að lifa sínu eigin lífi og að læra sjálft að leita þangað sem vonin er og lifir og er til staðar hvort sem er fyrir mig eða þig. Orð Guðs er þetta allt.   

Gott að fá aðvörun en afleitt að gleyma að koma einnig inn með hressinguna sem uppörvar og segir að til sé nokkuð sem heitir Von.  Hún gengur alltaf meðfram öllu válegu.  

Sannleikurinn er að allir þurfa á að halda sinni eigin hressingu í daglegu lífi sínu en hafa ekki mikinn aðgang að neinu slíku í gegnum sitt daglega argaþras en fá fundið í orði Guðs.  orð Guðs er nálægt þér og sumt fólk þegar lært að leita þangað eftir sinni hughreystingu.  

Lífskapphlaupið eykur æ meira hraða sinn og minni tími gefst fyrir sjálfið sem hlúir að eigin lífi og gefur aukin gaum. 

Vinir!  Við erum okkar eigin gæfu smiðir.  Og víst er enn til von.  Lærum að koma á hana auga.

  1. maí 2024.

Vökum.  Tökum til hendi.

Orð Guðs er fyrir allra hluta sakir merkilegt.  Betri kennara en það fær fólk nú ekki sem virkilega veltir því fyrir sér hvernig best sé að lifa sínu lífi á þessari jörð.  Ekkert gerist þó fyrr en eftir að á byrjunarreit er komið.  Sem er hvað?  Frelsisverk Jesús á krossinum og upprisa hans.  Þar hefst ferðalagið og þá blasa við þetta eilífa líf sem manneskja fær löngun til að halda sér við og veit hvað þarf til að af slíku geti orðið.

Þetta er andartakið í lífi einstaklings þar sem Biblían verður áhugaverður kostur sem ekki var tiltækur áður og á meðan sú arfaslaka hugsun er enn uppi að aldeilis ekkert gagn sé að vera neitt að fást við skræðu að nafni Biblían.  Allt sem þarna þarf til kom með endurfæðingunni sem ein getur umbylt hverri óguðlegri hugsun og breytt í guðlega hugsun.  Engin manneskja að fyrra bragði sækist eftir þessu en fagnar og þakkar endalaust eftir að gjöfin kemur.  Fyrir þann tíma skeði ekkert.  Og af hverju?  Nú, manneskja þekkti ekki áður haus né sporð á því sem hún er nú með í höndunum og hefur því engin skilyrði til að hvorki fagna né sýta og gráta fyrr en þá.  Og hvernig á manneskja sem ekki þekkir né veit að geta fagnað.  Og af hverju þá?  Fyrst þurfa skilyrði að vera tiltæk.  Sum þekking blasir við.  

Galatabréfið 5.  14-16.

Bræður og systur, þið voruð kölluð til að vera frjáls. Misnotið ekki frelsið í þágu eigin girnda heldur þjónið hvert öðru í kærleika.  Allt lögmálið felst í þessu eina boðorði: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“  En ef þið bítist og etið hvert annað upp, þá gætið þess að þið tortímið ekki hvert öðru.

En ég segi: Lifið í andanum og þá fullnægið þið alls ekki girnd holdsins.”- Hér er boðið til friðar og sagt hvernig friðsemd allra megi innleiða og koma á og bent á leið sem gagnast og dugir.  Hvað menn gera er þeirra eina mál.  

Við endurfæðinguna gerist margt.  Eitt af þessu er Biblían sem áður var fyrir fólki eitthvað sem það helst leiddi ekki huga sinn að.  Samt er bókin þarna og nafn hennar hið sama og í dag.  Engum er það létt verk að kasta þessu nafni Biblíunnar frá sér og gleyma í eitt skipti fyrir öll heldur mun það blasa við hverri manneskju alla hennar ævi, hvort sem hún meðtaki Jesú á leiðinni eða geri ekkert með þetta nafn mun bókarnafnið blasa við og hvergi fara.  Á bak við þetta er Guð sem sér ekki eftir neinu sem hann gerir og veit hvaða verk hann þegar hefur unnið og fætt fram.  Þú.  Ég.  Við erum eitt af verkum Guðs almáttugs.  Mig hefur hann þegar fengið.  Þú svarar fyrir þína parta.  Gefstu bara ekki upp og einnig er á talsverðan bratta er fyrir þig að fara skaltu samt ganga áfram og nema staðar á toppnum.  Guðsvitundin á bak við þetta allt í hverjum trúuðum einstaklingi mun hjálpa honum alla þessa leið.  

Blinda af völdum syndar sem herjar á allt mannkyn er grafalvarlegt mál sem enginn ræður neitt við né getur flautað af hvenær sem honum sjálfum þóknast.  Guðsverkið er hvarvetna í kring sem og lætur fólk vita af sér með alls konar táknum.  Eitt táknið er vitund fólks um Biblíuna.  Og hver veit ekki fyrir hvað Biblían stendur?  Hvorki ég né þú erum að heyra þetta orð Biblíunnar í fyrsta sinn.  Allt með tilgangi og knúið áfram af kærleika Jesú.  Hvert sem horft er blasir hann við.  Að veita verkum athygli og skilja tilgang þeirra er annar handleggur.  Ástæða er fyrir þessu öllu og mun að nokkru leyti opinberast er Guð Faðir vekur upp manneskju.  

Sjáum við ekki hér hræðilegar afleiðingar syndar og hversu ofboðslega hún er afvegaleiðandi?  Og ég spyr!  Hvað er henni hraðlygnara og hvað oftar upphafið sjálfa sig?  Hvergi er snefill af kærleika þar sem synd er og allt á ská og skjön.  Fólk haldið uppgjafahug keyri upp trú sína.

  1. maí 2024.

Á langri leið breytist margt.  Við bregðumst með öðrum hætti við uppkomnum kringumstæðum en við reiknuðum með.  Á þeim tíma þekkjum við okkur sjálf ekki rétt og gerum máski ekki enn.  Við settum hatt okkar á þessa og hina manneskjuna sem að okkar áliti er svo frábær og hrundum svo saman er manneskjan brást.  Allt vegna þess að við byggjum svo fátt sem við gerum á föstum punkti tilverunnar. Hjá sumu fólki er sannleikurinn ekkert svo mikilvægur, er allt kemur til alls og er meira svona í orði en nokkurn tímann á borði.  “Líttu þér nær” er máltæki. 

Á nýjabrum er viss háski á ferð.  Allt nýjabrum hefur tilhneigingu til að hleypa okkur upp vegna eldanna sem þá loga í hjarta tetri vegna eins og annars verkefnis sem við höfum fulla trú fyrir að muni nást fram.  Eldur áhuga heldur okkur föngnum og allar hugsanir snúast um það eitt að byggja ofan á eitt og annað sem þegar er komið.  Plön verða stór og svo stærri.  Allt keyrt áfram af þessum merkilega áhuga fólks sem að stendur og jafnvel einnig annarra manna og kvenna sem kynna sér hvað í gangi sé.  Sannleikurinn er að manna verk hafa nefnilega tilhneigingu til að hlaða utan á sig og stundum svo hratt að skynsemi og hyggindi urðu eftir.  Allt gömul saga og ný og með þessum hætti bara er þetta svo oft.  Þarf enda hvorki mikla né djúpa köfun til að komast að raun um þetta.  

Tímar líða.  Brestir byrja að koma samhliða deilum um hverjum beri hvað.  Mönnum finnst þeir sjálfir vera settir hjá þó að með öðrum hætti hafi verið talað mitt í hita elds og áhuga og í ljós kom að aðrir hafa verið fengnir til að sinna einu og öðru verki sem menn þó töldu sitt en fengu ekki.  Oft er þetta vegna þess að viðkomandi sýnir ekki af sér næga festu á byggingartíma og menn fara að efast um allt hæfi og úthald.  Sumir þurfa oft að skreppa aðeins. Og vitaskuld bregst viðkomandi ókvæða við.

Ókvæða við, er þessi gamli þekkti stíll okkar og er ástæða þess að Biblían talar um veikleika í mannkyni og gefur upp alls konar ráð til að mæta honum.  Einn er haldgóð þekking á orði Guðs. Önnur er dagleg ástundun trúar í verki sem orðið hvetur hiklaust til en bara sum okkar gera og ná árangri í að nota þó að öllum sé gefinn sami réttur og sama hæfni til slíkrar notkunar.  Til að halda enn betur utan um þetta varpar orðið fram þessum ægilega aga sem uppi reynist þó lykilverk.  Agi undirbyggir alla nauðsynlega trúfesti og maður, hver sem er, hættir að vera ótrúr og að segja, æ eitthvað.  Og eignar sér nýja háttsemi.  Nú eru menn orðnir trúfastir við flest verk sem þeir taka sér fyrir hendur.  Einn akkilesarhæll er þó eftir sem er lærdómurinn um að færast ekki of mikið í fang að menn hætti að ráða við eitt né neitt.  Og þarna er sumt fólk.  Fólk sem getur ekki sagt nei við beiðnum er illa statt fólk með alla sína ánægju frekar lágstemmda.  Útkoman af því að taka of mörg verkefni að sér býr til vissa óhæfni.  Engin er fær um að vera allt fyrir alla.  Sumir reyna.  Og mæðast mest allra manna.  Guð einn getur þetta.  Enginn maður.

Að vilja er sem sjá má ekki í öllum tilvikum nóg heldur að vera með járn í eldi hæfilega mörg til að fá sinnt öllum með tæmandi hætti.  Slík manneskja sýnir og sannar eigin hæfni og að hafa lært lexíu.  Sjáið að dæmi er tekið um kokk í litlu eða stóru mötuneyti sem tekur að sér of mörg verkefni í einu og reynir að sinna öllum verkum.  Maturinn hjá slíkum kokki er oft illa eldaður og matur hans oft óþarflega þurr í munni vegna þess að hafa verið of lengi inni í heitum steikaraofni.  Að læra um stöðu sína og taka við lærdómnum er öllum afskaplega þörf lexía.  Og þar höfum við tök á að fá þann besta kennara sem til er.  Kennarinn heitir Biblían. 

Það er af þessu sem trúfesti í verki næst fram.  Trúfesti með öllu nauðsynlegu úthaldi gefur öllum sinn sess í hverju verkferli fyrir sig. Þarna sýna margir sig afskaplega veiklundaða.  Það hefur maður líka séð að margur maðurinn, hver sem er, getur tekið sér taki, söðlað um í hugsun og orðið þetta trúfasta fólk.  Til að mynda í verkum fyrir kirkjuna sem oft er svo áfátt og óstapil.  Af auðvitað virðingarleysi fólks við herra kirkjunnar Herra Jesú Kristi.  Jesú lifir!  Amen.

 

 

 

 

  1. maí 2024.

Áhugavert er hvernig lifandi Guð setur sumt fram og vinnur og gerir verkin sem hann ætlar okkur að vinna og sinna.  Orð Guðs fræðir okkur um allt þetta.  Fyrir skilninginn getur það hins vegar tekið sinn tíma að koma sem á vissan hátt er sett fram í ákveðnum tilgangi.  Honum finnst að með þessari aðferð geri Guð okkur, hvert og eitt, á sinn hátt hæna að sér.  

Allir vita að réttur skilningur hinna ýmsu hluta og verka tekur okkur mislangan tíma.  Ég tel að með þeim hætti vinni Guð að því að hann búi til umhverfi fyrir frjálsborinn mann sem með aukinni þekkingu á orði Guðs fýsir af sjálfsdáðum í að leita til Guðs til að vita einkum meira og skilja eitt og annað af orði hans betur.  Guð er góður.  Hann er faðir sem þekkir og elskar börn sín og veit betur öðrum hvað þau þarfnast til að þau blessunin halli sér áfram að sér.  Hann er ekki roskinn karl á skólalóð sem læðist aftan að skólabörnum og tekur þau hálstaki.  

Við verðum að muna og megum ekki gleyma að öll erum við frjálsbornar manneskjur með fulla heimild hans til að gera nákvæmlega það sem við sjálf viljum.  Sjálfur tel ég þetta algera frelsi mitt í Guði vera eina af hans stærstu gjöfum og vera í raun og veru algerlega óborganlega gjöf.  Er ekki frábært að ráða sér sjálfur og þurfa ekki lengur að leggja eigin áætlun undir aðra, eins og var á meðan við enn lutum fjárhaldsmanni og bárum allt okkar fyrst undir hann?  

Að hvert og eitt okkar standi á eigin fótum eru skilyrði Guðs með hvert og eitt okkar.  Þetta sjáum við betur eftir að við erum komin inn í hús Guðs að hann skipar engum eitt né neitt heldur notar aðrar aðferðir til að leiða okkur þvergirðinganna til sín og býr svo um hnúta að hvað sem við gerum og tökum okkur fyrir hendur er algerlega okkar eina mál.   Það er ekki fyrr heldur en seinna í þessu ferli, eftir að Jesú er kominn inn í líf okkar og við farnir að átta okkur á allri þessari vaðandi synd og blekkingu syndar sem gagnsemin fer að renna upp fyrir okkur sem öndvert styrkir ákvörðun okkar um að hafa nú loksins valið rétt.  Jesús er að hafa valið rétt. 

Þarna sem sagt skeður það hjá mörgum okkar, sem þekkjum Jesú, að best fari á fyrir líf okkar að hneigja sig í auðmýkt frammi fyrir Drottni drottna og honum einum.  Þetta gerum við eftirleiðis í fullu þakklæti.  Þetta er nú öll kvöðin sem vanþekkingin og vantrúin segir oft að kristið fólk lifi undir vegna þess að hafa loks skilið gagnsemina af að lúta Guðs vilja frekar en sínum eigin vilja, sem þó verður áfram kyrr á sínum stað en mun þó verulegur vegna betri næringar sem hann mun þiggja og vinna með.  Og þetta eitt gerir gæfumuninn.  Munum að allt svona er af engu öðru en ákvörðun einstaklings en er engin bein skipun frá Guði heldur er eigin ákvörðun mín.  Nú eða þín.  Hvar eru kvaðirnar og hvar bindingarnar?  Sér þær einhver?  Ekki ég.  Algert frelsi fylgir eftirfylgninni við Jesú.

Mikil munur er á verkslagi lifandi Guðs og frekjugangi heims og syndar sem kann betur öðrum að skipa fólki og skamma fólk.  Og inn á milli blóðugum skömmum.  Þetta sérstaka atriði má hvarvetna sjá í kringum sig.  Samt vilja menn vera inn í slíku umhverfi og hvergi annars staðar.  Hvað veldur?  Ástæðan er ein.  Fólk sem þekkir ekki enn Jesú né leið hans fer áfram slóðina sem það sjálf þekkir best og gerir í von um að fá á sig færri högg en fleiri.  En hver sleppur?  Heiminum er engin friðsæld búinn.  Hann féll við skilningstré góðs og ills og verður ekki aftur reistur við í sinni gömlu mynd.  Öll friðsæld býr í Jesú og mun áfram gera.  

Við þurfum að þekkja Jesú og læra að vera undir náð hans og miskunn og hafa þetta sem okkar stöðugu hvatningu sem ýtir undir það að við boðum áfram Krist krossfestann og upprisinn og gerum að okkar eigin frjálsa vali og er skýr vilji Jesú um ábyrgð hvers og eins okkur um að lifa ábyrgu lífi.  Ekki óábyrgu lífi.  Með hjálp trúarinnar á Jesú tekst okkur þetta verk.  Er barnaskapurinn enda liðin tíð og fullorðinsárin tekin við.  Jesús lifir!  Hann lifir.  Amen.

  1. maí 2024.

Þannig er með trú manna á Jesús að þeir eru sendir af honum sem þeir fylgja sem í þessu tilviki er Jesú Kristur.  Sem sagt!  Ég fer í enga ferð tengdri trúboði og kristniboði öðruvísi en hafa áður fengið bendingu um þetta frá hæðum um hvert skuli fara.  Þetta heitir vilji Guðs í verki og einnig hlýðni manns við þennan sama vilja Guðs.  Þetta helst í hendur.  Öndvert við óhlýðnina sem togast á við trú mannsins og reynir að beina honum á aðra átt en Guðs vilja.  Óhlýðni við vilja lifandi Guð mun aldrei ganga upp í þessu samstarfi manns við Guð sinn.  Ekki nokkur séns.

Maðurinn lærir því að lúta því sem er honum æðra.  Og hann viðurkennir þennan sannleika að með þessum hætti sé þetta.  Að fara þessa leið með sig sjálfan er af beinu trausti til frelsarans Jesú og eina færa leiðin fyrir mann sem vill að vilji Guðs komi fram í hverju sínu trúarskrefi og verki.  Sannleikurinn er að Drottinn Jesús getur einvörðungu notað hlýðni manna á akri Guðs.  Af þessu sjáum við að óhlýðnin er og verður ævinlega versti óvinur trúaðs einstaklings.  Já, menn geta verið trúaðir og það jafnvel árum saman en samt verið merktir þessari óhlýðni gagnvart Guði sínum.  Slíkur nær aldrei nokkrum árangri hvað trú sína varðar.  Og slíkt getur ekki endað vel hjá manni.  En veltum við þessu oft fyrir okkur?  Hef ekki hugmynd.

Lúkasarguðspjall 18.  26-30.

“En þeir sem á hlýddu spurðu: „Hver getur þá orðið hólpinn?“
Hann mælti: „Það sem mönnum er um megn, það megnar Guð.“

Þá sagði Pétur: „Við yfirgáfum allt sem við áttum og fylgdum þér.“
Jesús sagði við þá: „Sannlega segi ég yður að enginn hefur yfirgefið heimili, konu, bræður, foreldra eða börn vegna Guðs ríkis  án þess að hann fái margfalt aftur á þessum tíma og í hinum komandi heimi eilíft líf.“- Hér sjáum við að enginn maður, hver sem er, gengur veg Guðs og gerir verkin nema í fullri hlýðni við vilja Guðs.  Slíkur fer einskis góðs á mis.  Öndvert við óhlýðnina sem aldrei mun hafa neinn vísan stað fyrir sig.   Hér má spyrja sig hver munurinn sé á óhlýðni við Guð og beinni vantrú?  Ég tel muninn ekki svo mikinn.  Og af hverju?  Af hverju öðru en beinni stífni og þrjósku manns við skýran vilja herra síns. 

Hér kemur svo berlega fram þessi ábyrgð sem Guð vill að ég eigi til gagnvart sér.  Ég er án allrar afsökunar og verð að gjöra svo vel að muna lykilatriðin og að ganga með þeim inn í hvern nýjan dag.   Og hver eru þessi lykilatriði önnur en skýr vilji Guðs í mínu lífi sem ég veit og á skilyrðislaust að vita.  Það er í þessari vitneskju sem maður spyr sig sjálfan hvort óhlýðni mín við þennan vilja almáttugs Guðs stafi af einhverju öðru en vantrú og einhverjum haltu mér, slepptu mér vilja mínum?  Og aftur blasir við mér sama spurning um hvort ég viti raunverulega hvar ég stend í Guði?  Lausung öll stafar ekki af trú minni heldur af trú sem aldrei hefur almennilega fest rætur.  Þetta heitir.  “Ég er hálfvolgur.”  Og hvað segir Jesús um hálfvelgjuna?  Kíkjum á.

Opinberunarbókin 3.  15-16.

Ég þekki verkin þín, þú ert hvorki kaldur né heitur. Betur að þú værir annaðhvort kaldur eða heitur.  En af því að þú ert hálfvolgur og hvorki heitur né kaldur mun ég skyrpa þér út af munni mínum.”  Hvað er að vera hálfvolgur annað en að Drottinn viti ekki hvar hann hafi okkur suma.

Kæri vinir!  Margs þarf að gæta.  Viðvarandi óhlýðni mín við vilja Guðs reisir upp vegg milli mín og hans.  Hvað ég held um þetta breytir engu um sannleikann, að óhlýðni mín geri að verkum að Drottinn veit aldrei fyllilega hvar ég sé milli daga.  Og slíkt er algerlega óásættanlegt bæði fyrir mig sjálfan og trú mína.  Samt getum við þó áfram sagt!  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

  1. maí 2024.

Heimurinn er sýnist manni æ úrræðalausari er kemur að því atriði að grípa til einhverra alvöru lausna í málum ríkjanna en segjast þó hafa vald til að gera.   Stutt er síðan að Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag ákærði þrjá þjóðarleiðtoga fyrir stríðsglæpi og voru það að þessu sinni Nethanjahú forsætisráðherra Ísrael og tveir af æðstu mönnum Hamas- samtakanna sem ég man ekki nöfnin á, sem gefnar hafa verið út ákærur gegn og um leið handtökuskipun.  Orð ku vera til alls fyrst en duga skammt eins og sér.  Og það er oft vandinn.

Er stríð Úkraínumanna og Rússa hófst fyrir hvað tveimur árum kom fljótlega fram ákæra frá þessum ágæta Alþjóðaglæpadómstóli í Haag um stríðsglæpi Pútíns Rússlandsforseta í landi Úkraínu og um leið, muni ég þetta rétt, handtökuskipun á forseta Rússlands undir eins og færi gefst á að handtaka manninn.  Frá þeim tíma hefur Pútin blessaður verið staddur stutt frá hnappnum sem setur kjarnorkusprengju Rússa af stað og ríkisstjórn Pútins segist vera tilbúinn að þrýsta á þennan hnapp strax og þjóðirnar reyni eitthvað í þessa átt.  Gerist slíkt er skollið á kjarnorkustríð.  Og hver lifir það af?  Svona mikil er nú þekking mannanna orðin.  Ekki viskulegt það en staðan samt þessi.  

(Psst!  Er hann ekki rauður þessi hnappur sem ræsir kjarnorkuflaugar Rússa og annarra þjóða með kjarnorkuvopn? Allavega er/var síminn talinn vera rauður sem menn grípa til til að gefa út slíka skipun.  Kannski er búið að breyta litnum á bæði ógurlega hnappnum sem allavega eitt sinn bar rauðan lit og símanum sem nota skal fyrir skipun af þessum toga.  Ótrúlegt hreint.  

“Ring. " Riiing."  Stjórnstöð, góðan dag.  Góðan dag.  Þrýstið á hnappinn, herrar mínir.  Skal gert skip… Yfirmaður minn.  Stoltur starfsmaður gengur að hnappnum sem við hér segjum vera rauðan og ýtir honum niður með stoltum svip á andlitinu.  “Allt er einhvern veginn svo leikandi létt.”-  hugsar hann.  Hvæs.  "Bang."  Búið spil.  Að sprengja kjarnorkusprengju.  Ekkert mál.)

"Sem sagt!"  Menn gefa út svona og aðrar yfirlýsingar og tala með þeim hætti til að byrja með, að minnsta kosti ég ætla að einhver meining standi að baki þessum orðum dómstólsins en vandinn áfram er sá að nákvæmlega ekkert skeður né neitt í þá átt að menn ætli að taka á honum stóra sínum og framkvæma verkið sem gildir skipunina sem þegar er komin.  Og eru ekki skipanir af þessum toga gefnar út til að framkvæma eða er þetta allt í gamni?  Í minni gamaldags bók er svo en stundum minna um efndir.  Hvað vilja menn gera í að þreyta þjóðir og fólk sömu þjóða með alls konar yfirlýsingum sem ekkert meira gerist svo í?  

Að vísu er skammur tími liðinn frá því æðsti maður Ísraels og þessir tveir Hamas- liðar fengu sínar ákærur og handtökuskipun Alþjóðaglæpastólsins í Haag en miðað við fyrri yfirlýsingar frá dómstólnum er ekki mikils af þessum skipunum að vænta.  Ekki er samt svo að skilja að ég sé að bíða eftir handtöku þessara manna en spyr þó hvort Glæpadómstóllinn í Haag sé ekki bara enn ein handónýta stofnunin með völd en hafi enga alvöru getu til að framkvæma sínar áður útgefnu handtökuskipanir á hendur æðstu mönnum annarra ríkja.  

Og svo er annað sem vert er að ígrunda að þessi ríki munu öll verja sína æðstu menn að allt svona tal er raunverulega tómt mál, mitt í hita leiks.  Eftir á og þegar ný ríkisstjórn og jafnvel nýtt stjórnmálalegt umhverfi er komið á má hugsanlega og mögulega athuga betur með öll svona atriði en fráleitt mitt í hita leiks með alla vitglóru horfna manneskjum/valdhöfum/sem segjast gera þetta og hitt.  Ríkin verja sig sjálf og gera einkum til varnar þeim kerfum sem stjórna ríkinu og stjórnmálamenn komu á og byggðu að öllu leyti upp en eru eins og önnur mannanna verk stórlega gölluð kerfi.  Ríki Guðs eitt stenst öll viðmiðin.  Fólk sem tilheyrir því skipar mikinn minnihluta að ærið verk sé fram undan við boðun fagnaðarerindisins og að benda á hann sem er öflugri öllum kjarnorkuvopnum veraldar og heitir Jesú og flytur boðskap um að elska allt fólk. 

 

 

 

 

 

Ekki oft, sárasjaldan reyndar í gegnum skriffinnskutíma minn, hafa menn nefnt við mig að þeir nenni ekki að lesa pistla mína vegna þess hversu rosalega langir þeir eru. Þetta er svo sem ábending sem mér er vel kunnugt um og hef oft sjálfur ígrundað.
En hvað skal ég gjöra? Ég stytti bara pistla mína til að fleiri lesi þá en það er kannski ekki markmiðið með þessum skrifum og slíkt er ekki lausnin í þessu máli. Og nú hváiru.
Menn verða að muna að Guð krefst tíma fólks fyrir sig og að við gefum honum og orði hans og pælingum eitthvað af tíma okkar og líka þó að skyndi þetta og skyndi hitt séu nútímaorð dagsins. Þau fyrir fram eiga ekki við er kemur að Orði Guðs.
Að stytta mál sitt og fara út með einhvern upphrópunar- eða slagorðastíl verður því ekki af.
Og vitið þið af hverju?" "Jú!" Guðs þjónn lýtur áfram vilja herra síns Jesú og vinnur verkin samkvæmt beiðni hans. Hann skrifar því áfram eitt A4 blað í því ljósi að Guðs vilji sé skýr og að menn og konur gefi honum tíma. Fólk þarf nefnilega að læra að stoppa einhvers staðar.
Skyndi eitt og skyndi annað virkar ekki vel í húsi Guðs og er ágætt að hafa þetta í huga.

  1. maí 2024.

Galatabréfið 1.  1-5.

Páll postuli – ekki sendur af mönnum né að tilhlutun manns heldur að tilhlutun Jesú Krists og Guðs föður sem uppvakti hann frá dauðum – og allir trúaðir,[ sem með mér eru, heilsa söfnuðunum í Galatalandi.

Náð sé með yður og friður frá Guði föður og Drottni vorum Jesú Kristi sem gaf sjálfan sig fyrir syndir okkar til þess að frelsa okkur frá hinni yfirstandandi vondu öld samkvæmt vilja Guðs vors og föður.  Honum sé dýrð um aldir alda. Amen.”  

Páll hefur mál sitt með nokkuð áhugaverðum hætti og bæði minnir sjálfan sig á hverjum hann sjálfur tilheyri og af hverjum hann sé sendur og hvað Jesús gerði fyrir hann sjálfan og um leið einn og sérhvern mann.  Krossinn og upprisa frelsarans er merkið til mín og þín og þetta nafn Jesú staðfestingin um að eilíft líf standi fólki til boða.  Að fylgja Jesú er viss leyndardómur.  

Sem sagt!  Skjótt kemur fram í ávarpi Páls til safnaðarins í Galata þetta nafn Jesú.  Allt undirstrikun og árétting um eigin trú og hvað einstaklingur þessi telji að skipti sig mestu máli í lífinu og hverju hann þyrfti helst að hlúa að og byggja upp í sér sjálfum og vilja áfram tilheyra.  Og hann velur þessa leið og gerir algerlega sjálfviljugur.   Ljóst er að ekkert af þessu er sjálfgefið að gerist hjá nokkurri manneskju og að er tilkomið af ákvörðun hennar og eigin vali. 

Enn og aftur kemur berlega fram hvað Nýja testamentið er nákvæm leiðsögn fyrir kristinn mann og kristna konu að fara eftir um lendar trúarinnar og hvað ég og þú skulum gera til að halda trú okkar hreinni og tærri, til að henni sé það vinnandi vegur að verða það í okkur sem henni ber og er einnig ætlað.  Við sjálf, eitt og sérhvert, erum öflugasta aðvörunin og vopnið í okkar eigin höndum til eigin trúarbaráttu sem allir trúaðir einstaklingar þurfa að vita um og læra að nota rétt.  Þetta á eftir er fólkið sem lært hefur hvernig trú virki.  Með þessum hætti eflist trú og öðlast rétt vaxtarskilyrði til verða það í manneskju sem trú á upprisna Kristi frá grunni er ætlað.  

Munum að öll fengum við okkar eigin trú og okkar eigin heilaga anda sem mun hjálpa einu og sérhverju okkar til að standast á og rækta upp í okkur vilja Guðs.  Þetta fengum við öll og þar með öll skilyrði til alls góðs í Jesús.  Það er af þessari ástæðu sem við þurfum að læra að nota rétt verkfærin sem því fylgja og að rækta og gefa trúnni öflug vaxtarskilyrði sem trúin kallar eftir.  Ekkert af þessu kemur af sjálfu sér og einvörðungu er við stöndum á fætur til að gera öll þessi mikilvægu verk sem ætlast er til af okkur einu og sérhverju.  Og kannski sjáum við hér lykilástæðu þess að Páll vill minna sig á hvers vegna hann sé þar og hér og af hverjum hann sé sendur hingað og þangað.  Að árétta sumt fyrir sér sjálfum er brýnna en við oft áttum okkur á.  Allt sem við segjum og gerum ætti að benda á þetta nafn Jesú.  Og gerir líka hjá sumu fólki.   

Hér væri gott að muna og festa sér kyrfilega í minni að engum okkar hefur verið afhent mjöðm annarrar manneskju með belti bundið um sig sem við getum læst lófa okkar utan um og leiðir okkur um lendur trúar.  Enda ekki verklag hins upprisna Jesú og verður aldrei.  Jesús mun áfram leiðbeina okkur sjálfur og kenna lexíuna sem ber af öðrum lexíum sem í boði eru vitandi sem er að betri kennsla í þessum fræðum standi engum manni til boða en kennslan sem hann sjálfur reiðir fram.  Sjá má að Jesús er engri manneskju neitt belti til að hanga í og fær gengið trúarveginn á áreynslulausan hátt.  Kannski óskastaða en langur vegur frá öllum raunveruleika.  Sum okkar höfum lært svo mikið á trúargöngunni að vita góð skil á þessu atriði og hvernig trúarvöxtur gerist.  Aðrir kannski velja áfram að hjakka í sama fari og sætta sig við kyrrstöðu í trú sinni.  Það er þó aldrei vilji Jesús né hefur á neinum tíma verið.  Notum aðferðir Páls postula og minnum okkur á hverjum við tilheyrum og hvert nafn hans sé.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

  1. maí 2024.

Af og til þarf að gera verk sem enginn vildi þurfa að gera en gerist vegna þess að tillit annarra manna er ekki alltaf fyrir hendi hvað sum verk áhrærir og þeir stunda að brjóta af sér og gera oft viljandi en ættu að hafa lært með tímanum að með áframhaldandi óbreyttu framferði sínu neyðast menn, aðrir í hópnum, til að gera eitthvað bitastætt í málum sem setur endahnútinn á það og framkvæma verk sem lýkur ferlinum, af hvaða toga sem það er.  Að gera svona er að firra blásaklaust fólk frá að vinna skítverk sem allt bendir til að hægt sé.  Best væri auðvitað að brotlegur viðurkenni  brot sitt og annaðhvort láti af því og eða sjái sóma sinn í að yfirgefa svæðið, treysti hann/hún sér ekki í hitt verkefnið.  Um leið fríar þetta fólk annað fólk í að gera leiðindaverk sem enginn raunverulega vill þurfa að takast á við og ætti líka að getað sloppið við.  Að halda áfram fyrri brotlegri iðju er ekkert annað en að að búa til ofbeldi handa annarri manneskju, manneskjum, sem að endingu tekur að sér nauðsynlegt verkið til að eðlileg hreinsun geti átt sér stað og lendir fyrir vikið mitt í þessum ófögnuði án þess að eiga einn einasta þátt í verkinu en gerir það vegna þess að um neitt annað var að ræða.  

Aðilinn sem hér er beittur ofbeldi er hann og hún sem gekk í verkið sem brotlegur hefði vel getað afstýrt sjálfur með því að láta kyrrt liggja eða fara.  Það er sjaldnast gert en væri þó rétta leiðin.  

Þegar mál komast á þennan stað sjáum við vel hver er að beita hvern ofbeldi og hver saklausi aðilinn í málinu er.  Þetta breytir ekki því að sum verk verður að vinna og verður óhjákvæmilegra eftir að ljóst er að viðkomandi sér ekkert athugavert sjálfur við sinn lífsmáta.  Stundum, oft reyndar, er blinda fólks alger á eigin verk. 

Skoðum orðið.

2 Korintubréf 13. 1-2-5

1 Þetta er nú í þriðja sinn sem ég kem til ykkar því að „aðeins skal framburður gilda að tvö eða þrjú vitni beri“. 2 Það sem ég sagði ykkur við aðra komu mína, það segi ég ykkur nú aftur fjarstaddur, bæði þeim sem brotleg hafa orðið og öðrum: Næsta sinn sem ég kem mun ég ekki hlífa neinum.”  Og.

“5 Rannsakið hvort trú ykkar kemur fram í breytni ykkar, prófið ykkur sjálf. Gerið þið ykkur ekki grein fyrir að Jesús Kristur lifir í ykkur? Það skyldi vera að þið stæðust ekki prófið.”- 

Hér bendir Páll á mikilvægan þátt.  Hann vill að menn sjái sjálfir að sér til að hann verði ekki neyddur til að gera verk sem hann ætti ekki að þurfa að gera.  Og Páll varpar boltanum aftur yfir til fólksins. Páll segist vera þangað kominn í þriðja skipti og að vitnisburður þriggja sé gildur.  

Sem sagt, í hin tvö skiptin sem hann var þarna varð hann var óhreins mjöls í pokahorni sem hann er ákveðinn í að takast á við næst er hann kemur en vonar að fólkið taki ábendingu hans og láti af brotlegri iðju sinni.  Engum líkar að þurfa að takast á við eitthvað svona en er samt út um allt sem kirkjan sjálf gegnum tíðina hefur ekki farið varhluta af og oftsinnis glímt við innan vébanda sinna.   Tökum því tillit til annarra í kring og látum af rangri breytni sem hvert og eitt okkar sjálft ræður öllu um hvort hætti eða haldi áfram.  Það ágæta ráð að velja fyrir sig að hreinlega yfirgefa hóp, vegna eigin gjörða, stangast þær á við reglurnar, fríar aðra við leiðindaverk sem ekkert okkar ætti neitt að þurfa að eiga við.  En hversu oft hefur slíkt ekki gerst?  

Suma breytni fólks er einfaldlega ekki hægt að líða og menn vita að á allri rangsleitni verði fyrr eða síðar tekið.  Gerum því hreint fyrir okkar eigin dyrum til að annað færist líka í lag.  Amen.

 

 

 

 

  1. maí 2024. (b)

Merkilegt er hversu fólk er oft fúst til að taka upp eitthvað úr liðinni tíð fólks og nota gegn manneskju í núinu þegar hið sanna er að allt sæmilega skynsamt fólk notar sín mistök til að læra af þeim og gera þau ekki aftur.  Allmargur maðurinn og konan hafa sér slíka sanna sögu að segja.  En því miður ekki allir.  

Hvernig sem það mál er vaxið geta allar manneskjur lært af fyrri mistökum og komist gegnum sitt klúður reynslu ríkari.  

En af hverju veljum við svo oft að koma gegn þessum augljósa sannleika?  Reyndar er verkið, að hafa farið offari í sumu, ekki alltaf sama verkið og eitt og annað klúðrið.  Allt má bæta og allt fólk getur breyst og bætt sig.  Horfum á mál með réttum augum og sjáum þau.   

Við viðurkennum sem sagt veikleika fólks en eigum oft í mesta basli með að taka því að einhver hafi tekið sér taki, bætt ráð sitt og sé einfaldlega hættur gamalli breytni.  Mörg okkar hafa komist þangað?  Þú, kæri vinur, ert ekki sá/sú eini/a hér í heimi sem bætt hefur ráð þitt.   

Tímarnir líða og alls konar gerist.  Vandi vanhugsaðs ráðs vill fylgja fólki eftir sama hver staðan hjá því sé í dag.  

Fólk sem sækist eftir embætti forseta Íslands þarf margt hvert að svara fyrir gamlan bömmer eins og hann komi máli dagsins og málinu hér og nú eitthvað við.  

Mögulega erum við ósammála hér af því líklega að horfa á vettvanginn frá hvorum sjónarhóli en ekki honum hvort viðkomandi hafi lært lexíu sína eða ekki.  Sem væri hið rétta.  Að réttu leitum við því miður ekki alltaf.  

Séu menn og konur framboðanna píndir til að svara óviðeigandi spurningum spyrla um gamlan draug má gera ráð fyrir að hlustendur sperri eyru sín og bíði nákvæmrar útlistunar.  En hvers vegna þarf svar með betrumbót í heimahöfn?  Það liggur fyrir. Margir sem heyra vilja ekkert svar sem gengur á skjön við orðróm götunnar.  

Maður betrumbótarinnar sé því áfram kyrr á stað betrumbótar hvað sem öðru líður.  

Viðsnúningur fólks til betri vegar skiptir það sjálft máli og um leið allt samfélagið.  Það er með bætingu ráðs síns sem við kinnroðalaust segjum að batnandi manni sé best að lifa. 

Fólk framboðanna getur líka betrumbætt sig en á hvert og eitt sína eigin fortíð.   Horfum á betrunina og betrumbætumst sjálf.  

  1. maí 2024.

Að meta annarra manna verk ekki rétt og tjá okkur um þau út frá tilfinningum einum er þekktur vandi.  Að svo skuli vera og að við skulum fá þátttakendur sem tala sömu tungu er birtingarmynd umrædds vel þekkts veikleika.  Öll þekkjum við þetta og oft höfum við verið með í þessum hópum þar sem tilfinningar leika lausum hala og fara hvert sem þær sjálfar vilja.  Og hvar endar þetta og hvað þreytir fólk meira?  Það er bullliðið sem þreytir okkur mest.  Stundum erum við ofur upptekin við að þreyta okkur sjálf og um leið hvort annað sem í grunninn stafaði af tilfinningum sem breyttust í mörg illvíg orð.  Slíka framkomu tendruð tilfinningahita má finna í orði Guðs og gera á nokkrum stöðum.  Aftur sjáum við að til er aðvörun í formi orða til mín og þín um einkum aðgætinn og grunduð orð af munni.  Orðin okkar eru ekki undanþegin því að þurfa annað veifið að þola slíkt á sig né að þiggja upprifjun og fræðslu.  Hver annar en ég fyrir mig hem orð mín?  Annars eru til á þessu sérstaka máli tvær hliðar.  Hin hliðin heitir “Skæður misskilningurinn.”  Hann kemst stundum á kreik og er hrikalegur vágestur.  Bæði byggja á sama meiði.  Tilfinningasveiflum þar sem fátt rétt er borið fram í tali fólks.  “Maður minn lifandi!  Gróa á Leiti er bara mætt!   Og nú skulum við biðja bænirnar okkar.” 

Skoðum orðið.

2 Korintubréf   11-13.

Ég hef hagað mér eins og heimskingi. Þið hafið neytt mig til þess.  Það voruð þið sem áttuð að mæla með mér. Því að í engu stóð ég hinum stórmiklu postulum að baki enda þótt ég sé ekki neitt.  Ég gerði postulatákn á meðal ykkar af mikilli þrautseigju, tákn, undur og kraftaverk.  Í hverju voruð þið sett lægra en hinir söfnuðirnir nema ef vera skyldi í því að ég sjálfur hef ekki verið ykkur til byrði? Fyrirgefið mér þennan órétt.”- Páll dregur upp mynd af nöldri í fólki af engu öðru en brotinni sjálfsmynd sem með nöldri sínu og neikvæðri hugsun opinberast.  Röng hugsun fólks kemur ekki auga á raunverulegan tilgang Páls.  Og núna eru sem sjá má hugsanir fólksins þessar: “Páll gerir upp á milli safnaða sem hann kemur til. ”Um þetta meðal annars talar Páll og vill benda á í orðum sínum til hópsins að sé rangt tal.  Einnig imprar hann á alls konar sögusögnum sem gengið hafa í þessum söfnuði.  Það hefur ekkert breyst og þetta er allt enn á sínum stað og sama viðfangsefni.  

Erum við hér að segja einhverjum spánýjar fréttir.  Ég efast reyndar um að einhverjir séu að heyra þetta í fyrsta sinn.  Þó er mismunandi mikið líf í þessu á einu og öðru tímabili.  Munum að orð sem knúin eru fram úr smiðju tilfinningasemi manneskju hætta aldrei.  Það er um nákvæmlega þetta tiltekna atriði sem Páll vinur okkar er að tala til hópsins.  Við vitum að orð hans eiga ekkert minna við okkur í dag en var á tímum Páls, þó að tvö þúsund ár séu þarna milli og við, alltént í góða skapinu okkar, fullyrðum að fólk í dag viti svo miklu meira núna en var þá. Um margt vitum við meira og margt töluvert minna.  Nákvæmlega ekkert breytist og er sannleikur sem blasir hvarvetna við.  Í hve mörgum málum stöndum við ráðalaus, þó að við vitum svo miklu meira hér og nú?  Tölum bara sannleikann.  Hann sem fyrr sigrar.

Tilfinningar fólks má beisla og temja og er eitt af verkum orðs Guðs að gera.  En til að nota orð Guðs þurfum við að þekkja það og fást til að vinna með því og að vita skil á orði Guðs.  Það í mínu tilviki hefur reynst mér hvað best í lífinu?  

Tilfinningar og orð byggð á tilfinningum hætta aldrei hjá fólki þó að þau megi hemja og temja með hjálp orðs Guðs.  Áfram verður hver manneskjan eitt stórt tilfinningabúnt sem daglega þarf að fást við þetta.  Og þá líka er aldrei að vita nema að pælingar um að Páll geri upp á milli safnaða hverfi og menn að sjá hverja aðra sem tæra og hreina Guðsmenn og eða hreinar Guðskonur.  Að verk er áfram að vinna.  Orð Guðs blífi!  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

  1. maí 2024.

Hver er ástæða þess að kristnir menn hvetji aðra kristna bræður og systur til að fræðast af orði Guðs og vera vel að sér í þessu sama orði Guðs?  Ástæðan liggur reyndar fyrir.  Orð Guðs segir fólki allt sem segja þarf um hvað geti mætt því á vegferðinni með Jesú og við hverju megi búast.  Allt afskaplega mikilvæg þekking.  Svona kennslu þarf líka að kenna fólki.  Við vitum að kristinni trú er ekki sama og að vilja tjalda til einnar nætur.  Áratugum seinna mun margur enn vera við þetta.  Barnalega myndin er fyrir margt löngu horfin.  Við sem höfum reynsluna sjáum akkinn í að fá fljótt skilning á hvað mætti og hvernig þetta umhverfi raunverulega sé sem við nú erum inn í og hvað sé framundan.  Öll munum við horfast í augu við alls konar og líka bara við sumt. 

Munum að svona kennsla og seinna meir skilningur mun styrkja grunninn og við skiljum betur hvað Kristur á við er hann bendir á mikilvægi þess að elska hvern annan og gera fyrir okkur prívat.  Kristur bendir á mikilvægi þess að kristnir eigi sér gott skjól inni í herbúðunum.  Það með tímanum lærist og við sjáum mun á að að vera fyrir innan og eða utan þetta verndaða svæði.  Söfnuður Guðs býr við vernd sem trú eins og sérhvers, og stillingu, ekki gleyma henni, sér um að viðhalda.  Að vera hálfvolgur í trú sinni merkir “Handónýtur.”  Í þessa áratugi sem ég hef umgengist kristið fólk ber ég það lof á það að eiga til þessa stillingu og að þola alls kyns hnjask og utanaðkomandi pústra. Sumir hafa brugðist vegna þessa hnjasks á sig.   Rétt er það.  En bara sumir.  Munum í hvernig í málum liggur og að standa með því sem er rétt.

Skoðum orðið.

2 Korintubréf 11.  24-28.

Af Gyðingum hef ég fimm sinnum fengið höggin þrjátíu og níu, þrisvar verið húðstrýktur, einu sinni verið grýttur, þrisvar beðið skipbrot, verið sólarhring í sjó. Ég hef verið á sífelldum ferðalögum, komist í hann krappan í ám, lent í háska af völdum ræningja, í háska af völdum samlanda og af völdum útlendinga. Ég hef lent í háska í borgum og í óbyggðum, á sjó og meðal falsbræðra.  Ég hef stritað og erfiðað, átt margar svefnlausar nætur, verið hungraður og þyrstur og iðulega fastað og ég hef verið kaldur og klæðlaus.  Og ofan á allt annað bætist það sem mæðir á mér hvern dag, áhyggjan fyrir öllum söfnuðunum.”

Að taka trú, viðhalda trú, ganga fram í trú sjáum við að er engum manni neinn leikur og fyllsta alvara.  Séð með þeim augum að hafi Páll þurft að þola þetta hví þá ekki ég og þú sem glímum í sama hring og Páll þó að tvö þúsund ár aðskilji okkur.  Páll lendir í því sem hann henti af trú sinni á Jesú.  Fólk sem þekkir sögu Páls og veit og viðurkennir að var margvíslegt vegna trúar Páls.  Af hverju ætti ég þá sem trúaður maður í dag að sigla eintóman lygnan sjó?  Og hver okkar fær státað af eingöngu lygnum sjó?  Engin og er undirstrikun þess að endanleg staða sé enn ekki uppi og að orðið kenni rétta og gagnlega kennslu.  Ef við veljum að þrauka þennan dag og vitum að ekkert okkar muni sigla tóman sléttan sjó á þessari ferð okkar með Jesú? 

Hvaða kristinn maður veit ekki þetta án þess kannski að setja sjálfan sig beint í spor Páls en væri algerlega rökrétt að gera.  Orð Guðs er þarna til að undirbúa gönguna og við því án nokkurrar afsökunar bregðumst við ranglega við kringumstæðum og erum þeim óundirbúin.  Biblían undirbýr eitt og sérhvert okkar inn í, já, þennan dag.  Vegna trúar okkar á Jesús, sem réttlætir sérhvert okkar í augum lifandi Guðs.  Að vera réttlættur Guðs megin er málið.

Og hvað annað en trúin á Jesú kemur þessu til leiðar og sagt hér í því ljósi að nákvæmlega ekkert hafi breyst og orð Guðs séu enn fyllilega gild kennsla í boðun sannleikans.  Samt gerist margt sem  óra veldur í mannhafinu og stundum uppnámi í röðum trúar.  Jesús lifir!  Amen. 

 

 

 

 

  1. maí 2024.  (b)

Ef við skoðum sögu landsins kemur fljótlega í ljós að margt var hér með öðrum hætti en er í dag.  Vegir voru fáir og þeir sem til eru handgerðir og oft lélegir en samt mesta furða.  Mest gengu menn á tveim jafnfljótum og sumir landshorna á milli og til og frá vertíðarsvæðum og stundum yfir hálft landið og til baka til sinna fyrri heimahaga.  Maður spyr sig stundum hvort ástæðan hafi verið einhvers konar eignarhald manna, til að mynda bænda, á vinnufólki fólki sínu.  Vitað er að bændur réðu til sín fólk upp á fæði og húsnæði og greiddu því viss laun að auki og gerðu ráðningarsamning.  Menn þessir sinntu verkum heima á búinu, einkum á sumrin, og voru flestir sendir landshorna á milli á veturna með líklega umsamin laun með sér og kjör.   

Alltaf hefur verið á meðal okkar óheiðarlegt fólk sem dettur alls konar óheiðarleiki í hug.  Í dag höfum við sannanir fyrir að minnsta kosti einu mansalsmáli, kannski tveim, sem verið er að rannsaka sem upp komst um og dómur á eftir að falla í.  Sjálfsagt eru fleiri áþekk mál í pípunum sem eiga eftir að verða afhjúpuð og fá sína réttarrannsókn.  Góði strákurinn sem allir héldu að væri góði strákurinn reyndist upp staðið vera vondi strákurinn og sjálfur fanturinn.  "Já!"  Hann er líka á Íslandi og kannski af íslensku bergi brotinn ofan á hitt.  Nóg um það að sinni.

Hvort einhver uppbót fylgdi með frá umsömdum launum er vinnumaður bændabýlis var sendur á vertíð og bjó í verstöð hist og her um landið veit ég ekki og er ekki viss en tel að allur gangur hafi verið á því lagi öllu saman.  Samt er eitt víst að áfram er manneskjan með tryggt fæði og húsnæði sem þá atvinnurekandinn, í þessu tilviki bóndinn, ritaði undir við samningsgerðina og að minnsta kosti umsaminn laun í vasann sem til að byrja með var samið um og gilda þangað til samningstíminn er útrunninn og báðir aðilar losna frá skuldbindingu þessa samnings.  Ætlast var til að menn bátanna á útnesinu settust. Hver við sinn sinn keypti, eins og sagt var, 12. febrúar sem segir okkur að ferð þeirra hafi hafist í janúar.  Fólk gekk leiðina í hópum en gætti sín á að hafa hóp sinn ekki of stóran og hefur upp á gistimöguleika að gera á sveitabæjum á leiðinni.  

Í aldir fóru íslensku vermenn á yfir sömu fjöll og firnindi og vatnsföll til sinna starfa í verbúð og leitar sér skjóls á bæjum á leiðinni og miðuðu við leiðir sem bæir voru á og í ekki of mikilli fjarlægð hvorir frá öðrum.  Þar sem því var að skipta.  Á  sumum leiðum voru úrræði engin önnur en þau að sofa undir berum himni því lendingin.  

“Komdu hingað rýjan mín og við saman skulum halda á okkur hita.”

Hafnleysan, vegleysan, óbrúaðar ár og lækir einkenna þá þetta land vegna þess að stjórnvöld hafa einhverra hluta vegna enn enga hugsun á að gera neitt þarna til úrbóta sem auðveldar fólki í landinu að gera eitt og annað sem viðgengist hafði öldum saman og löngum vitað að fólk færi um langan og strangan veg og gerði landshorna á milli hvert vor og hvert haust til að sinna verki á hörðustu vetrarmánuðum á vertíðarsvæðum í þessu landi.  Í febrúar og eða mars var farið á vertíðarnar og allir vita að þessir mánuðir séu nú ekki þeir heitustu á Íslandi.  

Á Fjallabaksleið 1886 urðu fjórir menn úti á leið til Suðurnesja og fundust bein þeirra að tíu árum liðnum.  

Mannskaðasta slysið í þessum ferðum vermanna er talið hafa gerst um hávetur 1588.  En þá varð mikið mannfall við Tvídægru (Tvídræga er heiðaflæmi á milli norðanverðs Borgarfjarðarhéraðs og Vestur-Húnavatnssýslu) er 13 menn urðu úti og margir örkumluðust.  

Alls konar áföll skeðu á hinum ýmsa tíma á Íslandi vegna þess að stjórnvöld sem réðu og ríkti yfir Íslandi gera ekki nokkurn skapaðan hlut til hagræðis fyrir þegna landsins en ber þó öll lagaleg skylda til.  Komi ekki skilaboð frá sæðstu yfirvöldum landa gerist ekkert.  Stjórnvöld ein ráð allri ferð.  Þar er valdið, þar eru lög sett sem leiða þjóð og aðra.  Eða er það ekki annars?" 

  1. maí 2024.

Víða í orði Guðs sjáum við hvatningu um að meta verk annarra manna og kvenna og að sjá verk þessara aðila réttum augum.  Og til að auka möguleika okkar á þessu er oft besta ráðið að meta þetta út frá sér sjálfum og að vita svo hver ég sjálfur sé.  Sé ég trúaður, sem ég er, má bóka að margt annað fólk sé það líka og engu minna trúað en ég sjálfur.  Að horfa fyrst í eigin barm og draga sínar ályktanir fram þaðan er oft besta ráðið.  Öll höfum við okkur sjálf en þekkjum misjafnlega vel.  Að hafa þessa þætti hjá sér á hreinu er ekki alltaf niðurstaðan.  Ekki þarf neitt langa skoðun né heldur miklar pælingar til að komast að slíkri niðurstöðu.  Margt, kæru vinir, liggur nokkuð augljóst fyrir og eigið hús oft besta viðmiðið.  Skoðum ritninguna.

  1. Korintubréf 10.  7-8.

Þið horfið á hið ytra. Ef einhver treystir því að hann sé Krists þá hyggi hann betur að og sjái að eins og hann er Krists, þannig er ég það einnig.  Jafnvel þótt ég vildi hrósa mér í frekara lagi af valdi mínu, sem Drottinn hefur gefið til að byggja ykkur upp en ekki til að rífa ykkur niður, þá yrði ég mér ekki til skammar.”- 

Að horfa fyrst á hið ytra í fari fólks er algengari gjörningur en flest okkar hyggjum.  Þarna erum við öll, segi ekki sek, enn höfum einhverju sinni verið.  Lærum að tala sannleikann til okkar sjálfra og um okkur sjálf því það getur hvert og eitt okkar hæglega gert.  Og við förum oftar að meta annað fólk viskulegar en verið hefur.  Að gera með þessum hætti er fólki meira hjálplegt og bætir meira eigin álit og dregur upp réttari mynd af öðrum en flesta okkar grunar til bætingar eigin lífs en verður aldrei af ef við höfum ekki réttu efnin til að moða úr.  Einnig þarna hefst ferðalag á byrjunarreit.  Langt er síðan maður hefur tileinkað sér þennan sannleika og gengið í sannleika hvað sig sjálfan varðar.  Og það er ekki eitthvert montverk hjá fólki.  Tökum þessu og verum sanngjörn og munum að ekki lifi allir í þessum sannleika.  Sjálfsblekkingin hræðilega.

Marga góða grunnhugsun lífsins hefur verið reynt að eyðileggja og stundum verið gert skipulega og ástæða þess að við dröttumst enn með sama vandræða gang og verið hefur áratugina á undan og allt áfram fyllt efa og hiki og sama tugga tuggin og gert eins og enginn sé morgundagurinn.  Birtingarmyndin er andstyggðin, efi og hik fólks.  Og hvað er þetta annað en angi af ákveðnum vandræðagangi í fari fólks?  Allt vegna þess að menn fara ekki í neina djúpa köfun með sig sjálfa.  Allt ytra útlit er látið duga.  Glæsileikinn maður.  Líta sjálfur vel út.  En við þörfnumst ekki glæsileikans heldur verka sem gott eitt hlýst af. Sjáum við ekki hér hvað óhroði syndarinnar hefur fært til okkar mikið af rammfölsku efni og hvernig þessi bendandi fingur verður til og myndin af því hve svo fátt hér hjá okkur raunverulega breytist?  Að breyta með þessum hætti er vitaskuld fáránleg breytni og verandi með betri leið fyrir framan sig að fara en veita henni enga athygli?   Er þetta ekki fáránlegt þegar til er rétt leið?   Og við hvern er að sakast?  Standa ekki allir fingur á mig?  Ég tel svo vera.  Allt vegna þess að sumt metum við ekki rétt.  Við ofmetum og/eða vanmetum.  Dapurlegt.  Ofmat og vanmat er bæði slæm leið.  Rétt sé því áfram rétt.  Fólkið í heiminum skortir ekkert.  Nema að draga hið rétta upp hver hjá sér.   Hér sjáum við mikilvægi sumra upprifjana.  Að vita hvar maður stendur þarf að færa ofar í metorðastigann og viðurkenna mikilvægi sumra upprifjana.

Hér sjáum við ástæðu þess að stundum segjum við svo margt um annað fólk og metum út frá einhverju sem er ekki og við sjálf drögum upp og gerum að sannleika máls.  Flestum okkar er frekar illa við að líta í eigin barm því stutt er í partinn sem býr í hverju og einu okkar um að dæma og meta rangt aðra í kring.  Og út frá hverju erum við að meta?  Líklega einhvers konar sannleika.  En hvað er einhvers konar sannleikur?  Athugið að einhvers konar sannleikur er ekki til.  Sannleikur er og verður áfram sannleikur.  Sannleikur þarf enga staðfestingu frá neinum.  Hann er kletturinn og það er yndislegt að vera þar.  Efi og hik er vandræðagangur fúafen? 

  1. maí 2024.

Mikilvægt er öllu fólki að vera vakandi yfir því sem því er treyst fyrir.  Eitt sem gott er að vaka yfir eru bræður manns og systur í bæn.  Enginn veit í hverju systkini vor í trúnni lenda né hver pæling þeirra sé í eitt og annað skipti.  Ekki heldur gleyma að Guð er alsjáandi og alvitur Guð með hvern einstakling fyrir framan sig og veit pælingar hjartans á nákvæmlega þessu og hinu andartaki og er eitthvað sem ekkert okkar ber neitt skynbragð á.  En eitt vitum við.  Hvernig okkur sjálfum er innanbrjósts.  Þar er Drottinn einnig og veit líðan einstaklings.  Mikilvægt er að reyna að skilja og átta sig á hvernig sumt virki í Jesú nafni og hvers vegna hann segir okkur að elska hver aðra.  Jesú nafn krefur mann um nokkra pælingu.  Margt er það sem við veitum ekki athygli en væri samt svo gott að gera.  "Já, systkini!"  Hver er þessi Jesús?  Jesú hefur allt vald á himni og jörð.  En hvað merkir það?  Gott væri að leggja á sig vinnuna til að komast að.  

Að vera vakandi yfir einhverju, til að mynda í Guði, er einkar athyglisverð hugsun og komin af mesta áhuga sem menn rækta með sér sjálfir og drífur þá töluvert langt áfram.  Og þarna er trúin sjálf helsti drifkrafturinn.  Missi menn áhugann hefur tiltekið verkefni raunverulega dáið fyrir mönnum.   Ekki er samt svo að skilja að það fyrir fram sé vont en breytir ekki því að verkið hættir að vera þetta áhugaverða þó að um stund grípi menn alla.  Dæmi um þetta eru allar þessar dellur sem menn fá og gefa sig alla í og verja í öllum aukatíma sínum en eru svo lagðar til hliðar og gleymast.  Þetta getur einnig gerst um trú manna á hinn upprisna Drottinn Jesú.  Ef við lesum bréf sem Páll skrifar sjáum við þessa hugsun víða koma frá hjá honum.  Skoðum þetta. 

  1. Korintubréf. 9.  5-6.

Ég taldi því nauðsynlegt að biðja bræðurna að fara á undan til ykkar og undirbúa þá gjöf ykkar sem heitin var áður svo að hún mætti vera á reiðum höndum eins og blessun en ekki eins og dregin undan nöglum ykkar.

En þetta segi ég: Sá sem sáir sparlega mun og sparlega uppskera og sá sem sáir ríflega mun og ríflega uppskera.”-  Þarna er dregin upp mynd af áhuga og um leið væntumþykju bróður í Kristi, Páls, fyrir trúsystkinum.  Af orðum hans í bréfinu kemur fram að hann sé ekki alveg viss um nákvæmlega stöðuna að þessu leyti og telur því rétt að senda menn á undan sér til að þeir séu örugglega búnir að taka sig til í andlitinu er hann kemur þangað með gesti sína.  Hann hafði sagt margt gott um þennan tiltekna söfnuð við aðra trúaða í Makadóníu.  En kannski sá hann þar eitthvað sem gæti hafa breytt stöðunni sem hann þyrfti eftir á að bera kinnroða fyrir.  Vegna þá alls hólsins á undan um þennan tiltekna söfnuð.  Greinilegt er að Páll veit hvers sá söfnuður sé megnugur en greinir þar kannski eitthvað sem síðar meir gæti hafa vakið hjá þessum mönnum sundurlyndi, þó að verkin er hann var þar væru flott og til hreinnar fyrirmyndar.  

Þetta sem Páll sýnir er góð mynd fyrir okkur af manni sem er vakandi og fylgist með.  Á löngum tíma gerist margt og samheldni hóps gliðnað.  Munum að á þessum tíma leið oft langur tími hjá fólki milli heimsókna.  Páll nefnir þennan söfnuð við vini sína í Makedóníu eins og hann sjálfur hafði upplifað hann er hann var hjá þeim.  Og þar logaði greinilega eldur trúar og kærleika.  En var kærleikseldurinn enn skíðlogandi?  Páll er ekki viss um þetta atriði.  Skoðum ritninguna.

  1. Korintubréf  9.  1-3.

“Um hjálpina til hinna heilögu er sem sé óþarft fyrir mig að skrifa ykkur því að ég þekki góðan vilja ykkar og hrósa mér af ykkur meðal Makedóna og segi að Akkea hefur verið reiðubúin síðan í fyrra. Áhugi ykkar hefur verið hvatning fyrir fjöldamarga.  En bræðurna hef ég sent til þess að hrós okkar um ykkur skyldi ekki reynast fánýtt í þessu efni. Ég sagði að þið væruð tilbúin.”

 

 

 

 

  1. maí 2024.

Til að ná fullkomnun trúarinnar getum við farið þá leið að taka orð Guðs til okkar og gera að okkar bæði stefnu og vilja.  Orð Guðs er byggt upp með þeim hætti að vera þarna en með þann skýra vilja með sér að taka aldrei fram fyrir vilja einstaklings heldur kemur það með ábendingu um að fara leið sem er betri leið.  Ég hins vegar ákveð að gera þetta eða hafna þessu.  Orðið er ekki skipandi né skammandi heldur gagnleg ábending sem breytir mörgu fyrir mig til góðs.  Og ég kem fram í trú og uppsker eftir því sem orðið hefur talað.  Þá fyrst uppgötva ég hversu mjög ákvörðun mín um verkið varð mér til góðs og þekki betur styrkinn af orði Guðs.  

Áttum við okkur á að orð Guðs er lifandi og að það liggi í dvala þangað til trúin kemur að því og hreyfir við því?  Vitum við að Orð Guðs bíður eftir því að trú mannsins komi til sín?  Fyrr en það á sér stað er orðið ómögulegt að virkja sig.  Við þurfum að vita hvernig í sumu liggur og að ekkert gerist í þínu lífi vegna þess að þú, nú eða ég, ert ekkert að gera nokkurn skapaðan hlut í þessa átt og bíður áfram eftir líklega fyrirhafnarlausum lausnum og til að mynda heimsendingarþjónustu.  Heimsendingarþjónusta er góð þjónusta en á ekki við hvar sem er.  Og þetta þurfum við að skilja. 

2 Korintubréf 8.  10-11.

Ég vil gefa ykkur ráð í þessu máli. Ég tel það vera ykkur til gagns að taka þátt í samskotunum. Í fyrra ákváðuð þið það og voruð þegar farin að hefjast handa. Ljúkið nú við það og sýnið viljann í verki og gefið það sem efnin leyfa.”  Sem sagt.  Byrjuðu og aftur dró úr ákafanum.  Dæmigert.

Hér sjáum við einfalda klásúlu um það hvernig við getum orðið sáttari við trú okkar og hvernig orð Guðs virkar.  Og við gerum verk í trú.  Ofar lásum við að orðið segi að fáumst við til að gefa í samkomubaukinn, sé hann réttur að okkur geri verkið okkur gott.  Efast má um að margir kirkjunnar menn tengi samskotabauka kirkjunnar sinni eigin velsæld og að vantrú sætaraðanna blöskri komu bauksins til sín.  Sjáið þið ekki að trúin er oft afskaplega fjarri okkur er kemur að guðlegu verki og að það geti því ekki virkjast.  Allt af hreinni vantrú hjartans.  Hér blasir við hversu trúin er fólki nauðsynleg til að allt hitt fái fylgt með sem orðið segist vera og gera?  

Vinir!  Orð Guðs þarf fyrst að vakna og rumska fyrir þér til að fá sett af stað atburðarás blessanna.  Sem vissulega býr í því.  Trúin ein hreyfir við orðinu og setur af stað.  Sjáum við ekki visst samspil skorts á trú og blessana sem mér er ætlað?  Við gömlu nískupúkarnir skulum byrja á einföldu hlutunum og muna næst er samskotabaukurinn kemur að okkur að gefa í hann og vera áður búnir að ákveða hversu há upphæðin er og halda okkur þar og reyna með þeim hætti hvort Guð láti ekki blessunum rigna yfir okkur.   Blessunin kemur þegar Guð sjálfur vill. Við getum ekki stillt Guði upp við vegg og sagt.  “Jæja kallinn minn. Ég hef gert mitt.  Gjör þú nú þitt.”-  En vissulega gerir Guðs sitt.  Það er að segja sjái hann viðhorfsbreytingu verða hjá þér.  Fyrr gerist ekkert.  Guð setur orð sitt fram og virkjar til að ég, fyrirgefðu, þú, breytist.  Það er þú sem lærðir að stíga fram í trú, svo þau ofnotuðu orð séu enn einu sinni sett fram. 

Orðið mun sjálft birta gagnsemi minnar og þinnar hlýðni við vilja Guðs og við uppskerum helling af þessum litlu trúarskrefum okkar.  Og við sáum fjöll færast úr stað.  Og hvað er það annað en að horfnu fjalli að skyndilega skelli á birta og við blasir sýn sem engum okkar órar fyrir?  Það sem áður var þér ósýnilegt er nú ljóslifandi.  Og af hverju?  Ákvörðun þinni um að trúa orðinu og skilningnum á að gott sé fyrir mann að gefa ögn í samskotabaukinn sem ég hingað til hef ekki tímt að gefa neitt í.  Lítið atriði en samt upphafið að einhverju nýju hjá mér.  Heitir líka Trúarskref.   Mikilvægt er að vita hvernig orð Guðs virkar og vinnur.  Og til að reyna þetta er til bara ein leið:  “Ég læt á þetta reyna.”  Persónan ég og einstaklingurinn ég geri þetta og ég sem einstaklingur og persóna uppsker samkvæmt því sem orðið er að segja.  Jesús lifir!  Amen.

  1. maí 2024.

Kristinn maður sem sér hvað getur mætt trú sinni temur sig fljótt við eitt atriði öðrum fremur.  Hann byggir upp í sér sjálfum úthald.  Hann skilur að gríðarlegur máttur fylgir því að vera ríkur af úthaldi og lítur fljótt á þetta úthald sitt sem kistu með gulli í.   Úthald er magnaðri gullkista en margur maðurinn heldur né sér og kemur því ekki auga á.  En samt alltaf einn og einn.  Við sjáum að líf manneskju er endalaus kennsla og ábending frá sjálfu lífinu, Biblíunni og fólki í kring.  Maður sem velur þessa leið hefur og séð og veitt því athygli að fólk sem hefur ekki úthald til að bera er fólk sem er um stund við boðunarverkið og er svo farið.  Rétt upp byggt úthald kemur af vissu fólks sem sér og vill læra til það falli ekki einnig ofan í þá gryfju að gefast upp.  En það hafa margir í kring gert.  Að fara þessa leið er viska og að ganga með opin og rétt sjáandi augu.  Að sjá hefur þó tvíþætta merkingu.  Þú sérð en sérð enn ekki neitt eða þú eða sérð og fattar.  Að fatta er að sjá.  Að sjá fær ýmsu breytt og stundum öllu.  Þá gæti lífið færst til betri vegar. 

Einnig þarna hefur maður enga gulltryggingu.  Öll úrvinnsla augna og huga markast af því hvað búi í hjarta manns.  Og það sem þar býr vinnur með það sem augun sjá og eyrun heyra.  Að sjá þetta svona er viska sem einvörðungu kemur til manna af því að sjá sjálft hvernig í sumu liggur.  Á þessum mögulega stað rifjast upp fyrir því margt um eigin veikleika og hversu mjög því hættir til að fara úr verkefnum sem það eitt sinn brann svo mjög fyrir, en varð svo allri uppgjöf að bráð.  

Sé íbúi hjartateturs þíns sjálfur lygameistarinn, andaverur vonskunnar, Satan, er ljóst að þær munu ekki bera til þín neinn sannleika.  Og hér er gott að hafa í huga að andaverum vonskunnar er algerlega óheimilt að flytja manneskju hreinan sannleika og geri þær það er það til að byggja utan um lygina sem á að færa fram.  Margur isminn á sviði stjórnmála hefur komist til valda með svolitlum sannleika hér og hvar en var alltaf bara hjúpur utan um raunverulegt innihald.  Það kom í ljós að var dökkt, dimmt, illt og fór illa með þegna landanna.  

Þetta er hin hlið peningsins og eins gott að vera viss um hverju maður fylgi.  

Það að forðast háska af völdum lygameistara er mögulegt.  En bara komi Jesú sér fyrir í hjartanu.  Sé svo muntu eftirleiðis fá til þín réttar upplýsingar um hvernig mál liggi og hvert þú stefnir með sjálfan þig.  Að lifa í sannleika er bæði notalegt, gerir líf okkar einfalt og í alla staði skemmtilegt eins og allt líf fólks á að vera en er það ekki alltaf vegna þess hvers fólk er oft upptekið við að sanka að sér óvinum.  Og annað sem vert er að minnast á að í dag, hefur reyndar lengi gilt, er verið að spila með fólk fram og til baka og fá það til að gera alls konar sem það telur vera til bóta.  Þetta er í raun og veru verk Dómara götunnar.  Líklega átta menn sig ekki á að akkúrat dómarar götunnar umbyltu kerfum og komu óbeint á legg skelfingum á borð við kommúnisma, nasisma og öðrum ismum, kerfum, sem setur í okkur sum hroll bara við að hugleiða þau öll voðaverk sem ismar þessir stóðu að.  Samt hefur ekkert breyst og allt sem var er enn iðkað.  Grunn allra þeirra verka má rekja til athafna og hrópa dómara götunnar sem mjög er í tísku í dag að stunda.  Að koma einhverju á legg tekur sinn tíma. 

Ljóst er að dómari götunnar sér ekki alltaf betur öllu öðru fólki né er heldur þetta frábæra sem sumir telja hann vera.  Sumt sem hann gerir veldur óbeint verkum sem fær allt sómakært fólk á seinni stigum til að daprast yfir.  Með reglulegu millibili er hann samt endurvakinn og það fólk enn til sem trúir á slíkar aðgerðir um betra þjóðfélag.  Horfum upp og lítum í kringum okkur og bendum hvort öðru á gæfuna af hinum og þessum breytingum.  Við sjáum tóman bútasaum og hriplek ílát.  Sé eitthvað til sem í alvöru betrumbætir það, ætli það tengist ekki kirkju og kristilegu starfi?  Sjálfur trúi ég þeirri leið en ekki öskrunum á götunum né hetjutilburðum þar þó að þetta hafi alltaf verið á meðal okkar.  Kirkjan ein er ljósberi.  Trúin á Krist og kirkja Krists er sem fyrr svarið til mannanna barna.  Allt fólk sem við tekur staðfestir slík orð.  Trúið þessu.  Amen.

 

 

  1. maí 2024.

Hvernig gerum við kristna trú okkar?  Hver er aðferðin við verkið?  Auðvelt er að komast að því.  Ég og þú tökum fram bók að nafni Nýja testamentið og lesum sjálf fræðin.  Sama Nýja testamenti finnum við líka í Biblíunni.  Við sjáum að heimatökin eru hæg hvað alla menntun í kristnum fræðum áhrærir.  Enginn þarf að villast.  

Ekkert af þessu gerist þó án fyrsta skrefsins.  Og hvaða fyrsta skref er hér verið að tala um?  "Sjáðu til!"  Það er gjöf Heilags anda sem allir fá sem tilheyra Jesús.  Það er heilagur andi í manneskju sem fyrst og fremst lýkur upp fyrir henni að Guð sé til og að Guð búi í hjarta fólks fyrir þennan sama kraft sem heilagur andi er.  Afskaplega mikilvægt er fyrir einstakling að skilja alla þessa þætti.  Hvert og eitt okkar hefur sama möguleika til skilnings og hver sem er annar.  Magnað atriði til að skilja.  

Nú kannski viltu segja við mig.  “Jamm. Það er bara svona.”  Jamm þitt er merkið til mín sem spurði um að enn sé startarinn ekki kominn.  Sé hann ekki tiltækur vantar enn leiðslurnar að honum sem gefa afl og sneri hann og setur allt hitt af stað og í gang.  Manneskja með heilagan anda í sér veit strax sumt og til að mynda að nú sé hún fyllt heilögum anda.  Enginn vafi.  Fyrr en allt hefur verið tengt og þrætt og virkjað getur engin gangsetning farið fram né skilningur komið.  Sem sagt.  Skilningur fólks er til að byrja með lítill og enginn réttara sagt, en eykst furðu hratt með vinnunni sem lögð er í fræðin.  Og hún algerlega markast af áhuga, elju og dugnaði trúaðs einstaklings.  Og aftur erum við komin að beinum þætti sjálfs manneskju.  

Það litla sem ég skil í fræðum Biblíunnar hefur að mestu komið beint af lestri mínum og þegar ég og Jesús erum bara tveir saman.  Mikilvægasta kennslan er að hvetja fólk til að bera sjálft ábyrgð á eigin trú.  Samfélagið er annað.  Samfélagið er hrein guðsgjöf og engin spurning um að svo sé er einstaklingurinn áfram einstaklingur og einstaklingur þarf sem einstaklingur að vaxa upp til höfuðsins og halda sér þar.  Alltaf Jesú.  Þetta, sem sagt, er ábyrgðin sem lögð er á herðar hvers trúaðs manns.  

Að hengja sig á aðra manneskju hvað trú sína varðar og gera í því ljósi að hún skilji allt svo vel í Biblíunni er engum góð aðferð sem virkilega þráir að haldast við í Guði sínum.  Hvar, svo dæmi sé tekið, stendur þú, minn kæri, ef vitrar manneskjunnar nýtur ekki lengur?  Þá ertu líklega komin í vond mál.  Dýrkunin sem einkenndi um tíma suma frjálsa söfnuði á Íslandi, og sjálfsagt einnig í öðrum löndum, hefur um margt reynst illa en vonandi samt á færri stöðum en fleiri.  Því auðvitað vil ég trúa en veit af hinu sem og öllu sem getur gerst.  Hvarvetna er og birtingarmynd söm og hreint óskapleg.  Bein upplausn kom fram sem mögulega leggur blómlegt starf að velli.  Eina fólkið sem þá stendur eftir, keikt en eðlilega nokkuð lemstrað, er fólkið sem fór ekki þessa leið með sig sjálft og las áfram sitt Guðs orð og fylgdi daglegum upprisnum Jesú, bað sem fyrr, rækti sínar safnaðarsamkomur sem fyrr, studdi fólk sem leiddi söfnuði á meðan fært var en gerði Jesú áfram að herra sinnar eigin trúar.  Hvernig sem fer þarf sumt hjá okkur áfram að vera óbreytt og við að gera verkin í kirkjunni rétt.  Og hvað er þetta annað en ábending til trúaðs fólks um að vera með réttan skilning á orði Guðs, sem allir vitaskuld geta en allir verða þá að vilja og vita að engin trúuð manneskja muni sleppa við að hafa fyrir sinni trú.  Höfum eitt á hreinu.  Mér þykir vænt um forstöðu kirknanna og tala almennt um þessi mál en ekki eitt afmarkað svið.

Orðið í fyrsta sæti fólks er rétt merking orðsins.  Það er á þessum stað sem fólkinu verður ekki haggað tommu hvernig sem vindar blása og hvernig sem jörðin skekkst til og hreyfist undir fótum þeirra.  Skilyrðislaus dagleg árvekni heldur fólki réttu megin.  Allan tímann horfir það á Jesú.  Jesú reis upp.  Jesú vann fullnaðarsigur á dauðanum.  Jesú gefur heilagan anda og andinn allan skilning.  Allir eru jafnir andspænis anda Guðs.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen

  1. maí 2024.

Hvers vegna leggja menn ár og áratugi að baki við að tjá sig um orð Guðs og boða trú á Jesús?  Af einni ástæðu.  Trú er langhlaup einstaklings.  Manneskja með trú á Jesú í hjarta sínu gerir þetta verk ævina á enda.  Mikilvægasta verkefni hvers trúaðs er því að rækta sína trú og nota hvern dag til verksins.  Að slaka á bíður hættunnar heim.  Margir hafa gegnum tíðina slakað á allri árvekni og boðið til sín óhróðri.  Dagleg trúariðkun ævina á enda heldur trú manns við.  Og maður kveður líf sitt með nafn Jesú á vörunum.  Þá fyrst er sigur.  

Munum!  Jesú er daglegt val hvers einstaklings.  Við sjáum að það að iðka trú sína er afskaplega einfalt mál.  Það er að segja eftir að við skiljum hvað þurfi að víkja úr vegi okkar.  Og hvað þarf að víkja annað en okkar gamli maður?  Hann þarf að missa völdin og er einn upptekinn við sitt gamla synduga líf en ekki nýi maðurinn sem vaknaði við gjöf heilags anda.  Sá gamli í hverju og einu okkar er afl sem fellir fleira fólk en við hyggjum.  Við sjáum að hvert og eitt okkar er án afsökunar að ná ekki marki.  "Já!"  Og þetta er svona einfalt.  Deyjum afsökunum.  

Að trúa er fullgilt daglegt verk en spurningin sem fyrr, hvað vil ég.  Munum að fjöldi trúaðra tekur trú sína alvarlega og með allt úthald sem þarf á meðan aðrir sem hófu hlaup með hinum en sprungu þó á limminu og höfnuðu utan vegar og gáfust upp eftir stuttan eða langan sprett og er fólkið sem Biblían gerir svolítið gys að.  Til að mynda hér.

Lúkasarguðspjall 14. 28-30.

Hver yðar sest ekki fyrst við ef hann ætlar að reisa turn og reiknar kostnaðinn, hvort hann eigi nóg til að ljúka verkinu?  Ella má svo fara að hann leggi undirstöðu en fái ekki lokið við og allir, sem það sjá, taki að spotta hann og segja: Þessi maður fór að byggja en gat ekki lokið.”-

Ágætu vinir!  Hve mörg okkar höfum helst úr lestinni og orðið uppgjöf að bráð?  Bara allt of margt fólk.  Ekki er samt svo að skilja að okkar sé að dæma eitt né neitt þarna og gerum heldur ekki en er gert skylt að benda á staðreyndir málsins og að vita að margt muni breytast á leiðinni og jafnvel stuðningur sem var til í byrjun með öllu hverfa og afskiptaleysi og eða sinnuleysi taka við af honum.  Við erum að tala um alvöru og ekta langhlaup sem er í gangi á meðan við enn lifum.  Áratugum seinna erum við enn við þetta verk.  En hve margt fólk er þér enn við hlið í dag sem hóf hlaupið með þér og gerði í sama eldi og þú, segjum, árið 1980?  Kannski einn, mögulega tveir eða enginn af hópnum sem var þér þá við hlið er eftir.  Á nákvæmlega þetta atriði bendir Jesús í ofanrituðu ritningarversi.  Jesú er ekki að tala neitt um húsbyggingu, þó að líkingin sé hús.  Allt sem við þurfum að vita lesum við um í orði Guðs.  Skoðum því ritninguna.

2 Tímóteusarbréf 4.  9-11.

Reyndu að koma sem fyrst til mín því að Demas hefur yfirgefið mig vegna þess að hann elskaði þennan heim. Hann er farinn til Þessaloníku. Kreskes er farinn til Galatíu og Títus til Dalmatíu.  Lúkas er einn hjá mér.”  Tak þú Markús með þér til mín. Hann er mér þarfur í þjónustunni.” 

Hefur þetta ekki verið svolítið svona hjá okkur?  Greinilegt er að Páll er þó þakklátur fyrir þá menn sem enn eru með honum í verki.  En hugleiðum við það einhvern tímann sjálf? 

Enginn bilbugur er á Páli þó að fullt af mönnum, nánum og góðum vinum hans, hafi yfirgefið hann og snúið sér til annarra verka.  Fyrir honum er Jesú enn hinn sami og alveg eins og er hjá mér og þér sem enn höldumst við þetta verk og gerum hvað sem á undan hefur gengið og er hin rétta hugsun hvers kristins manns sem endalaust krefst af honum að hlaupa áfram með kyndil Drottins á lofti og sinna áfram sama verkefni og Drottinn á sínum tíma fól honum. “Aumir verkamenn erum vér.  Gerum einvörðungu það sem okkur ber skylda til” er nú allt afrekið.

 

 

  1. maí 2024.

Árið 2009, muni ég rétt, komst inn í veiðikerfi íslenskra fiskiskipa nýtt kerfi sem fékk nafnið ”Strandveiðar.”  Strandveiðarnar eru sérstaktar að því leyti til að bátar af ákveðinni stærð, 15 tonn og minni, máttu sækja um réttinn til veiða undir þessum lögum.  Fyrsti hámarkskvóti sem settur var á var innan við 9000 tonn.  Allir bátar upp að ákveðinni stærð máttu strax í byrjun sækja um til Strandveiða.  

Á þessum árum var til hrúga báta sem enginn gat selt vegna þess að enginn hafði neitt við þessa flottu og vel búnu báta að gera og bátarnir óseljanleg vara og eigendum sínum því glatað fé.   Smábátar á þessu árabili seldust fyrir smáaura og slikk.  Fæstir reyndar seljast.  Einkennilegir tímar sem þá voru uppi sem lítið var hægt að gera við.  

Áratugi á undan hafði þessi þjóð staðið andspænis ákvörðun sem felst í umbyltingu alls sjávarútvegskerfisins og strax varð ljóst að bara hluti veiðiskipa í notkun fái heimild til áframhaldandi reksturs.  Má því segja að þjóðin sjálf hafi skapað öll skilyrði sem þurfti til að færa sjávarútveg og fiskvinnslu yfir á örfáar hendur.  Á þeim tíma er ljóst að geri hún ekkert hafa líkur aukist á að hún beinlínis deyi Drottni sínum.  Svo alvarlegt er nú málið.   Ekki gleyma hvernig í sumu liggur né heldur þátt græðginnar á undan.  Öll græðgi hefnir sín um síðir.  

Ekkert af þessu gerðist og gripið til aðgerða sem duga.  Vissulega harkalegar fyrir margt fólk en brýnar.  Og hver er staðan í sjávarútveginum heilt yfir litið nú um stundir? Hreint ágætur.  Og meira.  Hann er á margan hátt afskaplega blómlegur.  Og hver Íslendingur veit ekki þetta sem tekið hefur bindið sem bundið var fyrir sjáandi auga sitt?  Og hvað blasir við?  Margt afskaplega merkilegt.  Íslenskur sjávarútvegur er sem aldrei fyrr áhugaverður.  Hann á sér reyndar marga öfundarmenn.  Eins allt annað sem betur gengur með.  

Strandveiðilöggjöfin komst í lög 2009.  Verð á smábátum að 15 tonnum rýkur upp og seljast. 

 Eftir 2009 breyttist allt umhverfi smábátsins á Íslandi úr leiðinda umhverfi í hreint ágætis umhverfi.  Hér má sjá gríðar mikinn mátt ríkisvaldsins og áhrif þess og vald og áhrif ráðherra sem tekur að sér málefni og vinnur til enda.  Þáverandi sjávarútvegsráðherra herra Steingrímur J. Sigfússon, þá formaður stjórnmálasamtakanna Vinstrihreyfingin- græns framboðs, á veg og vandað að merkilegum strandveiðum Íslendinga sem enn eru viðhafðar.  Með reyndar sinni reglulegu umræðu og henni oftast neikvæðri.  

Strandveiðar eru í nokkrar vikur á hverju ári og kvótinn sem þær fá er takmarkaður og deilist niður á skip sem sækja um þessar veiðar.  Eigendur kvótalausra báta fá eftir strandveiðilöggjöfina rétt til að sækja um að vera með í veiðinni, að uppfylltum vissum skilyrðum.  Strandveiðikvótalögin gerbreyti stöðunni og færi á lífvana hafnir að vori til líf í tuskurnar.  Hún gefur og eigendum smábáta aftur heimild til að fiska á hafinu.  

Menn strandveiðanna tala oft um að betur þurfi að skipuleggja veiðisvæðin og segja um að sum svæði hér við land hafi fiskinn hjá er löggjafinn heimilar veiðar á kvótanum en önnur svæði ekki.  En hvað er málið og hvenær hættu íslenskir smábátar að vera hreyfanlegir?  Lengi hefur verið til siðs á Íslandi að bátar sigli landshorna á milli á vertíðum og menn búi um borð í bátum sínum vissan tíma ársins.  Menn sem svona gera eru forsjálu mennirnir sem sýna að þeir vilji og geta bjargað sér.  Að bíða eftir heimsendingar sendingu hér er því miður ekki í boði.  Pælingin: Æ, ég nenni ekki að sigla alla þessa leið á þá, æ nennir maður ekki siglingunni og mögulega missi af kvótaskammti sínum þetta árið sem maður sótti um en greip ekki gæsina þegar hún svo gafst vegna þess að vera ekki túnfætinum og nenna ekki að sækja hana um langan sjóvehg.  Þannig er íslensk útgerðarsaga nú ekki skráð.  Nenni menn ekki að reka sinn bát er lítið við því að gera.

  1. maí 2024.

Alls konar umræða er á meðal okkar um menn og málefni.  Samfélag kristinna manna og kvenna glímir við þess konar ástand, vanda, ætli megi ekki kalla þetta það, hjá sér.  Við sjáum ekki alltaf menn rétt, skiljum ekki orð þeirra alltaf rétt.   Okkur finnst lítt til sumra koma og metum fólk ekki alltaf rétt.  Hér er á ferð þekktur vandi sem við er að eiga og menn kljást við kannski oftar en þeir sjálfir vilja.  Ekki er alltaf spurt að þessu.    

Skoðum orðið.

2 Korintubréf 3.  1-4.

Er ég nú aftur tekinn að mæla með sjálfum mér? Eða mundi ég þurfa, eins og sumir, meðmælabréf til ykkar eða frá ykkur?  Þið eruð meðmælabréf mitt, ritað á hjarta mitt, allir menn geta séð það og lesið.  Þið sýnið ljóslega að Kristur hefur ritað þetta bréf og sent það með mér: Það er ekki skrifað með bleki heldur með anda lifanda Guðs, ekki á steinspjöld heldur á hjartaspjöld manna.

Það er vegna Krists sem ég er svo öruggur frammi fyrir Guði.”-  Ofanrituð ritningavers benda með skýrum hætti á þennan vanda, segjum frekar veikleika, og að þetta sé oftast við að eiga í söfnuðum Guðs almáttugs.  Einnig eru þau merkið til mín um mikilvægi þess að vita hver maður sjálfur sé og hvar maður stendur í Jesú nafni.  Jesú nafn verður að vera manni einhvers virði.  Allt afskaplega mikilvægt fyrir sig sjálfan.  Málið að endingu snýst um mitt eilífa líf í Jesú og þitt eilífa líf í Jesús. Trúargangan snýst um þetta og fátt annað.  Dagurinn í dag vill opinbera okkur þetta mikilvæga atriði sem við svo oft lítum léttvægt á og finnst ekki skipta svo miklu máli í hinu daglega en eru kannski grunnatriði trúargöngu einstaklings sem hann þarf að hafa á hreinu.  Við verðum að skilja hvað eigi við kristna trú og hvað eigi ekki við í kristinni trú.  Við vitum ósköp vel að fólk heimsins dundar sér við að bulla sig í kaf, öndvert við okkur kristna fólkið sem vitum skil á sannleika lifandi Guðs og að við eigum að sýna trú okkar út á við.  Við kristna fólkið erum strangt til tekið “rétta skeiðin” sem fólk heimsins þarfnast.  Við vitum að réttskeið er notuð til að ná fram beinni láréttri línu sem hindrar að fram komi halli eftir að verkefni fara í gang.  

Páll spyr fólkið hvort hann þurfi sérstakt meðmælabréf frá þeim sem hann þá er staddur hjá en bendir einnig á að sumir, þar sem hann er staddur, þurfi það vissulega.  Ég veit um hvað málið snýst.  Að fara rétt með orð Guðs eða fara ekki rétt með orð Guðs.  Sérhvert okkar sem vill sinna þjónustu sinni flytur orð Guðs rétt og keppir sjálfur eftir að vera vel að sér í þessu sama orði Guðs og að gera Guðs verk.   Þetta er ekkert annað en bein vinna einstaklings sem þarf að gera en ekki bara hugsa um að gera og gera svo aldrei.  Það er með þeim hætti sem lúmskur hallinn byrjar að myndast.  Til að byrja með er hann lítill.  Uggi menn ekki að sér eykst hallinn og geri enginn neitt kemur að þeirri stund að ekki verður lengur við neitt ráðið og verkefnið er búið spil.  

Kristið fólk á ekkert í sínu fari annað en orð Guðs og trú á Jesú í hjartanu.  Höldum vöku okkar og skiljum hvað sé í gangi, hvað sé rétt og hvað sé rangt.  Þetta er nokkuð sem vel má byggja upp í sjálfum sér og notast við byggingarefni sem heitir Sannleikur talaður til sjálfsins í mér.  Með þessum hætti kemst ég á sama klett og Páll stóð á og margir aðrir lærisveinar Jesú gegnum tíðina gerðu einnig og þarfnast einskis meðmælabréfs frá nokkrum manni í þeirri fullvissu að Jesús muni staðfesta orðin alveg eins og hann gerði hjá Páli og Páll var viss um og gekk því óttalaus að ræðupúltinu.  Verum sjálf viss hver við séum.  Alveg er greinilegt að alls konar var talað í söfnuði þessum sem Pál varð áskynja en fullvissa hans um hver hann sé stóð með sínum manni.  Orð Páls eru ekkert annað en skýr skilaboð til mín og þín í dag um að vera á sama stað og Páll.  Um sumt verðum við einfaldlega  að vera viss.  Jesú lifir!  Hann lifir!  Amen. 

 

 

 

 

 

  1. maí 2024.

Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva er áratuga gamalt fyrirbæri sem sem farið var af stað með 1956 og það kerfi strax sett á að hver keppandi sem fengi þar inngöngu flytji söng sinn í beinni útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar sem keppnin er haldin í.  Sigurvegari keppninnar fær keppnina í hausinn að ári liðnu. Svimandi upphæðir eru reiddar fram í kostnað.  En þjóð með sand af seðlum hirðir ekki um neitt slíkt.  

Þessi söngvakeppni er gríðarmikið batterí sem krefst mikillar vinnu og samstarfs margra aðila.  Ekkert gerist af sjálfu sér.  Mikið batterí fer í gang með óheyrilegum kostnaði.  Allt áratugum saman í gegnum gervihnetti háloftanna.  Reikna má með að keppnin í dag fari  fram með öðrum hætti en gervihnöttum og jarð- og sæstrengir, Internet, séu notaðir til sama verkefnis og að kostnaðurinn við sjálfa beinu útsendinguna hafi snarminnkað.  Við lifum sanna tækniöld.  

Ég veit svo sem ekki hvernig nákvæmlega þetta atriði er unnið og bara að Internetið ræður orðið talsverðum ríkjum sem þjóðir nota orðið til að koma höggi hvor á aðra og ráðast hvor á aðra með nýja vopninu, netárásum sem lama eitt og annað kerfið, klámsíður sem sumt fólk byrjar á að skoða að morgni dags nást ekki og engin leið fyrir þetta fólk að sjá neitt slíkt efni vegna þess að kerfin sem það vanalega nýtir liggja öll niðri vegna verks dólgs.  Nú háttar svo til að allt er dautt og ekkert líf á staðnum þar sem klámið vanalega er á.  Og eru menn hissa á að þetta fólk sé í nöp við Rússa og ítrekaðar árásir þeirra á Internettengingar?  Og hvað gerir vani og venja nú?  Þetta tvennt vælir líklega.   

Fyrir margt löngu er maður hættur að hugsa um Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva sem skemmtun í eina kvöldstund heldur sem hápólitískan gerning sem mótmælendur, mótmælendur er flokkur sem virðist, sýnist manni, hafa mótmæli sem einu og helstu og atvinnu sína.  Oft af léttvægu tilefni.  Er ekki frekar léttvæg afstaða að rísa upp til að mótmæla að eitt tiltekið land taki þátt í söngvakeppni eða alþjóða íþróttakeppni?  Hugleiðir fólk þetta einhvern tímann með þessum hætti?  Líklega ekki og af ástæðunni að með því að fara þessa leið gæti mögulega lokist upp fyrir því vitleysa verksins.  Og hverjum líkar það?  En sumir, að sjá, virðast róa að því öllum árum og nota hvert tækifæri sem gefst til að afla sér óvina í stað vina og meira að segja finnur sumt fólk sér óvin í listflutningi annarra þjóða að flytja fallega tóna og fagra söngva sem eigendur verkanna setja fram einvörðungu til að gleðja, kæta og bæta.  Og hver strangt til tekið getur ekki horft málið þessum augum en gerir ekki vegna þess að vilja þetta ekki sjálfur.  Þá er líka sjálfhætt.  Og í stað þess að gleðjast og njóta tónanna og söngvanna velja sum okkar sig á að fara erfiðari leið en þarf af þeirri ástæðu helst að vera orðin þessari verri leið svo vön að þekkja enga aðra.  En hvað varðar mig og þig um einhverja óvinasöfnun annarra manneskja?  Hreinlega ekki neitt.  Vandinn er að þetta fólk vill meina hinum aðgang að heiðarlegum og vel gerðum söngvum og listilega unnum verkum.  Og það nægir.  

Keppni Evrópskra sjónvarpsstöðva miðar að því í rekstri sínum að þjóðir keppi um söngva Evrópuríkja en við sum viljum draga pólitík inn atriði sem og meinar Ísraelsmönnum þátttöku og ægilega vondum Rússum og verri Pútin sem ber á voða voða góðum Úkraínumönnum.  Á nákvæmlega þessum stað er umræðan um söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva.  Og mönnum finnst slík umræða vera í himnalagi.  

Sjáum við ekki hvernig við reynum að draga pólitík inn atburðarás sem pólitíkin hreinlega varðar ekkert um.   Pólitík er annar vettvangur en tónlistarflutningur.  Spyrja má hvað sé svona torskilið hér?  Fyrir mér er málið á hreinu.  Það eina sem obbi manna sest niður við og horfir á og heyrir eru söngvar fólks í beinni útsendingu og að verða vitni að hver þjóða hreppi verðlaunin.  Bara ein þjóð svitnar og stynur undan væntanlegum kostnaði eftir eitt ár.   "Halló." Við erum hér að tala um keppni í söng- og hljóðfæraleik.  Komum okkur því á þennan stað. 

 

 

  1. maí 2024.

Þegar við lesum sögur Nýja testamentisins sjáum við fljótt að ritarar þess tala mikið í núinu og hér og nú.  Gæti það stafað af tilhneigingu okkar mannanna til að mikla það sem var en er ekki núna?  Væri þetta hugsanlegur möguleiki?  Málið er að öll erum við að einhverju leyti þarna.  En af hverju er þetta?  Ætli af öðru en mannlegum veikleika sem gengur með okkur og stjórnar okkur oftar og meira en við hyggjum.  

Að læra af orðum Nýja testamentisins er að öllu leyti afskaplega gagnlegur lærdómur.  Aðallega vegna þess hversu því er annt um manneskju og umhugað um að benda henni á sinn mannlega veikleika sem hindrar hana í svo mörgu og að fá lifað lífi sem er sæmandi líf.  Eigin veikleika flýr enginn en allt fólk getur unnið með hann.  Og þar kemur orð Guðs hvað sterkast inn.  Að fá áfallahjálp er kraftaverki líkast.  Af áfallahjálp losna menn enn og eru ekki lengur fjötraðir af gerðum atburði.  Hann heitir líka að hafa verið lokaður inn í eigin skel.  Þetta er fólkið sem ég og þú munum aldrei fá þekkt og við máski segjum.  “Bíddu!  Hver raunverulega er þessi manneskja”  Held að öll höfum við upplifað áþekka hugsun.  Allavega mér fellur hún afskaplega illa.  Í heiminum er oft vandlifað.  Víst er um það.  Af hverju?  Af einni ástæðu auðvitað.  Í heiminum er vaðandi synd og grasserandi lygi og bæði af sama stofni.  Synd er hörmung.      

Sem sagt.  Ég er maður sem orð Guðs segja umbúðalausan sannleika.  Og hvað þarf maður frekar að heyra?  Sannleikur um sig sjálfan er lykill.  Sem sagt.  Ég veit sjálfur hver ég er og hvers ég er megnugur?  Trúið þessu að þetta sé fyrir mig mikil lyftistöng.  Líklega er ég ekki nema að litlu leyti maðurinn sem þú segir mig vera. Það gæti þó alveg verið.  Fólk er misjafnlega fært um að meta allt svona vegna þess að það er mismunandi mannglöggt.  Sumt fólk hleypir engum of nálægt sér.  Kannski erum við öll þar.  Að svona einhverju leyti.  Slíkt má. 

Sumt fólk sem gengur með okkur jafnvel árum saman, þekkjum við raunverulega ekki nokkurn skapaðan hlut.  Og um aðra mætti segja.  “Þú þekkir mig ekki enn eftir öll þessi ár sem við höfum umgengist hvort annað”  En af hverju ætli þetta sé?  Liggur það ekki nokkuð ljóst fyrir að viðkomandi er á vissan hátt lokuð manneskja.  Mögulega vegna þess að hafa aldrei almennilega treyst náunganum.  Er slíkt röng eða rétt breytni hjá fólki.  Ég reyni ekki að svara svona spurningu hvað þó heldur meira.  Vil þó segja að sumu fólki sé vel treystandi.  Við munum orð Jesús við Filippus.

Jóhannesarguðspjall 14.  10.

Jesús svaraði: „Ég hef verið með yður allan þennan tíma og þú þekkir mig ekki, Filippus? Sá sem hefur séð mig hefur séð föðurinn. Hvernig segir þú þá: Sýn þú oss föðurinn?”  Hér höfum við ekki mynd af manneskju lokaðri inni í sjálfri sér heldur manneskju sem tortryggir, treystir ekki og manneskju sem að eðlisfari er efagjörn.  Af hverju?  Hver veit það en ljóst að stundum gerum við í því sjálf að láta okkur líða illa?  Efi er ekki leið til nokkurs manns til neins vellíðan.

Við brunninn er saga um Jesú sem hitti konu og taka þau tal saman.  Á einum stað segir Jesús við hana að hún hafi átt sjö menn og maðurinn sem hún nú búi með sé ekki hennar maður og konan því mögulega verið viðhald gifts karls.  En hvernig bregst konan við?  Það er athyglisvert.  Hún tekur orðum Jesú með ólíkindum og fagnandi og einkum fyrir þær sakir að vera sönn.  Sannleikurinn um sig fannst henni hreint magnaður og ástæðan fyrir því að hún hljóp inn í þorpið og sagði þar öllum sem hún hittir að hún hafi áðan hitt mann sem viti allt um líf sitt.  Engin skömm vegna fyrra lífernis en nægt einhverjum til að hafa límt fyrir munninn.  En ekki þessi. Stundum hef ég hugleitt að hefði Kristur sagt “Þú hefur átt tvo menn” hefði konan samstundis leiðrétt þetta og sagt.  “Nei nei. Ég hef átt sjö menn”  Sumt fólk, kannski einfeldningar, kann ekki að skrökva.  Ég tel að Jesú elski svona fólk afskaplega heitt.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

  1. maí 2024.

Að taka samskot er orð fyrir í orði Guðs.  Öllum má ljóst vera að samskot eru skýr vilji Guðs þó sumum hrjósi hugur yfir. Ekki er allt fólk sem skilur tilgang samskota að þau séu til að greiða eitt og annað sem aðstaðan kallar eftir.  Og stundum heyrir maður að ekki sé við hæfi að vera að tala um peninga inni í söfnuðunum og að ekki mælist nú mikil trú í slíku tali. Djöfulleg afstaða. 

Fátt er rangara í tali fólks og verkum en að fara sjálft í slag við samskotshugsunina.  Og hvaða manneskja veit ekki með hvaða hætti peningar skipta um stað og það gerist með þeim hætti að einn líkur upp veski sínu, tekur úr því vissa upphæð og leggur í baukinn sem vanalega gengur eftir sætaröðinni og gefur hverjum og einum færi á að leggja fram upphæð sem hann sjálfur ákveður.  Eina krónu eða eitthundrað þúsund kall ákveður viðkomandi sjálfur.  En báðir gefa með glöðu geði af efnum sínum.  Engin þvingun og enginn í sal að fylgjast með hvað hver og einn lét í baukinn.  Enda öðru fólki óviðkomandi.  Er hver maður sjálfur fjár síns ráðandi.  

Yfirleitt er uppskera samskotanna rýr og menn svolítið skilningslausir um þau þó að allir heilvita menn ættu að vita og skilja markmið samskotanna að hvaðeina sem greiða þarf eða kaupa inn fyrir söfnuð gerist fyrir mátt peninga, rétt eins og allur kostnaður er greiddur með.  

Flestir söfnuðir berjast í bökkum.  Oftast nær er ástæðan að einhvern veginn hefur tekist að ræna frá fólkinu hvernig þetta gangi fyrir sig og að það sé í engu neitt öðruvísi hjá kirkju, safnaðarstarfi, en annars staðar í samfélaginu gildir.  Málið er algerlega augljóst en erfitt um vik vegna blindu sem menn eru svo oft haldnir hvað þetta atriði varðar.  Auðvitað er á þetta gerð árás eins og allt annað er lýtur að starfi Guðs.  Söfnuður er hreint Guðs verk og hreinn Guðs vilji að starfi. 

Fæstir söfnuðir framleiða söluvarning til að selja sjálfum sér til tekna.  Tekjuöflunarleiðirnar eru ég og þú.  Aðferðin heitir “samskot.”  “Oj bara og  ekki skal talað um peninga í kirkju.”  Og menn leggja engan eyri í baukinn er hann er handlangaður fram hjá þeim í sætunum sem gerir að verkum að leiðtogar söfnuða lenda í vandræðum með greiðslur sínar og að standa í skilum hvað söfnuðinn varðar.  Rukkunarbréf læðist um lúgu forstöðumanns jafn hvimleið og mér.  Engum er neitt sérstakt gleðiefni að greiða rafmagn og hita reikning annarra úr eigin vasa.  Allt vegna beinnar nísku safnaðarins sem segir sér sjálfum að hafa ekki efni á neinu peningaútláti með sjálfan Guð yfir sem þráir að fá lokið upp gnægtum himinsins fyrir því.  Guð beinlínis bíður eftir þessu skrefi sinna manna.  Fæst okkar skiljum merkinguna.  Af hverju?  Má vera að söfnuður Guðs sé ekkert sérlega vel að sér í orði Guðs?  Slæmt, ef rétt er.    Einskis safnaðar bíður himnekt regn sem fyllir peningakassa hans peningum.  Rétt er að gangandi lægðir eru margar.  Engin þeirra ber þó til okkar peningasekki ætluðum einum og öðrum söfnuði Guðs.  Leiðirnar eru samt ljósar og eru það ég og þó og okkar eigin veski sem við ljúkum upp.  Einfalt.  Virkar vel.   

1 Korintubréf 16.  2.

Hvern fyrsta dag vikunnar skal hvert ykkar leggja í sjóð heima hjá sér það sem efni leyfa til þess að ekki verði þá fyrst farið að efna til samskota þegar ég kem. 

Losum okkur við hvimleiðan fátæktarandann og lærum frekar að treysta Guði og orði hans.  Fátæktarandi er pabbi nískunnar og ástæðan fyrir því að fæstir söfnuðir eigi til hnífs og skeiðar og gera þrátt fyrir að allir, langflestir, það má fullyrða, viti vilja Guðs hvað samskot varðar.  Viljandi ná þeir þessu þó ekki og upplifa því aldrei, allavega sjaldan, vilja Guðs og yfirflæði Guðs inn í sitt eigið líf.  Að öllu leyti er Guð góður.  Hann er með skipulag hjá sér sem virkar inn í mitt og þitt líf.   Nöldur okkar er oft Þrándurinn í götu sem stíflar flæði Guðs til okkar.  Nöldur segir við mig að mér líði ekki vel í dag.  En það ráði ekki lengur allri för minni.  Jesús lifir!  Hann lifir!

 

 

 

 

  1. maí 2024.

Kristin trú er mögnuð.  Hún felur í sjálfri sér vald sem aumum mönnum eins og mér er treyst fyrir. Hún kennir okkur allt gegnum fræði sín hvernig skuli boða, hvernig skuli vinna og hvernig gera.  Allt með reglu og allt undir handleiðslu hans sem reis upp frá dauðum, situr við hægri hönd lifandi Guðs og stjórnar þessu ferðalagi sjálfur frá himni.  

Hér má skjóta inn sýn sem ég sá og er á þá leið að við nokkrir, kannski tíu eða tólf einstaklingar, sátum inn í herbergi er inn kemur lágvaxinn maður með slíkt líf í sér að mann undraði.  Hann vindur sér beint að mér og segir.

“Konni!  Komdu með mér, ég þarf að nota þig til ákveðins verks.  Ég treysti mér ekki til að fara og þá sagði hann.

“Þú þarft ekki að gera neitt.  Ég mun gera allt sjálfur.  Komdu bara með mér.  En ég dreg lappirnar og segir hann þá við mig.

“Ekkert mál. Ekkert mál.  Þú kemur þá bara seinna.”  Fer hann nú yfir til næsta manns og allt á sömu leið.  Enginn er tilbúinn.  Einn okkur sat fast við innganginn og fær sömu beiðni og einnig sama svar.  En þessum ýtti hann með sér út. Og dyr lokast að baki þeim.  Fyrirhugað verk var unnið en ekki með honum sem hann til að byrja með ætlaði að hafa með sér.  Sem sagt mig. 

Er þetta ekki partur vandans á akri Guðs hversu við erum oft ekki reiðubúin til að gera vilja frelsarans?  Líka þó að við vitum hver ætlar að vinna verkið og við sjálf staðfestum hvað verkið allt er leikandi létt.  Eitt er gott að muna að Jesús vinnur fyrir hendur síns fólks sem verða þá að vera þar sem atburðirnir gerast.  Verk í Kristi geta aldrei snúist neitt um mitt hæfi eða þitt hæfi heldur um Krist sem gerir verkið.  Hver til að mynda gaf lama manninum styrk í lamaðan líkama sinn annar en Kristur.  Pétur postuli var til staðar og sagði sín orð.  Rétt er það.   

Postulasagan 3.  1-6.

Pétur og Jóhannes gengu upp í helgidóminn til síðdegisbæna.  Þá var þangað borinn maður, lami frá móðurlífi, er dag hvern var settur við þær dyr helgidómsins sem nefndar eru Fögrudyr til að beiðast ölmusu af þeim er inn gengu í helgidóminn.  Er hann sá þá Pétur og Jóhannes á leið inn í helgidóminn baðst hann ölmusu.  Þeir horfðu fast á hann og Pétur sagði: „Lít þú á okkur.“  Hann starði á þá í von um að fá eitthvað hjá þeim.  Pétur sagði: „Silfur og gull á ég ekki en það sem ég hef, það gef ég þér: Í nafni Jesú Krists frá Nasaret, statt upp og gakk!“

Er ekki ljóst hver vann hið mikla kærleiksverk á manneskju?  Og er þetta ekki hreint prýðis svar við spurningunni um að byrði Krists sé létt og að verkin í honum leiki í höndum okkar vegna Krists?  Fyrir mér er engin spurning um hver sé á ferð.  Mikill kraftur og mikið líf fer um þar sem Kristur mætir rétt eins og ég sjálfur varð vitni að í þessari sýn sem ég minnist á hér ofar.  Hann sem kom sagði við mig.  “Konni komdu.  Þú þarft ekki að gera neitt” sem þó nægði mér ekki. 

Ljóst er að maðurinn sem ég sá og kom inn og ýtti einum okkar út með sér er Jesú.  Sá fór aldeilis ekki sjálfviljugur.  Og þarna má sjá bæði mig og þig.  Sumir ná að hrista þetta af sér.  Með öðrum orðum.  Trú og verk trúar eru oftast nær mesta barátta.  Líka þó að við vitum hver standi að baki og að Jesú geri verkin.  Maður?  Hvað er honum brokkgengar né torskyldar?  Samt er það svo að akkúrat þennan mann, bentu á sjálfan þig, elskar Jesú allri elsku og lagði líf sitt í sölurnar fyrir.  En það vil ég viðurkenna hér og nú að stundum verð ég ósköp þreyttur á að skrifa þetta Guðs orð og tjá mig um það eins og ég hef gert gegnum áratugina og held áfram með.  Enda skýr vilji Drottins að gera.  Um tvennt er að velja.  Hætta þessu eða halda áfram þar sem frá er horfið.  Þetta tvennt er í boði fyrir mig á akri Guðs.  Og ég vel sjálfur í hvaða átt ég fer.  Trúið þessu. 

  1. maí 2024.

Öxar við ánna, norðan við tánna.

Kría á lofti og sú er nú ill.

Blaktandi fáni sem heldur á sláni.

Voðalegt hreint en þó yfir því stíll.

  1. maí.  Dagur verkalýðsins.  Dagurinn rekur upphaf sitt til ársins 1889 er alþjóðasamtök kommúnista hittust á ráðstefnu sem fram fór í París.  Merkilegt er að kommúnistar hafa stofnað 1 maí dag og tileinkað verkalýðnum sem enn er við lýði.  Jafnvel þar fæðist ágæt verk fram.

Fyrsta 1. maí gangan á Íslandi er gengin 1923. Dagurinn var löggiltur árið 1966.  

Opinberir starfsmenn á Íslandi taka ekki þátt í göngunni fyrr en tuttugu árum síðar eða 1. maí 1943 og það eftir að Bandalag ríkis og bæja (BSRB) er stofnað.  Til þess tíma höfðu ríkisstarfsmenn engan verkfallsrétt haft en fengu 1943.  Þó ekki allir starfsmenn ríkisins.  Lögreglan var án verkfallsréttar nokkrum áratugum lengur en fékk loks sinn verkfallsrétt þó ekki minnist ég þess að lögreglumenn hafi beitt honum.  Ég veit ekki betur en að þessi réttur lögreglumanna sé enn í hendi.  Hann er þó svolítið heftur vegna auðvitað stöðu lögreglu í samfélaginu.   Að löggan fari í verkfall er mögulegt.

Þó að ekki hafi maður alllengi farið á 1. maí stund var annað uppi á teningnum á yngri árum manns í Hafnarfirði er maður gekk fylktu liði ásamt fjöldanum og heyrði einkennisklædda Lúðrasveit leika baráttulög sem samin hafa verið í kringum ágætan 1. maí dag.  Það skal hér viðurkennt að ekki hef ég enn heyrt eitt lúðrasveitalag sem mér líkar við.  Með allri virðingu fyrir íslensku sauðkindinni.  Kannski kemur það.  Maður veit aldrei.  Lengi er eins von. Það vitum við.

Að stofnuð hafi verið verkalýðsfélög er af engu nema brýnni nauðsyn. Atvinnurekendur, sem ég virði mikils og vil að komi hér fram að ég geri heilshugar, sem fá ekkert aðhald frá sér öflugri samtökum, verkalýðsfélögum, hafa tilhneigingu til að fara sínu fram og ráða og reka fólk að vild.  Hafnarverkamenn lengi vel í landinu bjuggu við nákvæmlega ekkert atvinnuöryggi og voru annað veifið ráðnir til að landa upp úr togara sem maður upp á vörubílspalli, verkstjóri, benti fingri sínum á sem maðurinn á bryggjunni skyldi að átti við um sig og hvarf um borð.  Í árdaga hófst löndun úr togara undir eins og togari kom til hafnar og hvenær sem var sólarhringsins.  Þetta kerfi býr til alla þessa árvökulu menn sem sagan segir að hafi húkt upp við húsveggi og gert hvernig sem viðraði.  Maður í startholum hafði möguleika á handtaki en andvaralaus aldeilis ekki neitt.  Engin mynd var á þessu. 

Það er í þessu ljósi sem við sjáum betur mikilvægi öflugrar verkalýðsforystu og mikilvægt hlutverk stöndugra verkalýðsfélaga. Vegna alls óheiðarleikans sem ríkir í flestum mannlegum samfélögum þurfa félögin að starfa.  Málið snýst orðið mest um að skara eld að eigin köku og greiða sem allra minnst í laun.  Engin glóra.  

Mannlegt eðli er og verður áfram samt við sig og vill eðli sínu samkvæmt ýta að sínum tota og hugsa mest um sitt.  Ég veit að þú ert ekkert svoleiðis en þekkir einhverja sem eru þannig þenkjandi.  Aðhald þarf að vera. Verkalýðs- og sjómannafélög svara kallinu.  Þeim öllum hefur reyndar verið steypt saman í stærri batterí sem áhöld eru um að sé betri leið.  En svona staðan. 

  1. maí 2024.

1 Korintubréf 14. 1.

“Keppið eftir kærleikanum.  Sækist eftir gáfum andans en einkum eftir spámannlegri gáfu.  Því að sá sem talar tungum talar ekki við menn heldur við Guð.  Enginn skilur hann, í anda talar hann leyndardóma.”- Þetta er magnað.

Kærleikur!  Hvaða kristin manneskja elskar ekki kærleikann og viðurkennir ekki kærleikann fyrir sér sjálfri sem mest allra afla í lífinu og sem best færi á að réði og ríkti í öllu samfélagi okkar?  En gerir hann það?  Hver svari spurningunni sjálfur fyrir sig.  Ómögulegt er að meta hvað hverri og einni manneskju finnist um kærleika.  Í verki.   Já, í verki.  Kærleikur er beint verk sem trúuðum er gefið og einnig skilningur á hvað kærleikur sé.  En hafa þeir skilninginn?  Aftur vísar maður svarinu yfir til hvers og eins og að þar liggi svar við spurningunni.   Að svara svona löguðu sjálfur, um sig, er algerlega út í bláinn að ætlast til. Sjálfur birtist mér oft kærleikur þinn og ég skil æ betur hvað raunverulegur kærleikur er.  Besti fáanlegi lærdómur sem við finnum er að lesa orð Guðs.  Til að mynda þessi

Mattuesarguðspjall 23.  15.

“Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér farið um láð og lög til að snúa einum til yðar trúar og þegar það tekst gerið þér hann hálfu verra vítisbarn en þér sjálfir eruð.”

Ekki sjáum við nú sérlega mikinn kærleika hér.  En gæti það verið?  Til að sjá þarf að skoða nánar.   Og við skiljum hvað rekur Jesús til að tala yfir hausamótum þessara manna sem flytja fólki ranga kenningu.  Við sjáum hreinan kærleika Krists á staðnum sem kemur gegn villu.  Elska hans til þessara þverbrotnu manna er ljós en ekki villan sem þeir flytja til að komast sjálfir að með eigin skoðanir sem mest liggja í orðum á borð við þú mátt ekki, þú skalt ekki.  Sjáum við ekki kærleika Krists opinberast hér?   Mögulega sjá þetta einhverjir.  Þó veit maður aldrei. 

Við vitum sem til þekkjum að fræðimenn og farísear þess tíma töldu sjálfa sig vera í harla góðum málum.  Jesú bendir á svolítið annað.  Kærleikur Krists gefur okkur að sjá réttu myndina.  Kærleikur í verki mínu undir þessum kringumstæðum er ekki alltaf til neinna vinsælda fallinn en er samt kærleikur sem mögulega mun opinberast mönnum síðar.  Og hvað vitum við hve margir á staðnum snertust síðar í hjarta þó að í andartakinu hafi orð Jesú virkað sem hrein og tær svipuhögg?  Þetta er kærleikur sem við getum öll játað að sé fáumst við til að staldra við orðin og velta þeim betur fyrir okkur.  Skyndilega er komið á nýtt ljós.  Og orðið Vá brýst fram. 

Ekki er bara kærleikur að strjúka fólk blíðlega um kinn og segja.  “Aumingja þú.  Afskaplega eru allir vondir við þig.”  Það er fyrst og fremst röng fullyrðing og hið sanna að engin manneskja býr svo illa að allir í kring séu vondir við hana.  Það sem við erum að upplifa er oft annað.  Ekki hafa allir augu sem sjá né eyru sem heyra.  Nema eigið vol. 

Sjálfur tel ég kærleikann á meðal okkar oft í heiðri hafðan en vandann að betur fari á að einhver annar en ég hefji þessa kærleiks vegferð.  Er ekki vandinn oftast þar?

Mörgum spurningum má velta upp er kemur að hugsuninni um kærleika Jesú.  Ein spurningin gæti mögulega hljómað á þann veg að hverju menn leiti hvað kærleika áhrærir.  Hvaða svara væntum við af kærleikanum og eftir hvaða svörum leitum við um hann?  Sumt hjá okkur er einhvern veginn svo óljóst.  En af hverju?  Getur svarið legið í að svo mörg okkar höfum ekki afskaplega góða þekkingu á orði Guðs og grípum því oftar en þarf til bendandi fingurs og eða skeytingarleysis um málið?  Fingur manns hefur tilhneigingu til að ávallt benda frá sér og sjaldnar að sér er kemur að mörgum svona málum.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

  1. apríl 2024.

Mikilvægt er að átta sig á hugsun ýmissa hluta og hvað ætlast sé til með þá og til hvers allt þetta er sett fram.  Allt hefur sinn sérstaka tilgang.  Einnig þarf maður helst að vita skil á öllu og engu.  Svona strangt til tekið.  Sé út í þetta farið.  Allt til að stilla af og setja í ramma það sem hér er til að forða því að glundroði merki sér alla þætti.  Til að hindra hann þarf reglur og menn að vita hverjar þær séu og læra inn á þær.  

Sjáið til dæmis umferðarreglurnar sem stýra umferð um götur borga og bæja og gilda á öllum vegum landanna.  Þetta er gert til að menn geti farið um þessar brautir klakklaust og komist heilir heim, og báðar leiðir heim, eins og einhver sagði og við hlæjum enn að hinum.  

Er fyrsta bifreiðin kom fram voru eðlilega engar umferðarreglur til.  Sé ekkert að gerast eru allar reglur óþarfar.  Umferðarreglur koma þegar ljóst er að bifreiðum muni fjölga og séu komnar til að vera.  Þá sjá menn líka þörfina á reglum sem leiði bifreiðastjóra eftir götunum og láti umferðina ganga slysalaus fyrir sig.  Allir sjá þetta.   Samt gerast slysin.  En þau eru flest vegna handvammar manna en ekki vegna gildandi reglna. Manneskja er veikasti hlekkur hverrar keðju.  

Orð Guðs er eitt allsherjar regluverk og sett fram til leiðbeiningar mönnum.  Það er að segja eftir að trúin er komin til skjalanna.  Þar eins og hvarvetna annars staðar er maður sjálfur bilangjarnasta stykki hjólsins.  Þegar eitthvað brestur í trú manna má oftast nær rekja atburðina til einhvers konar handvömm manneskju sem skilur boðskapinn ekki rétt eða beinlínis framkvæmir rangt af ásettu ráði.  Flestir kenna þó eigin kringumstæðum um.  Og menn áfram stikkfrí.  Allir eru samt án afsökunar.  Skoðum orðið.

1 Korintubréf 13.  1-2.

Þótt ég talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.

Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú að færa mætti fjöll úr stað en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt.” Þarna lásum við ákvæði sem við vitum um vegna þess að standa í orði Guðs í Biblíunni.  

Trúarganga mín hefur sín eigin skilti.  Hún er með sín eigin rauðu, gulu og grænu ljós sem leiðbeina mér um réttan veg sannleikans.   Sama gildir um trú og umferð, að fylgjum við ekki uppgefnum reglum bjóðum við alls kyns óhöppum og slysum í teitið okkar.  En af því að við viljum ekkert svoleiðis né nokkurt vesen kringum okkur að þá missum við okkur ekki né segjum.  “Þetta sleppur.”  Tökum sem sagt ekki lengur nokkurra áhættu og erum þess í stað viss um út hvað sé farið.  Og við virðum fullkomlega rauða ljósið er það kviknar og höfum ekki ferð fyrr en grænt ljós veifar til okkar og segir.  “Nú er öllu óhætt.”  Öndvert við rauða ljósið sagði græna ljósið.  “Nú getið þið haldið áfram.”  Gæfan hefur áfram valið sér stað hjá okkur og vill dvelja með okkur.  Sjáum við ekki núna að hvert og eitt okkar er sinnar eigin gæfu smiður og af sínum eigin ákvörðunum sem skera úr um góð eða vond verk?  Ég get hafnað hinu vonda og lífið hefur kennt mér margt og ég veit orðið að fari ég þessa tilteknu leið bið ég um allt sem á henni er.   Fá gæfuspor eru þar.   En af hverju fer ég hann þá?  Vegna veikleika.  En hve lengi enn ætla ég að nota veikleikan sem mína eigin afsökun?  Mál er að linni og ákvörðunar þörf.  

Með öðrum orðum að þá tökum við oft sénsa með sumt og sleppum bara stundum með skrekkinn.  Að taka séns í mikilvægu máli er aldrei af hyggni gert heldur beinni heimsku.  Ekkert okkar á að vera heimskt heldur viturt fólk en erum stundum bara hreinir og beinir heimskingjar.  Ekki satt?  Engin spurning.  Nú sjáum við að reglur eru til að virða og fara eftir.  Myrðir þú manneskju ertu á leið í fangelsi.  "Bang!"  Allt er komið í klessu spil þitt búið. 

  1. apríl 2024.

Sumar.  Sumarauki.  Sumarfrí.  Orlof.  Utanlandsferð.  Alls konar myndir tengdust komu sumarsins.  Í dag taka menn sér frí hvenær sem er ársins.  “Aðeins að skreppa út fyrir landsteinanna, segja þeir og girða sig í brók.  Maður með kreditkort og yfirdráttarheimild í bankanum sínum er aldrei alveg blankur.  Skuldin sem yfirdráttarheimildin býr til er seinni tíma höfuðverkur.  Bregðist allt og skuldin orðin fólki óviðráðanleg má alltaf kenna því um hversu auðvelt sé að steypa sér út í botnlausar skuldir og á eftir varpa ábyrgðinni yfir á einhvern annan en sig sjálfan.  Að vera sjálfur ævinlega stikkfrí og allt mein öðrum að kenna og aldrei sér sjálfum er svolítið hér og nú hugsun og er nokkuð mottó dagsins. Sjálfsvorkunn er algengari en menn halda.  Og þvílíkt mein er hún ekki.  Hreint hræðileg.

Utanlands ferð er hið algenga nú orðið og lítill vandi að koma sér í slíka ferð.  Farið er inn á Netið og það skoðað sem í boði er af ferðalögum.  Sé þetta ákveðið er gengið alla leið með málið og það gert án þess að standa upp þar sem setið var.  Er allt hefur verið klárað og búið að greiða umbeðið staðfestingargjald er ferðin svo gott sem klár.  Allt gert eldsnöggt heima gegnum NETIÐ eftir að ákvörðunin er komin hvít og klár.  Allt verkið er gert í sitjandi stöðu heima og bara stundum í vinnunni.  Þið vitið.  “Þarf aðeins að skreppa.  Er það í lagi?”  

Sé verkið gert heima fyrir er slíkur hraði á að vart næst að tæma eina krús af uppáhelltu kaffi á meðan pöntun er kláruð.  Og flestir segja smá stoltir.  “Þetta var ekki lengi gert”- og standa á fætur og girða sig aftur í brók, harla stoltir menn.  Þetta fólk er fólk sem getur.  Kannski ekki allt en nokkuð margt.  Hvílík dýrð þessi yfirdráttarheimild.   Í dag er aldrei neitt vesen.  Flestum er illa við hvers konar vesen.  Er ekki lífið undursamlegt? 

Bíll við bíl aðferðin var ekki í boði í þá gömlu góðu daga eftir að höfuðborginni sleppti og hið venjulega að aka einbíla lengst af akstrinum og eftir að ys og þys borgarinnar sleppti.  Í þurru sumarveðri fór bíll sem ók á móti ekki fram hjá ökumanni því rykið sem upp steig af malarvegum sást nokkuð langt.  Þá verða menn að gæta sín vandlega á að hala upp allar opnar rúður bifreiðarinnar og sumir forsjálli en aðrir þar og settu miðstöð bifreiðarinnar í botn og vildu með þeim gjörningi sínum enn frekar spyrna við fæti og hindra að nokkurt rykkorn læddist inn í bíl sinn.  Samt kom rykið.  Ryk er útsmoginn…. "Já."

Er bílarnir runnu hvor í sína átt mátti aftur gera eins og var.  Sennilega er all langt í næsta bíl.  Væru börn með mæna þau vonaraugum til sjoppunnar sem nálgast og fara svo að grenja þegar bifreiðastjórinn ætlar bara ekkert að koma við í henni.  Hverslags pabbi er nú þetta?

Friður og spekt er á vegum landsins og fé á fjalli að mestu í friði af akandi bifreiðum.  En þær voru þarna með lömb sín.  Rekstur á fjall er hefðbundinn og farin á hestum sem dagur var tekinn í fyrir sem nokkrir bændur í sveitinni stóðu saman um.  Merkileg eru oft hefðin og venjurnar sem sveitin heldur sumpart enn í.  En einnig þar er orðið á brattann að sækja.

Bóndinn kann að starfa með sveitunga sínum og kom oft við á næsta bæ og tók til hendinni, stæði eitthvað sérstakt til.  Eins og að steypa upp nýtt fjós, lagfæra gamalt fjárhús eða klæða minka- og eða refahús með járni sem á sinni tíð flæddu yfir sveitir en eru í dag örfá eftir.  

Að reka fá á fjall er enn gert en aðferðin önnur og bifreiðar notaðar til að koma fénu af bæ til fjallsins.  Smölun eftir sumarhagann er hefðbundnara verk og hestar og gangandi fólk með hunda sína.  Hið nýja eru fjórhjólin.  “Miklu þægilegra svona”- segja menn og kveikja sér í vindli.  Sem fyrr hefur vegalambið engar reglur nema sínar eigin reglur að fara eftir.  Þær reglur ganga sjaldnast saman með umferðarlögum Íslendinga.  Vegalamb?  Þetta er úrelt hugsun en haustréttir eru ein klassíkin.  Enn koma menn í réttir og eru stundum langt að komnir.

  1. apríl 2024. (b)

Eftir seinni heimsstyrjöld hurfu mörg af “stórmennum” nasista undir yfirborðið og flúðu til annarra landa.  Er hér er komið eru mennirnir ekki lengur nein  “stórmenni” sem ráða yfir lífi og dauða borgara borganna.  Lífsvilji fólks er sterkt afl.   

Kaþólska kirkjan hefur oft legið undir ámæli fyrir að hafa á sínum tíma aðstoðað marga af þessum gömlu nasistum sem komust undan.  Vitað er að fjölmargir þeirra hurfu og komu fram í öðru landi og margir fyrir atbeina kaþólsku kirkjunnar.

Umfjöllunin um kaþólsku kirkjuna frá þessum tíma byggir ekki á sanngirni heldur beinni vanþekkingu á einkum verklagi Krists sem beinlínis hvetur hana, alla kirkju sína hvar sem er í veröldinni, til að sýna fólki miskunn og vægð.  Það er ekki verk kirkju að leggja dóm á hvað menn hafa aðhafst.  Komi menn þangað þeirra erinda að leita sér hjálpar ber kirkjunni skylda til að veita hjálp.  Að taka undir ill verk fólks er annað.  Gerði hún það væri hún um leið dómari fólks.  Réttlæti Krists er annað en réttlæti manna.  Í dyrum kirkjunnar er venjuleg manneskja af holdi og blóði að biðja sér hjálpar.  Skylda kirkjunnar, og um leið skýr vilji Jesús, er að bregðast við hjálparbeiðni.  Um þessa hugsun getum við fundið heilmörg dæmi í ritningunni og munum eftir hórseku konunni sem beinlínis er staðin að verki við sinn hórdóm sem menn komu með til Krists til vita hvað hann segði.  Og hvað sagði Jesús?  Það er áhugavert að skoða og skilja betur tilgang kirkjunnar. 

Jóhannesarguðspjall 8. 

Og þegar þeir héldu áfram að spyrja hann rétti hann sig upp og sagði við þá: „Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrstur steini á hana.“  Og aftur laut hann niður og skrifaði á jörðina.  Þegar þeir heyrðu þetta fóru þeir burt, einn af öðrum, öldungarnir fyrstir. Jesús var einn eftir og konan stóð í sömu sporum.

Hann rétti sig upp og sagði við hana: „Kona, hvað varð af þeim? Sakfelldi enginn þig?“

En hún sagði: „Enginn, Drottinn.“

Jesús mælti: „Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú. Syndga ekki framar.”  

Orð Jesú eru skýr um að dæma engan og að sýna fólki miskunn.  Hverju sem er.  Orðin „Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú. Syndga ekki framar”- er grunnur kristinnar kirkju.  Af orðum hans má þó ráða að hann taki ekki undir verk hennar.  Það er honum heimilt en er samt annað mál.  Aðalatriði var að konunni stóð til boða hjálp og stuðningur.  Sá yðar sem syndlaus er, og svo framvegis.  Þetta er ástæða þess að kaþólska kirkjan hjálpaði fjölda sekra nasista.   Fólkið kom allt þangað að fyrra bragði. Kirkjan er ekki dómsvald.  Hlutverk kirkju er annað en að dæma manneskjur.  Gegnum kirkjuna frelsast manneskjur.  Munum!  Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.  Líka einn og annar froðufellandi “réttlætishafur” sem telur sjálfan sig fullkominn.    

Skoðum ritninguna.

Lúkasarguðspjall 13.  1-5.

“Í sama mund komu einhverjir til Jesú og sögðu honum frá Galíleumönnunum sem Pílatus lét drepa er þeir færðu fórnir sínar svo að blóð þeirra blandaðist fórnarblóðinu.  Jesús mælti við þá: „Haldið þér að þessir Galíleumenn hafi verið meiri syndarar en allir aðrir Galíleumenn fyrst þeir urðu að þola þetta?  Nei, segi ég yður, en ef þér takið ekki sinnaskiptum munuð þér allir farast á sama hátt.  Eða þeir átján sem turninn féll yfir í Sílóam og varð að bana, haldið þér að þeir hafi verið sekari en allir þeir menn sem í Jerúsalem búa?  Nei, segi ég yður, en ef þér takið ekki sinnaskiptum munuð þér allir farast á sama hátt.“

Ekki er hlutverk kirkjunnar að dæma nokkurn mann né koma upp um nokkra manneskju.  Refsivöndur yfirvalda er þarna.  En hann er ekki kirkja né lausn kirkju. Kaþólska kirkjan samkvæmt orði Guðs bregst rétt við og má vel eiga það.  Amen.   

 

 

 

 

  1. apríl 2024.

Allir menn skilja mikilvægi þess að vita góð deili á því sem þeir fást við og gera til að auka skilning sinn og tryggja sér hann réttan.  Þeir vita að til að af því verði sé mikilvægt að fara oft yfir verkefnið til að réttur skilningur komi.  Að fara þessa leið er öllum gefið en spurning um hvað menn geri.  Skilningur fólks er sitt afl og um leið gríðarlegt afl fyrir hann og hana sem á og mikilvægari en oft er látið í veðri vaka.  Velji menn aðra leið en að læra réttan lærdóm er sú hætta alltaf yfirvofandi að rangur skilningur komi og að útkoman verði öðruvísi en hún á að vera og til að byrja með var lagt af stað með.  Þetta er ein ástæða þess hversu mjög er lagt upp úr kennslu beint upp úr orði Guðs og að hún sé fram sett alveg frá byrjun með réttum hætti.  Kunnáttan er endurtekin og ítrekuð við fólk eins og þarf og áréttingin er færður fram fyrir réttan skilning sem byggir upp manneskju.  Og hver er útkoman?  Klettur sem hvergi haggast ævina á enda.  Við höfum gott orð yfir þetta.  “Trúarvöxtur.”  Og hann er allur á ábyrgð einstaklings.  

Gegnum tíðina og á trúargöngu einstaklings hefur alls konar læðst inn í trúarvitundina sem bæði vekur trúuðu fólki upp hugsanir um hvort eitt og annað sé réttur skilningur á orði Guðs.  Og sumt beinlínis hefur verið rangt kennt og illu heilli kyrfilega fest sig á meðal hinna trúuðu.   Og af hverju?  Fólk er í endalausum slag við eigið hold sem vill smávegis sveigja af leið hér og eilítið af leið þar og sjá skyndilega leið fyrir sig að fara.  Oft vegna annarrar manneskju sem gerði það sem annar barðist við að gera ekki en andar léttar eftir að hafa séð gerning hins og lætur nú sjálfur vaða.  Vandinn er oft sá að við öpum hvort upp eftir öðru.  En það eitt og sér gerir ekki rangt að réttu.  Gott viðmið.  Hold manns er erfiðasti húsbóndinn.  Við þessu hafa allra mestu trúmenn glímt og gengist við.  Munum þó að það að gangast við einhverju er ekki sama og að falla fyrir því.  Að trúa er dagleg barátta. Trú er endalaus barátta.  Skoðum orðið.

Rómverjabréfið 7.  22-24.

Í hjarta mínu hef ég mætur á lögmáli Guðs en ég sé annað lögmál í limum mínum og það stríðir gegn lögmáli hugar míns, hertekur mig undir lögmál syndarinnar í limum mínum.

Ég aumur maður! Hver frelsar mig frá þessum dauðans líkama? Guði sé lof að Jesús Kristur, Drottinn vor, frelsar. En sem sagt: Sjálfur þjóna ég lögmáli Guðs með huga mínum en lögmáli syndarinnar með ytri gjörðum.” - Barátta.  Látum hana enda með sigri.  Það getum við.  

Hér sjáum við blóðugan slag manns við hold sitt sem lært hefur að beita vopni að nafni trú á Jesú.  Hálfvelgja, maður nennir engu svona.  Gafst hún enda fljótlega upp á sínum trúarlega slag og góðu baráttu.  Sem slagurinn þó byrjaði á.  Ósigur hér er alltaf grafalvarlegt mál. Við verðum að vita hvar skóinn yfirleitt kreppir og liggur í okkar eigin holdi og á eigin álagsstundum.  Nú skiljum við betur klásúluna sem talar um að deyja holdinu.  Vissulega stórkallalega mælt.  Þetta segir orð Guðs.  Trúin tekur við svona orðum.  Öndvert við vantrú.  Hún hneykslast bara. 

Sama reyndi hinn mikli og merkilegi trúmaður Páll.  Sigur Páls lá í að láta ekki undan þessu og er sama og að vilja berjast trúarinnar góðu baráttu.  Með tímanum og meiri skilningi á hvað trú sé sjá menn sjálfir hversu ofboðslega veikt holdið er.  Trúin vill líka fá sitt.  Stöðugt hróp hennar er að við gerum vilja Guðs og um leið það sem er rétt.  Allt þetta byggir á grunnmötuninni.  Hún sem fyrr er spurningin.  Sjáum við ekki hvernig réttri umræðu og réttri kennslu í guðlegum fræðum er umhugað um að draga hring utan um einstaklinginn mig með því sem hún gerir?  Orð Guðs er áreiðanlegt og algerlega örugg leið.  Eftir orðinu getur trúað fólk hiklaust farið. 

Vegna veikleika holdsins og eigin grindar látum við undan sumu og gerum oft í skjóli þess að allir hvort eð er geri þetta.  Þetta er rangt.  Á öllum tímum hefur verið uppi varfærið fólk.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Vissulega.  Amen.  

  1. apríl 2024.

Það er í eðli syndar að koma gegn öllu sem Guð hefur um mál að segja.  Á dómsdegi verður dæmt eftir lögum og reglum Guðs en ekki hvað mér og þér finnst.  Lenska margra, hið algenga, er að koma gegn stjórnvaldi ríkja og að finna þeim allt til foráttu.  Þar eru margir kristnir menn og konur algerlega samstíga heiminum ef út í þá sálma er farið sem, öndvert við syndugt fólk, veit þó um klásúluna í orðinu hvaða afl skipi sérhvert stjórnvald.  Skoðum dæmi.

Jóhannesarguðspjall 19.   10-11.

Pílatus segir þá við hann: „Viltu ekki tala við mig? Veistu ekki að ég hef vald til að láta þig lausan og ég hef vald til að krossfesta þig?“

Jesús svaraði: „Þú hefðir ekkert vald yfir mér ef þér væri ekki gefið það að ofan. Fyrir því ber sá þyngri sök sem hefur selt mig þér í hendur.“- Hér kemur skýrt fram hvernig í þessum málum liggi að Guð almáttugur er á bak við sérhvert stjórnvald og ætlar þeim að halda uppi vissri reglu og aga gegnum lagasetningar og skaffa fólki ákveðna þjónustu gegnum skattkerfið sem við endalaust segjum of háa en sjáum ekki ástæðuna né auknar eigin kröfur á hendur stjórnvalda.  Margt fólk er sannfært um að stjórnvöld séu handónýt.   Hér rekst allt á hvers annars horn í afstöðu manna.  Hversu erfitt hefur ekki mörgum kristna manninum reynst að sjá stjórnvöld guðlegum augum?  Samt er það svo að afstaða manneskja breytir ekki því hvað Guð segir.  Orð Guðs er lykilsetning.  Áleitna spurningin nú er.  Mun ég fara eftir orði Guðs eða mun ég ekki fara eftir orði Guðs?  Hér væri gott fyrir allt fólk að minna sig á að eftir orðinu verði dæmt en ekki einni og annarri mannasetningu.  Sumt ættum við að vilja vita.  Festum þó er slétt sama.  

Hvernig sem ég og þú lítum á þetta sérstaka mál liggur fyrir að stjórnvöld eru ein Guðsgjafanna.  Og kennir ekki kristin trú fólki lexíuna um að virða orð Guðs?  Þar finnum við hvergi orðin “Nema stjórnvöld.”  Þarna hafa margar manneskjur veðjað á rangan hest sem og margir kristnir einstaklingar.  Orð Guðs munu síðast tala á þessari jörð.  Vil ég meðtaka þetta?  Að sjálfsögðu.  Hlýðni við allt orð Guðs eða ekki hlýðni við allt orð Guðs sker úr um heill okkar og eða óhamingju.  Hér ræð ég einni ferðinni og vel fyrir mína parta að fylgja orði Guðs.

Skoðum fleiri ágreiningsefni.

1 Korintubréf 11.  7-12.

Karlmaður á ekki að hylja höfuð sitt því að hann er ímynd Guðs og endurspeglar dýrð hans en konan endurspeglar dýrð mannsins.  Því ekki er karlinn af konunni kominn heldur konan af karlinum og ekki var heldur karlinn skapaður vegna konunnar heldur konan vegna karlsins.  Þess vegna á konan að bera á höfði sér tákn um valdsvið sitt vegna englanna.   Þó er hvorki konan óháð karlmanninum né karlmaðurinn konunni í samfélaginu við Drottin því að eins og konan er komin af karlinum, svo er og karlinn fæddur af konunni en allt er frá Guði.” 

Hér gæti farið að hitna í kolum.  Það sem ég í annan stað sé í orðunum eru ekki boð og bönn og helsi heldur klásúla um frið sem setur upp regluverk um ákveðið verkskipulag, segjum, innan veggja heimilisins. Margt kristið fólk sér ekki þetta og kýs að rangtúlka þetta þvers og kruss af þeirri ástæðu að hafa ekki enn meðtekið raunverulegan boðskap orðanna um skipulag sem stuðlar að friði heima fyrir sem eftirleiðis gerir heimilið að griðastað sem því er ætlað að vera en uppreisn mannsandans kemur ávallt gegn, eins og öðrum vilja Guðs.  Sjálfu sér auðvitað til tjóns.  Orðið gerir allt fullkomið.  Mitt er að sjá fullkomleikann.  Sjáum við ekki núna hvar skóinn kreppir og þessa hörðu og beinu andstöðu okkar við margt skipulag Guðs.  Þetta er útskýringin á öllum glundroðanum hvert sem litið er og að menn hist og her sitji röngu megin á trjágrein sem verið er að saga, og enda sjálfir í sjónum.  Er það af visku?  Ég held ekki.  Jesús lifir!  Amen.

  1. apríl 2024.

Sumarið.  Það er komið og merkir.  Veturinn er að baki.  Um stund.  Hringrás sem engin stöðvar.

Sumir eru fólk sem láta veðrið hafa áhrif á sig.  Öðru fólki er slétt sama um það.  Ég er einn af þessu fólki sem spáir ekkert í veðrið né læt veður dagsins hafa áhrif á skapferli mitt.  Maður heldur í sitt vonda skap hvernig sem viðrar.   Grrrr alla daga.  Grín.   

Fuglar eru orpnir og liggja á eggjum í hreiðrum sem þeir sjálfir fundu stað fyrir og gerðu með eigin goggi og flugi milli staða.  Mávurinn er kominn á rétt við gluggann minn og lætur með reglulegum hætti vita af sér með ægilega háværu gargi.  Nálgist aðrir fuglar um of hreiðurstæðið gerist þetta.  Fögur eru hljóðin nú ekki.  

Er líða tekur á sumarið má venju samkvæmt vænta hnípins, aumingjalegs og þróttlauss mávsunga á þakinu sem veit ekki hvort hann er að koma eða fara né hvert hann sjálfur er að horfa og er að sjá banhungraður og greyið frekar slappt og líflaust.   En bara um stund því einn daginn blasir við mávur með venjulegt vænghaf fullvaxins mávs eða krumma sem flýgur léttilega um í loftinu og sest við ruslatunnu sem stendur opin og rífur og tætir í henni.  Eftir komu þessara fuglategunda blasir við versti sóðaskapur.  Enda eru hrafn og mávur sóðar og báðar tegundirnar inn á milli háværar með afbrigðum og erfitt að meta hvor fuglsröddin hljómi verr í mannseyrum.

Þessu má þá sumpart verjast og gera með frekar einfaldri að gerð og henni að fylgjast betur með lokum tunnanna sem eiga til að opnast af afli vindhviða sem við réttar veðurfarslegar aðstæður fara yfir svæði.  Allt þekkt og engin manneskja því að heyra um þetta fyrsta skipti en gæti samt vel beðið stundarkorn með að tína dralsið upp í von um að einhver annar íbúi á staðnum en ÉG, endurtek ÉG, geri verkið.  Klassísk hugsun margra manna og kvenna.  Hvort þessi fiðurfénaður mæti þangað eða ekki ráðum við fólkið nokkru um.  Samt ske slysin og við að morgni dags sjáum ummerki heimsóknar sem við viljum ekki en fengum og getum ekki alveg tryggt okkur gegn.  Hvimleitt auðvitað.  En bara ef við mannfólkið stöndum ekki okkar plikt og höllum lokinu aftur sem vindur í hviðum lýkur upp og fylgjumst með stöðunni.  Enn er hluti máva bara ungar í eggi og þroskast þar og ná vexti með mömmu gömlu ofan á sem gargar ósköpin öll og lætur vita af vænghafinu sem nálgast sem kemur fullnærri lofthelgi hreiðursstæðisins.  Nokkrum vikum eftir verpinguna er unginn í egginu orðinn of stór fyrir stærð eggsins að skurnin utan um gefur sig og eitt stykki ungi bröltir burt til að taka pláss í hreiðri.    

Svona er lífið.  Það er alls staðar.  

Talandi um framkvæmdarleysi manneskja má minna á söguna sem sum okkar þekkjum af stóra steininum á miðri götu sem hindraði umferð bifreiða um hana.  Flestir bifreiðastjórar á ferð eftir þessari götu fussa og sveia yfir slóðaskapnum og leti hinna og gæta sín vandlega á að vera nú alvarlega hneykslaðir yfir steininum sem ekki er fjarlægður.  Bar þá að þennan eina, alltaf hann, sem vatt sér út úr bifreiðinni og leggur til atlögu við steinhnullinginn og tekst að hnikra honum út í vegakant.  Málið er dautt.  Oft er stutt í kvörtunina hjá fólki og að halda að sér höndum af þeirri skoðun að verkið sé annarra og ekki sitt mál.  En stundum er þetta með þeim hætti.  Hvað gerum og hvernig við bregðumst sjálf við er spurningin.  Mikið er um framkvæmdarleysi í dag og til menn og konur sem skauta fram hjá verkefnum og bíða eftir að aðrir geri verkin.  Mikið af svona nú um stundir.  En af hverju er þetta með þessum hætti? Þetta er auðvitað arfavond spurning og gæti ég svarað henni væri ég gáfaðasti maður alls heimsins. Þetta vekur upp aðra spurningu um hvern langar í þetta og um leið verstu hugsanlegu refsingu.  Ykkur að segja að þá veit ég það ekki og bara að með þessum hætti sé þetta og að samviskubit vakni með mörgum manninum sem viti, en geri ekki.  Svolítið er til af svona löguðu.  Og þennan þekkjum við og erum stundum ofur latt og framtakslaust fólk.  Morgundagurinn bíður.  Og komi hann. 

 

 

 

 

Hver fær sigrað hersveitir lifandi Guðs?  

 

Lesum.

 

1 .Jobsbók 6.  11-13

Hver er styrkur minn, að ég geti haldið þetta út, og hverjar horfur mínar, að ég geti verið þolinmóður?

12 Er ég styrkur sem klettur?  Er líkami minn úr eir?

13 Nei, ég er ófær um að hjálpa mér sjálfur og ég fæ engu áorkað.

 

Lesum.

 

Jermía 51.  54-57.

 

54 Heyrið. Neyðaróp berst frá Babýlon, ógurlegt brak frá landi Kaldea.

55 Drottinn leggur Babýlon í eyði, lætur glymjandann frá henni þagna þó að öldur hans drynji eins og mikið vatn og niðurinn belji.

56 Já, hann kemur gegn henni, eyðandinn heldur gegn Babýlon, kappar hennar verða gripnir bogar þeirra brotnir, því að Drottinn er Guð sem launar, hann endurgeldur að fullu.

57 Ég geri leiðtoga og spekinga Babýlonar drukkna ásamt landstjórum hennar herforingjum og stríðshetjum.  Þeir skulu falla í ævarandi svefn og þeir munu ekki vakna framar, segir konungurinn.  Drottinn hersveitanna er nafn hans.

 

Lesum.

 

1 Korintubréf 10. 10–13.

11 Allt þetta kom yfir þá sem fyrirboði og það er ritað til viðvörunar okkur sem endir aldanna er kominn yfir. 12 Sá er hyggst standa gæti því vel að sér að hann falli ekki. 13 Þið hafið ekki reynt nema það sem menn geta þolað. Guð er trúr og lætur ekki reyna ykkur um megn fram heldur mun hann, þegar hann reynir ykkur, einnig sjá um að þið fáið staðist.




Hver ætli sé svo viti firrtur að vilja leggja í bardaga við þennan sem hér er lýst?  Enginn sem hefur áttað sig á afli hans, mætti og megin.   Jafnvel sá fífldjarfi mun að endingu falla í duftið andspænis svo miklu valdi og játa sjálfan sig sigraðan.  Slökum á og viðurkennum sannleikann Jesús. Fylgjum honum og gleymum öllu öðru.  Munum!  Guð er einn. 

Jesús er svarið.  Fylgjum honum og gerum sjálfa okkar hólpnar manneskjur, eins og við líka erum sköpuð til.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.  

  1. apríl 2024.

Eitt verka Krists er að hann afnam öll boð og bönn manna sem í gildi voru um mataræði.  Í Kristi et ég hvað sem ég sjálfur vil eta og geri án nokkurs samviskubits af minni hálfu hvað matarkyns fari ofan í mig.  En ég man eftir að þakka Guði fyrir fæðuna og manneskjunni sem eldaði ofan í mig.  Það er sjálfsögð kurteisi.  En ykkur að segja að þá elda ég oftast matinn minn sjálfur og gef Guði þakkir.  Allt til að minna mig á upprisinn Jesú og verkið sem hann vann á krossinum.  Samkvæmt kristnum gildum og kennslu Biblíunnar er allt þetta góða sem við notum og nýtum frá Guði komið.  Hann vill sinna grunnþörfum fólks.  Um þetta atriði efast sumir.  Samt er efi annarra ekki minn höfuðverkur.  Skoðum orðið.

1 Mósebók 8. 22.

“Svo lengi sem jörðin stendur skal hvorki linna sáningu né uppskeru, frosti né hita, sumri né vetri, degi né nóttu.“-  Allt fyrirheiti frá Guði sem ganga með lífinu á jörðinni og hver dagur fyrir sig staðfestir.  Þessu er að vísu misskipt einkum vegna syndar í veröldinni.”- Sannleikur sem við lifum dag hvern árið um kring og alla okkar ævi. 

Allir sem tilheyra Jesús og ganga daglega með honum í trú geta horft til baka og spurt sig spurningarinnar um hvenær hann og hana skorti eitthvað.  Átt við af nauðþurftum.  Að vilja lifa í vellystingu með allt og ekkert í kringum sig eru til önnur orð yfir.  Þessi.  “Eltast við prjál og notalegheit fyrir eigið skinn.” Ekkert af þessu er bannað og engin heldur skyldi hlutast neitt til um þetta í fari annarra.  Um gagnsemina af svona löguðu má stórlega efast.  Einnig það atriði er annað mál.  Hamingja fólks liggur ekki í þessum og hinum utanaðkomandi hlutnum.  Og ætli menn hafi nú ekki flestir komist að slíkri niðurstöðu með árunum að baki?  Ég reikna með því.  Hvað stendur þá eftir?  Ekkert.  Nákvæmlega ekki neitt.  Nema fullvissan um að eiga til Jesú í sínu hjarta.  Hann eru mín einu sönnu verðmæti og viðmið og hefur verið frá árinu 1989 er við fyrst kynntumst og hjarta mitt fylltist gleði og þakklæti yfir honum sem kominn er.  Og hver kom?  Sjálfur frelsari mannanna og ekkert minna heldur en það sem enginn mun nokkru sinni taka frá mér.  Og veistu af hverju?  Ég vil það ekki.  Hvað sem á við um þig.”-  En í guðanna bænum ekki segja mér það og hafðu álit þitt fyrir sjálfan þig.  En eitt máttu muna að þetta er minn þráður á Facebook.  

Orðið segir sjálft að matur muni ekki geta gert mig viðskila við herra minn Jesú og að hvað sem er geti ég borðað án minnsta samviskubits.  Komi upp vissar kringumstæður gæti svo farið að ég setji mig í þá stöðu að þurfa að velja ofan í mig fæðuna.  Það hefur reyndar ekki enn gerst.  Ekki vegna eigin trúar né sannfæringar heldur veikrar trúar hins óstyrka sem enn telur suma fæðu óhreina og borðar sjálfur einungis jurtafæðu og ég er í námunda við.  Sem sagt. Þessi vill ekki taka neinn séns.  Munum!  Þetta má en er val mitt að bregðast við þessu með nærgætni eða ekki.  Skýr vilji Guðs sem þó setur mér allt sjálfval um hvort ég fari þessa leið eða snúi mér að lærisneiðunum, grænum baunum og brúnuðum kartöflunum og geri kannski einvörðungu til að erta grænmetisætuna og þetta trúsystkini mitt.  En væri slík breytni af minni hálfu ekki sama og að vera vikin af kærleikans braut?  Sýnist það jú.  Og hvað segir Páll?

1 Korintubréf  8.  8.  og Korintubréf 8.  13

8 En matur færir okkur ekki nær Guði. Hvorki missum við neins þótt við etum það ekki né ávinnum við neitt þótt við etum.”

“13 Þess vegna mun ég, ef matur verður einhverju trúsystkina minna til falls, ekki neyta kjöts um aldur og ævi til þess að ég verði þeim ekki til falls.”-  Góð lexía um kærleika trúaðra sem vilja virða, kannski sérvisku annarra manneskja og geriri einvörðungu vegna trúar sinnar á Jesú.

  1. apríl 2024.

Lausung kemur af því að guðleysi fólks eykst.  Aðhald orðs Guðs hefur ekki lengur sama vægi í lífi einstaklinga og það á sínum tíma gerði.  Þessa mynd má hvarvetna sjá í kringum sig.  Menn með ýmsum hætti fara í að friða eigin samvisku og breyta að lokum hverjir eftir öðrum og ákveðið verk hefur tilhneigingu til að verða að jafnvel umhugsunarlausum vana í lífi fólks.  Sjáið til að mynda tíðni skilnaða og giftinga hjá kristnu fólki.  Sumt þar kemur beinlínis gegn orði Guðs.  En erum við sammála þessu?  Miðað við það sem maður sér eru áhöld um að svo sé.  

Í raun og veru er það afskaplega ósanngjörn aðferð hjá fólki sem leitar eftir ráðum annarra.  Með öðrum orðum og strangt til tekið leitar það eftir samþykki hins aðilans en setur hann um leið í einkar erfiða aðstöðu sem þarf að skera úr í svona málum sem Biblían talar skýru máli inn í og setur nokkrar hindranir í hjá en fólk vill skauta fram hjá.  Og leitar því til annarra með málið.  Horfið þessu til staðfestingar á skilnaði og giftingar innan kirkjunnar.   Svo er komið, liggur manni við að segja, að karl sé orðið heiðraður fyrir það eitt að vera giftur einni og sömu konu alla sína ævi og kona heiðruð fyrir það eitt að vera gift einum og sama manninum alla sína ævi.  En af hverju?  Jú, menn vilja skauta fram hjá orðum Biblíunnar sem talar um þessi mál.  Það á ekki að vera neitt einfalt mál að taka ákvörðun um að skilja við makann.  Og slíku fólki er á vissan hátt gert erfitt um vik.  Orðið bannar ekki skilnað en setur varnagli við að fólk giftist aftur.  Orðið býður fólki að sættast og taka aftur saman.  Að sættast?  Hvaða brauðtegund er það nú?

1 Korintubréf 6.  1-7. 

“En svo að ég minnist á það sem þið hafið ritað, þá er það gott fyrir mann að vera ekki við konu kenndur.  En til þess að forðast saurlífi hafi hver karlmaður sína eiginkonu og hver kona sinn eiginmann.  Karlmaðurinn gæti skyldu sinnar gagnvart konunni og sömuleiðis konan gagnvart karlmanninum.  Ekki hefur konan vald yfir eigin líkama heldur karlmaðurinn. Sömuleiðis hefur og karlmaðurinn ekki heldur vald yfir eigin líkama heldur konan.  Haldið ykkur eigi hvort frá öðru nema þá eftir samkomulagi um stundarsakir til þess að þið getið haft næði til bænahalds og takið svo saman aftur til þess að Satan freisti ykkar ekki vegna ístöðuleysis ykkar.  Þetta er ekki neitt valdboð heldur ábending.  En þess óska ég að allir menn væru eins og ég er sjálfur en hver hefur sína náðargjöf frá Guði, einn þessa og annar hina.”- 

Við sjáum að ófær leið er að horfa bara til vana og venja kirkjunnar fólks er kemur að ákvörðunum í svona málum.  Venjum okkur á að leita fyrst til orðsins sem hvort eð er verður dæmt eftir, er allt er gert upp.  Ekki lengur segja við okkur sjálf að dómur Guðs skipti engu máli.  Við vitum hversu léttur leikur það er að bara herða hjarta sitt og horfa fram hjá öllu svona.  Orð Guðs mun síðast tala og dæma.  Þetta er staðföst ákvörðun lifandi Guðs.  Eftir hverju dæmir það?  Við vitum að það dæmir eftir bókstafnum og að orðið er ekki tvísaga um eitt einasta atriði.  Orð Guðs eitt skeri því sjálft úr í slíkum málum en ekki mitt og þitt prívat álit. 

Ef við horfum á málið kviknar smávegis von um að sjá hversu ósanngjarnt það er að leita ráða annarra manneskja sem við það kemst líklega í feikna mikil vandræði.  Við vitum að oft er fólk að þessu til að fá samþykki trúaðra einstaklinga um réttmæti eigin ákvörðunar sinnar.  Allt vegna þess að skýrt og skorinort orð Guðs nýtur ekki lengur álits fólks sem þess í stað velur að horfa til vana og venja manneskja.  Og það segir.  “Ég má þá líka”- en veit vel að bókstafnum verði ekki hnikað neitt til.  Allt vegna fráhvarfs fólks frá vilja Guðs og orði hans í Biblíunni. 

Maður er án afsökunar og allir geta kynnt sér orðið.  Þetta gera sumir en leita þó ráða hjá öðrum.  Og fólk fær í hendur óþægilega og ósanngjarna aðstöðu til að vinna með.  Gott er að muna að orðið að endingu dæmir mann og konu og hvaða ráð sem menn annars þáðu og gerðu að sínu til að létta samviskuna.  Við getum ekki horft til álits annars fólks.  Orð Guðs er stærra.

 

Viðbót.

Munum. Hér er ekki vegið að neinum Skyldan segir að okkur beri að setja fram málefni. Líka óþægilegu málefnin. Eigi eitthvað að lagast og breytast til guðlegs vegar verður fyrst að tala eitt og annað út.

 

 

 

 

  1. apríl 2024.

Hver dagur sem við vöknum inn í gefur okkur nokkuð í aðra hönd.  Þessi dagur eins og allir hinir dagarnir er engin undantekning.  Hann krefst af okkur að við teygjum hendurnar fram til að grípa utan um eitt og annað sem við þurfum og eða teljum okkur þurfa.  Þjófurinn gerir sama.  En hann er að stela og hefur með því að stela brotið lög sem hægt væri að dæma hann fyrir.  Engin þannig séð gjafaþjónusta er í boði og hver sinnar eigin gæfu smiður.  Ég bið um.  Og ég fæ.  Þigg vöru yfir búðarborð og greiði uppsett verð.  Með þeim hætti færist eignarréttur frá seljanda og yfir til mín.  Þetta er einfalt mál.  

Sá fær svar sem leitar svars.  Með þeim hætti gerast kaupin á Eyrinni.  Og svona er nú líf mannsins einfalt.  Það er ekki flókið og snýst um heiðarlegan og/eða óheiðarlegan.  Þetta tvennt.  Þjófurinn fer aðra leið.  Hann grípur og lætur sig hverfa.  Við flest erum ekki þar og tilheyrum heiðarleika.  Þetta er val.  Og val fáum við á hverjum nýja degi.  Þræll óvanans er víða og þessi dagur að engu leyti undanskilinn.  Gott að muna.  

Stundum er lífið að okkar áliti flókið og opinberast í andstyggð sem ber nafnið “Veikleiki minn.” 

Veikleiki fólks hefur á sér ýmsar birtingarmyndir.  Ein er, hin andstyggð lífsins, þessi skemmandi, meiðandi og eyðandi meðvirkni mín sem skúrkar löngum hafa notfært sér fyrir sín eigin sjónarmið og skemmandi markmið.  Og þarna er framapotarinn sem skirrist ekki við að notfæra sér þennan veikleika manneskja til eigin framfara og gerir stundum með vísvitandi lygum.  Staðan hefur versnað.  Ný birtingarmynd er í uppsiglingu og vá á leiðinni sem birtist í að skyndilega er eitthvað ástand komið upp.  Þetta vekur forvitni og athygli fleiri manna er vakinn sem oft er fyrsta skref að öðrum atburði og grafalvarlegum, fari allt á versta veg.  Samt veit enginn byrjunina en það er fólk til sem talar með þessu en ekki gegn.  Bara sumir sjá háska á ferð.  Stundum hættir þetta.  Af hverju það veit ég ekki og bara að er hér er komið sögu eru sögurnar orðnar margar.  Og ekki allt rétt haft eftir.  Glundroði er í uppsiglingu en honum má enn forða.  Byrji eitthvað ástand veit enginn hvernig það mál fari né hvenær og hvernig það endi.  Þarna erum við öll.  Sumir þiggja ráð frá hyggni en fráleitt allt fólk.  Jesú er þessi hyggni.  Skoðum orðið.

Postulasagan 23.  9-10.

Nú varð hróp mikið og nokkrir fræðimenn af flokki farísea risu upp og fullyrtu: „Við sjáum ekki að þessi maður hafi brotið af sér. Gæti ekki hugsast að andi hafi talað við hann eða engill?“

Deilan harðnaði og hersveitarforinginn fór að óttast að þeir ætluðu að slíta Pál í sundur. Því skipaði hann herliðinu að koma ofan, taka hann af þeim og færa hann inn í kastalann.”

Hér er frásaga af lífshættulegum atburði sem raunverulega enginn veit af hvaða ástæðu er og bara að þarna er allt farið upp í loft og andrúmið ekki einvörðungu eldfimt heldur sumpart orðið lífshættulegt fyrir fólk á staðnum að vera inni í.  Engin alvöru ástæða liggur að baki ólgunni og málið í grunninn léttvægt og trú Páls postula sem fór þar um til að boða fólkinu á staðnum boðskap Jesú.  Meira þurfti nú ekki til.  Í allavega þessu tilviki til að hleypa borg í uppnám.  Upp á þetta erum við endurtekið og ítrekaði látin horfa og um leið á nákvæmlega sömu hegðun og ritningaversið birtir.  Fólkið skortir leiðtoga sem fæst við eðli manneskju og enginn getur gert nema Jesú einn fyrir sinn heilaga anda sem tekur sér bólfestu í fólki og leiðbeinir hverju og einu þaðan.  Að vera án sanns leiðtoga er vond staða að vera í.  Slíkt leiðir til ítrekaðs glundroða og spurninga á borð við þær sem Pontíus Pílatus spurði Jesú.  “Hvað er sannleikur”- og er partur allra okkar spurninga um lausn vegna þess að hafa sjálft misst takt við sannleikann.  Þarna er vandinn og sem fyrr fóður fyrir vonda menn og æsingamenn.  Höggvið er í sama knérunn. 

  1. apríl 2024.

Í orði Guðs er oft talað um hreinleika.  Hvað er átt við með orðinu “hreinleiki”?  Líklegt er að merkingin vefjist fyrir sumum mönnum um hvað hann raunverulega er.  Eitt er ljóst að hér er ekki verið að tala um óhrein föt sem menn klæðast, óhreinar hendur eða fætur né órakaðan mann, eða konu sem ekki hefur sett upp hár sitt.  Merkingin er ekkert af þessu og verið er að tala um hjarta manneskju þar sem allar þessar skemmandi, eyðandi og meiðandi hugsanir og pælingar manna og kvenna byrja og koma til og dvelja stundum langdvöl.  Eins og orðið segir.

Markúsarguðspjall 7.  21-23.

“Því að innan frá, úr hjarta mannsins, koma hinar illu hugsanir, saurlifnaður, þjófnaður, manndráp, hórdómur, ágirnd, illmennska, sviksemi, taumleysi, öfund, lastmælgi, hroki, heimska.  Allt þetta illa kemur innan að og saurgar manninn.“-  Trúin læri og gleymi ekki að skunda alltaf aftur til orðsins og einfaldrar kennslu í umfjöllun sinni um málefni trúar.  Með þeim hætti talar orðið sjálft.  Það sem fyrr hefur gleggstu útskýringuna og kennsluna fyrir hópinn.  Deyjum sjálfum okkur og munum að orðið er hátt, það er vítt, það er óendanlegt.  Og hvað merkir óendanlegt?  Veltum við þeirri merkingu einhvern tímann fyrir okkur?  "Ég veit það ekki en ég er alltént að því núna.  

Óendanleiki orðs Guðs er stórmerkileg hugsun og segir mér með skýrum hætti að þaðan má fá allt sem snertir beint líf einstaklings.   

Og hver er þanki dagsins, hver er áhyggja dagsins, þrautir dagsins, löngun dagsins?  Orðið getur mætt öllu þessu og gefið ráð inn í og sína kennslu.  Orðið byrgir brunn og gerir hann hættulausan öllu fólki í grennd við hann og hvort sem er að nóttu eða degi.  Orðið felur í sér huggun inn í daginn minn, hefur uppörvun og hvatningu inn sama dag minn.  Og núna er brunnurinn öruggur, er engum neitt hættuspil sem fer um í grennd við hann eftir að rökkva tekur og myrkur allt er komið.   

Allt þetta og miklu meira, er orðið sem Guð í kærleika sínum og elsku gefur sínu fólki til að moða úr sjálfu sér til bjargræðis og mestrar hjálpar.  Hvatningin til manna og kvenna dagsins er kennslan um að hver dagur hafi sínar áhyggjur.  Hvað merkir þetta?  Allar þessar hugsanir, pælingar, vangaveltur sem ég og þú burðumst með og oft liðlangan daginn sem merkja okkur sér á hverjum degi.  Er þetta ekki staðreynd.  Og meira, eru staðreyndir um að svo sé?   

“Ég er” segir almáttugur Guð.  Hvað merkja orðin “Ég er” annað en andartak, raunveruleiki minn hér og nú og það allt spil?  Og er þetta ekki vettvangur orðs dagsins?  

Rétt er að köttur á það til að ganga hringinn í kringum disk fullan af heitum graut sem er of heitur fyrir hann að éta.  Köttur er ekki maður.  Hann er annað en maður.  Köttur er skepna en maður manneskja og hugsandi vitsmunavera með töluverða yfirburði yfir skepnu jarðar.  Manneskja er tilfinningavera.  Manneskju líður misvel milli daga.  Manneskja er áhyggjufull, lendir í öngstræti sem hún ratar ekki hjálparlaust út úr aftur.  Og hér er vettvangur orðsins:  

Sálmarnir 119. 14.“Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.”-  Ef Guð er núna, hver er þá vandinn annar en mín eigin vantrú?  Vantrú er þröskuldur flestra kristinna manna.

Við höfum leiðbeiningar beint í orðinu sem trúað fólk skal sækja í og nota umfram annað.  Segir enda orðið á einum stað.  “Aftur til orðsins.”  Orðið hefur ekkert breyst.  Það er enn þarna til að leiðbeina fólki til að það rati burt frá einum og öðrum vondum stað.  Orðið er í alvöru skjöldur minn og verja en ekki utanbókarlærður frasi sem ég skil ekki.  Orðið er ekki hægindastóll heldur lífið sjálft sem ég og þú tökumst á við í andartaki hvors um sig.  Jesú lifir!  Hann lifir!  Amen.


Viðbót.

“Allt þetta illa kemur innan að og saurgar manninn.”- segir í ritningaversinu hér ofar.  Versið nefnir hvergi Satan né ára hans og púka heldur eitthvað sem býr í manneskju og rís á fætur í einstaklingi og lætur í sér heyra, fái það tækifæri til.  Og hvað getur þetta verið annað en hið fallna eðli manns sem var hrint af stalli sínum við innrás heilags anda í hjarta manneskju.  

Samkvæmt þessu þá býr illska í einum og sérhverjum manni.  Illur andi kemur hvergi fram í ritningu versins.  Lestu bara aftur.  Samt eru margir blýfastir þar.  

Auðvelt er mönnum að greina þessa illsku í sér sjálfum.  Þetta er ódámurinn og hann sem við glímum dægrin löng og fengum orð Guðs til að sigra hann.  Allt er þetta nær okkur en við hyggjum.  

Núna skiljum við betur hvað það merkir að vera vakinn og sofinn í Drottni Jesú.

 

 

  1. apríl 2024.

Lífið er núna og blasir með þeim hætti við hverju og einu okkar.  Hver þrætir?  Engin auðvitað og getur heldur ekki.  Bara sumt ráðum við við og verðum að taka við fjölmörgu sem kom bara.  Um sumt erum við einfaldlega ekki spurð.  Þetta er hreint svakalegt.  

Á meðan við vorum enn ung veltum við ýmsu fyrir okkur og til að mynda því hvað við munum gera með líf okkar.  En vissulega var framtíðin óljós og fátt á hreinu.  Samt var eitt alltaf á tæru.  Við hvert og eitt erum lifandi manneskjur.  

Ég til að mynda var alltaf viss um hvað mig sjálfan áhrærði.  Sjómennska skyldi það vera.  Henni gegndi ég í sextán ár.  En þá fór ég í land og draumurinn um sjómennsku komst að baki.  Þessa breyttu stöðu sá æska mín ekki.  Lok sjómennskunnar blasti við og hún lögð til hliðar.  Upp er komin ný staða sem sjórinn og fjaran og bryggjuveiðin fengu að byggja upp í mér en vissu ekki að entust mér bara í sextán ár.  Ég er þá á 34. aldursári og enn ungur maður.  

Að sitja á skólabekk með námsbækur fyrir framan mig heillaði mig ekki.  Man ég enn síðasta prófið í Flensborgarskóla í Hafnarfirði og gönguna heim og er ég gekk eftir Brekkugötu og þeirri hugsun laust í huga minn að aldrei aftur myndi ég setjast á skólabekk.  Sem og skeði.

Hve margt fólkið var sem spurði mig hvað ég ætlaði að læra man ég ekki en man samt að allt var það á einu máli um að það að ganga ekki veg mennta myndi ég sjá eftir alla mína ævi.  Og enn verð ég að hryggja ágæta fólkið um að dagur eftir sjávar er enn ekki runninn upp og gerir líklega ekki úr þessu.  En hvað veit maður?  

Hrakspár ágæta fólksins um hrikalegar afleiðingar menntaleysisins komu aldrei til mín.  Mennta- og prófskírteini á ég því fá til í minni sögu og sé ekki neitt annað en að manni þrátt fyrir þetta hafi bara vegnað ágætlega í sínu lífi og að maður sé enn í dag bara þokkalega hamingjusöm manneskja.  Ég væli ekki né harma hlut minn né leyfi fólki að væla á minni öxl.   Enda öxlin mín.  Aðrir hafi þetta eins og þeir sjálfir kjósa og mega mín vegna sætta sig við sínar kannski tvær vælandi manneskjur á sitt hvorri öxl sinni.  Svo kristinn vil ég nú ekki vera og verð víst aldrei.  Segir enda orðið að hver maður verði að bera sína eigin byrði.

Varðandi námsbekkinn get ég þó nefnt eitt.  Það eru þessar þrjár vikur og ákvörðun vinnustaðarins um að senda okkur nokkur árið 1995 á þriggja vikna námskeið sem að því loknu gaf okkur réttindin “Sérhæfður fiskvinnslumaður” og tíu prósenta kauphækkun ofan á gildandi kauptaxta og er líklega eina launahækkunin sem ég hef fengið aukreitis ofan á gildandi launataxta minn alla mína starfsævi.  

Að semja um mín eigin laun við atvinnurekendur var aldrei mín leið og kæmi spurning um slíkt frá verðandi vinnuveitanda var svar mitt á þá leið að ég sætti mig alveg við gildandi taxta og þau áunnu réttindi sem árin að baki í starfi færðu mér.  Að maður lenti á réttum stað hvað laun sín áhrærir og áunninn rétt að ekki fór maður með nýju starfi á nein byrjendalaun.  Einu og öðru hefur Verkalýðshreyfingin áorkað gegnum sitt ágæta og áratugalanga starf á Íslandi.  Eigin laun hafa aldrei verið mér neitt feimnismál og sé ég spurður um þau fær viðkomandi svar.  Vitir þú hve há ellilaunin á Íslandi eru, veistu líka hvað ég ber úr býtum fyrsta dag hvers mánaðar?  

Hvað gefur starfsvettvangurinn manni í aðra hönd?  Framfærslu vitaskuld.  Eftir á vaknar spurningin um til hvers allt streð manns sé og hverju áorkað?  Engu.  Þetta er skiljanlegt í veröld sem er fallin og bíður þess eins að vera sópað burt.  Guð setti á hana atvinnurekanda til að starta atvinnurekstri og ráða til sín fólk og greiða því sín laun.  Allt er í réttri röð.  Vettvangur atvinnurekandans er að búa til atvinnu.  Væri enginn atvinnurekandi væri enginn til að greiða fólki nein laun.  Atvinnurekandi er því ekki arðræningi og þú ekki á neinn hátt fórnarlamb hans.

 

 

 

 

  1. apríl 2024.

Mikilvægt er að segja sér sjálfum og öðru fólki í kringum sannleikann.  Það er sannleikurinn sem gerir okkur frjáls.  Það gildir einnig fyrir mig sjálfan.  Allt fólk verður að temja sér gagnrýna hugsun og er ástæðan fyrir því að við sleppum ekki að draga hring utan um okkur sjálf.  En við hvað skal hér miða?  Auðvitað Orð Guðs.  Trúað fólk hefur ekkert annað.  Orð Guðs er fylling alls.  Það er með þeim hætti sem við höldumst áfram á réttum stað.  

Með öðrum orðum að þá þurfum við sem treystum okkur til að gefa öðru fólki ráð sjálf að vera með í pakkanum þegar talað er með þessum hætti.  Að vera þar gefur okkur aukinn trúverðugleika.  Mörgum er gefin gjöfin að lesa umhverfi sitt rétt og koma með rétta niðurstöðu um athugun sína.  Guð einn kemur þessu í kring.   Allt hjálpartæki lifandi Guðs til að menn og konur hafi áfram stefnu sína rétta.  Munum!  Guð njósnar ekki um fólk.  Eru öll verk hans merkt kærleika sem umber allt og breiðir yfir allt og lýsir sjálfum sér með þessum hætti.  Við sjáum að trúverðugleiki hvers og eins okkar byggir á orði Guðs.  Orðið framvegis er okkar eina leið og eitt fært um að meta hvað sé réttlæti.  Með þeim hætti göngum við með Guðs orði og látum það leiða okkur um lendur lífsins.  Það er þarna sem ég þarf að vera með mig sjálfan frá einum degi til annars.  Og líf okkar heldur áfram að vera lifandi og skemmtilegt.  Núna höfum við lært hvernig eigi að loka hringnum, það er með orði Guðs.  Orðið sníður stakk á hverja og eina manneskju.  Faresin er úti.  Pastors kirkjan er úti.  Þetta merkir hvað?  "Jú."  Jesú er aftur tekinn við kirkju sinni.  Bestu býttin.  "Hallelúja."

1 Korintubréf 2. 1-5.

Þegar ég kom til ykkar, systkin, og boðaði ykkur leyndardóm Guðs gerði ég það ekki með háfleygri mælsku eða spekiorðum.  Þegar ég var með ykkur ásetti ég mér að hafa ekkert í huga annað en Jesú Krist og hann krossfestan.  Og ég dvaldist á meðal ykkar í veikleika, ótta og mikilli angist.  Orð mín og boðun studdust ekki við sannfærandi vísdómsorð. Ég treysti sönnun og krafti Guðs anda.  Trú ykkar skyldi ekki byggð á vísdómi manna heldur á krafti Guðs.”  

Hér er kominn fram maður sem lært hefur og kann að lesa rétt út úr kringumstæðum og aðstæðum sem hann er í þá stund.  Ekki þó til að dæma neinn sem hann hittir heldur til að benda fólkinu á misbristi sem þar kunna að vera.   Þetta segir mér að tímans vegna í sinni trú ætti fólk þetta að vera komið talsvert lengra en Páll verður vitni að.  Þetta er um leið sönnun þess að til séu augu sem sjá og eyru sem heyra.  Allt svona lagað er frá einum sönnum Guði.  

Með öðrum orðum.  Til lengdar að þá blekkjum við enga manneskju og í hópnum muni leynast fágaðir menn sem sjá og heyra og færir um að greina rétt það sem þeir sjá og heyra.  Ekki gleyma hvernig í málum liggi.  Ef Jesú sér að engin breyting ætlar að verða á og leiðtoginn heldur áfram að slugsast við að rétta af stefnuna, vegna þess að hann sér ekki skekkjuna sjálfur, öll erum við bara fólk, sendir Jesú manneskju þangað til að fyrst og fremst benda á hvað sé í ólagi og gerir vitaskuld til að færa verkin aftur til réttrar áttar.  Sem er og verður áfram markmið sérhvers trúaðs einstaklings og hópsins sem kemur saman til að lofsyngja upprisnum leiðtoga sínum Jesú.  Jesú og orð Jesú er alltaf markmið lifandi Guðs er kemur að okkur mönnunum.  Skoðum þetta að lokum.

Í 2. Mósebók 34: 5 segir. “Jehóva steig þá niður í skýinu, nam staðar þar hjá honum og kunngerði honum nafn sitt, Jehóva.”  Einnig ritað Jahve.  Þetta segir okkur að allt hafi eigið nafn.  Til hvers?  Aðgreiningar þó ljóst sé að ekki er ætlast til að nafnið sé notað heldur nöfnin Guð og Jesús.  Allt til að skýra og aðgreina sumt hér hjá okkur.  Guð sér fyrir öllu.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

  1. apríl 2024.

Ég tel menn almennt vera sammála um mikilvægi boðskapsins og að hann sé í fyrsta lagi skýr og í öðru lagi komist skilmerkilega til skila og sé fluttur með skilningi sjálfs ræðumanns.  Það ætti alltént að vera grunnviðmið.  Samt er þetta ekki raunverulegt áhyggjuefni.  Það er að segja fái Drottinn bara að ráða stefnu ræðunnar að þá verður flutningurinn ekkert vandamál og gengur snurðulaust og hnökralaust fram og til uppbyggingar fólki í sal.  Og það heyrði í stað einhvers tyrfings og erfiðs boðskapar með endalaust af lítt skiljanlegum útskýringum flotta ræðu sem allt trúað fólk vill frekar heyra.  Og allar líkur aukast á að fólkið fari heim með góðan og uppbyggilegan boðskap með sér í veganesti.  Fæstu fólki líkar tyrfin orð í ræðu.    

Spyrja má hvaða gagn sé í þokukenndum og torskyldum boðskap þar sem kross Krists einhvern veginn drukknar í orðskrúði og útskýringum ræðumanns að efnið sem flutt er og átti að vera til uppbyggingar missir allt marks?  Afskaplega auðvelt er að fara með ræðuna út í slíkan farveg og hylja göfugt efnið um mikilvægi kross Krists þoku sem gerði ræðuna gagnslausa flestu venjulegu fólki í sal.  Gott ráð er að temjast við einfaldleikann í ræðustól og halda sér við hann.  Einfaldleikinn hefur mestan séns á að hitta beint í mark en ekki í stöngina og út.  Að dýpka  skilning fólks er samt kannski ekki mitt og þitt helsta verkefni heldur hvers einstaklings fyrir sig og hvernig hann meðtekur.  Og hvað er verið að segja hér?  "Jú."  Meðfram ræðunni hvetjum við fólk til heimalærdóms í orði Guðs.  Ekki gera lítið úr þessum þætti málsins.  Forræðishyggja á sjaldnast við og Guð einn fær um að huga að sínu fólki og fá það með sér í lið á hverjum degi.  Hann er þegar þú ert ekki til staðar.  Það er heilagur andi sem býr í hverri trúaðri manneskju og er þar sem manneskja er stödd og kemur sjálfur öllu svona til leiðar hvort sem er í mér eða þér.  

Gleymum ekki grunnatriðum trúarinnar, sem ég reyndar tel nokkuð algengt og af þá hvimleiðri “forræðishyggjunni og forræðishugsuninni.”  

Forræðishyggja vill segja “Uhh!  Eiginlega treysti ég ekki fólkinu til að gera þetta upp á eigin spýtur.”  Hér má benda þessu fólki á afl sem sjálft hvetur einstakling í rétta átt.  Þetta afl er heilagur andi.  Ekkert okkar er eitthvert lykilfólk í trúargöngu annarra manneskja.  Flestum nægir að vera með sjálfan mig réttan andspænis Guði.  Höfum málið bara einfalt.  Enda ekkert flókið.   

Fyrra Korintubréf 2. 3-5. 

“Og ég dvaldist á meðal ykkar í veikleika, ótta og mikilli angist.  Orð mín og boðun studdust ekki við sannfærandi vísdómsorð. Ég treysti sönnun og krafti Guðs anda.  Trú ykkar skyldi ekki byggð á vísdómi manna heldur á krafti Guðs.”- Hér komum við auga á trúaðan einstakling sem skildi hlutverk sitt rétt og hefur rétta þekkingu á hvernig byggja megi trú fólks rétt upp.  Lesum orðið.

Fyrra Korintubréf 2.  6-8.

“Ég tala speki meðal hinna fullkomnu, þó ekki speki þessarar aldar eða höfðingja þessarar aldar sem eiga að líða undir lok, heldur tala ég leynda speki Guðs sem hulin hefur verið en Guð hefur frá eilífð fyrirhugað okkur til dýrðar sinnar.  Enginn af höfðingjum þessa heims þekkti hana. Hefðu þeir þekkt hana hefðu þeir ekki krossfest Drottin dýrðarinnar.”- Við sjáum að áhyggjuefnið er ekki að mæla tóma speki á stundum heldur að tala út vilja Guðs á hverjum stað og hverjum tíma.  Að fara þessa leið er viska.  Tími er fyrir allt og líka að tala út speki Guðs.  Páll bendir á staðinn sem slíkt tal fari fram á.  “Meðal hinna fullkomnu.”  segir hann.  Páll á vitaskuld við lengra komna fólkið í hópnum.  Við skiljum að fólk er á misjöfnum stað í þessu.  Andi mannsins meðtekur speki Guðs og skilur vegna andans sem í honum er.   Röng kennsla er að kenna að ekki sé hægt að skilja eitt og annað í orðinu nema fyrst að vita þetta og hitt.  Jesús lifir!  Amen.

 

 

  1. apríl 2024.

Spyrja má eftir hverju trúað fólk taki er það kemur til starfandi safnaðar til að vera þar á stund með honum?  Sér það vináttu, stöðugleika, kærleika í garð hvors annars eða fólk hvert í sínu horni og á hver sínum stað og máski smávegis afundið hvort út í annað?  Og svo er það hin spurningin.   Þetta er reyndar talsvert krefjandi.  Hvers væntum við af söfnuðinum er við komum inn?   Faðmlag, athygli, vinaleg orð frá safnaðarmönnum eða kannski ekkert af þessu?  Er tilgangurinn hann einn að vera þarna vegna þess að elska Jesú og fá kennslu um Jesú?  Engin spurning er að slíkur þegn sé neitt annað en á góðum stað með sig sjálfan og sína trú.  Hvar erum við stödd?

Svona spurningum er ekki ætlað að vera hnýsnar en geta virkað nokkuð áleitnar fyrir fólk.  Þær vilja fara svolítið inn á við og til staðarins í hjartanu sem öll þessi ólga býr og allar þessar hugsanir dvelja sem fara svo víða og aðhafast svo margt og eru fæstar neitt sérlega guðlegar.  Með þessum hætti er staðan og krefur manninn um stöðuga árvekni fyrir sig sjálfan.  Slík varðstaða fyrir sinni eigin trú forðar mönnum frá mörgum hörmulegum slysum á sinni vegferð um trú sína.  Og þar mætti margt nefna.  Til að mynda hugsunina um hversu frábærlega maður hafi staðið sig í trúnni.  En hvaða sönnun hefur þú aðra en þín eigin orð?  Hættan sem getur skapast hjá fólki með sig sjálft á þessum stað er að það mögulega gleymir Guði.  Við sjáum að trúarganga mín er mér raunverulega ómöguleg og óframkvæmanleg.  Nema vilji upprisna Jesú taki mig yfir og er leið sem öllum trúuðum er gefin að fara.  Númer eitt, tvö og þrjú er þessi hvatning um að halda árvekni sinni og skilja rétt innihald orðsins.  Það er árveknin ein sem heldur okkur kyrrum á stað í trúnni.  Hún áréttar mikilvægi þess að fylgja leiðbeiningum orðs Guðs.  Og mér er við engri hrösun hætt.  Að við leikum okkur ekkert með trú okkar.

Orðið hefur allt inn í mikillæti okkar og hroka.  Okkur líkar ekki við þetta orð en það er samt við dyrnar. Hér er gott að muna að allar varnir séu tilbúnar.  Til varnar get ég gripið.  Með tímanum læri ég að koma mér á þessa staði til að þeir geti veitt mér nauðsynlegan styrk. Og hvað meira sjáum við?  Val, minn kæri.  Val mitt sker úr um heilsu manns eða sorglegt slys manns.  

Rómverjabréfið 16. 17-20.

Ég minni ykkur, systkin,[ á að hafa gát á þeim sem vekja sundurþykki og tæla frá þeirri kenningu sem þið hafið numið. Sneiðið hjá þeim.  Slíkir menn þjóna ekki Drottni vorum Kristi heldur eigin maga, og með blíðmælum og fagurgala blekkja þeir hjörtu hrekklausra manna. En hlýðni ykkar er alkunn orðin. Því er ég glaður yfir ykkur og vil að þið séuð vitur í því sem gott er en fákunnandi í því sem illt er.  Guð friðarins mun bráðlega sundurmola Satan undir fótum ykkar.”- Ef við munum eftir kennslu orðsins munum við haldast upprétt og gera með hjálp trúarinnar.  Ef við lærum af orðinu og meðtökum boðskap orðsins gefur það okkur nægilegan daglegan styrk til áframhaldandi göngu.  Ef við viðurkennum að allir þessir þættir séu okkur mikilvægir fyrir árvekni okkar dagsdaglega verður gangan léttari.  Lítil atriði hætta að vera fyrir okkur þessu litlu atriði og verða samanlagt stór.  Það er með þessum hætti sem við notum ritninguna og upplifum gagnsemi orðsins og skiljum betur heildarmyndina.  Hún er persónubundin og ætluð einstaklingi.  Sem þá þessi heildarmynd.  

  1. kafli Rómverjabréfsins lætur ekki mikið yfir sér en ef við sjáum heildarmyndina sem hann vill birta okkur byrja allir þessir litlu bitar að búa til eitthvað stórt og heillandi.  Orðið er heillandi.  

Þetta er að lifa lifandi trúarlífi.  Ég er án afsökunar álpist ég til að fara einhverja af þessum leiðum sem fá viðvörunarbjöllu til að hringja.  Núna sjáum við mikilvægi stöðugrar árvekni og að leyfa orðinu að draga upp fyrir okkur heildarmynd.  Það raðar öllu þessu smám saman að úr verður eitthvað stórt.  En stundum förum við öfugt að þessu öllu.  Jesús lifir!

 

 

 

 

Skuttogarinn Bjarni Herjólfsson ÁR 200 árið 1981 að koma til hafnar í Þorlákshöfn eftir fjórða fullfermistúr sinn í röð.

  1. apríl 2024.  (b)

Stjórnmál hafa löngum verið rædd og sitt sýnst hverjum. Sjómenn Íslands eru þar engin undantekning.   1980 minnir mig að ég hafi verið háseti á skuttogaranum Bjarna Herjólfssyni ÁR 200 frá Þorlákshöfn.  Bjarni Herjólfsson er byggður í Póllandi og var einn af minni pólsku togurunum, eins og þeir voru kallaðir og margir sjómenn muna eftir.  Fínasta pláss að vera í.  Skipið kom til heimahafnar í maí 1977.

Eitt sinn á toginu í blíðskaparveðri og aðgerð að baki og stund mannskapsins í borðsalnum að aðgerð lokinni.  Spretta þá fram umræður á meðan skipið er enn á toginu um stjórnmál eins og stundum var en voru samt ekki neitt sérlega algengar.  Á þeim tíma var maður enn hreinn vinstrimaður og studdi ágætlega Alþýðubandalagið sem þá var og hét.  Minnir að Svavar Gestsson heitinn hafi þá leitt Alþýðubandalagið frekar en Lúðvík Jósepsson heitinn.  En kannski var það Lúðvík.  Svavar Gestsson tók við forystuhlutverkinu af Lúðvíki.

Fleiri en ég um borð voru vinstra megin á línu stjórnmálanna og allir nokkuð sannfærðir um ágæti þessarar vinstri stefnu.   

Á einum stað merkilegrar umræðunnar inni í borðsalnum tókst kokkinum, og það afleysingakokkur, hugsið ykkur, að hreyfa svo við mér að ég gerði mig bæði stór- hneykslaðan og sársvekktan einstakling vegna orða afleysingarkokksins.  Og hver haldið þið að ummæli mannsins hafi verið?  "Jú."  Staðhæfing hans í eyrum okkar sönnu vinstri mannanna á staðnum um að ógerningur væri að stjórna þessu landi án beins atbeina Sjálfstæðisflokksins.  Varð höggið þyngra og orð mannsins heimskulegri af vörum auma kokks og að auki afleysingarkokks?  Málið varð grafalvarlegt í eyru míns, þessa vinstri manns.  Hvernig aðrir í kring meðtóku yfirlýsingu kokksins veit ég ekki og eða man ekki.

Ég man vel eftir þessu atviki og hinu hversu alvarlega hneykslaður ég varð því satt að segja óskaði maður sér fátt annað á þessum árum en að Sjálfstæðisflokkurinn yrði svældur út af Alþingi í eitt skipti fyrir öll.  En hann er þar nú enn í dag og ekki að fara neitt.  

Síðar, mögulega í kosningunum 1991, í Neskaupstað, er önnur stjórnmálaleg sannfæring komin upp í mitt hjarta og kúvending orðin.  Í þeim kosningum kaus ég í fyrsta sinn háttvirtan og ágætan Sjálfstæðisflokk og það sem réð þar úrslitum í vali mínu með hann er að sá flokkur einn sýndist manni vilja styðja við bak kirkjunnar og um leið kirkjunnar þjóna.  Þeir eru auðvitað kirkjan.   

Hvorki hef ég séð né aftur hitt ágæta afleysingakokkinn né heldur man ég nafn hans.  En í land fór hann eftir sinn eina afleysingartúr og sér algerlega ómeðvitaður um að hafa hneykslað einn ungan mann um borð þó að tölurnar væru í sallarólegum stíl og hægversklega settar fram.  Eitthvað tíu árum 1991? eftir þetta atvik er komin upp ný staða og ég þá búsettur í Neskaupstað, í vinnu hjá Síldarvinnslunni þar í bæ og Sjálfstæðisflokkurinn þá orðin eini flokkurinn á Íslandi sem að mínu áliti einhver akkur er í og ég haldist við til dagsins í dag.  

  1. apríl 2024.

Mikilvægt í lífinu er að klára verkefni sem hefjast og hvimleið niðurstaða að vera tuttugu árum eftir að byrjað var að nota, segjum byggingu, með enn allt of marga hálfrekna nagla í veggjum hússins sem aldrei hafa verið reknir á kaf.  Þó að gott sé að hengja á þessa nagla útiflíkur og annað fatakyns verður sá hálfrekni áfram afleit staða sem minnir okkur með reglulegu millibili á að klára.  Af hverju?  Við raunverulega erum ekki í rónni fyrr en endanleg verklok blasa við.  Orðið vill hlífa okkur við slíkri eftir á hugsun sem ljóst er að auðveldlega má komast hjá en brussugangurinn stöðvar.  Með bros á vör.  

Hvert sem litið er blasir við akkur í að loka verkferlum og setja í stað hálfrekna naglans upp almennileg fatahengi fyrir útiflíkur sem gæti verið af tegundinni úlpa, frakki, jakki, kápa eða hvað þær allar heita.  Með fyrstu verklokunum má segja að hver hlutur heimilisins finni sinn eigin stað.  “Á morgun”- er afskaplega slöpp hugsun hjá fólki en er þó algengari en flesta grunar.  Jesú sté ekki upp til himna fyrr en við sín verklok.  Gat hann þá fyrst hrópað.  “Það er fullkomnað”.  

Hugleiðum við þetta nokkurn tíma að Jesú er ekki fyrirmynd manns að einhverju einu leyti heldur að öllu leyti og að hvaðeina sem hann fékkst við kláraði hann til að geta að lokum sagt sín afskaplega merkilegu orð á krossinum “Það er fullkomnað”- og algerlega staðið við það.  “Hvaða kristna manneskja efast um sannleiksgildi orða hans á krossinum?” Hún er ekki til.  Sjáum við ekki betur núna hvernig Jesú gefur okkur fyrirmynd að öllu leyti í sér sjálfum og verkum sínum og breytni sem þó væri honum algerlega ómögulegt að gera með einn og annan hálfrekna naglann í sínu undursamlega verki.  Fyrir margt getum við þakkað eins og að Jesú sé ekki líkur mér og þér sem eigum það til til að detta inn í farið að vilja fresta og gera seinna, sem oftar en ekki fær merkinguna - Aldrei.  Væri hann einn af oss í afstöðu gæfi á að líta hálfunnin verk út um allar trissur?  Að vísu er Jesú einn okkar en sá fullkomni í hópnum og sanna fyrirmynd sem óhætt er að fara eftir og gera að öllu leyti og ekki bara sumu leyti.  Og hitt!   Að búa til lengdar í hálblettaðri byggingu er engum neitt sérstakt yndi.  Að dofna upp fyrir þessu og hætta sjá þetta er annað mál.  Að klára verk okkar og venjast er kostur.  Hverjum svo sem kemur svona lagað við nema eigendum einum?  Engum og engin neitt að tala um afskiptasemi heldur er bent á að með hverjum verklokum kemst ró á.  Hver veit ekki að hún sé betri og hvers konar slóðaskapur glatað dæmi? 

Orð Guðs horfir til allra þátta mannlífsins og lætur sig varða vitandi sem er að stutt sé í alls kyns slóðaskap sem fólkið furðu fljótt hætti að sjá.  Og þar erum við öll að nokkru leyti þó ekki látum við öll undan ódáminum heldur ljúkum verkum. 

Sem sagt.  Orðið vill hvetja okkur til að klára hvert verk fyrir sig.  Að gera vilja orðsins er af hyggni.  Að sætta sig við hálfkarað verkefni er ber slóðaskapur sem rekja má beint til bróður hans “Kæruleysis.”  Og stoltir sitja sumir þar.  Svona út á við.  Sumt hjá sumum er út á við mynd.  Sem sagt.  Þetta er svolítið fölsk mynd.  Slíkt fólk mun aldrei fá kennt sig að neinu leyti við upprisinn Jesú sem sjálfur krefst drengskapar og heiðarleika af lærisveinum sínum.  “Ég þekkti yður aldrei”  Í dag eru lærisveinar Jesú margir dreifðir um allar þjóðir veraldar.  Af þessu fólki sínu í dag er Jesú afskaplega stoltur.  

Rómverjabréfið 15. 22-24.  

Því er það að mér hefur hvað eftir annað verið meinað að koma til ykkar.  En nú á ég ekki lengur neitt ógert á þessum slóðum og mig hefur árum saman langað að koma til ykkar 24 um leið og ég færi til Spánar. Ég vona að fá að sjá ykkur, er ég fer um hjá ykkur, og að þið búið mig til ferðar þangað þegar ég hef fengið að njóta samvista við ykkur um hríð.  En nú ætla ég til Jerúsalem til að færa hjálp hinum heilögu þar.”-  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

  1. apríl 2024.

Mikilvægt er að trúaðir átti sig á frelsinu sem því fylgir að eiga til trú á Jesú.  Trúin ein og sér er meira en allt annað afl.  Mundu því þessi orð “Mín trú á Jesú gerir þetta fyrir mig.”  Ekkert sem þú gerir, ekkert sem þú fæst við, ekkert sem þú telur að þú verðir og þurfir að gera færir þér sama í fang og bein trú á upprisinn frelsarann.  Að ganga í þessu gerum við af trú. 

Orðið talar um Farísea.  Hversu oft varar Jesús fólk sitt við kenningum Faríseanna sem oftar en ekki nota þær sem svipu á fólk sem batt það og færði í fjötra?  -Ég má þetta ekki og get því ekki gert eitt og annað verk.  Sem sagt á hvíldardegi.- Þetta er uppskera rangrar fræðslu.  Munum að trú mín á Jesú er um leið frelsi mitt.  Trú mín snúist því um eigið val mitt en ekki boð og bönn misviturra manna sem segja eitt og annað sem bara leggur á mig byrðar og setur yfir mig fjötra. Sé svo að hvar er þá þetta frelsi sem Jesú boðar?  Er það þá bundið við álit manna sem um leið ógilda orð Guðs?  Stundum mætti ætla að svo sé.  Hvaða gagn er þá af trúnni á Jesú og beinni kennslu hans geti skoðanir manna hrint allri þeirri kennslu um koll?  Og af hverju gefa trúaðir Guði alla dýrð?  Af hverju öðru en trú sinni á Jesús.  Farísear nútímans hneppa menn í varðhald rétt eins og skeði á tímum Jesú með ótal boðum og bönnum sem Jesú hefur aldrei beðið um né ætlast til?  Aðför Faríseanna að trúnni var hrikaleg.  

Hvar liggur þá vandinn?  Ætli ekki í eigin hugsunum um eitt og annað sem má eða má ekki gera inni í söfnuðinum.  Kenning Faríseanna er ekki með öllu útdauð.  Orðið fer ekki með staðleysu.

Rómverjabréfið 14. 2-4.

-Takið á móti trúarveikum án þess að dæma skoðanir þeirra.  Einn er þeirrar trúar að alls megi neyta, annar er veikur í trúnni og neytir einungis jurtafæðu.  Sá sem neytir skal ekki fyrirlíta hinn sem neytir ekki og sá sem neytir ekki skal ekki dæma þann sem neytir því að Guð hefur tekið á móti honum.  Hvað átt þú með að dæma þjón annars manns? Hann stendur og fellur herra sínum. Og hann mun standa því að megnugur er Drottinn þess að láta hann standa.”- Nákvæmlega og hvað er málið?-  Er það ekki afstaða sumra systkina í trúnni sem enn hafa ekki náð góðum takti við boðskapinn og fyrir vikið umbreyst í farísea nútímans sem Jesú á sínum tíma þreyttist ekki á að koma í gegn vegna rangrar kennslu og smurðri eigin skoðun, af mest valdafíkn?  Farísear lögðu þungar byrðar á fólk.  Faríesar dagsins gera eins.  

Farísear nútímans eru á nákvæmlega sama stað.  Þeir setja á fjötra og orð um að eitt og annað megi ekki þó að Jesú boði fólki sínu algert frelsi og gefi því kennslu sem kennir fólki vilja Guðs. Það er af henni sem allt þakklæti fæðist og viljinn til að gefa Guði allan heiður. 

 Mattuesarguðspjall 6. 31-34.  

“Segið því ekki áhyggjufull: Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast?  Allt þetta stunda heiðingjarnir og yðar himneski faðir veit að þér þarfnist alls þessa.  En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.  Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.” Við gerum þakkir og losnum við margs konar byrðar og upplifum frelsi. 

En af hverju áhyggjur?  Eru þær ekki komnar beint af rangri kennslu og áherslu?   Þó að menn hlusti stundum á The Beatles, Rolling Stones, Pink Floyd og aðra meistara tónlistarinnar er ekki þar með sagt að menn gefi ekki Guði dýrð af verkum sínum.  Af þá trú á Jesú.  Bendið mér nú á muninn á aðfinnslu um þetta og orðum Faríseanna. Þú mátt ekki bera rekkju þína á hvíldardegi-  við fyrrum lamaðan mann sem Jesú gaf styrk í fæturna?  Þó að svona fari ekki saman við kenningar og skilning einstakra einstaklinga er fátt við það að gera.  Munum!  Hrein trú á Jesú gefur Guði ávallt allan heiður.  Vandinn liggur í kennslu farísea dagsins.  Faríseinn fór aldrei.

 

 

 

 

  1. apríl 2024 (b)

Í trú minni get ég þakkað margt og er í sannleika sagt þakklátur mörgu í hjarta mínu sem gerst hefur sem efldi trúna.  Eitt þakkarefnið er að aldrei hef ég gleymt né heldur viljað gleyma byrjun trúargöngunnar og hvernig hún mætti mér og ég svona að sjá betur hvað trú væri og hvernig trú virkar.  Það allt gerðist á líklega minni fyrstu samverustund, samkomu, og ég þá nýlega komin til trúar og líklega verið um vorið 1990.  Ég frelsaðist í október 1989.

Þessi samfundur gerðist í sumarbústað í Kaldárseli í Hafnarfirði og er í eigu einstaklings sem tilheyrir þessum hópi til áratuga.  Af og til gegnum langa tíð kom hópurinn þar saman til að lofsyngja sinn Guð en skiptist á að skaffa húsnæði.  Hópurinn fylgdi þjóðkirkjunni að málum og hún lagði grunninn að þessu starfi þó að starfið sé sjálfstætt og gekk í áratugi í þessu landi. Starfið er ekki lengur starfandi og var hætt fyrir áratugum.  Nafn starfsins man ég ekki.  Í áratugi gaf starf þetta út sjálfstætt blað og sendi til áskrifenda sinna og með efni tengdu kristinni trú og hugvekjum hvers konar.  Í hjarta kristinna manna hefur alltaf haldist vakandi þörfin á mikilvægi  útbreiðslu orðsins en verkum oft áfátt.  Sem er annað mál.  Oft skortir á framtak.

"Sem sagt!"  Ég mæti á mína fyrstu alvöru samverustund í þessum ágæta sumarbústað í Kaldárseli ásamt einhverjum karla og kvenna.  Stólum er raðað í hring á gólfinu.  Ekki man ég hvað rann gegnum huga minn á þessari fyrstu kristilegu stund en fullyrði að ég var þar ekki til að hneykslast á einu né neinu heldur meðtaka og móttaka Jesús.  Eitt man ég þó einkar vel.  Samstöðuna sem ríkir milli manna og kvenna í salnum. Svona breytni svo margra saman kominna er mér á þessum tíma alger nýlunda.  Trúið mér.  

Að  svo stór hópur hittist og sé saman í tvo tíma og tali einni röddu skildi ég ekki og þekkti ekki frá mínu gamla lífi.  Ekki er samt svo að skilja að menn hnakkrífist hvar sem maður var en oft skeði það nú að að menn hæfu umræðu og færu svo að að rífast og stundum hnakkrífast.  Þann veruleika þekki ég en ekki þennan veruleika sem ég á þessu andartaki er staddur mitt inn í.  Ég man að allt einhvern veginn hrópaði í mig um að svona sé ekki hægt, að svona sé ekki vinnandi vegur með svo margar manneskjur samankomnar.  Allt var þetta algerlega nýtt fyrir mig sem vanur var að rifrildi í einhverri mynd færi af stað.  

Man hvað ég var rosalega heillaður af akkúrat þessum viðbrögðum hópsins að vilja tala einni röddu.  Virkilega heillandi andartak.    

“Á þessum stað vil ég vera til frambúðar”- man ég að rann í gegnum huga minn og ég gerði af heilum hug.  Strax áttaði ég mig samt á að þetta tengist ekki einvörðungu þessum tiltekna stað né þessum tiltekna hópi fólks heldur miklu meira öllu kristnu fólki.  Í ljós hefur komið og maður áttað sig á að Jesús dvelst hvar sem hann er boðinn velkominn í hjarta einstaklings.  Þar er nefnilega Jesús.  Þjóðkirkja og ekki þjóðkirkja horfir Jesú ekki til heldur á hjarta sem er mjúkt og meðfærilegt.  Tek fram að eina öflugustu kristilegu kennsluna til þessa þáði ég hjá Kristniboðssambandinu, SÍK. 

Auðvitað breytist margt á göngunni og maður sér margt gerast í kringum sig og mislíkar sumt, eins og gengur og gerist almennt í lífinu.  En það samt get ég vel viðurkennt hér og nú að þessi friður sem manni mætti á hinni fyrstu kristilegu stund trúargöngu minnar er þarna enn þá.  Maður verður að vera sanngjarn í allri svona umræðum því með þeim hætti hefur þetta verið að langmestu leyti og hitt atriðið, alvarlegt ósætti, vart verið með inn í myndinni. 

Niðurstaðan er að kristið fólk standi sig með prýði og haldið frið hvert við annað en glímir dægrin löng við einn og annan veikleika í sér sjálfu með kannski ekki alveg nógu góðum árangri.  Við hlaupum með reglulegu millibili hver til sinnar fýlu og er um vettvanginn sem við glímum mest á.

 

"Heimatrúboð leikmanna sem nefnt er hér ofar er stofnað í nóvember 1928. Forstöðumaður starfsins var lengi Ármann Eyjólfsson.

Í nóvember 1937 auglýsir Heimatrúboð leikmanna þrjár samkomur á sama degi. Sjá má nokkra nokkur gróska í starfinu. Að minnsta kosti á þessum tíma.

Heimatrúboð leikmanna auglýsir í Morgunblaðinu 3. maí 1961 samkomur í Zíon- á Austurgötu 22 í Hafnarfirði klukkan 20. 30 og að þangað séu allir velkomnir. Fyrsta samkoman í Zíon fór fram árið 1934.

Blaðið sem þeir gáfu út í áratugi heitir Kristilegt vikublað. Ritstjóri. Sigurður Guðmundsson.

Í upphafi voru samtökin með aðsetur á nokkrum stöðum í Reykjavík. 1990 eru þau enn virk en lögð niður nokkrum árum síðar eftir yfir sextíu ára starfsemi."-

 

 

 

  1. apríl 2024.

Oft hefur Orð Guðs verið mönnum torskilt og tyrfið að áliti manna.  Samt talar það oft afskaplega skýrt mál og einfalt um hvernig í sumu liggi.  Það segir berum orðum að engin stjórnvöld sem starfi í löndunum séu til án beinnar aðkomu Guðs.  Skoðum ritningarver.

Rómverjabréfið 13. 1.

“Hver maður hlýði þeim yfirvöldum sem eru yfir hann sett.  Því engin væru yfirvöld ef Guð gæfi þau ekki.  Þau sem eru til hefur Guð skipað.”  Merkilegt.

Spyrja má hvort orðalagið geti verið ljósara?  Að heimurinn komi gegn ríkjandi stjórnvöldum er einnig merkið til mín og þín um að heimurinn hefur ávallt komið gegn öllu skipulagi lifandi Guðs.  Og hví þá skyldi stjórnvöldum eitthvað vera hlíft við þessari ólgu fólksins er kemur að lifandi Guði og verkum hans á jörðinni?  Ef við lesum ritningaversið aftur blasir þetta á nýjan leik við okkur hvernig í málunum liggur.  Hvarvetna í vestrænum heimi má sjá þessa vaðandi ólgu í kringum ríkjandi stjórnvöld?  En af hverju þar?  Það liggur fyrir að það er vegna lýðræðisskipulagsins sem vestrænar þjóðir búa við með öll sín mannréttindi sem þegnum lýðræðislandanna er fengið upp í hendurnar og nota því miður oft með þessum vafasama hætti að koma gegn ríkjandi stjórnvöldum í stað þess að hlýða stjórnvöldum, eins og orðið boðar, og gera þrátt fyrir ákvæðið um að stjórnvöld hafi yfir að ræða tækjum til að stöðva alla þessa ólgu. Skoðum þetta atriði í orðinu.

Rómverjabréfið 13.  

“Því að þau þjóna Guði þér til góðs. En ef þú gerir það sem illt er þá máttu óttast. Yfirvöldin bera ekki sverð sitt ófyrirsynju. Þau þjóna Guði og er skylt að refsa þeim sem illt fremja.”  Hér er talað um sverð sem stjórnvöld hafa og geta notað.  Hvað er átt við?  Beinar lögregluaðgerðir og/eða herinn er sendur á vettvang til beinna aðgerða gegn fólki á til að mynda götunum.  Allt þetta má forðast með því að standa með stjórnvöldum, styðja stjórnvöld og tala vel um stjórnvöld, sem hver manneskja getur gert en þarf sjálf að vilja þetta.  Að vera kristinn maður í beinni andstöðu við skipulag lifandi Guðs er skelfileg staða og val en samt svo mikill sannleikur.  Skoðum orðið.

Lúkasarguðspjall 23.

Þá sagði Jesús: „Faðir, fyrirgef þeim því að þeir vita ekki hvað þeir gera.“  Fólk sem kemur gegn skipulagi Guðs veit nefnilega ekki hvað það er að gera og framkvæmir því verkið ítrekað.  Af hverju?  Ástæðan er ein og verið að nota það af illu afli gegn þessu góða skipulagi lifandi Guðs.   Allt verk Guðs er gott fyrir mann og konu að gangast við.  Það er syndin sem kemur þessu svo til vegar að menn ráðast ítrekað gegn sínu eigin hjálpræði og af þeirri einu ástæðu að augun eru blind.  Við vitum hver blindaði þessi augu.  Allt gott er komið frá lifandi Guði.  Einnig ríkjandi stjórnvöld, sem við skirrumst ekki við að koma gegn þrátt fyrir valdið sem þeim er gefið af Guði og okkur mörgum er fullkunnugt um.  Samt er lýðræðið gott þó það krefji mig um aga. 

Tölum tæpitungulaust og einföldum sýn okkar með aðstoð orðs Guðs.  Enda til þess.  Lærum að vera sammála þessu orði Guðs. Það er valkostur hvers manns.  Ég fyrir mína parta vel að standa með orði Guðs og vil ekki með neinum hætti styðja þessar nautheimskar og gegnum illu andaverur vonskunnar og reyni því að hafa trú mína skýra fyrir mér sjálfum.  Þetta get ég gert og finnst sjálfum vera einkar athyglisverð hugsun sem segir mér svo margt er kemur að áliti okkar mannanna á lifandi Guði.  Þarna ganga margir kristnir menn og konur samhliða syndaranum í afstöðu. Jafn skaðlegt og það nú er fyrir kristinn einstakling.  Lærum að skilja alvarleika orðs Guðs og lexíuna um hversu rangt það er að koma með beinum hætti gegn orði Guðs með þessari yfirlýsingu eða annarri yfirlýsingu sem ekki stenst neina nánari skoðun. 

 

 

 

 

  1. apríl 2024. (b)

Rómverjabréfið 13. 1-7.

“Hver maður hlýði þeim yfirvöldum sem eru yfir hann sett. Því engin væru yfirvöld ef Guð gæfi þau ekki. Þau sem eru til hefur Guð skipað.  Sá sem veitir yfirvöldum mótstöðu veitir skipan Guðs mótstöðu og hlýtur að fá sinn dóm.  Sá sem vinnur góð verk þarf ekki að óttast valdhafa heldur sá sem vinnur vond verk. Viljir þú eigi þurfa að óttast yfirvöld skaltu gera það sem gott er og þá færðu þeirra lof, því að þau þjóna Guði þér til góðs. En ef þú gerir það sem illt er þá máttu óttast. Yfirvöldin bera ekki sverð sitt ófyrirsynju. Þau þjóna Guði og er skylt að refsa þeim sem illt fremja. Því er nauðsyn að hlýðnast, ekki aðeins af ótta við hegningu heldur og vegna samvisku sinnar.

Enda er það þess vegna sem þið gjaldið skatta, að valdhafar eru þjónar Guðs í því sem þeir eiga að annast.  Gjaldið öllum það sem skylt er: Þeim skatt sem skattur ber, þeim virðingu sem virðing ber, þeim heiður sem heiður ber.” 

 

Ekki reyna að telja mér trú um að þessi klásúla í orði Guðs gildi ekki lengur.  Væri svo að hvar er þá áreiðanleiki orðs Guðs sem segjum um og trúum að gangi sér aldrei til húðar og virki eins og það er fram sett til eilífðar?  Miðað við oft tal kristinna manna og margra annarra manna er einnig svo að heyra.  Stenst ekki.  Orðið segir skýrum stöfum hver hann sé sem skipi stjórnvöld, ríkisstjórnir, og er ástæðan fyrir því að ég vil beygja mig undir ríkjandi stjórnvöld sem íslenskur þegn á Íslandi hlýða þeim.  Þú gerir hvað sem þú vilt.  

Það er af þessu sem við sjáum að stjórnvöld geta ekki lotið afli hins illa.  Slíkt er útilokað og röng kennsla að kenna þetta, sé það gert, sem ég vil nú efast um.  Ég veit jafn vel og allt annað fólk gerir að alls konar stjórnvöld hafa ríkt og ráðið og í sumum ríkjum leikið þegna sína afskaplega grátt og verið hreint hræðilegar, hvar sem litið er á verk þeirra.  Nasistar eru ekki þeir einu og  ekki heldur kommúnistar.  

Þrátt fyrir það allt verðum við að muna hvað ritningin sjálf segir um stjórnvöld og hver skipi öll stjórnvöld veraldarinnar og halda okkur þeim megin línunnar og minna okkur á Jesús.  Sannleikurinn er að annaðhvort fylgjum við orði Guðs eða við fylgjum ekki orði Guðs.   Enginn millivegur er til.  

Gerum því upp hug okkar og veljum hverjum við viljum fylgja og þjóna.  Valið ætti að vera frekar einfalt.  Það er að segja séum við áfram sannfærð um að orð Guðs flytji okkur sannleika og bara sannleika.  Sé svo verður val okkar einkar auðvelt.  

Mín kenning er að fólk fái stjórnvöld sem það sjálft vilji.  Eftir á eftirsjá er of seint í rassinn gripið.  Guð er núna.  Allt orð hans virkar núna og stenst að öllu leyti núna.  Að segja annað er hreinn útúrsnúningur og bein vantrú.  Berum það eitt á borð sem er rétt og fjarlægjum hitt.  Guð er að krefja sitt fólk um skýra, tæra og löngu tímabæra afstöðu til sín.  Hann þarf á þér að halda.  

Meðtek ég svona skilaboð.  Fyrir mig er svarið “Já. Það geri ég.”

Það sem við er að eiga og er vandi þessa máls og allra annarra mála er að í heiminum þrífst og grasserar synd.  Allri synd er illa við að beygja sig undir neitt nema sjálfa sig og sínar eigin reglur og lög.  Hold og andi munu alltaf rekast hvort á annað.  Við sjáum sem til þekkjum að valið er einfalt og að eftir stendur eitt nafn Jesús.  Ásamt öllum orðum hans. Verum landinu blessun og trúum öllum orðum Jesú.  Jesú Kristur.  Hann er málið.  Jesú lifir!  Amen.

 

 

 

 

  1. apríl 2024.

Vor í lofti.  Grundir gróa.  Fuglar verpa og ungar koma.  Bíbí er úti um allt. Greinar í görðum manna fá litla fugla á sig sem syngja fyrir íbúa sinn eintóna og tvítóna söng.  Krían að venju lætur illa á varptíma sínum og ræðst á allt kvikt fyrir neðan sig og fælir burt.  Óskapleg læti eru þetta.  Þarf ekki að banna kríuna?  Bara spyr.  

Í eina tíð var apríl oft mánuður fiskitarna sem færir að landi landburð fisks, mest þorski, sem þjappar sér saman á vissum veiðisvæðum og hrygnir.  Fólkið í landi fékk þá sín hrogn og sína lifur og át með bestu lyst.  Sumir segja meira að segja takk.   Fiskvinnslustöðvar á suðvesturhorni Íslands fyllast óslægðum fiski og er bending til aðgerðarmanna um að nú sé tími til kominn fyrir hann að leggja aðgerðahníf á hverfistein og ná fram í honum flugbiti og bretta upp ermar og takast á við allan þennan óaðgerða þorsk sem miðin í apríl gefa áhöfnum bátaflotans sem ólmir færa hann að landi.  Tugir tonna á degi hverjum í ferð og allur fenginn á frekar litlum bletti á miðunum við strendur landsins, eins og í aldanna rás.  Landburður af fiski er sem sjá ekki neitt nýyrði á Íslandi en heyrist minna nú orðið.  Hróp mótmælanna um keisarans skegg eru tekin við af törnunum og þeim yfirleitt beint gegn stjórnvöldum landsins.  Hreint hjarta vinstra liðsins sundlar yfir allri spillingunni sem viðgengst en gleymir þó alltaf að benda beint á þessa augljósu “spillingu” og útskýra í hverju nákvæmlega liggur.  En skítt með öll slík smáatriði og slíkar leiðindaútskýringar.  Vér mótmælum.  Vér mótmælum allir.  En ekki ég.  Þetta fólk ku vera þjóðin en hvorki óbreyttir né sallarólegir ég og þú, og að auki kristið fólk.

Í aprílmánuði, á einum og sönnum árum þorskveiðanna, fyllast hafnir suðvesturhornsins fiskibátum með tugi tonna af mest þorski, hver netabátur í ferð sem allur er hífður á land á spilbómu báts sem löndunarmál hangandi neðan í sem ber þetta 600 kíló í hverri hífingu. 

Lúgumaður gefur merki og spilmaður dregur að sér stöngina og lyftir löndunarmálinu af lestargólfi með hjálp hinna augna sinna sem gefa honum bendingu um að líkur séu á að efri brún löndunarmálsins birtist við lestarkarm og að spilmaður þurfi ekki lengur á því að halda að þessi augu sín gagnist sér.  

Á réttum stað færist skipsbóma til og stöðvast yfir vörubílspalli á bryggjubrún.  Þar stendur klofstígvéla- og stakkaklæddur maður og bíður sendingar úr lest.  Að þessu sinni náði hann að rétta vegfaranda soðningu og afhenda honum þessar tvær ýsur sem túrinn gaf áhöfninni og maðurinn gekk í burtu með.   Allt alvanalegt á einum og sönnum vertíðaárum sem sprenglærðir reiknimeistarar útgerðarinnar afnámu og rifu blessunina af fólkinu.  Og ekki þá einu.  “Greiddu fyrir nema þú viljir svelta,” er gilda svarið í dag.  Þetta eru tímar kólnandi kærleiks fólks.  

 Maðurinn á vörubílspallinum gefur spilmanni bendingu sem þegar gerir aðgerð sínum megin. Löndunarmálið færist aftur til fyrri staðar og lýkur með síðasta fiskinum í lestinni.  Þá fyrst er gerlegt að biðja lúgumann um að slaka niður til sín spúlinum og að hefja spúlun á veggjum og gólfi sem vakthafandi vélstjóri sér um að færa úr lestinni og yfir í höfnina og birtist þar sem brák á yfirborði hafnarinnar við skipshlið.  Samt segir enginn.  “Ojoj. Hreinn sóðaskapur.”- 

Á meðan lest er þrifin og borðum stillt upp í henni fer maðurinn á pallinum með vörubifreiðinni á vigtina og fær afhenta vigtarnótu sem hann lýtur á og sér þá töluna 30 tonn og segir glaður:  “Harla gott” og nuddar saman höndunum.   Vörubifreiðin kemur við á staðnum sem fiskmatið fer fram á.  Formið er að sjá nokkuð staðlað.  Mest fer í fyrsta flokk, næst mest í annan flokk, og rest í þriðja flokk.  Prósentutalan er svipuð á milli róðra.  Samt gaf allur þessi mikli fiskafli sjómönnum frekar lítið í aðra hönd og skýringin að á þessum tíma var greitt lágt verð fyrir veiddan bolfisk.  Neytendur borga því frekar lítið fyrir hvert kíló af fiski í fiskbúðinni.  Í dag er engin teljandi munur á verði kjöts og fisks í matvöruversluninni.  Heimur versnandi fer. 

  1. apríl 2024.

Skjótt skipast veður í lofti.  Umræðan breytist úr einu í annað en hefur áfram sömu formerki.  Áhyggjum yfir einhverju sem engum manni er gefið að vita.  Samt viðhaldast allar þessar áhyggjur og verða birtingarmynd flestra umræðna fólks.   Ellilaunin eru of lág, dagheimili of fá, vegir fá ónógt viðhald og nýbyggingar af skornum skammti og alþingismenn og ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eitthvað bara að leika sér.  Allt birtingarmynd dagsins og umræðan mestöll þarna. Allt fóður fyrir áhyggjur yfir einhverju sem kemur sem enginn veit neitt um.  Svona er birtingarmynd dagsins.  Hún er mynd af áhyggjum.  En þær allar eigum við að geta skilið.  

Frá áhyggjum og til beins ótta er örstutt.  Áhyggjur ríkja og ráða oft för og landsmenn mikið þar.  Þeir sjá ekki fram úr erfiðleikum né hvernig brúa skuli bil.  Sjá ekki að peningarnir sem til umræðu eru leyfa ekki mikinn lúxus en honum er þó lifað.  Halda mætti að pyngjan sé götótt.  Rétt.  Pyngjan er götótt og með engri blessun.  Úr launum verður einhvern veginn ekkert.  Lítil og engin umræða er um forgangsröðun greiðslna og hvort ekki sé rétt að vera með hann meira í öndvegi.  Nema við viljum áfram vera þetta kærulausa fólk í peningamálum okkar.  

Syndin talar.  Hún er sín rödd og segir glottandi við mig og þig.  “Endilega fáðu þér þetta og hitt.  Mundu bara eftir að borga reikninginn sem þú slepptir um þessi mánaðamót um næstu mánaðamót.  Þessu jánkum við án þess þó að gera neitt með um næstu mánaðamót. Og vitum vel.  Við bara sögðum hitt með ekkert á bak við sig.  Allt til að hafa syndina áfram stolta af okkur.  Í eðli sínu er synd óheiðarleg.  Hún er lævís.  Hún er lipur.  Hún vinnur með veikleika manneskju og blæs í glæður alls óheiðarleika fólks sem syndugt líferni fæddi og viðhélt.  

Skuldastaðan vex hröðum skrefum og bættist slurkur ofan í hana með lögfræðingsbréfinu sem barst.  Allt olía á eld, áhyggjur og að lokum skelfingu en er samt nokkuð sem hver manneskja getur hæglega losað sig við og undan en gerist ekki vegna þess að hún tekur sér ekki takið og vill helst að aðrir taki takið fyrir sig takið en biður engan mann um.  Hér er ætlast til hugsanalesturs.  Hver gefur sig fram í slíkan björgunarleiðangur með nóg á sinni könnu?  Áfram er sagt “Þetta reddast.”  En þó eru engar breytingar gerðar sem gefa rými fyrir reddinguna.  Númer eitt þarna er hugarfarsbreyting með það ljós yfir að einnig þurfi að hefjast handa og að tosa fyrst hendur fram úr ermum.  Það er með þeim hætti sem alvöru lausn kemst að en einfalda leiðin valin, sem er að fjalla bara nógu mikið um eitt og annað.  Enginn ótti hverfur með þeim hætti og ótti ber enga lausn í sér.  Fólk sér ekkert nema þennan kæfandi ótta sinn.  Hvernig á annað að gerast með óttatal allt í kring og án nokkurra sannana?  Bolti rúllar undan brekku og safnar utan á sig.  

Áhyggjur voru og ekkert sem benti til neins bitastæðs.  Einstaklingsframtakið er  lítið, af beinum uppgjafarhuga.  Hendur falla.  Uppgjafarhugurinn knýr dyra.  Honum er hleypt inn.  “Óskaplega er gaman hér”- segir hann lúmskur og sér að menn eru hættir að berjast fyrir sínu með réttu og velja ódrengilega leið, safna liði og hefja ferð með óhróðri sem gætir sín vandlega á að ekkert sannleikskorn komi þar fram.  Og hverjir flykkjast í flokkinn?  Reitt fólk, biturt fólk, svekkt fólk, sært fólk sem telur sig hafa misst eign en skildi aldrei að gaf sjálfviljugt frá sér og gerði án nokkurs utanað komandi þrýstings, nema sínum allra nánustu. Pælingin um að missa verður heiftúðlegt ástand og tapsár, helsærður einstaklingur með vondum huga, hreint skaðræði.  

Guðlaus veröld skilur ekki hví svona sé né sér að er vegna fráhvarfs.  Guðleysi vex fiskur um hrygg.  Rödd ótta og óttalegra hugsana þagnar ekki.  Henni þarf að ýta burt og er það í krafti ákvörðunarvalds sem er mikið.  Til að nota og nýta afl ákvörðunar verða menn fyrst að sjá það.   Ákvörðun manns hrekur óttann á flótta en þarf að berast frá einstaklingi.  Sem sagt.  Einstaklingurinn ræður öllu hvað fái hreiðrað um sig í stjórnstöðvum hjartans, þar sem öll völd sérhverrar manneskju búa.  Allt vegna þess að Jesú er upprisinn og hann lifir.  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

  1. apríl 2024.

Allt í Guði er fyrir náð hans og miskunn.  Verkin mín breyta engu um hvernig ég er til hans komin og hví ég var tekin í náðaðra manna tölu og ekki einhver annar.  Niðurstaðan er að ég er í lifandi manna tölu í ranni Guðs.  Erfiði mitt og streð hafði aldrei neitt um málið að segja.  Væri svo byggist trú mín ekki lengur á náð og miskunn lifandi Guðs, eins og hún þó gerir, heldur að nokkru leyti mínu eigin framlagi.  Slíkt stenst ekki út frá orði lifandi Guðs, sem er allt í öllu.  Væri minn partur einhver hef ég útilokað náðarverk Jesú.  Og hvílík reginvilla væri það ekki?  Þá byggi náð Guðs að einhverju leyti á hvernig ég bæri mig að og hvað ég sjálfur hafi gert.  Ekkert svoleiðis skeði og ég er í verkinu eitt hundrað prósent þiggjandi sem fæ að nota leiðsögn Jesú og geri án allra fyrirfram unninna verka.  Þetta skeði að kvöldi ákveðins dags í október 1989 er allt þetta blasti við mér og gerði mig að nýrri sköpun í lifandi Guði.  Í þessu á ég nákvæmlega ekkert og get hér og nú strikað yfir allar slíkar mælingar af minni hálfu.  Bæn mín og verk eru því í Guði jafn rétthá og bæn og verk hverrar manneskju sem er.  Trúin mín segir það og Jesús sjálfur staðfestir það.  Hér má sjá bæði axlabönd og belti. Útilokað er að brók mín falli niður á tærnar á stund sem ekki væri góð fyrir mig að skeði.   Með öðrum orðum.  Ég hef lært að gera verkin rétt í Guði.  Er það nú hægt?  Allt er hægt fyrir náð og miskunn Jesú. 

Þarna hafa samt menn viljað búa til að einhverju leyti goggunarröð og gera með tali sínu um bænhita vissra einstaklinga og umfram annað trúað fólk. Orðið kennir þetta og segir skýrum stöfum að bæn trúarinnar, réttláts manns, megni mikið og að slík bæn berist upp til Guðs.  Guð mun aldrei heyra nokkra hégómabæn.  Ekki heldur mína.  Hégómi minn er ekki af trú.  Sem sagt.  Ég vinn út frá eigin trú og engu öðru.  Alls konar vangaveltur eru til í kringum þetta og mönnum og konum eru sendar bænir vegna svokallaðs “bænhita” fólksins.  Kjaftæði.  Einlæg trú frá hjarta sem elskar Jesús berst upp til himins.  Og svar kemur.  Hér sjáum við mynd af einfaldleika manneskju sem trúir á Jesús.  Þarna vil ég halda mér.  Enda best til árangurs.   

Sálmarnir 62. 8-10.

“Hjá Guði er hjálpræði mitt og vegsemd, minn örugga klett og athvarf mitt hef ég í Guði. Þjóð, treyst honum ávallt, úthell hjarta þínu fyrir honum. Guð er oss athvarf. (Sela)

Hégóminn einn eru mennirnir, tál eru mannanna börn, á metaskálunum lyftast þeir upp, einber hégómi eru þeir allir saman.”  Sjáum við bænheitan einstakling hér?  Bara engin spurning.  

Maður sem hættur er við synd er í bestum málum.  Orð eins og öll syndgum við margvíslega eru vissulega orð sem Biblían geymir en orð sem oft er gripið til sjálfum sér til afsökunar.  Og slíkt er ekki gott.  Losum okkur því við syndina.  Enda vinnandi vegur. 

Skoðum meira úr orðinu.

Rómverjabréfið 10. 9-13.

“Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn, og trúir í hjarta þínu að Guð hafi upp vakið hann frá dauðum verður þú hólpinn.  Með hjartanu er trúað til réttlætis, með munninum játað til hjálpræðis.  Ritningin segir: Hver sem á hann trúir verður aldrei til vansæmdar.  Í þessu er enginn munur á Gyðingum og Grikkjum. Hinn sami er Drottinn allra, fullríkur fyrir alla sem ákalla hann því að „hver sem ákallar nafn Drottins verður hólpinn“.  Skýrt.  Skorinort sem erfitt er að misskilja.  En þó veit maður aldrei.  Þar eru sumt fólk mestir snillinga.  Og ætli maður sjálfur hafi ekki einhvern tímann staðið á þeim stað?  Það er ekki alveg útilokað mál alltént.  

Niðurstaða.  “Berjumst trúarinnar góðu baráttu með skilningi.  Hann fáum við úr orðinu.  Á mínar og þínar herðar er lagt að nema það og á eftir lifa samkvæmt því.  Það er skýr vilji Guðs.  Amen.

 

 

 

  1. apríl 2024.

Jesú er málið fyrir fólk.  Hann er og maðurinn sem dó fyrir syndir sérhvers manns.  Að trúa á hann er lykill að velvilja Guðs til mannsins og það sem forðar honum frá refsingu og dauða.   Í þessu ljósi sjáum við að dauðinn er afstæður og að tilgangur fæðingar manneskju er meiri.  

Það er vegna frelsisverksins og trúar manneskju á Jesú sem áhugi hennar vaknar á að vita meira um þetta mál og að fræðast sjálf um hvernig í þessu liggur.  Og svo er Guði fyrir að þakka að maðurinn getur aflað sér allra nauðsynlegra upplýsinga sem hann þarf að vita hvernig eigi að bera sig að.  Bókin heitir Biblían og sá sem útskýrir hana Heilagur Andi sem  fer ekki í neitt manngreinarálit og tekur öllum fagnandi sem vilja fara þessa leið með sig sjálfa og fræðast betur  um þetta efni.  

Allt er þetta samt frá Guði og byrjar með þeim hætti að saklaus maður er fundinn sekur og dæmdur til dauða af mannlegum dómstól og negldur á kross þar sem hann dó og Guð gat notað í áframhaldandi verkefni sitt, að endurleysa allt mannkyn.  Birtingarmyndin er upprisa Jesús og uppstigningin til himins.  Sama mun gerist hjá endurfæddu fólki.  Að trúa Jesú er sigurafl.  

Eftir þrjá daga í gröfinni birtist Jesú sínu fólki upprisinn.  Ekkert nema hreinleiki hans andspænis Guði gaf Jesú leið til baka.  Hreinn, syndlaus og flekklaus voru skilyrði Guðs fyrir upprisu Sonarins, stofnun kirkjunnar og heilagt samfélag trúaðra.   Við sjáum að við eigum Jesús einum allt að þakka.  En erum við þetta þakkláta fólk?  Sum okkar segja já.  En engin þó fyrr en eftir að trúin kemur til skjalanna og menn farnir að átta sig á um hvað málið snúist og á hvaða leið þeir raunverulega voru.  Þá fyrst vaknar alvara málsins.  Það er þarna sem fólkið fyllist sínu þakklæti af að eiga það sem það nú á og þáði sem eitt hundrað prósent gjöf af himni.   Fyrir þitt eilífa líf greiðir þú ekki neitt en nokkur vinna því fylgjandi að vera þiggjandi gjafarinnar og að lifa sína trú samkvæmt vilja meistarans, rækta sína trú, vaxa í sinni trú á Jesús og þola þjáningu vegna trúarinnar og halda samt áfram verki trúarinnar.  Þetta er herkostnaðurinn sem fylgir.  Af þessu kemur hinn eiginlegi trúarvöxtur sem margt vaknar með.  Til að mynda mikilvæga og óendanlega þakklætið fyrir það sem maður á og Drottinn segir sjálfur um að enginn geti hrifsað þetta frá manni. Hér vaknar hjá mörgu fólki þessi tilfinning um að vilja þakka Herranum gjöfina.  Samt er á engan vísan að róa með þakklæti manna og kvenna og hvort það sé framborið eða ekki.  Fátt er óútreiknanlegra en afstaða fólks.  

Allt skiljanlegt í því ljósi að engri manneskju þykir notalegt að vera undir áþján en lærir með áframhaldandi vinnu og af vitnisburði bræðra og systra sem tjá sig um samskonar reynslu. 

Og hér er komin upp myndin af kirkju og samfélagi þar sem menn og konur fá brýningu hvert frá öðru sem og veldur því að mikilvæg trúarskref eru áfram stigin.  Og viti menn.  Þjáningin gekk sér til húðar og manneskja getur á ný andað léttar.  Núna veit hún að jafnvel þjáning hefur sinn tiltekna líftíma og er ekki endanlega staða.  En með þeim hætti hugsa margir á meðan þjáningin er enn viðloðandi manneskju.  

Það er mikilvægur lærdómur að eiga hjálp sem hjálpar fólki næst er það lendir í áþekkri hremmingu.  Allt svona er til að byggja upp í trúuðu fólki þetta mikilvæga þakklæti og úthald sem þarf.  Þá fatta menn líka betur á hvaða stað þeir voru og á hvaða leið þeir eru núna.  En hvað sjáum við?  Þetta eða eitthvað allt annað?  

Fyrir nokkra manneskju er ekki léttvægt fundið að eignast eilíft líf, sem á annað borð meðtekur boðskap trúarinnar.  Nú er enginn efi og komin alger fullvissa um stefnuna og á hvaða vegi trúað fólk sé.  Dauði og Hel, minn kæri, er enginn staður fyrir fólk þó að þar endi margt af því vegna eigin trúleysis.  Þessir staðir eru ætlaðir Satan og árum hans og púkum.  Tökum því við Jesús.

  1. apríl 2024.

Mikilvægt er að vita svona nokkurn veginn hvar í Guði fólk í sal sé þegar efnt er til stundar þar sem orð Guðs er kennt og er utan venjulegs samkomutíma.  Aðalsamverustundin er venjulegast á sunnudegi, en þarf auðvitað ekkert að vera.  Ég vona að menn séu ekki enn á þeim stað með sig sjálfa að taka svona tali sem beina og persónulega árás á sig.  Enda ekki tilgangurinn. Og hver er ég að gera slíkt?  Að stuða er ekki markmiðið.  Þjónar slíkt hvort eð er engum tilgangi með þekkta þvergirðinga um borð á borð við mig og þig sem bara espumst upp við slíkt tal og verðum sjóðandi eitthvað.  Grr.  Hver vill ausa í botnlausa tunnu?  Ekki ég.  

Það sem við er átt er að enginn okkar fer mikið að tala um, segjum, Lögmál Guðs við fólk sem þekkir hvorki haus né sporð á Lögmáli Guðs og er kannski að heyra þessi orð í fyrsta skipti.  Segir sig sjálft.  Hægt og bítandi kemur þekkingin og fólk fer að vita hvað við er átt.  Munum að trú fólks endist því alla ævi og að fólkið eigi oft eftir að koma á alls kyns stundir í þessum söfnuðum.  Tíminn til að fatta og ná upp í kennslur er nægur.  Ég hef sjálfur gengið með Jesús í þrjátíu og fimm ár og fyrir nokkrum kominn af byrjunareitnum.  Það sem hér er verið að benda á er mikilvægi þess að muna sjálfur eftir sinni eigin byrjun með Jesús.  Ég man eftir að þessa bæn bað ég fljótlega eftir frelsunardag minn.  Ég vissi að eftir því sem lengra liði á göngu mína í Guði væri sú hætta til staðar að maður sjálfur gleymdi hvernig maður leit málið á sínum upphafsdögum og hvers maður vænti.  Á öllum tíma mun fólk koma inn sem stendur á nákvæmlega sama stað og og ég og vera með skilning sinn úti á túni, rétt eins og ég og þú á okkar eigin byrjunarreit og með enn blautt á bak við eyrun.  Þetta mun alltaf verða og gott fyrir lengra komið trúað fólk að muna eftir þessu og gleyma ekki.

Rómverjabréfið 7. 1.

Þið vitið, systkin[ – ég tala hér við menn sem þekkja lögmálið – að lögmálið ræður ekki yfir manni lengur en hann lifir.”- Við sjáum hvernig Páll gerir verkið og hvernig hann kemur inn með þarfa ábendingu um að vita hvernig land liggur.  Hann veit að hópurinn inni þekkir lögmál Guðs og talar því eins og hann talar og út frá lögmáli Guðs.  Fólk í salnum er með og hvort sem það er sammála orðum Páls eða ekki veit það um hvað málflutningur hans snýst.   Það er með þessum hætti sem við bætum við þekkingu manna og að lag þekkingar leggist ofan á lag sem fyrir er og hlýtur því alltaf að vera tilgangur allrar alvöru kennslu.  

“Lögmál Guðs, hvaða áleggstegund ætli það sé?"  "Hef ekki heyrt þetta orð áður”- spyrja menn hvorir aðra og klóra sér kollinum.  Hér er auðvitað gripið til grínsins en samt ekki því að sumt fólk veit ekki hvað lögmál Guðs sé og er ástæðan fyrir því að Páll tekur til orða eins og hann gerir.  Páll gat leyft sér að halda áfram með efni sitt og hér verið að benda á nákvæmlega þessa aðferðafræði sem þarna blasir við.  Vertu viss um hvað gangi í fólk.  Guð veit þetta.  Spyrjum bara hann.  Að finna upp hjólið gerðist fyrir margt löngu.  

Hvaða gagn væri af því snéri fólk í salnum sér hvort að öðru með spurningu á vörum um hvaða lögmál sé verið að tala og hvað þetta lögmál eiginlega sé?  Sjáum við ekki að við verðum svolítið fyrst að lesa salinn til að vita upp og ofan hvað henti?  Góð grunnregla  er að reikna með fólki blautu á bak við eyrun ásamt lengra gegnum einstaklingum á samverustundum.  Orð Páls hér ofar segja þetta og hann er viss um að geta talað með þessum hætti þar inni.  Sums staðar sem hann kom ákvað hann að vita ekkert nema um Krist krossfestann og upprisinn.  Alltaf skal reikna með nýliðunum og að mæta þeim prívat með kennslu.  Munum.  Jesús sendir sjálfur nýliða inn.  Hann er alvöru Drottinn sem frelsar og fer alla leið með sitt fólk.  Og allir munu fá allt sem þeir þurfa og um leið örugg vaxtarskilyrði til að aflast í þekkingunni á orði Guðs.  Það er ekki áhyggjuefnið og ástæðan fyrir að hér sé bent á grunnatriði trúargöngunnar með Kristi og að gleyma ekki sinni eigin byrjun.  Og segir ekki orðið sjálft.  Aftur til upphafsins.  "Jú."  Í minni bók. 

 

 

 

 

  1. mars 2024 (b)

Bítlarnir sögðu sjálfir, að minnsta kosti heiðursmaðurinn  George Harrison, að þeir, The Beatles, hafi lítið komist frá á tónleikaferðum sínum og að mestu leyti hýrst upp á hótelherbergjum á þessum yfirferðum sínum um heiminn.  Samt var þeim kennt um margt sem skeði og þeir sagðir hafa haft vond á áhrif á unga kynslóð þess tíma. 

Rétt er það að margt fólk ánetjast vímuefnum og að nokkur lausung var í gangi á sjöunda áratug seinustu aldar.  En þá skal haft í huga að hver einstaklingur velur sjálfur hvert hann stefnir með líf sitt og of mikið er oft gert úr mætti tíðaranda hvers tíma.  Áhrif hvers tíðaranda eru vissulega til staðar en gleypa fráleitt hvert mannsbarn. Menn halda áfram, flestir menn, sinni heilbrigðu hugsun og sönsum.  Og hvernig er það í dag?  

Ekki kenna öðru um hvernig fer.  Einstaklingur mun ávallt bera ábyrgðina þó að hann beri fyrir sig einu og öðru sem réttlætir slæmt líf hans síðar.  Að breyta með þeim hætti hefur alla tíð verið lenska sem fyrir vikið gerir mig stikkfrí með mitt og margar af mínum arfaslöku ákvörðunum, vegna þess að ég lét sogast með af einhverri snúanlegri hringekju.  Þetta er hreint kjaftæði.  

Í ljósi sögunnar og því sem síðan hefur skeð er ekki að sjá að margt af fólkinu hafi horft á allt þetta Bítlaæði með réttum augum né haft á réttu að standa í þessu áliti sínu um slæmt fordæmisgildi.  Hið sanna er að unga kynslóðin komst sæmilega frá öllu þessu Bítlaæði og gekk frá sæmilega hresst og kátt fólk, svona annars er sjokkið hvarf. 

Í þá daga var ég barn og unglingur en er í dag orðinn roskinn maður í aldurslegu tilliti og enn þokkalega hress til anda sálar og líkama og nokkuð sáttur við eigið sjálf þó að ég hafi lifað Bítlaæðið frá upphafi til enda.  

Að þetta skuli enn lifa jafn góðu lífi sextíu árum frá lokum veislunnar gæti nú kennt einhverjum lexíu.  Segir það enda nokkuð um áhrifin.  

Sjálfur dæmi ég ekki þessa sögu og er hún mér enn jafn heillandi og verið hefur og skammast mín ekkert fyrir að tala með þessum hætti.   Fólk sem vill fara vegna svona tals má vel fara og ég ég segi við það.  Bless og takk fyrir samfylgdina.

 

 

 

 

  1. apríl 2024.

Stundum gerist að boðskapur Jesú vilji svolítið ruglast í meðförum fólks.  Ástæðan er að flutningur málsins er ekki nógu skýr.  Og geta ástæður þess svo sem verið margar.  Ein er að menn fari stundum lengra í kennslunni en þeir almennilega sjálfir hafa náð að skilja og ráða því ekki vel við að kenna öðru fólki.  Allir menn þurfa tíma til að átta sig og ná réttum takti við verkefni sín sem þeir hyggjast flytja öðru fólki.  Allir góðir fræðarar eru þar með sig sjálfa af því að skilja sjálfir mikilvægi þess.  Kennari kennir manni rétta kennslu.  Líka af þeirri ástæðu sest fólk á skólabekk og eða situr undir ræðu sem um leið er fræðsla.  Eigin skilningur skiptir fólk sem þiggur fræðslu oftast nær sköpum.  Og þetta skilur fólk.  Páll postuli rak sig greinilega á þetta hjá sumum sem hann kom til og heyrði fólkið tala til annarra.  Að boða réttan boðskap er grunnur að svo mörgu sem verður til góðs.  Og rétt sett fram kennsla fer áfram og fær að planta sér víðar en okkur oft grunar.  Vandinn við ranga kennslu er að hún fer einnig af stað og er víða kennd.   Og menn grípa hana og gera.  Hve mörg dæmi um akkúrat þetta má finna?  Fjölmörg og þau sést víða þegar menn byrja að lesa og ígrunda orðið.  Birtingarmyndin er þessi ruglingur.    

Skoðum dæmi.

Rómverjabréfið 6. 1-4.

Hvað merkir nú þetta? Eigum við að vera áfram í syndinni til þess að náðin verði því meiri? Fjarri fer því! Við sem dóum syndinni, hvernig ættum við að lifa áfram í henni?  Eða vitið þið ekki að við öll, sem skírð erum til Krists Jesú, erum skírð til dauða hans?  Við erum því dáin og greftruð með honum í skírninni. Og eins og faðirinn vakti Krist frá dauðum með dýrðarmætti sínum, eins eigum við að lifa nýju lífi.”  

Þarna sjáum við eitthvað sem bendir til óskýrrar kennslu í söfnuði sem Páll, vinur okkar, er staddur hjá og útskýrir ekki með neinum réttum hætti viðfangsefnið.  Og alls konar fer af stað meðal fólks sem bara ruglar það í ríminu.  Inni í þessu umhverfi er Páll í og kemur að með kennslu sem reynir að leiðrétta alla þessa vitleysu og ýta aftur út og koma með það sem er rétt.  Kennsla skal vera rétt.  Allt má þó laga.  En hver fær lagað svona nokkuð nema hann og hún sjálfur eigi til réttan skilning?  Réttan skilning geta allir trúaðir átt og haft hver hjá sér og með því bara að ganga með Guði sína daglegu trúargöngu í heiðarleika og trú?  Vitum við ekki að slíku fólki er við engri hrösun hætt og að hugsunin um að allir hrasi nú margvíslega er afsökun fyrir einhverju sem ætti ekki að hafa gerst en skeði.  Og menn byrja að afsaka sig.  En fyrir hverjum? 

Að daðra við synd  er dauðans alvara og mikill háskaleikur.   Munum!  Jesús var sendur til jarðarinnar gagngert til að vinna bug á synd og líka gerði.  Þarna höfum við margoft reynt að hnikra ýmsu til og gert kannski vegna rangrar kennslu sem við fengum.  Og svarið við réttu og röngu fæst ekki.  Að vera vel að sér í biblíulegum fræðum er hjálplegt.   Af þeim sjáum við að útilokað er fyrir Drottinn að horfa í gegnum fingur sér með neitt sem lýtur að synd.  Öll  synd skal því út.  Hvað er synd?  Að trúa ekki á Jesús er synd.  Með þeim hætti talar orðið sem og allir vita sem þekkja til orðsins.  Munum!  Fólk sem hafnar Jesús hafnar um leið sannleikanum.   Munum!  Sonur Guðs var deyddur vegna syndar fólksins.  Svo alvarlegum augum lítur Guð hana sem við sum gælum þó við og viljum bragða á henni og gerum þó að við vitum betur.  Svona skal  skír Biblíukennsla tala.  En hve lengi var vitleysan kennd áður en leiðrétting barst fólkinu?  

Málið er einfalt.  Kristur dó fyrir synd mannsins og reis upp vegna síns eigin syndleysis.  Við sjáum að ein synd hjá Jesú hefði varnað honum að komast til baka og aftur til föðurins.  Halda menn að eitthvað annað gildi um þá sjálfa?  Stundum læðist að manni slík hugsun og ástæðan fyrir því er að svo margt hjá okkur er á reiki sem í augum Guðs bara hreinlega stenst ekki og orðið mundi staðfesta.  Væri til þess leitað.  Menn hafa enga afsökun.   Jesús lifir!  Hann lifir! 

 

Rétt er að Guð fyrirgefi fólki synd. Og stundum syndgum við ómeðvitað. Að Guð fyrirgefi synd er til að fólk hætti allri synd. Fyrirgefning Guðs kemur alltaf af iðrun. Iðrun er að sjá að sér og viðurkenna eigið brot að kom gegn skýrum vilja Guðs.
Að fá fyrirgefningu Guðs en þó halda samt áfram fyrri iðju heitir “Að syndga núna upp á náðina” sem er mikill háskaleikur sem enginn ætti að stunda.

 

 

  1. mars 2024.

Þegar breska hljómsveitin The Beatles var lögð niður í maí 1970 lýkur um leið tímabili mesta svings og fjörs sem menn á öðrum tíma hafa upplifað.  Smávegis smjörþef fengu menn að því sem koma skyldi í rokkæðinu sem gekk yfir hluta heimsins sem talsvert líf var í og hróp og köll fólks fyrir framan svið.  Í þeirri sveiflu fer fremstur Bandaríkjamaðurinn Elvis Presley.  Fyrsta lagið sem ég heyrði með honum er söngurinn King Creola sem er nafn á kvikmynd sem Prelsy lék í og kom út 1958.  Lagið náði miklum vinsældum.  Þó að ég þekki reyndar ekki stöðu tiltekinnar kvikmyndar reikna ég með að hún veki nokkra athygli og fyrst og fremst vegna þess að herra Presley leikur þar eitt aðalhlutverkið og að nafn hans dragi að fjölda áhorfenda.  Við vitum að í heimi viðskipta eru verk frekar sett fram sem betur selja.  Árið 1958 er ég fimm ára barn og man eftir þessu lagi sem glumdi í eyrum mínum frá útvarpstækinu heima að kvöldlagi og var nokkuð hátt stillt, sem segir mér að fleiri en ég á heimilinu hafi hrifist af.  

Evrópubúar gátu ekki verið minni menn en Bandaríkjamenn í þessu máli og öttu því fram eigin listamönnum, hljómsveitum og söngvurum, sem syngja söngva sem ekki ná neitt minni áhrifum en söngvarar Presley. Bandaríkjamenn hafa og rokkaranna Bill Hale, Fats Domino, gítaristann snjalla og Chuch Berry, svo einhverjir séu nefndir sem allir eru með í halda rokksveiflunni gangandi og eru strangt til tekið þetta rokk. 

Evrópumenn horfa á álengdar og hlusta með athygli á en segja að endingu við sig sjálfa að “Iss maður.  Við þetta getum við nú vel keppt”- og byrja að horfa í kringum sig í leit að að vænlegum kosti til að andsvara velgengni bandarískra hljómsveita og söngvara og rekast á nokkra vænlega úr eigin hópi.  Má þar fremstan tala um ungan Breta að nafni Sir Cliff Richard sem þá hafði með sér sérstakt band sem mörg okkar vitum að er The Shadows og venjulega kynntir í sitthvoru lagi til aðgreiningar sem er nokkuð sniðugt bragð til að bandið falli ekki alveg í skuggann af Cliff.  Með þeim hætti voru og hljómplötur Cliff kynntar hvort sem var í útvarpi eða í auglýsingum dagblaðanna.  Þarna má greina nokkurt viðskiptavit meðlima The Shadows.  

Helsta tekjuvon  breskra eða bandarískra tónlistarmanna miðast að stærstum hluta við sölu hljómplatna og gengi tónleikaferða tónlistarfólks.  Einhverjir tónlistarmenn hafa fasta vinnu og fast kaup fyrir spilamennskuna á börum og knæpum sem fylltar voru sígarettureyk gesta staðarins og launin vart mikið meira en vasapeningar.  Lunga teknanna koma af plötusölu og tónleikahaldi.  Það er að segja þeir tónlistarmenn sem ráða við að fara í hljóðver.  Sem voru fráleitt allir starfandi tónlistarmenn. Hljóðversvinna er enda dýrt dæmi.   

Sem sagt mikið húllumhæ og fjör er í kringum rokksveifluna einu sönnu.  En undan henni fer að fjara og er svo komið að um 1960 var rokk eiginlega gert útrækt af stöðunum sem áður sóttust eftir að hafa það hjá sér.  Í allavega Bretlandi voru málin með þeim hætti vaxin. 

Virtir og vinsælir staðir á borð við Cavern Clup í Liverpool setja um tíma blátt bann við flutningi rokks í sölum sínum og kemur rokkarinn John Lennon og hans menn að lokuðum dyrum er þeir birtast þar og er sagt að -"Ehh.  Nei takk."  "Við höfum ekki lengur áhuga á rokkmúsík heldur Skiffle- sveiflu.  Og í Skiffle- skellir Lennon sér ásamt hljómsveit sinni The Quarrymen.  

Hvort George Harrison og Sir Paul McCartney eru þar veit ég ekki en tel svo vera. Á síðari stigum bandsins.  Ringo Starr gekk hins vegar þar ekki inn fyrir dyr fyrr enn 1962 og er sjálft Bítlaæðið kom fast upp að dyrunum og nafn hljómsveitarinnar kom á sinn endanlega stað.  En þá líka er rokkæðið að baki og ládeyðan ein í lofti og íslensk The Shadows- bönd starfandi inni í öðrum hvorum bílskúr á stór Reykjavíkursvæðinu sem neita að taka inn Bítlalög til spilunar hjá sér en láta undan þrýstingi vegna þess að núna vilja allir hlusta Bítlasöngva og á þá eingöngu.  Þeir sem ekki vilja þetta til sín fá ekkert að gera og því sjálf hætt við hitt verkefnið.  

  1. mars 2024. (b)

Eilífð.  Hver skilur eilífðina.  Ég veit það ekki.  Allavega að þá skil ég hana ekki en viðurkenni að hún sé þarna og að Jesús kom þaðan og hvarf þangað á nýjan leik eftir að hafa skilað af sér hlutverkinu sem frelsara heimsins var ætlað að vinna og er algerlega skipulag samkvæmt vilja Guðs föður að hleypa í framkvæmd og að fullu og öllu virkja.  Guð sjálfur stjórnaði verkinu frá upphafi.  Og er svo enn í dag.  Jesús valdi að fara að öllu leyti eftir skipulagi föðurins.  

Jóhannesarguðspjall 8.  25-27.

Fólkið spurði hann þá: „Hver ert þú?“ Jesús svaraði því: „Sá sem ég hef sagt yður frá upphafi. Margt hef ég um yður að tala og fyrir margt að dæma. En sá sem sendi mig er sannorður og það sem ég heyrði hjá honum, það tala ég til heimsins.“

Fólkið skildi ekki að hann var að tala við þá um föðurinn.”- Hér má sjá skýra mynd af þörfinni á kennslu í Guði og að hún verði að ganga út til manna og kvenna.  Ég spyr.  Hefur þetta breyst?

Jóhannesarguðspjall 8.  48-51.

“Þeir svöruðu honum: „Er það ekki rétt sem við segjum að þú sért Samverji og hafir illan anda?“

Jesús ansaði: „Ekki hef ég illan anda. Ég heiðra föður minn en þér smánið mig.  Ég leita ekki míns heiðurs. Sá er til sem leitar hans og dæmir.  Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem varðveitir mitt orð skal aldrei að eilífu deyja.“

Jesús segist ekki leita eigin heiðurs heldur framkvæma það eitt sem faðirinn vill láta hann gera.  Og af hverju?  Til að forðast öll mistök í ferli verkefnisins.  Klúður á einum stað hefði ónýtt áætlun lifandi Guðs.  Og þá væri herra Konni í Kóngsgerði ekki að gera svona pistil né neitt þessu líkt því trúin á Krist hefði þá aldrei komist til hans né hér verið stofnuð kirkja sem heldur utan um trú manna og kvenna og uppi sú hörmulega staða að hvergi væri neina trú að finna og fyrir margt löngu væri búið að útrýma þjóð Guðs.  Guði sé lof.  Það skeði ekki.  

Hér sjáum við að hið eina sem Guð faðir getur gert er að senda sinn eigin son í verkið og hefur ferlið með því að senda Heilaga Anda til ungrar stúlku af gyðingaættum sem yfirskyggir hana og gerir þungaða og aðskilur sinn mann strax frá annarra manna börnum.  Svona talar ritningin.  Einnig áttum við okkur á að Jesús er ósköp venjuleg manneskja er hann fæðist sem þó algerlega áttar sig á að verði í einu og öllu að lúta orðum föðurins til að mögulegt sé að verkið sem honum er fengið að vinna heppnist.  Og til að fullgera þetta velur Jesús að deyja sjálfum sér og einvörðungu gera það sem hann heyrir föðurinn segja.  Afstaða Jesú er áhugaverð.  

Með öðrum orðum að þá dó Jesús sjálfum sér og tryggir með þeirri ákvörðun sinni að allur vilji Guðs náist skilyrðislaust fram.  Og það líka skeði.  Máttur heljar mun hvergi fá unnið á kirkju Krists.  Við sjáum styrk verksins og í hverju hann felst.  

Munum!  Frelsisverkið var, er, verkefni sem fyrst þurfti að gera tilbúið og koma fyrir á sínum stað.  Á hvaða stað, spyrð þú?  Í hjörtum fólks sem útvalið er til eignast trú og að fyllast heilögum anda.  Þetta er verkefnið sem Jesús er fengið og vinnur til loka og tók það um þrjú ár.  Að því verki loknu, ekki fyrr, gat hann aftur drifið sig heim til föðurins en verður fyrst að deyja, alveg eins og hvert og eitt okkar munum gera.  Biblían segir að Jesús hafi risið upp frá dauðum.  Jesús sýnir okkur allt um hvernig þetta er að við sem trúum rísum upp og komum okkur fyrir á staðnum sem Jesús er nú á.  Allt fyrir trú mína í dag og hér og nú  "Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

 

 

 

 

  1. mars 2024.

Að fylgja Drottni er fyrir einstakling langhlaup og getur aldrei verið neinn stuttur sprettur. Þarna talar reynsla manna hvað skýrast máli og við förum æ betur að skilja hvað orðið langhlaup merkir um trú fólks og hví enginn sem tekur við Jesús tjaldar til einnar nætur.  Allan sinn leyndardóm sem trúin og mín eigin þolinmæði, ekki gleyma henni, tókst að byggja upp í mér.  Löngu síðar dýpkar skilningur.  Hugleiðum þetta.  Allt svona skoðum við eftir á og aldrei fyrir fram.  Skýringin er að hver dagur hefur sína eigin þjáningu.  Dagurinn er oft einnig mæðudagur minn.  Mitt í þjáningu og mæðu hugsar fólk ekki rökrétt heldur vill komast burt.  

Trúin á Jesús vill byggja upp í okkur þolinmæði.  Eftir á að hyggja eru menn þakklátir fyrir að hafa eignast hana.  Og þeir skilja betur hví talað sé um langhlaup en ekki stutta spretti.  Sjá menn ekki hvernig Guð gerir allt?  Gott að þjóna aðila sem veit allt.  Í alvöru.   

Þegar ég til að mynda svokallað “Frelsaðist,” það er að frelsast að hafa eignast Jesú í sitt hjarta, sagði ég, ég hef oft vitnað um þetta, “Það er til Guð.”  Hver getur sagt svona nema fyrst að hafa áttað sig á að aðilinn sem þarna er mættur þekki hann.  Ég tók þessu reyndar ekki með þessum hætti á þeim tíma þó að enginn efi væri um hver væri á ferð.  Það allt skynjaði ég samstundis.  Hvernig má þetta vera?  Nú, ég eins og þú kem líka úr eilífðinni þar sem þessi veruleiki er og býr þar og blasti við mér á minni stærstu stund á degi frelsunarverks Jesús í mínu lífi.  Þá viðurkenndi ég að til sé Guð.  Þetta staðfesti hann.  Staðfesting þarna er mikilvæg.  Hún opinberar kærleika og elsku Jesús.  Kærleikurinn staðfesti sig.  Og hvernig á trú að fá lifað í hjörtum einstaklinga nema fyrst að hafa verið staðfest fyrir einstaklingi?  Staðfestingin er grunnur langhlaupsins fram undan og gerist með einum degi í einu.  Er lengra líður á trúargönguna, ef Guð vill, kemur dýpri skilningur á atviki áratugum fyrr.  Hvað er þetta annað en mynd af þrautseigju og árétting um að til einhvers var þraukað?

Hefði ég, segjum það, gefist upp á göngunni, segjum,  tveimur árum síðar er ljóst að þá hefði þessi opinberun aldrei gerst né orðið prívat reynsla af Jesús.  En hún varð það af þeirri einu ástæðu að enn lifi ég og hrærist á sama velli og ég komst á frelsunardag minn árið 1989.  

Sjáið þið ekki betur núna hvernig þetta virkar og hví Drottinn vill sérhvern dag byggja upp í okkur einlæga trúfesti við sig?  

Jesús er með allt plan fyrir mína göngu og opinberar mér hana prívat og þér prívat og á hraða sem hann sjálfur velur.  Og skilningur minn eykst, til að mynda á því atriði hví svo mjög sé talað um úthald og þolinmæði er Jesús er annars vegar.  Trú er löng ganga og því miður oftast nær einnig strembin.  Og við skiljum betur hugtakið að þola alls konar ranglæti sem við erum stundum beitt án þess þó að finna sjálf til neinnar sektar.  Um slíkt er ekki spurt í sígrátandi og ákærandi heimi.   

Frelsun manneskju er afskaplega merkilegt guðlegt verk og líka áhugavert atriði.  Að menn fussi og sveii yfir svona fullyrðingum eru algerlega eðlileg og vel skiljanleg viðbrögð af hálfu allrar vantrúar, átti við fólk, vegna þess að þau eru algerlega á skjön við allt sem þetta ágæta fólk sjálft þekkir og reynir.  Trú á Jesús er annar veruleiki sem hann einn dregur manneskju inn í.  Gleymum ekki þessu að svona sé þetta.   Með hugsunina uppi að Jesús sé ekki til gerist ekkert.  

Skammt er síðan nákvæmlega þessi hugsun kviknaði mér persónulega að hafa þekkt Guð er hann birtist mér eftir að hafa frelsað mig í október 1989.  Í dag státa ég af sömu trú á sama verki en viðurkenni dýpri skilning á sumu.  En hví að nefna þetta núna?  Til að byggja upp skilning annarra á mikilvægi allrar þolinmæði og þrautseigju í Jesú nafni.  Kæru vinir!  Gleðilega páska.

  1. mars 2024.

Gott er að vera með hreina samvisku.  Hún fleytir fólki áfram og yfir alla hjalla og hvers kyns orðróm sem kann að vera í gangi.  Góð samviska, og hitt, að vera sér ekki meðvitaður um neitt ranglæti eru sín verðmæti.  

Þrátt fyrir að fólk temji sér góða og hreina samvisku gerist alls konar hjá þessu fólki.  Oft af völdum rægitungu sem nýtur þess að rægja saklaust fólk.  Saga rægitungunnar hefur oft burði til að kitla eyru fólks.   Allt vegna þess hversu ofurauðvelt er að komast að með ósannindi gerist þetta.  Alls konar fær að gerast og rægitungan er víða sem rægir til að koma höggi á.  Hvað?  Líklega andstæðing.  Sumt fólk sækir meira í að eiga óvin heldur en vin, sýnist manni stundum.  En hver hafi þetta eins og hann vill.  

Margt er frekari skoðunar vert og enn fleira áhugavert.  Þetta tvennt er ekki sami hluturinn.  Syndinni finnst margt einkar áhugavert.  En hún hirðir ekki um vilja Guðs með strangt til tekið ekkert leyfi.  Synd í augum Guðs almáttugs er honum andstyggð.   Rægitungan er honum og andstyggð vegna þess að hún skirrist ekki við að segja ósatt.  En sumir velja þennan hvimleiða flokk og réttlæta daglega.  Svona er synd og réttlæti syndar.   Enda ekkert smáræði sem gert var á hlut manneskju.  Að hennar eigin sögn.  Sumir hafa þó aðra skoðun á og þekkja málið persónulega en ekki af neinni afspurn.  Þeir sjá aðra mynd.       

Þarna kemur meðvirkni öflug inn.  Á meðvirkni kunna sumir betur að spila en aðrir.  Margir hafa í gegnum tíðina aflað sér fylgis gegnum meðvirkni manneskja sem sjálf hefur ekki enn áttað sig á að meðvirkni sé eitt skemmdu eplanna.  Við sjáum að vont afl er til í veröldinni sem kann að notfæra sér veikleika manna.  Þetta er ekki stórmannlegt.  Á þessu átta menn sig ekki og hafa því engin verkfæri til neinna lagfæringa.  Andi Guðs er þetta verkfæri.   Jesús einn líkur upp augum manna og kvenna.  Og sannleikurinn blasir við.  “Hey!  Það er til Guð”  Þrjátíu og fimm árum síðar er vissa um Guð enn jafn sterk. 

“Hvað er sannleikur”- spyr Pílatus Jesús.  Pílatus var greindur maður á við aðrar manneskjur.  Pílatusi í annan stað skorti eitt til að skilja.  Heilagan Anda.  Þarna fær enginn háskóli neitt hjálpað, engin vísindi veitt fræðslu.  Þau eru ekki fær um að skilgreina trú með neinum skiljanlegum hætti.  Hvort sem trú er viðurkennd eftir viðurkenndum fræðileiðum mannanna eða ekki er trú nú samt mitt á meðal okkar.  Þessi skilningur kviknar áreynslulaust hjá endurfæddri manneskju.  Óflókið?  Hárrétt.  Samt er engin leið að ná einni tengingu við trú gegnum batterí mannanna.  Vantrú er afl í heiminum eins og trú er afl.  Trú er þó meira.  Hún er gjöf.  Skilningur á trú er einnig gjöf.

Hvers vegna og hver ætli ástæðan sé fyrir einhverju rægja tali þegar betra er að læra listina að vera góð við hvert annað.   Ekki er gott að segja og hægt að benda á að ekki sé í gangi mikil umræða um málið.  Jafn mikilvægt og það væri.  En hvað telja menn mikilvægt?  Eru menn ekki oft ofur uppteknir við að ná sér niðri hver á öðrum og er þetta ekki út um allt?  Engan skal neitt undra að ástandið í veröld aukins guðleysis hafi uppi slæma birtingarmynd, sem þó dafnar með miklum ágætum hér í mannheimum.  Kærleikur flestra manna hefur nefnilega kólnað.  

En Guði sé lof.  Boðskapur Jesús gengur út og eykst eftir því sem guðleysi vex ásmegin.  Að þessu leyti haldast vogarskálarnar í mannheimum nokkuð jafnt.  

Munum!  Enginn gengur frá sem sigurvegari við að hafna hjálpræði Jesús. Geri menn slíka ósvinnu velja þeir veg syndar sem enginn vill en fólk fer á vegna þess að valkostur er tveir.  Að snúa baki í Jesús er að hafa valið verri kostinn.  Réttlæti Guðs eða óreiða og lygar syndar er valið sem við höfum.  Og ég vel lifandi Guð.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen. 

  1. mars 2024.

“Daglega komu menn saman með einum huga í helgidóminum, brutu brauð í heimahúsum, neyttu fæðu saman í fögnuði og einlægni hjartans.

Postulasagan 2:46”-

Merkilegt og áhugavert er hvernig menn frumkirkjunnar gerðu verkin.

Eins og hér segir komu þeir daglega saman í heimahúsum til að eiga sameiginlegt borðhald hvorir með öðrum, biðja saman, þakka Jesús velgjörðir hans og lofsyngja.   

Bæn.

"Drottinn!  Gefðu okkur þetta til baka.  Amen."

Hvernig er málum háttað í dag?  Alls konar.  Hið merkilega við allt þetta er að viljinn til að gera betur er til staðar í hjörtum flestra okkar.  Það eitt tel ég afskaplega áhugaverða niðurstöðu sem fær mig til að gera ekki neitt lítið úr hvatningu sem þegar er til staðar.  Hvað vantar þá upp á?  

Yfirleitt er þetta skortur á úthaldi einstaklinga en ekki einlæga og alltumlykjandi hvatningu frá bræðrum og systrum og söfnuðinum.  Þetta tel ég miklu frekar vandann en ekki ónóga hvatningu í söfnuði Guðs.  Oft fæ ég sjálfur fullt af hvatningu frá fólki í kring en á minni könnu að taka við henni.  Sem allur gangur hefur verið á.  

Allt þetta snýst um einstakling.  Einstaklingur þraukar.  Einstaklingur gerir köllun sína og útvalningu vissa.  Einstaklingur stígur fram í sinni köllun og vinnur með kölluninni verk lifandi Guðs.  Hvernig sem vindar blása skal viðkomandi halda áfram.

Trú er að gera.  Trú er að framkvæma vilja Guðs. 

Það er trúin á upprisinn Jesú Krist sem gefur manneskju mikilvægt úthald.  Frelsi okkar til að velja og hafna hverju því sem að okkur er stungið verður aldrei frá neinu okkar tekið.  Ef ég, segjum það,  "Æ nenni ekki." "Nú þá, Æ, nenni ég ekki."  Ekki núna.  Og punktur á eftir.  Allt orð sem gengur fram af mínum munni eru allt orð sem ég einn ákveð hvort fari af stað eða verði um kyrrt í hjartatetri mínu.  Sáið þið ekki hvernig trúin snýst um einstakling?  Okkur ber að tala til okkar sjálfra sem hvatning.  Við tölum trú eða við tölum vantrú.  Já, til okkar sjálfra.  Stundum þurfum við enga utanaðkomandi hjálp við allt niðurrifstal og einn fær um.   Lærum að hvetja okkur sjálf til meiri og betri verka í Jesús nafni. 

Að vænta og gera ráð fyrir hvatningu annarra og stökkva í fýlu komi hún ekki er sama og að hafa hengt hatt sinn á eitthvað rangt og kannski skurðgoð.  Sumt má vel hverfa úr eigin orðasafni og frá okkur.  Við þjónum góðum Guði sem stendur við allt sem hann hefur sagt .  Þetta er merkilegur lærdómur sem er vert að skoða og reyna betur að fatta.  Á sumt, kæru vinir, verðum við að minna okkur.  

Munum samt að hvatning safnaðarins til góðra verka er til staðar og að við söfnuðinn er ekki að sakast.  Hversu oft hefur maður ekki sjálfur heyrt hreina einlæga hvatningu fólks í kring á sinni trúargöngu?  Drottinn mun standa við sitt og gera okkur ókleift um að hengja hönk upp á bak hans.  Við sjáum að hvatning lifir í ranni Guðs.   

Sjálfur hef ég upplifað vakningu á bænastundum og séð er fjöldanum er skipt upp í fjórar fimm grúbbur.  Hélst þetta svo í nokkrar vikur en lognaðist þá út af.  Hvatningu er ekki áfátt heldur úthaldi einstaklings.  Sem svolítið skortir á að virki rétt.  Sjáum þetta réttum augum. 

 

 

 

 

  1. mars 2024.

Kalt.  Heitt.  Vindur.  Logn.  Regn.  Snjór.  Allt hitt með.  Þetta er náttúran.  Hún ræður gangi mála oftar en flesta okkar grunar.  Þetta viðurkennir sérhvert mannsbarn og velur að láta sumt af þessu fara hreint óskaplega í taugarnar á sér.  Veðurfarið og dagarnir eru sem sjá má magnað fyrirbæri.  Þeir koma og fara.  Til að koma.   Endalaus hringrás sem enginn stöðvar og býr við og lætur með einhverjum hætti hafa á sig áhrif.  Stundum hefur það neikvæð áhrif.   Talsmátinn breytist þegar litið er út um eldhúsgluggann heima og gá til veðurs.  Þetta er enn og tíðkað í mannheimum þrátt fyrir snjallsíma, tölvu og Net.  Alls konar upplýsingar eru þegnar frá tækni en glugginn samt nýttur til veðurathugunar.  Margir af þessum gamla velli halda úti.  

Sé einhver stirðleiki með í hugsununni á andartaki gluggaútkíksins gæti það breytt ýmsu hvað orðin varðar og allt eins víst að orð á borð við  “Bara alltaf rigning”- læðist út á milli vara og í svolítið dimmari tóntegund.  Þessi hafði gleymt að í nokkra daga fyrir rigningardaginn mikla blasti við út um sama eldhúsglugga glampandi sólskin og nokkra daga á undan sem gerði mönnum kleift að nota garðinn í kringum húsið og sýsla þar og huga að ýmsu eða gera ekki neitt og njóta veðursins léttklæddur og sitjandi í garðstól. Sumum finnst besta lífið vera að bara njóta, láta dekstra við sig með þeim orðum að eiga dekstrið inni.  Inni hjá hverjum?  Ég veit það ekki.  Svona er oft sagt.  Enginn kemur hingað til að dekstra við mig og það sem gera þarf geri ég með mínum eigin tveim höndum.  Ætli sama gildi ekki einnig hjá þér í öllum aðalatriðum.  Ég reikna með því.  

Með alls konar verðum við að lifa og er veðrið eitt af þessu sem við lifum með og ráðum engu um hvernig útlit er.  Allt að einu dettum við í þann gírinn að láta hið óumbreytanlega fara í taugarnar á okkur.  Og af hvaða ástæðum?  Mörgum.  Ein er að geðið er svolítið stirt og brún þung.  Hvað skeði?  Já, segðu mér það.  Ég held þú vitir það ekki og bara hvernig ástand þitt er á þeirri stundu.  Oft er það útskýringin á því að fólk hefur allt á hornum sér.  Í slíku andrúmi er léttur leikur fyrir tiltekna hugsun að vaða upp í koll.  Stundum er hún svona.  “Alltaf ég og aldrei hann og eða hún.  Þessi eða hinn”  Af hverju er ég undanþegin og að hverra áliti þá?  Samt er ég fórnarlamb sem eru fleiri en við hyggjum og lítið mál að búa til eitt eintak af “Fórnarlambi.”  Verkið undir réttum kringumstæðum og aðstæðum tekur aðeins örfáar sekúndur.   “Bingó!”    

Þarna eru samt ekki allir.  Þeir hafa aldrei lært ósiðin að líta á sjálfan sig fórnarlamb.  Ekki heldur er hann ungur drengur eða ung telpa heldur var hann skikkaður af öðru hvoru foreldra sinna til að taka til í herberginu sínu.  Með hundshaus gerði hann verkið eftir fyrstu ábendingu en lærði svo sína lexíu.  Eftirleiðis er herbergið eins og stásstofa með hvern hlut á sínum stað. Önnur álíka “skipun” barst honum ekki frá húsráðanda og letin ekki lengur valkostur viðkomandi.  Sigur.  Stundum tökum við sumu rangt og finnst að okkur vegið.  Stundum metum við þetta rétt. Þá höfum við líka lært.  Allt er hægt.  Allt er vinnandi vegur þó að orðum sé stundum umbreytt í hugtak á borð við “afskiptasemi.”  Og.  “Hirtu bara þinn eigin garð.”  Sem sagt.  “Ekkert er að hjá mér.”  Blinda liggur víða milli steina.  

Á þessu og mörgu öðru vill trúin á Jesús Krist fá að taka.  Hún er best allra afla til að ljúka upp augum manna og kvenna.  Trúin á Jesús hefur með sér hjálpara og huggara sem tekst á við manneskju og alls konar lestir.  Leti er löstur.  Gremjan sem fýsir í að hella sér yfir veðrið og gera með góðum slatta vel valdra fúkyrða beygir af og grípur bænastreng.  Ákvörðunin hindraði gremjuna í að ná sér á strik.   Gremjufullur missir gremjuna frá sér og fer sjálfur á annan stað og á betri stað.  "Núna" segir hann.  “Það er ágætis veður úti.”- "Samt hefur veðrið ekkert breyst og bara afstaða einstaklingsins.  Trúin hefur ráð en krefst þess að vera nýtt.  Að trúa er og sinn lærdómur og sín þjálfun sem hver og einn þarf að gangast við, stíga út á og læra af.  Heitir líka  “Að afla sér reynslu.”  Ég læri af reynslu og viðurkenni akkúrat í að þekkja Jesús.  Hann er mín reynsla.  Hér segir maður  “Amen” eftir efninu.

 

 

  1. mars 2024.

Hversu oft skiptast ekki á skin og skúrir í voru lífi og hversu fljótt stundum skiptum við um átt vegna þess sem við gerum, heyrum og eða erum undir?  Allt vegna þess að við erum fólk sem veit allskonar, gerir allskonar, trúir allskonar og er fyrir vikið oft afskaplega ruglað í ríminu og stundum af ásettu ráði illra afla sem með þessum hætti fá notað ringulreiðina í ákveðnum tilgangi og til að einkum auka á allan glundroða sem upp er kominn.  Það eina sem þessu breytir er að komið er að hinu sterkara afli og hinu varpað til hliðar.  En svona fær gerst vegna þess að heimurinn að stærstum hluta er guðlaus veruleiki og þar sem guðleysi ræður og ríkir taka menn sjálfir alla stjórn.  Og klúður bætist ofan á klúður af þeirri ástæðu að mönnum er ekki gefið allt þetta vald sem þeir taka sér en valda ekki.  Gömul saga og ný sögð hér.

Séum við sanngjörn, sem ég veit að við erum, þá sjáum við að enn er þetta með þessum hætti og gerist þrátt fyrir alls konar ofmenntun manna og kvenna.  Með allri virðingu fyrir menntun fólks.  Hana styð ég eins og alltaf áður en veit eins og aðrir um allan glundroðann sem mikið er tilkominn vegna allrar þessarar menntunar sem búið hefur til sérfræðingateymi sem endalaust ráðleggur fólki hvernig eitt og annað sé best.  Þarna er of mikið og af hlotist ráðaleysið sem bara bætist við ráðaleysið sem fyrir er.  Allt vegna þess að við gleymum Guði.  

Aftur má benda á að allt er þetta vegna þess að menn taka sér vald sem þeim er ekki gefið og geta því ekki með neinum sómasamlegum hætti valdið.  En verum róleg.  Yfir öllu þessu er sami skapari og frá upphafi sem enn vinnur vinnuna sína, gaf okkur Jesú til að trúa á og fylgja og líka allt valfrelsi um að þiggja eða hafna.  Samt verður jörðin áfram Táradalur.  Bara sumir þiggja ljós Guðs.

Markmið Guðs er hið sama.  Að útbúa fólki griðarstað.   Kross Krists og kirkjan og verk kirkju og trúar er merkið til fólks.  Hver sem skoðunin er mun sá tími renna upp að Guð opinberi sig og hefur gefið fólki færi á að eignast trú á eingetinn soninn Guð og jafnframt kennslu um hvernig í trú er haldið.  Lærdómurinn þar að baki er gagn legastur allra annarra lærdóma.   Og manneskjan sem við tekur lærir og að halda í góðan lærdóm og er viss um hvert hann að endingu leiðir sig.   Það er hér sem vantrúin hlær hvað hæstum hrossahlátri.  En hún er vantrú.  Ber okkur ekki að virða allar skoðanir.  Vissulega en breytir ekki því að vantrú er vantrú.  Það er í trúnni sem öll fyrri viðmið breytast og mönnum ljós eigin veikleiki og styrkur trúarinnar.  

“Far þú bara og menntaðu þig”- segir það fullt fyrirlitningar við manninn sem mögulega kom að til að stöðva alla vitleysuna með samt ekkert afl í verkið og var ýtt til hliðar án frekari orðaskipta.  Og heimurinn hrópar einni röddu “Heyr!”  og heldur striki í “betrumbótum” en eykur skemmdina.

Trúin veit og skilur að Skapari fylgir ekki neinni mannlegri klukku og að allur tími hjá honum er afstæður.  Þetta segir okkur og ítrekar að enn sé trúboðs- og kristniboðs þörf og dagleg trúariðkun.  Samt vitum við að obbi fólks sér málið ekki með þessum augum.  Þetta útskýrir mannlega storma.  Og málið skýrist betur viti menn af ósýnilegu afli sem leiki lausum hala með allt annað en gott að leiðarljósi og það eitt markmið að valda stórfelldum skemmdum á jarðlífinu.  Þetta fær ekkert hindrað nema hann sem skóp og lifir eilíflega.  Nafnið Jesús er nafn nafnanna.

Við skemmdarverkin bætast.  Vantrúin heldur sér við sinn steðja og keppist hver um annað þvert á og gerir góðan róm að alls konar illskuverkum.  Og fólk um leið vælir illa meðferð og talar um stöðugan vanlíðan, kvíða og ótta.  Stundum yfir því sem koma kann.  “Ætli verði kjarnorkustyrjöld”- er vangaveltan og léttir er einhver segir að svo verði ekki.  Allt er óstaðfest.  Enginn veit hvað morgundagurinn færir okkur.  Það eina sem er öruggt og tryggt er Jesús sem gefur öllu fólki kost á að fylgja sér það sem eftir lifir.  Hann mun vel fyrir sjá.  Þetta er boðskapur sem ekkert hefur breyst og menn sem fyrr velja sjálfir að gangast undir eða hafna.   Amen.

  1. mars 2024.

Ef við skoðum orð Guðs með augum trúar sjáum við fljótt bæði hversu nákvæmt orðið er og hitt hvernig Drottinn sjálfur hagræðir málum og það sem hann býður verður raunveruleiki.  Það eina sem þarf er að læra að treysta Jesús og trúa að hann viti betur en ég hvað framtíðina áhrærir.  Ég reyndar er algerlega strand þar og framtíðin mér lokuð bók.  Um hana alla saman veit hvorki ég né þú nokkurn skaðan hlut.  Og vegna  þessa annmarka fengum við það svar til okkar að Jesús sé fortíðin, nútíðin og einnig framtíðin og að allt sé í hans hendi og að hann geti sveigt allt og beygt á sveif með sér.  Trúin kennir mér að Jesús sé alvaldur og að engar kringumstæður séu honum ofviða.  Merkilegt?  "Já."  Heldur betur.  

Við sjáum að til að taka við slíkum boðskap mun slíkt aldrei gerast nema fyrir trú.   Aftur sjáum við mikilvægi þess að eignast þessa merkilegu trú og að trú sé fólki nauðsynleg.  Sé hún ekki til staðar hjá hverjum sem er, sjá allir að enginn munur er á trúuðum þegni og trúlausir manneskju sem jafnvel ber sér á brjóst og hrósar sjálfri sér af sínu trúleysi og telur sjálfan sig heppna manneskju af að vera þeim megin veggjar.  Þarna sjáum við mynd af afvegaleiddri manneskju.  Slík treystir á eigin mátt til að redda málum.  Vissulega munum við aldrei sleppa við og stíga sjálf inn í eigin kringumstæður en ég segi að talsverður munur sé á að gera þetta með Jesús sem sitt vopn og sín verja.  Í trúnni er sigurinn vís og svona gerir trúin fyrir fólk sem þekkir mikilvægi hennar.  Óteljandi sögur eru til um nákvæmlega þetta sem heimurinn þó hlustar ekki á og er heldur ekki gefin slík hlustun.  Þar að baki er afl afvegaleiðanda að nafni Satan.  

Eigi maður ekki til meira afl en eigið vöðvaafl og eða eigin hyggindi munu ströndin verða nokkur og óhöpp víða sem mæta.  Með sínum ósigrum.   Að lúta hinum sigraða leiðir engan til sigurs.  Biblían segir að Satan sé sigraður og að Jesús hafi sigrað allt þetta illa afl.  Það er trúin sem hressir og örvar mannskapinn.  Vantrúin er með enga burði til nokkurrar hressingar þegar alvaran blasir við mönnum og bætir gráu ofan í svart.  

Skoðum orðið.

Postulasagan 27.  21-26.

“Nú höfðu menn lengi einskis matar neytt. Þá stóð Páll upp meðal þeirra og mælti: „Góðir menn, þið hefðuð átt að hlíta mínu ráði og leggja ekki út frá Krít. Þá hefðuð þið komist hjá hrakningum þessum og tjóni.  En nú hvet ég ykkur til að vera vonglaðir því enginn ykkar mun lífi týna en skipið mun farast.  Því að á þessari nóttu stóð hjá mér engill þess Guðs sem ég heyri til og þjóna og mælti:  Óttast þú eigi, Páll, fyrir keisarann átt þú að koma. Guð hefur gefið þér alla þá sem þér eru samskipa.  Verið því vonglaðir, góðir menn. Ég treysti Guði, að svo muni fara sem við mig hefur verið mælt.  Okkur mun bera upp á einhverja eyju.“- 

Hér birtir orðið okkur trúaðan mann sem setur alla von sína á Jesús og er sjálfur algerlega sannfærður um að hann komist til keisarans og þangað sem Páll hafði skotið máli sínu.  Við þekkjum söguna.  Guð ætlar Páli að fara til Rómar og til Rómar komst Páll.  Gerum hana að okkar sögu og trúum og treystum Jesús.  

Að vísu er tiltekin ferð farin gegnum ónauðsynlegar hrakningar sem Páll hafði áður aðvarað hundraðshöfðingjann um.  En hann betur treyst orðum skipstjóra og eiganda skipsins en orðum guðsmannsins Páls.  Sem reyndist hafði lög að mæla.  Öndvert við hundraðshöfðingjann sem betur treystir hyggjuviti manna og reynslu.  Uppskeran fer eftir því.  Þetta er eitt atriðið sem trúin reynir ítrekað að sannfæra sitt fólk um og um það snýst boðunin að menn læri að treysta orðum Guðs.  Ekki manna.  Þeir sjá ekki lengra eigin nefi.  Páll varð ekki fyrir neinum vonbrigðum og komst með Guðs hjálp alla leið.  Gegnum þó ónauðsynlega erfiðleika.

 

 

 

 

 

 

Líklegt er að flestir trúaðir kristnir einstaklingar þurfi með einhverjum hætti að verja kristna trú sína þó ekki sé fyrir hinu opinbera.  Á Íslandi er trúfrelsi sem varðveitt er og stutt af íslenskum lögum.  Það er vitaskuld blessun þessu landi sem að minnsta kosti sumir skilja, og meta.  Er það enda óþekkt að kristið fólk sætti beinum ofsóknum beint vegna trúar sinnar af, segjum, valdhöfum" eins og víða er erlendis og oft beint af þeim sem ríkja og ráða.  

Hvar sem kommúnistar ráða ferð, gildir enn í dag, fara kristnir menn ekki hátt með kristna trú sína og gera af ástæðunni að þessir kommúnísku valdhafar sem þeir ráða för gætu brett upp ermarnar og komið gegn þessu fólki, og hafa  líka margoft gegnum sína sögu gert frá því að þeir fyrst komu fram, fyrir hvað einhverri öld síðan. Kommúnistar hafa ekki verið lengur til en þetta og aldur þeirrar stefnu nú ekki hærri.  Árekstrar við kristið fólk í löndum kommúnista eru algengari en margur hyggur þó að ekki sé mikið um þetta fjallað í íslenskum fjölmiðlum af þeirri einföldu ástæðu að svona ofsóknir þykja ekki merkileg frétt né heldur bitastæð.  Sumt fólk álítur kristna trú vera þessu fólki einhvers konar hobbí.  Já, til er fólk sem kallar einlæga trú fólks hobbí.  Þið skiljið, sumir fara í golf og sumir í kirkju.  Hobbí.  Kjaftæði. Kristin trú er ekki fyrir nokkrum trúuðum neitt hobbí heldur alvöru og ekta lífsstíll sem menn tileinka sér og þykir góður.  Þetta fólk, orðið í því er rót fast, mun ekki söðla um í afstöðu heldur ganga veginn áfram.  

"Sem sagt!"  Flest trúað kristið fólk mun ekki hörfa frá við mótlæti en sumir láta fallast á höfuðið og taka aftur upp gamlan lífsstíl. Um hann hefur orð Guðs klásúlu í bókinni.  Skoðum hana.

2 Pétursbréf 2. 22.  

Fram á þeim hefur komið þetta sannmæli: „Hundur snýr aftur til spýju sinnar,“ og: „Þvegið svín veltir sér í sama saur.“- Nákvæmlega þetta gerist þegar fólk snýr við.  

Samt er mikill minnihluti kristinna manna og kvenna sem þetta velur.  Allur obbi fólks lítur á trú sína sem verðmæti og vill þrauka og láta sig hafa ýmislegt sem því mætir.  Og með þessu vali sínu flykkir það sér yfir í flokk manna sem skilur hvað sé að berjast trúarinnar góðu baráttu.  Allt að eigin vali einstaklings.  Þetta merkir Merkilegt.  Margir menn hoppa ekki af sannfæringu sinni við minnsta mótbyr þó sumt af því velji þá leið.  Inn í þetta val manna hefur orðið til spurning.

Jeremía.  12. 5.  “Ef þú mæðist af kapphlaupi við fótgangandi menn, hvernig ætlarðu þá að keppa við hesta?

Ef þú ert aðeins öruggur um þig í friðuðu landi, hvernig ætlarðu þá að komast af í kjarrinu við Jórdan?”-  

Við sjáum tilganginn og hversu nauðsynlegt sé að geta barist trúarinnar góðu baráttu í erfiðustu kringumstæðum. Kjarrið þarna er myndin af hversu erfitt geti verið að fara um í miklu kjarri. Við verðum að vita í hverju málin liggi og hví sé betra að vera að einhverju leyti undirbúinn og skilja vel mikilvægi alls undirbúnings.  Þægilegi stóllinn og eða friðsæli íverustaðurinn er ekki alltaf þetta.  Allt getur breyst og líka breytist.  Fram undan hverju okkar er alls konar og alveg öruggt að ekki er allt sérlega gott sem bíður.  Þekking á orði Guðs er þessi mikilvægi undirbúningur og að lifa trú sína upp rétt manneskja. Trúin hjálpar breyskum mér og þér.  Trúin haldi því áfram.    

Sumir hafa því miður valið annað og bakkað út og valdið sér sjálfu alls konar óþarfa tjóni.  Flestir ganga áfram þessa leið og hafa skilið hvað í boði sé.  Að þekkja orð Guðs vel er og verður áfram lykillinn besti og þekkingin á orði Guðs öflugast allra annarrar þekkingar.  Drottinn var ekkert að grínast neitt er hann ákvað að gefa þér og mér heilagan anda.  Allur obbi og mikill meirihluti manna, fullyrði ég, heldur góða verki sínu áfram.  Margt gerist og engin spurning um það, né mikilvægi allrar varðbergsstöðu.   Þó ekki sé siður allrar vantrúar að koma gegn kristinni trú er ljóst að henni er sama og því enga hjálp þaðan að fá.  Og hver er Guð þinn þá?

  1. mars 2024.

Stundum er tómur vandræðagangur í kringum menn og konur og vart til nokkur maður sem veit hvað snýr fram og aftur undir kringumstæðum sem uppi eru og hví eitt og annað sé í gangi en staðan samt með þeim hætti að eitthvað verði að gera til að koma aftur skikki á og reglu.  

Að tala með þessum hætti er engum manni nein ný frétt vegna þess einkum að það hefur alltaf verið svona að svolítill glundroði komi upp á milli sem setur mál svolítið á hliðina og fólk í aðstöðu að vita ekki almennilega um hvað mál snúist.  

Biblían er bókin sem tekur á alls konar atriðum.  Hún er sérfræðingur í að leysa vanda og segir ítrekað að fólk þurfi að vera í góðu sambandi við skapara sinn og leiðtoga Jesús, er ljóst var að Adam og Eva brugðust og gengu á skjön við vilja Guðs almáttugs og til fylgis við erkióvin Guðs.  Allt með fullu leyfi manneskjanna.  Og það er áhugaverð kennsla.  

Eftir það atvik er fyrra skipulagi Guðs öllu saman ýtt út af borðinu af honum sjálfum og hann dæmir þetta ónýta plagg og hefst handa við að koma fram með nýtt skipulag sem birtist okkur í sáttinni sem Guð gerði við fallinn manninn og opinberaðist í Jesús, dauða hans á krossi og upprisu hans og í trú minni og þinni sem við lærum inn á og göngum fram í.  Og gerum í okkar veika mætti. Trúin ein á Jesús opinberar hver Jesús sé og fyrir hvað hann standi.  Krossinn er merki Jesús.  Og hver veit ekki um krossinn?  Allir.  Sumir velja þó að koma gegn krossinum og sanna um leið með verki sínum að vita um krossinn.  Sem sjá má eru allir menn án afsökunar og ekki við Guð að sakast sem farast vegna eigin trúleysis.  Allt hefur verið gert klárt fyrir þá að koma að gnægtarborði föðurins.  Sumir vita þetta og eru enn við þetta kræsingaborð Jesús.  Ekki þeim að þakka heldur birtist kærleikur lifandi Guðs í þessu verki.  Og Kristur er enn hinn sami.  

Það er með þessum hætti sem trúin útbreiðist.  Og maður brýnir mann.  Um aðra leið er ekki að ræða.  Þó að afvegaleiðandinn haldi öðru fram og fari mikinn í lyginni fengum við þó bara eitt nafn.

"Já."  Jesús mun vel fyrir sjá og sanna fólki sjálfan sig og eftir að hafa dregið það yfir línuna til sín.  Þá hefst hann handa við að sannfæra fólk og gefur sér allan tíma sem þarf.  

Kennslubók Jesús er Biblían. Það er hún sem bætir lagi ofan á lag í trúarþekkingu manna og kvenna sem fólkið á eftir meðtekur og lærir að moða úr.  Einn metri af skilningi, segjum það, er þarna og næsta lag þekkingar sem kemur bætir segjum fimm sentimetrum ofan á þennan eina metra hjá því.  Og koll af kolli.  Kennslan þarf alltaf að miða við lagið sem fyrir er og að það bætist ofan á það.  Afskaplega mikilvægt að átta sig á þessu.  Að sinna kennslu fyrir eins metra þekkingu og vera með hana í þriggja metra hæð skilur eftir sig tveggja metra holrúm hjá nemanda sem skortir upp á til að hann fái hina kennsluna.  "Sem sagt!"  Hann getur ekki náð kennslunni fyrr en þetta tveggja metra holrúm hefur verið fyllt hjá honum.  Fyrr en það gerist getur hann ekki skilið hana.  Og stundin fyrir honum er tóm tímaeyðsla.  Til að komast þangað upp þarf fyrst að brúa þetta tveggja metra auða bil hjá fólki.     

Kennsla í Guð verður alltaf að miðast við stöðu hvers og eins hún er núna. Páll postuli skilur málið:

1 Korintubréf 2. 1-2. Þegar ég kom til ykkar, systkin, og boðaði ykkur leyndardóm Guðs, gerði ég það ekki með háfleygri mælsku eða spekiorðum.  Þegar ég var með ykkur ásetti ég mér að hafa ekkert í huga annað en Jesú Krist og hann krossfestan.”- Um nákvæmlega þetta atriði er Páll að tala og vill því að kennslan miði ávallt við staðsetningu hvers og eins í hópnum og byggi ofan á hana.  Besta aðferðin þar er að venja sig á að nota grunnkennslu.  Menn eru á misjöfnum stað með sig sjálfa.  Lengra komnir í fræðunum eiga vitaskuld að fá sitt en gera þá í öðrum hittingi.  Við verðum að muna um hvað svona mál snúast.  Enginn áfellisdómur yfir neinum og aðeins komið með vinsamlega ábendingu til íhugunar sem hiklaust bætir kennsluna.

 

  1. mars 2024.  (b)

Ef við förum aðeins nánar út í þetta og skoðum eigin trúarferil kemur í ljós að til að byrja með er áhuginn á öllu sem snýr að guðlegri fræðslu gríðarlegur og við fús að gefa honum allan tíma sem þarf.  Og hver mætir helst á kennslustundirnar?  Hver annar en hann og hún sem hungrar í meiri fræðslu til að fá fyllt upp þetta tómarúm innra með sér. Þetta gerist einkum hjá nýjum í trúnni.  Eldri hefur tilhneigingu til að verða værukær. Og menn hætta að gleyma eigin byrjun.  Um þetta er verið að tala og ekkert annað.  

Við vitum að orðið talar um tómt, sópað og prýtt hús.  Og hverjir koma helst á kennslustundirnar í söfnuðinum? Hverjir aðrir en nýfrjálst fólk.  Hvað rak fólkið af stað?  Sama og mig og þig og hungrið eftir að vita meira um Guð?  

Með tímanum kemur þyngri kennsla sem þó getur aldrei byggt á neinu nema grunnkennslunni sem við fengum.  Ofan á á hana er bætt og það með skipulegum hætti.  Með því lagi er lagi ofan á lag bætt.  Og ekkert óþarfa holrúm verður til.  

Það er af þessari ástæðu og engri annarri sem Páll talar eins og hann talar.  Hann vill minna sjálfan sig á eftir hverju hann sjálfur sóttist í upphafi.  Í þessu felst leyndardómur sem og birtir kærleika lifandi Guðs fólks.   Allt með guðlegu skipulagi.  

Öll erum við verði keypt og öll jöfn fram fyrir Guði en samt á misjöfnum stað og sumir komnir lengra en aðrir og gott að hafa í huga.  Auðvelt er að gleyma eigin upphafi er frá líður og er vel þekkt saga hjá okkur fólkinu.  Engin ásökun og bara hvatning.   

Sem sagt.  

Leyfum Guði að  vera Guð og við sjálf lærisveinar hans.   Að sækjast eftir þessari leið er af kærleika Guðs til okkar hvers og eins og engu öðru.  Hann opnar okkur leiðina að meira.  Setjum grunninn fyrst og byggjum ofan á hann. 

 

 

  1. mars 2024.

Eldgosið á suðvesturhorni landsins heldur áfram og rennur í þá átt sem því sjálfu hugnast.  Menn rembast við að reisa varnargarða í kring ef vera mætti að þeir beindu glóandi hrauninu í rétta átt.  Sem sagt, frá byggðinni og/eða meðfram byggð.  Þeir gera sitt til að minnka hættuna á að glóandi hrauneðjan fari yfir byggðinni og eyði henni.  Gerist þetta er ekki að sökum að spyrja að tjón á eignum manna verður gríðarlegt.  Í svona hamförum má alltaf búast við þessu.  Smár er maðurinn og smá þekkingin er kemur að ógnarkrafti þeim sem nú kemur upp úr jörðinni.  

Auðvitað er virðingarvert að sjá menn að minnsta kosti reyna og gera allt sem þeim hugnast í kringumstæðunum þó að ljóst sé að enginn viti fyrir fram hvort gagn verði af aðgerðum og að þær heppnist eða öll hin mikla vinna sem unnin er á svæðinu lukkist eða sé unnin fyrir gíg.   Þetta væri auðvitað arfaslök útkoma og sú versta af öllum slæmum niðurstöðum ef allt spilast á versta veg og af myndum að ráða allt stefnir í bæði hvað byggðina áhrærir og Svartsengismannvirkjunum sem þarna risu og þjóna enn vissulega hlutverki fyrir byggðirnar í kring.   Nú hefur þessu öllu verið stefnt í háska og eftir því sem gosið lengist aukast möguleikarnir á að allt þetta muni enda undir hrauni.  Þetta er ekki glæsileg staða og það eina sem hægt er að gera er að bíða og sjá til.  

Auðvitað væri hægt að grípa í bænastrenginn upp til lifandi Guðs sem heyrir bænakvak biðjandi manneskju/manneskja.  Raunverulega er Guð að bíða eftir bænakalli frá þjóðinni en frekar litlar líkur á að það gerist hjá þjóð sem að mestu leyti er guð- og trúlaus þjóð sem heldur betur hefur verið upptekin við að koma gegn öllum vilja Guðs síns en að keppast eftir að ganga með honum og vera í takt við hann sérhvern dag.  

Guð einn byrjar eldgos og líkur eldgosi, ver byggðir og eignir.  Að við sem eigum til trú í hjarta okkar gerum vilja Guðs okkar og biðjum fyrir endalokum eldgossins þarna á Suðurnesjum.  

Stundum er gott að eiga til sína barnalegu og einföldu trú á Jesús og vera eins og barnið sem bar til prestsins þar skammt frá, lamb sem fæddist frekar líflaust og myndi ekki lifa af.  Barnið bað prestinn um að biðja fyrir litla lambinu sínu sem prestur varð við og horfir næsta dag á út um eldhúsglugga prestsetursins og sér þá lambið hlaupa um á túnblettinum við bæinn með öllum hinum lömbunum sem fæðst höfðu þar þetta vor og er algerlega heilbrigt og fullt af lífi.  Allt af völdum lítils barns sem átti til trú á Jesús í sínu hjarta og uppskar bænasvar er presturinn lagði beiðni þess fram fyrir Guð sinn og hlaut að launum gleðilega og ánægjulega uppskeru í lífinu í gegnum eldhúsglugga prestsetursins og horfði á með eigin augum á þetta litla og sprelllifandi lambi þarna á túninu.  Nokkuð sem vantrúin vill rífa af barninu og loka dyrunum fyrir þeim að þessari leið þó að til sé einföld lítil saga af barnslegri trú lítils barns sem í einlægni hjarta síns þekkir Jesús sem raunverulega bænheyrði og gaf barninu að sjá litla lambið fullfrískt leika sér.  Og á eftir.  “Leika við sig.”-  

Lífgi Drottinn við afkvæmi fullorðinnar skepnu vegna beiðni frá fólki, í þessu tilviki barni, mun hann einnig bjarga fólki og persónulegum eignum fólks út úr hverjum ómögulegu aðstæðum sem upp kunna að koma eins og við nú í nokkra mánuði höfum séð ítrekað gerast og gert í beinni útsendingu tækninnar í grennd við Grindavík og Svartsengi.   Leið bænarinnar vill obbi þessarar þjóðar ekki ekki fara vegna þess að einfaldlega að hafa enga trú fyrir slíkri aðferð. 

Og enn hefur kirkjan ekki blásið til neinnar sérstakrar sóknar hringinn í kringum landið og kallað fólk saman til bænahalds í kirkjunum á hverjum stað þó að slíkt í dag sé léttur leikur og án teljandi fyrirstöðu gegnum alla þessa samfélagsmiðla sem aftur og ítrekað eru nýttir til svona lagaðs og af stundum léttvægari tilefni.  Samt sér kirkjan enn ekki nokkra þörf fyrir þessu þó að hún eins og landsmenn allir horfi upp á jafnvel aleyðingu heils kaupstaðar með öllu sínu tjóni.

 

 

 

 

  1. mars 2024.

Merkilegt er til þess að hugsa hvernig lifandi Guð nær ávallt sínu fram, hvað sitt fólk áhrærir og gerir alltaf að lokum, með fullu samþykki fólksins síns.  Ekki er samt svo að skilja að menn vilji ekki gera vilja Guðs.  Slík hugsun er samt alveg inni hjá því og höfum við söguna um Jónas í Gamla testamentinu sem gerði allt sem hann gat til að forðast að gera vilja Guðs og fram gekk lengi vel í tómum undanslætti.  Við þekkjum hvernig sú saga endar og vitum að Jónas gerir vilja Guðs og heil borg, Nineve, frelsast á einum vettvangi.  Níneve er fjölmenn borg sem um og yfir hálf milljón manna bjuggu í og frelsaðist sem einn maður fyrir boðskapinn sem Jónas loks drattast með til borgarinnar.  Svo er ekki að sjá að neitt af þessu hafi veitt Jónasi hvorki hugsvölun né gleði.  Kannski er saga Jónasar saga manns með erfitt skaplyndi og einnig frásaga um að jafnvel slíkt fólk geti lifandi Guð notað.  En hver skilur mannshjartað?   

Þessi saga og margar aðrar frásagnir Biblíunnar í bæði Gamla- og Nýja testamentinu eru sögur um hvernig Guð sveigir mál og aðstæður manna með þeim hætti að lendingin sé Guðs vilji.  Með þeirri blessun auðvitað sem vilja Guðs ber til allra gerenda orðsins.    

Spurningin sem svona vangaveltur fá vakið er hvort við hvern dag séum svo mjög upptekin sjálf við að gera vilja Guðs?  Erfitt er að svara spurningunni en nokkuð ljóst að margir fylgjendur Drottins eru með á nótunum en málið í heild er svakalega brokkgengt og hikandi.  Þó er líklegt að ekkert okkar vilji ströggla neitt við þennan vilja heldur bara gera hann mótþróalaust en við erum oft þar.   En af hverju ströggl?  Liggur ekki ljóst fyrir hversu góður og gagnlegur vilji Guðs er fyrir hvort sem er einstakling og eða samfélag í heild?  Mögulega en sá hængur á að veikleiki fólks er oftar en okkur grunar hindrun á ferðalaginu.  Já, menn byrja að ströggla, þeir hika, þeir stoppa, þeir staldra við.  Og líta um öxl.  Allt af einni ástæðu.  Veikleika manneskja.  

Við þörfnumst daglegs styrks frá Jesús til að gera vilja Guðs föður.  Ég og Jesús séum því saman í samfélagi.  Og vertu viss.  Jesús hvort eð er nær vilja sínum fram og er ein helsta ástæða þess hversu mikilvægt sé að taka við vilja Guðs er hann kemur og gera með allri gleði.   Orð Guðs tala um að vera ávallt glöð.  Er það ekki annars rétt?  Jú, og við vitum þetta.  En við hvern er hann að tala?  Hvern annan en mig.  Enn og aftur getum við dregið hring utan um orðin að Drottinn sé allt í öllu.  Hann einn kemur öllu þessu til leiðar og einnig að sinn vilji nái fram að ganga.  En stundum vantar kristið fólk gleði yfir að gera verkið og framkvæmir það oft með versta hundshaus, en eiga það þó að hafa farið í verkið sem ekki allir gera.  Hér kemur upp sagan af sonunum tveimur sem faðirinn bað um að gera fyrir sig smá viðvik sem annar sonanna sagði að væri lítið mál en gerði ekki.  Hinn gæinn sagði þvert nei en sá sig um hönd.  

Sjáum við ekki hvernig Drottinn vill fæða fram hugsun hjá sínu fólki um að láta gleðina valsa meira um sitt fólk en minna?  Öll gleði býr í vilja Jesú sem fylgir okkur á daglegri göngu og öll heimatök fyrir hendur um að sækja nauðsynlegan og daglegan styrk hjá honum.   

Hvernig sem allt gengur fyrir sig nær Drottinn vilja sínum fram.  Þrautirnar og baráttan sem mönnum mætir eru oftar en ekki til að þeir skilji og sjái vernd Drottins í kringumstæðum og mikilvægi þess að vilji Guðs verði gerður opinber.  Skoðum orðið.

Postulasagan 23.  11-13.  “Nóttina eftir kom Drottinn til hans og sagði: „Vertu hughraustur! Svo sem þú hefur vitnað um mig í Jerúsalem eins ber þér og að vitna í Róm.“

Þegar dagur rann bundust Gyðingar samtökum og sóru þess eið að eta hvorki né drekka fyrr en þeir hefðu ráðið Pál af dögum.  Voru þeir fleiri en fjörutíu sem þetta samsæri gerðu.”-  Og hvernig er endirinn?  Blessun Guðs og fræðsla.  Guði sé dýrð.  Jesús lifir!  Hann lifir!  Amen.

  1. mars 2024.

Velti menn trú sinni á Jesús betur fyrir sér átta þeir sig á ýmsu sem ekki er víst fyrir fram að liggi ljóst fyrir í byrjun, en getur það alveg.  Vitað er að trúin á Jesús er langhlaup sem merkir að tímann sinn tekur að skilja hvað felst í frelsisverkinu og hvað við upplifðum meira en að hafa fyllst heilögum anda og viðurkennt tilveru Jesús í hjarta okkar.  Margt annað skeði á sömu stund sem, ef Guð vill, opinberast okkur kannski löngu síðar og áratugum seinna.  Tími í Guði er afstæður.  Allt er samt til uppörvunar og hvatningar um að halda stöðugt áfram.  Drottinn sér um sína.  

Margt sem sagt skeði sem kannski opinberast okkur löngu seinna.  Sem er í lagi með og við á vissri leið sem alls konar mætir okkur. Ef eitt og annað opinberast styrkist trú okkar á opinberuninni og alltaf til góðs.  Munum þetta.  Þarna er gremju hugsun fólks öflugust hindrun.

Við vitum öll að trú snýst um einstakling og dregur hring utan um einstakling og beinir einstaklingi að Jesús.  Ég og þú erum sitt hvor einstaklingur með kannski, líklega, sína hvora beina reynslu af Jesús.  Það sem hér er átt við er að ég, segjum það, þjáist á sama tíma og þú ferð með himinskautum í þinni trú.  Og svo öfugt.  Hver veit af þessu þegar annar á í hlut.  Enginn.  Og getur heldur ekki, segi viðkomandi það engum.  Hér blasir við samfélag kristinna manna sem gert er ráð fyrir að sé notað og einnig með þessum hætti.   Þar hittist enda kristið  fólk.  Og aðstæður skapast til alls konar uppbyggilegra verka.  Einnig þar er viss háski á ferð því tilhneiging of margra kristinna manna er undir þessum kringumstæðum að gefa öðrum ráð um þessa leið eða hina leiðina og eitt okkar þarf að finna út úr sjálft.  Er það ekki annars sannleikurinn?  

Samt er hér dregin upp mynd af samfélagi kristinna manna og á það bent að samfélagið þarf líka að læra sína lexíu hvað alls konar atriði varðar og vita og skilja að trú er og verður áfram persónuleg trú og að einstaklingur deilir henni með systkinum sínum.  Ef hann vill.  Og samfélagið skilur betur raunir bróðurs og systur.  Enginn hefur fullkomið svar inn í kringumstæður einstaklings annar en Jesús.  

Drottinn hvetur okkur til að deila reynslu okkar um til að mynda atriðið að þú þekktir Jesús undir eins og frelsisverkið kom til þín og svarið “Nú, það er þá til Guð”-  er að staðfesta.  Hér er mikill leyndardómur á ferð sem trúin færir fólki á andartaki frelsis verksins.  

Skoðum orðið.

Postulasagan 22. 6-8.  

“En á leiðinni, er ég nálgaðist Damaskus, bar svo við um hádegisbil að ljós mikið af himni leiftraði skyndilega um mig.  Ég féll til jarðar og heyrði raust er sagði við mig: Sál, Sál, hví ofsækir þú mig?  Ég svaraði: Hver ert þú, Drottinn? Og hann sagði við mig: Ég er Jesús frá Nasaret sem þú ofsækir.”-  

“Hver ert þú, Drottinn?”- Þessi orð eru af munni Sáls, ofsækjanda kristinna manna og staðfesta að hann veit hver sá er sem hrinti honum af baki.  Að öðrum kosti hefði hann ekki spurt “Hver ert þú, Drottinn.”  Orðið “Drottinn”- er svarið sem staðfestir vissu Sálar um hvað sé að gerast hjá sér.  Nákvæmlega sama skeður í mínu tilviki er ég sagði með mér sjálfum.  “Það er til Guð.”   Ég vissi á sama sekúndubroti að Jesús frelsaði mig.  Áratugum seinna laukst hins vegar upp fyrir mér að ég þekki Jesús strax og fékk þá að sjá frelsisverkið á nýjan hátt og staðfestingu þess að Jesús lifir og veit af mér allt frá degi fæðingar minnar og að einn daginn mundi hann leysa mig yfir til sín og er dagur í mínu lífi sem rann upp í október árið 1989.  Frá þeim tíma hef ég þjónað lifandi upprisnum Jesús og mun gera til síðasta andardráttar.  Þú gerir hvað sem þú sjálfur vilt.

  1. mars 2024.

Alls konar vangaveltur í gúrkutíð.

Frá fyrstu tíð hefur sjósókn við Íslandsstrendur boðið ókost óvissunnar.  Þetta hefur ekkert breyst þó bæði fiskiskip og tækjabúnaður allur um borð taki stakkaskiptum og einnig þekking og kunnátta skipstjórnarmanna á að nota tækin.  Fáu er saman að jafna og því sem gilti og viðgekkst segjum um aldamótin 1900 og engin enn til radarinn.  

Eitt er sem ekki breytist.   Öll óvissan um hvar fiskurinn haldi sig í sjónum. Afli fiski báta er ekki vís og menn sem stunda sjóinn mæta daglega óvissu sem hver róður er.  Engin um borð getur fyrir fram vitað hvort fiskurinn gefi sig á tilteknu svæði eða láti leita að sér.  Íslenskir togarar hafa löngum siglt landshorna á milli í einum og sama túr til að leita uppi fiskinn.  Þarna er reynsla sjómannsins hjálpleg.  Hann þekkir sum veiðisvæði og reiknar með þessum og hinum afla á einum og öðrum miðum sem hann stímir til á ýmsum árstíma og dýfir veiðarfæri sínu.  Samt er ekkert í hendi fyrr en aflinn liggur spriklandi á dekki eða í móttöku.  Þá fyrst blasir sannleikurinn við íslenska sjómanninum sem veiðir við Íslandsstrendur.  Að reikna með og búast við er ekki sama.  Svona er lífið á sjó að engin veit nákvæmlega hver launin eru fyrr en í vertíðarlok og er uppgjörsnótan blasir við.   

Sumir sjómenn fara vel með peningana og ávaxta hluta af þeim í Sparisjóðnum og má sjá slóð eftir þá liggja frá dyrum kontórsins til Sparisjóðsins.  Sparisjóðir voru í svo til hverju byggðu bóli hringinn í kringum Íslands enn eru það ekki lengur.  Netbankinn yfirtók gamla Sparisjóðinn.  Og öll almenn bankaviðskipti einnig.  

Held að ekki sé til nema einn Sparisjóður í dag, Sparisjóður Neskaupstaðar.  Hef stundum hugleitt að færa öll mín bankaviðskipti til Sparisjóðs Neskaupstaðar vegna þess að þykja eilítið vænt um þessa merku stofnun Sparisjóðurinn.  Fjármálaleg umsvif mín eru svo sem ekki mikil og mest ellilaunin (sniff) og grátur allur saman af píningunni við eldri borgara Íslands.  En þeir víst hafa einir byggt upp allt í þessu landi, og sú þvæla öll sem haldið er fram og er bara móðgun við nútímann sem tekur að fullu þátt í uppbyggingu og viðhaldi samfélagsins.  Sjá má að engin skuldar neinum neitt þarna og ekki veit ég heldur hvert þessi umræða rekur ættir sínar sem talar um og trúir á einhverja skuld.  Hverra þá?  Ekki svo að skilja ellilaun megi ekki hækka en verður þá að vera á réttum forsendum en ekki “rökunum” að einhver skuldar einhverjum.  Ég skulda ekkert.  Kynslóðin sem nú starfar er tekin við.  Engin gráti lengur krókódílstárum.  Að gráta Krókódílstárum merkir tár með enga raunverulegri samúð með sér og eru smá fölsk tár.

Já.  Ég er sjötugur.  Gamall kall, hefur einhver einhvern tímann sagt.   Samt hef ég sömu virðingu eins og fyrr og er enn beðin um að gera ýmis viðvik og ekki verið neitt útskúffaður.  Að vísu fengi ég ekki lengur pláss á sjó vegna aldurs og færi heldur ekki fram á neitt slíkt vegna þess í fyrsta lagi að hafa ekki lengur nokkurn áhuga á sjómennsku í verki eða með neinum beinum hætti og í öðru lagi treystir maður sér ekki í neitt svoleiðis lengur.  Ekki vegna heilsubrests, hef alltaf státað af heilsuhreysti, frekar vegna aldurs sem gerir volkið og veltinginn ekki að neinum spennandi kosti.  Og maður lærir að sníða sér stakk eftir vexti og alveg eins og verið hefur.  Eitt sinni ungur en núna gamall karl “fuskur”- bætir einhver við glottandi og er það heimilt.  En hvort er betra gamall eða ungur?  Bæði er jafn gott og ég bara Konni úr Hafnarfirði.  Og núna sjötugur.  Aldur er afstæður og dagurinn jafn góður og karlfauskurinn gerir hann.  

“Engin talar við mig”- segja menn og er um leið bara hreint væl.  Engin þarf neitt að tala við mig sem ekki vill það sjálfur og stundum tala ég ekki við alla menn og hef fullt leyfi til.  Allt fólk hefur sinn eigin rétt til að gera hvað sem það sjálft vill á meðan það brýtur ekki gegn friðhelgi annarra manneskja.  Friðarsinni er oft versti ófriðarsinni sem alveg gæti grátið krókódílstárum.

 

 

 

 

  1. mars 2024.  

Í eðli manna er að vilja verja sitt og um leið sín svæði.  Þetta sjáum við hvert sem litið er.  Eitthvað í okkur vill varðveita í sér þennan varðbergsmann okkar.  Bæði teljum við okkur þekkja hann.  Og svo hitt!  Öll sækjumst við eftir að vera undir afli öryggis.  

Á hvað benda flestir hér nema fjárhagslegt öryggi?  Flest fólk telur bestu trygginguna fyrir sig liggja i eigin fjármagni og að það veiti öruggast skjól sem sóst er eftir og notalegasta leið að verma sig við þó Biblían segi að Guð sjálfur muni vel fyrir sjá.  Enn hér þarf trú að koma til.  Vissulega er gott að fá vermt sig við ofn gnægta fjármagns. 

Samt er á málinu tvær hliðar.  Fjármagn til að mynda fær stundum hleypt öllu í bál og brand og hrifsað friðinn af fólki og gefur því aftur þetta óþolandi og ómögulega öryggisleysi sem aftur og ítrekað tókst að hreiðrar um sig.   

Benda má að dagleg umræða fólks miðar yfirleitt við öryggi af fjármagni í einkaeigu  Og þennan þekkir nútímamaðurinn afskaplega vel og hefur algerlega sjálfviljugur sett sig undir afskaplega vafasamt afl sem hann þó bugtar sig og beygir fyrir.  Þetta er engin furða horfandi á þann sannleika að samfélag allt er mælt út frá getu og mætti fjármagns.  

En af hverju?  Trúnni á Jesús er áfátt og sjálfur skaparinn ekki með þann sess sem honum einum ber á meðal okkar.  Og menn hafa þann háttinn á að gera sér hjáguð að nafni Peningar sem þeir og verja og um leið eigin afkomu.  Að þeir telja.  Allt þekkt.  Og hversu oft hefur ekki allt samfélagið verið sett á hliðina og stöðvast vegna umræðu um peninga og eigin hag?  Hvað eru verkföll hinna ýmsu vinnandi stétta annað en stöðvun og bein þvingunaraðgerð að peningalegum kjötkötlum?  Allt með sama markmiði.  Auka við öryggi fólks.  Margur verður að aurum api- segir og er sannleikur.  Biblían talar um vanda af peningum og segir um þá að þeir séu ekki þetta öryggi er allt kemur til alls.  Hún bendir á Jesús sem betri leið.  Skoðum dæmi.

Postulasagan 19.  27-29.

“Nú horfir þetta ekki einungis iðn okkar til smánar heldur einnig til þess að helgidómur hinnar miklu gyðju, Artemisar, verði einskis virtur og að hún, sem öll Asía og heimsbyggðin dýrkar, verði svipt tign sinni.“

Er þeir heyrðu þetta urðu þeir afar reiðir og æptu: „Mikil er Artemis Efesusmanna!“  Og öll borgin komst í uppnám, menn þustu hver um annan til leikvangsins og þrifu með sér þá Gajus og Aristarkus, förunauta Páls úr Makedóníu.”- 

Hér sjáum við menn bregðast við þegar að þeirra áliti er höggvið í fjárhagslega öryggið sem í þessu tilviki byggir á engu.  Með mál þetta fara þeir lengra og benda á að Rómverjar mögulega og hugsanlega komi þá og taki þá.  Ég held að Rómverjar hafi ekkert verið neitt á leiðinni vegna þessu sérstaka máls.  Allt getur samt skeð.  Í hita andartaks grípa menn fljótt til skáldsagna.  

Skapist rétt andrúm er afskaplega auðvelt að espa fólk upp með alltaf sömu birtingarmynd, að hver grípur upp eftir öðrum.  Án samt neinnar raunverulegrar ástæðu.  Svona gerist bara í hita leiks.  Einnig er þetta ákveðin mynd af öryggi sem menn telja að búi í einni og annarri iðn sem þeir vilja áfram vera með hjá sér og borgin að sjá er þekkt fyrir að framleiða og þeir sem unnu starfið græddu af á tá og fingri seldu afurðir frá sér eins og heitar lummur.  Iðnin veitir og fjölda smiða verulega mikla atvinnu.  Hver vill missa slíka stöðu frá sér og um leið fjárhagslegt öryggi sjálfra sín og eða sinna?  Á öllum tímum hafa menn viljað öryggi og eru tilbúnir að verja sitt öryggi.  Stundum þó án neinnar visku og hugsunum um eitthvað sem hvolfist yfir.

  1. mars 2024 (b)

Hef oft verið erlendis og alltaf gengiði um  mállaus. Erlendu leigubílstjórarnir voru þó sjaldnast vandamál. Nægði að nefna orðið City Center, Miðbær, er maður settist inn og ekið þangað til að versla. Allir farskipamenn vita hvað við er átt.

Sama gilti um heimferðina. Þá rétti maður leigubílstjóra miða með nafni hafnarinnar, sem skipið lá við.

Hvort viðkomandi leigubílstjóri aki stystu leið til baka veit ég ekki en málleysið var aldrei óyfirstíganlegur vandi Enda með það á hreinu hví maður skrapp upp í bæ og hafði tilbúna miða til að sýna.  Nema í eitt skipti. Víkjum að því hér á eftir.  

Held að þetta hafi ekki tekið svo miklum breytingum.

Að reyna að útskýra eitthvað var ekki inn í myndinni með ekkert annað en íslensku að vopni.

En þarna hefur Ísland nokkuð breyst á allra síðustu árum.

 

Í eitt skipti dökknar þó örlítið á dal í siglingunum.  Er ég þá áhafnarmeðlimur íslensks farskips sem þá stund er statt í höfn á Spáni til að ferma saltfarm til Íslands.  Hvar á Spáni man ég ekki og bara að mér láðist að fá í hliðinu nafnspjald sem vísaði á höfnina er ég gekk þar hjá.  En slíkt var alvanalegt og fyrir slíkri þjónustu við erlenda sjómenn gert ráð í þessum hliðum erlendra hafna.  

Er bifreiðastjóra spyr hvert skuli aka vefst mér tunga um tönn og vandræðin tvöfaldast er ég uppgötva að ekkert hafði ég nafnspjaldið í hvorki veski né vasa.  

Tekur þá ágætur leigubílstjórinn völdin yfir til sín eftir að fá að vita frá hvað landi ég væri og greip talstöð bifreiðarinnar, engin er þá farsíminn, og spyrst fyrir um hvar mögulega íslenskt flutningaskip liggi í höfninni.  Og ekur af stað í áttina að hafnarsvæðinu.  

Um stund gekk hvorki né rak og ókum við um gríðarmikið hafnarsvæðið, ef vera kynni að ég sæi skipið.  

Á einum stað  hittir hann mann sem klæddur er samfestingi hafnarstarfsmanna sem hann vissi að vissi ýmislegt sem gerist þarna við höfnina.  Taka þeir tal saman.  Bendir þá hafnarstarfsmaðurinn og upplýsir um að þar liggi íslenskt skip bundið.  

Ökum við nú af stað og í sömu átt og maðurinn benti.  Og viti menn.  Skipið kom í ljós.  Ætli tíminn sem í þetta fór  hafi ekki að minnsta kosti verið þrjú korter.  Kannski lengri.

Leigubílstjórinn, greinilega mikill heiðursmaður, lét mig einungis greiða gjald sem leiðin úr miðbænum til skipsins kostaði. 

Minnir að ágætur leigubílstjórinn hafi kvatt mig við skipshlið með þeim orðum að hafa bara haft gaman að þessu.  Allavega hvarf hann brosandi á braut og alveg eins og var er ég settist inn í bílinn.  Brosið vék ekki frá honum allan tímann, man ég.

Bara alvöru menn breyta svona.

  1. mars 2024.

Kirkjan fylgir mannlífinu og kirkjan var ekki stofnuð í gær heldur kom hún fullsköpuð til jarðarinnar og mögulega árið 33, eða á því róli.  33 ára er aldurinn sem Jesús er talin hafa náð í sínu lífi áður en landar hans, eigin menn, drápu hann.  Að ekki ætti það að vera neitt langt úr vegi að telja að stofndagur kirkjunnar sé eitthvað á þessu árabili og birtingarmynd atburðarins kraftaverkið sem skeði í Loftstofunni þar sem á milli eitt hundrað og fjörutíu og eitt hundrað og fimmtíu manneskjur fá á sama andartaki að upplifa kraftaverkið einstaka og fyllast hvert um sig heilögum anda og að verða frá og með þeim tíma þessi kirkja.  Hugtakið kirkja hefur svolítið brenglast hjá okkur.  Kirkjan nefnilega er andans fyllt fólk.  

Eftirleiðis mundi boðskapur himinsins búa sér stað í hjarta manneskju og fara þaðan gegnum munn til manns og konu í gegnum einstakling.  Munum að Satan vinnur með sama hætti og notar eins og Jesús einstakling.  Sem um leið er þá hans manneskja.  Til er svart og hvítt.  

Það sem Satans fólk hins vegar gerir er að koma markvisst gegn orði Guðs, svívirða verk hans og að telja sig með þeim hætti vinna gott verk.  Samt er auðvelt að greina þarna á milli og tryggingin besta að þekkja skil á orði Guðs.  En það verk allt saman er á ábyrgð einstaklings.  Sem sagt, mín og þín ábyrgð.  

Það er í gegnum trú manneskju, einstaklings, sem dýrð Drottins birtist og þetta svakalega flotta himneska skipulag kirkjan opinberast sem menn svolítið hafa afvegaleitt og gert með því að fá aðra til að horfa með sér á stein- og eða trékumbalda og nefnt kirkju en getur aldrei verið neitt nema bygging til jafns við hvaða aðra byggingu okkar mannanna sem er.  Þær allar lúta samþykki sérfræðinga á sínu sviði.  Öndvert við einstaklings trúna sem sjálft himnaríki styður og gerir með til að mynda þessum orðum.

Lúkasarguðspjall 6. 20-21.  

“Þá hóf Jesús upp augun, leit á lærisveina sína og sagði:  „Sælir eruð þér, fátækir, því að yðar er Guðs ríki.  Sælir eruð þér sem nú hungrar því að þér munuð saddir verða.  Sælir eruð þér sem nú grátið því að þér munuð hlæja.”- Þarna er talað um sæla fátæka menn en þó ekki verið að tala neitt um peningaleg auðæfi eða neitt slíkt heldur hungur einstaklings, aftur kemur einstaklingurinn fram, eftir að eignast meira af Guði.  Kristur nefnir þennan þátt, hin raunverulegu auðæfi manns.  Einnig þessi hugsun hefur með tímanum verið afskræmd. 

Kirkjubyggingin rétt eins og einbýlishúsið okkar, þarf sitt sérstaka samþykki og sérstöku lóð sem bæjaryfirvöld sveitarfélags hafa fyrst samþykkt.  Kirkjan, eins og Drottinn setti hana fram og birtir þarna í Loftstofunni í öllum þessum einstaklingum sem fylltust heilögum anda, en segir ekki stafkrók um að hafi fyrst þurft samþykki bæjarfélags, bæjarstjórnar eða nokkurs skipulags bæjarfélags, þó líklegt sé að salurinn sem verknaðurinn gerðist í lúti mannlegu skipulagi.  Enn það er annað mál.  Blöndum ekki ólíku saman.  Kristur veit hvers við þörfnumst og útvegar hentugt húsnæði.   Ætli hann viti ekki um það allt saman þó ekki breyti það neinu um að kirkjan sé neitt annað en trú mín og trú þín, í persónulegu verki á akri Guðs.  Munum að Jesús lifir í dag og er með okkur í öllu sem við gerum og hverju sem við tökum okkur fyrir hendur, í trú.

Í kirkjunni eru til allmörg embætti sem þarf að sinna og vinna.  Sum embættanna eru launaðar stöður og fram undan Biskupskosning í þjóðkirkjunni.  Verum þátttakendur í biskups umræðunni.  Enda talsvert betra en vera bara sama og vera áfram í fýlu út í Þjóðkirkjuna.  Hættum því öllu við þetta Hvítasunnufólk, ágætis fólk, og lítum á hana sem verðugan samstarfsaðila.  Hún er það.   Þjóðkirkju menn geri slíkt hið sama.  Séu hvítasunnumenn sekir þarna eru Þjóðkirkju menn einnig sekir.  Hér er ekki farið fram á að kirkjudeildir eigi sæti í stjórn hjá hverri annarri.

 

 

 

 

  1. mars 2024.

Nú er ekki sumar.  Nú er vetur.  Hann ríkir enn og með sín tök á.  Samt er eitt víst að eins og veturinn kom að þá hverfur hann sinn veg er tími hans er liðinn þetta árið og er ferli sem engin reynir að stöðva og detti einhverjum slíkt í hug þarf hann á að halda pillu sem vegur að allri slíkri vitleysu og læknar.  Sumt hreinlega er ekki vinnandi vegur og svo á tæru að engum dytti í hug að reyna.  Þó er ómögulegt að vita.  Alls konar getur fólki dottið í hug.  En ætli það í tilviki vetrar og sumars. 

Orð er til inn í þetta.

Mósebók 8. 22.  

“Svo lengi sem jörðin stendur skal hvorki linna sáningu né uppskeru, frosti né hita, sumri né vetri, degi né nóttu.“- 

Hér sjáum við óafturkræft Lögmál úr munni skapara himins og jarðar sem og varir og virkar og útskýrir hví sumt sé eins og það er.  Til er yfirstjórnandi sem stjórnar gangi himintungla og setur lög og reglur sem engin mannlegur máttur fær hnikað til og er gert að fylgja. Lærum inn á vilja Guðs.  Það einfaldar margt hjá okkur.  Þarna ströggla margir.  Blekkingarmeistarinn fer hratt yfir og fylgist með því sem hann sjálfur hefur sett inn og menn sem ekki þekkja neinn skapara fara eftir þó það eitt sinn hafi verið nefnt “Heimska.”  Rétt.  Heimskt er heimaalið barn- fullyrðir útþráin.  Og er horfin á braut til að skoða.  Kíkja á hvað?  Apa í útlöndum og staðfestir með ljósmynd af sér og apa í fanginu í einhverju hitabeltislanda.  Báðir brosa. 

Sum orð hafa misst merkingu og verulega styrkst í sessi sem rétt.  Svo komið að rangt er rétt og rétt rangt.  Þetta er í dag og hægt að benda á mörg dæmi um þá alla saman þvælu.  Allt vegna hnignandi og minnkandi trú í heiminum sem öndvert  gefur blekkinga meistara aukið svigrúm og sumpart frjálsar hendur til að blekkja og hlekkja fólk við sig og gerir á ýmsum sviðum.  Allri blekkingu liggur á.  Hún skákar í því skjólinu að fólk taki við.  Allt með hjálp aukins trúleysis á skapara og frelsara sem kom fólkinu í heiminum til bjargar sem bara sumir játa og þiggja en fráleitt obbi manna.  En þarna ráða menn litlu og Guð öllu.  Guð velur sjálfur fólk sem hann sækist eftir að fá til sín.  Sanngjarnt?  Fyrst Guð talar með þeim hætt er það já sanngjarnt.  Guð er réttlátur og starfar eins og honum sjálfum þóknast.  Og Guði sé lof, dýrð og heiður fyrir þá óumbreytanlegu ákvörðun sína.  Orð hans höfum við í hendi þó flest sé á reiki.  

Maður þarf festu inn í sitt líf og bara sumt fólk eignast trú á frelsara og þiggur fullan aðgang að Guði Föður.  Þetta fólk horfir á og þreifar á gæðum.  Aðrir sjá ekki neitt og verða einskis varir og segja:  “Þetta hefur alltaf verið svona”- og troða tóbaki í pípu sína og bera eld að.  Pípan og nautn tóbaksins er fyrir þeim lífið að morgni dags.   Sóun- sagði einn.   

Ekkert af þessu tekur ákvörðun skaparans til baka um að jörðin haldi áfram að gefa af sér sáningu og uppskeru.  En bara sum uppskera kemur af sáningu handa manneskja.  Obbi allrar sáningar er sjálfvirkur.  Við sjáum þessa sáningu með augum okkar sem lítil fjúkandi korn sem vindurinn flytur á milli og fær suma okkar til hnerra og hnerra á nýjan leik og einn hnerra til.  Læknar kalla þetta Ofnæmi en líta ekki svo alvarlegum augum.  Nema einstaka læknir. 

Hvert sem litið er blasir við verk skapara sem eilíflega lifir og sér um allt.  Við þörfnumst hans.  Og hann elskar okkur og sinnir.  Sumir segja “Takk herra”.-  Flestir þegja og sjá bara enn einn dag risinn og sjálfa sig á leið til vinnu sinnar.  Að vera kát manneskja gleymist líka í dag.

  1. mars 2024 (b)

Við sem munum eftir endalokum hljómsveitarinnar The Beatles vorið 1970 og einnig að The Beatles samanstóð af þeim John Lennon, Paul McCartney, George Harrison og Ringo Starr.  Einnig er mörgu okkur minnisstætt hvernig vonbrigðunum tókst að hvolfa sér yfir fólk hvar sem var í veröldinni af ákvörðun fjórmenninganna.  Hvar finnum við skírari mynd af leit fólks að fyrirmynd en þarna?  Þessi leit ungs fólks blasir við og þarf ekki mjög ítarlega eftirgrennslan til að sjá þetta.  En hvernig geta fjórir ósköp venjulegir menn haft öll þessi gríðarlegu áhrif?  Við nefndum ástæðuna hér áðan og finnum þar svarið við spurningunni og sjáum betur öll gríðarlegu áhrifin og tilfinningasveiflur grúans, er öllu lauk.  Þetta blasir við og er hvað skírust mynda að fyrirmynd sem menn leita logandi ljósi.  Hafa menn annað svar inn í þetta mál?  Að betur hugðu máli tel ég svo ekki vera.  

Ekki er samt svo að skilja að ekki sé til neitt alvöru haldreipi.   Jesús er það sem engin að fyrra bragði leitar þó að.  Kemur Jesús sjálfur til manna og kvenna og gefur því vináttu sína og eftirleiðis allan stuðning.  Með hann fyrir utan myndina grípur fólk í þetta og hitt hálmstráið.  Og missir aftur frá sér.  Stormviðrið nefnilega kom og eftir helliregn og skilaði öllu aftur.  Með þeim hætti er og sagan og er í mínum huga eitt af mörgum atriðum sem gerir umstang þessara ára svo áhugavert og um leið lærdómsríkt og að þessari stórmerkilegu sögu sem hefur kennt mér margt um ýmsa hegðun fólks og viðbrögð.  Ég hef því aldrei verið einn dómaranna í málinu heldur leitað eftir sjálfum raunveruleikanum.  Hann í dag blasir nokkuð tær við mér.

Við sem munum þessa tíma og atganginn í kringum The Beatles- meðlima og munum sum klögumálin sem gengu á milli þeirra og ásakanir áhangenda The Beatles sem mikið beina spjótum sínum að Sir Paul og segja hann orsökina fyrir endalokum hljómsveitarinnar sem allir í dag vita að var óhjákvæmilegt verk.  Útkoman er öll þessi særindi og hreint óskaplegu vonbrigði sem greip mann og konu.  “Engir Bítlar og allt búið.”- En svo er ekki.

Er allt stendur enn á hæsta stað hvað endalok The Beatles áhræri beinir John Lennon spurningu til fólksins og spyr hvaða óskaplega læti þetta séu vegna lítillar rokkhljómsveitar sem hætt er störfum.  Strangt til gerðist þetta og ekkert annað.  Svona getur farið þegar menn hengja hatt sinn á annað en fastan hlut sem þolir hvassviðri og hellidembu.  Og flóð í kjölfarið.   

Er hér er komið sögu eru allir fjórmenningarnir má segja í stífri vinnu við að losa sig hver og einn undan áhrifum The Beatles á eigið líf.  Hve langan tíma tók þá hvern fyrir sig að átta sig á og viðurkenna að verkið sé óvinnandi veit ég ekki.  Að þeirri niðurstöðu kom.  Eða eins og hægt er að ætlast til.  Bítlarnir viðurkenna að nafn þetta muni loða við sig á meðan þeir lifa.  Hversu einkennilegt er ekki stundum þetta líf okkar mannanna?  Velti þessu oft fyrir mér.  

Eitt er samt áhugaverðara öðru hvernig fjórmenningunum tekst að vinna sig burt frá þessu.  Í stað þess að líta á sig sjálfa sem fórnarlömb snúa þeir vörn í sókn og læra að nota aðstæðurnar sér í vil.  Við munum að John Lennon og kona hans Yoko Ono hófu friðarbarátta um svipað leyti.  Líklegt er að Lennon átti sig fyrstur á stöðunni og greinir sjálfur frá í viðtali við sig.  Allt eftir að ljóst er að Bítla stimbillinn muni fylgja þeim.   

Sama skeður hjá Sir Paul McCartney sem eins og hinir gerði sitt til að losa sig við Bítla- stimpilinn en játar loks stöðu sína.  Hann í dag lifir sáttur og snéri blaði sínu við og hóf að sinna aðdáendum sínum hér og hvar í veröldinni og birtist oft skyndilega og óvænt á meðal þeirra með alltaf sínum þekktu og miklu áhrifum á fólk.   Það er akkúrat þessi umsnúningur þeirra sem er svo áhugaverður sem ég tek eftir og segi um að hver og ein manneskja þarf að halda áfram með eigið líf og læra á aðstæður hverju sinni.  Er annað hægt?

  1. mars 2024.

Mikilvægt er að flytja boðskap sem við sjálf höfum valið að styðja og höfum sannfæringu fyrir að sé réttur boðskapur.  Í öllu svona er ábyrgðin okkar einna og við höfum engan annan til að styðjast við nema okkur sjálf.  Hver annar en einstaklingur tekur ákvörðun um að segja skilið við stjórnlausa brennivínsdrykkju sína og eða fíkniefnanotkun?  Við vitum svarið og hann einnig sem tók ákvörðun og veit um réttmæti sinnar ákvörðunnar og viðurkennir um leið að hafa beðið í lægri hlut fyrir sér sterkara afli.  Val manneskjunnar er rétt.  Sigur felst í að læra að tala sannleikann við sig sjálfan.  Þetta hefur maður aftur og ítrekað séð og þreifað á með eigin hætti sem staðfestir sannleiksgildið.  Það er þarna sem sigur hverrar manneskju liggur.  Að viðurkenna staðreynd liggur í gríðarlegt afl.  En þarna ströggla margir og lemja höfði við stein.  

Rómverjabréfið 2. 17-21:  “En nú kallar þú þig Gyðing, treystir á lögmálið og ert hreykinn af Guði þínum.  Þú þekkir vilja hans og kannt að meta rétt það sem máli skiptir þar eð lögmálið fræðir þig.  Þú treystir sjálfum þér til að vera leiðtogi blindra, ljós þeirra sem eru í myrkri, kennari fávísra, fræðari óvita þar sem þú hafir þekkinguna og sannleikann skýrum stöfum í lögmálinu.  En þú sem fræðir aðra, hví fræðir þú ekki sjálfan þig? Þú prédikar að ekki skuli stela og stelur þó.” - 

Hversu mörg okkar erum ekki nákvæmlega þarna að við sjáum flís í auga náungans og ekkert vera að hjá okkur sjálfum?  Og er það ekki akkúrat á þetta atriði sem Páll bendir þessum mönnum?

Lúkasarguðspjall 6.  39-42.   “Þá sagði Jesús þeim og líkingu: „Hvort fær blindur leitt blindan? Munu ekki báðir falla í gryfju?  Ekki er lærisveinn meistaranum fremri en hver sem er fullnuma verður eins og meistari hans.  Hví sérð þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu?  Hvernig færð þú sagt við bróður þinn: Bróðir, lát mig draga flísina úr auga þér, en sérð ekki bjálkann í þínu auga? Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.”- 

En hvað er hann að meina og hvaða kennslu að kenna?  Fyrir mér er hún einföld.  Þessi:  “Hættið að bulla þetta með heiminum og hættið öllum bendingum á eigin bræður og systur og jafnvel að væna þau um svik og undirróður af einhverju tægi sem engin fótur er fyrir.  Sé svo, að skellið þá fram áþreifanlegum sönnunum.”-  Slíka hugsun er að finna í orði Guðs sem vill umfram annað að merkileg eining viðhaldist hjá sínu fólki en gerir ekki á öllum tímum vegna einkum aðfinnslu í röðunum.  Inn í þetta hefur orðið svar sem mun leysa málið og ýta út af borðinu og afgreiða frá sér en getur oft á tíðum ekki gert vegna þess að aðstoðar orðsins er sjaldnast leitað og áfram stuðst við eigið álit. 

Mattuesarguðspjall. 5.  25-26.  “Vertu skjótur til sátta við andstæðing þinn meðan þú ert enn á vegi með honum til þess að hann selji þig ekki dómaranum í hendur og dómarinn þjóninum og þér verði varpað í fangelsi.  Sannlega segi ég þér:  Eigi munt þú komast út þaðan fyrr en þú hefur borgað síðasta eyri.”- 

Sjáum við ekki hvernig lausnin við allskonar vitleysu sem menn, ég og þú, ítrekað glíma við í sínu lífi liggur í að fylgja orði Guðs.  Og sjá menn ekki hyggindi í að velja þá leið frekar en neita þó að leita sátta?  Leið sátta er möguleg í hverju máli fyrir sig en okkar, hvers og eins, að nota hana til að enda ekki fyrir framan dómara sem dæmir og er verk hvers dómara að gera og hans eiginlega starf og skylda að afgreiða frá sér mál með dómsniðurstöðu.  Með þeim hætti gerir dómari verk sitt og afgreiðir mál sem honum berst, ásamt dómsúrskurði.  Niðurstaða dómsvalds er um leið gilt svar.  Og vist í fangaklefa blasir við.   Fangelsisvist er engum manni þægileg.  Samt segja menn:  “Hótel þetta og hitt”-  Ekki langar mig til að gista á slíku “hóteli.”- 

 

 

 

 

  1. mars 2024

Árin.  Þau koma og fara og eru til staðar fyrir hvert og eitt okkar á meðan við enn drögum andann í þessu lífi.  En svo slokknar á því.  Nú, þá hefur verið slökkt á einni manneskju.  Merkilegt?  Dapurlegt?  Að sjálfsögðu því líf manneskju er dýrmætt og svo mikil verðmæti reyndar að Faðir allra hluta, sjálfur skapari himins og jarðar, ákveður að greiða gjald fyrir hvert og eitt líf manneskju til að það glatist ekki heldur komist inn í eilífðina.  Við vitum að til að ná þessu fram var einkasyni hans Jesús Kristi fórnað á altari syndarinnar til manneskja mætti lifa og skaparinn fá hana til sín.  Sá sem þjónar lifandi Guði þjónar um leið alvöru og ekta Guði.  

Er þetta eitthvert “tal rasista?”  Ég veit það ekki og velti slíku lítt fyrir mér og reyndar varðar það ekkert.  Ég hef enda aldrei almennilega skilið hvaða átt sé við með orðinu “rasisti” og hef enga löngun til að fá útskýrt fyrir mér.  Og eins og verið hefur gegnum allt mitt líf ber ég sjálfur alla ábyrgð á eigin orðum og hef tamið mér að vanda orðavalið þó að ég viti að slíkt val skeri ekki fyrir fram úr um rétt og rangt og geri mér fulla grein fyrir að öllu fólki verði á með ýmsum hætti.  Enda ekkert verið að tala um neitt slíkt.  Sá sem hér mælir tekur fyrstur undir að Guð sé einn og allt það réttlæti sem til er sé hans og engin fullkominn nema Guð einn.  Bara einstaka menn gera allt rétt og aldrei orðið á í neinni messu en eru einhverra hluta vegna samt komnir út fyrir.  Hver skilur svona?  

Hvenær menn breyta eigin tali úr venjulegu í “rasistatal”- átta ég mig ekki fyllilega á en hygg í ljósi þess sem er að gerast að að þeirri stund komi að slíkur talsmáti verði áreittur þar sem hann er viðhafður og að sum réttlætis eikin, þessi friðelskandi sem ekkert aumt má sjá, gera góðan róm að slíku áreiti fólks.  Þessir tímar eru nú sumpart uppi af þeirri ástæðu að dómstóll götunnar vex æ meiri fiskur um hrygg og eins og við höfum fengið að sjá aftur og ítrekað gerast á umliðnum árum. Slæmum fréttum og upplognum fréttum veitum við æ sjaldnar athygli.  Um það er okkur mörgum sama og við, mörg hver, fyrir löngu hætt að velta réttu og röngu fyrir okkur. Slík breytni er besta fóður fyrir Gróusöguna. ” Orðið “Gróusaga”- held ég að sé komið úr einhverri skáldsögu meistara Halldórs Laxness sem festi sig í málinu.  Menn vita við hvað er átt.   

En af hverju er þetta svona?  Ein ástæða þess er að dómstóll götunnar virðir engin landslög né neinn rétt af lögum Ríkisins og veður fram með sín eigin lög og sinn eigin rétt hvenær sem honum hugnast verkið.  Og á eftir réttlætir í hvert sinn.  Slík framkoma manna hefur sitt eigið nafn í orði Guðs sem er “Lögeysingi.”  Lögleysinginn hefur lengi starfað í leynum en æ oftar birst á meðal okkar og þetta birtingarmyndin sem sumir hrópa um “Heyr heyr.”  Lögleysingi virðir að vettugi gildandi lög og fána samfélaga og fer þangað sem honum hugnast.   Þetta allt mun Drottinn opinbera og eyða út við endurkomu sína til jarðarinnar og er hann færir allt sem lögleysingjanum tókst að eyðileggja í fyrra horf.  Aðdragandi endurkomu Krist mun engum sem þá eru uppi finnast sérlega þægilegt að vera í.  Staðan þá verður fyrir fólk ægileg en kemur vegna þess svo margt fólk játaði aldrei trú sína á Jesús sem segist vernda allt sitt fólk frá slíkum örlögum og draga upp til fundar við sig í loftinu og þetta ritningavers rætast og endurvakna hjá trúnni á sama andartaki:

Malakí 3. kafli vers  17-18.  

Þeir skulu verða mín eign, segir Drottinn hersveitanna, á þeim degi sem ég hefst handa.  Ég mun vægja þeim eins og maður vægir syni sínum sem þjónar honum.  Þá munuð þið enn einu sinni sjá muninn á réttlátum og ranglátum, á þeim sem þjóna Guði og þeim sem þjóna honum ekki.”  Hér birtist réttlæti Guðs.  Lögleysingin heldur öðru fram.  En hvorum boðskapnum trúum við?”  Oft höfum við séð muninn enn líka oft gleymt honum.

Náð og miskunn Jesú Krist stendur okkur til boða.  Veljum réttlæti Jesús.  Hann lifir!  Amen.

  1. mars 2024.

Vandasamt reynist stundum að umgangast fólk og er nánast útilokað mál að haga svo seglum að enginn misskilningur komi upp sem gera þarf gangskör í að laga og færa aftur til rétts horfs.  Háskinn liggur í að gera ekki það sem þarf til að ýta út þessum hvimleiða misskilningi sem hefur svo mikla burði til að festa sig í sessi og verða að einhverju sem ekki er bara rangur boðskapur heldur háskaleg kennsla sem festir sig í sessi og menn og konur lúta og gera að sínum skilningi.  Þetta hefur skeð og einhvern veginn aldrei tekist að útkljá hvort lagið skuli á hafa.  

Tökum þessu til staðfestingar hugtökin “niðurdýfingarskírn”; í henni er ætlast til þess að líkami fólks, líka fullorðins fólks, fari allur á kaf í vatn og eða hin aðferðin sem er svokölluð “Dreiping vatns á höfuð kornabarns”- sem gilt hefur í aldir en maður sér samt hvergi getið um í orði Guðs.   Okkur eru gefin viðmið orðs Guðs.  Til að auðvitað einfalda okkur eftir leikinn og við sjálf séum með þetta á hreinu en er ekki alltaf raunin.  Báðar þessar kenningar lifa því hjá okkur.  Og hvað er svona annað en ruglingur?  

Það sem ég tel að komist næst kenningunni um vatnsdreifinguna á höfuð í orði Guðs er gamall siður sem Gyðingum er gefinn og er umskurn átta daga gamalla drengja sem með umskurninni á holdi sínu voru færðir lögmáli Móse, öndvert við niðurdýfingaskírnina sem færir okkur í faðm Jesú og boðskapar hans.  Samt er lögmálið vissulega gefið af Guði en það samkomulag gert úrelt í Jesús.  Á milli þessara tveggja himnesku samkomulaga er himinn og haf.  Fyrra samkomulagið byggir á verkum fólks en síðara samkomulagið á náð og miskunn Drottins og trú minni á upprisinn Jesús.  Trú mín ein dugir og verk trúar við innganginn nægja mér.  

Á þessum atriðum er gríðarlegur munur sem kristnir menn vilja þó ekki ræða til neinnar niðurstöðu sem má birta og er unnin út frá orðum Guðs sem útskýrir málið.  Lögmál gyðinga boðar ekki frið og kærleika heldur auga fyrir auga og tönn fyrir tönn boðskap.  Öndvert við Krist sem segir mér að ekki skuli ég fyrirgefa fólki sem gert hefur á hlut minn sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö.   Boðskapur Krists er náð og miskunn boðskapur.  Sem er svolítið annað en áður gilti.  Munum að gyðingatrú er ekki kristin trú en við elskum samt Gyðinga því í Ísrael fæddist frelsari minn Jesús Kristur.  Að ég sem sjá má hlýt að neita að leggja stein í götu Gyðinga og styð þá.  Vegna þá Krists.  Fyrir slíkri breytni hef ég sannfæringu.  Þú gerir það sem þú vilt.  Að styðja Gyðinga kemur þessu stríði þeirra við Hamas- hryðjuverkasamtökin ekkert við.  Bendi ég enda á fæðingu Krists og veit hvar hann fæddist og birtingarmynd trúarinnar opinberast mér daglega, sem er sannleikur málsins og hvað sem öðru líður.  Lögmál Móse eru ekki kristinn boðskapur.  Þar er samt víða að finna setningar um það sem koma skal og um fæðingu frelsara.  Á áttunda degi er Jesús umskorinn eins og aðrir drengir gyðinga undirgengust og er eftir það gert að lúta lögmálinu sem Kristur einn fær vald að ofan til að ógilda.  Bæði lögmál gyðinga og kristin trú er gjöf Guðs sem hann einn getur ýtt til hliðar og eða staðfest fyrir fólki.  Áfram drögum við hring utan um nafnið Jesús sem allt kristið fólk er sammála um að sé hið eina gilda nafn í þessum efnum.   Um þetta atriði eru allir kristnir menn sammála en eru þó á öndverðum meiði um sum atriði sem fást ekki rædd til niðurstöðu og birtingar og viðgengst því misskilningur í þeirra röðum sem aldrei almennilega hefur verið ræddur né niðurstöðu leitað í og er á skjön við það sem lærisveinar frumkirkjunnar gerðu er upp kom deila um umskurn eða ekki umskurn.

“Postulasagan.  15. 25-29.  Vér sendum því Júdas og Sílas og boða þeir yður munnlega hið sama.  Það er ályktun heilags anda og vor að leggja ekki frekari byrðar á yður en þetta sem nauðsynlegt er, að þér haldið yður frá kjöti, er fórnað hefur verið, skurðgoðum, blóði, kjöti af köfnuðum dýrum og saurlifnaði. Ef þér varist þetta gerið þér vel. Verið sælir.“-  Hér er okkur gefin fín leið að niðurstöðu sem fara þarf til að sækja lausnina.  En ætli við viljum nokkuð rugga bátnum?  Hitt er þægilegri leið að fara.   Og menn hætta að talast við og skríða undir eigið segl.

  1. mars 2024.

Velti stundum fyrir mér gæðum og hver séu gæðin mestu í lífi einstaklinga.  Svarið liggur fyrir að það er Jesús sem gaf líf sitt á krossi fyrir syndir fólks.  Jesús er hápunktur allra gæða.   

Færi ég mig hins vegar nær í tímanum og til minnar eigin ævi og skoða annars konar gæði sem ég hef lifað kemur tvennt upp í hugann.  Frelsisverkið og trú mína á Krist sem ég eignast 1989 og hitt atvikið sem skeði tuttugu og fimm árum fyrr, 1964, og er atvik sem trónir nokkuð hátt hvað mitt líf áhrærir í minni prívat lífssögu.  

Atvikið sem hér er imprað á skeði fyrir neðan Sundhöll Hafnarfjarðar um sumarið 1964 í mögulega júlímánuði, og í logni því sem þá lék um okkur félaganna.  Þá segir þessi vinur minn mér frá hljómsveit austur í Bretlandi sem hann mundi reyndar ekki nafnið á í andartakinu en vildi svo til að hafði í fórum sínum lítið batterísútvarp í eigu föður síns og stillti tækið á Kanaútvarpið, sem þá er enn við lýði á Íslandi.  

Og viti menn.  Annað eða þriðja lag sem berst út um hátalara litlu græjunnar er lag með sömu hljómsveit og hann nokkru fyrr hafði heyrt í og orðið heillaður af. Lagið Twist and shout í flutningi hljómsveitarinnar The Beatles sem hvorugur vissi haus né sporð á en líkaði söngurinn.  

Eins og félagann greip söngurinn mig föstum tökum og man ég að ég fann eitthvað ósýnilegt fara um í loftinu þarna í kringum mig og ég skynja innra með mér að eitthvað rosalega stórt var að gerast í kringum þessa bresku rokkhljómsveit.  Og ég velti þessu svo sem ekkert fyrir mér og bara man eins og gerst hafi í gær.  Einhver myndi eflaust tala um “Að vera næmur”- en ég geri það ekki vegna þess að slíkt tal hef ég aldrei almennilega skilið hvaða merki og auk þess að nenna ekki að vera eitthvað "ofurandlegur"-

Bítlaæðið kom í kjölfarið með öllu sínu svingi og fjöri og gleypti hvert ungviði landanna eftir annað, uns allur heimur er undir.  Ekki síst er það sannleikur málsins í kringum The Beatles.  

Samt er merkilegt til þess að hugsa að meint Bítlaæði varir í eitthvað sex ár áður en því lauk er Bítlarnir velja að stíga af sviðinu til að sinna öðrum verkefnum og gera hver í sínu lagi.  Samt lauk þessu ekki þar með.  Bara aldeilis ekki.  

Hvernig má svona vera?  Það er einfalt.  Fólkið sem aðhyllist og naut þessara tíma lítur á hann sem hrein gæði fyrir sig og sækist eftir eigin endurminningum sem enn lifa ágætis lífi með mörgum af þessum manneskjum og þrátt fyrir að hálf öld sé að baki og svo til ekkert nýtt efni hafi frá Bítlunum komið í yfir hálfa öld. 

Söngvar sem birst hafa eru söngvar eftir John Lennon sem hann samdi en notaði ekki á eigin sólóplötur.  Löngu síðar, 1995-1996, taka þeir nokkra söngva félaga síns og vinna í studíói og gera að Bítlalögum.  Bítlaæðið hélt nefnilega alltaf velli og þiggur næringu úr einkum söngvunum sem gefnir voru út með Bítlunum á árunum 1963 til 1970.  Þeir eru aflið sem næra og fóðra allt þetta húllumhæ sem gekk yfir löndin og á litla Íslandi einnig.  

Að þetta skuli ekki vilja gleymast er af engu en gæðum.  Þau fæða allar frábæru minningarnar í hjörtum þessa fólks.  Gæði Bítlaáranna vilja ekki gleymast.  Og er heldur engin ástæða til.  Kynslóðin sem upplifði Bítlaæðið á eigin skinni er hreinn forréttindahópur.  Bítlaárin eru í sögu þeirrar kynslóðar sem bjó til fyrir hana þessi hreinu og tæru gæði sem fleiri en ég viðurkenna fyrir sig að séu.  Hvað annað en gæði fá lifað áratugum saman hjá fólki og vakið ítrekað gleðitilfinningu í hjarta?   Það er í annan stað rétt að margt misjafnt skeði.  En það hélt ekki velli í sal minninganna og hvarf.  Ekki gleyma að betra lifir af en hitt vill hverfa.  Og hvað er rangt við að vilja halda í það sem betra er?   Geri það ekki lífið að svolitlu ljósi hjá fólki?

 

 

 

 

  1. mars 2024.

Alls konar gerist hjá fólki sem þjónar Guði.  Sé það með sig sjálft réttum megin við Jesús stenst það ekkert og það fer þangað sem Jesús ætlar því að fara.  Þetta er sagan mín og um leið sagan þín og saga allra lærisveina hans á öllum tímum.  Drottinn stendur með sínu fólki. Og meira: Starfar við hlið síns fólks og er það sem fólkið hans hverju sinni er.  Markmið Drottins ná því fram svo lengi sem lærisveinn Jesús sér verkin þessum augum.  Hér sjáum við mikilvægi trúarinnar í lífi hvers og eins einstaklings.  Hann fer skrefinu lengra á þessari braut sinni vegna þess að Jesús er við hlið hans með kraft sinn og uppörvun.  Aftur komum við að sannleika orðanna “Trúin er nauðsynleg.”-  Án trúar gerist ekkert.  Trúin er allt sem þarf til að af verkum verði í Jesú nafni.  

Eins og sjá má er trúin daglegt viðfangs hvort sem er fyrir mig og eða þig.  Enginn sleppur við að játa hana og ganga út á hana sem vill ná til áfangastaðarins sem allt stríðið á undan vill að við gerum. Sem sagt.  Hættum ekki við hálfnað verk.  Sumir stoppa þar en við ekki svoleiðis fólk.  Höfum við enda Jesús sem keyrir okkur áfram og gerir samkvæmt sínum vilja?  Er hann enda sjálfur með verkefni á meðal sinna manna og kvenna til að vinna.  Og okkur verður vel ágengt í verkum okkar í Jesús nafni.  Trúin er merkileg.  Trúin er gersemi og verðmætin mestu fyrir manninn að eiga aðgang að fyrir sig sjálfan.  Allt annað er hégómi og tilgangsleysi skoðað í því ljósi að einn daginn förum við af jörðinni með eingöngu okkur sjálf.  Allt stríðið varð eftir.  Og enginn spyr sig:  “Til hvers er allt þetta basl mitt?”  Guðlaus maður er haldinn vissri blindu.

Skoðum orðið.

Postulasagan.  12. 8-10.

Allt í einu stóð engill Drottins hjá honum og ljós skein í klefanum. Laust hann á síðu Pétri, vakti hann og mælti: „Rís upp skjótt!“ Og fjötrarnir féllu af höndum hans.  Þá sagði engillinn við hann: „Gyrð þig beltinu og bind á þig skóna!“ Hann gerði svo. Síðan segir engillinn: „Far þú í yfirhöfn þína og fylg mér!“  Hann gekk út og fylgdi honum. En ekki vissi hann að það var raunverulegt sem gerst hafði við komu engilsins, hann hélt sig sjá sýn.  Þeir gengu nú fram hjá innri og ytri verðinum og komu að járnhliðinu sem farið er um til borgarinnar. Laukst það upp af sjálfu sér fyrir þeim. Þeir fóru út um það og gengu eitt stræti en þá hvarf engillinn allt í einu frá honum.

Þegar Pétur kom til sjálfs sín sagði hann: „Nú veit ég sannlega að Drottinn hefur sent engil sinn og bjargað mér úr hendi Heródesar og frá öllu því sem Gyðingar ætluðu sér.”-  

Þarna höfum við þetta borðleggjandi að Jesús er með okkur hvar sem við erum.  Það er vegna þess að hann er okkur hulinn, átt við að við sjáum hann oftast nær ekki beint með augum okkar, gaf hann okkur trú sem í raun og veru kemur í staðinn fyrir sjón augnanna með að öllu leyti sama tilgangi.  Það er einnig í þessu sem leyndardómur trúarinnar mikið liggur og um leið þessi aðskilnaður sem oft er talað um að fylgi trú.  Okkur er gefið alls konar sem aðrir hafa ekki og skilja ekki þó að þeim væri sagt frá.  Þetta hefur ekkert með neinar gáfur manna að gera.  Vanti bifreið rafmagn virka ekki tækin.  Með allt tengt, virka trú, sérð þú einnig andlega.  Án þess að sjá.  Trúin staðfestir þetta. Við sjáum að trú fólks virkar oft eins og augu manns.  Trúin færir heiminum fullvissu um að svona sé þetta.  Engin efi.  Ekkert hik.  Einnig má hér vel sjá vissan aðskilnað og leyndardóm sem trúin er uppbyggð með.  Í öllu þessu þá gefumst við ekki upp og efumst ekki um sumt.  Niðurstaðan er að trúin fyrir okkur verður eins og allt sem augun bera til okkar.  Svolítið önnur hugsun en sá tilgangur.   Augun okkar sjá hluti í kringum sig.  Trúin sér líka og metur líka.   Við, sem sagt, sjáum Jesús í hjarta okkar.  Í gegnum trú okkar.   Og var ekki allt gert fullkomið á krossinum?  Orðið talar með þeim hætti.  Trúum orði Guðs.  Amen.

  1. mars 2024.

Minningar.  Þær eru margvíslegar gegnum ævi eins manns.  Þar dvelur og margt fólk með okkur og sumt löngu eftir að það hvarf yfir móðuna miklu.  Sumir velja að heiðra minningu látinna manneskja og birta afmælisdag hennar á Facebook þar sem fram kemur að viðkomandi hafi látist þennan dag árið 1965 og fæðst á öðrum degi árið 1890 og telja sig með þeim hætti vera að heiðra minningu manneskju.  Má svo vel vera þó ekki komi ég auga á.   Munum að  svona verk eru talsvert í tísku í dag en voru óþekkt verk hér á árum áður.  Tískusveiflur geta verið svakalega öflugar og víða haft áhrif en næsta víst að með tíð og tíma fjarar undan þeim.  Og hvort sem okkur er verkið ljúft eða leitt að viðurkenna að þá býr hellingur innra með okkur hverju og einu sem annað veifið lætur á sér kræla og við ekki spurð um myndina sem þá pompar upp.  Leiðinlegasti karlinn í öllum heiminum blasir við í hugskotinu í dag en sá skemmtilegasti allra í gær.  Og þarna eru þær þó ekki heldur birtum við stafkærók á Facebook eða annars staðar, þar sem slíkt er aðgengilegt.  En höfum ekki áhyggjur af þessu heldur vitum að í huga og hjarta býr allt þetta fólk.  

Manneskja er flókið fyrirbrigði.  Hún minnist bæði góðs og vonts og hefur val um hvað eftir stendur í minningarbankanum.  Og maður varðveitir ekki bara það sem miður fór heldur sannleikann allan.   Stundum mætti ætla af tali sums fólks sem velur að rifja upp sín fyrri ár að út um munn kemur fátt nema hryllingur, ill meðferð, misnotkun af öllu tagi og aldrei neitt gott.  Er ekki nútíminn svolítið mikið í að birta slíkar fregnir og helst engar fregnir af bara eðlilegri hegðun og framkomu fólks? Ætli hún sé ekki oftar en ekki viðhöfð en hin hegðunin sem betri var en í hitt frekar látið skína?  Býst við því. Og er það ekki svo?  Í það að minnsta er stundum látið skína.  Mál snúist ekki alltaf um beinar fréttir heldur frétt sem betur selur?  Gæti verið að málið snúist meira um þetta en flest annað og að við leitum sjaldnast sannleikans heldur þess sem kitlar okkar eigin hégómagirnd.  Frásagan um illu meðferðina fær brautargengi en ekki hin þar sem lífinu er bara lýst með jákvæðum venjulegum hætti og fjallað um hversdagslíf venjulegs fólks.  Og hver af okkur vill ekki frekar slíkt líf?  Það er þarna.  Hví þá ekki að gera því einnig skil.

Á slíkum frásögum hef ég áhuga en hinum frásögunum sem þó tröllríða hér öllu hjá okkur og í hvert sinn látið með þeim hætti að eitthvað nýtt sé verið að segja.  Fólk veit þetta.  Líka þó að minna væri um talað.  Vegna þess einfaldlega að þekkja sjálft lífið eins og það blasir við og að líf hverrar manneskju birtir bæði hita og kulda og að inn á milli stígi fram hreint ofbeldisfólk, eins og þessu mótmæli dagsins eru að birta okkur.  Því fólki vex reyndar nokkuð fiskur um hrygg þessa dagana.  Um þetta er minna talað af þeirri ástæðu að margt fólk er pínu hrifið af slíkri framkomu, ofbeldi, og telur hana vera til meiri árangurs.  Slík blekkingarmynd er vel kunn.  Barsmíðarnar færa okkur engan sigur og væri saga til næsta bæjar.  Ef slíkt skeði.  

Manneskja með sig sjálfa aftur í grárri forneskju rifjar endalaust upp hrekki annarra í sinn garð.  Slík manneskja getur ekki verið með sig sjálfa á neinum góðum stað í sínu lífi heldur á slæmum stað og á stað blekkinga.  Margir velja að vera með sjálfa sig þar.  Ekki er samt svo að skilja að ekki geti verið gott að gera upp fortíðina og hreinsa til í henni en er samt gagnslaust verk sé fólkið ekki sjálft tilbúið til að segja umbúðarlausan sannleika um atburðarásir.  

Velji menn að halla sannleikanum er það í flestum tilvikum gert til að réttlæta sjálfið í einu og öðru atriði.  Enginn sem slíkt gerir leitar raunverulegs bata heldur leitast við að fá annað fólk á band með sér.  Takist henni verkið stendur hún eftir á nákvæmlega sama stað og farið var af stað með.  Sem sagt.  Árangur er enginn.  Engin breyting til batnaðar velji fólki að hunsa allan sannleika.  Og í ljós kom að verkið var gert til að styrkja eigin sjálfsréttingu og gera áfram út frá sama stað og áður.  En hvar er þá sigurinn sem verkið átti að gefa?  Hann er hvergi og skilyrðunum til að hann komi kippt burt?   Fólk verður að sjá eigið ástand og vera tilbúið til að tala sannleikann út.  Er ekki svo að mönnum finnist eigin vegur harla góður og þar búi vandinn?

  1. mars 2024.

Ljóst er að þegar eitthvað fer af stað gerist slíkt oftast nær af einhverjum áður undangengnum atburði.  Og þeir geta verið margvíslegir.  Atburðarásina má oft rekja til undangenginna atburða.  Þetta vill segja manni að ávallt séu til menn sem kunni að grípa gæsina þegar hún gefst. Með öðrum orðum er hver atburður fyrir sig af einhverju gefnu tilefni sem menn veittu athygli og hófust handa um að virkja betur.  Málið er að nýta hitann á meðan hann er enn.  Við vitum að með tímanum kólna kolin.  Að nota og nýta sér uppkomnar kringumstæður er í grunninn hugsað til að  fullgera verk:  “Klára málið”- eins og segir.  Menn eru enn að klára málið.

Aftur er okkur bent á að nákvæmlega ekkert nýtt sé undir sólinni og þar eintómar endurtekningar í gangi.  Svona, frá grundvelli heims, hafa málin verið. Horfið bara upp og skoðið í kringum ykkur.  Og þetta blasir við augum.  Sem sagt.  Engin breyting.  Svona mikið hefur mannkynið nú lært.  Ítrekaðar endurtekningar og hiti leiks er nýttur.  Nýtt vín er látið í gamlan belg til þess eins að springa og láta innihald fara til spillis.  Viskulegt.  Eða hitt þá heldur.  

Skoðum orðið:

Postulasagan. 11. 19-21.

“Þeir sem dreifst höfðu vegna ofsóknarinnar sem varð út af Stefáni fóru allt til Fönikíu, Kýpur og Antíokkíu. En Gyðingum einum fluttu þeir orðið.  Nokkrir þeirra voru frá Kýpur og Kýrene og er þeir komu til Antíokkíu tóku þeir einnig að tala til Grikkja og boða þeim fagnaðarerindið um Drottin Jesú.  Og hönd Drottins var með þeim og mikill fjöldi tók trú og sneri sér til Drottins.”- 

Hér sjáum við hvernig menn vilja oft nýta sér uppkomnar aðstæður sjálfum sér og/eða málstað sínum í hag án þess kannski að neitt gott hljótist af.  Allt fyrir þær sakir að menn hafa engin ráð að grípa til.  Að vera með samfélag allt meira og minna í uppnámi vegna atburða liðinna daga getur ekki verið góð staða fyrir nokkurt samfélag að búa við séð í því ljósi að upplausn sem kemur sé óskrifað blað sem engin leið er að segja neitt til um í hvaða átt fer og eða hvort af hljótist mannfall og eyðilegging mannvirkja.  Við sjáum að ábyrgð manna sem ætla að nýta sér svona lagað er veruleg og einnig að Biblían er rosalega flott kennslubók þó að grunnskólinn á Íslandi hafi valið fyrir sig að fleygja Biblíunni út úr sínum kennslustofum.  Ekki er alltaf viskunni fyrir að fara í veröld okkar mannanna.  Við getum víst svo miklu meira í dag en var áður en öll áhöld um hvort rétt sé með farið gerandi enn samskonar glappaskot sem aldrei á neinum tíma hafa leitt til neins góðs.

Um atburðarásina í kringum morðið á Stefáni, lærisveini Jesús, og atburðunum í kjölfarið má segja að verkið hafi leitt til góðs að því leyti til að það hafi þjappað trúuðu fólki aftur saman og það á nýjan leik hugleitt stöðu sína og í alvöru farið að sinna verkum þeim sem Drottinn hafði áður fyrr búið og ætlaði sínu fólki að sinna.  

Allt sem sjá má hefur sinn eigin tilgang og birtingarmyndirnar af þessum atburði eru tvær og er annars vegar glundroði heimsins og hróp og köll sem fýsir að eina ferðin sé enn að ganga til bols og höfuðs á þessum kristnu mönnum (ekki í fyrsta skipti.)  

Ef við skoðum hina birtingarmyndina sem blasir við sjáum við og heyrum anda Jesús hvetja sitt fólk að boða trú á Jesús og vinna með þeim hætti gott verk sem hefur kross Krist og krikju hans í öndvegi allra góðra  verka í þágu hvort sem er eigin samfélags, safnaðarins, og samfélagsins sem fólk lifir saman í og því svo mikilvægt að þar lifi og ríki friður og kyrrð.  En í þetta hefur alltaf og ítrekað verið höggvið því manni er enginn friður búinn nema undir verndarvæng Jesú Krists, hinum krossfesta og upprisna Drottins drottna.  Líka þess vegna heldur boðunin velli og áfram þangað til lúðurinn gellur og burthrifningin á sér stað.

 

 

 

 

Mikilvægt er trúnni að meðtaka skilaboð frá Guði og fara hiklaust af stað komi þau. Þú játar trú á Kristi og veist því hvenær hann er að tala og hvenær ekki. Þú bara veist þetta. Það er í þessari hugsun sem þú munt styrkjast í og eflast er fram líða stundir og verður að endingu fullviss um að ekkert fær hróflað við. En vita skaltu að á þetta verður reynt af ýmsum í kringum þig og af fólki sem er annt um þig og vill vegna væntumþykju sinnar bjarga þér út úr trúnni en skilur ekki að frá henni verði þér ekki bjargað og að nú hafir þú eignast þitt besta hlutskipti um ævina og ert bara aldeilis ekki til í að láta neitt bjarga þér. Í þetta skipti var mikilúðleg björgunarsveit send af stað þar sem enga björgun þurfti. Svona vill vanþekking manna leika þá. Með öðrum orðum að þá hrópar það hvert upp í annað “úlfur úlfur”- þar sem engan úlf er að sjá og allt í hreint prýðislagi. Oft eru þetta fyrstu viðbrögð við trú manneskja og fregnin um að einhver fjölskyldumeðlimur hafi tekið trú á upprisna Jesú. Svakalegt hreint.
Og þar sem fólkið þitt er góðhjartað vill það bjarga þér út úr þessu ástandi. Enda sjálft svolítið skelkað. Nema fólkið á staðnum sem mögulega hefur þegar eignast sömu gjöf. Svört og hvít viðbrögð í nánasta umhverfi eru vel þekkt viðbrögð vantrúar og þegar henni mætir fjölskyldumeðlimur sem tekið hefur trú á Jesús. Andstæðurnar koma strax fram og skilningurinn fljótt hjá nýfæddum í trúnni um aðskilnað þann sem þarf að verða hjá sér. Allt af þeirri ástæðu að nýtt varð til sem fellur ekki vel að þessu gamla sem fyrir er og allt þar hingað til er merkt af. Þarna skiljum við betur mikilvægið á að menn, trúað fólk, umberi hverja aðra. Samfélag kristinna er afdrep fyrir trú fólks og er í verki þessi aðskilnaður sem um er talað.
Hvernig sem fer hefur allt breyst. Og þó að mönnum mæti ekki bein andstaða í ranni einstaklings sér hann fljótt að hugðarefni sín um trú eiga ekki greiða leið upp á pallborð umræðunnar sem enn og aftur undirstrikar mikilvægi skilnaðarins. Hver og einn þarf að fá næði bæði til að fræða sig um þetta nýja og eignast tóm til að hlusta og ræða við aðra trúaða um sín mál. Í þessu ljósi kemur aðskilnaðurinn best fram og í þessu ljósi mikilvægi að skilnaðarins. Aðskilnaðurinn gefur þér færi á að nema nýju fræðin sem öndvert gefur þér mikilvægan skilning á verkefninu sem þú ert nú í og ég segi um að muni endast þér það sem eftir lifir, og tel ég mig hafa nokkra reynslu af og segi að ég hafi verið iðin við þetta verkefni og gert nánast daglega í bráðum 35 ár og allann tíman haft Drottinn sjálfan mér til halds og trausts og hann að öllu leyti staðið við orð sín sem hann sagði við mig fljótlega eftir að ganga mín hófst að hann ætlaði sjálfur að kenna mér fræðin og vildi ekki að aðrir tækju að sér þá kennslu. Með þessum hætti hefur þetta líka verið hvernig öndvert sem þín saga á velli trúarinnar er útlits. Hvað sem þú hefur um svona yfirlýsingu að segja að þá er þetta nú samt er svona. Með auðvitað allri virðingu fyrir kennurum sem margir hafa lagt gott eitt til mín. Er ég hér einvörðungu að benda á orð sem Drottinn talaði prívat til mín og ég þá kominn með fasta búsetu austur í Neskaupstað og tel mig frá þeim tíma svolítinn norðfirðing, samhliða hafnfirðingnum og stolti hafnfirðingnum Gaflaranum sem maður skrifar án minnsta kinnroða með stórum staf til heiðurs honum.
Í bráðum 35 ár hef ég unnið þessa trúarvinnu mína og tel mig hafa af henni þokkalega reynslu og frá fyrstu tíð meðtekið mikilvægan aðskilnaðinn sem boðaður er og viðurkenni hér og nú mikilvægi hans fyrir sérhvern einstakling sem eins og ég þarf líka tóm til að stúdera og læra meira í Biblíufræðunum sem grunnskólinn fyrir margt löngu fleygði út og glímir í staðinn við alls konar hegðunarvanda nemenda í skólanum og heyrir maður annað veifið tóm vandræði. Hef ég og með tímanum þekkt betur hvernig Drottinn vinnur og veit að sama rödd talar enn til mín og mér mætti er ég frelsaðist og fylgt vorri trúargöngu. Trúaðir vita hvaðan rödd þessi er rétt eins og þú þekkir símaröddina sem við þig talar. Með þessum hætti opinberar Drottinn sig sínu fólki. Og allt hættir að vera óskiljanlegt. Enda er nýtt tekið við. Þetta nýja er trúin. Allt vegna gjafarinnar frá hæðum sem í einni svipan kastaði gamla skarfinum út og lét í staðinn inn nýjan mann sem elskar að lofa Guð og lærir af Guði. Enginn taki þetta frá mér.

  1. mars 2024.

Biblían hvetur sína menn til að læra þarfa lexíu um að fara ekki í neitt manngreinarálit og skilja að allur dómur og allt uppgjör sé Drottins en ekki minn og eða þinn og að Guð sé einn fær um að breyta hugsun og hegðun mannsins yfir í algera andhverfu sína og að þessi umsnúningur sem verði geti vel komið fram og strax í ljós hjá einstaklingi. Oft er það reyndar svo.  Við þjónum öflugum Guði sem fær er  um eitt og annað verkið sem er okkur lokuð bók.  

Með orðum sínum um að menn láti af öllu manngreinaráliti er hann að taka á  nokkuð augljósum vanda manna og kvenna um að oftast nær sé skortur á  réttum skilningi og af þeirri ástæðu að hverjum og einum manni finnist sinn eigin vegur alveg ljómandi góður og merktur sannleika, heiðarleika, drenglund og því öllu saman og að ekkert sé að “Hjá mér”.  Þetta er maðurinn.  Við hvað slíkur einstaklingur miðar um eigin einkunnagjöf er ekki gott að segja en vitað og þekkt að hverjum og einum okkar þykir sinn eigin farni vegur vera nokkuð fagur og hnökralaus.  

Við sjáum að slík viðmið og sjónarmið eru ekki fyrir fram gefin álit sjálfs sannleikans sem ávallt mun segja síðasta orðið í málefnum manna og því vissara, hyggilegra, viskulegra, að temjast og venjast skjótt við satt og rétt því að sannleikurinn stendur hverju okkar til boða að nota og að vera í liði með honum.  Á auðvitað skilyrði sjálfs sannleikans.  Ekki gleyma staðreyndum né að spyrja sig réttra spurninga eins og hverja við umgöngumst daglega, hverjum við leitum ráða hjá í hvort sem er erfiðum málunum að hinu sem eru ögn léttari en við samt í basli með að finna svar við.  Hverjir eru þá okkar ráðgjafar?  Ráð þessara manna og kvenna munu móta okkur til framtíðar litið og gera okkur að fólkinu sem við erum í dag.  

Sem sagt hvers konar mótun manneskjur fá mun leiða þær á sinni daglegu vegferð. Horfum ekki fram hjá þessu og vitum að oft metum við það sem við sjáum ranglega.  Svona gera breyskir menn.  Við orðin “breyskt fólk” er sumum illa við og vilja helst ekki heyra nefnd í sín eyru.  Einnig þar mun sannleikurinn halda áfram að tala, benda á og gera af þeirri augljósu ástæðu að trúa að sannleikans orð kljúfi stein í tvennt.  Það sem átt er við með klofnun steins eru umskipti manneskju í hvort sem er í hegðun, tali, skoðun og hverju sem er að merkjanleg breyting hefur gerst sem margir sem til þekkja veita athygli.  Og ef við skoðum málið og erum sanngjörn að okkar leyti kemur ástæða orða Drottins um að fara ekki í manngreinarálit fljótlega í ljós. Og þarna er ég sjálfur svarið sem er ekki sami maður í dag og ég var fyrir tíma Krists í mínu lífi.  En trúðu því sem þú vilt.  Ekki er við mig að sakast.  

Skoðum  nafnorðið Sál og ögn söguna um þennan mann:

Postulasagana. 9. 3-6.  

“En þegar hann var á ferð sinni kominn í nánd við Damaskus leiftraði skyndilega um hann ljós af himni.  Hann féll til jarðar og heyrði rödd segja við sig: „Sál, Sál, hví ofsækir þú mig?“

En hann sagði: „Hver ert þú, Drottinn?“

Þá var svarað: „Ég er Jesús sem þú ofsækir.  En statt upp og gakk inn í borgina og þér mun verða sagt hvað þú átt að gera.“ - Hér hefur skelmirinn ógurlegi verið fjarlægður af hesti sínum.  En ekki þó til tortímingar heldur að gera manneskjuna að öðru en hún áður var og að fá annað embætti að gegna. Nýja embættið miðar við uppbyggingu innviða kirkjunnar.  Sami maður að verki en munur þó verulegur.  Sagan af Sál er saga af manni sem Guð umbreytti og gaf prýðilega kennslu um líf án manngreinarálits og sé fær um að breyta hjarta manneskju í Guðsmann en ekki ofsækjanda kirkju.  Umskipti mannsins Sál er undrið í frásögunni.  Jesús einn vann verkið og margir kristnir menn hafa fengið kennslu upp úr atburðarásinni.  Aftur sjáum við mikilvægi þess að vera vel að okkur í Biblíunni og lesa okkur sjálfum til skilnings.  Það er vilji Guðs.  Amen.

  1. mars 2024.

Biblían hefur áhrif á allt fólk.  Hvernig sem menn reyna að hlaupa í burt frá henni og láta sem hún sé ekki til.  En verkið að segja fólki sannleikann hefur mistekist.  Í allavega þetta sinn.   Guð er stærri en svo og elska hans til mannanna meiri að hann þar með snúi baki í menn.  Slík breytni er ekki inni.  Hann kemur því aftur, knýr á og bíður eftir að fyrir sér sé opnað. Komi einhver til dyra og biður honum við dyrnar inn fyrir þiggur hann boðið.  Og samskipti geta átt sér stað milli fólksins.  Sumir standa upp frá þessu borði sem frjálsbornir menn Jesús Krists.  Aðrir þurfa  lengri tíma til að ákveða sig.  Alltaf gera einhverjir gys að.  Alls konar er í gangi er kemur að boðun Orðs Guðs.  Það þekkjum við og ekkert nýtt borið fram hér.   

Eitt af verkum óvinarins við skilningstré góðs og ills um árið var að hann dró upp fyrir augum mannsins, reyndar er átt við skilningarvit manneskja, dul sem byrgir þeim sýn til mikilvægs sannleikans og yfir duluna og til mannsins töluð lygi.  Hljómar svo sem ágætlega og fer ekki í öllum tilvikum neitt illa í eyrum fólks en er samt haugalygi og að auki háskaleg lygi.  Og svo samdauna verður maðurinn þessari lygi andstyggð að að það sem er sannleikur á hann í slíkum kringumstæðum í mesta basli við að koma að með.  Margt er nefnilega einkennilegra öðru sem hér skeður.  Þegar ljóst er að hægt væri að hoppa frekar hæð sína af gleði yfir að fá til sín sannleika þá bregðast menn þveröfugt við.  Að elska sannleika er manneskju samt eðlilegt.  Að vera undir afli lygir er hlutskipti of margra í veröldinni en er fólkinu samt aldrei neitt eðlilegt ástand.  Svona leikur gegndarlaus lygi til langs tíma manneskju sem engan veginn veit orðið hvað er rétt og satt og þarf því að fara með sig sjálfa allmörg skref til baka til að komast aftur fyrir allt þetta lygarugl sem hún heyrir og hefur verið undir lunga lífs síns og til staðarins sem sannleikurinn rennur upp.  Nú sér hún loks eilíft líf og sjálfa sig þar inni vegna Krists.  Afl sannleikans er gríðarlegt og háski lyginnar mikill. 

Staðurinn sem manneskjan er nú komin á er hann sem Kristur dró hana til.  Allur sannleikur Krists er til staðar af þeirri ástæðu að þar er Kristur að vinna sína vinnu og fólk sem þar er statt, að meðtaka beint orð hans og um leið sannleika hans vegna þess að hafa þá stund verið á staðnum.  Hefði fólk ekki gefið sér tíma til verksins hefðu orð hans, blessun og uppbygging öll meira og minna farið fram hjá og verið til harla lítils gagns.  Hér sjáum við skýra mynd af vali og hvað við erum að velja og hvað við teljum að eigi að hafa allan forgang í kringum okkar líf.  Með ástundundun okkar náum við betra haldi á verki Guðs. Og við þráum æ oftar að dvelja í fangi hans og faðmi og að nema þá fræðslu sem hann hefur.  

Eitt sem sagt er alveg öruggt að kennsla Krists byggir alltaf á sannleika og aldrei nokkurri lygi.  Sannleikur Krists mælir til okkar tæpitungulaust.  Getur svo sem höggið í eyrun.  Og verður þá bara að hafa það. 

Að tala af kletti sannleikans, fræðast af kletti sannleikans er okkur mögulegt sem eigum aðgang að Jesús með fullu leyfi tans til að vinna út frá þessum kletti sannleikans og lærum betur inn á hversu gagnleg slík vinna er.  Til að mynda kennsluefnið sem við notum.  

Einfaldlega að þá er sannleikurinn magnaður og hvernig sem við lítum á hann stendur hann fyrir sínu og ég þarf á honum að halda og hann ekki svo mikið mér.  Nema þá sem verkamaður á Akri Guðs.  

Þetta er eitt af þessu sem við lærum og metum betur og réttar eftir því sem lengra líður á gönguna með Jesús þar sem Kristur vinnur sín verk og ekkert rúm er lengur til fyrir nokkra lygi.  Að vera allur inni í slíku umhverfi er hverri manneskju eftirsóknarvert hlutskipti.  Enda þar af algerlega fúsum og frjálsum vilja og á engan hátt þvingaðir að þessu borði né dæmdir þangað með nokkrum hætti heldur erum þar sem að öllu leyti frjálsborið fólk og í vilja Guðs.

 

 

 

 

  1. mars 2024.

Þegar búið var að stofna kirkjuna, ekki gleyma hvaðan blessuð kirkjan er upprunnin, að hún er frá himnum komin, má lesa um alls konar róstur á götum úti þar sem frumkirkjan er að sinna verkum sínum og er stundum beitt bolabrögðum.  Alveg er ljóst að þeir sem fara fyrir muni sína nýju afli sem fram er komið fulla hörku og gera sitt til að hrekja til hafs og eyða þar. 

Takið eftir að starf kringum kirkju og safnaðarstarf er frá fyrsta degi fullt af mótbyr og vantrú og fólki sem stendur með verið eins og þarf.  Við sjáum að ekkert hefur breyst og að sömu öfl eru virk í dag og eins og verið hefur.  Fólk er ýmist fylgjandi starfi safnaða og kirkju eða aðhyllist hitt aflið, vantrú, sem þá rís með sama hávaða og verið hefur gegn og er vel þekkt afl í veraldarsögunni og heitir enn sama nafni “Vantrú.”- Og hvað segir vantrúin:  “Burt með þetta.”  Sama tugga.  En þetta fer ekki af rótum þeim sem teygja sig til himins.   

Sýnið mér hvað hafi breyst og hvort ekki sé rétt frá greint að kirkjan hafi frá fyrsta degi átt undir högg að sækja og lifir áfram vegna þess að vera komin fram úr eilífðinni og alltaf náð að sannfæra nógu margt fólk í hverri kynslóð til að manna stöðurnar og tala við fólkið um Jesús og Himnaríki og starfað á þessum vettvangi einkum.  Frá fyrstu tíð veraldarsögunnar hafa þessi tvö tilteknu lykilatriði skorið úr um starfandi kirkju og eða svæði með enga starfandi kirkju á og dauðann sjálfan sveimandi þar um, með sínum drunga yfir frá fjallstoppi til hafs.  Allt af sömu ástæðu.  Kirkjan er í fyrsta lagi himneskt fyrirbæri og fyrir þær sakir eilíft verk og hefur frá fyrsta degi tekist að sannfæra nógu margt fólk sem rís upp og tekur stöðu innan kirkjunnar.  Kirkjunni er gert fært um að láta himneskt ljós sitt skína.  Já, til dagsins í dag.  Ekki vegna minnar og þinnar elsku í garð kirkju, vissulega gagn legt, heldur Jesús sjálfs sem lifir í dag.  Enda allt í öllu.  Amen. 

Þrátt fyrir ítrekaða aðför að kirkju skín kirkjan áfram og gerir það af aðeins einni ástæðu.  Aflið á bak við verkið verður ekki sigrað.  Og eitt enn.  Kirkjan mun aldrei hvorki standa né falla með verki einstaklings.  Aldrei.  Með þeim hætti er þetta nú ekki.  En hversu oft hefur ekki verið látið í slíkt skína og spurning spurð á borð við þessa  “Hver er pastorinn þinn?”  Hvað er pastor?  Hvað annað en manneskja fædd af konu og breyskur maður sem lifir í áratugi á jörðinni og fer eftir það sína leið.  Ekki er mikið á fólki að byggja sem er bara hér um stundarsakir.  

En rétt er það.  Jesús er einn en þó ekki einn því honum til halds og traust eru faðirinn og heilagur andi.  Sem breytir nú svolitlu.  

Það er vegna Krists eins sem kirkja Krists er jafn öflug í dag og verið hefur.  Hún starfar vegna þess að vera komin beint úr eilífðinni á himnum þar sem Guð faðir og Jesús sonur starfa og svarið inn í hví vélabrögð, bolabrögð, fantabrögð og önnur brögð manna virka ekki gegn henni.  Grunnurinn sem allt starfið er lagt á hefur gilt frá öndverðu vegna þess að til er eilífð og Guð Faðir, sem þar starfar.  Kirkjan hefur frá öndverðu boðað fólki þetta og stundum haft marga áhangendur og stundum fáa en alltaf nógu marga til að verk gangi og manni stöðurnar.  

Ekki gleyma að Drottinn sér sjálfur um að viðhalda starfi sínu, ráða í stöðurnar, og það allt.  Honum einum ber að þakka.  Bolabrögðum hefur verið beitt er kirkjan á í hlut.  En sjáið stöðu hennar í dag.  Hvað blasir við?  Hvað nema glæsileiki, festa, góð verk og annað í þeim dúr. Hvar hefur verið reynt að beita oftar og verri bolabrögðum en gegn kirkju?  Samt sér ekki högg á vatni og kirkjan enn við sitt heygarðshorn og föst fyrir með Guðsorðið fyrst og fremst yfir sér og allt í kring en þó þolandi ótal bolabrögð veraldarinnar af þessu nýja sem Kristur boðar  og sagðist vera komin til að innleiða og festa í sessi sem allir menn sem vilja geta eignast og gert að sínu vegna þess að við erum ekki fólkið sem gröfum talentuna í jörð heldur skilum okkar á skiladegi með rentu og uppskerum orð á borð við þessi:  ”Þú góði og trúi þjónn….”- Dagur Jesús er í dag.

1.mars 2024.
Hver dagur er með sitt eigið sérkenni. Hvert sérkennið sé akkúrat í dag er einstaklingsins að finna. Dagurinn er gefin einstaklingi til að hann finni ýmislegt út úr honum og vinna meira og betur með eitt og annað verkefni.
Svona eru dagarnir að engir tveir af þeim eru strangt til tekið nákvæmlega eins en breytir ekki hinu að fyrir mörgu okkar renna allir þessir dagar saman og segja við minninguna að fátt eitt hafi á daga drifið. Svona afstaða einstaklings er ekkert nema hreint kjaftæði og með yfir sér depurð og dökka skugga. Allir dagar og allt árið gerist fjölmargt eftirtektarvert þó þar megi ekki flokka með vel smurðar sjálfsásakanir né aðra lítt hressilega þanka. En allt svoleiðis er nú eigið val. Og þó þetta síðasttalda hafi litla burði til nokkurrar uppbyggingar veljum við oft að dvelja á þessum stað og skauta um leið framhjá ýmsu sem svolítið meira af lífi dvelur í. Að líf sé í sumu og sé jafnvel í hendi er fyrir marga hreinn sannleikur og jafn mikil sannleikur og allt þetta klúður sem við stundum erum iðin við að segja okkur og rifja upp fyrir okkur og jafnvel annað fólk núir okkur um nasir að vera. Þarf þó ekkert að gerast og oftast nær eru við sjálf aðilarnir sem erum hvað oftast verst við okkur og því alveg einfær um að halda ýmsu neikvæðu gangandi með okkur sjálfum. Hver svo sem vill sleppa öllum sjálfsásökunum? Þarf maður ekki að refsa sér og sparka inn á milli duglega í digran afturenda sinn? Hvað segja sérfræðingarnir, vitið sjálft, um málið? Æ, haltu kjafti.
Hvar og hverjir eru topparnir í lífi okkar. Liggja þeir í röð klúðra eða þangað sem lífið meira hló og eða alltént brosir við okkur? Vildum við kannski ekki koma þar við? Að sinni. Val, kæru vinir en breytir samt ekki því að núið er núna og alltaf jafn merkilegt. Og meira. Stórfenglegt. Og var það ekki í sínu núi sem ég og þú settumst inn í bílinn okkar og höfðum þá gleymt að klæða okkur úr inniskónum á ganginum heima og að fara í útiskó og urðum að drífa okkur aftur inn og afklæðast aumlegum inniskónum og íklæðast útiskónum? Jú. Og kom heimsendir. Nei. En við töluðum ekki mikið um téð atvik og áttum mest fyrir okkur sjálf. Smávegis neyðarlegt en lifðum af?
Þetta gerir andartak sem á sinn hátt nær að brjóta upp daginn og fæða af sér óheyrilega þrautseigja minningu. Og aðeins öðruvísi minningu. Smávegis uppábrot varð þann dag.
Andartak. Get sagt frá einu andartaki, vitnisburði, sem skeði einn frostharðarn dag í janúar fyrir kannski tuttugu og tveimur árum og ég þá kominn inn í kirkjuna og farin að starfa þar kauplaust og komin með þá fullvissu inn í mitt hjarta og vitneskju um að hún yrði mitt hlutskipti það sem eftir lifði. Stríddi ég þá við peningaleysi og vissi sjaldnast hvað yrði í matinn í dag og bara að ég þjónaði Guð sem sjálfur segist vel fyrir sjá. Reynslutími fyrir mig. En vissulega trúarstyrkjandi.
Er ég steig út í gaddinn fyrir utan flögrar þangað að feitur og pattaralegur þröstur og sest á grein til vinstri við mig og ekki langt frá og hefur þar að syngja sinn þrastar söng. Feitur og pattaralegur segi ég vegna þess að þessu veitti ég sérstaka athygli vegna kannski eigin aðstæðna á þessum tíma. Talar þá Drottinn til mín og segir:
“Konráð! Kallar mig stundum Konni:”
“Þú sérð þröstinn þarna á greininni og einnig hversu vel hann er haldin og fullur af lífi, þrátt fyrir grimmdarfrost úti.” Á þessu andartaki beit frost vel í kinnarnar. Og Drottinn hélt áfram að tala:
“Þó hann sé bara þröstur að þá sé ég um að fæða hann á hverjum deg. Og úr því að svo er ætti ég þá ekki miklu fremur að skaffa þér til daglegs viðurværis”- Þetta að sjálfsögðu viðurkenni ég enn í dag og veit að vilji Drottins er að sjá mér sjálfur farborða sem enn, líklega tuttugu og þremur árum síðar, hefur ekki brugðist. Og hér er ég 1. mars 2024 og þjóna enn Guði. En þú?

  1. febrúar 2024.

Eitt af merkjum virkrar trúar á Jesús Krist er einn hugur, eitt hjarta og ein sál.  Alger eining og er í sjálfu sér gríðarlegt undur að skuli gerast með það á bak við sig að hvert og eitt okkar er gjörólíkt fólk sem reynt hefur sitt hvað af sínu eigin lífi og gert að því fólki sem blasir við hér og nú.  Hér og nú er alltaf.  Um öll mál gildir viss niðurstaða og hvort sem verk eru hálfköruð, komin aðeins lengra eða þau blasa fullgerð við.  Í öllum ferlum er ein og önnur niðurstaða.  

Bakgrunnur okkar gerir okkur að því sem við erum og ýmis merki koma fram í hópnum um fólk sem lærði að vinna rétt úr eigin kringumstæðum sem við, ef við viljum, getum lært margt af og líka unnið rétt úr fyrir okkur sjálf sem auðveldar líf okkar umtalsvert.  Sjáum við ekki í hendi mikilvægi þess að taka rétt á í eigin málaflokkum og að vinna rétt úr aðstæðum hverjum sem þær eru og hvort sem þær eru ógnvænlegar eða ögn mildari á manninn?   Sjáum við ekki mikilvægi þess að sigra?  Og í stað sigurs leyfum við uppkomnum kringumstæðum að reka okkur kinnhest, hræða okkur að okkur féllust hendur og samþykktum hvert með öðru að láta tímann þjóta hjá aðgerðarlausan.  Vitum við ekki að í tíma og andartaki býr öll von og sjáum við ekki hversu mjög við sjálf ráðum för en höfum aldrei lært að nota hvert andartak fyrir sig vegna þess að alla einingu skortir og fór forgörðum og gerði með fullu samþykki okkar?  Já, hvers og eins. Áttum við okkur ekki á að í hverju andartaki sem þýtur hjá býr grúi lausna og ný færi á að gera betur og að allt þetta er á okkar valdi, hvers einstaklings, að nota þó ekki væri nema í eitt skipti.  Þá allavega gaf lausn í einhvers konar formi.   

Sjáum við mikla einingu í dag?  Ég held ekki og ef hún er sýnileg er það oftar en ekki utan um eitthvað rugl eins og fóstureyðingar, kynvillu, rétt hinsegin fólks, heitir það víst í dag og alls konar svona lagað.  Margt annað í kring er tvist og bast með meira og minna ekkert fast í hendi.  Þekkjum við lengur hugtakið einingu? Um það má stórlega efast. Og og af hverju? Spyrja mætti á móti hvar sameingartákn sé.  Fólk þarf sitt sameiningartákn sem hvert á eftir öðru er rifið burt og orð sérfræðingsins oft látin gilda.  Hafa menn persónulega og raunverulega kynnst alvöru einingu í sínum hóp.  Getur það átt við vinnustað?  Ég veit það ekki enn og ef marka má klögumálin í gangi bendir fátt til einingar.  Það að minnsta kosti hef ég í nokkur skipti upplifað á minni starfsævi bæði til sjós og lands að hafa verið undir afli einingar og starfað með henni. Einingin  kom og fór.  Af hverju?  Ætli menn hafi nokkuð áttað sig á að það sem þeir bjuggu þá við heitir “Eining.”  Allavega sá maður okkur ekki umvafða einhverri einingu á þessu tímabili og man ég og áttaði mig ekki á þessu fyrr en mörgum árum síðar og sá þá veruleikann sjálfan.   Og af hverju hvarf þessi magnaða eining hópsins?  Hún var ekki varðveitt vegna þess að ég sá hana ekki og mundi bara góðan móral hjá hópnum.  Af hverju er er bara öðru hvoru góður mórall?  Af hverju öðru en einingu sem kemur og fer og sker úr um samstöðu um borð. Merkilega einingin hvarf og varði annað veifið og bjó til bestu stundir lífsins fyrir sama hóp manna.  Allt fyrir þær sakir hversu sjaldan við erum fólk andartaksins og leyfum því að þjóta hjá en lesum ekki rétt úr þeim;  

Í Postulasögunni. 4. 34-37.  “Eigi var heldur neinn þurfandi meðal þeirra því að allir landeigendur og húseigendur seldu eign sína, komu með andvirðið  og lögðu fyrir fætur postulanna. Og sérhverjum var úthlutað eftir því sem hann hafði þörf til.

Jósef, Levíti frá Kýpur, sem postularnir kölluðu Barnabas, það þýðir huggunarsonur, átti sáðland og seldi, kom með verðið og lagði fyrir fætur postulanna.” -Hér sé ég hvergi stafkrók um að Drottinn fari fram á þetta við sitt fólk og veit að menn munu aldrei sætta sig við til lengdar aðstæður undir einni flatsæng á stóru gólfi með grúa sítalandi karla og kerlinga liðlangan daginn í kring.  Kerfi fólksins hrundi endanlega með framkomu Ananíasar og Safaría sem skiluðu af sér aðeins hluta andvirði eignar sinnar í sameiginlega pottinn.  Mammon er guð fleiri en við ætlum.  Og munum!  Guð bað aldrei um þetta og ætlaði fólkinu aðra leið.

 

 

 

 

  1. febrúar 2024.

Átrúnaður manna er staðreynd.  Eitthvað í hjarta mannsins hvetur hann til að leita sér að æðra stigi og einhverju sem gefur lífinu meiri fyllingu.  Fyllingin er ekki fyrir hendi vegna syndarinnar sem manneskja í byrjun gefur óvini sköpunar Guðs sitt leyfi en án þess að vita hver í hlut á.  

Alllengi hafa jarðarbúar setið uppi með ódám þennan sem ekkert hér í heimi fær sigrað nema lifandi Guð og hans eingetni Sonur Jesús.  Orð Guðs er hér og breiddist yfir gervallan heim eftir fæðingu Jesús.  Plan og ætlun Guðs fullgerist í Kristi og í verkinu sem honum er ætlað og falið að sinna og vinna.  Verkið er fullgert á krossinum.  Frá því andartaki komst kirkjan á fullan skrið og hefur starfað frá þeim tíma á fullum afköstum, af fullum þunga og í öllum guðlegum krafti sem henni er í hendur fengið og gerir enn í dag og skeði er lærisveinarnir gengu út á svalirnar og Pétur postuli flutti ræðu, eldræðu, sem af frelsuðust þrjú þúsund sálir sem eins og ég og þú létu sannfærast um að Jesús væri höfðingi lífsins og að gríðarlegar blekkingar væru í gangi á meðal fólks kringum hann.  Verk andvera þessara er að koma gegn boðskap Jesús til að tryggja að ekkert ljós skíni meira á sannleika Krists.  Við sjáum að verk þeirra er grafalvarlegt en þó raunveruleiki.  Gangi ekki annað kemur þetta afl af stað umræðu sem umbreytir veruleikanum í glundroða sem engu fær skilað nema meiri glundroða.  

Í þessum töluðu orðum er mikill glundroði í gangi og Kristur sagður vera hér og hann sagður vera þar en við sem þekkjum Krist vitum að hann staðsetur sig í kirkjunni og hvergi annars staðar.  Við sem trúum og höldum fast í kenningu upprisna Krists höfum lokað leiðinni og dregið hring utan um nákvæmlega þetta atriði trúargöngunnar og segjum kinnroðalaust:  “Kirkja og Kristur eru eitt”-  Líka þó sumir segi að Jesús starfi víðar.  

Til að losna við allan rugling í lífinu þurfum við að hafa fætur okkar á klettinum Kristi og vita að enn í dag eru menn og konur Drottins að stíga fram á svalir kirkna með ræðu um satt og rétt verk Jesús og menn og allavega lagað fólk að taka við.  Það hefur þá meðtekið réttan boðskap sem losar það við allan frekari rugling.  Og meiri festa kemst á.  Áframhaldandi ruglingur er mest og besta fóður fyrir viðhaldi alls ruglings sem aldrei hefur á neinum tíma leyst nokkurs manns vanda.  Enda ruglingur.  

Allt er þetta beint komið frá þaulskipulögðu afli sem markvisst vinnur í þessa átt til tryggja sig sem mest og best að menn sjá nákvæmlega ekkert ljós skína af Kirkju Krists.  Með þetta vinna þær frá morgni til kvölds.  Hugsa andaverur vonskunnar enda um aðeins eitt.  Eigin markmið, eins og:  Stela, slátra og eyða.  Önnur markmið en þessi hafa þær ekki.  Enda hér til að vinna og sinna illskuverkum. Þær vita að manni er gefið frelsi til velja hið góða eða hafna.  Andaverur þessar vilja oft höfða til samvisku kristinna manna til að mynda með þeim hætti að hiks gætir er talið berst að sannleikanum um synd réttlæti og dóm og að himnavist manneskju búi í Kristi einum.  Sumu fólki mislíkar boðskapurin vegna þess að það hefur aðrar skoðanir sjálft.   En ég get trúað Orði Guðs.  Ef ég vil.  

Andaverur vonskunnar eru hér en markmið ógöfug.  Að gera út á að afvegaleiða fólk sjá allir að gengur ekki og málið snýst um.   “Syndin er að þeir trúa ekki á mig”- segir Jesús.   Orð hans eru viðmið dómstólsins.  Manneskja sem deyr í synd sinni fer þangað sem andaverur vonskunnar eru.  Trúin á Krist leiðir okkur þangað sem hann er og þangað sem ljósið skín og birta öll á heima.  Þar vil ég enda og líka enda en ræð engu um álit þitt að þessu leyti.  

Nú sjáum við og skiljum betur að ekki eru öll okkar verk neitt sérlega gagnleg en höfum þó sinnt gegnum tíma okkar og tíð.  Það er náðin og miskun Jesús ein sem í fyllingu tímans dregur okkur til Krists og staðarins sem okkur er ætlaður í ríki Guðs á himnum.  Lofum Jesús einan.  Amen.

  1. febrúar 2024.

Merkilegt með Íslendinga að þá virðast þeir blessaðir ávallt þurfa að spenna boga sinn í hverju máli fyrir sig til hins ítrasta og að vera með nánast engan sveigjanleika í neinu hjá sér er kemur að rekstri.  Svo í það minnsta er að sjá því í hvert sinn sem eitthvað ætlar að bjáta á í venjunum og hefðunum og málin ganga ekki lengur samkvæmt vana og venjum skulu menn grípa til ráðstafana og eitthvert “Úlfur úlfur”- hróps þó að enginn úlfur sé í grennd og angri engan mann.  Einhvern veginn virkar þetta svona á mann og kom þetta til hugar er uppsjávarveiðiskipið Börkur NK 123 og með honum í för er Beitir NK tóku sig út úr og sigldu til Írlandshafs sem tekur skipin þrjá sólarhringa að fara áður en þau geta hafið veiði á kolmunna á þessu svæði.  

Að vísu eru ekki miklar líkur á í þessu landi að loðnuveiði verði hafin á þessari loðnuvertíð en menn lifa enn í voninni um að nýtanlegt magn af sílinu finnist fyrir loðnuveiðar.  Allavega finnst manni eðlilegt að yfirvöld landsins slái fyrst loðnuvertíðina af með formlegum hætti áður en útgerðin grípur til neyðaraðgerða á borð við þær að senda skip sín til veiða í öðrum löndum.  Þetta fyrir mér er nokkuð skýr mynd af að vera með rekstrarbogann þandan til hins ítrasta og fátt og ekkert megi út af bera og fyrir mér nokkuð skýr mynd af að hafa bogann til hins ítrasta spenntan. 

Oft finnst mér það vera Þrándur í götu verkferla Íslendinga, íslenskra fyrirtækja, sem er þessi óþolinmæði sem grípur rekstraraðila og hugsunin um að rætist ekki fljótt úr að þá sé bara allt búið nema við gerum eitthvað sjálfir og gerum eitthvað strax. “Strax veikin”- er vond veiki og verri að því leyti til að við henni er engin lækning til.  Mér vitanlega alltént.  

En hvað um það að þá munu þessi tvö íslensku fiskiskip komast á Írlandsmið, dýfa trolli, fylla lestar sínar kolmuna og líklega sigla með aflann til heimahafnar skipanna og vinna þar.  Ég veit ekki með kolmunna hvort hann fari til manneldis eða sé allur bræddur.   

Það sem ég er að tala um hér er að enn er ekki búið að slá af loðnuvertíðina í ár þó að líkur séu ekki miklar á að nægt magn af loðnu finnist sem gefi ástæðu til að gefa út kvóta á flotann.  Í gegnum tíðina höfum við séð að loðnan er brellinn fiskur og svolítið óútreiknanlegt kvikindi.  Einnig er einkennilegt hversu fljótt menn grípi til vonleysis sem taka vill öll völd og knýja menn til ítrekaðra skjótra aðgerða.  Allt, eins og ég sé málið, vegna þess hversu mjög við erum með bogann spenntan og grípum skjótt til þessara íþyngjandi og niðurdrepandi áhyggja út af öllu og engu.  Enginn hefur tíma til að bíða stundarkorn, sjá til hvernig fari og það allt og grípa þá til aðgerða.   Ekki er samt svo að skilja  að menn reki ekki sín skip eins og eigendum þóknast hverju sinni en það breytir ekki því að mönnum er heimilt að tjá sig um svona mál.  Enda eru margir áhugasamir um íslenskan sjávarútveg.

Eitt merkið til okkar mannanna um matarskort í höfunum er þegar úthafsdýr, eins og hvalur, fer að sjást upp við landsteinana og á áður óþekktum svæðum.  Hafi skepnan ekki nóga fæðu fyrir sig er næsta verk hennar að færa sig til og kanna önnur svæði og að birtast á öðrum stöðum en venjulegt er.  Með þeim hætti er þetta og engum öðrum.  Allt sem lifir þarf sína fæðu.  

Í Hafnarfirði fyrir fáeinum vikum sáust hvalir í Hafnarfjarðarhöfn.  Sjálfur man ég ekki eftir hval í Hafnarfjarðarhöfn á minni ævi en fæ nú um stundir nokkuð reglulegar fréttir um þá þó að elstu menn í þessu landi minnist þess ekki á sinni ævi að slíkt hafi áður skeð á þessum slóðum og eða sumum öðrum slóðum hérlendis.   Og af hverju eru þeir þar á ferli?  Það liggur fyrir að  er vegna fæðu sem þeir urðu varir við þar sem bendir til að ónóg fæða fyrir þessar risavöxnu skepnur þar sem þær venjulega hafast við á þessum hefðbundnu hvalaslóðum á hafinu og rekur neyðin dýrið af stað til að kanna aðrar slóðir en þessar venjulegu.  Munum!  Sama og ekkert er orðið veitt af hval.  Þessum árangri hafa hvalavinir náð og sett ójafnvægi á náttúruna. 

  1. febrúar 2024.

Hvað er mál málanna?  Um hvað skal líf mitt snúast?  Stórt er spurt og er einnig spurning sem að líkindum oftsinnis hefur verið borin fram og af öllum lifandi mönnum og menn velt henni fyrir sér og gert af mismunandi alvöruþunga.  Þetta er eðlilegt því lífið er bara og við eitt og sérhvert mitt inni í þessu lífi okkar.  

Margt er það sem gæti leitt huga manna og kvenna örlítið lengra og áfram inn í þetta mikilvæga mál því mikilvægt hlýtur að teljast fyrir hvern einstakling að velta fyrir sér og ígrunda og fá einhvern botn í og hugsa málið upp á nýtt með spurningu á borð við:  Til hvers er ég í þessu lífi mínu?  Ég streða.  Ég þéna.  Ég kaupi.  Ég eignast.  Ég ferðast.  Ég elda og borða.  Ég legg til hliðar af laununum. Hef stundum áhyggjur.  Leiðist stundum.  Finn til reiði.  Finn til ótta.  Finn til kvíða rétt eins og allir menn gera.  Ég burðast oftar með þetta en ég sjálfur kæri mig um á ferð minni um þetta ágæta líf mitt.

Ég hef séð menn leggja til hliðar og gera sér sjóð til elliára og spara, sem er gott, séð þá byggja yfir höfuð sitt og fjárfesta í steinsteypu og fylgjast með hvernig eignin stendur sig á fjármagnsmarkaðnum og verða af slíkri uppgötvun kot roskna.  Ég hef horft á menn eignast nýjan bíl úr kassanum, eins og þetta var kallað hér í eina tíð, og svo sem stolta aka um á sínum nýja bíl og láta aðra vita muninn á nýjum bíl og einhverri notaðri bíldruslu.

Ég hef líka séð fólk á besta aldri veikjast, missa eðlilegan kraft í líkamanum til að sinna daglegum verkefnum með þeirri reisn sem krafist er og á endanum falla frá langt fyrir aldur fram vegna sinna langvarandi veikinda með samt alla sína útlimi heila en þó bæklaða vegna sjúkleikans í líkamanum sem hindraði fólk þetta árum saman að gera allar hreyfingar sem heilbrigðum mannslíkama er ætlað og fer létt með, væri ástand hans eðlilegt og allt í sínum eðlilega farvegi. 

Ég hef fylgst með mönnum gegnum bækur, myndbönd og með öðrum hætti sem börðust um á hæl og hnakka og veit að þetta fólk náði töluverðum árangri og fór hátt á segjum sviði stjórnmála og komst í stöðu alræðisins í landi sínu.  Ég fræðist um þá og sé þessa menn fara mikinn og orð frá þeim umbreytast í lög í sínu landi og allt á eftir hrynja eins og spilaborg og þá sjálfa falla í valinn og umheimurinn keppist við að gleyma verkum þessara manna.  Einnig hef ég séð þvæluna halda áfram og menn og konur höggva í sama knérunn í von um aðra niðurstöðu en hana sem þá fékkst.  En hvernig á slíkt að geta gerst með beitingu nákvæmlega sömu aðferða?  Stemmir ekki.  

Allt svona og meira til höfum við fyrir framan augu okkar án þess kannski að veita svo mikla athygli því hvert og eitt lifir lífinu sem hver og ein manneskja velur fyrir sig sjálf að lifa. 

Vandinn er að fólk sér ekki alltaf sinn raunverulegan tilgang með fæðingu sinni og lífi.  Sér ekki að fæðingin er til að lúta vilja lifandi Guðs frá vöggu til grafar og eignast miskunn og náð Jesús. 

Fólk svo sem gerir plön um að gera þetta og hitt í lífinu.  Sumir láta drauma sína rætast og uppskera fræðslu af ferðalögum sem þeir stefndu á og ná marki.  Fólk sem víða hefur farið eignast fullt af reynslu en ekki eilífa lífið sem Kristur einn gefur.   Hvernig sem líf okkar er og hefur verið munum við öll standa andspænis einu.  Dauðanum.  Dauðinn hirðir alla og hvort sem er ríkan og/eða fátækan, hinn eignamesta og manneskjuna sem á aðeins fötin sem hún klæðist.  Öllu fólki er úthlutað sömu stærð af skika í kirkjugarðinum með ekkert með sér.  Allur gróði lífsins er skilinn eftir fyrir aðra manneskjur að nýta og nota.

 Og hvað segir ekki Davíð konungur?  Postulasagan. 2. 25 (a). “Því Davíð segir um hann:  Alltaf hafði ég Drottinn fyrir augum mér.”-  Jesús er málið.  Hann er viskan.  Amen.

 

 

 

 

23. febrúar 2024. (b)

Ég man að ég eignaðist plötu Bob Dylan, Slow Train Coming, og fannst það afskaplega áhugaverð hljómplata.  Hafði áður lítið hlustað á söngva hans en auðvitað heyrt nokkra laga hans.  Í mest þá útvarpinu.  Á þessari plötu kveður við svolítið annar tónn en verið hafði hjá herra Dylan og margt afskaplega fágað og fleiri en ég þeirrar skoðunar.

Á þessum árum var kristin trú ekki til mikillar umræðu hjá manni þó að síðar hafi hún verið það.  Þar sem ég skil lítið í ensku og geri ekki enn tengi ég aldrei þessa plötu við boðskap Jesús en er sagt frá þessu síðar og eftir að ég er kominn inn fyrir dyr kirkjunnar, þar sem ég er enn.  En það allt skeði nokkrum árum eftir að maður fyrst heyrði þessi ágætu lög.

Á þessum árum stundar maður enn sjómennsku og er á skuttogara.  Eins og oft áður tók maður með sér um borð áteknar kassettur og skellti þessari kassettu einn daginn í segulbandstækið í borðsalnum á toginu.  Þar sat þá einn vélstjóri skipsins og drakk kaffi og spyr mig eftir nokkra hlustun:  

“Fín plata.  Hver er að syngja?”  

Kvað ég manninn vera Bob Dylan og platan eina af nýju plötum kappans.  En samt ekki þá nýjustu með honum á þeim tíma:

"Ég vissi ekki að hann gæti samið lag sem hlustandi væri á"- segir hann þá.

Mig minnir að álit vélstjórans hafi breyst eftir að hafa hlustað á þessa tilteknu hljómplötu og alveg eins og skeði í mínu tilviki.  

Margir telja hljómplötuna Slow Train Coming vera eina af hans allra bestu plötum en nokkuð ljóst að ekki féll stefna hans og umsnúningur í góðan jarðveg allra fyrri aðdáenda Dylans.  Það er vandlifað í þessum heimi.  Víst er um það.

Og enn 2024. er Bob Dylan að.

24, febrúar 2024.

Þegar ég fór að skoða betur upprifjun mína um ágætan Dylan rifjaðist upp fyrir mér að umrædd hljómplata kappans er ekki Slow Train Coming eins og mig minnti heldur platan sem kom út á undan henni að nafni Street Legal 1978.  

Ekki er alveg víst að platan hafi verið keypt 1978, ég held reyndar ekki.  Stundum kom fyrir að maður kíkti við í hljómplötuverslun og gramsaði í plöturekkum og keypti sér eina og tvær LP-plötur fyndi maður eitthvað sem vakti manni áhuga og eða maður vildi kanna innihaldið eitthvað betur.  Ekki var nú alltaf sem maður bar heim með sér nýjustu eintökin.  Allur gangur var sem sagt á. 

Á þessum tíma hef ég litla og enga skoðun á verkum herra Dylans.   Álitið gerbreytist eftir Street Legal hljómplötuna.

Á þessum árum, 1982-1983, eitthvað svoleiðis, er þetta á sér stað, voru grúi hljómplötuverslanir starfræktar á stór- Reykjavíkursvæðinu og víða um land og plöturnar í hundraða tali sem hægt er að velja úr og fara með heim og hlusta á.

Ég var með þann háttinn á að kaupa plötu, stundum nokkrar í einu og jafnmargar snældur, oft 45 mínútna langar, sem er sirka lengd venjulegrar LP hljómplötu í þá daga og hafa þær þar. 

Háttvirtur annar vélstjóri skuttogarans, ágætis náungi, man ég, hafi þá hrifist af Street Legal- hljómplötunni með Bob Dylan frá árinu 1978 en ekki Slow Train Coming og leiðréttist þetta hér með.   Mig minnir að ég hafi verið að leysa einhvern hásetann af á skipinu í einn eða tvo túra. Það skeði ekki oft en kom fyrir. 

  1. febrúar 2024.

Dagurinn?  Hann er nýr á hverjum degi.  Hjá sumu fólki er hann dagur nýrrar byrjunar, nýrra áætlana, nýrra takmarka og þetta og hitt.  Svo öll tískuorðin séu notuð.  Átak hér, annað átak þar.  Fátt breytist.  Ekkert gerist fyrr en ákvörðun mín og þín fylgir með og hana tek ég sjálfur og enginn fyrir mig.  Einfalt.  

Það er fyrst og fremst með ákvörðuninni sem vænta má breytinga.  Að öðrum kosti mun að öllum líkindum fjara undan hjá fólki og það hjakkar áfram í sama farinu og kemur með sjálfa sig aftur á sama stað.  Hér er sögð gömul saga og ný.  Verkefnið er hrein tímaeyðsla.  Við áttuðum okkur ekki á að yfir erfiðan hjalla væri að fara.  Og sá erfiðasti af öllum öðrum erfiðum hjöllum er okkar eigin afstaða til mála, vana og venja sem við höfum tileinkað okkur en sjáum þó engan vanda liggja í þessu fyrir okkur.  Og hverju ætti að breyta þegar ekkert amar að? :  

“Við reyndum”- segjum við og gleymum að nefna síðari helming svarsins, sem er: “En höldum ekki út og springum því á limminu.”- 

Orðin “Við reyndum þó”- eru með lélegri afsökunum sem hægt er að finna þegar rétt svar í flestum tilvikum er: - “Segjum sjálfum okkur sannleikann.”-  

Hjá obba manni er úthald allt á skornum skammti.  Við segjum, við viljum, en gerum ekki það sem er rétt vegna þess að vanafestan er öflugt tæki og er oft smurð uppgjafahuga sem ræður meira en við hugum.  Niðurstaðan er kunnugleg.  Við látum hendur fallast og setjum upp mæðusvip með alla von úti um að eitthvað breytist.  Hjartað er dáið og einnig vonin.  Að gefast upp kunnum við betur öðru.  Uppgjöf þarf ekki að kenna.  Horfðu upp og á lífið.  Uppgjöfin er í öðru hvoru horni af aðeins einni ástæðu.  Ákvörðunin um að breytast í alvöru fylgir enn ekki með og því fer sem fer og hjakk í sama fari verður viðvarandi ástand.  Fólk sem sjálft þekkir hvað sé að taka ákvörðun veit um hvað hér sé verið að tala en hinir ekki.  Það á ekki reynsluna.  

Manneskja sem tekur ákvörðun fer í verkefnið með aðra hugsun.  Er af stað var haldið horfir hún á endalok verkefnisins og gerir þegar í upphafi ferðalagsins, sem að þessu sinni endar ekki í ruslatunnunni eins og mörg gerðu á undan heldur sem góður ávöxtur lífsins.  Þetta skiptir sköpum.  Nú blasir við ný sýn á eigið líf og fullvissa um að í þessum farvegi muni allt haldast.  

Að snúa við og detta á nýjan leik inn um dyr vesældar og sjálfsvorkunnar er ekki lengur inni í myndinni.  Allt þetta sannast sagna hvarf með ákvörðuninni sem tekin var og fullvissunni í hjarta að þetta mál væri senn að baki.  Fimm árum síðar var það í höfn og hefur haldist þar frá þeim tíma.  Allt af afli eigin ákvörðunar.  Um afl hennar þarf miklu meira að tala og kenna en oftast nær hefur verið gert því að ákvörðun manneskju fer í hjartað, trúarhjartað, þar sem allar breytingar eiga sér stað hjá manneskju. 

Nú veit hún, og meira.  Hún er orðin fullviss um að þessar nauðsynlegu breytingar sem hún vænti séu komnar og þegar í hendi og að sigur fyrir sig hafi strax unnist með ákvörðuninni um að takast á við verkefnið í algerri fullvissu um fullan sigur og að sigurinn sé raunverulega þegar í hendi og áður en þetta og hitt verkferlið fór af stað og að núna muni hún horfa framan alvöru breytingar fyrir sitt eigið líf.  Breytingar eru mögulegar.  Sumir vita að svona sé þessu farið vegna þess að hafa sjálfir upplifað og gert jafnvel  ítrekað og þekkja á eigin skinni einn og annan vondan stað.  Fólk vill vel en hefur fæst úthald til að klára.  Þar kreppir skóinn.  

Nú hefur hugarfarið breyst og menn farnir að horfa til árangursins og sér þegar fram undan nýjan veg sem viðkomandi veit að hann muni eftirleiðis fara.  Haldist markmið og úthald ekki í hendur er næsta víst að allt hjá manneskju falli aftur á sama veg.  Er þetta ekki annars lífið sem flestir geta tekið undir að sé, horfi þeir og þær í eigin barm?  Ég tel svo vera. 

  1. febrúar 2024. (b)

Ef áhrifamestu einstaklingar tuttugustu aldar eru dregnir fram blasir við að afskaplega erfitt væri fyrir slíka samantekt að undanskilja fjórmenningana frá Liverpool, þá John, Paul, George og Ringo frá slíkri samantekt.  En þessir menn eins og vitað er skipa hljómsveitina The Beatles sem starfaði í um tíu ár og á árinu frá 1960 til ársins 1970 og gaf út hvað tólf hljóðvershljómplötur sem ekki bara heilluðu ungan mann og unga stúlku hvar sem þetta fólk bjó í veröldinni heldur spannst kringum sveitina bylgja sem reis hærra öðrum bylgjum sem stigið hafa hér í heimi en er að því leyti ólík öllum öðrum bylgjum sem risið hafa, og þær eru líklega óteljandi.  

Bylgjan sem reis af veru Bítlanna hefur frá þessum tíma verið mismunandi ágeng og alltaf inn á milli náð að vekja á sér athygli og það hefur hún gert nokkuð reglulega gegnum tíð og tíma og sagt við gamla og nýja aðdáendur:  

“Hæ fólk.  Hér erum við og þið, kæru aðdáendur, eruð enn á ykkar stað.”

Maður spyr sig og aðra hvort einhver okkar muni annað eins á sinni ævi?  Ég tel mig vita svarið og að svarið sé:  

“Nei, svo er ekki.  Þetta er einstakt í allri heimssögunni”- 

Tími The Beatles var fyrir þá sem þá aðhylltust tími má segja eintómrar skemmtunar og eftirvæntingar og spennings og hver hljómplata sem þeir gáfu út eftirvænting og áhugavert innlegg inn í tilveruna sem þá gilti í degi flestra sem þá voru ungt fólk og enn ofuráhrifagjarnt eins og oft einkennir viðbrögð ungs fólks. 

Mörg hundruð bækur hafa verið gefnar út um þessa stráka og verk þeirra sem tónlistarmanna.  Menn flokkuðu hljómsveitina niður og mátu stöður þeirra misjafnlega háar en voru þó allir sem einn sammála um að enginn þeirra mætti yfirgefa sinn stað í sveitinni og ef það gerðist að þá væru þetta ekki lengur Bítlarnir og eitthvað allt annað.  Með þessum hætti var nú mórallinn í kringum þá blessaða.  

Að starfa undir slíkri áþján er engum gott  og eina leiðin til að losna undan kvöðinni að leggja bandið hreinlega niður.  Sem og var gert í 11. apríl 1970 og birtist í Morgunblaðinu á síðu tvö í blaðinu þann dag.  Skoðum það: 

„McCartney hættir með Bítlunum London 10. apríl. AP - NTB.

Bítillinn Paul McCartney tilkynnti í dag, að hann hefði ákveðið að hætta í bráð og lengd öllu samstarfi við Bítlanna, en vissi ekki nema hann endurskoðaði þessa afstöðu sína.“

Fréttin lét ekki mikið yfir sér í blaði dagsins.  Áhrif hennar sumpart og niðurstaða eru enn í dag.

Enn berast fregnir um að menn vilji gera þessari margsögðu sögu The Beatles skil og birtist þetta í frétt í Mbl. 22. febrúar 2024 þar sem segir að verið sé að gera fjórar kvikmyndir um ævi einstaklinganna sem skipuðu þessa frægustu sveit veraldarsögunnar.  Sem sagt.  Ein kvikmynd verður tekin upp um hvern og einn einstakling The Beatles.  Af hverju menn fari út í verk hvað varðar sögu sem gengið hefur í áratugi og hverju sé við hana að bæta má vitaskuld spyrja sig en breytir ekki því að enn hefur fólk yndi af þessu efni og nægur markaður fyrir það.  

 

 

 

 

  1. febrúar 2024.

Eitthvað virðast menn nú vera farnir að breyta hugsunum sínum varðandi vá hamfarahlýnunarinnar sem spáð var og margt og mikið sagt um og fullt af fólki espaði upp sem greip til ótta af hugsuninni um að þetta væri bara allt að vera búið.  Voru viðbrögð fólksins svo sem það sem flutningsmenn vildu ná fram því ósköpin öll liggur á að koma skikki á hamfarahlýnunina og vinna bug á henni hratt og vel í von um að þjóðir heims ljúki upp fjárhirslum sínum og segi við Vísindin:

“Gjörið svo vel.  Hér er þetta.  Notið allt sem þið þurfið af fjármagni og kannið málið ofan í kjöl og gefið þjóðunum ráð um hvað þær geti gert.  Bingó!  Einfalt!  Málið var afgreitt.”-   

Sem sagt að þá espar yfirlýsing Evrópusambandsins upp fullt af fólki í heiminum sem skyndilega sér dyr eina af annarri lokast á nefið á sér og fær sumt móral af því að setjast inn í gömlu vel notuðu bensíndrusluna sína til margra ára og aka til vinnu sinnar eins og verið hefur meginpart ævinnar.   

Rafmagnsbíllinn er talinn verkið og svar við spurningunni, hvað til bragðs megi grípa og hvað gangi til að sporna við þessari þarna svakalegu hamfarahlýnun sem bjargar málum og geri lífið á jörðinni aftur að kosti með sínum vörnum og væntingum.  Tekinn var skurkur í að framleiða rafbíla á færibandi og tugir og hundruð af þeim keyptar til landsins á skömmum tíma án þess að ríkið skattleggi fyrsta kastið þessa tegund bifreiða til fulls.  Allir vildu vera með í að bjarga heiminum frá þessari óskaplegu hamfarahlýnun.  Og vísindin gerast kampakát.  

Í það skjól virðist vera að fjúka í með aðgerðum yfirvalda sem tóku gildi um síðustu áramót, var það ekki annars? , og birtist rafbílaeigendum í sérstöku kílómetragjaldi á hvern ekinn kílómetra rafbíls.   Ég skil reyndar ekki hví ríkisvaldið vilji leggja kílómetragjald á sérstaklega rafbifreiðar.  Af hverju þá ekki allar gerðir bifreiða.  Ekki svo að skilja að hér sé mælt með slíkri gjaldtöku.  Er enda nóg komið af öllum mögulegum og ómögulegum gjöldum af bifreiðum landsmanna?  

Að framleiða rafbíla er engin nýlunda hér í heimi og hafa þeir lengi verið fáanlegir með einvörðungu rafmagni sem sinn orkugjafa eða þessu er blandað saman í bæði eldsneytisafl og rafafl og svissað þarna á milli með einföldum hætti yfir á hefðbundnara eldsneyti.  Ég þekki málið ekki sjálfur og hef hvorki ekið ekta rafbíl né átt slíkan farkost en veit að hafa nú í nokkurn tíma verið fáanlegir og að sumar bifreiðar séu að hluta til rafbílar og aðrar að öllu leyti knúnar rafmagni.  Þetta var ágætis lending.  

Að sjálfsögðu var farið í verkið með látum og löngu á undan aðstöðunni sem þarf til að hlaða þessa bíla rafmagni og er svolítið séríslensk aðferð við sumt hér með innflutningi grúa rafbíla sem myndu slá all hressilega á þessa hamfarahlýnun sem ku vera.  Mörgum spurningum er enn ósvarað um þetta einkennilega og sérstaka mál.  Biblían lýsir þessu með öðrum hætti og sem hver maður sem vill getur kynnt sér:

  1. Mósebók 8. 20-22.  

“Þá reisti Nói Drottni altari, tók af öllum hreinum dýrum og af öllum hreinum fuglum og færði brennifórn á altarinu.  Og Drottinn fann sætan ilm og sagði í hjarta sínu:  „Eigi mun ég framar leiða bölvun yfir jörðina vegna mannsins þótt hneigðir mannsins séu illar, allt frá æsku hans, og upp frá þessu mun ég ekki framar gereyða því sem lifir eins og ég hef gert.

Svo lengi sem jörðin stendur skal hvorki linna sáningu né uppskeru, frosti né hita,sumri né vetri, degi né nóttu.“- 

Á þetta fyrirheit Drottins mun ég trúa og fullkomlega treysta og segi fullum fetum að Guð Faðir eigi síðasta Orðið í þessu máli.  Jesús lifir!  Amen.

  1. febrúar 2024.

Trú er eitt og að sjá annað.  Sá sem sér þarf ekki á trú að halda.  Hann veit það sem hann hefur augum litið og efast ekki.  Enda fyrir honum áþreifanleg staðreynd.  

Trú virkar ekki svona og birtist manneskju með öðrum hætti.  Eitthvað innra með henni sjálfri staðfestir vissan sannleika sem hún efast ekki lengur um og sér eins og augu hennar væru að horfa á einhvern fastan hlut.  Það er þarna sem trúin á Jesús verður fólki að jafn miklum raunveruleika og fjallið Esja er á öllu stór- Reykjavíkursvæðinu og víðar.   

Vont er fyrir manninn þegar hann missir trú sína og neitar öllu sem hann getur ekki með beinum hætti snert á eða þreifað á.  Slíkt fólk fer auðveldlega í uppreisn og vaknar oft upp hjá efi og tortryggni.  Sumt fólk kennir þessa leið og segir hana betri en að trúa blint.  Maður sem velur svona leið nær aldrei nokkrum árangri í að skilja trú, ná að lifa trú.  Með öðrum orðum:  Hann bendir á kosti þess að tortryggja og treysta engu.   Slíkt er ekkert líf og í sumu botnar maður ekki.  Sem er annað mál.

Ritningin þekkir málið.  Skoðum það:

Jóhannesarguðspjall 20. 24-25.  

“En einn af þeim tólf, Tómas, nefndur tvíburi, var ekki með þeim þegar Jesús kom.  Hinir lærisveinarnir sögðu honum: „Við höfum séð Drottin.“

En hann svaraði: „Sjái ég ekki naglaförin í höndum hans og geti sett fingur minn í naglaförin og lagt hönd mína í síðu hans, mun ég alls ekki trúa.“- 

Kunnugleg staða einstaklings og svo að sjá að Tómas blessaður sé sá eini í hópnum sem ekki trúir orðunum um að Jesús sé risinn upp frá dauðum né að María hafi þegar hitt hann upprisinn.   Tómas bregst ókvæða við og reiðist vegna orða fólksins og gefur út sterka yfirlýsingu þar sem hann talar yfir hausamótum fólksins.  Ekki er neitt annað að sjá en að fokið hafi í kall og að honum hafi mislíkað bullið “í fullorðnu fólki.”-  Við sjáum bróður sem á eftir að læra lexíu sína um hvernig sumt virkar.  Ég held að hann hafi skilið betur hugtakið trú eftir þetta atvik en verið hafði á undan, að við förum varlega í að dæma orð Tómasar.  Skoðum þetta betur:

Jóhannesarguðspjall. 20.  27-29.

“Að viku liðinni voru lærisveinar hans aftur saman inni og Tómas með þeim. Dyrnar voru læstar. Þá kemur Jesús, stendur mitt á meðal þeirra og segir: „Friður sé með yður!“  Síðan segir hann við Tómas: „Kom hingað með fingur þinn og sjá hendur mínar og kom með hönd þína og legg í síðu mína og vertu ekki vantrúaður, vertu trúaður.“

Tómas svaraði: „Drottinn minn og Guð minn!“

Jesús segir við hann: „Þú trúir af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir sem hafa ekki séð og trúa þó.“-

Við sjáum viðsnúning í hjarta Tómasar sem Kristur mætti með orðunum:  “Sælir eru þeir sem ekki hafa séð en trúa þó.”- Hann setur fram gríðarlega mikilvæga setningu sem algerlega staðfestir að trú er ekki blekking heldur geta manns til að sjá staðreyndir gegnum trú sína eina.  Og trú manns er þetta og nær í veruleika Tómasar takmarki og að opna andleg augu sem áður voru lokuð en eru nú opin.  Ég tel að skilyrði trúargöngu Tómasar séu eftirleiðis aðrir en var er hann mætti hópnum og reiðist ósköpin öll.  Að sjá er þetta að vaxa í trú.  Þar getum við öll verið.

  1. febrúar 2024.

Mynd af samfélagi hinna kristnu finnum við í ritningunni.  Og enn og aftur staðfestir hún fyrir okkur áreiðanleika orðsins og hversu mjög það er nákvæmt er kemur að öllum lýsingum á því hvernig kristnir menn og konur eigi að stunda sitt trúarlíf í Jesús nafni og hvað það merkir að taka sig frá hvort sem er til bæna eða út úr amstri hversdagsins til að eiga samfélag við annað trúað fólk.  Jesú er sjálfur með þessa aðferð.  Bæði fyrir sig sjálfan og sitt fólk.  Ekkert hefur breyst.   

Jesús þurfti jafn mikið á því að halda fyrir sig að vera innan um aðra trúaða og spjalla við þá um sín hugðarefni alveg eins og hver annar og ég og þú.  Við megum ekki gleyma því hver Jesús er.  Hann var að öllu leyti maður allan tíma sinn hér á jörðinni og þurfti á öðrum mönnum að halda sem styrkti hann sjálfan í trúnni, sem ég reikna með að hafi að mestu leyti falist í verkinu að sjá aðra menn taka við boðskap sínum og að hann hafi uppörvast og fagnað mest yfir þessu atriði.  Fyrir mér lítur málið alltént út með þeim hætti.  Og maður, hver manneskja sem trúir, þarf samfélag við annað trúað fólk og það með reglulegu millibili.  

Kæru vinir!  Kristur var með stað fyrir sig og sitt fólk rétt eins og við eigum okkur okkar stað í dag sem kristni hópurinn hittist á.  Við köllum staðinn kirkju en það er strangt til tekið staðurinn sem guðsþjónustan fer fram í og við, hvert fyrir sig, veljum að sækja.   Á dögum Jesús er annað nafn á staðnum sem hópur Jesú þekkti og vissi að til að komast þangað yrðu þeir fyrst að fara yfir læk að nafni Kedron.  Skammt frá læknum Kedron er grasagarður sem Jesús og menn hans gengu inn í og áttu sína sérstöku stund saman.  Eitthvað segir mér að garður þessi hafi verið afgirt svæði og merkt allan hringinn af girðingu og býst við því að þetta svæði sé þekkt í dag.   Hér er ég einvörðungu að hugsa upphátt  en veit að margur kristni maðurinn og konan hafa gert sér ferð til Ísraels gagngert til að skoða með eigin augum staðina sem Kristur gekk um á og kenndi sín guðlegu fræði.

Nokkuð er ljóst að engir nema þeir sem í kringum Jesús voru þekktu þetta svæði með þessum hætti.  Grasagarðurinn er ekkert annað en þeirra staður til að hittast á og uppbyggjast í sinni kristnu trú.  Að staðurinn hafi verið leyndur öðru fólki segir okkur mikilvægi þess að hvert og eitt okkar fái nægan frið til að rækja sitt samfélag og vita að Kristur sjái sjálfur til þess að þetta náist fram.  En Jesús tekur ekki valfrelsið frá neinu okkar og er ástæðan fyrir því að við “Æ, nennum ekki á stund í dag.”  En þetta tel ég samt vera ástæðuna fyrir að engir nema Jesús og fólkið í kringum hann vissi um þennan hittingarstað þarna við lækinn Kedron.  Heimurinn þá alveg eins og í dag vill ræna frá okkur okkar kærustu helgistundum, samkomunum, og vegna þess að það skilur ekki sjálft mikilvægi slíkra samverustunda.   

Í hóp Jesús er einn “úlfur í sauðagæru.”  Illur maður sem fékk greiðslu fyrir, einhverja smáaura sem þó nægðu til að fá sér í glas fyrir og kíkja á portkonurnar í hverfinu, sem þó skeði ekki.  Júdas iðraðist verk sitt, fleygði frá sér silfrinu og hengdi sig.  Þannig fór nú fyrir honum.  

En Júdas veit hvar hópurinn heldur sig og hvenær tíminn sem þeir eru þar væri.  Er að stundinni kemur drífur hann sig af stað ásamt flokki hermanna og varðmanna frá æðstu prestunum og faríseunum til að handtaka Jesús.  Líklegt er að handsama ætti allan hópinn.  Maðurinn er nefndur Júdas Ískaríot sem við vitum að fylgdi lærisveinahóp Krists frá upphafi.  

Jóhannesarguðspjall. 18. 7-9.  “Þá spurði hann þá aftur: „Að hverjum leitið þið?“

Þeir svöruðu: „Að Jesú frá Nasaret.“ Jesús mælti: „Ég sagði ykkur að ég væri hann. Ef þið leitið mín þá lofið þessum að fara.“   Þannig rættist orð hans er hann hafði mælt: „Engum glataði ég af þeim sem þú gafst mér.“  Aflið sem þarna stormar inn er sundrungarafl sem enn lifir góðu lífi.

 

 

 

 

  1. febrúar 2024.

Jesús hvetur fólk til stunda reglulegt bænalíf og gerir það vegna viðurkenningar á að bæn til Guðs sé manninum mikilvæg.  Það sem Jesús framkvæmir og gerir er okkur óhætt að taka upp.  

Jóhannesarguðspjall.  17. 6-10:  

“Ég hef opinberað nafn þitt þeim mönnum sem þú gafst mér úr heiminum. Þeir voru þínir og þú gafst mér þá, og þeir hafa varðveitt þitt orð.  Þeir vita nú að allt sem þú hefur gefið mér er frá þér því ég hef flutt þeim þau orð sem þú gafst mér. Þeir tóku við þeim og vita með sanni að ég er frá þér út genginn, og trúa því að þú hafir sent mig.

Ég bið fyrir þeim.  Ég hef opinberað nafn þitt þeim mönnum sem þú gafst mér úr heiminum. Þeir voru þínir og þú gafst mér þá, og þeir hafa varðveitt þitt orð.  Þeir vita nú að allt sem þú hefur gefið mér er frá þér því ég hef flutt þeim þau orð sem þú gafst mér. Þeir tóku við þeim og vita með sanni að ég er frá þér út genginn, og trúa því að þú hafir sent mig.

Ég bið fyrir þeim. Ég bið ekki fyrir heiminum heldur fyrir þeim sem þú hefur gefið mér því að þeir eru þínir og allt mitt er þitt og þitt er mitt. Í þeim er ég dýrlegur orðinn. því að þeir eru þínir og allt mitt er þitt og þitt er mitt. Í þeim er ég dýrlegur orðinn.”-  Hér sjáum við nokkuð sem útskýrir veru Jesús á jörðinni.  Jesús kom til að tengja útvalið fólk á jörðinni með beinum hætti við Föður á himnum.  Jesús og orð hans, og trú mín, gerir allt trúað fólk á jörðinni eitt í Kristi.  Kennslan sem hann innti af hendi miðar öll við að réttur skilningur komist á hver faðirinn sé.  Og hann segist ekki biðja fyrir heiminum heldur því fólki sem tekið hefur verið frá fyrir Guð Föður sem með tímanum læri einingu sín á milli og að ganga fram sem erindrekar Jesús á þessari jörð:

“Ég bið ekki fyrir heiminum heldur fyrir þeim sem þú hefur gefið mér”- segir Kristur í bæninni.  Og hvernig skyldi standa á því?  Svar við spurningunni finnum við í Gamla testamentinu.  

  1. Mósebók 3. kafli:  

“Þá sá konan að tréð var gott af að eta, fagurt á að líta og girnilegt til fróðleiks. Hún tók af ávexti þess og át og gaf einnig manni sínum, sem með henni var, og hann át.  Þá lukust upp augu þeirra beggja og þeim varð ljóst að þau voru nakin.  Þau saumuðu því saman fíkjuviðarblöð og gerðu sér mittisskýlur.”- Hér sést orsökin fyrir því að Jesús biður ekki fyrir heiminum heldur fólkinu sem Guð hefur útvalið úr heiminum og ætlað að lifa með sér.  En heimurinn féll.

Að Kristur biðji ekki fyrir heiminum heldur fólki sem Guð sjálfur hefur útvalið úr heiminum.  Takið eftir þessu, úr heiminum, sjáum við að ástæðan er fall þess kerfis Guðs, vegna ákvörðunar manneskja.  Með þessu vali fólksins að þá er raunverulegi heimurinn og skipulag heimsins í einu lagi fellt úr gildi og slegið út af borði.  Sem þá eitthvað sem gangi ekki.  Athyglisvert.  

Ég trúi og sé af þessu orðalagi Frelsarans að Guð Faðir sé í raun og veru ekkert að púkka neitt meira upp heiminn eftir atvikið þarna við skilningstré góðs og ills og að algerlega ný staða hafi á sama andartaki komið upp og ljóst að ekki verði lengur haldið áfram með fyrra plan, og þær allar miklu áætlanir.  Satani var aldrei ætlað neitt hlutverk í verki Guðs í heiminum en kemur sér þar fyrir af veikleika manneskja og gerbreytir öllu fyrra plani lifandi Guðs sem í kjölfarið stokkar spilin að nýju og gefur aftur og eftir að hafa skapað rými fyrir frelsara og yfirflæði sem öllum mun veitast sem trúa á Jesús.  Hann er skilyrði þess að Guð fyrirgefi mistök mannsins.  

Jesús dáinn á krossinum og upprisa hans frá dauðum er ný nálgun.  Meðfram verkinu fæðist fram orðið “trú” sem ofboðslegur máttur fyrirgefningarinnar opinberast í til hinna útvöldu Guðs.   Þetta fólk er fólkið sem Kristur biður fyrir.  Jesús er einstakur og Jesús lifir.  Hann lifir!  Amen.

  1. febrúar 2024.

Mikill akkur er í að eiga Jesús í sínu hjarta og verður augljósari eftir því sem þekkingin á fræðunum aukast og menn gera sér betur grein fyrir um hvað trú í grunninn snúist.  Og þá rennur upp fyrir fólki hvað skiptir mestu máli og hvað minna máli.  Og við sjáum hvað fólk sem er ekki á þessum vegi er í raun rosalega vegavillt.  Fræðin segja okkur meira og sýna okkur ástæðuna fyrir hví fólk er svo rammvillt.  Lestur í Nýja testamentinu eru forréttindi hins trúaða.  Að trúa á Jesús er gild verk í augum Jesús.  Svona talar frelsarinn.  Skoðum þetta:

Jóhannesarguðspjall.  16. 2-4.  “Þetta hef ég talað til yðar svo að þér fallið ekki frá.  Þeir munu gera yður samkunduræk.  Já, sú stund kemur að hver sem líflætur yður þykist veita Guði þjónustu. Þetta munu þeir gera af því þeir þekkja hvorki föðurinn né mig.  Þetta hef ég talað til yðar til þess að þér minnist þess að ég sagði yður það þegar stund þeirra kemur.

Ég hef ekki sagt yður þetta frá öndverðu af því ég var með yður.”- Hér sjáum við forréttindi sem kristnir menn undirgangast og vita hví þau eru í hendi að er fyrst og fremst vegna trúarinnar á Jesú.  Að trúa og að eiga trú sem viðhelst er eingöngu vegna beins samfélags við einstakling að nafni Jesús.  En trúin er ekki allra. “Syndin er að þeir trúa ekki á mig” Jesús:

Postulasagan.  25.  19 b.  “Heldur áttu þeir í einhverjum deilum við hann (Pál.  Innskot mitt) um átrúnað sjálfra þeirra og um Jesú nokkurn, látinn mann sem Páll segir lifa.”- Aftur sjáum við þessi forréttindi sem við höfum aðgang að og sannleikann sem Guð hefur gefið okkur náð til að skilja.   Allt fyrir trúnna á upprisinn Jesús.  

Ofanritað ritningavers vitnar í orð manna sem skilja ekki svona atburðarás neinum réttum skilningi og tala því eins og vantrúin almennt talar.  "Já!"  Vantrúin er enn í dag og talar um einhvern látinn mann að nafni Jesús sem Páll segir lifa og er í hennar augum algert rugl.  Svart og hvít mynd er dregin fram.  Það er hér sem við sjáum hvað skýrast að menn trúarinnar eru með sjálfan sig á öðrum stað í tilverunni en vantrúin.  En þarna vorum við eitt sinn en fengum á tíma náðarinnar aðgang að ljósi Jesús og er ljós sem við þiggjum og við erum flest inni í.  Einhverjir eru farnir aftur yfir til heimsins og dimmu heimsins.  Menn velja sínar leiðir sjálfir.

Að við skulum enn vera við sama heygarðshorn er trúin kom til okkar er af engu nema náð Guðs.  Hvað er þetta annað en skýr mynd af tveim veruleikum og dauða og lífi, fyrir náð og miskunn upprisinn Jesús?  Lífið snýst um ekkert nema trú og að halda í sína trú.  

Ágætu bræður og systur!  Við vitum að Jesús reis upp frá dauðum og lifir í dag.  Þetta gerir þessi beini aðgangur sérhvers trúaðs einstaklings að sannleikanum Jesús.   Orð Jesús eru svar til mín um ákveðna hluti sem þurfa að vera á hreinu.  Enn á ný blasa við þessi forréttindi og ég tek við þessum orðum af því að vita hvaðan þau koma.  Í slíku er gríðarmikill styrkur og í orðanna fyllstu merkingu skera úr um líf og dauða.  Og við gerum sjálfa okkur hólpin og vitum að trúin á Jesús skilar okkur á leiðarenda og efumst ekki.  

Það eina sem fólk þarf er að vera með áherslur sínar réttar.  Að gera verk, umdeilt verk, sem bíður manni í hetjuviðtal í sjónvarpssal er ekki lausnin en nærir ágætlega eigin hégómagirnd.  Að eiga Jesús skilar okkur á leiðarenda en býður engum okkar í neitt hetjuviðtal í sjónvarpssal vegna þess að sá salur hefur engan áhuga á slíku viðtali og lokað leið fyrir slíka rödd.  Og okkur er sama.  Metum við enda meira beint samtal við Jesús í dag.  Sumir sjá hvar forréttindi kristins manns liggja?   Trú er von.  Orð Guðs vegur þyngra mínum orðum.  Jesús lifir!  Amen.

  1. febrúar 2024.

Fljótlega eftir að Jesús byrjar starf sitt við að undirbúa kirkju sína undir það sem koma skal kemur hann inn með grunnatriðin og þau eru afskaplega áhugaverð til skoðunar og lærdóms en flækjustigið er hátt þegar kemur að því að reyna að skilja betur hvað raunverulega er átt við.  Manneskja sem segir:  “Hér er ekki verandi vegna kærleiksleysis”, og fer, skilur ekki réttan kærleiksboðskap Jesús.  Boðskapur elskunnar er kennsla í hvernig við höldum friði okkar á milli.  Já, skilyrðislaust.  Ekki sjálfsagt að það gerist og ljóst að full ástæða er til fyrir Jesús, hann lagði grunn kirkjunnar, að draga þetta mikilvæga kennsluefni fram og láta ganga með kynslóðunum.  Kynslóðirnar koma og fara og hver kynslóð fyrir sig þarf að nema nákvæmlega sömu fræði og menn frumkirkjunnar námu og draga hring utan um mig sjálfan hvað alla elsku áhrærir og garð fólks.  Enginn sem vill ná fullkomleika sleppur.  Hvað sem menn segja er markmið hvers kristins manns/konu fullkomleikinn.  Allir menn vita þó að þangað muni samt engin ná en markmiðið samt göfugt.  Munum!  Margir hafa fikrað sig nær kærleika Krists og hvað sem við öndvert sjáum.   

Alveg er ljóst og liggur fyrir að ég þarf að tileinka mér sömu takta og Jesú talar um og kennir.  Og lifir vitaskuld sjálfur eftir.  Hann er grunnur alls og veit því vel stöðu sína.  Hann er foringinn sem lagði líf sitt í sölurnar fyrir einstakling.   Hópur kristinna manna og kvenna er svolítið önnur hugsun.  Þarna þarf að vera til skýr greining hjá  fólki.  Margir, einstaklingar, saman.  Og til verður hópur kristinna manna og kvenna.  Það er ekkert flókið.  

Jóhannesarguðspjall. 14. 9-12.  

“Jesús svaraði:  „Ég hef verið með yður allan þennan tíma og þú þekkir mig ekki, Filippus? Sá sem hefur séð mig hefur séð föðurinn. Hvernig segir þú þá: Sýn þú oss föðurinn?  Trúir þú ekki að ég er í föðurnum og faðirinn í mér?  Það sem ég segi við yður eru ekki mín orð.  Faðirinn, sem í mér er, vinnur sín verk.  Trúið mér að ég er í föðurnum og faðirinn í mér.  Ef þér trúið ekki orðum mínum trúið þá vegna sjálfra verkanna.”- 

Gott byrjunaratriði hvers kristins manns fyrir sig er að skoða þennan tiltekna texta með sjálfan sig í huga og engan annan.  Í áratugi hef ég gengið með Jesús.  Spurningin Jesús gildir enn fyrir mig.  Og þekki ég hann?  Já, það tel ég mig gera og líka veit mikilvægi þess að þekkja hann vel og skilja vel hvað búa að baki orðum hans.  Sjáum við ekki hvernig við drögum hring utan um einstakling?  Trúin á Krist er hringur utan um mig sjálfan.  Vilji ég vera fyrirmynd, (er sjálfur í nöp við orðið fyrirmynd og spyr mig hvaða fyrirmynd maður sé?)  Ég vinn svona og alveg eins og Kristur gerði og viðurkenni að hann sé mín fyrirmynd og enginn maður en það breytir ekki því að ég met verk sums fólks.  Ekki samt allra.   

Jóhannesarguðspjall. 14. 15-18.  

“Ef þér elskið mig munuð þér halda boðorð mín.  Ég mun biðja föðurinn og hann mun gefa yður annan hjálpara sem verður hjá yður að eilífu, anda sannleikans. Heimurinn getur ekki tekið á móti honum því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann því hann er hjá yður og verður í yður.  Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlaus. Ég kem til yðar.”-

Við sjáum að Kristur með kennslu sinni leggur pottþéttan grunn að verkum framtíðarinnar innan vébanda kirkju framtíðarinnar og allt til okkar daga.  Fólk sem gengst við boðskapinn og lifir boðskapinn er við engri hrösun hætt og hefur skilið hvað Jesús er að segja, það er hringur skilnings utan um sig sjálft af orði Guðs og getur án frekari umhugsunar svarað spurningunni játandi öndvert við Filipus.  Svar hans raunverulega er:  “Nei, herra!  Eiginlega þekki ég yður ekki.  Flærðarlaus elska er allt sem Jesús miðar við í kennslu sinni um kirkjuna.  Eignumst hana.

 

 

 

 

  1. febrúar 2024.

Kristur kom til jarðarinnar sem Guð og að öllu leyti sem maður.  Vilji Guðs hér er að sinn maður reyndi allt sem ég og þú reynum og fái af verkinu eigin reynslu.  Til að skilja er reynslan sjálf fyrir mann mikilvægust.  Enginn veit hvað er að vera við að gefast upp, segjum af langri vinnutörn, nema hafa verið þar sjálfur.  Það er með þeim hætti einum sem fólk fær sett sig í spor annarra.  Farðu á staðinn, vertu á staðnum og alls konar þekking færist þér í fang.  Að heyra og fá með þeim hætti þekkingu kemur ekki í staðinn fyrir að reyna sjálfur.  Jesús reyndi og hefur því meðaumkun með mér.  Hann hjálpar mér út vegna þess að þekkja leiðina út og að vera eitt sinn þar sjálfur.  Þetta gerir allan gæfumun.  Og önnur mynd fæst um hjálpara og huggara.  

Rangt er að fjarlægja Drottinn okkar og frelsara á eigin ögurstund af kannski þeirri hugsun að engir fái skilið aðstæður.  Slík yfirlýsing er ekkert annað en lítilsvirðing á frelsisverkinu.  Augljós vilji Guðs er að sinn maður reyni hvað sé að vera trúuð manneskja í villtum og trylltum heimi syndar. Og Jesús kom.

Enginn efi skyldi kvikna hjá nokkurri manneskju hvað þetta varðar. Ganga Krists um veg trúarinnar var honum með engum hætti létt.  Við vitum hvernig hann sigraði og hvernig hann að lokum hreppir sigursveig að var af einvörðungu þessari skilyrðislausu hlýðni Jesús við vilja Guðs.  Við gerum eins vegna þess að þurfa að breyta með þessum hætti.  Kristur er fyrirmyndin okkar og við vitum af lestri orðsins að hann þurfti að hafa fyrir trú sinni.  Ekki satt?  Öndvert við sum okkar sem með einhverja hætti förum auðvelda leið að marki.  Jesús lærði.  Og hann reyndi.  Sama reyni ég og læri af og held áfram.

Takið eftir einu!  Mikilvægt!   Jesús hóf guðlega starfsemi sína á jörðinni eftir að hafa sjálfur  fyllst heilögum anda í ánni Jórdan er niðurdýfingarskírnin hafði verið framkvæmd sem Jóhannes skírari annast.  Verkið var gert með þessum hætti þó að Jóhannes segði:  

Mattuesarguðspjall. 3.  13-15.  “Þá kom Jesús frá Galíleu að Jórdan til Jóhannesar að taka skírn hjá honum. Jóhannes vildi varna honum þess og sagði: „Mér er þörf að skírast af þér og þú kemur til mín!“  Jesús svaraði honum: „Lát það nú eftir. Þannig ber okkur að fullnægja öllu réttlæti.“ Og Jóhannes lét það eftir honum.  En þegar Jesús hafði verið skírður sté hann jafnskjótt upp úr vatninu. Og þá opnuðust himnarnir og hann sá anda Guðs stíga niður eins og dúfu og koma yfir sig.  Og rödd kom af himnum: „Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á.“- 

Hér birtist mynd af framkvæmd skírnar og hverjir muni framvegis framkvæma hana.  Trúuð manneskja annast athöfnina.  Flest fólk vill að prestur, leiðtogi safnaðar, annist skírnarathöfn að mestu leyti og vana.  Munum!  Hin aðferðin er gild í augum Guðs.  Sem sagt að þá er trú manna gild.  En hér haltra margir.  Þeir eru ekki vissir og kennslan heldur óljós en ætti að fá hvatt fólk beint í grunninn.  Til orðsins.  Þó væri ekki nema til að sjá hvernig Jesús gerði verkið.  Biblían er rétta bókin.  Eigin trú gæti því hvatt okkur þangað.  Alveg eins og Jesús, sem hlýðir orðum föðurins:

Jóhannesarguðspjall. 8. 28.  “Því sagði Jesús: „Þegar þér hefjið upp Mannssoninn munuð þér skilja að ég er sá sem ég er og að ég geri ekkert einn og sér heldur tala ég það eitt sem faðirinn hefur kennt mér.”- 

Sem sagt.  Ég þarf trú.  Trúin sannfærði mig um mikilvægi þess.  Hafi Kristur þurft kennslu föðurins segir sig sjálft að gildir líka fyrir mig.  Munum!  Kristur er hér að öllu leyti sem maður sem fús staðfestir fyrir sínum mönnum að þurfa handleiðslu föðurins fyrir sig og vegna þess að vera maður.  Og að vera maður er ýmislegt.  Allar hugsanirnar sem steðja að.  Endalaus slagsmálin við vilja sinn og það sem maður veit að Guð vill og er togstreita sem Jesús þekkir og gerði verk sem þurfti.  Hér sjáum við mikilvægi aga og trúar starfa saman.  Alveg eins og Jesús.  Að skilja þetta útskýrir með ágætum hvað trú gerir fyrir mig og hvernig trú í hjarta manneskju virkar.  




  1. febrúar 2024.

Jesús á meðan hann gekk enn á meðal okkar hér á jörðinni gefur fyrirskipanir, segjum frekar, kennslu, um það hvernig við skulum umgangast bræður okkar og systur í Kristi.  Þegar hér er komið sögu veit hann að senn muni hann yfirgefa sitt fólk og stíga upp til Föðurins á himnum, eins og Biblían boðar.  Aftur sjáum við að Jesús ætlar ekki að skilja neitt af sínu fólki eftir munaðarlaust heldur gefa niður kennslu sem heldur utan um fólkið til að læra sjálft að virða aðra trúaða.  Hann veit að allskonar muni á dagana drífa sem bæði raskar ró fólksins og fær það til að hugsa og segja allskonar sem engum dytti í hug verandi enn staddur mitt inni í kyrrðinni í kringum sig.  Og stundum er það líka með þeim hætti.  Svo skyndilega er allt breytt:  “Til hins verra”- segjum við.

Skoðum ritningarvers:

Jóhannesarguðspjall. 13. 2-11.  “Kvöldmáltíð stóð yfir. Djöfullinn hafði þegar blásið því í brjóst Júdasi, syni Símonar Ískaríots, að svíkja Jesú.  Jesús vissi að faðirinn hafði lagt allt í hendur honum, að hann var frá Guði kominn og var að fara aftur til Guðs. 4 Hann stóð upp frá máltíðinni, lagði af sér yfirhöfnina, tók líndúk og batt um sig.  Síðan hellti hann vatni í mundlaug og tók að þvo fætur lærisveinanna og þerra með líndúknum sem hann hafði um sig. 6 Hann kemur þá að Símoni Pétri sem segir við hann: „Drottinn, ætlar þú að þvo mér um fæturna?“

Jesús svaraði: „Nú skilur þú ekki hvað ég er að gera en seinna muntu skilja það.“

Pétur segir við hann: „Aldrei að eilífu skaltu þvo fætur mína.“ Jesús svaraði: „Ef ég þvæ þér ekki áttu enga samleið með mér.“  Símon Pétur segir við hann: „Drottinn, ekki aðeins fætur mína, líka hendurnar og höfuðið.“

Jesús segir við hann: „Sá sem laugast hefur þarf ekki að þvost nema um fætur.[ Hann er allur hreinn. Og þið eruð hreinir, þó ekki allir.“  Hann vissi hver mundi svíkja hann og því sagði hann: „Þið eruð ekki allir hreinir.“- 

Hér horfum við á merkilegan þátt á göngunni með Jesús.  Fótaþvotturinn eru skýr skilaboð til lærisveinanna um að læra að vera hvorir fyrir aðra eftir að hann hefur yfirgefið þá og farið til síns staðar á himninum.  Við sjáum hér stórfenglegt verk.  Þó að kannski fari ekki mikið fyrir því við svona fyrstu sýn hefur það töluvert innihald sem ég trúi að allavega sumir þeirra hafi skilið betur eftir því sem á trúargönguna leið og þeir komnir lengra í fræðunum.  Munum!  Nýja testamentið verður allt til sem kennsluefni á meðal þessara fyrstu kristnu manna.  Þeir má segja, bera fyrstir fána Jesús Krist.   Mikil breyting verður á högum þeirra eftir fótaþvottinn og þeir í meira mæli munu þiggja aukinn stuðning frá hverjum öðrum til að komast áfram en var á meðan Jesús er enn með þeim.   Fótaþvotturinn er áhrifameiri táknmynd af samheldni, af vináttu og kærleika til hvers annars en flest annað.  Eftir verk sitt, og Pétur er búinn að skamma Jesús fyrir fótaþvott sinn, segir Jesús:

Jóhannesarguðspjall.  13.  13-17.   “Þér kallið mig meistara og Drottin og þér mælið rétt því það er ég.  Fyrst ég, sem er herra og meistari, hef nú þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hver annars fætur.  Ég hef gefið yður eftirdæmi að þér breytið eins og ég breytti við yður.  Sannlega, sannlega segi ég yður: Þjónn er ekki meiri en herra hans né sendiboði meiri þeim er sendi hann.  Þér vitið þetta og þér eruð sælir ef þér breytið eftir því.”- Leiðtoginn lýtur frammi fyrir þeim svo lágt að þvo fætur fólksins og gefur þeim þá mynd að úr því hann geri verkið geri þeir það líka.   Oft lítum við öðrum augum á leiðtogann sem okkur finnst sjálfsagt að þjóna sjálf að vissu marki.   Við slíku segir Jesús sjálfur þvert nei.  Í 35. versinu segir.  “Á því munu allir þekkja að þér eruð mínir lærisveinar ef þér berið elsku hver til annars.“-  Öll erum við jöfn.  

  1. febrúar 2024.

Kristur talar allt sem þarf að tala til að trú mín fái varðveist í hjartanu.  Fræðslan gengur fram af munni Krists sem er sannorður. Þetta staðfestir trú mína og ég veit um réttmæti þess að fylgja að öllu leyti orðum Jesús.  Margt styður þetta.  Orð ritningarinnar tala um mikilvægi þess að deyja sjálfum sér.  Þarna er engin skipun sett fram né orð á borð við við  "Þú skalt." Þú verður, og þau öll orð.  Af þessu er heimurinn fullur.  Og meira.  Hann er fullur af bindingum og hvers kyns fjötrum á fólk.  Við sjáum útkomuna.  Hver mistökin elta önnur þó að í öllum tilvikum hafi verkin átt að leiða til góðs.  Sumt ofbeldi sem beitt er er til að leiða fram gott.  Ekki satt?  Allt er sett á haus.  Sem einnig er skiljanlegt.  Það er að segja, viti menn hvað á bak við býr.  

Ráð manna duga skammt öndvert við ráð Jesús sem koma fólki alla leið.  Þetta er engin furða því að Orð Guðs er ráðandi afl í þessum heimi.  Allt að endingu mun víkja sem reynir að koma fyrir orðið.  

Í orðinu býr allur kraftur, allur sannleikur vegna þess að orðin sem töluð eru koma út af munni skapara himins og jarðar og eru orð sem ganga aldrei á grunn. Þau verða aldrei dregin til baka.  Svona virkar afl sannleikans og við sjáum að engin ástæða er til að draga hann neitt til baka.  Sannleikurinn heldur velli og getur ekki annað.  En hve oft hafa menn ekki reynt að henda svona ummælum út í buskann og tekið sér í munn orð Pontíusar Pílatusar sem spurði Krist: “Hvað er sannleikur”, og gekk burt.  

Allt viti borið fólk veit að sannleikurinn á undir högg að sækja og gerir aldrei sem nú og kemur fram í umhverfingu sumra verka manna að mann sjálfan rekur í rogastans yfir gerðum verkum eða pælingunum sem í gangi eru.  Og hver er útkoman?  Oftar en ekki óskiljanleg verk.  Slæmt er ef grunnskólinn er orðinn með fremstu stofnunum í þessu landi til að framkvæma óskiljanleg verk.  Engum komi þetta samt á óvart heldur skal vita að lögleysingin sem greint er frá í orði Guðs starfar orðið víða í voru samfélagi.  Engan skal heldur undra þó kvisist út um óskiljanlegt verk sem verið sé að hrinda úr vör grunnskóla eða um verk sem þegar eru komin þar á flot og byrjuð að virka í kerfi grunnskólanna.  Lygin er út um allt.  Ekki er neitt óskiljanlegt með þann sannleika yfir að andaverur vonskunnar vaði um vegna oftast lítillar mótstöðu fólks.  

Skoðum orðið.

Jóhannesarguðspjall.  12.  20-28.  “Meðal þeirra sem fóru upp eftir til að biðjast fyrir á hátíðinni voru nokkrir Grikkir.  Þeir komu til Filippusar, sem var frá Betsaídu í Galíleu, báðu hann og sögðu: „Herra, okkur langar að sjá Jesú.“

Filippus fór og sagði Andrési það og síðan fóru þeir báðir og sögðu Jesú.  Jesús svaraði þeim: „Stundin er komin að dýrð Mannssonarins verði opinber.  Sannlega, sannlega segi ég yður: Ef hveitikornið fellur ekki í jörðina og deyr verður það áfram eitt. En ef það deyr ber það mikinn ávöxt.  Sá sem elskar líf sitt glatar því en sá sem hatar líf sitt í þessum heimi mun varðveita það til eilífs lífs.  Sá sem þjónar mér fylgi mér eftir og hvar sem ég er, þar mun og þjónn minn vera. Þann sem þjónar mér mun faðirinn heiðra.

 Nú er sál mín skelfd og hvað á ég að gera, á ég að segja: Faðir, frelsa mig frá þessari stundu? Nei, ég er kominn til þess að mæta þessari stundu:  Faðir, ger nafn þitt dýrlegt!“

Þá kom rödd af himni: „Ég hef gert það dýrlegt og mun enn gera það dýrlegt.“- Nokkra menn ber að sem vilja sjá Jesús.  Og þeir koma beint til Jesús.  Athyglisvert.  Aðkomumenn sjá ekki bara Jesús heldur heyra orð beint af vörum hans og á eftir orð frá himni um dýrðina yfir nafninu Jesús.  Stórkostlegt.  Hvað á eftir sem þessir menn gera með það sem þeir sjá og heyra.  Eitt er að heyra og annað að trúa.  Að sjá, taka við og lifa sína trú er tilgangurinn.  Förum því alla leið.

 

 

 

 

  1. febrúar 2024.

Að trúa á Jesús gerir mig hólpinn.  Játun mín og trú nægir. Trúin færir mig af stað dauðans og yfir til lífsins.  Jesús er “Upprisan og lífið” eins og hann sjálfur segir við Mörtu systur Lasarusar þegar Lasarus var dáinn og Jesús kominn til sinna manna og kvenna til að fyrst og fremst sýna sínu fólki mátt og dýrð Guðs.  Athyglisvert.  Líklegt er að verkið sem hann er þarna um það bil að vinna hafi aðskilið hann í augum sinna manna og kvenna svo að engin efi varð eftir í þessum hjörtum þarna á staðnum og það komist á hreint á meðal þeirra hver Jesús raunverulega sé.   Ef við lesum textann og heyrum orð Mörtu sjáum við að hún vissulega trúir en skilur ekki enn hvers hann er megnugur.  Dáinn maður er jú dáinn maður.  Af þessari ástæðu mætir Jesús fjórum dögum eftir andlát vinar þeirra Lasarusar til að reisa hann upp frá dauðum.  Allt til að aðgreina sig frá öllu öðru þekktu á þessari jörð.  Nafnið Jesús segir allt sem þarf.  

Og nafnið Jesús og verk Jesús aðskilur hann enn í dag frá öllum öðrum mönnum og verkum og öllum öðrum guðum sem menn falla fram fyrir og vænta eins og annars af en eru ekkert annað en binding og fjötrar sem kenningin kringum þá boðar.  Enda eru engir guðir og Guð einn.  

Eini sanni Guð gefur okkur frelsara sem Biblían staðfestir að hafi nafnið Jesús og að drengurinn sé strax aðskilinn frá öðrum mönnum og fæddur á undursamlegan og yfirnátttúrlegan hátt.  Jesús er Drottinn drottna með allt vald á himni og jörðu til gera hvað sem hann sjálfur vill.  Samt misnotar Jesús aldrei vald sitt og vinnur þau verk ein sem gefur föðurnum alla dýrð og allan heiður.  Sagði hann enda margoft sjálfur að hann ynni ekkert af sjálfum sér og gerði einvörðungu verk sem faðirinn sýndi honum.  Sem sagt verk Krists lyfta upp nafni hins himneska föður.  Allt til að trú mín og þín ekki bara haldist þar sem hún nú er heldur vaxi, eflist og verði meiri.  

Lesi maður texta ellefta kafla Jóhannesarguðspjalls kemur fram trú Mörtu.  Vissulega trúði hún en hefur ekki enn réttan skilning á hver þessi einstaklingur sé sem hún þarna mætir og þekkir líka prívat.  Enn sem komið er horfir Marta á venjulega manneskju með hendur, fætur og höfuð og það allt.  Ekkert meira.   Hún trúir þó að Jesús væri aðilinn sem koma ætti frá Guði, eins og Lögmál gyðinga kveður á um.  Annað en gilti um Faríseanna og þá sem á þeim dögum réðu og ríktu í landi Ísraelsmanna.

Skoðum afstöðu Faríseanna:

“Jóhannesarguðspjall. 11.  41-44.   Nú var steinninn tekinn frá. En Jesús hóf upp augu sín og mælti: „Faðir, ég þakka þér að þú hefur bænheyrt mig.  Ég vissi að sönnu að þú heyrir mig ávallt en ég sagði þetta vegna mannfjöldans sem stendur hér umhverfis til þess að fólkið trúi að þú hafir sent mig.“  Að svo mæltu hrópaði hann hárri röddu: „Lasarus, kom út!“  Hinn dáni kom út vafinn líkblæjum á fótum og höndum og með sveitadúk bundinn um andlitið. Jesús segir við fólkið: „Leysið hann og látið hann fara.“-  Þessi maður hafði, er hér er  komið sögu, verið dáinn í fjóra daga er þessi atburður skeði og komið af líkinu nálykt.  Krafturinn sem gekk út af munni Jesús leysti Lasarus vin þeirra úr greip dauðans.  Öruggt er að Marta lítur Krist öðrum augum eftir atburðinn en á undan honum.  Munum!  Kristur er á staðnum vegna síns eigin fólks.  Ekki vantrúarinnar.  Hún bregst sem fyrr við með öðrum hætti.

Skoðum það:

“Jóhannesarguðspjall. 11.  Æðstu prestarnir og farísearnir kölluðu þá saman ráðið og sögðu: „Hvað eigum við að gera? Þessi maður gerir mörg tákn. Ef við leyfum honum að halda svo áfram munu allir trúa á hann og þá koma Rómverjar og taka bæði helgidóm okkar og þjóð.“- Ótti við innrás Rómverja knúði valdsmenn Ísraels til að taka ákvörðun um að Jesús skyldi líflátinn.

Eins og við munum hófst eldgos á Heimaey í janúar 1973.  Málið er grafalvarlegt en Guði svo fyrir að þakka að gríðarmikill bátafloti Vestmannaeyinga er þann dag allur í höfn er gosið hófst vegna brælu sem verið hafði dagana á undan en komið stafalogn er gosið hefst.  Sama dag, muni ég rétt, tókst að ferja alla íbúa Vestmannaeyja yfir á fastalandið.  

Uppi á landi lifa Vestmannaeyingarnir auðvitað áfram sínu lífi og fylgjast með gosfregnum og baráttu manna við að bjarga því sem bjargað varð í eyjunni og horfa á hús hverfa undir hraun án þess að fá að gert.  Ekkert skemmtilegt en fátt að gera í uppkominni stöðu.  

Flokkar manna voru sendir til Eyja til að hreinsa húsgögn út úr híbýlum fólksins og ferja upp á fastaland og þangað sem eyjamenn komu og tóku eigur sínar.  Minnir að Eyjamenn sjálfir hafi ekki mikið tekið þátt í þessu verki frá Vestmannaeyjum vegna þess að hver og einn Eyjamaður sem kom fór rakleitt til síns eigin bústaðar og týndi allt sitt út úr búinu en var kannski ekki alveg skipulag verkefnis og er ástæðan fyrir því að til voru kallaðir hlutlausir menn til björgunar verkanna.  Allavega heyrði ég söguna svona og veit að í eðli manneskju er að horfa fyrst á sitt eigið.  

Eyjamenn voru sumir á þessum tíma enn ungt fólk og sumt ungt fólk hefur sem vitað er unun af að drekka sig drukkið og að rúnta um í leigubíl milli staða.  Sumir muna þennan tíma og allan leigubíla rúntinn á fylleríi sínu.    

Á þeim tíma hafa landsmenn gríðarmikla samúð með með raunum Vestmannaeyja og taka leigubílstjórar stór-Reykjavíkursvæðisins það ráð að rukka ekki Eyjamenn sem panta sér leigubíl í skutl milli staða.  Aldeilis fínt að sitja í leigubíl sem skutlar manni án þess að greiða Fimmeyring fyrir.  Það gekk svo um tíma.

Aðrir ungir menn voru líka á þessum stað og fréttu þeir um greiðvikni leigubílstjóra í garð Vestmannaeyja og urðu því bara Vestmanneyingar á sínum fylleríum og togarinn sem þeir störfuðu á enn í höfn.  Er skutlinu lauk sögðu þeir:  “Erum úr Vestmannaeyjum”- og skelltu bílhurðinni á eftir sér og hverfa sinn veg með fullu samþykki ágæta bifreiðastjórans.  

En tvær grímur taka að renna á herra leigubílstjóra sem fannst Vestmanneyingum fjölga hreint í ískyggilega hratt á götunum.  Og að því kom að ekki var neitt annað tekið í mál nema hver farþegi greiddi samkvæmt gjaldmæli.

Ég man vel eftir þessu tímabili þó að ekki minnist ég þess að hafa sjálfur notfært mér þessa góðsemi ágætra leigubílstjórastéttar á höfuðborgarsvæðinu né þóst vera úr Vestmannaeyjum er kom að greiðslu en vissi að þetta gerðu menn í einhverjum mæli á sínum fylleríum og togaranum sem þeir störfuðu á en í höfn og þeir sjálfir gallharðir Hafnfirðingar, voru Kópavogsbúar eða hreinræktaðir Reykvíkingar. Menn ganga fljótt á lagið og stundum réttum við ekki fram litla fingur öðruvísi en öll höndin fylgi á eftir.

8. febrúar 2024.
Grindavík. Eldgos. Samúð, áhyggjur með þeim. Skilningur með þeim. Grindavík. Eldgos. Brottflutningur Grindvíkinga. Eldgos. Hraun sem rennur. Eldgos. Kvikuflæði neðanjarðar. Uppsöfnun kviku neðan jarðar. Göng undir jarðskorpunni djúpt niðri myndast sem glóandi hraunkvika rennur um. Eldgos. Hvaða Grindvíkingar koma aftur til baka og hverjir hverfa alfarið frá kaupstaðnum er í deiglunni en ekki samt hjá hinum almenna manni sem heldur áfram með sitt venjubundna líf heldur fréttamiðlum. Þeir segja okkur víst fréttir. Allt eru þó tómar og endurteknar tuggur og enginn friður fyrir. Hvar sem menn eru blasir þetta við. En hví ekki að láta Almannavarnir um allar áhyggjur? Geti þær ekkert gert er í flest skjól fokið?
Alls staðar þar sem fréttamiðill er starfræktur á suðvesturhorni Íslands skal þess getið sem er að gerast á Reykjanesskaga og þessar “Engar fréttir lengur” sagðar eins og enginn sé morgundagurinn. Og meira! Éta upp hverjir af öðrum um að þeir hafi samúð með þessu fólki og segja frá að allar dyr standi Grindvíkingum opnar. Gott samt að hafa samúð með fólki.
Auðvitað miðar maður við sjálfan sig í svona málum og viðurkennir hér með að hafa svo sem ekki miklar áhyggjur af þessu ástandinu í því ljósi að hafa hvort eð er ekkert um málið að segja né neitt einasta ráð um hvernig best sé að gera þetta. Og hverju ræður maður þarna í iðrum jarðar? Byggðin fer eða byggðin heldur velli og svæðið verður fólki óbyggilegt eða ekki. Bæði til í dæminu. Og hverju breyta mínar áhyggjur og/eða mínar væntingar og mínar hugmyndir og vonir þar um? Auðvitað engu því það kemur það sem koma skal. Seinna fáum við að vita allt um hversu tjónið varð mikið af völdum þessara jarðhræringa og hraunrennslis syðra.
Tjónið sem þegar er orðið og eða mun verða er og verður áfram byrði fyrir ríkissjóð að bera og um leið allra skattgreiðenda í þessu landi. Ríkissjóður hvort eð er mun að endingu bera kostnaðinn og ég einnig, að því leyti til að vera einn skattgreiðandi þessa lands sem hefur valið fyrir sig sjálfan að halda áfram sínu daglega og venjubundna lífi hvað sem öllum atburðum þarna úti á Reykjanesskaga líður. Og get ég gert nokkuð annað? "Ég held ekki." Nema að nenna að standa í einhverri hundleiðinlegri meðvirkni sem ég geri ekki lengur né er nokkur þátttakandi í og hef valið fyrir mig að stunda áfram mitt venjubundna og daglega líf. Það get ég vel gert en fátt annað í stöðunni. En menn hafi þetta eins og þeir sjálfir vilja og velja og geri hver fyrir sig.
Skoðum nokkur af orðum Biblíunnar:
“5 Mósebók 8. 17-18. Þú skalt ekki hugsa með þér: „Ég hef aflað þessara auðæfa með eigin afli og styrk handar minnar.“ Minnstu heldur Drottins, Guðs þíns, því að það var hann sem gaf þér styrk til að afla auðs til þess að standa við sáttmálann sem hann sór feðrum þínum eins og hann gerir enn í dag.”-
“Mattuesarguðspjall. 6. 24-31. Enginn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón.
Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufull um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er lífið ekki meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin? Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim? Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn?
Og hví eruð þér áhyggjufull um klæðnað? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna. En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra. Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins sem í dag stendur en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlítil!”- Trúin er það besta sem hver maður fær eignast. Trúin heldur betur utan um fólk þegar ekkert annað að sjá er um það fært.

 

 

 

 

  1. febrúar 2024.

Sumu fólki er illa við allt Auðvald.  Hvað á eftir sem auðvald nákvæmlega er og hvar fjölskyldurnar sjö sem ku eiga mest allt á Íslandi búi.  Allir svona órar manna og kvenna ýta á lögleysingjann um að stíga fram.  Og hann hefst handa við sitt lögleysi og er þegar kominn og birtingarmynd öll hin sama.  Sem sagt.  Lögleysinginn fer ekki að landslögum og hundsar landslög og þverbrýtur landslög, vanvirðir flögg landa og fána landa og fótum treður hefðir og venjur þjóða og hefur sinn eigin geðþótta uppi en berst að sjá fyrir réttlæti í þágu fólks.  Oft fólks sem talið er að megi sín minna.  Lögleysinginn lítur sem sagt út fyrir að vera býsna góður gæi.  Hugmyndir hans um hvernig skuli að farið eru fyrir honum einu gildandi lögin.  Og lögleysingin telur sig hafa rétt fyrir sér í hvívetna og um leið allan sannleika sín megin og viti best hvað sé rétt og hvað rangt og gætir sín á að koma með skipulegum hætti gegn helgum véum þjóða eins og kirkju og kirkjulegu starfi, sem hann til að byrja með fer þó fínt í og veit að tíma tekur að brjóta sumt niður.  Honum mun vitaskuld ekki takast verkið.  Kristur hefur þegar sigrað allt óvinarins veldi.  

Ein aðferð lögleysingjans er að koma gegn löglega kjörnum valdhöfum, valdastofnunum landa, og kirkju.  Þetta eru táknin sem við höfum og eða munum fá um verk lögleysingjans.  Við sjáum að hann er hér í fullu starfi.  

Samkvæmt orðum Biblíunnar er lögleysingin hreinn háski sem allt fólk ætti að ígrunda en gerir líklega ekki vegna þess hversu mjög hefur verið hringlað í fólki og gert reitt.  Og fólk bendir á margt óréttlætið, sem því miður viðgengst.  Allt með tilgangi og til að koma lögeysingjanum að.    

Á að minnsta kosti einum stað talar Biblían um mann lögleysisins. 

Skoðum hvað Biblían segir um lögleysingjann:   

“2 Þessalóníkubréf. 2.  1-4  En að því er varðar komu Drottins vors Jesú Krists og að við söfnumst til hans bið ég ykkur, bræður og systur, að vera ekki fljót til að komast í uppnám eða verða hrædd, hvorki þótt vísað sé til andavitrunar né einhvers sem ég á að hafa kennt eða skrifað um að dagur Drottins sé þegar fyrir höndum.  Látið engan villa ykkur á nokkurn hátt. Ekki kemur dagurinn nema fráhvarfið komi fyrst og maður lögleysisins komi fram, sonur glötunarinnar, sem setur sig á móti Guði og hreykir sér yfir allt sem heitir Guð eða helgur dómur, sest í musteri Guðs og gerir sjálfan sig að Guði.”- Að öllu þessu er stöðugt unnið og er lögleysinginn þegar byrjaður að starfa.  Eitt merkjanna er að hann fer ekki að neinum gildandi lögum og telur sig ekki þurfa og heldur sínu striki.  Guð gefi okkur augu til að sjá og eyru til að heyra og meta út frá orði Guðs.   Orðið er hið rétta viðmið en hvorki mín né  þín skoðun.  

“Mattuesarguðspjall.  24.  9-14.  Þá munu menn framselja yður, pína og taka af lífi og allar þjóðir munu hata yður vegna nafns míns.  Margir munu þá falla frá og framselja hver annan og hata.  Fram munu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu.  Og vegna þess að lögleysi magnast mun kærleikur flestra kólna.  En sá sem staðfastur er allt til enda verður hólpinn.  Fagnaðarerindið um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina til þess að allar þjóðir fái að heyra það. Og þá mun endirinn koma.”- 

Kristur bendir okkur á hvernig þetta virkar og segir berum orðum að vegna þess að lögleysi aukist muni sjálfkrafa draga úr kærleika manna hvors til annars.  Lögleysi og minnkandi kærleikur spila auðsjáanlega saman. Og hver sem sér þrætir fyrir að í dag sé þetta með þessum hætti og öll skilyrði komin fram sem þurfi fyrir þetta afl sem orðið kallar “Lögleysingi.”- 

Hvað þarf til að sjá verkin þessum augum?  Fyrst og fremst þarf til trú á Jesús Krist sem öndvert gefur fólki elsku til orðsins og starfs orðsins og til orðsins manna og kvenna.

  1. febrúar 2024.

Stundum er eitt erfiðasta verk manna og kvenna að trúa.  Jafnvel því sem fólkið sér og heyrir talað í sín eyru en getur með engum hætti séð um hvað snúist.  Við föttum ekki hvað í gangi er og gerumst jafnvel óróleg í hjarta vegna atburða sem í gangi eru og við máski mitt inn í.  

“Lúkasarguðspjall. 17. 11-17.  Svo bar við á ferð Jesú til Jerúsalem að leið hans lá á mörkum Samaríu og Galíleu.  Og er hann kom inn í þorp nokkurt mættu honum tíu líkþráir menn. Þeir stóðu álengdar, hófu upp raust sína og kölluðu: „Jesús, meistari, miskunna þú oss!“

Jesús sá þá og sagði við þá: „Farið og sýnið yður prestunum.“ Þeir héldu af stað og nú brá svo við að þeir urðu hreinir.  En einn þeirra sneri aftur er hann sá að hann var heill orðinn og lofaði Guð hárri raustu.  Hann féll fram að fótum Jesú og þakkaði honum. En hann var Samverji.  Jesús sagði: „Urðu ekki allir tíu hreinir? Hvar eru hinir níu?”-  “Hvar eru hinir níu?”- spyr Drottinn.  Hvar nema áfram í sínum gamla manni.  Bara einn þeirra tók trú á Kristi þó að allir tíu hafi kallað á Jesús með nafni og gert úr nokkurri fjarlægð.  Aðeins einn skynjar verkið sem vannst í sér og Guð í sömu andrá.  En var ekki bara fínt að fá lækningu við ólæknandi sjúkdómi?  Vissulega.  En lífið er meira en kraftaverkalækningin ein.  Átti maðurinn sig ekki gengur hann áfram veg dauðans. Maður hugsar sjaldnast út fyrir eigin vana sinn og venjur.  

Ónot fer um okkur vegna sumra orða.  Allt í okkur gerir uppreisn með okkur sjálfum vegna sömu orða sem eyrun greina.   Sum bara liggur aldeilis ekki ljóst fyrir.  Ritningaversið hér fyrir ofan er um það atriði.  Borðleggjandi dæmi.  

Samt er allt sem Kristur gerir með tilgangi og hann talar ekki einvörðungu til samtíma síns.  Til líka allrar framtíðar og til okkar tíma.  Guð vakir yfir sínu orði.  Í Biblíunni eru þau öll.  Stundum þó, oftar en nokkur maður veit né getur vitað, hafa þessi fyrstu og óróusömu kynni við “óskiljanlegan Krist” komið okkur á stað trúarinnar, þar sem Jesús er.  En seinna þó:

“Jóhannesarguðspjall. 10. 2-24.   Nú var vígsluhátíðin í Jerúsalem og kominn vetur. 23 Jesús gekk um í súlnagöngum Salómons í helgidóminum.  Þá söfnuðust menn um hann og sögðu: „Hve lengi lætur þú okkur í óvissu? Ef þú ert Kristur, þá segðu okkur það berum orðum.“

Jesús svaraði þeim: „Ég hef sagt yður það en þér trúið ekki. Verkin, sem ég geri í nafni föður míns, vitna um mig en þér trúið ekki því að þér eruð ekki úr hópi sauða minna.”-

Drottinn notar alls konar aðferðir.  Öll verk hans hafa einn og sama tilgang.  Gera manneskju hólpna.  Hann veit að ekkert okkar hefur uppi hugsun um að koma sér af sjálfsdáðum til Jesús af oft beinu skilningsleysi.  Munum!  Tíu holdsveikir menn kalla til Jesús um að miskunna sér.  Hann gaf þeim öllum miskunn sína.  En það dugir ekki alltaf.  Menn verða að taka við henni til að verkið, lækningin, umbreytist yfir í trú.  Hvar sjáum við hér bindingu sem trúin er sögð leggja á fólk?  Níu gengu sinn veg og tóku upp fyrri lífshætti og allir héldu lækningu sinni.  

Jesús sækir sitt fólk sjálfur og leggur á sig allt sem þarf.  Hann einn boðar og kallar.  Þarna er hvergi að sjá frábæra pastorinn.  Og eins og áður taka bara sumir við.  

Aftur rennum við augum til þessara níu sem urðu heilir en svara þó ekki kalli né þakka Herranum.  Hlutfall fólks sem svarar er ekki hátt.  Maðurinn sem gaf Guði dýrðina fer ekki neins góðs á mis.  Jesús er fullkunnugt um að engin hugsun er til hjá manneskju um að gera sig hólpna en vaknar hjá sumum eftir snertingu Jesús.  Frá Syndafallinu hefur allt alltaf snúist um líf og dauða og alltaf verið beintengt einstaklingi.  Aldrei neinum hópum og um slíkt ekki beðið.  Sum gæfa okkar beinlínis rak til okkar og skyndilega umkringdi okkur á alla vegu.  Jesús lifir! 

4. febrúar 2024.
Blinda. Hver vill hana? Blinda er myrkur, er hamlandi öllu fólki. Til er tvenns konar blinda. Blinda sem blindur maður upplifir sem hefur auga en augun gefa honum engar myndir eins og mannsaugum er ætlað. Hin blindan hefur ekkert af þessu. Augu þessara blindu sýna allt sem er í kring án þess að koma auga á eitt og annað mikilvægt sem er að ske í kring. Blint auga skilur með engum réttum hætti. Annars væri það ekki blint. Og þar eru allir menn en samt munur á og sumir fljótari að sjá hið rétta en gengur yfirleitt svakalega erfiðlega að fá aðra með sér í lið og færa yfir í lið sjáandi. Við sjáum að lífið er merkilegt og manneskjan haldin alls konar hætti sem hindrar hana í að gera svo margt. Ætli þetta, þessi blinda okkar á svo margt, átt við það, sé ekki aflið sem gefur okkur hverju og einu skoðun á, sem við sum höldum svo fast í og eigum hvert fyrir sig? Og hver sér lífið án peninga? Sumir gera þá að eigin guði. Blindan veldur.
Hvar eigum við að byrja í samantekt sem fjallar um blindu í því ljósi að af svo ótal mörgu er að taka sem afvegaleiðir þjóðir og dregur upp fyrir þeim dýrðarljóma út af engi. Eins og síðar kom í ljós. Og hve oft hafa menn ekki sagt við aðra eða sjálfa sig þessi orð “Í þá daga mokuðum við upp seðlum og peningarnir drupu á hverju strái.”- Allt vegna þess að guðinn okkar er ekki lifandi Guð heldur dauður guð og með enga getu til neins. Segið mér hvað steinn í sjálfu sér geri? Ástæðan fyrir að fæti er brugðið fyrir manngerðan “uppgang”- er að einhver æðri öllu öðru fylgist með og greip í tauma og gerði áður en liðið steypir sjálfu sér fram af og með bundið fyrir augu sín og eru þá komnir til staðarins sem allur uppgangur er að baki á og fram undan vinna við að greiða úr því sem hægt er. Fólk lendir ítrekað á byrjunarreit og vinnur svo gott sem út frá núllinu en eru þá komið með vissa þekkingu sem um leið er viss svipa. Segjum frekar “Strangan kennara með agann að vopni í kennslunni. "Neinn aga þolum við ekki og allt í okkur öskrar gegn aga. Samt er aginn leiðandi fyrirbæri og nauðsynlegur sem til framtíðar litið byggir hyggni fólks. Sumt fólk lærir af því sem það reynir og neitar að endurtaka ósvinnu. Enda fullreynd leið. Viðblasandi eru rústir.
"Já." Sumt fólk leitast við að læra af gerðum verkum. Aðrir binda sömu dulu fyrir augu sín staðráðnir í að endurtaka ekki sömu vitleysu en gera þá bara einhverja aðra vitleysu í stað einnar. Og að þeim tíma dregur að allt heila klabbið hangir á bláþræði og gæti allt eins rúllað yfir um. Svo tæpt er þetta orðið.
Nú veit enginn lengur í hvora átt verkið ætlar að fara. Saga guðlauss heims er öll í þessum dúr. Farið er af stað með stundum kol ómögulegt fólk með sér, eins og fram kom síðar í ferlinu, og eru brestir farnir að myndast en eru ekki vilji Guðs að neinu leyti. Segir hann enda:
“Mattuesarguðspjall. 6. 33-34. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.”- Klassík sem blint auga sér ekki.
Hringrás vitleysunnar lætur ekki að sér hæða og er erfiðari en margur hyggur og svarið inn í spurninguna að allt vilji leita í sama farveg. Sem er eðlilegt með sömu grunnstoð og verið hefur og enga nýja hugsun uppi. Vald peninga. Við flest kunnum ekkert annað en þeirra leið og að leita til peningamálaoffiséra til að leiðbeina okkur fyrir hendur þeirra og þeirra lendur. Við sjáum ekkert annað sem dugar betur peningunum okkar vegna þess að við neitum tilvist lifandi Guðs. Svo er allt horfið af blindu sem alsjáandi fólk er haldið. Flest hjá okkur fer aftur á sama byrjunarreit.
Merkilegt? Vissulega en eðlileg afleiðing allrar blindu. Menn neita góða lærdómnum, missa niður samstarfsvilja, hafna lifandi Guði og frelsisverki Jesús. Ítrekaður byrjunarreiturinn er lendingin. Að þessu komumst við. En eftir á. Allt vegna þess að jörðin og allt sem á henni er lýtur skapara sem gerði og setti fram kirkju sem stendur. Guð okkar sumra heitir Jesús.

 

 

 

 

3. febrúar 2024.
Undanfarnar vikur hef ég skrifað stíla um að sjá en sjá þó ekki. Drottinn hefur verið að sýna mér þetta og benda á að um vissan vanda sé að ræða. Áhugavert og einnig svo mikill sannleikur. Við sjáum, við heyrum en sjáum þó hvorki né heyrum. Ég held við skiljum hvað átt sé við.
Þetta er einnig staðfesting um að skilningurinn á verki Guðs er alfarið frá lifandi Guði sjálfum kominn. Að þessum skilningi hans eigum við aðgang. En einvörðungu fyrir trú okkar á Jesús Krist, hinn krossfesta og upprisna Drottinn drottna.
Með öðrum orðum að þá sér Drottinn sjálfur um að opinbera mönnum og konum sinn skilning og þegar honum sjálfum þóknast. Samt má ekki reikna með nokkrum skilningi frá hæðum nema fyrir trú á Jesús Krist. Fyrir trú er skilningurinn hins vegar nokkuð vís en birtist fólki á þeim hraða sem Drottinn sjálfur vill og eða sækist eftir.
Vantrú fólks getur ekki vænst skilnings að ofan vegna þess að það hafnar honum sem býr hið efra Jesús Kristi né trúir á hann. Aftur komum við að orðunum um hversu trúin sé nauðsynleg. Spyr Guð enda engan mann um hvernig hann skuli gera eitt og annað verkið og hægt að þakka fyrir það verklag hans. Heimurinn er hlaðinn af verkum manna og við sjáum hvert hann stefnir.
Skoðum orðið.
Jóhannesarguðspjall 8. 12-15. Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.“
Þá sögðu farísear við hann: „Þú vitnar um sjálfan þig. Vitnisburður þinn er ekki gildur.“
Jesús svaraði þeim: „Enda þótt ég vitni um sjálfan mig er vitnisburður minn gildur því ég veit hvaðan ég kom og hvert ég fer. En þér vitið ekki hvaðan ég kem né hvert ég fer. Þér dæmið að hætti manna. Ég dæmi engan.” - Hér erum við að lesa um fólk sem sér en sér þó ekki, heyrir en heyrir þó ekki og dæmir rangan dóm hvað þennan einstakling áhrærir. Um þetta, hygg ég, erum við sammála. Kristur bendir með skýrum hætti á hver hann sé þessi vandi og fótakeflið sem menn endalaust eru að hrasa um er orð Guðs sem á í hlut og af þeirri ástæðu einni að fólkið skortir skilyrði til að skilja. Við vitum og skiljum að bíll án vélar fer ekki langt þó að boddíið sé þarna og að öllu öðru leyti klárt til niðursetningar bílvélar. Samt gerist ekkert fyrr en bílvélin er komin á sinn stað og tengd og gerð tilbúin til ræsingar. Þá fyrst geta menn vænst árangurs.
Ef við skoðum nánar orð Jesú og virðum betur fyrir okkur viðbrögð mannanna sem hæst hafa í kring kemur í ljós að hvorki gengur né rekur á staðnum og mennirnir að sjá að gjörsamlega sóa tíma sínum í ekki neitt. Samt skal ávallt haft í huga að þegar Drottinn er annars vegar og á í hlut gerist ýmislegt sem við í andartakinu getum ekki vitað með neinum hætti nein svör við. Í dag, svo dæmi sé tekið, höfum við mörg hver annan skilning en oft má sjá í hverju andartaki fyrir sig sem orð til að mynda eru töluð í. Margt sem Jesús segir, hann talar enn í dag, munum það, kemur af skilningi máski löngu síðar, öldum síðar, staðfesta réttmæti orða Jesús.
Að ganga veg trúarinnar er að láta sannfærast af orði Jesú og sjá sama orð raungerast í sínum eigin rauntíma. Til að sjá þetta svona þarf fyrst að hafa komið til kennsla þar sem trúin tekur við en vantrúin ekki og bregst því við eins og orðið lýsir þó að menn kannski kasti ekki með beinum hætti steinum á fólk. Samt gæti átt sér stað viss grýting sem fólk er tilbúið í. Þetta er einnig mynd af andartaki sem segir fólki ósköp fátt og framtíðinni er ætlað að koma með skilninginn. Andartakið, eins og við vitum, segir flestu fólki óskaplega fátt markvert en framtíðin oft töluvert meira og færir manneskju ítarlegri svör. Þetta bendir mér á að vera áfram þátttakandi í guðlegum verkefnum. Jesús lifir! Hann lifir! Amen.

  1. febrúar 2024 (b).

Allskonar  aukinn efnahagur einstaklinga hefur leitt til sumarbústaðabygginga og viðgengist hjá yngra fólki og hinum sem eldri eru.  Allt eins og blómstrið eina og hver manneskja síns eigin fjár ráðandi.  

Samt er það svo að allt sem við gerum sýnir okkur og sannar sínar tvær hliðar á öllu sem í raun drepur niður þessa tilfinningu um tilbreytingu sem við sóttumst eftir og lögðum svo hart að okkur við að ná og gerðum með ærnum kostnaði.  Og að því kemur að ferð í sumarbústaðinn verður að enn einum vana og öll tilbreytni farin sinn veg.  

Að fara þangað hefur sinn undirbúning þó að á hinum staðnum sé allt til alls.  Menn setja ofan í tösku fatnað og annað sem þarf og koma við í Bónus og versla inn til helgarinnar, sé um helgarferð að ræða, og ferðin verður upp staðin tómur burður og hellings ferðalag og þreytandi.  

Svo kemur að heimferð og afgangar settir í poka og þeir bornir út í bíl og skilað heim. Eiginmaðurinn sem fyrr reynir að skjóta sér undan þessu og þykist þurfa aðeins skreppa út fyrir til að sinna einhverju áríðandi þar og gætir þess að taki nógu langan tíma til að hitt verkið sé örugglega að baki er hann kemur til baka.  Eftir jafn langan þreytandi akstur hefst burður í hús með töskur úr bílnum sem færa þarf yfir í hús og taka upp úr og stinga sumu í þvottavélina. 

Við sjáum að til breyting öll er fokin út í móa.

Sama gildir í raun um sextándu utanlandsferð okkar til sama staðar í sólinni að tilbreyting er engin og tómt vesen við að koma sér þangað. 

Ekki er svo að  skilja að þetta sé ekki í lagi að gera en verið er að benda á að tilbreytingin sem til að byrja með er sóst eftir hefur misst tök sín og birtingarmynd þess er sú að allar upprifjanir renna saman og maður man ekki alveg hvort tiltekið atvik skeði í ferðinni 2013 eða 2021.  Þar skarar manneskjan sem heldur dagbók verulega fram úr sem bíspert, sækir sína dagbók, sest, horfir í kringum sig og flettir upp í dagbók sinni og dregur fram ártalið sem staðfestir að tiltekið atvik gerðist í ferðinni 2005.  Allt er orðinn einn grautur.  

Ferðalýsingin er stöðluð og fjallar um Rosalega góðan mat sem að auki er hræódýr, sjó svo svakalega heitan, og allt þetta.  Samt, strangt til tekið, var ferðin tómt vesen.  Og - rándýr. 

  1. febrúar 2024. 

Að segjast þekkja eitthvað og einhvern er ekki í öllum tilvikum það sama og að þekkja eitthvað og/eða einhvern með réttum hætti.  Og aftur stöldrum við við kennsluna.  Að sjá og sjá þó ekki er algengara en margur okkar hyggur.  Réttur boðskapur bendir á mikilvægi þess að meta rétt það sem augun bera til okkar.  En vegna þess að svona er ekki í stakkinn búið vill verða til þessi andstyggð sem ber nafnið “Misskilningur”- sem svo oft tröllríður húsum okkar og stekkur óundirbúin fram og til verður andstyggðin misskilningur af alls konar toga.  Misskilningur er öflugt fyrirbrigði og hingað til ekki verið afla færast til að leysa mál né koma skikki í mál.  

Herrar mínir og frúr!   Allur misskilningur er lúmskt fyrirbrigði sem þvælist fyrir.  Að endingu tekst mönnum yfirleitt að fæla hann burt með aðeins aðstoð eins afls.  Og þetta afl vitum við að ber eigið nafn sem er “Sannleikur.”  Hann er opinberandi aðili og hlaðinn staðreyndum sem enginn fær vikið sér undan en hefur margoft reynt það.  Ekkert hefur breyst og allt í gangi sem verið hefur og sagan segir frá.  Heimurinn er fallinn og sumir skilja betur en aðrir hvað átt sé við og af hvers völdum hann féll.  Rétt samband við Guð fór forgörðum og samfélag myndað um svik, lygar þar sem margs konar heilindum er vikið til hliðar og bullið sett fram hins vegar í hans stað og gildir meðal stórs hóps manna og kvenna.  Og þetta sjáum við víða.  

Hið ranga þarna er þessi almenna sátt sem tókst að búa til í kringum þetta verk og hitt verkið sem flest vel meinandi fólk hryllir sem betur fer enn við.  Háskalegast af öllu háskalegu er þegar breiðfylking myndast um raunverulega hræðileg verk þar sem allt ábyrgðarleysi fólks er dregið fram og hafið upp til skýja og margir menn gerast reiðir í hvert sinn sem bent er á.  Svona lagað fær bara gerst í föllnum guðlausum heimi sem bíður þess eins að verða fjarlægður og rutt úr vegi fyrir nýjan veruleika og nýju guðlegu skipulagi sem tekur allt og umvefur sínu guðlega og góða skipulagi sem eins og fyrr setur manneskju á sinn stað í þessu öllu saman.  Sem sagt í öndvegi, þar sem hún skal vera og um leið Guð í öndvegi sem beitir réttvísinni sem vopni.  

Með þeim hætti verður þetta og tíminn núna til að taka við og vera með. Að þeim tíma dregur að dyrum verði lokað.  Og það skulu allir menn vita að eftir að þeim hefur verið lokað verður þeim aldrei aftur lokið upp.  Tíminn til að velja er sem sjá má núna.  Frestarinn hætti því að fresta verkum sínum og mikilvægu ákvörðunum og viti sjálfur hvað hann vilji.  

Guðsríkið er ætlað velferð manneskju sem eftirleiðis mun byggja sitt á vilja lifandi Guðs og gerir í fullri sátt við sjálfan sig og sinn Guð.  Manneskja einfaldlega sér sjálf að það sé einfaldast fyrir sig að gera með þessum hætti og sér sjálf mun á eigin vilja og traustum vilja Guðs.  Þarna mun enginn vera þvingaður en þetta samt nást fram, er allt hefur verið endurnýjað og gert nýtt.  

Nú er tíminn til að láta segjast og vera með þar.  Þessu til staðfestingar blasir við að kirkjan hefur sama hlutverk og verið hefur.  Þar fáum við fræðslu um allan vilja Guðs en blekking, blinda og eitt og annað afvegaleiðandi aflið hindra eftir bestu getu og endalaust hrærir í og lögeysingin (hann er byrjaður að starfa og er á götunum að styðja þar óhæfu) hamast við að koma gegn.  

Með þessum hætti talar orð Guðs.  Öll viðblasandi þvæla er í grunninn til komin af beinu ábyrgðarleysi fólks sem það oft er alið upp við.  “Lifa og leika sér”- mottóið er og verður áfram blekking.  Drögum hér fram fóstureyðingar.  Hvað skeði þar annað en að réttu sambandi við Guð var mokað upp með fægiskóflu og fleygt í ruslið og eða sett í “Skammarkrók?”  Af eigin vali og frumkvæði manneskju skeði það mál nú.  Enginn hafnar Guði né syni hans Jesús og gengur hlæjandi frá.  Að svona sé málum komið berum við ein á alla ábyrgð.  Að skilja rétt það sem skilja ber er mikilvægara en margur maðurinn hyggur.  Hér sjáum við að öfl í kringum okkur eru af margs konar toga og að sum af þeim fari hamförum hvað lygar varðar.  Að gera lítið úr öllu svona er ekki merkt visku og málið borðleggjandi.  Amen.

 

 

 

 

  1. janúar 2024 (b).

Spurningin sem fyrr snýst alfarið og alltaf um það hvernig við viljum að þetta og hitt sé gert og í hvaða farvegi verkin séu.  Og vegna þess að fæst af okkur viljum sleppa neinum áunnum gæðum og réttindum og flest sammála um þetta, er reynt að mæta þessu með öðrum hætti. Leiðin er rafvæðing allra bíla í heiminum og að auki skipa- og flugflota veraldarinnar.   Rafvæðing er talin lausn málsins.  En er hún það?  Svo tel ég ekki vera og einu alvöru lausnina hana að draga úr öllu og höggva verulega í þetta lífsgæðakapphlaup sem neitar að að láta neitt höggva í sig.  Eftirsókn eftir vindi er víða sjáanleg sem og þessi endalausa auðsöfnun sem allir vildu höndum hafa gripið.  Að koma gegn sumu verður frá fyrsta degi versta verk og með afbrigðum erfiðleikum bundið.  Þetta í og með skýrir hví hræðsluáróðri er beitt.   Guð dagsins hjá flestu fólki ber nafnið Peningur.   Og þetta vita fleiri en ég.  

Er það ekki annars rétt og höfum við ekki í talsverðum mæli misst sjónar af öllum einfaldleika og hver raunverulegur tilgangur lífsins sé?  Og hver er tilgangurinn?  Hver annar en dagurinn í dag og hér og nú, minn kæri.  Málið er afskaplega einfalt og auðvelt hverjum einstaklingi að taka við svona boðskap og sjálfur fylgja honum eftir.  Af öllum svona, öllum einfaldleika, átt við hann, erum við æ meira að missa af sjónum og hann að víkja fyrir allskonar og óskiljanlegum ferlum sem enginn almennilega veit hvar lendir né hvernig endir verður.  

Einfaldleiki er í of ríkum mæli látinn víkja og á kostnað alls konar flækjustiga sem hefur okkar leyfi til að vaxa um of fiskur um hrygg.  Allt vegna þess að hægindum sem við höfum komið okkur upp teljum við okkur ekki getað lifað án og eru bifreiðarnar okkar þar fremstar í flokki.  

Þetta er svo sem vel skiljanlegt.  Allt samfélag okkar mannanna í dag er skipulagt með það fyrir augum að bifreiðaeign einstaklinga gegni áfram lykilhlutverki.   

Allt borgar-og bæjarskipulag vestræna heimsins miðar við áframhald þessa kerfis sem nú er við lýði og tími kaupmannsins á horninu er fyrir löngu runninn út.  Beinar fjarlægðir nútímasamfélags skipta íbúa ekki nærri eins miklu máli og var á meðan tveir jafnfljótir voru allt málið og eða í besta falli reiðhestur sem fer svolítið hraðar yfir en gangandi maður gerir.  Við sjáum að við mikið til höfum misst sjónar af einfaldleika og mikið til hætt að velta sjálf fyrir okkur hvað við getum gert og hvernig við getum skipulagt.  Allt orðið, segjum frekar, að allt orðið byggi mest á áliti sprenglærðra í allri ákvarðanatöku og reynsla manna ekki almennilega viðurkennd og hún því sjaldnast höfð með á borðinu.  Undir svona sjónarmið gætu margir tekið.   

Nú eru það rafbílar sem öllu eiga að redda.  Ástæðan í grunninn er að fæst af okkur viljum strangt til tekið missa einkabílinn í tíma og rúmi og tími manna lykill.  Birtingarmyndin er grúi manna og kvenna að stöðugt flýta sér.  Ef ekki þangað þá hingað. 

Borg og hverfi borga í dag miða allar við notkun einkabifreiða og hverfi skipulögð með þetta til hliðsjónar.  Einkabíllinn er hvarvetna grunnviðmið alls skipulags bæja sem fyrir margt löngu hrekur kaupmann hornsins burt sem á sínum tíma kom sér þar fyrir og gerði að fullri þörf íbúa hverfisins.  Sum hverfi bjuggu við nokkra kaupmenn á hornum.  Fór eftir stærð hvers íbúðahverfis hve margt af þessu fólki er starfandi í þeim á sama tíma.  Kaupmenn þessir gátu verið nokkrir og hver með sína frekar litlu matvöruverslun.  

Með vaxandi notkun einkabílsins opnast möguleiki fyrir alla þessa útvíkkun og svo komið að litlu máli orðið skiptir hvar hver ein verslun dagsins er staðsett.  Tuttugu mínútna akstur á stór- Reykjavíkursvæðinu er alvanalegt bíleiganda ekki svo mikið mál að aka þess leið sem fyrir fótgangandi væri meiri háttar mál sem krefst jafnvel sérstaks undirbúnings.  Að höggva um of í núverandi skipulag er ekkert annað en að skref til baka sem erfitt að verður að ná sátt um.

  1. janúar 2024. 

Margt stangast á í umræðunni.  Við viljum hreinna loft og betra andrúmsloft.  Sumt fólk segir loftið þó vera bara ágætt.  Aðrir eru öndverðrar skoðunar og kenna um mengun og af hennar völdum sé andrúmsloftið óhreint, vatnið mengað og sjór mengaður.  Um þetta deila fáir.  Sumir vita þó að sumt sem við notum “Getum við ekki verið án?”  Afstætt hugtak en samt nokkuð til í þessu.  

Farþegaskip í höfn fyrir norðan truflar leikskólabörn.  Foreldrar barnanna veita þessu athygli er þau koma þar við að morgni dags en eru sjálf á hraðferð til vinnu sinnar.  Risaskipið með allar sínar þúsundir manneskja innanborðs liggur bundið við bryggju.  Skipið er með tvo strompa sem upp um fer reykur og nægan til að nærumhverfi mögli.  Og allt er gert að umkvörtunarefni.  Nema sjálf manneskja.  Því er áfram hælt í hástert.  “Ekkert að hjá mér”- segir það og hendir sígarettustubb á jörðina.    

“Bagalegt?”- Að einhverra mati já. 

Sumu fólki hitnar og það svitnar af hugsuninni um mögulegar og hugsanlegar afleiðingar skipsstrompa í höfn og ljósavélar í gangi.  Fólkið fyllist áhyggjum.  Þær liggja sums staðar í bunkum og hvergi skjól.

Sannleikurinn er að mengunarvaldar eru margir í löndum og þeim fækkar ekki.  Helsta og mesta mengun stafar, giska ég á, af öllu þessu sorpi sem framleiðslan býr til og sölubúðir heimsins keppast við að hafa í hillum sínum.  Alvöru kúnni elskar umbúðir vara.  Eða þangað heim kemur.  Þá skiptir um lit og gír.  Samt heldur fólk áfram að versla og handleika vörur í verslanahillum og að greiða þær við búðarborð.  Verslunin er nútímalegri og fer mikið fram á Interneti og er send heim að dyrum með heimkeyrslu sem og er þjónusta sem vex fiskur um hrygg.  Gegn vitaskuld og oftast nær aukakostnaði.  Með þessu hafa orðið til fjöldi nýrra starfa og fleiri störf en flesta grunar.   

Keypt vara á netinu er ýmist send heim að dyrum.  Víða eru þó komnir póstkassar sem Netverslunin býður sem kost fyrir kúnna sína að sækja í.  Hvert sem aðferðin er gerist sama hjá báðum að keypt vara er handleikin heima, hún svipt umbúðum og þeim fleygt í tunnu fyrir utan hús og sorp bílsins beðið.  Hann kemur venjulega vikulega eða á hálfsmánaðar fresti.  Ruslið fer ofan í sorptunnu heima fyrir,  segir þá íbúi.  “Nú er málið dautt.  Því lauk hér”- segir hann við sína eigin sorptunnu og hvarf af vettvangi.   Fyrir viðkomandi manneskju er málið afgreitt.  Flennimynd í blaði, netsíðu, opinberar annað og gríðarlegan sorphaug.  Upp á honum stendur fólk að gramsa og einnig mettar beljur sem liggja rólegar og jórtra og er hin hlið sorpmálsins. 

Hvar sorpbíllinn sturtar öllu sínu sorpi varðar fólk ekki um og fæstir veita því athygli þó að einn og tveir sorpbílar séu ekki í notkun þennan og hinn daginn.  Enginn íbúi veit ástæðuna að er af startaraleysi bifreiðanna sem gáfu sig í þremur öskubílum um morguninn og engin spotti tiltækur til að kippa neinum af þeim í gang.  Þrem færri í dag munar um.   Gleymst hafði að uppfæra Startara- lager viðhaldsversktæðisins sem verkstæðisformaður leit alvarlegum augum en gerði ekkert frekar í og rak engan.  Bömmer auðvitað.  Í svona málum ber yfirmönnum skylda til að reka að minnsta kosti einn starfsmanna sinna þó að ekki væri nema fyrir móralinn og er alltaf gert í útlöndum, þar sem allt ku vera betra í og betra skipulag á flestu en gengur og gerist á Íslandi.

Myndin sem dag einn fréttamiðlar birta á netinu veldur nokkrum viðbrögðum svo miklum reyndar að munnur sumra lesenda myndar orðið “VÁ”- og talar út sem og sum eyru í kring heyra og munnur einhvers nær að segja:  “Hér þarf eitthvað að gera ”- og svo ekki sögunni meir.  Viðkomandi sest á sinn stað og hefur sem sitt fyrsta verk að kreista aumlegt A4- blað og vöðla saman og mynda úr því kúlu fyrir ruslafötu við borðfót á gólfi.  Í öðru veifinu stendur manneskja á fætur og gengur rösklega til dyranna og út og reykir vindling.  Er enda og stranglega bannað að reykja inni og er af sem áður var.    Leikhús, strætó, bíó!  Ekkert mál.  Reykt var hvar sem menn stóðu og eða sátu. 

  1. janúar 2024.

Til kosta telst þegar hvort sem er ég eða þá tölum skýrt, skorinort og vel skiljanlegt mál.  Og þarna oft á tíðum eru mönnum svolítið mislagðar hendur.  Og úr verður misskilningur sem getur tekið þó nokkurn tíma að leysa úr.  En slíkt gerist og verður víst seint hægt að koma í veg fyrir þetta.

Þegar Jesús er kominn í heiminn og byrjaður þá vinnu sem hann var sendur til að gera talaði hann, tel ég, skýrt, en samt ekki.  Margt sem hann sagði orkar tvímælis hjá fólki, mér og þér, sem skilst betur skoðað í því ljósi að Kristur talar andlega en ekki svo mikið á veraldlegum nótum sem við hvert og eitt erum inni í og skiljum ágætlega en minna og ekki er kemur að andlegum þætti, sem er okkur að mestu hulinn og enginn vilji til að vera svo mikið að útskýra hann fyrir fólki, af skiljanlegri ástæðu.  Kristur kom til að gera nýtt og hrifsa hið stolna af þjófnum.  Þjófurinn í þessu tilviki eru andaverur vonskunnar í himingeimnum.  Þær eru hér til að gagngert tala lygar um til að mynda hvernig í öllu liggi og að ekkert taki við, að þessu lífi loknu.  Orð á borð við:  “Er það rétt að Guð hafi sagt…”- heyrast og önnur hinum lík. Endalausum lygum er haldið fram.  

Hið rétta er að Guð sagði ákveðin orð við tvær manneskjur þeim til varnaðar sem þær í sjálfu sér gera ekkert með og hleypa fyrir vikið inn fyrir dyr sínar ódám sem næst einfaldlega flytur inn og fer eftirleiðis hvergi.   Þetta gerði blessað fólkið án þess að átta sig á með neinum hætti og of seint í rassinn gripið að gera neitt þá.  Skaðinn er skeður og sá óboðni kominn til langtímadvalar.  Hugsið ykkur að þurfa að sitja uppi með slíkt og að það sé staðan.  Og meira!  Þeir vita ekki sjálfir hvað í gangi sé og telja allt hjá sér vera í himnalagi.  Sannleikurinn er að ekki er í neinu einasta himnalagi að deyja og dauðinn annað og meira en líkami sem slökkt er á.  Þetta veit kristið fólk með Jesú í sínu hjarta en leikur sér þó oft með þetta fjöregg sitt og tekur, að sjá, of oft, sýnist manni, rosalega sénsa með það.  Trú er gjöf en á oft erfitt með ræturnar.

Eins og Orð Guðs útskýra dauðann sjáum við hversu hræðilegur hann er og hversu hægt er að koma í veg fyrir hann.  Jesús er sannleikur málsins og svar spurningarinnar.   Það sem verra er er að ódáminn verjum við með oddi og egg og gerum eins og hann væri lífið sjálft.  Svo langt er mannkyn allt afvegaleitt.  Menn vita ekki, réttara sagt, trúa ekki að líf án Krists sé endapunktur allrar tilveru sem alls ekki þarf að ske og trúboð og kristniboð af þeirri ástæðu stöðugt haldið á lofti og þagnar ekki.  Kirkjan hefur ekki leyfi til að þegja er kemur að þessum máli og mun heldur ekki þegja.  En stór er orðinn hópurinn sem í gegnum tíðina hefur goldið fyrir trúboð sitt með lífi sínu.  Umburðarlyndi og vináttu er áfátt og upphrópanir þessi í stað viðhafðar og satt og rétt ekki haft efst á blaðinu. Skoðið þessu til staðfestingar orðræðuna sem dæmir hér og dæmir þar og engra sannana er leitað    “Ha!  Sannanir?  Hver þarf þær?  Sá sem sagði mér frá er með þeim áreiðanlegri”- Blekking og hún þrífst hvarvetna og gerir með hreint ágætum:

“Jóhannesarguðspjall. 5.  37-40.    Faðirinn sem sendi mig hefur sjálfur vitnað um mig. Þér hafið aldrei heyrt rödd hans né séð ásýnd hans.  Og orð hans býr ekki í yður því að þér trúið ekki þeim sem hann sendi.  Þér rannsakið ritningarnar því í þeim hyggist þér eiga eilíft líf. Og það eru þær sem vitna um mig en þér viljið ekki koma til mín og öðlast lífið.”-

Það er hér sem kemur að þætti lifandi Guðs sem einn færir allt á nýjan leik í lag.  Og meira:  Í gott lag.  En það allt saman skeði dálítið mikið lengra síðar.  Enn belgir Satan sig út en veit vel af Kristi og að undir eins og Kristur birtist er rænd eignin honum horfin.  Enginn semur við þjóf og þarf heldur ekki.   Annað er að segjast sjálfur eiga eitt og annað.  Alls konar er í gangi.  

Í heiminum í dag ríkja tvö ríki og bara tvö.  Annað ríkið, megi svo segja, er kirkjan og hitt ríkið veldi Satans.  Mörkin eru alveg skýr og munurinn á þeim hreint gríðarlegur.   Hið sanna er að Kristur lifir í dag og við lifum í honum til allrar eilífðar.  En hvað viljum við?  Lifum.  Amen.

 

 

 

 

  1. janúar 2024.

Jesús olli stærstu og um leið merkilegustu byltingu sem jarðarbúar hafa lifað og kannski þá einu sem eitthvert alvöru gagn er að.  Koma Jesús, verk hans og vinna, lauk með orðunum “Það er fullkomnað. ”- Orðin gefa dauðanum heimild til að taka hann og færa til síns dauða staðar en getur ekki fest hann þar og varð að skila honum til baka þrem dögum síðar.  Jesús er hreinn í augum Guðs föður.  Hreinleiki Jesús réð úrslitum um hvar hann að endingu lendi.  Og föður og sonur, frá upprisuandartakinu, er gefið allt úrslitavald og öll heimild til að krefjast fólks til baka sem dauðinn merkti sér.   

Sama gerist hjá mér og þér og Jesús.  Faðirinn horfir á Jesús og í gegnum hreinleika hans.  Trúin hefur bjargað mér og er því nauðsynleg.    Jesús á heiðurinn.  Þessu gleymum við ekki.  

Í dag er sumt þarna breytt og að því leyti til breytt að játning mín á Jesús nægir.  Hún gerir mig hólpinn og nægir alveg fullkomlega til að koma mér alla leið.  Og fagnaðarefni varð eftir hjá mér, og fullvissan um að ég muni með Jesús lifa og að ég muni því ekki deyja dauða sem festir mig endanlega við sig.  Án Jesús mun dauðinn hirða sitt.  Hér sjáum við háskann af villikenningum.  Ljóst er að líkami minn sofnar og vaknar ekki aftur til lífsins og sá partur minn sem frá fæðingu tilheyrir Guði, köllum þennan part einnig “andi mannsins”- sleppur laus og fer rakleitt til fundar við skapara sinn og lífgjafa.  Andi minn, raunverulegur ég, er eilífi partur minn sem mér ber að baða í orði Guðs.  Það er  andi mannsins, fyrir nafnið Jesús, sem hverfur til himins.   

Ég hef valkost.  Vil ég notfæra mér hann?  Þessu svarar bara einn.  Einstaklingurinn.  En þetta er í boði fyrir allt fólk og er hverjum manni ljós en þó hulin svo mörgu fólki vegna hroka og stærilætis sem trúir lyginni og máski svælir sannleikann á brott og frá sér með kannski gífuryrðum.  

Sá með skilninginn, skilningur er gjöf Jesús, tekur við trú sinni sem gjöf en ekki sjálfsögðu verki sem menn eiga fulla heimtingu á.  Trú er og verður áfram frí gjöf til mannsins eins og allt fagnaðarerindið líka er.  Að boða trú er án kostnaðar. Maður og kona sem komu til að hlusta greiða ekki aðgangseyri við dyr en fá samt að heyra boðskapinn.  Kostnaður er þó af verkinu og verður auðvitað áfram.  Þessi kostnaður á að greiðast af tíundgreiðslu annarra trúaðra sem safnað er saman í sjóð en talsverður hængur á að sé inntur af hendi.  Manneskja er nísk á eigið fé en finnst notalegt að þiggja.

Þar erum við öll með einhverjum hætti sek og skýrir að nokkru alla þessa fátækt sem ríkir svo oft í röðum kristinna manna og kvenna og gerir af þeirri ástæðu að þeir þekkja ekki né skilja Orð Guðs með réttum hætti og þekkja því ekki Guð sinn á þennan veg þó að þeir þekki orð hans um að hann muni vel fyrir sjá en nægir Drottni ekki til að hefjast handa ef manneskju skortir enn skilning.  Hann þarf fyrst að koma.  Þetta er verklag Drottins.  Einnig má oft sjá átök góðs og ills.  Til að fá þarf ég að skilja.  Og ég læt af sumri breytni.  Og áin mín vellur fram eins og henni er ætlað í mínu tilviki.  Ég trúi orði Guðs og uppsker beint af trú.  Og allar þessar biblíulegu allsnægtir sem þar er talað um komast í mína hendi en ekki bara einhverra sérvaldra manneskja heldur og til míns sem trúi.   Það er engin ofurtrú fólks til.  Hver og einn/n þarf sjálfur að upplifa sína trú og gerir með því að reyna Guð upp á eigin spýtur.  Eins og alltaf áður eru málin þannig vaxin.  

Lærdómurinn þarna gengur einkum út á að taka margtöluð og kennd skref.  Sumir segja.  “Stígum út á vatnið.”-  Og sjá!  Yfirborðið heldur feitum kalli uppi.   Allt vegna þess að á einum stað byrjaði hann og Drottinn sá að nú gæti hann byrjað.  Sannfæring mín af trú ýtir við Jesús.  Og manneskja hefur lært vissa lexíu og býr því ekki lengur við hálfstíflað eða stíflað fljót heldur sírennsli blessanna.  Jesús krefst trúar til að fá blessað okkur öllum sínum blessunum. Amen.

  1. janúar 2024.

Frá fyrsta degi gengur mönnum misjafnlega vel að skilja orð Guðs.  Samt gengur það með þeim með einum og öðrum hætti frá vöggu til grafar og ekki til sá maður sem að einhverju leyti hefur haft skoðun á orðinu og fundist eitt og annað til um það verk og kirkju og það allt.  

Þetta er auðvitað staðfesting á lifandi Guði sem sjálfur vakir yfir sínu handverki og ber einn ábyrgð á öllu máttarverki sínu sem Guð stendur með og ver eins og þarf.  Með þessari aðferð sýnir hann með órækum kennimerkjum að vera í verki og vera til staðar hér og nú til staðfestingar elskandi Guði sem þekkir stöðu sína og um leið verkin sín og hvað hann hafi gert og skapað og hvað sé hans og hvað ekki. 

Syndin, svo dæmi sé tekið, er ekki eitt verka Guðs þó að hún sé hér.  Synd er hingað komin af vali tveggja breiskra manneskja sem völdu að óhlýðnast orði Guðs þrátt fyrir að hafa vitað betur.  Sem er merkilegt og þó ekki merkilegt í því ljósi að maður sé óútreiknanlegur veruleiki, eins og mýmörg dæmin sanna.  Klúður eftir klúður blasir við hvert sem horft er og stoðir settar upp í bland við stoðir upp við eina og aðra smíði manna til að hún haldist áfram upprétt. 

Hið merkilega hér og sem um leið er afskaplega athyglisverð hugsun er sannleikurinn að aðeins tvær manneskjur eru þá á jörðinni en komnar með gríðarlegt vald á tungu sinni sem þær kunna ekkert með að fara og hefja göngu sína með því að leyfa orðum skítugrar veru standandi upp við tré að hafa þau áhrif á sig að leiðbeiningum Guðs er varpað til hliða og hyggjuvit ræður för.  

Eftir þetta andartak og voðaverk uppi við tré hætta þessar tvær fyrstu manneskjur að hlakka í nokkurn skapaðan hlut til samvistanna með Guði sínum sem þau áður áttu og lifa með óborganlegar stundir í kvöld svala Aldingarðsins Eden og spenningsins.  Syndin gerði að verkum að gleði samfundanna er vikinn fyrir ósóma sem ber nafnið Ótti og kvíði sem eftirleiðis gegnsýrir mannkyn hvar sem er á jörðinni.  Allt af völdum ákvörðunar tveggja einstaklinga í færi við illt afl.  Þau lúta á eftir en héldu áður að þau gætu bæði haldið og sleppt.  Hugsið ykkur afleiðingar ákvörðunarinnar.  Daglega sjáum við birtingarmyndina og ríkara vald sem fólki er fært upp í hendurnar og lærir ekki að nota rétt.   Jesús einn og val mitt um hann breytir eitt stöðunni. Og ég sé hversu skelfileg syndin er sem sum okkar þó elska án þess að þekkja rétt það sem þau elska.  Bjargræðið kom og birtist okkur í krossfestum og upprisnum lávarði lífsins Jesús.  Atbeini mannsins í frelsisverkinu er nákvæmlega enginn. 

Frelsisverkið er bein gjöf frá Guði til vanþakkláts mannkyns og ég þarfnast vinnáttu Guðs míns sem hann viðurkennir og lagði því mína synd á herðar saklauss sonar síns sem greitt var á krossinum og gerði mig hólpinn án neinnar verðskuldunar af minni hálfu.  Hafði ég enda ekkert til að greiða með en þigg samt líf mitt af einvörðungu kærleika föðurins sem gaf mér eilíft líf.   Allt fólk sem hér fæðist bíður dauðinn einn eftir.  Jesús laut sama.  Þetta vitum við að er eitt lögmálanna sem gilda hér.  Sumt fólk veit meira af þessu og skilur verk Jesús á krossinum og mátt upprisu Jesú.  Það er á leið til eilífs lífs og orð Guðs fyrir þessu.  

Hér er gríðarmikill leyndardómur sagður um kærleika Guðs föðurs.  Orð hans eru kyrfilega fest og virka þar þar sem þau standa og gera allt til dagsins í dag.  

Á þessu hafa sumir áttað sig en obbi manna þó ekki.  Við Skilningstré Góðs og Ills skeði lúalegur atburður illrar veru og ræningja sem um leið er faðir og móðir allrar heiftar, alls haturs, allra öfundar, allrar hefnigirni og hverrar illsku, sem og opinberrar manneskju eigin veikleika og vanmáttar til að gera það sem réttara er.  Hvert okkar getur ekki staðfest veikleika í eigin fari og einnig að syndin sé þetta blekkjandi afl sem byrgir mönnum sýn á lifandi Guð.  Öll eru við sköpun Guðs og engin hér án hans beina atbeina.  Og þarna hefur blindan valdið skemmdum.

27 janúar 2024 (b)

Um þessar mundir er Ísrael á milli tanna manna.  Að Ísrael sé í þessari stöðu er ekkert nýtt.  Svo hefur alla tíð verið og heimurinn alltaf notað þá til að sparka í.  Af hvaða ástæðu veit ég ekki nema þá að þar fæddist mannekjan Jesús sem Biblían segir um að sé getin af Heilögum Anda og að karlmaður hafi þar aldrei nærri komið.  Þessi yfirlýsing hefur valdið mörgum andmælum vegna þess að hún er verulega á skjön við allt sem við þekkjum.  Margt annað gerði þessi eingetni einstaklingur sem algerlega stútar allri rökhugsun okkar mannanna.  

Mér kunnuglega hefur engum læknavísindum enn tekist að lækna lömun fólks og gera allt heilbrigt en til eru nokkrar frásagnir um slíkar lækningar á fólki í Biblíunni og af til fréttir af svona lækningum í kringum kristilegt starf víða um heim.  Allt hefur þetta vakið deilur og mikið hneyksli og er vel hægt að skilja þetta í því ljósi að sumt er útilokað að geti gerst og kemur gegn öllu sem við teljum mögulegt en til allmargir vitnisburðir um að hafi skeð og þá einvörðungu fyrir trú á Jesús.  Orðið kennir að Jesús sé allt í öllu.   Að fólk læknist af veikindum og krankleika sem í dag engin lyf né lækning er til við en til margar sagnir af lækningum sem tengja má beint við upprisinn Jesús.  Jesús hefur ekkert breyst.  

Að sjá málið ekki svona er eðlilegt skoðað með þeim augum að Jesús í eigin persónu gefur fólki trú á sig.  Enn og aftur erum við komin að þrætuepli sem hvorki gengur né rekur með og bein staðfesting um að trúin sé ekki allra.  Ekkert hefur breyst?  

Frá A til Ö getur ein þjóð aldrei verið kristin en þar þó búið kristinn einstaklingur.  Hvort sem er fáir eða margir.  Oft lofar maður Drottinn og þakkar honum fyrir hversu margar þjóðir og mörg þjóðarbrot hafa hjá sér kristna einstaklinga sem fullyrða má að séu til friðs og hafa meðtekið orð Krists og slíðra sverð sín og grípa ekki til vopna.  Fái þeir einhverju um ráðið. Samt er allt vaðandi í vopnaburði og eyðandi sprengjum sem springa til að afmá byggingar og fólk.  

Allt  vegna þess að svo fáir þekkja Krist og boðskap hans né fylgja honum því ekki heldur eigin rökum.  Notast Gyðingar, að dæmi sé tekið, enn við boðskap lögmálsins “Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn”- þrátt fyrir að Kristur segi skýrum orðum að maður skuli elska óvin sinn og biðja fyrir fólki sem ofsækir mann en er ekki virt í Ísrael né flestum öðrum löndum vegna þess að Ísraelar, og mörg önnur ríki veraldar einnig, einstaklingar, munum það, flagga engu kristnu flaggi né þekkja Krist persónulega.  Þetta fólk er samt þarna inn á milli og kristnir einstaklingar hvarvetna.

Við verðum að muna í hverju málin liggja og einnig að Ísraelsríki er ekki kristið ríki heldur bundið lögmáli gyðinga.  Lögmál gyðinga bjóða dálítið annað en Kristur boðar en afnema í sér.  

Frá þessu ríki er Kristur kominn og ég í dag trúi á frelsisverkið sem Jesús vann á krossinum og fullgerði og opnar mér leið til sín þar sem hann er í dag við hægri hönd föðurins á himnum.   Að menn sjá ekki Krist í þessu stríði þarna í Ísrael er rétt því Kristur með engum hætti stendur að því og ítrekar orð sín og sömu orð og hann segir við lærisveininn sem til sverðsins greip er hermenn komu til að til að handtaka Jesús. Lærisveinn þessi greip til eina ráðsins sem hann kunni í stöðunni sem komin er upp og Jesús í raun ávítar hann fyrir með orðunum:  

“Matt. 26. „Slíðra sverð þitt! Allir sem sverði bregða munu fyrir sverði falla.” - Ég hygg, trúi reyndar, að þessi sem til sverðsins greip hafi aldrei eftir þennan atburð gripið til vopna gegn annarri manneskju, það sem eftir var ævi sinnar.

Sjáum næst ástæðu allrar þessarar vonsku sem heimurinn er fullur af og ekkert lát er á:  

“Efesusbréfið 6. 12.  Því að baráttan sem við eigum í er ekki við menn af holdi og blóði heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum."- Kristur er með engum hætti ábyrgur nokkurra stríðsátaka.

 

 

 

 

27 janúar 2024.

Er maður skoðar söguna og kannar hana kemur margt áhugavert fram sem öllum getur verið hollt að skoða til að fyrst og fremst átta sig á hvert sjálfið er og hvernig það bregst við í aðstæðum sem koma óvænt og óundirbúið að.  Svo mikið er víst að ekkert er sjálfgefið hér sem hvert og eitt okkar bregst afskaplega misjafnt við.  Að bíða með alla kokhreysti er viska.  Til að sjá og skilja virðist leiðin fyrir einstakling vera hún ein að reka sig sjálfur á og horfast í augu við.   

Um þetta má finna afskaplega mörg orð í orðum Guðs í Biblíunni.  Til að mynda hér:

“Jóhannesarguðspjall. 1. 26-30.  Jóhannes svaraði: „Ég skíri með vatni. Mitt á meðal ykkar stendur sá sem þið þekkið ekki, hann sem kemur eftir mig og skóþveng hans er ég ekki verður að leysa.“

Þetta bar við í Betaníu, handan Jórdanar, þar sem Jóhannes var að skíra.

Lamb Guðs.

Daginn eftir sér Jóhannes Jesú koma til sín og segir: „Sjá, Guðs lamb sem ber synd heimsins.  Þar er sá er ég sagði um: Eftir mig kemur maður sem er mér fremri því hann var til á undan mér.” - Hér sjáum við að á engum vafa örlar, engu hiki og orðin beinskeytt sem ganga út um munn Jóhannesar skírari á þessu andartaki. Hafði hann í ræðum á undan oft nefnt við fólk sem á hlustaði að ekki væri hann Kristur sem koma ætti heldur sendur á undan honum.  Allt satt og rétt og afstaða mannsins öll böðuð birtu frá hæðum.  Annað gerist þó er á trúargönguna leið.

Svo hefst sagan og Kristur er kominn fram og byrjaður að tala.  Og meira. Hneykslanlegt.  Jesús umgekkst oft fólk sem lögmál gyðinga banna að þeir eigi nokkur samskipti við en Jesús margoft gerir og svaraði til að mynda ásökunum í sinn garð með þessum orðum:

“Markúsarguðspjall. 2 16-17.  Fræðimenn af flokki farísea, sem sáu að hann samneytti tollheimtumönnum og bersyndugum, sögðu þá við lærisveina hans: „Hann etur með tollheimtumönnum og bersyndugum.“

Jesús heyrði þetta og svaraði þeim: „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru. Ég er ekki kominn til að kalla réttláta heldur syndara.“-  Af þessu verklagi Jesús fær Jóhannes pata gegnum sína menn sem með tíð og tíma vekja honum tortryggni og efa í garð þessa Jesús og svo mjög að að þeim tíma dregur að honum sortnar fyrir augum af verkum Jesús og er þá sjálfur kominn á bak við lás og slá.  Af engum sökum.  Skoðum skilaboðin:

„Lúkasarguðspjall.  7. 20-23.  Mennirnir fóru til hans og sögðu: „Jóhannes skírari sendi okkur til þín og spyr: Ert þú sá sem koma skal eða eigum við að vænta annars?“

Á þeirri stundu læknaði hann marga af sjúkdómum, meinum og illum öndum og gaf mörgum blindum sýn.  Og hann svaraði þeim: „Farið og kunngjörið Jóhannesi það sem þið hafið séð og heyrt: Blindir fá sýn, haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, dauðir rísa upp og fátækum er flutt fagnaðarerindi.  Og sæll er sá sem hafnar ekki því sem ég geri.“- Engin spurning er um að Jesús sé sá sem koma skal.  Verkin sem lærisveinar Jóhannesar verða vitni að styðja verkin.  En trúir Jóhannes orðum manna sinna?  Ég veit það ekki og bara að þetta er trúin sem Kristur vill gefa hverjum einstaklingi og hver einstaklingur þarf að meðtaka og á eftir lifa.  Efni Jóhannesar er mynd af því sem getur gerst og er sett hér fram til varnar fólki trúarinnar til framtíðar  Svona kennsla dýpkar trúarrætur.  Hér má og spyrja sig sjálfan hvort trúarrætur Jóhannesar skírara hafi verið svo djúpar þegar allt kom til alls og hann sjálfur í sínum erfiðustu aðstæðum.  Það er í þessu ljósi sem spurning Jóhannesar er eðlileg og höfð hér með til að ég og þú getum af henni lært.  Alls konar mótlæti hendir hverja manneskju sem gengst við Jesús.

 

 

 

 

26 janúar 2024 (b)

“2 Þessalóníkubréf 2. 3-4.  Látið engan villa ykkur á nokkurn hátt. Ekki kemur dagurinn nema fráhvarfið komi fyrst og maður lögleysisins komi fram, sonur glötunarinnar, sem setur sig á móti Guði og hreykir sér yfir allt sem heitir Guð eða helgur dómur, sest í musteri Guðs og gerir sjálfan sig að Guði.”- 

Er þetta gerist, sumt kristið og velmetandi fólk telur að stutt  sé eftir í þetta, eru það um leið endalok þessa heimskipulags sem hér gildir og við þekkjum.  

Grafalvarlegt mál er þegar fólk hundsar lög og rétt, tekur málin yfir í sínar eigin hendur, fer eftir eigin lögum og lofum og segist vita rétt og rangt sem það veit ekki og verkin sjálf vitna gleggst um að sé og talar gegn fólkinu sjálfu sem þó breytir engu.  Sjái menn ekki eigin villu er fátt eftir þeim til bjargar og það því koma sem koma skal.  Og getur ekki annað.  Allt hefur sínar eigin afleiðingar og uppskeran áfram af frækorninu sem sáð er.  

Blindan er áfram viðvarandi.  Og hver breytir henni?    

Þetta fólk svívirðir fána eigin lands og traðkar á honum og hundsar hefðir og venjur og er manneskja sem Biblían á við með orðunum “Maður lögleysisins.”-  Á þessu ber í dag og er undanfari komu Krists sem ekki er annað að sjá en að orðið sé stutt í.  Ég vil vera með þegar það undur og stórvirki allt saman gerist og gildandi heimskipulagi öllu saman verður rutt úr vegi og látið víkja fyrir þúsund ára ríki Jesús Krists.   Það eina sem til verksins þarf er að víkja hvergi frá vilja Krists og þreyja áfram Góuna og Þorrann.

 

 

 

 

  1. janúar 2024.  

Að sjá enn sjá þó ekki er einn vandinn sem herjar á menni.  Við sjáum en áttum okkur oft ekki á mikilvægi þess sem við sjáum að er kannski stórmerkilegt, sögulegt, heimssögulegt.   Allt vegna þess hversu andartakið sem við erum í, munum, andartak er alltaf, segir fæstum ekki nokkurn skapaðan hlut er kemur að allskonar málefnum sem bera fyrir augun og eða við heyrum um utan að okkur eða er talað beint til okkar.  Sumir fatta og lesa rétt út úr atvikum.  En bara sumir draga upp rétta mynd.  Annað er kannski að hrífast með.  En þarna náði blekkingin sínu taki.  Bæði rétt og rangt er til í dæminu er andartakið ber fyrir augun. Hér má taka óteljandi dæmi.  Byrjum á öllum þessum Ismum sem annað veifið koma upp og menn telja vera akk í að fá inn í samfélagið.  Og þeir segja um þá:  “Loksins eitthvað bitastætt”- og stuðla að því með verkum að innleiða.  Eftir á fór sumt af þessu fólki með veggjum er í ljós kom hvað það hafði stutt.   Allt þetta er enn í gangi og birtingarmynd svipuð en nöfn önnur.  Með öðrum orðum að okkur líst oft harla vel á þennan og hinn sem við fussum og sveium síðar yfir.  Hvorugt er þó fyrir fram neinn stóri sannleikur.  Og stundum ratast kjöftugum satt orð á munn.  Tíminn framundan sker úr um og ber okkur rétt svar og við segjum:  “Hér er það”- Birtingarmynd er allskonar.  Rústir og glæsileikinn sjálfur.  Tíminn svíkur engan og birtir sáðkornið sem sáð var.  Vont sæði ber til okkar vond skilaboð.  Þessi:  “Ekki liggur svarið nú hér eins og við töldum.  Og meira.  Vorum handviss um.”-  Dómgreind manna er oft bágborin.  Önnur orð eru til yfir þetta.  Orðin.  “Veikleiki minn.”- Vissulega hræðileg en sannleikur.

Skoðum dæmi um augu sem sáu en sáu þó ekki:

“Lúkasarguðspjall.  24.  15-18.  Þá bar svo við, er þeir voru að tala saman og ræða þetta, að Jesús sjálfur nálgaðist þá og slóst í för með þeim.  Augu þeirra voru svo blinduð að þeir þekktu hann ekki.  Og hann sagði við þá: „Hvað er það sem þið ræðið svo mjög á göngu ykkar?“

Þeir námu staðar, daprir í bragði, og annar þeirra, Kleófas að nafni, sagði við hann: „Þú ert víst sá eini aðkomumaður í Jerúsalem sem veit ekki hvað þar hefur gerst þessa dagana.“- Hér lásum við um sjáandi menn haldnir blindu á háu stigi.  Mennirnir eru ég og þú, að við hlæjum ekki hátt né hneykslumst upp úr skóm af lestrinum.  Ef við höldum annað mun Drottinn sjálfur sýna okkur hið rétta.  Trúið þessu.  

Fátt er erfiðara en að fatta og meðtaka er allt í okkur öskrar gegn einu og öðru sem fyrir augun ber og eitthvað sem gerist í kring sem að okkar áliti á ekki að geta gerst.  Og halló!  Menn rísa ekki upp frá dauðum?  Af sumu gætum við heillast, fagnað eins og himinn höndum tekið en útkoman samt tál.  Allt af því að sjá ekki og vera takmörkuð manneskja og blind á kringumstæður.  Það er hér sem við skiljum máske ögn betur hvað orðið trú raunverulega merkir.  Að gefa manneskju trú, nokkuð sem Guð gefur einstaklingi sjálfur, er rosalega öflugt og sniðuglega útfært vopn frá Guði.  Það er í trú sem við fylgjum, jafnvel því sem við skiljum ekki.  Aftur getum við endurtekið orð Biblíunnar um að “trúin sé nauðsynleg.”-  Að skilja þessi orð er af engu nema opinberun frá Jesús.  Um veikleika fólks má víða lesa í orði Guðs:

“Rómverjabréfið 7. 14-16.  Vitað er að lögmálið er andlegt en ég er jarðneskt hold, í greipum syndarinnar.  Ég skil ekki hvað ég aðhefst. Það sem ég vil geri ég ekki, hitt sem ég hata, það geri ég.  Fyrst ég geri það sem ég vil ekki er ég samþykkur lögmálinu, að það sé gott.”- Hér má sjá skýra mynd af hvað trú sé.  Með öðrum orðum þá trúi ég en skil ekki alltaf af hverju ég trúi en held henni samt áfram.  Þetta eru klókindin í hnotskurn sem Guð gaf sínu fólki sem fær það aftur og ítrekað til að stíga áfram skref sín - í trú.  Að trúa, auðvitað Guði, ekki hverju sem er, fylgir hreint rosalegur friður sem er öflugur og svo máttugur að gefa manneskju frið með sér sjálfri og fær hana til að hætta að velta einu og öðru fyrir sér.  Vitandi sem er, í sinni trú, að sé það vilji Guðs komi hvort eð er skilningur.  Manneskja er róleg.  Af trú sinni varð hún róleg.

 

 

 

 

25 janúar 2024.

Heimurinn er samansettur úr svartri og hvítri mynd.  Þegar svona er talað er átt við afstöðu manna.  Og tvær myndir blasa við.  Tvær manneskjur lýsa sama verki en mynda sitthvor.  Tvennt kemur út úr þessu vegna myndanna sem eru algerlega á skjön hvora við aðra.  Og þar skilur á milli.  Menn halda sér við eigin afstöðu og strangt til tekið geta þeir ekki annað vegna þess að þeir trúa því sjálfir sem þeir segja.  Þeir eru að því leyti til heiðarlegir.  Eins og einhver segði:  “Þeir eru einlæglega rangir.”  Af þessu fólki er heimurinn fullur.  Þetta fólk er úti um allt.  Við, sem þekkjum Jesús í dag, vorum þar eitt sinn sjálf þó að annað sé í dag og sannleikurinn okkar hlutskipti.  En sannleikurinn í framkvæmd getur verið mesta basl og er engum nein ný frétt sem tilheyrir Jesús.  Samt kemur sannleikurinn fram og opinberast fólki sem elskar Jesús í hjarta sínu, sem leggur við hlustir og gerir án þess að ég og þú vitum af.  Þetta fólk er oft þögla fólkið í hópnum.  Það hlustar álengdar eins og Pétur eftir að búið var að handtaka Jesús og Pétri fýsti í að vita hvert framhaldið yrði.  Og hvað heyrði Pétur í kringum sig?  Hvað annað en svarthvíta mynd sjáum við dregna upp og kolsvarta undir þessum kringumstæðum.  

Myndin sem gekk á þessu andartaki er röng mynd en fólkið gín þó við.  Við mörg vitum að Jesús er frelsarinn.  Pétur vissi þetta en velur að þegja, sem í sjálfu sér er grafalvarlegt mál.  Orð eru til alls fyrst.  En við skiljum vel afstöðu Péturs eftir að hafa áttað okkur á inn í hverslags umhverfi Pétur er staddur.  Hann merkir sjálfur hita, greinir hatur, sér heift og það allt.  Ekki árennilegt.

Frekar en Pétur hygg ég að fáir hafi þorað að játa stuðning við Jesús á þessu andartaki.  Munum að hvíta myndin var þarna líka.  En kyrfilega falin sem alltaf er rangt, hverjar sem aðstæður eru.  Hér drögum við upp mynd af veikleikavöfðum manni.  

Stundum er þetta með þessum hætti og birtist ágætlega í afstöðu manna hér uppi á Íslandi til atburðanna þarna á Gasa- svæðinu sem allir fréttatímar eru uppteknir við að flytja og flestar einhliða og um góðan kall og vondan kall.  Alltaf sama sagan.  

Allt fyrir þær sakir að menn leita helst ekki í grunn atburðanna sem og ástæðunni fyrir hvernig komið er í dag sem eru þessi  voðaverk sem Hamas- liðar unnu er þeir myrtu 1200 Ísraela.  Þessi sannleikur fellur í skuggann af öðrum.  Samt eru þessi tilteknu voðaverk kveikja þess sem nú er í gangi sem og mætti leysa strax í dag með þeirri aðferð að Hamas- liðar láti lausa gíslana sem þeir tóku og hafa í raun og veru sem skjöld fyrir sig sjálfa og eru með tromp í hendi til lausnar málinu en vilja ekki spila fram.  Munum!  Þessi tilteknu voðaverk eru kveikjan að hinu.  Ekki gleyma uppruna atvika.   Í málinu er engum rökum komið við.  Skoðum ritninguna:

“Lúkasarguðspjall. 23.  17-25.  Pílatus talaði enn til þeirra og vildi láta Jesú lausan.  En þeir æptu á móti: „Krossfestu, krossfestu hann!“

Í þriðja sinn sagði Pílatus við þá: „Hvað illt hefur þá þessi maður gert? Enga dauðasök hef ég fundið hjá honum. Ætla ég því að hirta hann og láta hann lausan.“

En þeir sóttu á með ópi miklu og heimtuðu að hann yrði krossfestur. Og þeir höfðu sitt fram.

Þá ákvað Pílatus að kröfu þeirra skyldi fullnægt.  Hann gaf lausan þann er þeir báðu um og varpað hafði verið í fangelsi fyrir upphlaup og manndráp en framseldi þeim Jesú að þeir færu með hann sem þeir vildu.”-

Þarna voru engum rökum komið við og menn einlæglega rangir og sýna með því að samþykkja að saklaus maður sé líflátinn.  Í dag vitum við þetta en ekki blindur hiti andartaksins.  Hann er vandinn og er einlæglega röngum meinaður aðgangur að sannleika.  Myndin helst áfram svart og hvít í afstöðu fólks.  Og hvað hefur breyst?  Afstaða hvers og eins okkar er fyrirferðarmikil. 

21 janúar 2024.

Kristur leggur ofuráherslu á að menn sjái.  Þegar talað er um að sjá í þessu samhengi tel ég átt við það sem máli skiptir og tel að sé vegna þess að í eðli sínu eru allir menn afskaplega hégómagjarnir og benda oft á annað en máli skiptir.  Af því auðvitað að sjá  ekki rétt sem þeir eru að horfa á.  Þeir tala því raunverulega út í bláinn með sumt sem þeir segja.  

Þetta er villan og hinn raunverulegi háski sem heimurinn er með hjá sér og er  um leið þetta afvegaleiðandi afl og öflugra meðal okkar en flesta okkar grunar.  Við lifum heldur ekki mitt inn í þessum afhjúpandi sannleika sem Kristur einn gefur og eigum áfram í vandræðum með að koma auga á eitt og annað eins og það raunverulega er þó að við séum í samfylgd með Jesús.  Og hversu oft höfum við ekki staðið andspænis þessum sannleika og það lokist upp fyrir mörgum okkar hvernig beri að sjá og skilja sumt.  Opinberunin frá hæðum gefur okkur að skilja sumt og sjá það rétt.  Mikilvægt auðvitað.  Og meira!  Þetta er hreint stórkostlegt.   Nefnilega þá fyrst fyrst gerist undrið og mynd okkar gerbreytist yfir í rétta.  

Allt vegna þess hversu maðurinn, ég og þú, er afskaplega takmörkuð vera og var aldrei ætlað að standa ein og óstudd lífinu heldur halda í hönd hans sem skóp og gerði frá vöggu og Orð Guðs segir að sé Jesús.  

Í akkúrat þessu ljósi gerist það að við komum auga á hreint hræðileg mistök sem gerð voru í aldingarðinum Eden og við skilningstréð góðs og ills.  Þetta hefur ekkert með gáfur fólks að gera, að við blöndum þessum pörtum ekkert saman heldur rennur upp fyrir okkur að mannkyn allt gekk inn í blekkjandi vef andavera vonskunnar með ákvörðun sinni um að taka við boðskap þaðan.  Og meira!  Fólkið valdi að þiggja úr hendi þeirra og hefur frá þeim tíma ekki losnað úr þessari krumlu og mun heldur ekki gera það.  

Hér er gott að muna að mannkyni er gefinn frelsari sem gefur okkur bæði rétt á að koma til föðurins á himnum og að sjá réttu myndina af lífinu eins og það er á jörðinni.  Á þessu atriði er rosalegur misbrestur sem víða er hægt að lesa um í guðspjöllunum.  Og er ekki heilmikill sannleikur sagður hér?  Hver af okkur getur ekki tekið undir þetta?  Nýja testamentið, einkum guðspjöllin, verður tíðrætt um akkúrat þetta atriði um að menn sjái ekki eitt og annað rétt.  Mjög áhugavert væri að lesa orðið með þessu hugarfari og draga sjálfan sig inn í þessa mynd.  Mjög áhugavert.  Skoðum dæmi:

“Lúkasarguðspjall. 20. 41-47.  

Jesús sagði við þá: „Hvernig geta menn sagt að Kristur sé sonur Davíðs?  Davíð segir sjálfur í Sálmunum:

Drottinn sagði við minn drottin:  Set þig mér til hægri handar þangað til ég geri óvini þína að fótskör þinni.   Davíð kallar hann drottin, hvernig getur hann þá verið sonur hans?“

Viðvörun!

Jesús sagði við lærisveina sína í áheyrn alls fólksins:   „Varist fræðimennina sem fýsir að ganga í síðskikkjum og er ljúft að láta heilsa sér á torgum, vilja skipa æðsta bekk í samkundum og hefðarsæti í veislum.  Þeir mergsjúga ekkjur og hafa af þeim heimili þeirra en flytja langar bænir að yfirskini. Þeir munu fá því þyngri dóm.“- Hvað er þetta annað en mynd af einhverju sem við sjáum ekki réttum augum?  Jesús er nefnilega sonur Guðs.  Ekki sonur Davíðs konungs.  Áttu fræðimennirnir ekki að vita þetta?  Það gerðu þeir vissulega en gerðu það ekki vegna þess að hafa ekki rétta mynd af atburðum.  Eins er í dag.  Kemur enda öll opinberunin frá hæðum og til þeirra sem lifa undir afli sannleikans og er engum að þakka  nema Jesús einum.  Það er Kristur sem frelsar okkur undan blekkjandi afli lygi og þvælu.  Amen.

  1. janúar 2024.

Þegar fólk betur áttar sig á til hvers Jesús var sendur í heiminn kemur nýr flötur á verkefni hans.  Sýn manna eykst stórum og verður víðáttumeiri en var á meðan þröngsýnin ein átti mann og annan.  Hégómlegt tal gegnsýrir umræðuna sem ríður hér húsum með sinni birtingarmynd sem er þröngsýni sem vani liðinna ára og alda hefur búið til og einnig haldið við og gengur lítið breytt með kynslóðunum.   Allt birtist þetta svo í þessari þröngsýni sem merkir sér margt og um leið eignar sér margt hér hjá okkur.  Það er og þessi þröngsýni sem býr til þessa takmörkun og hina takmörkunina og til verða setningar á borð við:  “Þú mátt ekki, þú skalt ekki,”- og þær allar.  Allt þetta er einkar hjálplegt við að hindra menn í að greina rétt frá röngu.  Haldist það í horfinu verða menn mögulega ófærir um að greina rétt frá röngu og hvað skipti máli og hvað ekki.  

Gegn alls konar fastheldni og sveigjanleika í afstöðu manna kemur Jesús og ræðst oft á í fari manna sem áttu að vera leiðbeinendur fólksins til betri vegar og sanngjarnari en voru bara er á reyndi þeirra helstu afvegaleiðendur og sjálfir haldnir og merktir venjum og siðum tíðaranda hvers tíma og eða eigin skoðunum.  Þeir vilja auðvitað nýjungar en sjá ekki leiðina að þeim. 

Við sjáum að harla fátt hefur í raun og veru breyst.  Engin raunveruleg breyting gerist reyndar fyrr en Jesús opinberast og miskunnar sig yfir fólk.  Þá færir það kíkirinn af blinda auganu og yfir á sitt sjáandi auga og nýr veruleiki rennur upp og menn viðurkenna að hafi alltaf verið þarna en þeim fyrirmunað að koma auga á þetta merkilega og stórfenglega ríki sem liggur meðfram þessu glataða og fúla heimsríki.  Aftur kemur fram þessi svarta og hvíta mynd sem rennur upp undir eins og Kristur miskunnar sig yfir einstakling sem við snertingu Drottins skynjar talsverðan mun á og lærir á samri stundu að snúa hvítu hliðinni að sér og hefur áfram með þeim hætti.  

Ljós ýtir til hliðar öllu myrkri.  Trú á Drottin er þetta ljós sem menn svo margir hverjir hræðast vegna þess að vera sjálfir umvafðir myrkri blekkinga hans sem rændi hér völdum við skilningstré góðs og ills og sleppir ekki tökunum.  Nema sér sterkara afl komist að.  Þá verður hinn skæði þjófur og ræningi að sleppa ránsfengnum.  "Hallelúja."-  Dýrð sé Drottni.   

Hið merkilega við þetta er að myrkrið sem nú grúfa yfir og hylja mönnum allt aðgengi að sannleika hefur ekki verið þarna frá byrjun veraldarsögunnar en kom inn af völdum tveggja manneskja sem völdu rangt.  Og rangt val þeirra gerbreytir öllu.  

Aftur sjáum við að ekkert hefur breyst.  Áfram er ótti í fólki sem til að mynda hræðist verk kirkju og kristni meira, að séð verður, en flest annað.  Staðfestingin hér er sannleikurinn að hvergi strangt til tekið má segja frá Jesús og æ meira er þrengt að fólki sem þetta gerir þó.  Allt af ótta. 

En af hverju er þetta með þessum hætti?  Bara eitt svar er til við spurningunni:  “Menn óttast það sem þeir ekki bera kennsl á.”-  Einkennilegt?  Vissulega og sérstaklega í þeirri vissu að íslensk þjóð á sér eitt þúsund ára sögu í kristni en veit samt svo lítið um Krist, mátt hans og afl.  Og það er fleira en bara þetta!  Obbi þjóðarinnar óttast Krist meira en flest annað:  “Út með hann hér og út með hann þar”- er hrópað.  Að svo skuli vera er ekkert annað en skýr mynd af vélarbrögðum andavera vonskunnar og því öllu illskunnar afli sem hefur það eitt hlutverk að halda uppi fyrir skynfæri manna dulu til viðhalds eigin blekkingarmynd.  Og allt stoppar þarna.  Engum manni er gefið fyrir eigin mátt að sjá ríki Guðs.  Samt er það þarna.  Að menn skuli ekki koma auga á sannleikann segir ýmislegt um takmarkanir manneskja.   

Gamla umhverfi mannanna er staðnað.  Það er sigrað.  Fólk sem þar er merkist vana og venjum sem líkar vel.  Sé reynt að hrófla við þeim er von alls konar illra viðbragða.  Allt af ótta við það sem fólk þekkir ekki né hefur af neina prívat reynslu.  Að kirkjan skuli vera þarna í veruleika obba manna má skilja í því ljósi að sjálfur Kristur opinberar fólki mátt sinn og gæði kirkju sinnar.

 

 

 

 

 

12 janúar 2024 (b)

Líkt og margir aðrir er ég ekki sammála aðferðum hæstvirts matvælaráðherra og reyndar skil ég þær ekki né botn neitt í þeim er ákveðið var síðastliðið vor að flauta hvalveiðarnar af og þær þá komnar í startholurnar og eru við að hefjast.   Fullmönnuð starfsemi með um og yfir eitt hundrað manns beið eftir að geta afgreitt og flegið hvalskrokka sem hvalstöðinni berst með skipunum og fólkið á staðnum er allt ráðið til að gera en er í einni sjónhendingu sent heim og þar beint í gin atvinnuleysis.  Auðvitað gerir svona framferði ríkið skaðabótaskylt.  Það liggur fyrir.   

Samt er engin lausn í að ráðherrann segi af sér vegna verksins í því ljósi að sjálft kerfið er að svíkja og heldur ekki nógu vel utan um það sem því er ætlað.   Í stað þess að snúa sér beint að sjálfu meininu er gamla aðferðin tekin fram og hjólað í sitjandi ráðherra segi bara af sér.  Það í sjálfu sér breytir engu því starfsvettvangur hans miðast við það kerfi sem heldur utan um alls konar starfsemi í bæði þessu landi og öllum öðrum löndum líka.  Þar oftar en margan manninn grunar liggur meinsemdin.  Og bakari eina ferðina enn er flengdur fyrir verk smiðs. 

Hvaða ábyrgð felst í að hlaupa frá öllu saman og skilja allt eftir óbreytt sem á að vera til halds og trausts sjálfu embættinu?  Nýr ráðherra gengi hvort eð er inn í sama umhverfi sem, segjum, forveri hans kannski hrökklaðist úr daginn áður. 

Að henda bara fólki út er engin lausn nema meira fylgi með sem þá kemur í veg fyrir að slíkt endurtaki sig á nýjan leik.  Það mun hvort eð er gerast taki kerfið engum breytingum og er áfram jafn meingallað og verið hefur.  Köfum ofan í sum mál og förum ögn dýpra en látum ekki yfirborðið eitt nægja líkt og of oft hefur verið gert.  

Reynum og lærum að sjá verkin eins og þau í grunninn eru.  Og raunverulegur sökudólgur mun birtast mönnum sem hingað til hefur verið flestum mönnum hulinn.  

Með öðrum orðum að þá er kominn tími til að hætta að fleyta einvörðungu efsta laginu ofan af og telja vandann þar með leystann þegar annað og meira þarf oftast nær að gerast til að raunverulegar breytingar fái gerst.   Til að ráðast í lagfæringar þarf fyrst að vita hvað þurfi að laga.  

Skiljum hvernig ein og sérhver valdastofnun á vegum ríkisins er uppbyggð og vitum að hún er ekki byggð utan um einhvern einn einstakling og er honum talsvert meiri.  Enda gerð til að halda úti allskonar sem snertir hag heillar þjóðar.  

Sá er oft, stundum að minnsta kosti er svo talið, að ábyrgðarmestur einstaklingur í starfi sé sá sem sleppir öllu sem hann/hún heldur á og í yljar viðkomandi einstakling sjáist.  En þetta, að sögn, ku erlendir valdsherrar ávallt gera.  Væri málið fyrir fram svona einfalt og afsögn annars ráðherra í starfi leysa málið eins og fingursmellur gerði lífið vissulega einfaldara.   Oftar en ekki er um einhvers konar kerfisgalla að ræða sem afsögn einstaklings úr embætti hefur ekkert með að gera.  Allan kerfisgalla þarf fyrst að lagfæra og útbúa með þeim hætti að auðlindir okkar verði nýttar með kerfið sjálft sem utanumhald gangverksins.  Kerfið er gert til þess arna en ekki til að koma gegn eðlilegri vinnu til heilla og farsældar þessari þjóð.  Hvalveiðar Íslending eru partur af þessu. Og í þær skal haldið.   Enginn útlendingur hættir við ferð hingað til lands vegna hvalveiða landans sem honum hvort eð er er slétt sama um.  Því má lofa. 

  1. janúar 2024.

Fólk sem lengi hefur gengið með Guði sínum Jesús Kristi er ágætlega í stakk búið til að leiðbeina yngra fólki í trúnni um hvernig best sé að standa að sinni trúargöngu. Það, eins og nýliðinn mun kynnast eftir því sem meiri reynsla af trú kemur, mun eðlilega kynnast heilum hellingi af fólki gegnum sinn trúarferil sem komið hefur að borði Drottins, verið þar um kyrrt um stund, glaðst með hinum og fagnað, einkum þá yfir að vera trúuð manneskja sem uppgötvar stórkostlegan Jesús og að hann sé raunverulegt afl og ekkert feik, mun eins og flest okkar höfum gert einnig þurfa að horfa á eftir fullt af ágætu fólki hverfa úr kirkjunni. Ekkert samband er haft við einn né neinn af mergjum trúar. Allt fólk sem þannig hvarf af vettvangi gefst á vissan hátt upp. Og af hverju? Veikleika, minn kæri.

En akkúrat þarna er staður fyrir reynsluna að stíga fram. Hún er hjálpleg og fær um að tala til reynsluminni trúar og því mikilvægt að hún tali út sína reynslu. Raunveruleg og rétt uppbyggð reynsla er öflug í manneskju. Hún ein getur kennt öðru fólki með hvaða hætti fólk þrauki og haldist við áratugum seinna inn í söfnuði kristinna manna. En hvernig getur þetta staðist og hvernig getur slíkt gerst? Er ekki Kristur sá allra öflugasti? Vissulega. Frjáls hugur minn ræður.

Hér er gott að byrja á byrjuninni og hefja ferlið með að viðurkenna þá staðreynd að vera veikleika vafin manneskja. Þá, fljótlega, kemur og í ljós að fæst okkar þekkjum okkur rétt né viðbrögð okkar við þessu áreiti og/eða hinu áreiti. Teljum okkur sterk en komust að raun um að svo er ekki. Þarna kemur Orð Guðs aftur til hjálpar við að byggja trú fólks upp. Skoðum dæmi:

“Matteusarguðspjall 29. 34-35. Jesús sagði við hann: „Sannlega segi ég þér: Á þessari nóttu, áður en hani galar, muntu þrisvar afneita mér.“

Pétur svarar: „Þótt ég ætti að deyja með þér þá mun ég aldrei afneita þér.“

Eins töluðu allir lærisveinarnir.”- Engin sem les efast um að Pétur hafi annað en meint hvert sitt orð og einnig hinir sem taka undir með honum. Skoðum annað dæmi:

“Matteusarguðspjall 29. 69-70. En Pétur sat úti í garðinum. Þar kom að honum þerna ein og sagði: „Þú varst líka með Jesú frá Galíleu.“

70 Því neitaði hann svo allir heyrðu og sagði: „Ekki veit ég hvað þú ert að fara.“- "Og þarna er ég mættur.

Við þekkjum þennan en áttum okkur líklega fæst að hér sé verið að benda á mig og þig á stund sem við væntum ekki og reiknuðum ekki með að horfast í augu við og því síður röngum viðbrögðum okkar í aðstæðum eins og við sjáum að verður hlutskipti blessuðs Péturs. Aftur eru mættir ég og þú. Ekki útiloka þetta. Það er hér sem reynsla annarra trúaðra manna og kvenna réttir fram hjálplegar hendur sínar með opinberun sjálfar og eru færar um að segja sjálfinu mjög svo lærdómsrík orð. Þessi:

“Hafi þessi maður lent í að láta sér slík ós vinnuorð um munn fara að hví þá ekki ég?”- Akkúrat. Þetta er afskaplega öflug yfirlýsing sem mun hjálpa til í aðstæðum sem ætla að verða fólki erfiðar vegna þess að þær eru óvæntar en öll okkar munu standa andspænis. Og þarna kemur í ljós hvað býr í manneskju. Munum! Pétur féll á limminu og sér eftir iðrunina hreint svakalega veikleika vafinn mann sem hann aldeilis vissi ekki af áður. Hvað er því hásklegra og erfiðara heldur en að standa andspænis ásökunum sem menn á engan hátt eru valdir að og afneita fullum hálsi og gera gegn betri vitund? Staðan er hræðileg. Allt vegna sjálfs sem þekkir sig ekki rétt og engir eldri safnaðarmeðlimir fást til að benda nýliða á. Kristur vill að við séum hvort fyrir annað og deilum hvort með öðru. Er ég kannski að misskilja eitthvað hér? Ég tel svo ekki vera.

11 janúar 2024.

Enn og aftur fáum við kennslu frá Jesús um að vera með rétta mynd af göngunni og á hvaða áherslur sé mikilvægt að leggja á meðan við enn erum á þessari göngu.  Stutt er í annað hjá flestum okkar sem Orð Guðs tekur á til að einbeitingin sé áfram á réttum stað.  Skoði maður Orð Guðs með þessum hætti kemur á annars konar sýn sem ég tel vera miklu betra og um leið áhugaverðara sjónarhorn.  Það er í slíku ljósi og uppgötvun sem það opinberast hversu rosalega Orð Guðs er djúpt, innihaldsríkt og gott fyrir okkur mennina.  Og enn dýpkar skilningur minn og þinn á hvað Jesús raunverulega á við með orðum sínum á krossinum:  

“Jóhannesarguðspjall. 19. 30  Þegar Jesús hafði fengið edikið sagði hann: „Það er fullkomnað.“  Þá hneigði hann höfuðið og gaf upp andann.”- Stórt er að fullyrða að eitthvað sé fullkomið í veröld sem merkir sig mistökum fram og til baka.  Í þessu tilviki er um sannleikann sjálfan að ræða því að Jesús getur þar sem ég get ekki.  Þess vegna líka fylgi ég á Jesús.

Við lútum fullkomnu verki Guðs og erum án allrar afsökunar á trúargöngunni.  Það sem okkur, hverju og einu, er eftirlátið að gera og krafa gerð um er þessi vinna sem trúargangan krefst af okkur.   Sá sem ekki vill vinna á heldur ekki mat að fá, segir og eru orð sem eru svo sönn og lífið margoft hefur kennt okkur.  

Skoðum frásögu um spurningu sem menn velta fyrir sér en kemur málinu ekkert við og er í raun tímaeyðslupæling manneskju:

“Lúkasarguðspjall.  23. Einhver sagði við hann: „Drottinn, eru þeir fáir sem hólpnir verða?“-  Hér má heyra hégómlega spurningu manns sem enn hefur ekki alveg skilið hvað það merkir né hvað sé að fylgja Kristi.  Mannlega skoðað er spurningin eðlileg því stundum erum við mennirnir út um víðan völl í hugsunum okkar, og veikleiki holdsins blasir við.  Gott að ígrunda.

Skoðum svar Drottins:    

"Lúkasarguðspjall.  13. 24-28.  Jesús sagði við þá: „Kostið kapps um að komast inn um þröngu dyrnar því að margir, segi ég yður, munu reyna að komast inn og ekki geta.  Þegar húsbóndinn stendur upp og lokar dyrum og þér takið þá að standa fyrir utan og knýja á dyr og segja: Herra, ljúk þú upp fyrir oss! mun hann svara yður: Ég veit ekki hvaðan þér eruð.  Þá munuð þér segja: Vér höfum þó etið og drukkið með þér og þú kenndir á götum vorum.  Og hann mun svara: Ég segi yður, ég veit ekki hvaðan þér eruð, farið frá mér, allir illgjörðamenn!  Þar verður grátur og gnístran tanna er þér sjáið Abraham, Ísak og Jakob og alla spámennina í Guðs ríki en yður út rekin.”-  

Við sjáum að Kristur eyðir ekki orðum sínum í að svara spurningu mannsins heldur beinir hann orðum sínum að honum sjálfum, sem þá einstaklingi og stoppar þar, frekar en að velta fyrir sér og eyða tíma í að stúdera hvort margir eða fáir komist inn fyrir dyr himnaríkis. Jesús einn velur menn.   Það er fyrir eigin trú sem maður kemst til staðar Krists á himnum.  Okkur nægir vitneskjan um að vera hólpin.  Það er að þessu markmiði sem einstaklingur þarf að róa öllum árum og láta allt líf sitt snúast um nákvæmlega þetta.  Við sjáum að spurning mannsins stafar af hégómlegri hugsun og af henni allri væri best fyrir hvert og eitt okkar að láta.  En svona er maður.  Hann veltir mörgu upp og leitar svara við mörgu en Kristur sýnir hér að hugsunin er hugsun sem skiptir trúargönguna engu máli og reynir að beina manninum að kjarna málsins.  Ég sjálfur þarf að komast inn í ríki Guðs.  Það er þessi hugsun sem Drottni er umhugað að hvert og eitt okkar taki upp og geri að okkar.  Við sjáum að sveimhugurinn ég þarf að standa dyggan vörð um þetta.  Ef við skoðum ritningarversið betur sjáum við að Kristur fer með spurningu mannsins beint að kjarnanum.  Jesús vill að við tileinkum okkur hann.  Þetta einfaldar málið

 

 

 

  1. janúar 2024.

Um suma þróun viðurkennir maður að skilja lítið í.  Meira!  Finnst sumpart svolítið óhugnanlegur veruleiki.  

Sérfræðingaveldið hefur tekið margt yfir til sín í þessu landi og stýrt og stjórnað hreint ótrúlega mörgu hér hjá okkur.  Sama gildir líklega í löndum sem við miðum okkur við.  Við bíðum eftir kalli frá ágæta sérfræðingnum til að hann segi okkur til um hvernig best sé að gera þetta og hvernig best sé að gera hitt og allt um það hvort betra sé að fara að vera um kyrrt.  Fyrirmæli eru gefin út um að “Gerist eitthvað”- þurfi að hverfa hratt af vettvangi.  Á hreinum eldingarhraða.  En stillt og prútt.  Eins og stundum er sagt.  

Spyrja má á móti hverslags skilaboð það eiginlega séu að segja “Gerist eitthvað að þá skal til fóta tekið og bíldruslunni gefið í botngjöf?”-  “Ef eitthvað gerist?”  "Vá!"  Hvert erum við komin?

Herranum “Ef og Mundi”- að hefur honum ekki verið  fengið upp í hendurnar fullmikil völd?  Ekki er alltént neitt annað að sjá en að um þessar mundir sé þetta mikið svona hjá okkur og fari vaxandi?  Mörgu, ekki samt alveg öllu, er meira og minna stjórnað af utanaðkomandi sérfræðingagengi og margir í dag orðnir sannfærðir um að það ágæta fólk viti nú talsvert meira og betur sótsvörtum almúganum.  Fyrir vikið er mikið höggið í hugsun sem eitt sinn hét “Heilbrigð skynsemi”- og hver einstaklingur hefur með sér sjálfur til að meta sjálfur með beinum hætti hvernig best sé að hegða sér og bregðast við hinum ýmsu kringumstæðum.  Og í stað þess að gera svona býður fólk bara eftir kalli að utan og fer þá, einn tveir og þrír.  Komi ekkert kallið situr það áfram kyrrt.  Og aftur er komið að sérfræðingnum og beðið eftir því að hann færi fólkinu lausn.  Með þessum hætti er óbeint verið að varpa eigin ábyrgð yfir á herðar sérfræðings sem greyið einstaklingur ætti sjálfur að bera og líka ber.  Er öll kurl komast til grafar.  Er það ekki annars?

Hér hefur verið ráðist gegn heilbrigðri skynsemi einstaklings sem kannski, mögulega, hugsanlega, gæti gripið til þess ráðs að treysta ekki lengur sjálfum sér í neinu stóru máli sem þó beintengist honum sjálfum.  Svona staða er hreint skelfileg og er um leið vond þróun fyrir hvort sem er einstakling eða heila þjóð.  

Við þurfum og eigum vel að geta staðið á eigin fótum sem heilbrigt skynsamt fólk og eigum að geta vegið og metið sjálfstætt hvað best sé að gera fyrir okkur eitt og sérhvert og eða okkar fólk.  En svona að sjá eru málin því miður ekki vaxin í dag heldur er tískufyrirbrigðið nýtt til hins ítrasta og bíða eftir áliti sérfræðingsins.  Og þetta er úti um allt í dag.  Með allri virðingu fyrir sérfræðigasstéttinni.  Hún þarf að vera.  En hverslags eiginlega vitleysa er þetta og hvert vilja menn stefna með þessa þjóð?  Í faðmi eigin ákvörðunar eða í faðmi hans og hennar sem tekur þær allar fyrir okkur í mynd einhvers stóra bróðurs?  Ég segi:  “Þvert nei.”  En væri þetta ekki spurning sem við þurfum að fara að spyrja okkur?  Ég tel svo vera.  

“Lúkasarguðspjall. 12. 57-58. Hví dæmið þér ekki af sjálfum yður hvað rétt sé? 58 Þegar þú ferð með andstæðingi þínum fyrir yfirvald þá kostaðu kapps um það á leiðinni að ná sáttum við hann til þess að hann dragi þig ekki fyrir dómarann, dómarinn afhendi þig réttarþjóninum og hann varpi þér í fangelsi.”- Hér er töluð hrein viska og henni beint til einstaklings sem sjálfur fær allt ráðrúm til að notfæra sér hana.  Ef hann vill.  Hvernig sem fer og hverjar sem lyktir verða hefur hann í það minnsta fengið mikið heillaráð til sín sem viðkomandi einstaklingur getur nú íhugað.  Akkúrat í þetta er talsvert höggvið í dag og, sýnist manni, vex ásmegin frekar en hitt.   Ofanritað ritningavers byggir á heilbrigðri skynsemi.  Allir sem við taka firra sig gríðarlegum vandræðum.  Mistök hvers konar verða þó áfram með okkur. Þau halda áfram.  

Hér er ekkert vegið neitt að ágætri sérfræðingastétt.  Hún þarf að vera.  Kammón!  Ég er líka.

9 janúar 2024.

Drottni er umhugað um að við, sem þekkjum Krist, eignumst skilning á hvað sé mikilvægara öðru.  Okkur mörgum hættir nefnilega til að koma orðum að og hrífast af og gleðjast af öðru en kjarna máls og hafa upp aðrar hugsanir og áherslur en kjarnann.  Allt eru þetta vísbendingar til manna og kvenna um veikleika sem nær ekki með réttum hætti að lýsa því sem augun sjá.  Samt skín af gleði.  En hún er af annarri ástæðu en verk Jesús á staðnum sem sér Jesús ekki réttum augum né Jesús að lækna fólk, Jesús að fræða fólk um Guðs veg og það allt.  Nákvæmlega þessi var og er tilgangurinn með getnaði Maríu og meðgöngu hennar og fæðingu sveinsins í fjárhúsi í Betlehem sem enn er getið um í mannheimum vegna atburðarins sem uppfyllir algerlega skýran vilja Guðs um frelsara sem bjargar öllu fólki sem hann sjálfur vill frá því að þurfa að smakka sjálft sorgarsögu dauðans.   Og á þetta bendir Kristur konunni.  

María á sínum tíma hafði þann tilgang með sínu lífi að koma öllu þessu í kring og bera Jesús inn í heiminn.   Þarna  er Jesús orðinn að fullorðnum manni og byrjaður verk sem Guð Faðir lagði á ráðin um og verkið þar með orðið að gleðiefni allra annarra gleðiefna en konugreyið er ekki að sjá en fagnar líkamanum, konunni, sem ber manneskju þessa í heiminn.  Öll fæðumst við af konu.

Kristur að sjá bregst við hrifningu konunnar með þessum hætti og leiðir hana þegar til sannleikans og tilgangsins með verkinu sem skeði í kviði þessari ágætu konu sem við vitum að ber nafnið María, sem og gekk að eiga mann að nafni Jósef.  

Skoðum tiltekin ritningaver:

“Lúkasarguðspjall.  11. 27-28.  Er Jesús mælti þetta hóf kona ein í mannfjöldanum upp rödd sína og sagði við hann: „Sæll er sá kviður er þig bar og þau brjóst er þú mylktir.“

28 Jesús svaraði: „Já, því sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og varðveita það.“- 

Hér kemur alveg kýrskýrt fram hvernig Kristur vill að konan á staðnum líti verkið sem þarna er og  segi sín orð, vel meint og allt það, en Kristur bregst við með þeim hætti að koma strax fram með sannleikann sem eru verkin sem hann þessa stund er að vinna og sinna.  Konan þarna horfir á með sínum eigin augum nær ekki enn að sjá ávöxt þessarar merkilegu meðgöngu og fæðingu og velur að mæra líkama þann sem öllu þessu kemur af stað.  Og hvað er mannlegra slíkum viðbrögðum og hversu oft hælum við ekki upp í hástert einhverju öðru en blasi við vegna þess að sjá ekki ávöxt tiltekinnar þungunar, meðgöngu og fæðingu og sjálfan frelsara heimsins kominn til jarðarinnar og byrjaðan að sinna starfinu sem honum er ætlað, sem er að frelsa fólk úr greipum dauðans.  

Hvað heilbrigðum manni dytti til hugar að hæla og básúan-tölvuna og lyklaborðið fyrir þennan hreint ágæta stíl sem hér birtist en sleppa alfarið puttunum, huganum og hugsuninni sem að baki verkinu býr?  Engum auðvitað.  Samt sjáum við svolítið örla á þessari hugsun í ritningaverinu af engu öðru en fljótræðislega sögðum orðum af munni ágætrar konu sem vissulega meinar vel.  Sumt fólk einfaldlega hugsar skjótt og talar hratt og fer svolítið fram úr sjálfu sér.  María gat engan frelsað og þurfti eins og ég á frelsara að halda sem miskunnar sig yfir, alveg eins og skeði í mínu og þínu tilviki.  

Lexían að baki ritningarversins er að læra að sjá og horfa rétt á kringumstæður og aðstæður á hverjum tíma.  Og vilji menn mæra eitthvað, og/eða einhvern, sem er í góðu lagi að gera, að horfum þá rétt á málin.  Og hvað skyldi þá blasa við?  Hvað annað en öll dýrð himinsins og hjálpræði sem komið er til okkar mannanna.  Þá erum við að sjá verkið réttum augum og drögum ekki einhvern inn í myndina, svo sem þurfti en skiptir engu máli í stóru myndinni:

“1 Jóhannesarbréf. 2.  2 Hann er friðþæging fyrir syndir okkar og ekki einungis fyrir syndir okkar heldur líka fyrir syndir alls heimsins

 

 

     

    7 janúar 2024.

    Aftur verður að segja að Nýja testamentið drepi á mikilvægum atriðum sem halda manni sjálfum réttum og við það sem helst skiptir manns eigin trúargönguna máli. Við getum verið með allskonar kennslur og áherslur um allskonar og verið upptekin við eitt og annað á vorri trúargöngu því sjálf grunnatriði hennar fara svolítið að missa marks í voru trúarlífi.  

    En vissulega lifum við sigrandi lífi og í Jesús nafni gerist alls konar sem enginn af okkur reynir einu sinni að þakka sér sjálfur heldur gefur Jesús alla dýrð af þessu og hinu sem kann að hafa gerst.  Sum okkar erum fráleitt verklaust fólk í Guði heldur fólk sem getum, gætum, sagt margs konar sögur af inngripum hins heilaga Jesús og bent á hreint fjölmörg atriði sem væru útilokuð framkvæmd nema vegna beinna inngripa Drottins okkar og lausnara Jesús Krist.  Vegna þá einvörðungu minnar og/eða þinnar trúar.  Ekki gleyma aðalatriðunum sem er að Jesús og þú starfir saman fyrir þína trú.  Mundu það.  

    Lúkasarguðspjall. 10. 17-20.  Nú komu þeir sjötíu og tveir aftur með fögnuði og sögðu: „Drottinn, jafnvel illir andar hlýða okkur þegar við tölum í þínu nafni.“

    En Jesús mælti við þá: „Ég sá Satan hrapa af himni sem eldingu.  Ég hef gefið yður vald að stíga á höggorma og sporðdreka og yfir öllu óvinarins veldi. Alls ekkert mun gera yður mein.  Gleðjist samt ekki af því að illu andarnir hlýða yður, gleðjist öllu heldur af hinu að nöfn yðar eru skráð í himnunum.“- Þarna mætir hann okkur með ákveðnum hætti og sýnir svart á hvítu hvað skuli áfram vera hjá okkur sjálfum, aðalatriðið á vorri göngu með Jesús.  

    Ekki halda því fram að þetta skipti engu máli því fyrir margt fólk er það hið áhugaverðasta mál einstaklings að varðveita sín eigin grunnatriði tengdri trú sinni sem með tímanum verður að lykli trúar sem fær er um að halda hvort sem er mér eða þér við kjarnann sjálfan sem sleppir öllum hégóma frá sér sem mannshjartað er fullt af en Kristur svolítið slær á með orðum sínum og benti þeim á, mér og þér, hverju fólk skuli gleðjast yfir. Að öðrum kosti gæti svo farið, ritningaversið bendir á þetta, að tal okkar sveigist að einhverju sem er raunverulega ekki kjarni málsins fyrir þetta fólk og að nöfn fólksins séu skráð á himnum.   

    Sjáum við ekki betur núna hvað séu raunveruleg grunnatriði þess að fylgja Jesús Kristi og hvort þau séu ekki áhugaverðari en einhver andartaks hughrif af vel heppnaðri ferð sem það er þátttakandi í og er að koma úr og hrífst af upp úr öllu valdi og fór svo hátt í öllum sínum lýsingarorðum að það raunverulega gleymir tilgangi fararinnar ásamt því að leyfa trúnni í hjartanu óhindrað að vaxa.  Eins og henni er líka ætlað að gera.  

    Við sjáum að að ýmsu þarf að huga til að áfram sé þessi grunnhugsun til staðar vegna þess að hún í þessu máli varðar okkur meira en flest annað sem við kunnum að gera á göngunni.  Öll þessi svakalega hástemmdu lýsingarorð og ofsahrifning hópsins er hann kom til baka bera með sér að Kristur velur að dempa þau svolítið niður og slá pínulítið á þau með orðum sínum og vill með þessu sýna að lýsingin af ferðinni sé ekki gerð með réttum skilningi.  Í raun og veru bendir Kristur hér á afskaplega mikilvægt atriði á trúargöngu hverrar manneskju sem veikleiki muni ítrekað grípa fram í fyrir hendurnar á henni, sem er öll þessi ofsahrifning í hópnum sem grípur um sig að básúna sitt eigið.  Og er málið nokkuð oft ekki svolítið svona vaxið?  Ég tel svo vera.

    Auðvelt er, kæru vinir, að grípa til annarra ráða en þeirrar réttu undir vissum kringumstæðum og er menn vissulega hafa horft á undur og stórvirki gerast fyrir sínum eigin augum, og það allt.  Það er þarna sem við kunnum að gleyma hverjum við þjónum og af hverjum sendir að hann heitir Jesús og fyrir þetta nafn eru okkar eigin nöfn skráð hjá lifandi Guði í himnaríki.  Verkin mín lofi því áfram nafn Jesús Krists.  Og ég man eftir því að sumu sé gott að geyma aldrei.

    4  janúar 2024.

    Þegar Jesús kemur inn í líf manna og kvenna gerist sama hjá öllum að nýtt viðmið er komið fram. Segir enda orðið sjálft að nýtt sé orðið til og hið gamla að engu orðið, eða eitthvað á þessum nótum. Fljótlega kemur í ljós hvað hér er við átt því manneskja sem komin er með ljós Krists í hjartað fer strax að skima eftir þessu ljósi að vera í og ​​öðru fólki sem maðurinn veit að sé betra fyrir hann sjálfan að umgangast og þar með hverfa af staðnum sem hann áðr var á. Hann sér nú raunverulega myrkrið sem umlukti allt og einnig sig sjálfan. Þetta er blekkingin sem heimur og hold bíður og telur sig segja sannleikann, af því að vita ekki betur. Aftur sjáum við gríðarlega speki falna í orðum Krists á Krossinum:  

    Lúkasarguðspjall. 23. 34. 34 Þá sagði Jesús: „Faðir, fyrirgef þeim því að þeir vita ekki hvað þeir gera.“- Maður heimsins lifir tómar blekkingar sem og skýrir ýmislegt sem hér er að gerast og hefur gerst gegnum tíð og tíma. Margt væri þar hægt að nefna en sleppum því að sinni.

    Auðvelt er að komast að svona niðurstöðum og þarf ekki langa skoðun til. Kristnum er gefið að sjá margt sem áður var þeim hulið. Mikil umskipti verða að fólk gengur út úr myrkri tómra blekkinga og inn í hreinan sannleika. En þó ekki fyrr en Kristur hefur snert við hjarta mannekju. Ekki á undan. Þar sem býr og er þessi myrkvaða blekking sem hér er örlítið drepið á.  

    Sannleikurinn er að eitt hið fyrsta sem leitar á huga endurfæddrar manneskju eftir að trúin kemur. Er kirkjan líka staðurinn sem allir menn vita að er hús sem kristin trú og Kristur sjálfur er boðaður í, ásamt fræðslu úr Biblíunni. Biblía og kirkja er ofin órjúfanlegum böndum og ekki undarlegt að þessi hugsun sé með þeim fyrstu sem kristinn þegn skynjar með sér sjálfum og vilja þekkja betur. Þetta tvennt hangir saman. Þarna erum við komnir að mikilvægum þætti sem Kristi er mjög umhugað um og er þessi kærleikur manna og kvenna. Já, í sínum hóp. Um þessa hugsun les maður víða í ritningunni. Skoðum þessa:

    “Lúkasarguðspjall 8. 19-21. Móðir Jesú og bræður komu til hans en gátu ekki náð fundi hans vegna mannfjöldans. Var honum sagt: „Móðir þín og bræður standa úti og vilja finna þig.“ En Jesús svaraði þeim: „Móðir mín og bræður eru þau sem heyra Guðs orð og breyta eftir því.“- Hér sjáum við þessa nýju fjölskyldu sem Kristur er með fyrir sitt fólk. Fólk heldur auðvitað áfram að vera félagsverur sem hann mætir og talar um hér og segir að þetta nýja sem orðið er til muna hann sinna til enda. Og núna skiljum við betur hví hann leggur sína mikla þunga á orðið “Kærleikur.” Hvað situr fólk varðar. Ég hélt að óþarft sé að kafa neitt mikið ofan í það mál og að gamlir hundar, átt við þá sem fyrir eru í söfnuðinum, mig og þig, viti vel hvar sinn stað sé þar. Þetta vaktar kærleikurinn og hreyfir regluklega við, bendir á og segir: “Drottinn er allt í öllu.”-  

    Endurfædd manneskja veitir fljótlega þessu nýja athygli og vill bæði þekkja betur og vera meira innan um þetta nýja. Þetta er verk ný skapaðs hjarta manneskju. Það fer þess á leit við fólk og veit að verður að hafa samþykki þeirra til að hitta fái gerst. Þetta meira að segja viðurkenna og vita andaverur vonskunnar í himingeimnum og mæta með þessa hulu uppdregna fyrir augum einstaklinga og dælir þaðan yfir til hennar endalaust af lygum. Með þeim hætti halda þær líka stöðu sinni. “Allur heimurinn liggur í hinum vonda”- segir orðið. Skoðum:

    “Lúkasarguðspjall. 8. 38-39. Maðurinn, sem illu andarnir höfðu farið úr, bað hann að mega vera með honum en Jesús lét hann fara og mælti: „Far aftur heim til þín og segir þú frá hve mikið Guð hefur gert fyrir þig.“ Maðurinn fór og kunngjörði um alla borgina. hve mikið Jesús hafði gert fyrir hann.“ Við sjáum hér mann sem biður Krist um að fá að fara með honum. Hvað er þetta annað en staðfesting um að maðurinn vilji tilheyra nýrri fjölskyldu sem hann viðurkennir að þurfa fyrir sig sjálfan. Engin rök, engin kennsla og fullvissan ein um hvernig sumir hlutir virki. Sannleikurinn er hreint magnaður. Þessi maður gekk veg trúboðans í sinni heimabyggð að fyrirmælum Krists þó ekki fari af honum neinum frekari sögum. Þetta fólk er út um allt og með afdrep á sama stað. Inn í kirkjunni og með þér og mér. Eigum til vaxandi kærleika. Amen.

    2 janúar 2024.

    Einn mesti leyndardómurinn á bak við Orð Guðs, Biblíunnar, er hversu rosalega nákvæm og örugg það er í öllum lýsingum á hvað mögulega og hugsanlega gæti gerst hjá eftirfylgjendum Jesús eftir að trúar gangan hefst og menn komnir þar inn fyrir dyr.  Einn fyrsti sannleikurinn sem rennur upp er að til sé annað ríki en ríkið sem foreldrar manneskju komu henni inn í sem var á undan þeirri opinberun allri, henni algerlega hulin, og hún með engum hætti hugleiðir með sér sjálfri í ekki eitt skipti en blasir nú við, svo skínandi bjart og í dýrð.  Mikil umskipti verða í veruleika fólks sem mun fylgja því eftir allan tímann sem eftir er af jarðvist einstaklings.  

    “Það er fullkomnað”- sagði Jesús á krossinum og gaf eftir orð sín upp andann og dó eins og allir menn eitt sinn gera.  Upprisa Jesús er hinn veruleikinn og er auðvitað lykill sem staðfestir þetta hitt ríki sem gangi samhliða jarðnesku ríki og er hverjum manni hulið.  Eða uns Drottinn snertir hjarta manneskju sem fer að skynja það.  

    Allt snýst þetta um einstakling og að hann gangi með með Jesús.  “Allt fullkomnað”- merkir að nú hefur hefur vegurinn verið gerður fær hverjum og einum einstaklingi.  Þetta útskýrist betur þegar við færum okkur nær og sjáum okkur sjálf.  Já, sem þá þessa einstaklinga.  Að vera einfari er annað.   Afskaplega mikilvægt er að þrengja svona tal utan um sjálfan einstaklinginn en ekki hópinn þó að samansafn sé af mörgum ólíkum einstaklingum á einum stað.  Er bókum er lokið upp og ein og sérhver manneskja kölluð fram og gert að svara spurningum sjálfur og engin fyrir annan.   Eina gilda svarið þar er Jesús í hjarta manneskju sem engir lögfræðingar fá breytt.

    Það er þarna, á þessu andartaki, sem forréttindi manna og kvenna Jesús birtast einstaklingi í allri sinni dýrð og heiðri.  Þegar nafn viðkomandi er kallað upp, frammi fyrir þessum mikla dómstól, mun Jesús sjálfur stíga fram og staðfesta að viðkomandi einstaklingur sé sín eign.  Og “Gullna hliðið”- bíður galopið eftir honum og hvort sem er karl eða kona.  Og þarna eru þau einvörðungu fyrir trú og fullvissu um að Jesús sé frelsari heimsins.  Þetta er það sem Biblían kennir og að trúin daglega vill fá að undirstrika fyrir hverju og einu okkar.  

    “Lúkasarguðspjall. 6. 12-16.  En svo bar við um þessar mundir að Jesús fór til fjalls að biðjast fyrir og var alla nóttina á bæn til Guðs.  Og er dagur rann kallaði hann til sín lærisveina sína, valdi tólf úr þeirra hópi og nefndi þá postula.  Þeir voru: Símon, sem hann nefndi Pétur, Andrés bróðir hans, Jakob og Jóhannes, Filippus og Bartólómeus, Matteus og Tómas, Jakob Alfeusson og Símon, kallaður vandlætari, og Júdas Jakobsson og Júdas Ískaríot sem varð svikari.”- Lokaorð versins eru um Júdas Ískaróiot “sem varð svikari”- eins og segir.  Hvað merkir þetta: “Varð svikari?”-  Jú.  Líkt og mörg okkar hafa gert þá byrjar Júdas vel og er einn af þessum trúuðu mönnum í hópnum sem fylgdu Jesús eftir heilshugar, sjálfur sannfærður um stöðu Jesús og er jafn sannur og hver annar í hópnum.  Á þessum tíma.  Skoðum Orðið og lærum.

    En hvað skeði sem verður til þess að Júdas velur þessa hreint svakalega illu leið að svíkja Jesús?  Hver veit hvað bærist í hjarta einstaklings?  Ég tel orðin vera þar sem þau standa sem hrein og bein viðvörunarorð til komandi framtíðar og fjalla um á sinn hátt þennan svakalega erfiða veikleika eins og sérhvers okkar og vera staðinn sem við öll stöndum jafnfætis á.  

    Niðurstaðan er að eldra fólk í trúnni sé með áskorun til nýliða um að læra undirstöðu Guðs Orðs hratt og vaxa hratt í trú sinni til að það skilji betur og fljótar hvar hindranir séu á veginum.  Öll svona verk miða við einstaklinginn.  Söfnuðurinn er annað.  Hann er samfélag um Orð Guðs.

    “Jakobsbréf. 1. 13.  Enginn má segja er hann verður fyrir freistingu: „Guð freistar mín.“ Hið illa getur eigi freistað Guðs og sjálfur freistar hann einskis manns.   Sannleikurinn er að Orðið hefur enga mann ennþá fellt heldur eigin girnd og langanir og þrár manna og kvenna.